Tíminn - 27.09.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.09.1940, Blaðsíða 4
368 92. folað Reykjavík, föstudagim 27. sept. 1940 Yfir landamærin 1. Jón Þorbergsson á Laxamýri telur sig móðgaðan af vinsamlegum ummæl- um Timans um Tryggva Þórhallsson sem áhrifamann í búnaðarmálum. Þyk- ist Jón hafa verið Tryggva snjallari á þeim vettvangi. Mun Jón vilja neyta þess, að Tryggvi getur nú ekki staðið fyrir sínu máli sjálfur. Það mun þó ekki koma að sök um samanburð þess- ara tveggja manna. Þegar þeir Tr. Þ. og Jón á Laxamýri unnu saman á Búnaðarþinginu, var sú reyndin, að Tryggvi réði öllu og Jón engu. Yfirlýs- ingar Jóns um að hann hafi gersigrað Tr. Þ. á Búnaðarþingi, er þess vegna álíka sennileg og saga Vellýgna-Bjarna um hryssuna, sem var svo vökur, að kaffibolli haggaðist ekki á lend hennar á iangri vegferð. 2. Návist Vilhjálms Þór í Reykjavík hefir stórlega bætandi áhrif á siðferði Mbl. Þegar blaðið sér hylla undir bankastjórann hér í bænum, er það kurteist eins og fermingarbam. En þegar það veit að Vilhjálmur er norður á Akureyri eða vestur í New York, verður það yglt og þrútið eins og spanskur sjóræningi. Bæjarbúar hlakka til þegar Vilhjálmur sezt hér að til langdvalar. 3. Pyrir nokkrum mánuðum kom hingað þýzkt skólaskip. Einar Olgeirs- son varð dauðhræddur og bjóst við að hann yrði tekinn og fluttur til Þýzka- lands. Hét hann á ríkisstjómina, að síma bæði Chamberlain og Roosevelt, og biðja þá um herstyrk hingað til iands. Þetta var ekki gert. En síðar urðu hinir útlendu stórhöfðingjar við bæn Einars, þó að forráðamenn þjóð- arinnar kæmu ekki ósk hans á fram- færi. En þá bregst Einar illa við. Allir geta mótmælt afskiptum lýðræðisþjóða á íslandi, nema kommúnistaflokkurinn. x+y. Frá Fsere.yjMin (Framh. af 1. síðu) fóru inn í Danmörku, urðu menn varir við útlent skip und- ir Nolsoy, skammt utan við Tórshavn. Hafði það ítalskan fána, en er talið hafa verið þýzkt herflutningaskip. Nokkru áður en Norðurlönd voru her- numin hrapaði þýzk hernaðar- flugvél við Suðuroy í aftaka- veðri. Var flugmönnunum bjargað og fékk maður einn, er tefldi lífi sínu í hættu við björg- unina, síðar heiðurslaun fyrir. Hann heitir Jacob Vang og er skipstjóri á ,,Signhildi“, sem nú er við veiðar í Eskifirði. En að sjálfsögðu hafa miklar breytingar orðið á viðskiptum og atvinnuháttum vegna styrj- aldarinnar. — Öll verzlunarviðskipti ykk- ar eru vitanlega við England? — Já, allar nauðsynjar eru keyptar þaðan og færeyskar af- urðir seldar þangað. Enskt eimskip heldur uppi samgöng- um, en færeyska skipið Tjald- ur, sem áður var í siglingum milli Færeyja og Danmerkur, þykir of lítið til þessara ferða. of kostnaðarsamt að láta það sigla svo langa leið með lítinn farm. Áður en styrjöldin brauzt út var nær allur fiskur saltaður, því að Færeyingum var ekki leyft að flytja ísaðan fisk til Bretlands nema í smáum stíl. Nú sigla allir togarar og mörg hinna stærri fiskiskipa með ís- aðan fisk til Bretlands, en fyrir stríðið voru aðeins 1—2 togar- ar, sem fluttu þangað ísfisk. tJR BÆNIJM Skemmtun. Pramsóknaríélögin í Reykjavík halda sameiginlega skemmtun í