Tíminn - 09.08.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.08.1940, Blaðsíða 3
78. blað TlMIWV, föstMdaghm 9. ágiíst 1940 311 A N N A L L Afmæli. Egill Egilsson bóndi að Galtalæk í Biskupstungum varð sjötugur í gær. Hann hef- ir búið að Galtalæk í 40 ár, á- samt konu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur. Þar hafa þau komið upp 8 mannvænlegum börnum. Ekki hefir Egill haft sig mikið í frammi í opinberum málum, en er þó skýr maður og félags- lyndur. En hann hefir verið at- hafnamaður innan síns verka- hrings og aldrei látið bugast, þótt stundum hafi verið þung- ur róðurinn. Kargaþýfðu túni og óræktar- móum hefir hann breytt í iðja- grænar grundir. Öll hús á jörðinni hefir hann byggt upp frá grunni, bæði íbúðar- og úti- hús, leitt inn vatn og raflýst. Öllu þessu er svo smekklega og haganlega fyrir komið, að til fyrirmyndar má vera um húsa- gerð í sveit. Á mannvirkjum þessum mun að mestu gæta handbragðs Hermanns, sonar Egils, sem er hinn mesti hag- leiksmaður. Þá gefur að líta á Galtalæk, það sem allt of fá sveitaheimili prýðir. Það er mjög smekklegur skrúðgarður með angandi blómabreiðum og tr j álundum. Mun Agli gott, þegar degi hallar, að nyega sjá glæsilegan árangur verka sinna. M. G. Aðalbjörg Jónsdóttir á Mýri í Bárðardal varð sextug 7. á- gústmánaðar. — Margir munu hafa minnzt hennar þann dag, því að þótt hún búi enn á innsta bæ í ein- um lengsta dal landsins, þá er hún þekkt af fjölda manns utan sveitar og héraðs. Mýrarheimili hefir verið á- fangastaður og gististaður ferðamanna, sem fara Sprengi- sandsveg suður og norður, frá því, er byggð lagðist niður sunnan við Mýri. En engum, sem þar gistir, gleymist gest- risnin og umhyggjusemin, sem ferðamaðurinn verður þar að- njótandi. — Aðalbjörg er fædd að Mýri og hefir átt þar heima í 56 ár. Þar höfðu forfeður hennar búið í marga ættliði, og foreldrar hennar, þau hjónin Kristjana Jónsdóttir og Jón Jónsson, unz Kristjana andaðist laust fyrir aldamótin. En 1903 fluttist fað- ir Aðalbjargar til Ameríku með börn sín önnur en hana. það eingöngu til viðvörunar, bæði frá mannlegu og atvinnu- rekstrar sjónarmiði. Á Alþingi höfðu þingmenn úr Pramsóknar- og Sjálfstæðis- flokknum mikla ömun á þessu tiltæki landlæknis, en fengu ekki að gert, nema að koma fram op- inberri gagnrýni. Margir vildu leggja búin niður, eða leigja þau bústjórum, til að koma þessum atvinnurekstri undan stjórn landlæknis. Á Alþingi í vetur sem leið lagði ég til í fjárveiting- arnefnd.aðVífilsstaðir og Klepp- ur yrðu gerð að opinberum kennslubúum, og að þangað yröu menn teknir sem lærlingar til að nema hinar beztu aðferðir við stjórn og rekstur kúabúa. Fjár- veitinganefnd mælti eindregið með þessari tillögu til ríkis- stjórnarinnar. En Vilmundur hefir legið eins og laginn minkur við Elliðaár heilbrigðismálanna, og séð um að þessi tillaga kæm- ist ekki í framkvæmd að svo stöddu. En með því sannar hann svo að ekki verður um deilt, að hann vill heldur halda við ólagi því, sem hann hefir komið á, en að styðja að því að skynsamlegu viti sé beitt við þennan