Tíminn - 02.08.1940, Síða 3

Tíminn - 02.08.1940, Síða 3
76. blað TÍMI\\\ föstiidagiim 2. ágúst 1940 303 tÞRÓTTIR A N N A L L íþróttamótið að Loftsstöðuin. Sunnudaginn 21. júlímánaðar var haldið íþróttamót að Lofts- stöðum í Gaulverjabæjarhreppi. Að mótinu stóöu ungmennafé- lögin „Samhygð" í Gaulverja- bæjarhreppi og „Vaka“ í Vill- ingaholtshreppi. Aðstaða til að halda þarna íþróttamót má teljast góð rennisléttar sendnar flatir og nóg landrými. Það eitt má teljast ábóta- vant, að engar brekkur eru fyr- ir áhorfenúur, en þeir eru jafnan gjarnir á aö þrengja um of að keppendum, svo að aðeins örfáir njóti þess að sjá vel. En þarna var keppenda- svæðið afgirt. Skemmtun þessi fór hið bezta fram, enda var veður hið ágætasta. Árangur í einstökum íþrótta- greinum varð sem hér segir: 100 metra hlaup. 1. Guðm. Ágústsson, (V) 12,7 sek., 2. Þórður Þorgeirsson, (V) 12,7 sek., 3. Elías Guðmundsson (S) 13,4 sek. Hástökk. 1. Guðmundur Ágústsson 155 sm. (V), 2. Guðm. Oddson 150 sm. (S), 3. Bjarni Ágústsson 150 (V). Langstökk. 1. Guðm. Ágústsson (V) 5,59 m., 2. Steindór Gíslason (S), 5,37 m„ 3. Marel Jónsson (S), 5,33 m. Kúluvarp. 1. Guðm. Ágústsson (V) 11,17 m„ 2. Jón Guðlaugsson (S), 10,25 m„ 3. ívar Gíslason, (S), 9.65 m. Þrístökk. 1. Guðm. Ágústsson (V), 12,29 m„ 2. Steindór Gíslason (S), 11,61 m„ 3. Þórður Elíasson (S), 10,04 m. Stangarstökk. 1. Guðm. Oddsson (S), 2,70 m. 2. Eiður Gíslason (S), 2,65 m„ . 2. Guðm. Ágústsson (V), 2,60 m. 800 metra hlaup. 1. Þórður Þorgeirsson (V), 2,19 mín„ 2. Stefán Jasonarson, (S), 2,20 mín„ 3. Jóhannes Árnason, (S), 2,31 mín. Glíma (fullorðnir) þáttt. 6 1. Steindór Gíslason (S), með 4 vinninga, 2. Jón Guðlaugsson (S), með 3 vinninga, 3. Guðm. Ágústsson (V), með 3 vinninga. 4. í röðinni varð Reynir Þórar- insson (V), með 3 vinninga eft- ir fyrstu umferð, og urðu því hinir þrír síðasttöldu að glíma aftur um önnur og þriðju verð- Gullbrúðkanp. 50 ára hjúskaparafmæli áttu hjónin Helga Helgadóttir og Gísli Sigurbjörnsson í Prests- hvammi i AÖaldal 13. júli síð- astliðinn. Börn þeirra og tengdabörn minntust þessa af- mælis með fjölmennri sam- komu á heimili þeirra þennan dag. Kom þar saman yfir hálft annað hundrað manns. Er hlé varð á veitingum, var setið lengi í skjóli bæjarins undir háum reynilundi við söng og ræðuhöld. Síðan var dans stig- inn inni í húsinu fram á nótt. Ræðumenn voru margir og luku allir upp einum munni um það, að þessi hjón hefðu skilað miklu dagsverki og afhent þjóðfélag- inu stóran hóp af dugandi fólki. Þau Helga og Gísli eru bæði upprunnin úr Reykjadal og byrjuöu þar búskap, algerlega með tvær hendur tómar, um 1892, þegar erfið ár voru og margt var í upplausn. Þau hafa lengst af sinni tíð búið í Prest- hvammi, sem var ein af kirkju- jörðum Grenjaðarstaðar. Var það mjög lítilsmetið jarðnæði og hafði engum búnazt þar vel um langan aldur.