Tíminn - 10.09.1940, Síða 1

Tíminn - 10.09.1940, Síða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR: KDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIDSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 10. sept. 1940 87. blað Dágóðar horfur um afurðasöluna Viðtal við Jóii Áruason framkvæmdastjóra. Tíðindamaður Tímans hefir hitt Jón Árnason fram- kvæmdastjóra að máli og spurt hann hvernig horfði um afurðasöluna að þessu sinni. — Ég er þeirrar skoðunar, mælti Jón, að varhugavert sé að tala mikið um þessi mál, á slíkum tímum sem nú eru. Það getur valdið fólki vonbrigða. Síðan stríðið hófst hefir það komið á daginn, að eiginlega eru öll viðskipti í óvissu, þar til peningarnir eru komnir í hend- ur seljanda. Það hefir þráfald- lega borið við, að umsamin við- skipti hafa fallið niður af óvið- ráðanlegum ástæðum. $ala landbúnaðai*- afurðaima. — Hvernig lítur út með ull- arsöluna? — Það eru um 500 smálestir ullar, sem íslendingar þurfa að selja árlega. Líki,egustu ullar- markaðirnir eru nú í Bretlandi og Bandaríkjunum. Að svo komnu hafa Bretar þó ekki vilj- að festa kaup á íslenzkri ull. í Bandaríkjunum er verð á henni mjög lágt og salan einnig treg. — Eru engir möguleikar að selja íslenzka ull víðar? — Síöán í vor hefi ég verið að reyna að selja ull til Svíþjóð- ar og hefi notið til aðstoðar Kooperativá Förbundets.sænska kaupfélagssambandsins. Seint í ágústmánuði tókst að selja birgðanefnd sænska ríkisins 4000 balla ullar, eða um 260 smálestir, fyrir hátt verð. En sá agnúi er á þessum við- skiptum, að kaupendurnir telja sér ókleift að flytja ullina og hafa beðið S. í. S. að reyna að útvega flutningskost. Þrátt Haralður Árnason hefir gefið Morgunblaðinu ó- sannar upplýsingar um starf Vilhjálms Þór í Am- eríku. Dúkakaupmaðurinn dylgjar um, að Vilhjálm- ur hafi að sið óþarfra milliliða stungið í sinn vasa umboðslaunum fyrir síldarsölu í Ameríku. En í stjórnarráðinu játar Haraldur, að hann viti ekkert um reikninga sýn- ingarinnar, enða er bað satt. Haraldur var aldrei nema undirtylla við sýn- inguna og ýtti sér þar fram til verka við að raða dóti með æfingu sína úr skemmuglugganum. Vil- hjálmur stýrði sýningunni, hafði öll fjárráð hennar og í stað þess að vera byrði á sýningunni eins og Haraldur Árnason, aflaði hann með verzlunar- mannsyfirburðum símum stórtekjur til sýningarinn- ar og erindrekstrarstarfs- ins. Meðal annars með vinnu fyrir síldarútvegs- nefndina gegn venjuleg- um umboðslaunum. Har- aldur finnur væntanlega nokkurn sársauka út af samanburði á giftu og dugnaði sín og Vilhjálms í lántökumálum. Har- aldur lokkaði borgarstjóra Reykjavíkur út á óláns- brautir í hitaveitulántök- um erlendis. En Vilhjálm- ur útvegaði íslandi margra miljóna viðskiptalán í Am- eríku og tók engin um- boðslaun. En hvað átti Haraldur að fá hjá borg- arstjóra, ef hann hefði ekki farið bónleiður til búðar? fyrir ítrekaðar tilraunir hefir eigi enn tekizt að fá skip til fararinnar og heppnist það ekki innan skamrns fellur salan niður. Fari svo, að ekkert skip fáist -til að flytja ullina, þá er ekki um ánnað að velja en að selja hana vestur um haf fyrir mjög lágt verð. — Hvernig horfir um sölu á kjöti og gærum? —■ Eini erlendi kjötmarkaður- inn, sem íslendingaT geta nú notfært sér, er í Bretlandi. En þangað er einungis hægt að selja frosið kjöt. Bretar hafa lofað að kaupa 2000 smálestir af frosnu dilkakjöti, og ætti það að vera langdrægt til að full- nægja söluþörfunum. — Hvaða verð má vænta að þeir greiði fyrir kjötið? — Um það er ekki hægt að veita fullnægjandi upplýsingar að svo stöddu. — Eru