Tíminn - 20.09.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.09.1940, Blaðsíða 2
358 TÍMIM, fttstndagfnn 20. ísept. 1940 90. blað m Osamræmi í máleiníngu ríkísverksmíðjanna ,fÞað er maðnr, þó bann láti iiiiiina** '©tminn Föstudaginn 20. sept. Morgunblaðið og tekjuskatturínn Málgögn Sjálfstæðisflokksins, einkanlega Morgunblaðið, láta sér nú mjög tíðrætt um það, hve beinu skattarnir hér á landi séu orðnir háir, og útmála það fyrir fólki á ýmsan hátt, að allir þeir, sem á þessu ári fái nokkrar verulegar tekjur, um- fram það sem verið hefir, megi búast við að tekjuviðbótin fari að mestu leyti í skatta og út- svör. Ádeilur Morgunblaðsins snerta aðallega tekjuskattinn, en að sjálfsögðu bitna þær fyrst og fxemst á þeim hluta Sjálfstæð- isflokksins, sem farið hefir með völdin í Reykjavíkurbæ, og á bæjarstjórnum í öðrum kaup- stöðum landsins, þar sem upp- lýst er, að útsvörin í landinu eru nú 10 milj. en tekjuskatt- urinn um 2 miljónir. Hvert mannsbarn veit, að út- svörin, hvar sem er á landinu, eru þannig margfalt þungbærri heldur en tekjuskatturinn, og livergi hafa útsvarsálögurnar aukizt meira heldur en einmitt í Reykjavík, þar sem flokks- menn Morgunblaðsins hafa ráðin. En í sambandi við þessi skrif Morgunblaðsins um nauðsyn þess að lækka skatt á hátekj- um, er fróðlegt að athuga þá afstöðu, sem Morgunblaðið og formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, tóku til skatta- lagafrumvarps Eysteins Jóns- sonar á Alþingi 1934. í frumvarpinu var tekju- skattslögunum breytt þannig, að tekjuskattur var felldur burt og lækkaður á lágum tekjum, en að öðru leyti hækkaður nokkuð frá því, sem áður vax. En þótt skattaukningin bitnaði mest á hátekjumönnum, en að- eíns að litlum hluta á þeim, sem höfðu miðlungstekjur, varð þó niðurstaðan sú, að efri hluti skattstigans, þar sem stighækk- unin var mest fyrir, hækkaði að hundraðstölu nokkru minna en sumstaðax neðan til. Ástæðan er sú, að vegna þess að skattar og útsvör, sem á menn eru lagðir, fást dregin frá tekjum þeirra á næsta ári, getur eigi hjá því farið, að þegar tekjuskatts- og útsvarstigarnir sameiginlega eru komnír í allmikla hæð, skipti eigi verulegu máli þótt frekari hækkanir séu á þeim gerðar; Viðbótin étur sig þá oft upp aftur í frádrættinum áríð eftir. _ En þegar Morgunblaðið og Ólafur Thors uppgötvuðu, að skattstigiim væri hækkaður hlutfallslega minna ofan til, fylltust þau heilagri vandlæt- ingu. í andstöðu þeirra gegn frumvarpinu var lögð megin- áherzla á það hróplega rang- læti, að skattstiginn væri hækk- aður meira á miðlungstekjum en hátekjum. í mörgum þing- ræðum og Morgunblaðsgrein- um var dregið fram, að skattahækkunin væri mest á lágtekjum og miðlungs- tekjum!! Þarna gátu menn nú séð svart á hvítu, hver var stefna Eysteins Jónssonar og stjórnar- flokkanna í skattamálum — þeir vildu „hlífa hærri tekjunum", en reyta inn aukna skatta af öllum almenningi. í meðferð þingsins voru nú hins vegar leiðrétt að nokkru leyti þessi missmiði, sem and- stæðingar stjórnarinnar töldu vera á frumvarpinu, svo að að- standendur Mbl. þyrftu eigi að kvarta undan því, að þeir fengi ekki að bera skattabyrðina til jafns við smærri gjaldendur! Það verður eigi annað sagt, en að Morgunblaðinu veiti létt að haga málsvörn sinni eftir að- stæðunum. Árið 1934 þótti það vel viðeigandi að reyna að telja fólki trú um, að Framsóknar- flokkurinn vildi níðast á lág- tekjumönnunum en