Tíminn - 27.09.1940, Qupperneq 2
366
TtMlIVN, föstudagiim 27. sept. 1940
92. blað
Voði og varnarráð
- ríkísbíndíndi
A iorlagi Stalíns
Alþjóðleg og óþjóðleg áróðursstarísemi
i.
Þau sorglegu tíðindi gerð-
ust snemma á þessu sumri, að
ein hin merkasta menningar-
þjóð heimsins, sem jafnframt
er elzta stórveldi álfunnar, og
talið eitt af mestu herveldum,
sem nú eru uppi, hrundi svo
að segja í rústir á fáum dögum
fyrir innrás nábúaþjóðar. Það
var Frakkland, sem féll í rúst-
ir á örstuttri stund. Ekki er því
um að kenna, að Frakka skorti
auð, hugvit, hreysti eða nútíma-
tækni. Það er vitað, að franska
þjóðin er um allar slíkar á-
stæður enn sem fyr í fremstu
röð mikilla þjóða.
Ástæðan til þess að Frakk-
land féll svo að segja á svip-
stundu og er nú varnarlaust á
valdi elztu og voldugustu and-
stæðingaþjóðar er sú, að nokkur
hluti þjóðarinnar var undir er-
lendum yfirráðum. Tvær al-
þjóðlegar stefnur klufu frönsku
þjóðina í flokksheildir, sem
virtu meira erlend fyrii-mæli
heldur en skyldur sínar við ætt-
jörðina. Flokksbrotin, sem stóðu
undir erlendu áhrifavaldi voru
að vísu aðeins örlítill hluti
þjóðarinnar. En þeir menn
drógu lokur frá hurðinni og
hleyptu -óvinunum inn í landið.
Vegna þeirra er öll franska þjóð-
in nú á valdi mestu andstöðu-
þjóðar sinnar. Undir eins og
fyrra heimsstríðinu var lokið,
var stærsta verkamannablað
Frakka keypt fyrir rússneskt fé
og síðan gefið út í París fyrir
rússneska peninga til að standa
fyrir áróðri til framdráttar
bolsévismanum. Lýðræðisflokk-
ar Frakka létu þetta viðgang-
ast, og sáu ekki hættuna fyrr
en um seinan. En blað Rússa
hafði áhrif. Nóg fé stóð á bak
við áróðurinn. Og fyrr en varði
var kominn allsterkur komm-
únistaflokkur í Frakklandi,
bæði í þinginu og bæjarstjórn-
um víðsvegar um land. Þessi
flokkur prédikaði stöðugt boð-
skap byltingarinnar. Með blóði
og eldi kváðust kommúnistar
vilja taka samlanda sína, þá
sem áttu einhverjar eignir,
drepa þá eða flæma í útlegð, og
slá hendi sinni á féð. Fyrir-
myndin var glögg í Rússlandi
svo að ekki var um að villast.
í Sjálfstæðisflokknum, þá er
barið sér á brjóst og sagt að
þetta stafi ekki af neinum
„fjandskap við framleiðendur“.
Skyldi enn einu sinni takast að
láta þá trúa?
Nokkur hluti frönsku þjóð-
arinnar, sem skildi, að vissum
stéttum var tildæmt tjón lífs
og lima, ef byltingarflokkaí
verkamanna mögnuðust, byrj-
uðu að snúast til varnar og líta
hýru auga til skipulagsins á
Ítalíu og síðar í Þýzkalandi, til
varnar móti sínum eigin lönd-
um.
Meginhluti frönsku þjóðar-
innar unni Frakklandi meir en
öllu öðru á þessari jörð. En al-
þjóðaflokkarnir tveir sátu um
líf hvor annars og hlýddu er-
lendri flokksforustu. í hinni
miklu sókn Þjóðverja, sem braut
varnarlínur Frakka hjá Sedan,
sóttu Þjóðverjar aðallega fram,
þar sem vildi til að fyrir voru
óánægðir foringjar eða liðs-
menn. Þeir áttu þar auðveldan
leik og skýringin er líka auð-
veld. Njósn var borin leynilega
frá alþjóðaflokkum í Frakk-
landi til valdamanna í öðrum
löndum.