Oddfellow- húsinu fimmtudaginn 3. október. Má búast við miklu fjölmenni, þar sem svo langt er síðan skemmtun hefir verið haldin. — Nánar auglýst í þriðjudags- blaðinu. Danski sendiherrann, Fr. le Sage de Fontenay, var á sex- tugsafmæli sínu, hinn 24. september- mánaðar, gerður heiðursdoktor við há- skólann hér fyrir þann skerf, er hann hefir lagt til samstarfs íslenzkra og danskra visindamanna og vísindastörf þau, er hann hefir innt af höndum. Að kvöldi afmælisdagsins var honum sam- sæti haldið í Oddfellowhúsinu og stjómaði félagsmálaráðherra því. — Hvernig hafa aflabrögðin verið í ár? — Það hefir verið aflasæld við Grænland og ísland. Auk þess hafa færeyskir fiskimenn ekki átt við svipaðar þvinganir og harðræði að búa við Græn- landsstrendur eins og áður. Eitt þeirra skipa, sem voru að veið- um við Grænland, kom heim á miðsumri með fullfermi af fiski og fór síðan aftur. Annars voru ekki nema sum fiskiskipanna komin heim frá sumarveiðun- um, þegar ég fór að heiman 5. september. Til veiða á íslands- miðum er tíðast farið í miðjum febrúar. Hin stærri skip sigla til Grænlandsmiða í apríllok og maíbyrjun. Togararnir, sem nú eru níu, eru á vetrum að veiðum uridir Noregsstöndum, en við ísland á sumrin. — Hafa Færeyingár beðið skipatjón vegna ófriðarástands- ins? — Ekkert færeyskt skip hefir farizt vegna ófriðarins, svo að vitað sé. Reyndar hvarf fær- eysk skúta, Aldan frá Vági, í sumar, er hún var á leið til Bretlands með ísfisk. En álitið var, að skipið hefði farizt í of- viðri er geisaði um þær mundir. — Hefir verið mikið um grindahlaup í ár? — Grindahlaup koma tíðast á sumrin. Hefix mikið borið á grindahval í sumar, einkum í Vágum og Klakksvík og við Suð- uroy. í lok ágústmánaðar varð eitt sinn vart við á að gizka 2000 grindahvali í firðinum milli Streymoyar og Vága. Af þeim náðust þó ekki nema 500. — Hvað hefir fleira borið við í ár í atvinnulífi Færeyinga, sem þér viljið geta um? — Verkamenn á Tvöroyri á Suðuroy hafa tekið í sínar eigin hendur rekstur kolanámanna, sem þar eru í grennd. Hafði fé- lag það, sem námurnar átti, gefizt upp við rekstur þeirra og nýtingu. Áður höfðu verka- menn á Tvöroyri eignazt togara, er þeir gera út á eigin ábyrgð og njóta sjálfir ágóðans af. — Var ekki Ólavsökuhátíð haldin að venju í ár? — Ólavsökuhátiðin er ávallt haldin að kvöldi þess 28. júlí- mánaðar og hinn 29. Er- þá efnt til mikilla hátíðahalda í Tórs- havn og safnast þar þá saman fjöldi fólks víðsvegar að úr eyj- unum. Eru ræður fluttar af svölum þinghússins, efnt til margvíslegra íþróttakappleikja og þjóðdansar dansaðir á Vagl- inum, aðaltorginu í Tórshavn. Að þessu sinni stóð svo á, að Ólavsökuaftan, 28. júlí, var á sunnudegi og var því hátíðin i meira en tvo sólarhringa. Með- al þeirra, er hátíðarræður fluttu, voru þingforsetinn, Dan- björg kennari frá Porkeri, jafn- aðarmaður að stjórnmálaskoð- unum, og Jóannes Patursson kóngsbóndi, sem ávallt er einn ræðumanna á Ólavsökuhátíð- inni. íþróttakappleikarnir voru óvenjulega fjölbreyttir og um- fangsmiklir; voru háðar frjáls- ar íþróttir, sund, kappróður, knattspyrna, tennis og fleira. Knattspyrnuflokkarnir