hlífði frem- ur hærri tekjunum. En nú, þegar blaðið heldur að af- koma einhvers hluta þjóðar- innar sé með betra móti, er gripið tækifærið til þess að mikla fyrir mönnum skattinn Á öllum móttökustöðvum síldar hjá Síldarverksmiðjum ríkisins hefir síldin verið vegin í sumar, nema við nýju verk- smiðjuna á Raufarhöfn. Þar hefir síldin verið mæld. En þetta leiðir til misréttis, sem orsakast við það, að miklu meiri þungi en sem svarar vegnu síldarmáli, fer í mæliker- ið, sé síldin ekki glæný, þegar landað er. Ennfremur telja sjómenn og útgerðarmenn sig hafa orðið fyrir skaða af mælingaraðferð- inni fyrir þá sök, að notað var mæliker, sem tók i senn tvö „síldarmár, eða 300 lítra. Ásmundur Friðriksson skip- stjóri á vélskipinu Helga segist t. d. hafa landað á Siglufirði mest úr veiðiför 1668 málum, eftir þriggja sólarhringa bið. í annað sinn landaði hann við nýju verksmiðjuna á Raufar- höfn hleðslu, sem hann taldi a. m. k. 150 síldarmálum meiri eftir fjögra sólarhringa bið. Eðlilega rýrnun á farminum vegna þess eina dags, sem síldin var eldri við löndunina á Rauf- arhöfn en á Siglufirði, væri ekki hægt að áætla meir en 30 mál. Ef vegið. hefði verið upp úr skipinu, mundi Helgi því hafa landað 1788 málum. En við mælinguna á Raufarhöfn komu upp úr skipinu aðeins 1484 mál. Mismunurinn er 304 mál, eða sem nemur kr. 3648.00 "reiknað með 12 króna verði á máli. Sighvatur Bjarnason skip- stjóri á „Erlingunum" taldi sig hafa tapað allt að sjöunda hluta af aflanum eitt sinn, er hann landaði við nýju verksmiðjuna á Raufarhöfn, miðað við það, að síldin hefði verið vegin á öðrum móttökustöðvum ríkis- verksmiðjanna. Fleiri dæmi verða ekki nefnd hér. „Sildarmál“ verður að vera ákveðin stærð, alveg eins og „kíló“ og hver önnur mál- eining. Er þetta grundvallarat- riði í sérhverju réttarríki. Þegar formlegar kvartanir bárust stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, um þetta misræmi, báru þeir Þormóður Eyjólfsson á hæstum tekjum. Má vel á þessu marka, hversu langt Morgunblaðið geiigur í lýð- skrumi sínu og að stefna þess miðast við það eitt, sem það heldur að sé líklegast til vin- sælda á hverjum tíma, en er án alls tillits til þess, hvað réttast sé. —n. FRAMHALD Ég hefi margoft lent í mis- sætt við varpbændur út af eggjatökunni. Margir halda fram, að skaðlaust sé að taka nýorpin æðaregg, sé það hóf- lega gert, t. d. eitt af 4 og tvö af 5 úr hreiðri. Hver æðarkolla geti ekki varið flelri en þrjá unga fyrir óvinahernum, sem ásækir ungana. Mín skoðun er sú, og ég fullyrði, að hún sé á rökum reist, að æðarfuglinn sé svo meinlaus og kjarklaus, að hann verji ekki einu sinni einn, hvað þá fleiri unga fyrir þessum sterku og grimmu ránfuglum, beri hættuna að á annað borð. Þess vegna verði allir þeir æð- arungar þeim að bráð, sem ekki geta forðað sér með móður sinni frá þessum gráðugu vágestum. Geta allir skilið, að eftir því sem æðárungarnir eru fleiri, er von um að fleiri komizt af. Ég get ekki aðhyllzt, að sjálfur varpbóndinn gangi í lið með örgustu ránfuglum og öðrum óvinum æðarfuglsins, til að eyða þessum arðmikla og mein- lausa fugl. Annars vil ég vekja athygli þeirra manna, sem æðarvarp annast, á því, hvað borðað er mikið af æðareggjum. Sá bóndi, og Þorsteinn M. Jónsson, full- trúar Framsóknarflokksins í verksmiðjustjórninni, fram til- lögu um að mál þetta yrði rann- sakað og hlutaðeigendum bætt- ur skaðinn, sem þeir hefðu orð- ið