II.
Þegar íslenzku kommúnist-
arnir lýstu fögnuði sínum yfir
undirokun Póllands fyrir ári
síðan, og mæltu síðar bót árás
Rússa á Finnland, vakti fram-
ferði þeirra mikla andúð. Öllum
sæmilegum mönnum var ljóst,
að framkoma Halldórs Laxness,
Þorbergs Þórðarsonar og Einars
Olgeirssonar, til að nefna þrjá
af forsprökkunum, var full
sönnun fyrir því, að þeir litu
fyrst og fremst á heimsveldis-
þörf Rússa og voru fúsir að
mæla bót ofsa og rangindum
Rússa, sem að undirokuðu
hverja þá þjóð, sem þeir náðu
til. Alþingi tók forustu í mál-
inu. Þingmenn lýðræðisflokk-
anna lýstu skriflega yfir óbeit
sinni og fyrirlitningu á fram-
komu þessara ,manna, sem virtu
erlent herveldi meira en frelsis-
ást undirokaðra þjóða. Þessir
þingmenn viku fulltrúum kom-
múnista úr félagi þingmanna
og lýstu yfir, að þeir vildu ekki
samneyta fulltrúum hins er-
lenda flokks. Þingmenn fram-
kvæmdu þessa réttmætu þjóð-
vörn á þann hátt að wða þing-
menn kommúnista ekki svars
eða viðtals. Voru kommúnist-
ar hvorki í nefndum eða á
nokkurn hátt hafðir með í ráð-
um um lausn þjóðlegra mál-
efna.
Þessi forganga var Alþingi
til mikils sóma. í einræðislönd-
unum eru þeir menn, sem grun-
aðir eru um skort á þjóðholl-
ustu, tafarlaust sviftir lifi, og
það engu síður þó að um sé að
ræða menn, sem hafa verið hátt
settir í stjórnarflokkunum. Eru
um þetta glöggar frásagnir í
dómskjölum þeim, er Stalin
sendir út um allan heim, um
það, hversu hann hreinsaði af
jörðinni þá flokksbræður, sem
höfðu frábrugðnar skoðanir
innan bolsévikaflokksins. í
Englandi eru slíkir menn nú
settir í gæzlu og er talið, að
þar séu tæp 20 þús. manna
einangraðar vegna þess, að
þær aðhyllist skoðanir, sem
séu hættulegar ættjörðunni.
Hér á landi hafa menn úr hin-
um alþjóðlegu flokkum hvorki
verið sviftir lífi eins og gert er
í einræðislöndum um „óþjóð-
lega“ menn eða settir í gæzlu,
eins og nú tíðkast í Eng-
landi. En Alþingi benti á þá leið,
sem bezt átti við hér á landi,
og það var hin andlega einangr-
un. Það er tiltölulega mikil
sjálfsvörn fyrir þjóðina, og að
líkindum nógu örugg fyrir land,
sem þarf ekki að verja frelsi
sitt með vopnum. Til lengdar
geta hinar óþjóðlegu, útlendu
yfirráðastefnur tæplega þrifizt,
þar sem meginhluti þjóðarinn-
ar vill ekki samneyta þeim, sem
bregðast ættjörð sinni, jafnvel
þó að það komi aðallega fram
í ógætilegu orðaskvaldri, og
bjánalegri andlegri þrælkun
undir erlent vald. íslenzkir
kommúnistar fundu, að þeir
voru að verða líkt settir og
þorskur á þurru landi. Þeir
þráðu að geta rofið hring lýð-
ræðismanna. Það kom mikill
fögnuður yfir raunamæddar á-
sjónir Rússavina á þingi, þegar
þeir gátu lokkað einn eða ann-
an þingmann til viðræða, þó
ekki væri háleitara umtalsefni
heldur en veðurfarið eða rykið
á götunum.
III.
