Tíminn - 02.08.1940, Side 4

Tíminn - 02.08.1940, Side 4
304 TtMlM, föstuclagiiin 3. ágást 1940 76. blað •GAMLA BÍÓ 1 TUNDRA Saga of the Alask- an Wílderness Stórmerkileg og spenn- andi amerísk æfintýra- kvikmynd, tekin nyrst í Alaska. Aðalhlutv. leika: DEL CAMBRE, EARL DWIRE, JACK SANTOS. NÝJA ÆFINTÝRI Á ÖKUFÖR Amerísk skemmtimynd frá FOX. Aðalhlutverkið leikur kvennagullið DON AMECHE, ásamt hinni fögru ANN SOTHERN og skopleikaranum fræga SLIM SUMMERVILLE. Atvinnulevsisskýrslnr Samkvœmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verka- kvenna, iðnaðarmanna- og kvenna í Goodtemplarahús- inu við Templarasund, 1., 2. og 3. ágúst n. k., kl. 10—8 að kvéldi. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera við- 'búnir að gefa nákvœmar upplýsingar ‘um heimilisástœð- ur sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síð- asta ársfjórðungi, hve marga daga þeir hafi verið at- vinnulausir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóma, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenœr þeir hafi hœtt vinnu og af hvaða ástœðum, hvenœr þeir hafi flutt til bœjarins og hvaðan. Ennffemur verður spurt um aldur, hjúskaparstétt, ómagafjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það í hvaða verkalýðsfélagi menn séu. Loks verður spurt um cekjur manna af eignum mánaðarlega og um tekjur konu og barna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 31. júli 1940. Pétnr Halldérssou. Tilkynnín Ákveðið hefir verið að veita aukaskammt af sykri til sultu- gerðar, til viðbótar þeim 2 kg. á mann, sem þegar hafa verið veitt. Verður hinn nýji viðbótarskammtur 2J/2 kg. á mann og verður honum úthlutað síðari hluta ágústmánaðar gegn framvísun stofnanna af ágúst-september matvælaseðli. Tilkynnt verður nánar hvenær úthlutunin hefst. Reykjavík, 31. júlí 1940 Skömintuiiarskrifstofa rlkislns. Auglýsiné um umferð í Reykjavík. Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur er akstur hvers- kyns ökutækja, svo sem bifreiða, reiðhjóla og hestvagna bann- aður um Hafnarstræti frá austri tii vesturs. Ennfremur er samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar óheimilt að Ieggja bifreiðum vinstra megin á þeim götum, þar sem einstefnu- akstur er. Fólksflutningabifreiðar mega þó nema staðar vinstra megin á akbrautum, meðan þær taka farþega eða skila þeim af sér, en óheimilt er bifreiðastjóra að yfirgefa bifreiðina meðan hún staðnæmist þeirra erinda. Þá er og einnig samkvæmt ályktun bæjarstjómar óheimilt að leggja reiðhjól frá sér hægra megin á götunni. Lögreglustjórinn í Reykjavík 1. ágúst 1940. AGNAR KOFOED-IIANSEN. Sumarslátrunin. (Framh. af 1. síöu) un jafnskjótt og þörf þykir á nýju dilkakjöti. Síðastliðið sumar hófst slátrun í Reykja- vík 27. júlímánaðar. Lömb munu að sinni vera heldur misjöfn að vænleika og í smærra lagi yfirleitt. En vit- anlega verður ekki það dæmt með fullri vissu, hversu þau reynast til frálags, þótt þau sýnist smá í haganum. Ipróttir (Framh. af 3. síöu) Þá var boðhlaup kvenna 80X 12 m. Þátttakendur voru 6 úr hvoru félagi og sigruðu stúlk- urnar úr Samhygð. Reiptog var eftnnig á milli félaganna og vann Samhygð eina lotu, en Vaka tvær og bar því sigur úr býtum. Samhygð vann mótið með 30 stigum en Vaka hlaut 24 stig. Aukin löggæzla. (Framh. af 1. siðu.) þriðjudag og áður er minnst á, skýrði hann frá eftirfarandi ráðstöfunum, sem ráðgerðar hefðu verið til að treysta lög- gæzluna vegna þess óvenjulega ástands, sem nú er: 1 Öll veitinga- og kaffihús- um verða eftir 15. þ. m. lokað kl. 10 að kvöldi og engar samkom- ur leyfðar eftir þann tíma. Hlutazt verður til um að kvik- myndasýningum og leiksýn- ingum verði lokið fyrir sama tíma. Ákvarðanir hafa enn ekki verið teknar um fundarhöld. 