Tíminn - 16.08.1940, Page 3

Tíminn - 16.08.1940, Page 3
80. blað TtMlM, föstndaglim 16. ágást 1940 319 A N N A L L ÍÞRÓTTIR Afmæli. Jóhannes Árnason bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði átti fimmtugsafmæli 18. júní síðast- liðinn. Hann er í fremstu bænda röð, einn af stjórnarnefndar- mönnum í Kaupfélagi Lang- nesingá og formaður þess um skeið. — Þorgils frá Höfn varð áttræð- ur 12. þ. m. Það er fyrir vestan Hvammsfjörð í Dalasýslu, að fagurt býli, sem heitir Knarr- arhöfn, blasir við sól og suðri. Þar bjó Þorgils Friðriksson á eignarjörð sinni um 30 ára skeið. Þegar hann tók við jörð- inni, var túnið mjög í órækt og allt óslétt. En Þorgils gerði strax þann samning við ábýli sitt, að hann skyldi rækta spildu í túninu á hverju ári. En býlið skyldi aftur gjalda honum góðan arð verka hans með góðri framfærslu fjöl- skyldu hans! Hefir sá samningur verið vel haldinn af báðum aðilum. Er hið stóra Hafnartún nú nær alslétt. En hinn stóri, fríði barnahópur Þorgilsar uppkom- inn, og öll, sem nú lifa, 11 að tölu, orðin hinir nýtustu menn og konur í þjóðfélaginu. Er einn af sonunum, Þórhallur Þorgilsson, búsettur kennari og málfræðingur í Reykjavík, þeg- ar orðinn landskunnur fyrir rit sín og lærdóm í Suðurlanda- málum. Alla æfi hefir Þorgils verið atorkumaður og starfsmaður hinn mesti. Enda kom það hon- um vel, því j örðin var stór og erfið og mikils þurfti með til að framfæra hinn stóra barna- hóp og koma honum jafnvel á- fram og Þorgils hefir gert. Árið 1908 missti Þorgils konu sína, Halldóru Sigmundsdóttur frá Skarfsstöðum. Var hún hin ágætasta kona og þyngdist róð- urinn ekki lítið við það stóra á- fall. En öllu var tekið með karl- mennsku og lífsfjöri og það var eins og kraftarnir ykjust við hverja raun. 1918 brá Þorgils búi. Flutti þá til dóttur sinnar, Steinunnar, og tengdasonar síns, Þórðar Krist jánssonar, sem nú búa að Breiðabólsstað á Fellsströnd. Er Þorgils enn glaður og reif- ur þótt gamall sé. Gamlir vinir hans og sveit- ungar í Hvammssveit fluttu honum á afmælisdeginum hugheilar hamingjuóskir og þökk fyrir vel unnin störf. Því í þeirri sveit vann Þorgils aðal lífsstarf sitt. Var oddviti sveit- Drengjamót í. S. I. Drengjamóti íþróttasam- bands fslands er fyrir skömmu lokið. Var það sögulegt að því leyti að utanbæjarmenn báru sigur úr býtum. Alls tóku þátt í því keppendur frá sex félög- um, íþróttafélagi Kj ósarsýslu, ungmennafélaginu Skallagrím- ur, Fimleikafélagi Hafnarfjarð- ar, Knattspyrnufélagi Reykja- víkur, íþróttafélagi Reykjavík- ur og Ármanni. Úrslit á mótinu urðu þessi: 80 metra hlaup: 1. Janus Eiríkssori (Í.K.) 9,8 sek., 2. Axel Jónsson (Í.K.) 9,8 sek., 3. Gunnar Huseby (K.R.) 9,9 sek. 1500 metra hlaup: 1. Árni Kjartansson(Á.)4:37,6 mín., 2. Hörður Hafliðason (Á.) 4:39,2 mín., 3. Halldór Sigurðs- son (Á.) 4:41,4 mín. Kringiukast: 1. Gunnar Huseby (K.R.) 47,81 m., 2. Axel