Tíminn - 16.08.1940, Page 1

Tíminn - 16.08.1940, Page 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRKAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 24. árg. Reykjavík, föstudagim 16. ágnst 1940 80. blað 217 skip með 171 nót stunda síldveiðar í sumar Meírí bræðslusíld mun vera komín á land en dæmi eru tíl áður Eins og öllum landsmönn- um er kunnugt, hafa íslenzk veiðiskip aflað þau ógrynni síldar fyrir Norðurlandi í sumar, að vart eru dæmi um þvílíkan veiðifeng áður,þótt oft hafi aflauppgripin verið mikil. Þó hafa veiðiskipin verið færri, og sér í lagi smærri, en stundum fyrr, auk þess sem meir var liðið á sumar en venja er til, er síldveiðar hófust. FréttamaSur Tímans hefir snúið sér til Fiskifélags íslands og leitað upplýsinga um tölu nóta og stærð og fjölda skipa þeirra, sem notuð eru til síld- veiðanna í ár, til samanburðar við það, er var 1 fyrrasumar. Frá aðalfundí Loð- dýraræktariélagsins Skínnasalan erlendis er erfidleikum háð Loðdýraræktarfélag íslands hélt aðalfund í Reykjavik 28. og 29. júlímánaðar. Fundinn sátu rösklega 30 menn, er fóru með 157 atkvæði. Fundarstjóri var Björn Konráðsson bústjóri að Vífilsstöðum. Tryggvi Guðmundsson bú- stjóri, varaformaður félagsins, Páll G. Þormar og Metúsalem Stefánsson.skrifstofustjóri þess, veittu yfirlit um félagsstörfin og málefni loðdýraræktarinnar. Tvö undanfarin ár hefir Loð dýraræktarfélagið haft á sinni hendi nokkra skinnasölu fyrir þá, er þess hafa óskað. Síðast liðinn vetur færðist þessi starfs þáttur mjög í aukana og var þá veitt móttaka 3300 refa- og minkaskinnum. Ofurlítið hefir selzt af skinnum innan lands, einkum um hátíðarnar, en obb inn af framleiðslunni hefir þó farið til grávörusala í London og New York til sölu á skinna' uppboðum þar. Einnig tókst á síðastliðnúm vetri að fá leyfi til að selja íslenzk loðskinn á upp- boðum Grænlandsverzlunar innar í Kaupmannahöfn. Voru send þangað 645 skinn, mest af silfurrefum. Skinn þessi voru send til Kaupmannahafnar með síðustu ferð Gullfoss, og fór formaður Loðdýraræktarfélags- ins, H. J. Hólmjárn, þá einnig utan til að koma þeim á fram færi. En vegna hertöku Dan merkur er það með öllu óvíst, hvernig tekizt hefir um sölu á þessum skinnum. Fullvíst er, að um helmingur þeirra silfurrefaskinna, sem fé- lagið fékk til umráða, er seld ur, að meginþræði í London. Einnig er búið að selja fjórða hluta blárefa-og hvítrefaskinn- anna, mest í New York, og því nær öll minkaskinnin, jöfnum höndum í Englandi og Vestur heimi. í New York var meðalverð minkaskinna kr. 43,16, blárefa og hvítrefaskinna 68,17 og silf urrefaskinna 169,90. í London fékkst mun lægra verð fyrir silfurrefaskinn, sem þar voru seld á tveim uppboðum, enda lakari skinn, heldur en þau, sem til Vesturheims fóru. Jafnaðarverð nam krónum 82,16 og 55,27. Fyrir blárefa- (Framh. á 4. síSu) Samkvæmt upplýsingum peim, er Fiskifélagið lét í té, hafa 217 skip með 171 nót ver- ið að síldveiðum í sumar, auk reknetabátanna, sem nýlega eru byrjaðir veiðar eða um það bil að hefja þær. Um tölu þeirra er vitneskja ekki fengin að svo stöddu. Af þessum veiðiskipum eru 8 togarar, og er þó þess að geta, að þrír þeirra eru fyrir nokkru hættir síldveiðum, 24 línuveiða- skip, 98 vélbátar, er hver hafa sína nót, 72 vélbátar, sem eru tveir um sömu nót, og 15 bátar, sem eru þrír um hverja veiði- nót. í fyrrasumar voru veiðiskipin 225 með 184 nætur. Þá voru miklu fleiri stór skip að síld- veiðum, alls 25 