fyrir. En sú tillaga var felld af fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins. Skiptir það engu máli, hvaða máleining verður viðhöfð um móttöku síldar í framtiðinni, hvort heldur hún verður vegin eða mæld. En löggjafinn verður að sjá svo um, að slíkt mis- ræmi og það, er til þessa hefir átt sér stað um stærð hugtaks- ins ,,síldarmál“, eigi sér ekki stað hér eftir. Sumar einka- verksmiðjurnar taka síld eftir máli, og hafa hagnast á því, og halda áfram að hagnast á því, meðan útborgunarverð er miðað við einingu, sem getur verið allt að 14% minni, heldur en ein- ing sú, sem lögð er til grund- vallar fyrir hinu almenna út- borgunarverði. En ríkisverksmiðjurnar hafa í seinni tíð haft alla forustu í þessum efnum. Þær ráða út- borgunarverði, þær verða með aðstoð löggjafarvaldsins að sjá um, að hjá þeim sjálfum sitji allir við sama borð, og þær verða að búa svo um, að það út- borgunarverð, sem þær ákveða, miðist við einingu, sem er söm og jöfn, ekki aðeins hjá þeim sjálfum, heldúr einnig hjá einkaverksmiðj unum. En misræmi það, sem hér hef- ir átt sér stað og lýst hefir verið hér að framan, ætti verk- smiðjustjórnin að hafa metnað til þess að bæta, áður en henni yrði skapað aðhald um það af æðri stjórnarvöldum eða dóm- stólum. Og sízt af öllu skyldi hún freista að styðjast við orðalag á samningi, sem hrekklausir menn fyrirfram varast ekki, en sem á engan hátt getur rétt- lætt það, sem fram er komið. Svo sem að líkum lætur, get- ur ekki hafa orðið nokkur jöfn- un á því, að öll skip, sem_við ríkisverksmiðjurnar skipta, hafi lent í því að landa hlut- fallslega jafn miklu og þá af jafngamalli sild við þessa af- brigðilegu löndunaraðstöðu. Er því rétt og skylt að bæta þeim, sem fyrir hallanum hafa orðið. Ellegar hyggst meirihluti verk- smiðjustjórnarinnar að nota það sem nælst hefir, til þess að gjöra hlut þeirra skipa betri, sem sjaldan eða aldrei lönduðu á þessum stað. sem hefir 50 pd. dúntekju og hefir fyrir venju að taka tvö egg úr hreiðri að meðaltali, sem mun vera nokkuð algengt, borðar á hverju ári 2500 æðar- unga. Sé nú gert ráð fyrir, að helmingur af þessum æðareggj- um, sem hann hefir borðað, hefði orðið kvenfugl, eyðilegg- ur þessi bóndi fyrir sjálfum sér önnur 50 pd. æðardúns árlega. Þótt talsvert hár hundraðshluti væri dreginn frá þessum etnu eggjum fyrir vanhöldum af völdum ráhfugla, hlyti að verða mikil æðarfuglsaukning, ef eng- in egg væru etin. Því verður ekki mótmælt, að æðarvarps- bændur, sem hafa fyrir venju að taka æðaregg, stuðla að eyðileggingu æðarvarpsins að meira eða minna leyti og ganga því í lið með ránfuglum og rán- dýrum og verða sínir eigin böðl- ar í varplöndunum. Þá er það ennfremur athuga- vert við æðarvarpsræktunina, að þeir sem hafa fyrir venju að taka mikið af æðardún strax og hann losnar af fuglinum, stuðla að því að fuglinum gengur erfið- ara og seinna að unga út, heldur en ef hann missti ekkert af dún inum. Af því leiðir að fuglinn verður horaður, þvi að vissa er ERU FARÞEGAR RÉTTLAUSIR? Kært yfir ókurteisi bílstjóra hjá Steindóri. Tíðindamaður Tímans hefir átt tal við merkan Norðlend- ing, sem var farþegi með áætl- unarbifreið frá Steindóri Ein- arssyni á leiðinni frá Akureyri til Akraness 15. þ. m. Sagðist honum þannig frá: „í byrjun ferðarinnar að norð- an, þegar nokkrir af farþegun- um byrjuðu að reykja í bílnum, fórum við ýmsir farþeganna fram á, að ekki væri reykt í bif- reiðinni