2. Allir menn, sem sjást ölv- aðir á götum úti, verða hér eftir tafarlaust teknir og fluttir til gæzlu í fangahúsið. 3. Strangara eftirlit verður haft með stúlkum innan 16 ára. Mun íslenzka og brezka lög- reglan fara sameiginlegar eftir- litsferðir á kvöldin og taka stúlkur á þessum aldri, sem kunna að vera í óheppilegum félagsskap, og fara með þær heim til þeirra. Ef heimilin sjálf geta ekki haft eftirlit. með þess- um stúlkum, verða þær settar í umsjá barnaverndarnefndar. 4. Að næturlagi verður jafnan enskur lögreglumaður í fylgd með íslenzkum lögreglumanni. Þar sem tveir lögregluþjónar hafa jafnan gengið saman áður á þessum tíma.þýðir þetta raun- verulega að löggæzlan eykst um helming frá því, sem verið hefir. Það hefir einnig bagað íslenzku lögregluna undanfarið, að hún má ekki skipta sér af brezkum hermönnum og verður því jafn- an að gera herlögreglunni að- vart, ef eitthvað er ábótavant og fá hana til að koma á vett- vang. Hefir þetta kostað óþæg- indi, sem verður afstýrt með framangreindri tilhögun. 5. Lögreglustjóri hefir farið þess á leit við ríkisstgórnina, að fjölga lögregluþjónum upp í þá tölu, sem lög heimila(2 lögreglu- þjónar á 1000 íbúa) og myndi þá lögregluþjónum fjölga úr 60 í 76. Ríkisstjórnin mun enn ekki hafa viljað fyrirskipa þessa Sígurður Sígurðsson (Framli. af 3. síðu) urður Sigurðsson voru sammála um, að framfarir í ræktun landsins væri sú höfuðnauðsyn, að aldrei yrði of miklu fé varið til þeirra hluta. Þeim var báð- um ljóst, að þetta fé varð að miklu leyti að koma frá ríkis- sjóði. Það varð hlutverk Tryggva Þórhallssonar að útvega þetta fé með áhrifavaldi Tímans og Framsóknarflokksins. En á hinn bóginn varð það hlutverk Sig- uðar að eyða þessu fé á þann hátt, sem hann hugði bezt henta fyrir ræktun landsins. Hvorugum þessara manna datt í hug, að beita nokkurri tegund af íhaldssemi um fjáreyðslu til ræktunarmála, þar sem þeir höfðu forustuna. Samstarf þeirra varð um skeið enn nán- ara við það, að Tryggvi varð formaður Búnaðarfélagsins og langmesti ráðamaður þess um margra ára skeið og þá ekki síður á búnaðarþingi. Upp af samstarfi Sigurðar og Tryggva spruttu margar nýungar. Bún- aðarfélagið fjölgaði starfsgrein- um og starfsmönnum. Jarð- ræktarlögin, einkasalan á til- búnum áburði, vélasjóður, auk- in framlög til sandgræðslu, til- raunastörf í þágu landbúnað- arins og síðast en ekki sízt Búnaðarbankinn voru allt greinar á þeim meiði, sem þess- ir tveir menn höfðu gróðursett með samstarfi sínu. Sigurður Sigurðsson varð á þessum árum ungur í annað sinn við komu sína í Búnaðarfélagið. Hann fór hamförum í umbótavið- leitni sinni. Síðustu árin fyrir norðan höfðu ekki veitt honum nægileg verkefni. Nú var hann sívinnandi, sífellt á ferðalagi innan lands og utan, önnum kafinn við að hrinda áfram á- hugamálum sínum. Næst j arðræktarlögunum voru verkvélakaup Sigurðar Sigurðssonar þýðingarmesta af- rek hans. Torfi Bjarnason var mesti framfaramaður sinnar samtíðar i landbúnaðarmálum. Hann hafði kennt þjóðinni að eignast og nota handverkfæri og að nota hestorkuna við bú- skap og rætkun. En Sigurður Sigurðsson flutti til landsins fjölgun, án samþykkis bæjar- stjórnar, en bærinn ber veru- legna hluta kostnaðarins. 