Alþingi fylgdi þessu máli
fastar fram. Það tók allmarga
menn út úr öryggi 18. greinar
fjárlaganna og fól nefnd, sem
þingið kýs, úthlutun þessa fjár
til skálda og listamanna. Þessi
nefnd lækkaði nokkuð ríkis-
sjóðsframlög til sumra af há-
værustu áróðursmönnum óþjóð-
legu hreyfinganna. Og fjár-
málaráðherrann Jakob Möller
gekk feti framar í frv. til fjár-
laga fyrir árið 1941. Hann felldi
algerlega niður öll framlög úr
ríkissjóði til Halldórs Laxness,
Þorbergs Þórðarsonar og Jó-
hannesar úr Kötlum. Þingmenn
kommúnista voru svo hræddir
við dóm þjóðarinnar, að þeir
þorðu ekki að koma með breyt-
ingartillögu við fjárlögin til
framdráttar þessum félögum
sínum. Það er fullvíst, að sumir
þessara manna hefðu fengið
sárfáa stuðningsmenn, ef rit-
laun til þeirra hefðu verið bor-
in fram í tillöguformi 1939 og
1940. Niðurstaðan varð sú, að
þingið ákvað að fela mennta-
málaráði að úthluta fé til
stuðnings skáldskap, listum og
vísindum árið 1941, eins og 1940.
Halldór Laxness þóttist beittur
órétti, með að fá ekki að halda
lífstíðarlaunum frá því þjóðfé-
lagi, sem hann vill kollvarpa,
og virðist hafa neitað að viður-
kenna, að hann þyrfti með þess
fjár, sem honum var heimilað.
Er hann þannig orðinn sjálf-
stæður atvinnurekandi, nema
ef hann fær stuðning frá öðrum
löndum. Er það sammæli allra,
sem lesið hafa bók hans um
Rússland, að hann ætti skilið
rífleg ritlaun fyrir það verk frá
útbreiðsluskrifstofum Rúss-
lands, því að bókin er öll rituð
í auðmýkt og með fullkomlega
niðurbeygðu hugarfari gagn-
vart þessari fjarlægu, kúguðu
þjóð.
Samtök þingmanna gagnvart
kommúnistum voru allvel hald-
in, nema af tveim þingmönnum,
Árna Jónssyni og Vilmundi
Jónssyni. Hafa þeir síðan þá
verið einskonar útverðir kom-
múnista í sókn þeirra til að
geta komizt aftur inn í það
þjóðfélag, sem þeir ætla sér að
sundra og eyðileggja. Kom fá-
um það á óvart þó að skap-
festuleysi beggja þessara
manna gerði þá hér að þekkum
nábúum þeirra manna, sem
þjóðin vill hvorki heyra né sjá.
Mátti augljóslega greina bið-
lund þeirra Vilmundar og Áma,
kommúnistum í vil á margan
hátt. Þannig tók Árni ræðu eft-
ir Vilmund, sem haldin var til
framdráttar málstað kommún-
ista, í heildsalablaðið Vísi, eftir
að þeirri ræðu var neitað um
rúm í Alþýðubl. — Skömmu eft-
ir að Alþingi hafði vikið komm-
únistum úr þingmannafélaginu,
sagði Vilmundur Jónsson með
sigurbros á vör, að nú væru
kommúnistar búnir að ná
Gunnari Gunnarssyni á sitt
vald. Hann átti ekki við, að
Gunnar væri orðinn kommún-
isti, heldur að lið Stalins á ís-
landi gæti hlaðið um sig mann-
virðinga skjaldborg úr ritum
þessa manns. Kom síðar fram,
að þetta var rétt.