og leituðum við liðsinn- is bílstjórans til þess að aftra reykingum. Svaraði hann því með kulda og ónotum, að slíkt kæmi sér ekkert við. Og öðru hvoru á leiðinni svaraði hann skætingi til farþeganna, að okkur fannst alveg að ástæðu- lausu. En þó flóði fyrst út yfir í þessum efnum, þegar komið var að Hreðavatni. Þá óskuðu farþegarnir almennt að fá að stanza þar litla stund. Þess skal geta, að okkar bíll var drjúga stund á undan tveim öðrum bíl- um í áætlunarferðinni og nóg- ur tími til þess að ná á Akranes í tæka tíð. Fannst okkur far- þegunum sjálfsagt að mega stanza örlitla stund á þeim eina stað leiðarinnar, sem við óskuð- um almennt eftir, ekki sízt þar sem bílstjórinn hafði oft stanz- að að nauðsynjalitlu á leiðinni til að taka á móti og afhenda böggla, vegna sígarettukaupa og annarra álíkra nauðsynlegra hluta. Nokkrir farþeganna komust út úr bílnum á Hreðavatni svo sem í eina mínútu, en þá ætlaði bílstjórinn alveg að ærast og skipaði öllum að snáfa í bílana, eða að hann skildi þá eftir, sem ekki hlýddu. Og þegar af stað var haldið, kallaði hann farþeg- ana „bölvaða ediota“ og öðrum ókvæðisorðum og var svo reið- ur, að hann sleppti stýrinu á hraðri ferð til þess að reiða hnefana á loft. Við norðanmenn eigum ekki slíkri framkomu bílstjóra að venjast. T. d. eru bílstjórar hjá B. S. A. almennt rómaðir fyrir prúðmennsku og hjálpsemi við farþegana. Þó að Steindóri sé illa við gestgjafann á Hreðavatni fyrir að hann hefir ekki viljað beygja sig fyrir ofríki hans og yfir- gangi, en stuðlað að því að fleiri menn mættu aka um þetta land heldur en Steindór Einarsson, þá fannst okkur farþegunum í bil hans, að við ættum heimt- ingu á almennri kurteisi frá hendi bílstjórans. Við höfum nú líka kært yfir dónaskap bíl- (Framh. á 3. siðuj um, að hann neytir engrar fæðu á meðan hann liggur á eggjun- um, og af því leiðandi verður hann ófærari til að bjarga ung- unum. Ungarnir verða tápminni, eftir því sem þeir skríða seinna úr eggjunum, og því ver undir hausthretin og sjávarbrimin búnir. Þess vegna styður það beint og óbeint að eyðileggingu æðarvarpsins, þegar tekið er mikið af æðardún úr hreiðrun- um fyrir útungunartímann, auk ónæðis, sem fuglinn hefir af mikilli umferð um varptímann. Það er lítill hólmi skammt frá landi framundan túninu á Stað- arfelli. Sagnir eru um, að á fyrri tímum hafi verið mikið varp í hólmanum. Er ég kom að Staðarfelli vorið 1903, var þar engin æðarkolla, en eftir 14 ára ábúð mína voru komn- ar 55 æðarkollur í hólmann. Fyrstu árin var litið eitt tekið af eggjum úr hólmanum, en eft- ir 7 ára ábúð var ekkert egg tekið. Á næstu 7 árum fjölgaði ört æðarfuglum, eða um 40 á því tímabili. Venja var, að koma ekki í hólmann frá því fyrst að fuglinn byrjaði að verpa, þar til allt var útleitt. Virtist mér að útungunin gengi fljótara þar en í öörum varplöndum. Mun því vera bezt að koma sem sjaldn- ast í varplöndin um varptím- ann og taka engan dún fyrr en allt er útleitt. En þar sem stór og skjóllítil varplönd eru, er erf- itt að komast hjá því. Fuglinn verpir á misjöfnum tíma og ung ar því út á misjöfnum tíma. Af þeim ástæðum getur verið knýj- andi nauðsyn að fara oftar Sumir menn, sem gert hafa vel í einhverri grein, eru haldn- ir þeim ósköpum, að telja sér trú um, að þeir hafi vit á öllum sköpuðum hlutum. Þeir eru hinn óskeikuli dómari í einu sem öðru,' hið alsjáandi auga, hinir einu, sem kunna rétt hátt- erni. Slíkir