líkur til að unnt sé áð selja gærurnar? — Helzti markaðurinn fyrir gærur, er til greina kemur, er í Bandaríkjunum. Vonandi tekst að selja þar allar. gærur, er við þurfum að flytja út, en það er hætt við að verðið verði lágt. Saltflskssalan. til með — Hvernig gengur sölu á saltfiski í ár? — Það má heita, að allur saltfiskur landsmanna sé seld- ur, enda í minnsta lagi til af honum. Meginhlutinn af fisk- aflanum hefir verið fluttur út í ís ár. En samt heflr dálítið verið saltað og þurrkað og eitthvað bætist enn við. af saltfiski, ef aflabrögð verða sæmileg í haust. Sennilega verður það engum erfiðleikum háð að selja það, sem við kann að bætast af salt- fiski. Saltfiskurinn hefir allur að kalla verið seldur til Spán- ar og Portúgal. Síldarvertíðínní senn lokið Senn dregur að því, að síld- arvertíðinni sé lokið í ár. Að þessu sinni hafa veiðiskipin orðið fengsælli en nokkur dæmi eru til um frá fyrri sumrum. En auk þess, að þetta hefir verið mesta síldveiðisumarið, hefir verð það, sem greitt hefir verið fyrir aflann, verið hærr-a en áð- ur. En þar kemur að sjálfsögðu á móti, að útgerðarkostnaður hefir verið meiri en fyrr. Tíðindamaður Tímans átti í gær símtal við Þormóð Eyjólfs- son, formann síldarverk- smiðjustjórnarinnar, og tjáði hann blaðinu, að langflest skip væru hætt veiðum og myndu halda á brott næstu dagana og örfá væru þegar farin heimleið- is. Veldur þvi allt í senn, að ó- víst er hvaða verð muni fást fyrir þá síld, er aflazt umfram það, sem á land er komið, vonzkuveður er á miðunum og veiði þverrandi, nema þá helzt austur við Langanes. Skipum hefir þó verið gefinn þess kost- ur að halda áfram að leggja upp afla sinn hjá verksmiðjun- um, og njóta þau þá þess verðs, sem fyrir síldarafurðir fæst á sínum tíma, að frádregnum vinnslukostnaðinum. Sennilega munu þó fá síldarskip halda veiðunum áfram. Þegar er hætt störfum í síld- arverksmiðjunum að Sólbakka, Krossanesi og Húsavík, en í Siglufirði og Raufarhöfn er enn næg síld til vinnslu næstu dagana 8—10, þótt ekkert bæt- ist við. í veiðiskýrslum Fiskifélagsins vaT síldaraflinn talinn 2.427.984 hektólítrar bræðslusíldar og 87.523 tunnur saltsíldar um síð- astliðna helgi. Ægilegustu loítárásirnar, sem gerðar haía veríð Ilversu len$*i liafa ófrlðarþjióðirnar nýjjum flugvélum og flugmönnum á að skipa I stað þeirra, er farast? Bátur ferst mcð tveim mönnum Samkvæmt símfregn og heim- ildum Slysavarnafélags ís- lands fórst hreyfilbáturinn Ell- iði, ásamt tveim mönnum, er á honum voru, á Þistilfirði síðast- liðið föstudágskvöld eða aðfara- (Framh. d 4. slöu) Þeir atburðir, sem mörgum verða tíðræddastir um þessar mundir, eru hinar ægilegu loft- árásir, sem fluglið ófriðarþjóð- anna heldur sífellt uppi, og magnast með degi hverjum. Sérstaklega þykja hinar geig- vænlegu árásir á Lundúnaborg tíðindum sæta, og svo mjög hafa þær færst í aukana síðustu dægrin, að allt það, sem á und- na var gengið af slíku tagi, er sem barnaleikur hjá því, er nú skeður. Jafnframt hugleiðir fólk, hversu lengi ófriðarþjóð- irnar muni hafa þol til að heyja svo tillitslausan lofthernað, slíkra fórna flugmanna og flug- tækja, sem hann krefst, eða hvort það, sem nú gerist, sé að- eins lítill undanfari meiri tíð- inda. Suma dagana telja hernaðar- aðilarnir, hvor um sig, að þeir hafi skotið niður eða eyðilagt á annan hátt um 100 óvinaflug- vélar. Þótt gert sé ráð fyrir að slíkar tölur séu að verulegu leyti ýktar, þarf samt áreiðan- lega að hafa hraðan á um öfl- un og smíði flugvéla og þjálfun nýrra flugmanna til að fylla í skörðin, sem daglega eru gerð í fylkingarnar. Þá