Sökudólgar lýðræðisflokk-
anna áttuj fáa formælendur
eftir framkomu þeirra í Finn-
landsmálinu. Þá og ekki fyrr
opnuðust augu þjóðarinnar al-
mennt fyrir þvi, að kommún-
istar stóðu ekki á sama grund-
velli og það fólk, sem vill virða
sjálfsákvörðunarrétt þjóða og
persónufrelsi einstaklinga. —
En þegar íslenzku kommúnist-
arnir fundu, að þeir héldu að
vísu frelsi, lífi, limum, eignum
og flestum gæðum hins daglega
lífs, en voru beittir andlegum
sóttvarnarráðstöfunum, varð
það höfuðverkefni þeirra að
dulbúa sig, til að laumast inn
I félagsskap lýðræðismanna, og
láta þegar þess þurfti með, eins
og væru þeir á engan hátt þjáð-
ir af erlendri ánauð, þó að þeir
hefðu jafn örugga trú á Stalin
eins og kaþólskir menn á páf-
anum i Rómaborg.
IV.
Samtök alþingismanna um
að koma til leiðar einangrun ó-
þjóðlegra flokksmanna var ekki
fyrsta stigið I þessari þjóðar-
vörn. Borgarar landsins og lýð-
ræðismenn í öðrum löndum
höfðu af brjóstviti sínu hafið
varnarstarfsemi á sama grund-
velli eins og Alþingi beitti við
vini Rússa í þinginu. Og sá
maður af íslenzku bergi brot-
inn, sem fyrst varð fyrir skelja-
dómi lýðræðismanna í frjálsum
löndum, var Halldór Kiljan
Laxness. Hann hafði í skáldsögu
þeirri, sem á erlendum málum
er kennd við Sölku Völku, sýnt
ótvíræða rithöfundahæfileika.
Og þeir ágallar, sem þar gætti,
gátu vel horfið með meiri æf-
ingu og betri aðstöðu. Alþingi
hafði gefið þessum manni ó-
venjulegt tækifæri til að nota
rithöfundaeiginleika sína á
þann hátt, að það yrði honum
sjálfum og þjóðinni fremur til
sæmdar en tjóns. En þetta fór
á annan veg. Halldór Laxnes
hallaðist meir og meir að á-
trúnaði Stalins, ritaði auðmjúka
og viðvaningslega bók uln
Rússland og blandaði áróðri
kommúnista svo mjög í síðari
skáldsögur sínar, að mikið af
bókagerð hans, sem kallast átti
skáldskapur, hefði betur verið
birt í blaði kommúnista. En svo
mjög, sem ofsatrú Rússa eyði-
lagði dómgreind Halldórs, gat
hún ekki með öllu yfirbugað
meðfædda gáfu, sem hann hafði
þegið frá forfeðrum sínum. í
sumum síðari sögum hans eru
2—3 blaðsíður mjög sómasam-
legur skáldskapur, og stundum
2—3 kapítular í heilli bók. En
að öllu samantöldu var Halldór
Laxnes fyrst og fremst orðinn
grunnfær og ófrumlegur áróð-
ursmaður fyrir lífsstefnu bol-
sévika.
Fram að þeim tíma, þegar
Tyrkjatrú Rússa náði tökum á
Halldóri Laxness, hafði stjama
hans verið hækkandi bæði
heima og erlendis. Margir
menn, þar á meðal sá, sem þetta
ritar, gerðu sér vonir um, að
hann kynni að verða fremdar-
maður í fylkingu íslenzkra rit-
höfunda.
En að sama skapi, sem bylt-
ingartrú Rússa gegnsýrði Lax-
ness meir og meir, varð skáld-
skapur hans blandinn stórum
ágöllum og líktist mest lélegri
undirróðursstarfsemi. Það kom
ótvírætt fram, að því framar,
(Frartih. á 4. siðu)
^ímirot
Föstudaginn 27. sept.
»Mísræmi«
„Það er erfitt fyrir stjóm,
sem lýsir því yfir, að eitt
skuli yfir alla ganga, að svara
til saka, þegar bent er á svona
misræmi.“
Þessi ummæli eru tekin úr
ritstjórnargrein Vísis 23. þ. m.
Flestir munu halda, að þau ættu
við hin miklu fríðindi, skatta-
undanþáguna, sem stríðsgróða-
mennirnir njóta um þessar
mundir. Framangreind ummæli
eiga vel við um það óréttlæti.
En stjórnmálaritstjóri Visis
hefir ekki varið kröftum sínum
til að átelja þann misrétt. Þvert
á móti hefir hann gert allt til
að verja hann.