menn eru sjálfkjörnir siðameistarar. Ef einhver snýr sér við annan veg en þeim líkar, svo að ekki sé minnzt á, ef ein- hver ræskir sig, þjóta þeir upp til handa og fóta og hella sér yfir dónann, úttroðnir og upp- blásnir af vandlætingu, sárlega móðgaðir, skrifandi, talandi og æpandi jafnt um þau efni, sem þeir eru að sér í, eins og hin, sem þeir hafa aldrei borið við að kynna sér. Vígorðin „heimska“, „siðleysi“, „ómenn- ing“, „vöntun á mannasiðum“, dynja á okkur, góðlyndum og meinhægum hversdagsmönn- um, sem getum þó ekki játað, að þessar steigurlátu slettirekur hafi minnsta leyfi til að skipta sér af daglegu framferði okkar, meðan við látum þá óáreitta. Auk þess mætti það virðast skortur á kurteisi, jafnvel ör- lítið skarð í mannasiðina, þeg- ar siðameistararnir bera ekki með sér gleggra mark hins gagnmenntaða manns en svo, að þeir skrifa líkt og fagmenn um þá hluti, sem þeir, sökum þekkingarskorts, eru gersam- lega utanveltu við. Nú nýlega skrifar Halldór Kilj an Laxness rithöfundur tvær siðaprédikanir í tlmarit Máls og Menningar. Önnur fjallar um drukkna menn, þar sem læknum og heilbrigðisyfir- völdum er leiðbeint um meðferð þeirra, ráðlagt að setja þá í bað og gefa þeim meðöl, án þess til- greind sé þó stærð lyfja- skammta. Hin er um ræsking- ar og vitnar rithöfundurinn þar í brezkan nöldrunarsegg, sem lét þess getið, að leikhússgestir í Reykjavík tækju að ræskja sig í gríð og ergi í þáttarbyrj un, „líkt og þeir væru að búa sig undir að hrækja á leikend- urna“. Uimþetta efni segir rithöf- undurinn ennfremur: „íslenzk- ar kirkjuræskingar eru forn- frægar — kirkjuhóstinn. Nú er ekki þar með sagt, að íslend- ingar þjáist af meiri brjóst- hroða en aðrir menn, þótt þeir elski þetta ófagra „kropp- hljóð" heitar. Spurningin er aðeins um mannasiði"........... „Þá keyrir um þverbak, þegar menn, sem eiga að flytja alþjóð í varplöndin en æskilegt er, til að hirða dún úr þeim hreiðrum, sem ungar eru skriðnir úr. Vindar og rigningar spilía og jafnvel eyðileggja dúninn, sé hann ekki hirtur á þeim tíma, sem þörf er. Hófleg umferð um varplöndin um útungunartímapn er því næst- um óumflýjanleg og ætti ekki að saka sé allrar varúðar gætt að styggja ekki fuglinn, sem liggur á, með of hraðri umferð eða hávaða. Dæmið af litla hólmanum hjá Staðarfelli sýnir, hvers virði það er að ræna ekki fuglinn eggj- unum, og að hann hænist að þar sem er kyrrð og friður. Mun þetta eini varphólminn hjá Staðarfelli, sem hefir haldið svipaðri æðarfuglstölu, sem var þar í varplöndum, er ég hvarf þaðan. Mér eru kunn fleiri dæmi þessu lík, sem hægt væri að tilfæra, ef á þyrfti að halda. Þessi reynsla mín með eggja- tökuna og alla umgengni æðar- varpsins, kemur að öllu leyti heim við umsagnir þeirra Guðm. G. Bárðarsonar og séra Sigurð- ar Stefánssonar. Báðir þessir menn telja eggjatöku og ónauð- synlega umferð um varplöndin um varptímann mjög skað- lega. Ef æðarvarpseigendur tækju sig til og læsu með athygli ritgerðir þeirra Guðm. G. Bárðarsonar og séra Sig- urðar Stefánssonar og færu eftir þeim reglum, sem þeir telja nauðsynlegar við alla hirðingu og umgengni æðar- varpslandanna, myndu útflutn- ingsskýrslurnar vafalaust sýna, fróðleik og aðra skemmtan orðsins úr fjölheyrðustu ræðu- stólum landsins, t. d. ríkisút- varpinu, gera sér leik að því, að iðká þessi óhljóð, líkt og þeir væru að búa sig undir að hrækja á allan landslýðinn.