voru alls sex, þar af einn brezkur. Kappleikar þessir voru óvenju- lega góðir og bar Havnar Bolt- felag sigur úr býtum. í þrjár nætur var dansað. Að skipun brezku herstjórnarinnar voru allir hermenn komnir til her- búðanna klukkan 10 á kvöldin hátíðisdagana. — Var þeim stranglega bannað að taka þátt í dansskemmtunum Færeyinga þessa daga. — Hvenær var byrjað að út- skrifa stúdenta í Færeyjum? — Stúdentar frá Studenta- skeiði Föroya lögtings voru fyrst útskrifaðir í fyrra, þá 7 alls. í ár voru þrír stúdentar útskrif- aðir. Einn meðal þeirra var ég. Stúdentanám í skóla þessum, að afloknu gagnfræðaprófi, varir í tvö ár. Haustmarkaður (Framh. af 1. síðu) vetrarforða í nokkuð stórum stil og með litlum dreifingar- kostnaði, engu minni en áður var. Hlutverk markaðsins er að skapa almenningi möguleika til þessa. Hugmyndin er að selja þar í framtiðinni flestar al- gengustu innlendar matvörur. Afgreiðsla verður þar með öðr- um og ódýrari hætti en venju- legt er, heimsendingar engar, kaupendurnir verða að sækja vörur sínar sjálfir, og veröa þær ekki seldar nema í allstórum stíl, þ. e. a. s. kjöt verður selt í hálfum eða heilum kropp- um, garðmatur í heilum og hálfum sekkjum o. s. frv. Það verður gert allt, sem unt er, til að gera dreifingarkostnaðinn sem minnstan, gefa neytend- unum kost á aðstöðu til kaupa, sem nálgast þáð að yera álíka hagstæð og var í þá daga, þegar þeir skiptu milliliðalaust við bóndann og fiskimanninn." Auglýsing um verðlag helztu vara á haustmarkaði Kron mun birtast í næsta blaði. Hér skal nefnt sem dæmi, að kg. af rikl- ingi kostar þar kr. 1.60, en kostar kr. 3.30 í búðum. Saltsíld mun fást þar nær helmingi ó- dýrara en í búðum. Þannig mætti lengi telja. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. w 30 Robert C. Otíver: borðið — — neðsta skúffan — —“ fram í hugskoti hennar. Lucy fann, að hún myndi ekki vera í rónni fyrr en hún hefði athugað inni- hald neðstu skúffunnar. Hún ætti að gera það í kvöld--------. Nei, hún vildi bíða til morguns. En hvað var það í neðstu skúffunni, sem var svo mikil- vægt og sem enginn annar mátti sjá. Lucy sagði við sjálfa sig, að hún þyrði ekki inn í herbergi Sir Reginalds -----því hún þurfti að fara gegnum stóra stofu fyrst og þar var þreifandi myrkur. Hún fann, að hún þorði ekki einu sinni að stíga yfir þröskuldinn á sínu eigin herbergi. Henni fannst hún alltaf heyra hina hásu rödd hins deyj- andi manns — — hún hljómaði óaf- látanlega í eyrum hennar,---------biðj- andi, ásakandi,------ógnandi: Þú skalt gera það nú — — það er of seint á morgun. Lucy þverskallaðist ennþá. Hún áleit þetta allt aðeins ímyndun, og afleið- ingar æsingarinnar, sem hún hafði komizt í um daginn við brunastaðinn og á sjúkrahúsinu. En svo stóðst hún ekki lengur mátið, og gekk eins og ó- sjálfrátt fram að dyrunum. Þar stanzaði hún með ákafan hjart- slátt. Þó vogaði hún sér áfram gegn- Æfintýri blaðamannsins 31 úm dimmu stofuna og nálgaðist dyrn- ar á vinnustofu Sir Reginalds. Við dyrnar stanzaði hún svo á ný, máttlaus af hræðslu. Hún heyrði eitt- hvað leyndardómsfullt hljóð bak við