Jónsson (Í.K%) 38,34 m., 3. Jóel Sigurðsson (í. R.) 36,99 m. Langstökk: 1. Gunnar Huseby (K.R.) 5,89 m. 2. Axel Jónsson (Í.K.) 5,80 m. 3. Janus Eiríksáon (Í.K.) 5,57. Stangarstökk: 1. Ingólfur Steinsson (Í.R.) 2,71 m. 2. Magnús Gunnarsson arinnar um 20 ár, sóknarnefnd- armaður, kaupfélagsstjóri og kennari æskulýðsins um marga tugi ára. Mun það hafa verið hans kærasta starf, því maðurinn er sérstaklega barngóður og menntun og menning æskunn- ar hefir alltaf verið hans mikla áhugamál. Börnin vestra munu þá held- ur ekki gleyma kennara sínum á átttugasta afmælisdeginum hans. Gamall Hvammsfirðingur. Dánardægur. Abigael Guðmundsdóttir, elzta manneskja í Sauðaneshreppi, 87 ára gömul, lézt í vor að Hlíð á Langanesi. Hjúskapur. Ungfrú Borghildur Péturs- dóttir á Oddsstöðum og Sigurð- ur Finnbogason á Harðbak, N,- Þing. — Ungfrú Anna Árna- dóttir, Bakka á Kópaskeri, og Oddgeir Pétursson, Oddsstöðum N.-Þing. (F.H.) 2,61 m. 3. Magnús Guð- mundsson (F.H.) 2,50 m. Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson (Í.R.) 46,58 m. 2. Gunnar Huseby (K.R.) 43,13 m. 3. Benedikt S. Gröndal (K.R.) 40,93 m. 1000 m. boðhlaup: 1. íþróttafélag Kjósarsýslu 2:20,6 mín. 2. K.R. 2:21,0 mín. 3. Í.R. 2:24,0 mín. Hástökk: 1. Gunnar Huseby (K.R.) 1,56 m. 2. Janus Eiríksson (Í.K.) 1,56 m. 3. Skúli Guðmundsson (K.R.) l, 53 m. 400 m. hlaup: 1. Gunnar Huseby (K.R.) 55,8 sek. 2. Axel Jónsson (Í.K.) 56,5 sek. 3. Janus Eiríksson (Í.K.) 58,3 sek. Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby (K.R.) 14,77 m. 2. Jóel Sigurðsson (Í.R.) 13,66 m. 3. Axel Jónsson (Í.K.) 12.37 m. 3000 m. hlaup: 1. Guðm. Þ. Jónsson (Í.K.) 9:37,6 mín. 2. Sigurgísli Sigurðs- son (Í.R.) 9:54,6 mín. 3. Árni Kjartansson (Á.) 9:56,8 mín. Þrístökk: 1. Þorvaldur Friðriksson (Sk.) 12,48 m. 2. Axel Jónsson (Í.K.) 12,19 m. 3. Gunnar Huseby (K.R.) 11,97 m. Vann íþróttafélag Kjósarsýslu þannig mótið með 24 stigum, K. R. fékk 23, í. R. 12, Ármann 7, Skallagrímur 3 og Fimleikafélag Hafnarfjarðar 3. Er það mikið og ánægjulegt afrek, sem í. K. hefir af höndum leyst í viður- eigninni við fjölmenn og sterk félög í höfuðstaðnum, ekki sízt þegar þess er gætt, að að því standa aðeins tvö ungmennafé lög. Þessi úrslit ættu að vera öðrum ungmennafélögum hvatning um að freista gæf- unnar á íþróttamótum höfuð- staðarins. Kjósaringar hafa unnið hinn fyrsta sigur. Sé ráð í tíma tekið um þjálfun og und irbúning, munu bæði þeir og aðrir íþróttamenn dreifbýlisins geta sér mikið orð á íþróttavell- inum í Reykjavík í framtíð- inni. Sá maður úr í. K., er flest stig hlaut, var Axel Jónsson frá Hvítanesi í Kjós, 18 ára gamall, sá sami og sigursælastur var á Haukadalsmótinu. Janus Eiríks- son frá Óskoti í Mosfellssveit var annar, 18 ára gamall, vel kunmir þeim, sem fylgzt hafa með íþróttamálunum í Kjalar- nesþingi. Guðmundur Þ. Jóns- son frá Laxanesi í Kjós var þriðji keppandi í. K., 17 ára