ríkis- rekstur. Þó mun sá skriður nú kominn á þetta mál, að tæplega munu líða mörg ár áður en þessi handaverk landlæknis fá sömu endalok eins og sú vitneskja, sem rituð er í sand. Fyrir skömmu kom fram mikil óánægja við landlækni hjá að- standendum sjúkrahússins á Ak- ureyri, yfir aðgerðum Vilmundar Jónssonar. Vegna vaxandi dýr- tíðar um innlenda og erlenda B Æ K U R Freyr. Ágústblað Freys er komið út og hefst á fáeinum minningar- orðum um Sigurð búnaðarmála- stjóra. Veigamesta greinin í rit- inu er um framræslu og hefir ritstjórinn, Árni G. Eylands, skrifað hana. Er það mjög skor- inorð áminning og hvatning til jarðyrkjumanna um að vanda framræslu. Segir þar, að van- ræstu túnin tali máli sínu í öllum árum, en í vor hafi þau æpt hástöfum. En ein ástæðan til þess, hvernig þessum mál- um er farið mjög víða, sé sú, að aldrei hefir verið aflað áreið- anlegrar vitneskju um það, hvernig hagfelldast sé að ræsa fram íslenzka jörð. Ráðlegging- ar þær, sem gefnar eru um framræsluna, séu mjög losara- legar. Leggur höfundurinn til, að gerðar verði um það skipu- legar tilraunir, bæði norðan lands og sunnan, hvernig bezt sé að haga framræslunni, svo að eftirtekjan verði mest saman- borið við tilkostnað. Aðrar hinar helztu greinar eru eftir Kristinn P. Briem, um fóðurtöflur fyrir silfurrefi og Halldór Pálsson sauðfjárrækt- arráðunaut, um mæðiveikina í Reykholtsdal og Miðfirði. Tvær smágreinar eru eftir Ólaf Sigurðsson á Hellulandi. Heitir önnur þeirra Ló-ló mín lappa. Er þar vitnað í þjóðsög- una um huldufólkskúna, sem enginn gat mjólkað fyrr en henni var sýnt nógu gott at- læti. Notar Ólafur þessa sögu til að benda á það, hversu góð aðbúð og gott atlæti sé þýðing- armikill iiður í starfi þeirra, sem við skepnuhirðingu fást. Hann færir fram ýms dæmi þess, hversu kýr, sem vel eru hirtar, kembdar, þvegnar og kjassaðar, séu arðsamari en aðrar, sem jafnvel meira er borið í af fóðri. Hið sama gildir vitanlega um öll önnur dýr, að notaleg umgengni er ákaflega mikilsverð og hefir meira að segja en ýmsir gegningamenn ef til vill gera sér í hugarlund, þótt þessa verði kannske mest vart hjá kúnum, sem skila af- urðum daglega. Þess vegna ber ekki aðeins vott um natni og marga aðra góða eiginleika í fari manna, að skepnurnar, sem þeir umgangast og hirða, séu gæfar, þokkalegar og sællegar, heldur sýnir það einnig hygg- indi þeirra. Þess munu afurð- irnar bera greinilegastan vott- inn. HREÐAVATJí, 19. júní birtist eftirfarandi auglýsing í Morgunblaðinu: „Hversvegna fara fleiri í sumarleyfum sínum a5 Hreðavatni og búa þar í tjöldum, heldur en nær því á nokkurn annan. stað? Hvers vegna er Hreða- vatnsskáli valinn sem aðal áningarstaður á leiðinni Reykjavík—Akureyri, t. d. þegar konungar, prinsar eða aðrir slíkir eru á ferð? Hvers vegna dvelja merkir málarar oft langdvölum að Hreðavatni? Hvers vegna kjósa þeir, sem hafa auga fyrir náttúrufegurð, sérstaklega áningarstað að Hreðavatni? Hvers vegna lætur Steindór Einarsson bíla sína aldrei stanza að Hreðavatni, nema þegar farþeg- arnir eru svo fyrirhyggjusamir að kefjast þess