Það, sem stjórnmálaritstjór-
inn á hér við, er verðhækkun
kjöts og mjólkur á innlendum
markaði. Honum farast m. a.
orð á þessa leið:
„Það er ekkl hægt að bera á
móti því, að með þessari miklu
hækkun á innlendu fram-
leiðsluvörunum er brotið f bág
við þá stefnu stjórnarflokk-
anna, sem kom fram við setn-
ingu gengislaganna vorið 1939
(þ. e., að eitt skuli yfir alla
ganga). Og það er algerlega fá-
nýtt að halda því fram, að það
sé einhver fjandskapur við
framleiðendur, að á þetta er
bent. En misréttið, sem menn
verða fyrir, kemur gleggst fram,
þegar athuguð er aðstaða
tveggja stétta þjóðfélagsins til
gengislaganna, annars vegar
verzlunarfólks, hins vegar
bænda“.
Siðan gerlr greinarhöfundur
nokkurn samanburð á aðstöðu
bænda og verzlunarfólks, og tel
ur að ríkisvaldið hafi veitt þeim
fyrrnefndu miklu meiri ívilnun
og að þeir hafi fengið of mikl-
ar dýrtíðarbætur í samanburði
við verzlunarfólkið.
Þessi skrif mega teljast á viss-
an hátt merkileg. Þau lýsa vilj-
andi eða óviljandi þekkingar-
leysi á högum bænda. Sú skoð-
un kemur þar fram, að bænd-
um sé nægilegt að fá sömu dýr-
tíðaruppbætur og launamönn-
unum. Bændur þurfi ekki meiri
hækkun á framleiðsluvörum en
sem svarar auknum fram-
færslukostnaði. Þeir vísu menn,
sem þannig álykta, sleppa því,
að allur framleiðslukostnaður
hefir stórhækkað og bændur
þurfa líka að fá hann upp-
bættan, ef þeir eiga ekki að
bera skarðan hlut frá borði.
Auk þessa hafa verið miklir ó-
þurrkar í sumar og uppskeru-
brestuT verður á garðávöxtum.
Bændur þurfa þvi, að fá veru-
lega meiri hækkun á verðlagi
kjöts og mjólkur en sem svarar
kauphækkun launafólks, ef þeir
eiga að njóta svipaðrar upp-
bótar.
En setjum nú svo, sem því
miður ekki er, að bændur fengi
ríflegri uppbætur en verzlunar-
fólk. Væri þá einhver þjóðhags-
legur voði skeður? Hefir hlut-
fallið milli launakjara bænda
og verzlunarfólks verið þannig
á undanförnum árum, að það
eigi að vera óhagganlegur mæli-
kvarði? Þetta hlutfall má
marka á því, að menn hafa
keppst við að komast í verzlun-
arstéttina, en færri en áður
hafa treyst sér til að gerast
bændur. Flestum mun ljóst, að
þetta hefir skapað hættulegt
öfugstreymi.
Ritstjóri Vísis, eða réttara
sagt sú deild í Sjálfstæðis-
flokksins, sem hann fylgir, hef-
ir vaknað við vondan draum,
af því hún hefir haldið, að þetta
hlutfall væri að raskast. Stór-
gróði kaupmanna eða hinn
skattfrjálsi stríðsgróði útgerð-
armanna hefir ekki truflað
svefn hennar. Það var allt í
lagi. Það fór ekki í bága við
stefnuna, að eitt skyldi yfir alla
ganga. Þá þurfti ekki að skrifa
um „misræmi“. En þegar bænd-
urnir fá verðhækkun á kjöti og
mjólk, þá er eitthvað illt að ger-
ast, eitthvert voðalegt „mis-
ræmi“ að skapast. En svona til
að róa bændurna.sem enn hanga
Þórarinn Haraldsson:
Höfundur þessarar greinar
er Þórarinn Haraldsson bóndi
á Laufási í Kelduhverfi. f
greininni bendir hann á nýja
leið í bindindismálunum og
verðskuldar hún fyllilega
nánari athugun bindindis-
manna.