dyrnar. „ímyndun," sagði hún við sjálfa sig, „en farðu varlega. Dauðir ganga ekki aftur------það er aðeins taugaveiklað fólk, sem trúir því-----hér er enginn i húsinu-------ég, sem læsti húsinu á eftir mér, þegar ég kom — og húsið var dimmt og autt. Hún lagði hendina á gljáandi hand- fangið og ýtti því gætilega niður. Hurð- in opnaðist hljóðlaust. Þegar rifan var orðin nokkurra millimetra breið, sá hún dauft ljós gegnum hana. Hjartað tók kipp í brjóstinu á henni og hún greip hendinni fyrir munninn til þess að reka ekki upp hljóð. Eitt augnablik stóð hún eins og stirðnuð. Svo opnaði hún hurðina ör- lítið meira, en þá sá hún sjón, sem kom blóðinu til að stanza í æðum hennar. Tveir menn stóðu hálfbognir fram- an við hið stóra, skrautlega, útskorna skrifborð Sir Reginalds. Heil hrúga af verkfærum með svört- um sköftum og handföngum lá á tepp- inu. Annar maðurinn var með þjófalykil Námsflokkar Reykjavíkur veita ókeypis kennslu fólki, sem vinnur á daginn. Aðeins greið- ist innritunargjald kr. 7.00 fyr- ir eina námsgrein, kr. 10.00 fyr- ir tvær. Allar upplýsingar og innrltun í flokkana Freyjugötu 35, efstu hæð, kl. 5—7 síðdegis. Ágúst Sigurðsson. Sími 5155. KIPAUTCERÐ Djúpbáturínn hleður til ísafjarðar, Flateyr- ar og Súgandafjarðar næstkom- andi mánudag. Vörum sé skil- að fyrir hádegi sama dag. Sundnámskeið hefjast að nýju í Sundhöllinni mánudaginn 30. þ. m. Þátttakendur gefi sig fram fyrir þann tíma. Uppl. í síma 4059. ATHYGLI skal vakin á fram- haldskennslunni, sem verður tvisvar í viku, á þriðjudags- og föstudagskvöldum kl. 7.30 og 8. SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR. Á forlagi Síalins (Framh. af 2. siðu) sem Laxness var raðað í kröfu- göngum kommúnista og því of- ar, sem hann var settur í mið- stjórn flokksins, því lélegri varð skáldsagnagerö hans. Heilbrigð tilfinning borgaranna var ekki lengi að átta sig á þessari ó- heillabreytingu í sálarlífi Hall- dórs Laxness. Hér á íslandi urðu bækur hans óútgengilegri en fyr. Upplagið þurfti ekki að vera nema 1200 og seldist dræmt. Kommúnistar keyptu bækurn- ar af flokkslegri skyldurækni og vakandi trúartilfinningu. Blöð- in hættu að minnast á bækur hans, nema málgögn kommún- ista. Ef menn reyndu í almenn- um viðræðum að leiða talið að persónu í söguþáttum af Ólafi Kárasyni, þá voru tiltölulega fáir, sem vissu nokkuð úr þeim hrakfallabálki. Laxness var hættur að lifa í vitund manna utan flokksvébandanna. Ein- staka Dönum þótti í fyrstu varið í hinar sóðalegu lýsingar Hall- dórs af íslenzku lífi, en eftir að Rússlandsbók hans var þýdd á dönsku, var Dönúm líka nóg boðið. Hefir Halldór Laxness gefið Dönum áminningu fyrir að vilja ekki kaupa bækur hans, en þeir sitja við sinn keip. Salka Valka var þýdd á ensku og gefin út bæði í Englandi og Ameríku. í Englandi tókst mjög sómasamlega með söluna, og mátti segja, að_ sú byrjun gaf nokkrar vonir. í Ameríku gekk aftur á móti _mjög illa með sölu bókarinnar. íslendingar vestan hafs voru afar andvígir bók- inni. Salan varð þannig í Ame- ríku, að ósennilegt þótti, að útgefandinn reyndi þar aftur með bók eftir Kiljan, fyrr en veruleg umbót