botnvörpuskip og 31 línuveiðaskip. Hins vegar voru vélbátarnir, sem þé, sinntu síldveiðum, heldur færri en þeir eru nú. Skýrslur um síldaraflann eru jafnan gerðar í vikulokin og eru því ekki sem stendur fyrir hendi upplýsingar um, hversu mikið magn af síld er komið á land. En bræðslusíldin mun, að því er blaðið hefir getað komizt næst, þegar nema nær 1800 þúsund- um hektólítra. Um sama leyti í fyrrasumar nam bræðslusíldin 830—840 þúsundum hektólítra. Hefir því fyllilega helmingi meiri síld komið til vinnslu í sumar en í fyrra. Árin 1938 og 1937 voru mjög gjöful sildveiðiár. Var bræðslu- síldaraflinn orðinn við 1300 þúsund hektólítra fyrra árið, en yfir 1750 þúsund hektólítra árið 1937. En öll hin síðustu ár þrjú var búið að salta mun meira af síld um þetta leyti, heldur en nú mun vera. Ekkert lát er enn á síldarafla á veiðislóðunum, enda tíðast suðlæg átt og hagstætt veður til veiða. Vílhjálmur Þór kemur heím Vilhjálmur Þór, sem verið hefir aðalræðismaður íslend- inga í Bandarikjunum, mun væntanlegur heim innan skamms og verður þá banka- stjóri við Landsbankann. Vilhjálmur hafði ætlað sér að koma. heim í vor, en þegar sá atburður gerðist, að íslend- ingar urðu að taka utanríkis- málin alveg í sínar hendur, var ekki annar maður æskilegri til að verða fyrsti aðalræðismaður íslendinga í Bandaríkjunum en Vilhjálmur Þór. Höfðu honum heppnast svo vel störf sín þar eins og t. d. við heimssýninguna og töku viðskiptalánsins, að annar maður kom ekki frekar til greina. Bað ríkisstjórnin hann líka að fresta heimkom- unni og gegna þessu starfi fyrst um sinn. Þessum tveimur þýðingar- miklu störfum, þátttöku íslands í heimssýningunni og töku við- skiptalánsins, má nú heita lokið og fylgir þeim ekki lengur neinn vandi fyrir ræðismanninn. Störf hans virðast líka ekki verða verulega umfangsmikil á næst- unni, þar ?em verzlunin við Bandaríkin verður bundin veru- legum takmörkunum, og stærstu verzlunarfyrirtækin hér hafa þar eiginn fulltrúa. Það hefir því ekki þótt rétt að biðja Vilhjálm að dvelja lengur vestra, þar sem miklu þýðingarmeira starf biður hans líka hér heima. Hefir Thor Thors, sem sótti um ræðis- mannsstöðuna, því verið ráðinn til þess að gegna henni fyrst um sinn. Er enn ekki fullráðið, hvort sú skipun gildir til nema stutts tíma, og hefir Thor því ekki sagt af sér þingmennsk- unni. En vitanlega verður hann að gera það, ef hann ætlar að gegna ræðismannsstöðunni til frambúðar. Það mun sammæli allra, sem nokkuð þekkja til starfa Vil- hjálms Þórs vestra, að þjóðin muni trauðla hafa átt kost á betra manni til að gegna full- trúastarfi fyrir hana þar. Hefir hann líka orðið þar eins og áður (Framh. á 4. siðu) Erfiðleikar Þjóðverja herteknum löndum Verður eftirmaður Petains »lítill Hitler< »lítill Mussolini «? Úr löndum þeim, sem Þjóð- verjar hafa hertekið, berast stöðugt fregnir um vaxandi óá- nægju og andúð gegn þeim. Þannig hefir nú í vikunni komið til mikilla óeirða í Prag og einnig til nokkurra árekstra í Kaupmannahöfn. í Prag var fjöldi manna fangelsaður og í Kaupmannahöfn hafa nokkrir menn verið dæmdir í fangelsi fyrir mótþróa gegn Þjóðverjum. í Vestur-Póllandi, sem Þjóð- verjar telja sig hafa innlimað í þýzka ríkið til fullnustu, hefir og komið til mikilla árekstra og a. m. k. nokkrir Pólverjar verið dæmdir til dauða. Fregnunum virðist þó bera saman um, að mestri andúð mæti Þjóðverjar i Noregi og Hollandi. Þar sýnir almenn- ingur þeim mestan kulda og reynir