Sorglegt er til þess að vita, hve
margir íslendingar nota tóbak
og áfenga drykki, spilla á þann
hátt heilsu sinni, draga úr
þroska sinum bæði andlegum
og líkamlegum og eyða fjár-
munum sínum. Fátt er algeng-
ara i dægurþrasi þjóðmálanna
en að heyra fárast um háa
skatta og álögur, sem hlaðið sé
á borgarana, en þann skattinn,
sem margir þurfa þyngstan að
greiða, er lítið talað um og
hann greiddur möglunarlaust.
Hugsum okkur íslendinga verða
í einni svipan algera bindind-
isþjóð, þá þyrftu þeir karlar og
konur, sem nú neyta víns og tó-
baks, engu fé framar að eyða til
kaupa á þeim efnum. Hugsum
okkur ennfremur, að viðkom-
andi einstaklingum yrði gert að
greiða til ríkisins skatt jafn-
háan þeirri upphæð, sem þeir
nú láta fyrir vin og tóbak. Ekki
er líklegt, að slíkum skatti yrði
vel tekið, en er þó ekki ennþá
verra að hafa sjálfur bundið sig
slíkum skylduskatti æfilangt
með þvi að venja sig á notkun
tóbaks og áfengis, því að flestum
reynist harla erfitt að snúa aft-
ur á þeirri braut, ef af stað er
farið. Það ér ógæfulegt að sjá
og vita hóp eftir hóp af æsku-
fólki landsins, konum og körl-
um, gera óuppsegjanlegan
samning við þau öfl, sem gjöra
aldrei annað en að skaða, og
hve margir sjá ekki fyrr en um
seinan veruleika orðanna: „Þú
ert álfur sem við hinir, eftir
þetta kvöld“. Menn eru varaðir
við þeim hæga en handvissa
seið, sem aldrei sleppir því taki,
er hann nær. Bindindisstúkur
og félög og margir áhugasamir
menn og konur vinna ósleitilega
að auknu bindindi. Þrátt fyrir
þeirra góða starf og vilja fjar-
lægist markið, sem að er stefnt.
Er augljóst, að ný öfl og nýjar
aðferðir þurfa að koma til
hjálpar í þeirri baráttu, sem
háð er gegn eiturefnunum, ef
eitthvað á að þofcast nær því
marki að gera þau útlæg. Ég
álít mig sjá hjálparráð í þess-
ari baráttu, er orðið gæti þeim
að liði, sem að bindindismálum
vinna.
Tillögur mínar eru í stuttu
máli þessar:
Stofnað verði einskonar bind-
indisfélag eða tryggingarfélag
fyrir allt landíð, sem verðlaun-
ar með ákveðinni peningaupp-
hæð þá félaga, er halda sitt
bindindisheit um ákveðið tíma-
bil. Félag þetta skal vera ríkis-
stofnun og beri ríkið ábyrgð á
fjárhag þess og rekstri. Aðeins
unglingar á aldrinum 10—20
ára fá inntöku í félagið, en fé-
lagsleg réttindi og skyldur geta
varað til 30 ára aldurs. Árgjald
í félaginu skal vera 20 kr„ en
verðlaim skulu veitt hverjum
þeim félaga, sem ekki brýtur
bindindið, kr. 500 fyrir fyrstu
10 árin, sem hann er í félaginu,
hafi hann gengið í félagið 10
ára, en kr. 350 fyrir næstu 10
árin til 30^ára aldurs. Ef fyrra
tímabilið ér styttra en 10 ár,
lækka verðlaunin hlutfallslega.
Verðlaunin greiðist í lok hvers
bindindistímabils.. Hver félagi,
sem brýtur bindindið, eða greið-
ir ekki árgjaldið, hefir fyrirgert
rétti, er hann kann að hafa
unnið sér til verðlauna, þegar
brotið er framið, en getur þó
aftur byrjað sem nýr félags-
maður.