6. Haft verður betra eftirlit með slúðursögum og sagði lög- reglustjóri, að það reyndist lögreglunni oftast mjög auðvelt að finna höfunda slúðursagn- anna, ef hún legði sig eftir þeim. Samkvæmt nýju hegn- ingarlögunum mun vera hægt að refsa harðlega fyrir að bera út slúðursögur. 7. Lögreglan mun hér eftir sekta bifreiðastjóra og bif- hjólamenn, sem gera sig seka um vanrækzlu á umferðarbend- ingum. Hefir verið tekið vægt á slíkum brotum undanfarið, en nauðsynlegt þykir nú að herða á umferðaeftirlitinu, sökum hinnar miklu fjölgunar fara- tækja í bænum. hin vélknúnu j arðræktartæki sinnar samtíðar: þúfnabana, dráttarvélar og ýms önnur því- lík vinnutæki. Vélamenningin hélt innreið sína í íslenzkan landbúnað undir forustu Sig- urðar Sigurðssonar og Tryggva Þórhallssonar. Nú byrjuðu hin- ar stórfelldu umbætur í tún- rækt. Mikil landflæmi voru lögð undir plóginn og ræktuð með innfluttum áburði. Margt reyndist síðar að hafa verið ótraust í þessari miklu eldskírn jarðræktar á íslandi. Mikið af hinum nýju túnum var lítt ræst fram og hélt áfram að vera einskonar mýrlendi. Þúfnaban- inn reyndist lítt hæfur til nota á íslandi. Dráttarvélin varð víða of dýr fyrir bændur þegar harðnaði í ári og afurðaverðið lækkaði. En þessi hraðvirku tæki höfðu gert sitt gagn. Þau höfðu sýnt, hvað mikið mátti gera úr íslenzkri mold. Og mik- ið af þessari skyndiræktun varð með tíð og tíma viðunanleg tún. Bændastéttin sá, að það var ekki óframkvæmanleg draumsjón, að þeir gætu lifað af ræktuðu landi og unnið mik- ið af framleiðslustörfum með hentugum verkvélum. V. Sigurður Sigurðsson var ná- lega jafnaldri Einars Jónsson- ar og Ásgríms Jónssonar, braut- ryðj enda íslenzkrar mynd- listar í nýjum sið. Hann er með nokkrum hætti starfsbróðir þeirra. Sigurður grundvallar hina nýju túnrækt, skógrækt og s.andgræðslu. Trjálundarnir við Akureyrarkirkju, gróðrarstöð Ræktunarfélagsins, hin velyrktu tún, og gróðrarflæmin í Gunn- arsholti, þar sem áður voru sandauðnir, eru íslenzk lista- verk, eins og líkingarmyndir Eniars Jónssonar eða lands- lagsmálverk Ásgríms. Sigurður hafði eðli og starfshætti lista- manna. Áhugi og orka hans rann í einum farvegi, nálega hliðarálalaust. Hann sá með innsýnd sálar sinnar dásamleg framtíðarlönd. Myndirnar urðu samfelld tún, sandar gróðið valllendi, fjallahlíðar og um- hverfi húsa og bæja vafið trjá- görðum. Þessar sýnir vildi hann gera að raunveruleika. Og hon- um ávannst meira í þessu efni en nokkrum öðrum íslendingi fyrr eða síðar. En eins og Sigurður Sigurðs- son var gæddur einhyggni og skapandi gáfu minnti hann að mörgu öðru leyti á suma merki- lega listamenn og skáld. Hann lét sér standa á sama um marga merkilega þætti í lífi venjulegra manna. Hann sinnti lítið íslenzkum bókmenntum. Hann var mjög áhugalaus um landsmálastarfsemi og félags- málavinnu. Hann gat sætt sig við að stýra vetur eftir vetur búnaðarskóla með nálega engri líkamlegri vinnu, erlendum kennslubókum og erlendu kennsluefni. Honum voru jafn kær mikil gróðurlönd, hvort sem þau voru eign eins manns eða atvinna handa heilu þorpi. Honum voru allir flokkar jafn- kærir eða ókærir. Hann mat þá á hverju augnabliki eingöngu eftir því, hvaða gagn hann gat haft af þeim fyrir ræktunar- málin. Sjálfum