að gera þeim mest til meins. Engar hótanir eða bönn hafa megnað að draga úr þess- ari andúð. Blöð og útvarp þess- ara landa eru þó notuð til áróð- urs fyrir Þjóðverja, en það virð- ist ekki hafa nein áhrif á al- menning. Það hefir tvímælalaust aukið andúðina gegn Þjóðverjum, að fólk í þessum löndum horfir mjög kvíðandi augum til kom- andi vetrar. Frá sumura þessara landa hafa Þjóðverjar tekið mikið af nauðsynjavörum, — bæði matvælum og hráefnum, — og oftast ekki borgað með öðru en seðlum, sem menn ótt- ast að muni reynast verðlausir í framtíðinni. Þær birgðir, sem þessar þjóðir höfðu safnað fyrstu mánuði stríðsins, ganga óðum til þurðar og ekki er hægt að birgja sig upp aftur, sökum hafnbannsins. Frá Þýzkalandi eða öðrum þeim löndum, sem hægt er að skipta við, er ekki hægt að fá nema lítið eitt eða ekkert af hinum nauðsynleg- ustu vörum. Skortur og hung- ursneyð blasir því framundan og Þjóðverjum er fyrst og fremst kennt um það. Ef þeir cða Jarðabótastyrkurinn. — Stuttbylgjustöð fundin. — Heyskapartíð í Dölum. Þegnskaparvinnudagur Dalamanna. — Frá Núpi í Dýrafirði. Búnaðaríélag íslands hefir fyrir skömmu sent frá sér jarðabótastyrk þann, sem jarðyrkjumönnum er greidd- ur fyrir umbœtur, er mældar voru árið 1939. Nemur styrkurinn alls um 597 þúsund krónum, þar af aukastyrkur til þeirra jarðabótamanna, sem þungar búsifjar biðu vegna mæðiveikinnar, um 37 þúsund krónur. Skiptist þessi auka- styrkur á milli 530 manna í 55 hrepp- um, þar af 200 í Húnavatnssýslum, 128 í Mýrasýslu, 88 í Borgarfjarðarsýslu, 49 i Árnessýslu og 38 í Dalasýslu. Einnig hafa fáeinir menn úr Gullbringu- og Kjósarsýslu, Hnappadalssýslu og Skagafjarðarsýslu fengið slíkan styrk. Aðalupphæðin, hinn venjulegi jarða- bótastyrkur, alls um 560 þúsund krónur, skiptist milli 5059 jarðabótamanna. Er Árnessýsla með hæsta styrkupphæð, 72 þúsund krónur, er skiptist milli 485 manna, en flestir eru jarðabótamenn- irnir I Gullbringu- og Kjósarsýslu, 612, og fá alls 68 þúsund krónur. Eyjafjarð- arsýsla er þriðja í röðinni, jarðabóta- menn 405, styrkupphæð 58 þúsund. Þá koma Rangárvallasýsla með 46 þúsund til 386 jarðabótamanna, Húnavatns- sýsla 36 þúsund til 343 manna og Borg. arfjarðarsýsla 32 þúsund til 170 jarða- bótamanna. í öðrum sýslum er styrk- upphæðin lægri en 30 þúsund krónur. Lægsta upphæð fá Vestmannaeyjar, rösklega 5 þúsund krónur, enda eru jarðabótamenn þar fæstir, aðeins 88. t t t Síðastliðinn mánudag fundu Eng- lendingar stuttbylgjustöð hjá unglings- pilti hér í bænum, Sigurði Finnboga- syni rafvirkjanema á Eiríksgötu 21. Sigurður er í haldi hjá ensku setuliði og hefir fátt verið látið uppi um mál hans, annað en það, að hann muni hafa haft skeytasamband við önnur lönd. Samkvæmt íslenzkum lagaákvæð- um, er hér um lagabrot að ræða. r r r Einar Kristjánsson að Leysingja- stöðum í Hvammssveit ritar Timanum: — Tún greru yfirleitt í seinna lagi i vor, en í júlílok mátti segja, að góð grasspretta væri komin á túnum og í úthaga. Sláttur hófst á venjulegum tíma, í byrjun 11. viku, og nýttust vel hey, sem slegin voru fyrstu viku hey- skapartímans. Seinni hluta júlímánað- ar gengu samfelldir óþurrkar, og á nokkrum bæjum varð mikill hluti töð- unnar fyrir stórskemmdum. t t t Á héraðsþingi Ungmennasambands Dalamanna 1939 var ákveðið að fram- vegis skyldi laugardagurinn í 9. viku sumars verða þegnskaparvinmudagur sambandsfélaganna ár hvert. — Sam- kvæmt þessari ákvörðun komu nú fé- lagar saman að sundlaug