í tíma? — Sá sem sendir bezt svör (í bundnu eða óbundnu máli) fyrir 15. júlí, má vitja 50 króna verðlauna í Hreðavatnsskála." Mörg svör bárust bæði í bundnu og óbundnu máli. Bezt þóttu svör frá Friðg. H. Berg skáldi á Akureyri og hlaut hann því verðlaunin. En svör hans voru þessi: „Að Hreðavatni. í eftir- farandi stökum er tæpt á svörum við spurningum í Morgun- blaðinu. Forspjall. Að Hreðavatni hópast þjóð og hefst þar við í tjöldum, þegar svanur sólarljóð syngur á júníkvöldum. 1. svar. Allt, sem smekkvíst auga kýs er þar til að skoða. Baula hátt mót himni rís, hjúpuð aftanroða. 2. svar. Þegar ekið er um láð út til Norðlendinga, að Hreðavatni er œtíð áð með alla þjóðhöfðingja. Hagkvœm lega, gœða gnœgð gróður, húsaprýði, bera skálans frama og frœgð fram um lönd og víði. 3. svar. Skógurinn grœnn og hraunið hrjúft, með hundruð leyndra ranna, hafa snortið harla djúpt hjörtu listamanna. 4. svar. Dimmölá fjöll með skuggaogskin og skikkju mjúkra lita, eiga þann að einkavin, sem œtlar að mála og rita. 5. svar. Hinn, sem enga auðlegð sér aðra en málminn forna, Hreðavatni fram hjá fer í flaustri, kvölds og morgna. Þó að vatnið liggi lygnt í lofts- og sólarbaði, auga hans er ekki skyggnt á yndislega staði. Ef til vill verður birt eitthvað seinna af næst beztu svörun- um. En þess má geta, að þrátt fyrir það þó að Steindór Einars- son láti af einhverjum ástæðum bíla sína alltaf fara fram hjá Hreðavatnsskála, hefir verið meiri aðsókn að skálanum nú í júlí heldur en nokkuru sinni áður. Það er máske svar almenn- ings við 5. spurningunni? ÞEIB kaupendur Tímans, sem greiða blaðið til innheimtumanna út um land eða beint til afgr. í Reykj avík, eru vinsamlega ’minntir á, að gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Eru menn beðnir að greiða yfirstandandi árgang blaðsins við fyrstu hentugleika. INNHEIMTAN. Um þær mundir giftist Aðal- ijörg Jóni Karlssyni frá Stóru- 'öllum, syni Karls Emils Frið- (Framh. á 4. síSu) Kopar, aluminium og fleiri málmai keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. REIÐIIJÓLADEKK og SLÖNG- UR sendum við gegn póstkröfu. Reiðhjólaverksmiðjan Örninn, Laugaveg 20. r Í Betamon ( er bezta rotvarnarefnið. j Betamon tryggir rabar- ( bara- og berjageymsluna í j sykurleysinu. f Kirkjustræti 8B. Sími 1977 Komínn heim r r Ofeigur J. Ofeígsson læknir. Þakka öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd og alúð af tilefni fimmtugsafmælisins. J ón Þórðarson. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1940. — IVr. 1. Vegna hins óvenjulega ástands hefir verið ákveðið að radió- vitarnir allir, á Reykjanesi, Vestmannaeyjum og Dyrhólaey, hætti útsendingum 15. ágúst n. k. fyrst um sinn um óákveðinn tíma. * j Loftskeytastöðvarnar i Reykjavík og Vestmannaeyjum og auk þess á ísafirði, Siglufirði og Seyðisfirði munu gefa skipum, sem nauðsynlega þurfa á því að halda, miðunarmerki eftir því sem við verður komið, samkvæmt nánari fyrirmælum póst- og símamálastj órnarinnar. Reykjavík 31. júlí 1940. V itamálast j órmu Emil Jónsson. Hjartanlegustu þakkir og kveðju færi ég