hlýtur senn að reka að þvi, að þess tjóns, sem loftárásir valda á jörðu niðri, fari að gæta mjög verulega, bæði í Englandi og Þýzkalandi. Vikum saman hefir meira og minna af hafnarmannvirkjum, iðjuverum, forðabúrum og flutningaleiðum verið skemmt eða eyðilagt á hverjum einasta degi. Enda þótt reynt sé að bæta úr áföll- um, svo fljótt sem auðið er, þá er þó óhjákvæmilegt að af þessu leiða margvíslegar trufl- anir og vandræði. En allt bendir þó til þess, að búast megi við auknum loft- hernaði á næstunni. Hafa báðir aðilar í hótunum. Þjóðverj- A. KROSSGÖTUM Vætutíð hamlar fiskþurrkun. — Snjóar í byggð. — Slysabætur. — Lokun Reykjavíkurhafnar. — Skipbrotsmönnum bjargað. — Samkomuhús á Snæ- ---- fjallaströnd. — Vígsla Haukadalskirkju. — Gjöf. - Fréttamaður Tímans hefir átt sím- tal við Baldur Guðmundsson kaupfé- lagsstjóra á Patreksfirðí. Miklir ó- þurrkar hafa verið þar vestra í sumar eins og svo víða urn land. Saltfiskurinn hefir legið á þurrkreitunum í þorpinu síðan í júlímánuði. Hefir eigi tekizt að þurrka hann or er nú verið að taka hann í hús hálfblautan. Á líkan hátt hefir gengið til um fiskþurrkun í sum- ar víðar á Vestfjörðum. Hins vegar var í minnsta lagi saltað af fiskaflanum þar sem annars staðar. t r t Síðastliðinn föstudag og laugardag gerði hið versta norðaníhlaup um land allt, hvassviðri og hret. Snjóaði í byggð, allt niður að sjó, um gervallt Norður- land og á Suðurlandi urðu fjöll alhvít niður til miðra hlíða. Uppi á hálend- inu var stórhríð þessa daga. Frostlaust mun þó hafa verið í byggð niðri. í dag var alhvítt í Eyjafirði og viðar. 1 t t Samkomulag hefir nú komizt á milli Tryggingarstofnunar ríkisins og yfir- stjórnar brezka setuliðsins hér þess efnis, að allir verkamenh, sem vinna í þjónustu setuliðsins hér á landi og verða fyrir slysum við vinnuna, skuli fá bœtur í samræmi við íslenzk lög beint frá brezka setuliðinu, í stað þess að vera slysatryggðir á venjulegan hátt. Slysatryggingardeild Tryggingarstofn- unarinnar mun kynna sér allar kröfur um slysabætur á hendur brezka setu- liðinu og fylgjast með þvi, að þær verði afgreiddar í samræmi við alþýðu- tryggingarlögin. — Samningurinn um þetta var undirritaður 6. sept. af for- stjóra Tryggingarstofnunar rfkisins, er ráðuneytið fól að ganga frá samning- unum, og Colonel E. Temple, fyrir hönd brezka setuliðsins. Ákvæði samningsins taka og til slysa, sem orðiö hafa á tímabilinu frá 4. júlímánaðar, en þá hófst vinnan hjá setuliðinu. t t t Brezka setuliðið hefir gripið til þeirr- ar ákvörðunar, að loka Reykjavíkur- höfn frá klukkan 8 að kvöldi til morg- uns. Er þetta þegar komið til fram- kvæmda. Laxfoss og Fagranes hafa þó fengið undanþágu frá þessu siglinga- banni. i r t íslenzku togaramir, Egill Skalla- grímsson og Hilmir, björguðu 40 skip- brotsmönnum við Englandsstrendur fyrir nokkru síðan. Hafði kafbátur skotið farkost þeirra, belgiskt flutn- ingaskip, í kaf. Þetta er í þriðja skipti í sumar, sem íslenzkir togarar bjarga stórum hópi útlendra skipbrotsmanna. t t f Nýtt samkomuhús var í sumar reist á Snæfjallaströnd við ísafjarðardjúp. Ungmennafélag sveitarinnar gekkst fyrir framkvæmdum þessum, og reistu meðlimir þess það I sjálfboðavinnu að langmestu leyti. Að nokkru leyti eru húsveggirnir hlaðnir úr torfi og grjóti, en að nokkru leyti eru þeir úr timbri. Húsið hlaut vígslu snemma í sumar og hefir verið tekið til notkunar, svo sem til var ætlazt, í þágu ungmennafélags- ins og hreppsbúa. Formaður ung- mennafélagsins er Ásgeir Sigurðsson að Bæjum á Snæfjallaströnd. t t t Sigurgeir Sigurðsson biskup vígði hina nýju kirkju