Þessu koti hafa þau nú gerbreytt og synir þeirra. Nú er þar fleiri hundruð hesta tún véltækt. Prest- hvammur er eina sveitaheimil- ið, sem nýtur orku Laxárfossa, en þeir eru virkjaðir fyrir Presthvammslandi. Þau hafa eignazt 10 börn og náðu 9 af þeim fullorðinsaldri. Sjö af þeim eru nú á lífi og voru þau þarna saman komin með 29 barnabörn þeirra, 19 stúlkur og 10 pilta. Bæði eru þau hjónin vel ern og taka enn þátt í daglegum störfum. Er Gísli póstur um Reykjahverfi, Aðaldal og Reykjadal og hinn duglegasti ferðamaður. Fylgir honum æfinlega fjör og glað- værð, hvar sem hann kemur. Fagurt var í Presthvammi, er gestirnir fóru um nóttina, heið- ur himin og miðnætursól. Höfðu þeir skilið eftir ýmsar gjafir, svo sem vandað útvarps- tæki, ýmiskonar raflampa og ofna og fleira. Fannst þeim, að svo sem þetta kvöld var fagurt, mundi æfikvöld þeirra verða hjá Birni syni sínum, á óðali Áskels goða. Útsvör - Dráttarvextir Nú um mánaðarmótin falla DRÁTTARVEXTIR á fyrsta hluta (1/5) útsvara þeirra gjaldenda sem eiga að greiða bæjarsjóði Reykjavíkur útsvar skv. aðalniðurjöfnun 1940, og sem ekki greiða útsvörin með hluta af kaupi samkvæmt lögum nr. 23, 12. febrúar 1940. Eru sjálfstæðir ATVINNUREKENDUR sérstak- lega aðvaraðir, svo og allir aðrir, sem hafa ekki þegar greitt samkvæmt fyrnefndum lögum. Bor gar ritarin n. CJ tsöluverð á KENDAL BROWN skornu nef ftóbaki ntn eigi vera hærra cn liér segir: t 1 Ibs. blikkdósum . . . dósin á ki*. 14.40 í 1/2 - — ... - - - 7.40 f 1/4 - — ... - - - 3.80 Ltuii Reykjavíkur og Ilafnarfjjarðar má verðið vera 3% hærra vegna fliituiiigskostn- aðar. Tóbakseínkasaia ríkísíns. laun, og varð röðin þá eins og að framan getur. Drengjaglíma (þátttakendur 7) 1. Guðm. Oddsson (S), 6 vinn- ingar, 2. Andrés Sighvatsson (S) 5 vinningar,, 3. Sigfús Ingi- mundsson (V), 4 vinningar. (Framh. á 4. siðu) Menn ^iTinir á um gildi og tilverurétt einstakra greina hins innlenda iðnaðar. Um eitt hljóta þó allir að vera á einu máli: aff sú iffjustarfsemi, sem notar innlend hráefni til framleiffslu sinnar, sé ÞJÓÐÞRIFA FYRIRTÆKI. Verksmídjur vorar á Akureyri Gefjun og Iðunn, eru einna stærsta skrefið, sem stigið hefir verið í þá átt, að gera framleiðsluvörur landsmanna nothæfar fyrir almenning. Geí j un vinnur úr ull fjölmargar tegundir af bandi og dúkum til fata á karla, konur og börn og starfrækir sauma- stofu á Akureyri og í Reykjavík. Iðunn er skinnaverksmiðja. Hún framleiðir úr húðum, skinn- um og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanskaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Starfrækir fjölbreytta skógerff og hanskagerff. í Reykjavík hafa verksmiðjjurn- ar verzlun og saumastofu við Adalstræti. Samband ísl. samvinnufélaga. Iltsvör í Revkjavík Atvinnurekendur og kaupgreiðendur í Reykjavík og annarsstaðar á landinu, og sem hafa í þjón- ustu sinni útsvarsgjaldendur til bæjarsjóðs Reykjavíkur, eru beðnir að minnast þess, að skv. lögum nr. 23, 12. febr. 1940, ber að halda eftir af kaupi til greiðslu útsvara sem hér segir: 1. af kaupi FASTRA starfsmanna 1/7 HLUTA AF ÚTSVARINU mánaðarlega frá júlí þ. á. til febrúar 1941 (desember undanskilinn). 2. Af kaupi annara en fastra starfsmanna, 10% AF KAUPINU. Kaupgreiðendum ber þegar í stað að standa bæj- argjaldkera skil á þeim útsvarsupphæðum, sem þeir innheimta á þenna hátt. Vanræki kaupgreiðandi að gera skil samkvæmt ofanrituðu má taka þær fjárhæðir, sem honum ber að sjá um greiðslu á, lögtaki hjá kaupgreið- anda sjálfum. Bor^ar rltar in n. Róndi Kaupir þá bánaðarblaðið FREY? ýmsir kostir. Skólinn á Hólum varð fjölsóttur. Skólastjórinn var vekjandi og hTessandi. Hann hafði trú á stórkostlegum framtíðarmöguleikum í ræktun. Hann brýndi fyrir nemendum hin miklu skilyrði, sem hér væru