“ Sjálfsagt er að vera rithöf- undinum sammála um það, að ræskingar geti verið hvumleið- ar, líkt og t. d. hósti lungna- bólgusjúklings, enda þótt hvort- tveggja mæði mest á þolandan- um. Hitt er ég engan veginn jafn handviss um, að þær séu „aðeins spurning um manna- siði.“ Ég er heldur alls ekki handviss um, að bak við þenna stranga dóm felist slík athug- un á fyrirbrigðinu, að nokkur ástæða sé til að taka hann al- varlega. Það er meira að segja freistandi, að líta á hann sem ábyrgðarlaust fleipur — ger- samlega út í bláinn. í fyrsta lagi mun hvorki rithöfundurinn né Bretinn hafa safnað um það skýrslum, hvaða þjóðir ræski sig mest. Og þótt svo væri, að ís- lendingar ræsktu sig meira en aðrar Evrópuþjóðir (rithöf- undurinn vitnar raunar í öll útvörp heimsins), er til önnuT skýring, sem mun fara miklu nær því sanna. Veðrátta er hér mun um- hleypingasamari en í flestum löndum álfunnar, húsakynni víða köld og viðurværi oft af skornum skammti, einkum áð- ur fyrr. Kuldi og tiðar lofts- lagsbreytingar erta slímhúðir koks og öndunarfæra, þær verða viðkvæmar, veita minni vörn sóttkveikjum, menn fá kvef, skammvinnt eða langvinnt, og slímmyndun verður meiri en ella. Slímið situr um kyrrt, ef ekki er að gert, en gegn því hef- ir maðurinn frá náttúrunnar hendi þá „dónalegu" vörn, að hósta og ræskja sig. Kirkju- hóstinn „fornfrægi" er svo eðlilegt fyrirbrigði, að hver heilvita maður ætti að geta rennt grun í orsakir hans. Sveitakirkjur hafa jafnan verið kaldar eins og frystihús. Þær hefir að öðru jöfnu meir sótt eldra fólk en yngra. Sveitakon- ur liföu hálfa ævina í eldhús- reyk, bændur í heyryki. Af hvorutveggja hlýzt fyrr eða síð- ar langvinnt kvef, síðar lungna- þemba. Hóstinn er lífeðlisfræði- leg afleiðing þessa. Menn eru auðvitað misnæmir fyrir og eiga misjafna aðbúð, þola mis- vel loftslagsbreytingar og önn- ur áfelli. En það mun álit lækna, að hér sé meira um (Framh. á 3. síöu) eftir nokkur ár, stóraukna framleiðslu æðardúns. Það er eftirtektarvert, að ýmsir menn víða um land, og það jafn- vel bændur, sem búa á góðum varpjörðum, hafa undanfarin ár keppzt eftir að stunda nýjar en lítt þekktar atvinnugreinar, svo sem loðdýrarækt, með ærnum tilkostnaði en tvísýnum hagnaði, eins og sums staðar hefir líka komið í ljós. Hins vegar ganga þeir fram hjá að hlynna að margra alda gamalli atvinnu- grein, sem engan stofnkostnað útheimtir, aðeins nákvæma og sómasamlega umgengni, — at- vinnugrein, sem vissa er fyrir, að hægt er að auka að miklum mun. Það er naumast hægt að segja annað um þessa menn, en að þeir séu „misvitrir". Ég tel víst að ekki þurfi að efa, að þeir menn, sem hafa þá skoð- un, að eitthvað þurfi að aðhaf- ast, svo að æðarvarpið eyðilegg- ist ekki meira en orðið er, fylgi að málum hverri þeirri ráðstöf- un, sem fær þykir þessu máli til umbóta. Þarf engum blöðum um það að fletta, hverjar aðalástæð- ur séu til þessarar rýrnunar æð- arvarpsins. Hún stafar aðallega af æðareggjaráni varpbænd- anna, ránfugla og rándýra. Ekki er hægt að kenna frostavetrum um þessa afturför. Lög frá 22. marz 1890 og lög nr. 58, frá 10. nóv. 1913 banna að selja æðar- egg, en þau banna ekki að borða þau eða gefa. Síðan þau lög komu í gildi, hafa gengið sögur um suma varpeigendur, sem séu gjafmildir á æðaregg. Fáist æð- arvarpsbændur ekki til að hefja Magnús Friðriksson frá Staðarfelli: Er æðarvarpið að eyðí- leggjast á Íslandí?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.