gamall, afburða þolhlaupari. Hinn fjórði var Sigurjón Jóns- Betamon er bezta rotvamarefnið. Betamon tryggir rabar- bara- og berjageymsluna í sykurleysinu. THEHin^ Kirkjustræti 8B. Sími 1977 MUNIÐ að taka með yður VASASÖNGBÓKINA að öllum mannfagnaði. Hún vekur hvarvetna gleði. Tilkynning: frá Gjaldeyris' og ínnSíutningsneSnd Að gefnu tilefni vill nefndin hér með, með tilvísun til auglýsingar viðskiptamálaráðuneytisins, dags. 14. maí þ. á., vekja athygli eigenda og umráðamanna skipa þeirra, sem flytja ísfisk til útlanda, á því, að heimild þeirra til ráð- stöfunar á andvirði fiskjarins er takmörkuð við eigin þarf- ir útgerðarinnar og er þeim því óheimilt að selja kol og aðrar vörur, sem þannig eru keyptar, til annara, án leyfis nefndarinnar. Er því hér með skorað á alla þá, sem kunna að vilja selja eitthvað af kolum, sem þannig hafa verið greidd, að snúa sér til nefndarinnar og kynna sér þau skilyrði, sem hún setur fyrir samþykki til slíkra ráðstafana, áður en sölur eru ákveðnar. Reykjavík, 12. ágúst 1940. Gjaldeyris- og iimiTiitniiigsnefml. Smíða trúlofunarhringa o. fl. Jón Dalmannsson Grettisgötu 6, Rvík. KAUPUM kanínuskinn, lamb- skinn, selskinn, kálfskinn. Verksmiðjan Magni h.f., Þingholtsstræti 23. Dvöl Vanti ykkur Dvöl í bókasafnið, þá vantar ykkur góða dægradvöl. Engum leiðist meðan hann les Dvöl. Dragið ekki lengur að gerast áskrif- endur. Hugleiðingar á lerðalagi tók ekki minna en 10 krónur fyrir viðtalstímabilið, þegar um frjálsa læknishjálp var að ræða. Síðan sömdu þess háttar lækn- ar við sjálfa sig um verkkaup lækna, með þeim árangri, að ekki allfáir læknar hafa á und- anförnum árum haft í Reykja- vík frá 15—40 þús. kr. í tekjur frá sjúkrasamlaginu einu. Þessa læknishjálp verður svo sjúklingur, bæjarsjóður og rík- issjóður að bera sameiginlega. XV. Forráðamenn Sjálfstæðis- flokksins vildu í þessu efni sýna að þeir kynnu til fulls að meta greiðvikni landlæknis. Þeir sköpuðu þegar í stað eina stærstu skrifstofu, sem til var í Reykjavík, og gerðu hana að fullkomnustu atvinnubóta- stofnun við hlið klakahöggsins. Þeir söfnuðu úr herbúðum sín- um miklum fjölda manna, sem af misjöfnum ástæðum höfðu ekkert að gera, og settu þá inn í skrifstofu þá, sem landlæknir hafði búið til handa þeim. Mjög skipti um gæfu um meðferð Framsóknarmanna á stjórn kjöt- og mjólkursölu í landinu og aðgerða Vilmundar Jónssonar í sjúkratryggingum. Framsóknarmenn fengu hina færustu menn til að stýra kjöt- verðlagsnefndinni og mjólkur- samsölunni. Það var að vísu barizt hart um framkvæmd þeirra mála. En niðurstaðan varð sú, að nú viðurkenna allir sæmilegir bændur í landinu, að þessi löggjöf hafi raunverulega bjargað stétt þeirra úr yfirvof andi háska. Báðar þessar stj órnarnefndir kosta frábær- lega lítið. Og niðurstaðan af rekstri samsölunnar er sú, að dreifingarkostnaður í Reykja- vík er lægri heldur en þekkist nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli. Þegar kom til kosn- inga næst á eftir, sýndi bænda- stéttin traust sitt á Framsókn- arflokknum með því að fjölga þingsætum hans til verulegra muna. Allt öðruvísi fór með sjúkra- tryggingarnar. Verkamenn höfðu raunverulega ekki um þær haldið. Þeim þóttu iðgjöld- in há og erfitt að inna þau af hendi. Þegar verkamenn eða börn þeirra komu með saman- sparaða skildinga til að borga í skrifstofu sjúkrasamlags- nefndar, þá gat þar að líta hið fullkomnasta samsafn af fólki, sem Sjálfstæðismenn höfðu ekki haft þörf fyrir við sín eigin fyrirtæki, að viðbættum nokkrum af þekktustu kosn- ingasmölum, sem beitt hafði verið móti Alþýðuflokknum í kosningum undanfarið. Það er vafasamt hvort Héðinn Valdi- marsson eða Vilmundur Jóns- son áttu meiri þátt í kosninga- ósigri Alþýðuflokksins 1937. Héðinn hafði hótað byltingu, sem verkamenn höfðu ekki beðið um, en landlæknir komið á sjúkratryggingum í þvi formi, að framkvæmd þeirra vakti fyr- irlitningu og gremju í brjóstum mikils hluta verkamannastétt- arinnar, hvenær sem á þær var minnst. (Framh. af 3. siðu) inbera af byggingarmálum vax- andi. Það sama verður að ger- ast hér. Og þar sem bygging- arnar eiga vitanlega fyrst og fremst að rísa, þar sem afkomu- möguleikar eru fyrir hendi, verða sveitirnar — bæði vegna sjálfs sín og þjóðarinnar í heild — að gæta vel réttar síns í þess- um málum. Framh. Þ. Þ. XVI. Það má segja, að það hafi ekki verið stórmannlegt af Sjálfstæðisflokknum, að fram- kvæma trygginguna á þennan hátt. En Vilmundur Jónsson keypti ekki köttinn í sekknum. Bæði á þingi og í blöðum Sjálf- stæðisflokksins hafði verið haldið uppi hinni hörðustu baráttu gegn þessari löggjöf. Tryggingarnar voru lögfestar þrátt fyrir þessa mótstöðu, og merkasti þáttur þeirra afhent- ur til framkvæmda sterkustu liðssveit flokksins. Sjálfstæðis- menn litu á ráðlag landlæknis eins og heimboð á hvalfjöru. Þeir leyfðu embættislausu læknunum að skera sér þær sneiðar, sem þeim þótti sér henta. Þeir gátu auk þess kom- ið mörgu atvinnulausu fólki af flokknum yfir á föst og góð laun hjá þessu fyrirtæki. Þeir gátu ennfremur með lagi haft mik- inn stuðning um menn og mál- efni, til hagsbóta við kosningar í Reykjavík, af skrám þeim, sem áhugasamir flokksmenn urðu kunnugir við þetta starf. Þá var það vitaskuld flokks- hagnaður fyrir Sjálfstæðis- menn að gera Alþýðuflokkinn óvinsælan og jafn vel hlægileg- an vegna forustu hans í mál- inu. Ástæðan til þess, að Vilmund- ur Jónsson bakaði Alþýðu- flokknum tjón og álitshnekki með þessari framkomu hans, var sameinað yfirlæti hans og þrekleysi. Honum var metnað- armál að koma með skrifstofu- (Framh. á 4. síðu) son frá Hvítanesi í Kjós, 18 ára gamall. Á mótinu voru sett þrjú ný drengjamet. Tvö setti Gunnar Huseby, í kringlukasti og 400 m. hlaupi, en Guðmundur Þ. Jóns- son í 3000 metra hlaupi. Aðeins einn íslenzkur maður hefir áður runnið slíkt skeið á skemmri tíma, svo viðurkennt sé. Innheímtumenn! Gjalddagi Tímans var 1. júlí. Nú er því kominn tími til að hefjast handa. Vinnið ötullega að irinheimtu Tímans í sumar og haust, eins og að undanförnu, og sendið innheimtu blaðsins skilagrein við fyrstu hentug- leika. INNHEIMTAN. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Símannmer bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, er 4809. 388 Margaret Pedler: Laun þess liðna 385 tók játningu hennar. Candy hafði einu sinni verið höstugur, miskunnarlaus og ákaflega stærilátur. Nú var hann sjálf- ur særður, en hann var samt þíðari og miskunnsamari en hún hafði þorað að gera sér vonir um. Ef til vill var það minningin um veikleika annarar konu, — Irene, fyrri konu hans, — hörku hans þá og afleiðinga hennar, sem mildaði dóm hans núna. Það var að minnsta kosti full víst, að vitundin um það, sem dóttir hans hafði lagt á sig til þess að bjarga hamingju hans og halda trausti hans á konu sinni óskertu, hafði ósegj- anlega djúp áhrif á hann. „Er það — er það alvara þín, að þú getir fyrirgefið mér “ Þegar hinni ægi- legu játningu var lokið og Candy tók Fjólu í faðm sinn, þá bar hún þessa spurningu fram, óstyrk og efandi, eins og hún gæti ekki og þyrði ekki að trúa því, að þetta væri raunverulegt. Augu Candys voru óvenjulega mild, er hann svaraði: „Hafi Elizabet getað það sem hún gerði, getað borið þá byrði, sem hún lagði sér á herðar okkar vegna, elskan mín, þá get ég áreiðanlega — fyrirgef- ið. Eigum við að byrja á nýjan leik, Fjóla?“ „Viltu það, Candy? Er það satt?“ Röddin sveik hana og hún brast i sér hamingju og njóta hennar, að hún íafði aldrei gefið sér tóm til að athuga, hvað aðrir hlutu að gjalda fyrir það. Poppy hafði, með hinum ákafa mál- flutningi sínum hamrað ofurlitla skömmustukennd inn í sjálfselskufulla og dúðaða sál hennar. Þessi kennd var að vísu langt frá því að vera í réttu hlutfalli við afbrot hennar. — Hvað hafði Poppy sagt? „Það væri eins og að vita ógeðslegun orxn éta hin ungu, grænu Iaufblöð.“ Fjólu hryllti við sann- leika þessara orða. Hún lagði af stað út úr herbergjum sínum hægt og hikandi, til þess að leita Candy uppi. Úr því að hún átti einskis annars völ en að segja honum sjálf alla söguna um hálsfestina, þá var bezt að Ijúka því af, því fyrr þess betra. Ekkert var unnið við það að skjóta því á frest. Fjóla fann, að hún gat heldur ekki beð- ið, hún var svo óþreyjufull eftir að vita hvernig hann tæki sögunni. Hún kom að dyrunum á skrifstofu •hans og tók í handfang hurðarinnar með titrandi fingrum. Jú, hann var inni, sat við skrifborð sitt og skrifaði. Hann leit brosandi upp, er hún kom inn, og úr augum hans skein þessi þekkta, sér- kennilega blíða, sem aldrei hafði brugð- izt henni til þessa, ekki í eitt einasta sinn. Hún fékk kökk i hálsinn og greip

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.