til túnræktar, garðræktar, skógrækta r og sandgræðslu. Sigurður gerðist heitur og ein- lægur trúboði í ræktunatmál- um. Samkennarar hans og nemendur uröu ósjálfrátt snortnir af trú hans á gróöur- magn íslenzkrar moldar. Frá Hólum og síðar. frá Hvanneyri komu búfræðingar, sem höfðu orðið fyrir mikilli vakningu frá tveim þróttmiklum áhúga- mönnum í búnaði. Þeir höfðu ennfremur allmikinn bókfræði- forða um búskap. en sárlitla vexklega æfingu frá skólunum, um þau verk, sem bóndinn þarf daglega að sinna við fram- leiðslustörfin. í Ræktunarfélaginu fékk Sig- urður Sigurðsson tækifæri að sýna trú sína í verkunum. Hann hafði áður en hér var komið sögu plantað þroskavænlegasta trjáreit, sem til er á íslandi, sunnan undir Akureyratkirkju. En í gróðrarstöð Ræktunarfé- lags Norðurlands var verkefnið miklu stærra. Þar braut Sig- urður hina gróðui'litlu mela og þýfðar dældir, sem bærinn á- nafnaði félaginu. Og í höndum hins trúaða og sigursæla rækt- unarmanns, vaTð þessi staður að íslenzkum undragarði. Bjarkir, í'eyniviður og barrvið- ur úr fjarlægum löndum fylktu þar liði meðfram breiðum gangbrautum og til skjóls og hlíföar blettum, sem ætlaðir voru til fræðilegra tilrauna um íslenzka túngræðslu. Þannig liðu nokkur ár. Sigurður Sig- urðsson bjó i gróðrarstöð Rækt- unarfélagsins á sumrin, en stýrði Hólaskóla á vetrum. Byggingar voru þar litlar og lítt varanlegar, þegar hann kom að Hólum, nema hin mikla kirkja. Sigurður skipulagði staðinn, og hafði forustu um að reisa þar nokkrar myndarlegar og varanlegar stórbyggingar. Forlögin hafa hagað því svo, að á ókomnum árum munu jafnan sjást lítil merki eftir hina mörgu skólameistara og bisk- upa, sem stýrt hafa Hólastað. En Sigurður frá Draflastöðum hefir sett varanleg merki um stórhug sinn á hinn fræga sögu- stað. Páll Briem andaðist, tæplega fimmtugur að aldri, fáum miss- irum eftir að hann hafði, svo að segja, falið Sigurði Sigurðs- syni forustuna í ræktunar og búnaðarmálum norðan lands. Þetta var óbætanlegt tjón fyrir Sigurð. Hann fékk aldrei slíkan vin og ráðgjafa. Vafalaust hef- ir Sigurði Sigurðssyni oftsinnis komið í hug,„ hvílíkur styrkur honum hefði verið að því, að mega lengur njóta trausts og vináttu þess manns, sem hafði hrifið hann úr ró og friði Fnjóskadals og leitt hann út á hinn hála en glæsilega leikvöll almennra búnaðarframkvæmda. IV. Nú liðu allmöTg ár. Sigurður Sigurðsson hélt nokkurnveginn nægilegri aðsókn að Hólaskóla og trén héldu áfram að stækka í gróðrarstöð Ræktunarfélags- ins. En Sigurður var um þessar mundir nokkuð einmana í starfi sínu og bætti ekki við nýjum verkefnum. Þá vildi honum það lán til að kynnast áhrifa- manni, sem var honum að mörgu leyti skaplikur, en það var Tryggvi Þói'hallsson, bisk- upssonur úr Laufási. Framsóknarmenn höfðu efnt til flokksmyndunar og stofnað Timann á útmánuðum 1917. En tæpu ári síðar tók Tryggvi Þórhallsson við ritstjórn á blað. inu af vini sinum Guðbrandi Magnússyni. Blaðið varð skjótt víölesið og vinsælt í byggðum landsins. Ritstjórinn setti mál- efni sveitanna efst á dagskrá. Eitt af heitustu áhugamálum hans var að efla Búnaðarfélag íslands og afla því meira fjár- magns. Kom hann svo sínum fortölum í blaðinu og með á- hrifum Framsóknarmanna á þingi, að styrkur úr ríkissjóði til Búnaðarfélags íslands var ferfaldaður