í Haukadal í Biskups- tungum síðastliðinn sunnudag. Eins og kunnugt er, keypti danskur maður, Kristian Kirk, sem nú er látinn, Haukadal fyrir nokkru. Lét hann friða landið, byggja upp kirkjuna og gera margvíslegar umbætur. og færði síðan þjóðinni að gjöf. Kirkjuvígslan fór fram við fjölmenni. Fjórir prestar að- stoðuðu biskup við athöfnina. Voru það séra Eiríkur Stefánsson á Torfastöðum séra Ólafur Magnússon frá Amarbæli, séra Gísli Skúlason að Stóra-Hrauni og séra Guðmundur Einarsson að Mos- felli. Jón Helgason, fyrrum biskup, var einnig viðstaddur. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, sem viðstaddur var, minntist við þetta tækifæri Kristian Kirks í ræðu, er hann fiutti i hófi, sem fram fór að aflokihni vígslu. t t t Barnaskólanum í Stykkishólmi hlotn- aðist vegleg gjöf nýlega. Á gullbrúð- kaupsdegi sínum, 6. sept., afhentu þau Ásgerður Amfinnsdóttir og Ágúst Þór arinsson skólanum bókasafn sitt til eignar. Er það safn allmikið og gott. ar segjast ekki muni linna árás- um sínum meðan Englending- ar hafi þýzkar borgir að skot- marki, en Englendingar heita því að láta eigi staðar numið í flughernaði sínum fyrr en hervald Hitlers sé brotið á bak aftur. Ummæli Hitlers í ræðu þeirri, er hann flutti á dögun- um, benda líka síður en svo til þess, að þýzki herinn eigi að- farahæga tíma fyrir höndum. Lýsingar á loftárásunum seinustu dagana, og afleiðing- um þeirra, eru hræðilegar. Þýzku flugvélunum hefir hvað eftir annað tekizt að komast inn yfir Lundúnaborg hundr- uðum saman og stundum hafa árásirnar og loftbardagarnir staðið yfir 8—10 klukkustund- ir á sólarhring, svo fólk hefir orðið að hafast við í sprengju- skýlunum heil dægur að kalla. Sprengjum hefir rignt yfir borgina, þyngri og hættulegri en áður hafa verið notaðar. Brak úr hrundum og löskuð- um húsum hafa torveldað um- ferð, símasamband truflazt og eldur komið upp á ýmsum stöðum, svo að talið er, að aldrei hafi slíkir stórbrunar átt sér stað í Lundúnaborg síðan 1666. Manntjón hefir hins vegar orðið furðu lítið, að- eins 360 menn voru drepnir, en 1300—1400 særðust á laug- ardaginn, þann sólarhring, sem manntjón var mest. Mikill reykjarmökkur myndaðist uppi yfir sumum hverfum borgar innar og orustugnýrinn stund- um svo mikill, að allt lék á reiðiskj álf i. Slökkviliðið og hjálpar- sveitir hafa verið að starfi hverju sem fram hefir farið og unnið að því að kæfa eldana og líkna bágstöddu fólki og hvar vetna hefir ríkt fullkomin ró og regla. Þjóðverjar hafa hagað árás- um sínum á ýmsa lund og virð- ist svo sem þeir séu að þreifa fyrir sér um það, hvernig þeir geti mestri eyðileggingu valdið með minnstri áhættu. Stundum hafa flugvélar þeirra komið í þéttum og miklum fylkingum, stundum í hrönnum, þannig, að ein flugvélabylgjan fylgdi í flugfar annarar, stundum í smáhópum og jafnvel á strjál- ingi. Oft hafa flugvélar þær, sem fyrst réðust inn yfir borg- ina, varpað niður fkveikju sprengjum, svo að þeir flug- menn, er á eftir kæmu, hefðu bálin sér til leiðarvísis Þrátt fyrir allar þessar flug- árásir og þau áföll, sem þær hafa haft í för með sér, bera Englendingar sig hið bezta og segja að ekkert hafi gerzt, sem þeim hafi komið á óvart eða snúizt til verri vegar en þeir bjuggust við. Allir hafi vitað, að til þess hlaut að draga, að Þjóðverjar gætu með skefja lausum fórnum valdið veru- legu tjóni, en hitt sé miklu furðulegra, hversu báglega þeim hafi tekizt með lofthern- að sinn fram til þessa. Sjálfir hafa Englendingar gert meiri og grimmilegri loft- árásir á borgir, birgðastöðvar iðjuver og hafnir á meginlandi síðustu dagana