hefir honum vafalaust ekki verið ljóst, °að mesta verk æfi sinnar vann í nánu samstarfi og með fullum atbeina tveggja pólitískra for- ystumanna, Páls Briem og Tryggva Þórhallssonar. Listamannsviðhorf Sigurðar Sigurðssonar kom fram í að- stöðu hans til samverkamanna sinna. Menn, sem hugsa fyrst og fremst um eitt málefni, hvort sem það eru skáldsögur, ljóð, málverk, höggmyndir eða ný- rækt eru að öllum jafnaði engin fyrirmynd sem sambýlismenn. Vefur hins daglega lífs er ofinn úr mörgum þráðum. Þeir, sem muna aðallega eftir einum eða tveimur strengjum, missa oft marks um smáatriðin. Þannig fór Sigurði Sigurðssyni. Hann átti töluvert erfitt um daglegt samstarf við samkennara sína, og síðar við ýmsa starfsmenn Búnaðarfélagsins, og stjórn þess. Það slitnaði jafnvel um tíma vinátta þeirra Sigurðar og Tryggva Þórhallssonar út af mjög lítilfjörlegu atriði, þar sem hvorugur hafði rangt fyrir sér. Þessir sambúðarerfiðleikar snjallra listamanna við annað fólk eru bein afleiðing af sér- gáfu þeirra. Því máttugri sem þeir eru við meginverkefni sín, því meira skortir þá að öllum jafnaði hæfileika til að gegna mörgum af hinum smávægilegu en þó nauðsynlegu skyldum dag- legs lífs. Alveg sérstök ástæða til skoðunarmunar milli Sig- urðar Sigurðssonar og margra samstarfsmanna hans var dugnaður hans og kappgirni. Hann vaknaði fyrir allar aldir á hverjum morgni og byrjaði að vinna, og gat haldið áfram að vinna fram á kvöld. Slíkum manni finnst að aðrir eigi að geta lagt á sig erfiði með svip- uðum hætti. En þar rak hann sig alltaf ekki aðeins á með- fædda værukærð, og embætis- værð, heldur einnig sérstaka tregðu, sem var einkenni kaup- kröfufyrirkomulags samtíðar- innar. En þó að Sigurður Sigurðs- son ætti af þessum orsökum oft .nokkuð erfitt með daglega sam- búð við ýmsa af samverkamönn- um sínum, þá höfðu bændur landsins allt annað viðhorf til hans. Þeim fannst aldei of mikið gert í ræktunarmálum. Þeir glöddust yfir nýjum skóg- arhríslum, nýjum túnum og grónum sandflesjum. Sjálfir unnu flestir þeirra mikið dags- verk. Og þegar Sigurður Sig- urðsson kom til þeirra á bæina eða á bændafundi, þá var þar ein hjörð og einn hirðir. Sam- eiginlegur áhugi og samstarf um að gera moldina undirgefna mönnunum varð óslítandi band milli bændanna og þessa ó- þreytandi leiðtoga i ræktunarö málunum. VI. Litla laugin á Draflastöðum hafði gefið Sigurði Sigurðssyni fyrsta tækifærið til að sýna, hvað í honum bjó. Með með- fæddri hagsýni hafði hann þeg- ar á unglingsárum og án utan- aðkomandi áhrifa verið ljóst, að jarðhitinn á íslandi gæti orðið lyftistöng fyrir nýja og þýðing- armikla þróun í íslenzkri rækt- un. Þegar degi tók að halla og nokkur kyrrstaða að komast á í Búnaðarfélaginu eftir hina fyrstu miklu sókn með véla- framkvæmdirnar, byrjaði hann nýtt landnám í hveralandinu i Ölfusi. Börn hans voru þá upp- komin og öll hin mannvænleg- ustu. Einn sonur hans er lands- kunnur bifreiðastjóri á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar og sýnir þar þvílíka atorku, sem faðir hans hafði jafnan beitt í starfi sínu. Tvær dætur eru orðlagðar fyrir áhuga og mynd- arskap í hússtjórn og hús- stjórnarfræðslu. Yngsti sonur- inn vann að landnáminu með föður sínum með miklum mynd- arskap. Á bökkum Varmár í Ölfusi byggðu þeir feðgar hið prýðilegasta heimili, umlukt görðum og gróðurhúsum. Þang- að flutti Sigurður birki og reyni- kvisti