sambandsins, Sælingsdalslaug, ^ann 22. júní síðast- llðinn. Var unnið í þrem flokkum. Einn flokkurinn vann að viðgerðum ýmsum úti og inni, annar lagði vegar- spotta heim að sundlaugarbyggingunni, og starfaði að sléttun og fegrun mm- hverfis bygginguna. Þriðji flokkurinn vann að hreingerningu og ræstingu alls hússins. Alls munu hafa unnið þarna á staðnum nær fimmtíu manns þennan dag. Þegar vinnu var lokið, hófst kynningarfundur félagaana og stóð hann fram eftir kveldi. Á kynningar- fundinum voru að þessu sinni fluttar starfssbýrslur síðasta árs frá félögsn- um, og tekið til umræðu eitt mál: Þegnskylduvinnan. Voru umræður all- fjörugar, en að fundi loknum var dans- að. — Þessi vinnudagur ungmennfélag- anna hafði haft tvennskonar þýðingu: í fyrsta lagi höfðu á ódýran og hag- nýtan hátt unnizt þýðhigarmikil störf á staðnum, og í öðru lagi hafði hver einstaklingur öðlazt meiri og dýpri skilning á mætti samtakanna í félags- skapnum. Og með þeim aukna félags- þroska og sanna vormannsbrag horfðu félagar í U. M. S. D. á rísandi birtu Jónsmessuhelgarinnar þegar Sælings- dalslaug var kvödd í þetta sinn. t r r í bréfi úr Dýrafirði er skýrt frá sam- komu, er haldin var í fjáraflaskyni til styrktar Núpskirkju: — Samkoma til fjáröflunar Núpskirkju var hér 21. júlí- mánaðar. Að aflokinni guðsþjónustu, þar sem sóknarpresturinn, séra Eiríkur Eiríksson, flutti eftirminnilega stól- ræðu, en séra Sigtryggur Guðlaugsson þjónaði fyrir altari, setti Björn Guð- mundsson skólastjóri samkomuna með stuttri ræðu. Þá flutti Ólafur Ólafsson skólastjóri á Þingeyri ræðu. í kirkjunni (Framh. á 4. síðu) FLANDIN hefðu ekki komið, myndu þess- ar þjóðir hafa fengið að flytja inn óhindrað þær vörur, sem þær þörfnuðust. Þjóðverjar reyna að koma sökinni á Breta með þeirri rök- semd, að þetta eigi allt ræturn- ar að rekja til hafnbannsins. En sú röksemd virðist ekki ætla að villa mönnum sýn. Bretar hafa líka svarað jafnharðan: Við skulum óðara leyfa nauð- synlega aðflutninga til þessara landa, ef þýzki herinn fer burtu úr þeim. Frá Frakklandi berast hin hörmulegustu tíðindi. Sam- göngukerfi landsins er í rúst- um. í Suður-Frakklandi, sem að nafninu til er á valdi Frakka dvelja milljónir flóttamanna, aðallega frá Norður-Frakk- landi, en einnig allmargir frá Belgíu. Fólk þetta er húsnæðis- laust að mestu og óvíst hvort takast muni að koma því heim fyrir veturinn. í Norður-Frakk- landi, sem er undir yfirráðum Þjóðverja, er einnig mikill hús næðisskortur, sökum eyðilegg ingar þeirrar, sem varð í styrj öldinni. Einnig urðu miklar skemmdir á húsum víða í Nor- (Framh. á 4. siðu) Aðrar fréttir. Þjóðverjar hafa aldrei gert fleiri loftárásir á England en í gær. Áður hafa þeir aðallega gert árásir á staði á suður ströndinni, en nú gerðu þeir árásir víðsvegar um England, m, a. á helzta flugvöllinn við London. Bretar segjast í gær hafa skotið niður 144 þýzkar flugvélar, en misst 19 flugvélar sjálfir í loftbardögum við Eng- land. Fyrstu fjóra daga vikunn ar segjast Bretar hafa skotið niður 228 þýzkar flugvélar, en misst sjálfir 56 flugvélar í loft- orustum við England. Auk þess hafa þeir misst nokkrar flug- vélar í loftárásum á staði á meginlandinu. Tölur Þjóðverja um flugvélatjónið eru í öfugu hlutfalli við tölur Breta. Brezkir flugmenn halda uppi stöðugum næturárásum á hern- aðarbækistöðvar Þjóðverja á meginlandinu. Aðfaranótt þriðjudagsins gerðu þeir stór felldar árásir á tvær stærstu f lugvélaverksmið'j