á nokkrum missir- um. Tryggvi Þórhallssyni var ljóst, að mikinn athafnamann þurfti til að stjórna félaginu, þegar það fengi stórlega aukið verksvið, og eins og hin auknu fjárráð félagsins voru> verk Tryggva ÞóThallssonar, þannig var það einnig hans verk, að Búnaðarfélagið fékk Sigurð Sigurðsson til að gerast fram- kvæmdastjóra þess. Tryggvi Þórhallsson og Sig- (Framh. á 4. siðu) Dvöl Af hverju halda menn að aðallega mjög vand- látt fólk á lestrarefnl kaupl Dvöl? Af þvl að hún er þekkt fyrir að flytja aðeins gott efni, sem greint og menntað fólk hefir ánœgju af að lesa. Smíffa trúlofunarhringa o. fl. Jón Dalmannsson Grettisgötu 6, Rvík. Hreinar léreftstnskur kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. MUNIÐ að taka meff yður VASASÖNGBÓKINA aff öllum mannfagnaði. Hún vekur hvarvetna gleffi. Betamon er bezta rotvarnarefniff. Betamon tryggir rabar- bara- og berjageymsluna í sykurleysinu. fHEHIHX Kirkjustræti 8B. Sími 1977 Auglýsið í Tlmanum! 372 Margaret Pedler: Laun þess liðna 369 ofurlitilli sjávarlykt, og Colin andaði því að sér með velþóknun. Heimurinn var í raun og veru góður! Innan fárra daga átti hann að kvænast yndisleg- ustu konunni, sem hann hafði ^ugum litið, og honum hlaut þess vegna að finnast heimurinn góður á svo fögru sumarkvöldi. Hann gat ekki annað en dást i sífellu að þeirri hamingju, sem hann hafði öðlazt, hann, vesalingurinn, sem hafði gert ráð fyrir að vera fyrir fullt og allt útskúfað frá öllum sönnum gæðum. Nú átti hann að fá að eiga hina fegurstu, beztu og yndislegustu konu. Hann skyldi alla æfi stuðla að aukinni hamingju henni til handa, alla æfi reyna að koma i veg fyrir, að hún þyrfti að sjá eftir þeirri dýrmætu gjöf, sem hún gaf honum og því mikla trausti, sem hún sýndi honum. Núna var hann að hugsa um allt það, sem hann ætlaði að gera, til þess ajð gera hana hamingjusama og hjálpa henni að gleyma hinum liðna tíma. Hann var svo niðursokkinn í hugsanir sínar, að hann hrökk við, er Sara birt- ist állt í einu og talaði til hans með sinni hrjúfu rödd: „Frú, sem vill tala við yður, herra, — frú Maitland.“ Hann horfði framhjá hinni öldruðu og viðkunnanlegu ráðskonu, á hina* var hrunið í rústir og vitundin var kaf- in í þeim rústum. „Þú ert alveg gegndrepa,“ sagði hún annarlega, um leið og hún þuklaði á enni hans. Svo bætti hún við, eðlilega og innilega: „Segðu mér hvar þú hefir verið.“ Maitland reis með erfiðismunum upp af stólnum. Það sem hann varð að segja hlaut hann að segja standandi, því að uppréttur skal maður erfiðleikunum mæta. „Ég fór til Abbey, til þess að biðja Elizabetu að hverfa á brott með mér,“ sagði hann skýrt og ákveðið. „Og hún hefir neitað því.“ Poppy ætlaði að reka upp óp, en tókst að kæfa það til hálfs í fæðingunni. Það var allt og sumt. Annars stóð hún og starði galopnum skelfingaraugum á manninn, sem hún elskaði. Blóðið seitl- aði smátt og smátt úr kinnum hennar unz þær urðu öskugráar, titrandi sárs- aukadrættir mynduðust út frá nefinu og kring um munninn og námu á brott æskuna af hinu barnslega andliti. Blair hallaði sér upp að múrpípunni og hélt urn bi'únir hennar svo fast, að hnúarnir hvítnuðu. „Reyndu að fyrirgefa mér, Poppy og skilja þetta,‘ sagði hann. „Gagnvart þér hefi ég hagað mér eins og hund-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.