úr átthögum sínum í Fnjóskadal og úr gróðrarstöð- inni á Akureyri, auk margra annarra trjátegunda. Sigurður var ekki einmana í þessu land- námi elliára sinna. Hinumegin við ána byggði ríkið fjölda gróðurhúsa í sambandi við garðyrkjuskóla landsins, og við marga helztu hverastaði í byggð á Suðurlandi, í Borgar- firði, Eyjafirði og Þingeyjar- sýslu risu gróðurhús í tugatali. Þó var engum ljósar en Sigurði, að hér var að jafnmiklu leyti um byrjunarstarf að ræða, eins og uppþurkun og ræktun mýr- anna í landinu. Verkefni að vinna úr gæðum landsins voru óþrjótandi framtíðarverk. Sigurður Sigurðsson hafði haft mikinn áhuga fyrir því, að leitað væri eftir meiri jarðhita á býli hans við Varmá. Meðan hann lá banaleguna var rann- sóknarnefnd ríkisins að láta starfa að þessu verki. Sama daginn og jarðarför hans fór fram kom í ljós fyrsti árangur af tilraununum: heitt vatn og gufa, samsvarandi því, að ein smálest af kolum væri á hverj- um degi ársins lögð við dyr gróðurhúsanna í Fagrahvammi. Það var eins og náttúra lands- ins vildi við þetta tækifæri sýna, að sá maður, sem borinn var til grafar þennan dag, hefði ekki farið villtur vegar um lífs- starf sitt. J. J. 370 Margaret Pedler: ingi. Eg veit það. En þetta er að minnsta kosti endirinp á því. Ég hefi loksins átt- að mig, loksins gert mér grein fyrir að- stæðunum." Ennþá svaraði hún engu, starði að eins á hann með villtri skelfingu í augnaráðinu. Loksins sagði hún: „Hvers vegna vildi hún ekki fara með þér?“ spurði hún forvitin. „Hún — hún hlýtur að elska þig,“ bætti hún við ein- læglega, eins og það var alveg sjálfsagt að elska Blair. „Já, hún elskar mig,“ sagði hann. „Hvers vegna vildi hún þá ekki fara “ „Hvers vegna?“ Hann talaði allt í einu af ákefð, næstum ofsa. „Vegna þess að hún er ein af englum Guðs, sem mér tekst ekki einu sinni að draga til min niður í duftið, vegna þess að hún vill breyta rétt, hvað sem það kostar, jafn- vel þó það ríði henni að fullu. Það var vegna þess.“ Það fór hrollur um Poppy. Sársaukinn í rödd hans snart hverja einustu taug hennar. Hvað hann gat elskað þessa konu mikið! „Ég er þreytt,“ sagði Poppy allt í einu. „Komdu upp og farðu úr bleytunni. Þú gætir fengið kvef.“ Þessa nótt svaf Maitland eins og sá einn getur sofið, sem er gersamlega uppgefinn, bæði andlega og líkamlega. Laun þess liöna 371 En Poppy vakti og lét hinn ótamda huga sinn reika. Allt i einu skáut upp hugmynd í hug hennar, hugmynd, sem bar skapgerðareinkenni hennar greini- lega með sér. Hugmyndin var vanhugs- uð og ótemjuleg, en hún var jafn laus við sjálfselsku og sú eðliskennd villi- dýrsins, að vilja fórna sínu eigin lífi fyrir ungana sína. XXIX. KAFLI. Hamingja annara. Colin Wentworth gekk fram og aftur um garðinn á Brownleaves. Kvöldið var mjög fagurt. Þrumuveðrið kvöldið áður hafði hreinsað andrúmsloftið. og regnið hafði nært og hresst gróðurinn í garð- inum. Hin hávaxnari skrautblóm lyftu krónunum móti bláum himninum í stærilátri tign og rósir og aðrar ilm- jurtir fylltu loftið hinni yndislegustu angan. Klipptu runnarnir virtust jafn- vel einkennilega ferskir, regnið hafði þvegið af þeim allt ryk, sem safnazt hafði á hin grænu blöð þeirra undan- farna daga, og nú gljáðu þau í rökkr- inu, eins og ósýnileg stofustúlka væri að enda við að þurrka af þeim og fægja þau. * Loftið var hreint og tært, blandið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.