ur Þjóðverja og stærstu flugvélaverksmiðju ítala. Telja þeir árangurinn mjög góðan. í fyrrinótt gerðu þeir mikla loftárás á olíu- geymslur við Bordeaux og telja árangurinn ágætan. (Framh. á 4. siðu) Á víðavangi AFREKIÐ'M Það má óhætt telja til hlægi- legri tíðinda, hversu mikið veður hefir verið gert í íhalds- blöðunum út af heimkomu Gísla vélstjóra. Gísli fer á þrjá- tíu smálesta bát með mjög góðri vél frá Danmörku til Noregs, iræðir síðan meðfram norsku ströndinni og fer síðan stytztu leið til Færeyja og síðan frá Færeyjum til íslands. Allir eru lessir áfangar tiltölulega stutt- ir og þetta vissulega hættulítil leið um hásumar. Gísli hefir líka fullt leyfi þýzku stjóxnar- innar og þarf því ekki að óttast kafbáta eða loftárásir. Þetta ferðalag getur því ekki talizt mikið afrek, þegar það er borið saman við þau verk íslenzkra sjómanna, að sigla litlu stærri bátum héðan til Englands um hávetur, oft og tíðum drekk- hlöðnum, og án nokkurs leyfis leirra aðila, sem láta kafbáta og flugvélar hindra siglingar um höfin. Þau afrek eru hins- vegar látin liggja í þagnarþey og blöðin rjúka þá ekki til að birta myndir og löng viðtöl. En iegar Gísli vélstjóri kemur úr ferð sinni, eiga íhaldsblöðin ekki til nógu mörg lofsyrði og Árna frá Múla finnst „svo mikið til um þetta afrek, að hann hættir í bráðina að tala um það, sem hefir verlð umræðuefni hans kvölds og morgna og miðjan dag seinustu 11 mánuð- ina“! Hann sannfærist einnig um að „meðal okkar eru menn búnir sömu kostum, sem við höfum dáð mest hjá forfeðrum okkar, ódeigir menn, kjark- miklir og framtakssamir!“ MANNGREINARÁLITIÐ ENN. Hvers vegna allt þetta gum, þessar mörgu myndir og löngu viðtöl í sambandi við ferð Gísla vélstjóra? Hvers vegna öll ferðasagan rakin, nema það, hvernig Gísli aflaði peninga til að kaupa bátinn? En hins veg- ar steinhljóð um afrek íslenzkra sjómanna, sem fóru á sízt betri bátum til Englands síðastliðinn vetur, í trássi við náttúruöfl og styrjaldarþjóðir, án þess að láta nokkurn ótta við storma og hríðar skammdegisnæturinnar eða sprengidufl og tundurskeyti aftra för sinni? Hvers vegna er Gísli hetjan, en sjómennirnir, sem fóru vetrarferðirnar, gleymdir? Ótrúleg er sú skýring, að einhverjir haldi að þetta geti orðið „pólitískt númer“ fyrir Gísla. Slík tilraun myndi aðeins verða „pólitískt grín“. Kjarni málsins er vafalaust sá, að hér kemur fram manna- munurinn, sem iðulega er gerð- ur og meðal annars hefir birzt nýlega á þann hátt í Alþýðu- blaðinu og Morgunblaðinu, að þau háfa óbeint krafizt að lög- reglan tæki aðeins ölóða „bar- róna“, en ekki ölóða „heldri menn“ úr umferð? Það er þetta manngreinarálit, sem fær marga til að gleyma hinum miklu afrekum hins starfandi manns, sem unnin eru í kyr- þey, en til að vegsama yfir- borðsmennsku og oflátungshátt þeirra, sem eitthvað hærra eru settir og hafa lag á því að láta taka eftir sér. Því fer fjarri, að með þessum orðum eigi að beina ' nokkrum getsökum um ómann- legar hvatir að Gísla vélstjóra eða reyna að gefa í skyn, að hann hafi gert þetta til þess að vekja á sér athygli. Þetta dæmi er aðeins nefnt til að benda á þetta óviðunandi manngreinar- álit. Blöðin ættu vissulega að telj a sér meiri sóma í því, að reyna að kveða það niður en að vera að ýta undir það. LOKSINS. Atvinnumálaráðherra lætur Mbl. skýra frá því í löngu við- tali I morgun, að búið sé að ganga frá verðjöfnun þeirri, (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.