hefði orðið á lífsstefnu hans. Enski útgef- andinn ætlaði að reyna með Sjálfstætt fólk heima fyrir, en mun hafa búizt við vafasömum viðtökum, og ekki hefir frétzt um að bókin hafi komið út þar í landi. íslenzkir alþingismenn höfðu hlaðið stálvegg milli íslendinga og fylgismanna óþjóðlegra lífs- skoðana hér á landi. En sams- konar andúðarbylgja hafði mætt Kiljan sem rithöfundi, bæði hér á landi og erlendis. í stað þess að nota hina ótvíræðu meðfæddu rithöfundargáfu sína og vaxa með ári hverju, varð lesendahópur hans meir og meir bundinn við þann hluta þjóð- arinnar, sem Alþingi neitaði að tala við. Framh. J. J. —•‘•GAMLA BÍÓ—— Gndurfundir (Brief Ecstasy). Ensk afbragðs kvikmynd. Aðalhlutv. leika: PAUL LUKAS, HUGH WILLIAMS, LINDEN TRAVEN. Allir erlendir listdómarar hrósa þessari framúrskar- andi mynd. Sýnd klukkan 7 og 9. jjýja EÍó•” Destry skerst í lelklnn (Destry Rides Againý. } Amerísk stórmynd frá j Universal Film, er alstað- ar hefir hlotið feikna vin- sældir og hrifningu. Aðalhlutv. leika: MARLENE DIETRICH, JAMES STEWART, BRIAN DONLEVY og skopleikarinn frægi MISCHA AUER. Börn fá ekki aðgang. Aðg.m. seldir frá kl. 1. Borðstofnhn^0gu. Hlaðborð, borðbúnaðarskápur, skutull (anretteborð), borðstofuborð úr fallegri, ljósri eik, jafnvel nokkrir stólar, til sölu. CARL HEMMING SVEINS, Pósthólf 574. Símar 3444 og 4325. s f -■ Tiikvnnið flutninga á skrifstofu Rafmagnsveit- unnar, Tjarnargötu 12, sími 1222, vegna mælaálesturs. Rafmagnsveita Reykjavíkur. Matarsíld. hreinar og óskemmdar fyrir kr. 2,50 hver kútur. Síldarútvegsnefnd hefir ákveðið að hafa mat- arsíld á boðstólum, fyrir almenning, í smáum ílátum — kútum, sem innihalda Vs úr venju- legri síldartunnu. Síldin fæst hjá nefndinni á Siglufirði, en hér í Reykjavík önnumst vér sölu hennar fyrir nefndarinnar hönd. Er nokkuð af síldinni komið hér á staðinn og getur afhending því byrjað nú þegar. Verðið er kr. 20.00 fyrir hvern kút, stað- greiðsla. Umbúðirnar verða keyptar aftur séu þær Leiðarvísir um geymslu síldarinnar fylgir hverj- um kút. Sláturíélag Suðurlands Sími: 1249. Eftírtaldar vörur höfum við venjulega tíl sölu: Nýtt ogfrosið nautakjöt Svíuakjöt, Úrvals saltkjöt, Ájsjætt haugikjöt, Smjör, Ostar, Smjörlíki, Eíítí, Harðfisk, Fjallagrös Samband ísl. samvínnufélaga. Voði o?.»' varnarráð (Framh. af 3. siðu) sterkasta afllð í þjóðfélagsmál- um. Afl, sem ræður afarmiklu um athafnir flestra manna. Því ekki að nota hið sterka afl, til þess að vinna að því að e£la hamingju þjóðarinnar.Rík- isbindindinu er ekki ætlað að bjarga þeim, sem fallnir eru fyrir áhrifum áfengis og tóbaks, það er ekki ætlazt til, að slíkir einstaklingar verði þátttakend- ur í félagsskapnum. Því er aft- ur á móti ætlað að taka í sína vernd hina ungu, óspilltu kyn- slóð hvers tíma og veita henni holla handleiðslu á hinum hættulega aldri. Þorsteinn Er- lingsson segir í einu sínu bezta kvæði: „En ef við nú reyndum að brjótast það beint, þó brekkumar sýnist þar hærri? Vort ferðalag gengur svo grátlega seint og gaufið og krókana höfum við reynt--------“ (Framhald.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.