Markmið bindindisfélaga er
að allir félagar þeirra verði á-
kveðnir og óbilandi bindindis-
menn og að sem flestir gerist
félagar. Til þess að góður á-
rangur náist, þarf félagsskap-
urinn að vera aðlaðandi, en
jafnframt ákveðinn og íviln-
analaus. Ég geri mér vonir um,
að í ríkisbindindið verði fjöldi
af börnum látinn ganga þegar
við 10 ára aldur. Þær ákvarð-
anir verða teknar af foreldrum
eða forráðamönnum bamanna.
Til viðbótar hinum sígildu rök-
um fyrir nauðsyn bindindis,
einkum fyrir börn og unglinga,
heilsu og þroskaverndun, auk
fjármálalegrar þýðingar, kem-
ur fyrirheit um stóra fjárhæð.
Fátækir foreldrar efnilegra
barna skilja það öllum betur,
að 500 kr. geta orðið tvítugum
unglingi sú hjálp, til náms eða
annars undirbúnings fyrir lífs-
starfið, sem til vantaði og hann
hefði annars orðið að fara á
mis við. Ég geng þess ekki dul-
inn, að það verður erfitt fyrir
marga foreldra, að greiða árs-
tillög í ríkisbindindið, vegna
barna sinna, en einlæg von um
að þeim takist að láta börn sin
halda bindindisheitið og vinna
verðlaunin, gerir það að verk-
um, að foreldrunum verður
ljúft að leggja alla krafta fram
til þess að standast þau fjárút-
lát. Það mun vera siður margra
foreldra, að láta börnum sínum
smátt og smátt safnast inn-
stæður, litlar eða stórar, eftir á-
stæðum, sem ávaxtaðar eru í
bönkum eða öðrum stofnunum.
Ýmsar aðferðir eru viðhafðar,
eftir staðháttum, til að safna
þessum sjóðum barnanna. Til
sveita er algengt að börn séu
látin eiga kind eða önnur hús-
dýr, er gefa arð, aftur munu
kaupstaðabörn oft vera látin
eiga það, sem þau fá fyrir vinnu
sína. Þessar tekjur bamanna
verða hvergi betur ávaxtaðar en
í ríkisbindindinu, þar er arður-
inn margfalt meiri en annars-
staðar, auk þess hvetur það til
sparnaðar og skylduræknl, því
fyrr greiddu krónurnar krefjast
hinna síðari afdráttarlaust. Frá
sjónarmiði heimilis eða fjöl-
skyldu' getur það engan
vafa verið bundið, að stórkost-
legur hagnaður er að því að
unglingar gangi í ríkisbind-
indið, því hvað er það að greiða
iðgjöld i rikisbindindið, móti
því, sem vinnst, ef komið er með
því í veg fyrir vín- og tóbaks-
kaup í framtíðinni, árleg út-
gjöld fyrir einstakling kannske
svo hundruðum króna skiptir og
að gerast æfilangt þræll eitur-
efna, sem taka forgangsveð í
tekjum þeim, er heimili viðkom-
andi manns á siðferðilega kröfu
til og getur ekki án verið. Fá
auk þess iðgjöldin endurgreidd
með rikulegri vöxtum en nokkur
stofnun önnur en ríkisbindind-
ið greiðir.
Ég hefi hér að framan gert
ráð fyrir, að ríkissjóður beri
fjárhagslega ábyrgð á þeirri
tryggingu æskunnar í landinu
gegn áfengi og tóbaki, sem hér
hefir verið rædd. Er augljóst,
verði um að ræða nokkra veru-
lega þátttöku, en á því tel ég
engan vafa, að mikinn kostnað
leiðir af ríkisbindindi þessu
vegna verðlaunanna, sem eru
þungamiðja minna tillagna. Sá
kostnaður verður lítill fyrstu
árin. Full verðlaun fyrra tíma-
bils, greiðast ekki fyrr en að
10 árum liðnum frá stofnun
ríkisbindindisins. Kostnaður við
bókhald og eftirlit bindindisins
yrði sjálfsagt einhver, en inn-
heimta iðgjalda yrði sennilega