öllum mínum mcrgu og góðu vinum fjær og nær, sem minntust mín á 70 ára afmæli mínu, með fögrum ljóðum, höfðinglegum gjöfum, heimsóknum og heillaóskum. Þið gerðuð mér daginn yndislegan og ógleymanlegan. Guðbjörg A. Þorleifsdóttir í Múlakoti. Bókaútgáfa Menníngarsjóðs og Þjóðvínafélagsins. Þessar þrjár bækur eru komnar út: Markmið og leiðir eftir Aldous Huxley, þýdd af dr. Guðm. Finnbogasyni. Sultur, skáldsaga eftir Nobelsverðlaunaskáldið Knut Ham- sun, í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, og Viktoría drotning eftir Lytton Strachey, þýdd af Kristjáni Albertssyni. Bækurnar hafa þegar verið sendar áleiðis til umboðs- manna út um land. — Áskrifendur í Reykjavík vitji bók- anna í anddyri Landsbókasafnsins og í Hafnarfirði í verzl- un Valdimars Long. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystlhús. Nlðursuðuverksiuiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. fæðu, eldivið og húsnæði, heim- ilaði Alþingi ríkisstjórninni að að greiða starfsfólki landsins nokkra dýrtíðaruppbót. Nú rit- aði starfsmannafélag við sjúkra- húsin í Reykjavík til Akureyrar og krafðist að þar yrði greidd sama dýrtiðaruppbót, eins og í Reykjavík, samkvæmt nýgerðum samningi við landlæknir. En þar var greidd dýrtíðaruppbót til fólks, sem fékk húsnæði, ljós og hita og fæði hjá ríkinu. Land- læknir hafði þannig samið um dýrtíðaruppbótina algerlega þvert ofan í þann anda, sem kom fram á Alþingi, þegar þessi lög- gjöf var sett. Annars er þetta dæmi hér tekið til að sýna ráðs- mennsku landlæknis í sjúkra- húsinu. Síðan hann tók við samningagerð við sjúkrahúsin hefir allur tilkostnaður aukizt, kaup hækkað, vinnutími verið styttur, hlunnindi_ aukin og starfsfólki fjölgað. í öllum þess- um ráðagerðum landlæknis, eins og fleiri þvi líkra manna, kemur fram sú skoðun, að almennir fjársjóðir séu landhelgislaust haf, og þurfi hvergi að gæta hófs um veiðiskapinn. VI. Mér hefir lengi þótt sennilegt, að mjög mætti spara tilkostnað við sjúkrahjálp hér á landi með því að nota jarðhitann skynsam- lega, auk þess sem reynsla ann- ara þjóða benti til að mikilsverð- ar lækningar gætu farið fram við jarðhitann. í þessu skyni hafði ég mjög stutt, eftir því sem ég gat við komið, að Alþingi veitti fyrir sitt leyti fjárstyrk til að koma upp Kristneshæli. Og þeg- ar ég keypti Reykjaeignina í Ölfusi, gerði ég mér vonir um að þar mætti koma á fót góðum og ódýrum berklaspítala, auk þess sem þar var nægileg aðstaða til að hafa margháttaðar baðlækn- ingar. í þessu skyni höfðum við Guðm. Björnson unnið að því saman að koma upp litlu og mjög ódýru berklahæli á Reykjum í Ölfusi. Og fyrir dálitla gjöf frá erlendum manni létum við reisa dálitla byggingu skammt frá þessu sjúkrahúsi, þar sem til- ætlunin var að hafa vinnustofu fyrir sjúklinga, þá sem því gætu sinnt, og auk þess mátti koma þar við tilraun meö ýmiskonar böð, gufu, hveravatn og hvera- hita. Þegar ég fór úr heilbrigðis- stjórninni, var þetta hús ekki fullgert. Vilmundur fór með full- komnum stjúpföðurhöndum um þá byrjun, er gerð var á Reykj- um. Hann lét aldrei