þrjá eða fjóra heldur en nokkru sinni áður Hafa þeir valdið ærnum usla víða. Hvað eftir annað hafa þeir gert stórfelldaT árásir Berlín, þótt ekki komizt þær til jafns við árásirnar í Lundúna- borg. En langharðast hefir Hamborg orðið úti. Þar hefir eldur kornið upp mjög víða og A víðavangi FARIÐ VEL MEÐ SLÁTURFÉÐ. Það hefir verið á það bent hér í blaðinu, að í haust muni bænd- ur landsins, þeir sem reka Durfa sláturfé eftir fjölförnum bifreiðaleiðum, . mæta meiri erfiðleikum við að komast leið- ar sinnar með fjárrekstrana heldur en nokkru sinnni áður. Þettta stafar af hinni auknu bifreiðaumferð, sem seta er- lenda herliðsins hér hefir í för með sér. Þó að hernaðaryfir- völdin leitist við að mæta ósk- um og kíöfum, sem fram verða bornar um takmörkun á bif- reiðaferðum, er hætt við að erfiðleikarnir við fjárrekstrana, sem þó hafa verið ærnir hingað til, aukizt drjúgum. Vafasamt er þó, hvort þetta hefir í för með sér aukna bifreiðaflutn- inga sláturfjár, þar sem slíkt væri ákaflega kostnaðarsamt nú, enda efamál, hvort það væri æskilegt frá mannúðarsjónar- miði. En hvort sem menn flytja sláturfénað sinn á bifreiðum til sláturhúsanna eða reka, eins og tíðast er gert, ættu allir að hafa óað fast í huga, að búa sem bezt að skepnum, láta þær ekki þola volk, vosbúð né hungur, ef hjá dví verður komizt, og beita þær aldrei þarflausri hörku. Lang- flestir hafa vilja á að fara vel með skepnur sínar, þótt ávallt séu til skeytingarlausir menn. Þeir þurfa aðhalds frá öðrum. „GJAFAMJÖL“. Útgerðarmaður í Vestmanna- eyjum, sem bát átti á sildveið- um í sumar, snéri sér til Jóns Þórðarsonar, eins af stjórnend- um síldarverksmiðj a ríkisins, og bað hann um að útvega sér nokkra sekki af sildarmjöli. „Gjafamjölinu!“ sagði Jón, og var auðheyrt, að þessum ágæta fulltrúa íhaldsins í verksmiðju- stjórninni mun þykja full lágt verð hafa verið sett á síldarmjöl það, sem selt er til notkunar innanlands að þessu sinni. Mætti hann þó vita, að hvergi er nú markaður fyrir þetta mjöl annarsstaðar en í Bandaríkj- unum, en þar er svo hár toll- ur á því, að heim kæmi ekki hærra verð en það, sem mjölið verður nú selt fyrir hér heima. Hins vegar er ekki alveg víst, að þessum „umboðsmanni útgerð- armanna gagnvart ríkisverk- smiðjunum" hefði orðið þetta „gjafamjöls“-hugtak svo laust í munni, ef hann hefði verið bú- inn að gera sér þess grein, hvað margir útgerðarmenn og ýmsir, sem aðra atvinnu stunda en eiginlegan landbúnað, koma til að hljóta þetta „gjafamjöl“, sem hann svo kallar. En engir kaupa hlutfallslega meir af hverskonar fóðurbæti, en ein- mitt þeir menn, sém við sjóinn búa og gripahald hafa þar i einskonar hjáverkum. læst sig um stór hverfi, en bygg- ingar og hafnarvirki eru lösk- uð og sum í rústum eftir sprengjurnar. Mikið tjón hefir einnig orðið í ýmsum öðrum þýzkum hafnarborgum og birgðastöðvum og hafniarbæj - um í Belgíu og Frakklandi. í Thúringen og Schwartzwald hefir eldur magnazt í skógum út frá íkveikjusprengjum, sem varpað var niður, þar sem hinir ensku flugliðar hugðu að birgð- um hergagna væri leynt. Þá hafa ítalir og fengið slæmar heimsóknir. Hvað eftir annað hafa enskar flugvélar varpað sprengjum yfir borgir í Ítalíu, einkum norðan til, og gert mikirm usla. í hefndarskyni hafa ítalir gert flugárás á Malta, og segj- ast hafa valdið ægilegu tjóni, svo að mannvirki öll séu stór- kostlega skemmd eða lögð i rústir. Enskar fregnir gera hins vegar lítið úr árangri af herferð ítölsku flugvélanna og sam- kvæmt þeim hafa litlar skemmdir hlotizt af árásunum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.