ljúka við verkstæðið, aldrei gera neinar tilraunir með böð og lækningar í sambandi við jarðhitann. Hann sýndi fullkomið hirðuleysi um allt, sem laut að lækningaskil- yrðum á Reykjum, og mun hafa orðið þeirri stundu fegnastur, er hælið var endanlega lagt niður og hann gat komið þáverandi lækni og sjúklingum nauðugum í köld hús í Kópavogi. En þrátt fyrir andúð og vanrækslu land- læknis á Reykjum„ þá sýndi það sig, að okkur Guðm. Björnsyni hafði ekki yfirsézt, er við létum gera þessa tilraun. Reykir voru jafnan sérlega ódýrt sjúkrahús í rekstri, og margir sjúklingar, (Framh. á 4. síðu) MUNIÐ að taka meff yður VASASÖNGBÓKINA að öllum mannfagnaði. Hún vekur hvarvetna gleði. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Angiýsið í Tímaiinm! lig’g' frá Eg’gjasölnsamlafSi Reykjavíkur. 380 Margaret Pedler: afhjúpaða. Þetta ófágaða barn götunn- ar lét það ekki á neinn hátt á sig fá, þótt hár Fjólu væri eins og spunnið gull, augu hennar blá og tær sem upp- sprettulindin, þótt hún væri vernduð og dáð og hefði tekizt að komast áfram í lífinu á hinum kvenlega yndisþokka einum saman. Fegurð hennar og yndis- þokki höfðu engin áhrif á Poppy og henni var hjartanlega sama um þá takmarkalausu skelfingu, sem skein úr bláum og fallegum augunum. Hún var að berjast, berjast fyrir hamingju mannsins, sem hún unni. í hennar aug- um máttu allir, þar á meðal hún sjálf, lenda í duftinu, aðeins ef hamingja Blairs væri tryggð. Fjóla lét með öllu bugast. Hún fann að hún var alveg á valdi þessarar konu, varpaði sér i fang henni og baðst misk- unnar. „Þér segið manninum mínum ekki frá þessu; ætlið þér að gera það?“ sagði hún í titrandi ótta. „Ó, lofið mér því að þér skulið ekki gera það! Það getur ekki á neinn hátt orðið yður að liði. Lofiö því að þér skulið ekki gera það!“ „Nei, ég segi honum ekki frá því,“ svaraði Poppy. „Ég hefi lofað Blair að gera það ekki, og við það stend ég. En þér verðið að segja honum það.“ „Ég?“ Fjóla horfði um stund á hana Laun þess liðna 377 gjalda þess. Gætuð þér ekki — ekki gef- ið hana eftir?“ „Þó ég gerði það,“ svaraði hann hægt og íhugandi, „þó ég gerði þaö, þá væru þau að engu bættari Elizabet og Blair. Þau geta ekki gifzt.“ „Vegna mín, eigið þér við?“ sagði hún. Hann kinkaði kolli og hún hélt áfram, og bar ótt á: „Ó, Blair gæti með hægu móti losnað við mig. Ég myndi gefa hon- um ástæðu, — er það ekki kallað það?, — ástæðu til þess að fá skilnað við mig.“ Hún hló óstyTkum hlátri. „Það er auð- gert.“ Colin horfði tortrygginn á hana. „Mynduð þér gera það? spurði hann undrandi. „Já, auðvitað. Ég ætla sannarlega ekki að vera því til fyrirstöðu að eilífu, að Blair geti orðið hamingjusamur. Nei, svo sannarlega ekki! Það er ekki mín skoðun á því hvernig maður eigi að elska.“ „En jafnvel þó að þér gerðuð það,“ maldaði Colin í móinn, — „þá myndi faðir Elizabetar aldrei gefa samþykki sitt til þess að hún giftist Maitland. Það er — eru sérstakar ástæður fyrir því. Poppy rykkti til höfðinu með fyrir- litningu. „Óh, ég get séð um hann,“ sagði hún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.