Tíminn - 01.10.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
j FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
< JÓNAS JÓNSSON.
(
| ÚTGEFANDI:
) FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hS.
Símar 3948 og 3720.
24. árg.
Reykjavík, þriðjudagiim 1. okt. 1940
93. blað
Verkalýðsfélög og vinnuveitendur þurfa að
semja um kaupgjaldsmálin fyrir áramótin
r
Akvæðí gengíslaganna um dýrtíðatupp-
bætur gilda ekkí nema yfírstandandí ár
^ímmrt
kemur framvegis út þrisvar í
viku, á þriðjudögum, fimmtu-
dögum og laugardögum.
Verðhækkun
m j ólkurí nnar
Mjólkurverðlagsnefnd ákvað
á fundi í gær, að mjólkurverðið
skuli hækka um þessi mánaða-
mót, flöskumjólk úr 54 aurum
litrinn í 60 aura og mjólk í
lausri vigt úr 51 eyri í 56 aura.
Jafnframt var ákveðið, að
smjör hækki úr kr. 5,00 i kr.
5,85 og rjómi hækki úr 3,15 í 3,80
lítrinn. Þá á skyr að hækka úr
80 aurum í eina krónu, en skyr-
verðið hefir verð óbreytt í mörg
ár.
Fullt samkomulag var í
mjólkurverðlagsnefndinni um
þessa verðhækkun.
Lausn loftskeyta-
málsins
Sklp iá að halda lolt-
skeytatækjum og tal-
stöðvum áfram
Deilan, sem verið hefir milli
íslenzku ríkisstjórnarinnar og
Breta um loftskeytatækin í ís-
lenzkum skipum, er nú leyst.
Fyrir 11 dögum síðan til-
kynnti sendiherra Breta ís-
lenzku ríkisstjórninni, að flota-
stjórn Breta hefði ákveðið að
taka loftskeytatæki og talstöðv-
ar úr íslenzkum skipum.
Ríkisstj órnin mótmælti þessu
strax, en benti nokkru síðar á
þá leið til lausnar í málinu, að
loftskeytin og talstöðvarnar
yrðu innsiglaðar og ekki notuð
nema í neyð.
Umboðsmenn Breta hér munu
strax hafa fallizt á þessar til-
iögur, enda ná Bretar með þessu
tilgangi sínum, en íslenzkir sjó-
menn eru ekki sviptir þessu
mikilvæga öryggi.
Flotastjórn Breta hefir nú
einnig samþykkt tillögur ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar, sem
eru i aðalatriðum þessar:
Þau skip, sem sigla til Eng-
lands, mega hafa loftskeytatæki
sem nota má í neyð.
Þau skip, sem sigla til Eng-
lands og ekki hafa loftskeyta-
tæki, mega nota talstöðvar með
sama hætti.
Fiskiskip, sem stunda veiðar
við ísland, en sigla ekki til út-
landa, mega hafa talstöðvar,
' enda notist þær eingöngu í þágu
fiskveiðanna.
Séu þessar reglur brotnar
getur það varðað skipin missi
tækjanna.
Meðan samningaviðræðurnar
stóðu yfir létu Bretar taka loft-
skeytatækin úr nokkrum ís-
lenzkum togurum, sem voru í
Englandi.
Hinar upphaflegu kröfur
Breta vöktu að vonum mikla
gremju, en þeir hafa nú sýnt,
— sem líka var raunar alltaf
vitað, — að tilgangur þeirra var
ekki að skerða öryggi íslenzkra
sjómanna. Tóku ráðamenn
þeirra hér strax mjög vel og
greiðlega í tillögur íslenzku rík-
isstj órnarinnar.
í sambandi við umræður
þær, er orðið hafa í Reykja-
víkurblöðunum um verðlag
landbúnaðarafurða á inn-
lendum markaði, hefir því
verið haldið fram, að Fram-
sóknarflokkurinn vildihalda
kaupgjaldi verkamanna lög-
bundnu á sama tíma og
framleiðendur hefðu að-
stöðu til að ráða sjálfir verð-
laginu á afurðum sínum.
Þessari fullyrðingu hefir
einkum verið hampað í Alþýðu-
blaðinu og Vísi. Bæði blöðin
hafa á þennan hátt reynt að
vekja andúð hjá verkamönn-
um í garð Framsóknarflokks-
ins.
Þeim, sem nokkuð hafa fylgzt
með opinberum málum undan-
farið, er vitanlega kunnugt, að
þessi blaðaskrif eru fullkomlega
ósönn. En til að fyrirbyggja all-
an misskilning þykir rétt að
taka eftirfarandi fram:
Stefna Framsóknarflokksins í
þessum málum hefir jafnan
verið sú, áð það væri langæski-
legast að atvnnurekendur og
vinnuþegar leystu öll ágrein-
ingsatriði um kaupgjald og
vinnukjör með frjálsu sam-
komulagi. Alþingi ætti ekki að
hafa nein afskipti af þeim
málum, nema komið væri í full-
komið óefni, t. d. að fullséð
væri, að verkamenn og at-
vinnurekendur gætu ekki náð
samkomulagi og afleiðing yrði
vinnustöðvun, sem gæti orðið
þjóðfélaginu óbætanlegt tjón.
Þetta var greinilega tekið
fram af hálfu Framsóknar-
flokksins í umræðunum um
gengislögin á þinginu í vetur,
þegar dýrtíðaruppbætur verka-
fólks voru ákveðnar.
Þetta kom enn greinilegar
fram í deilum þeim, sem urðu
um iaunakjör verzlunarmanna
á seinasta þingi. Framsóknar-
flokkurinn var eini flokkurinn
Norðmenn láta ekki kúgast
Þjóðverjar banna alla pingflokkana í Noregí,
pvi að peir vildu ekki iallast á kröfur peirra
sem ekki vildi setja löggjöf um
það mál, þar sem þá væri horfið
frá þeirri reglu, að Alþingi ætti
ekki að hafa afskipti af þess-
um málum, nema í ítrustu
nauðsyn.
Greinilegast hefir þessi stefna
Fi'amsóknarflokksins þó birzt í
setningu vinnulöggjafarinnar,
sem kostaði flokkinn mikla
vinnu. Markmið vinnulöggjaf-
arinnar er fyrst og fremst að
tryggja það, að þessi mál séu
leyst af verkalýðsfélögum og
vinnuveitendum á f rj álsum
grundvelli og að það opinbera
hafi ekki önnur afskipti af þeim
en að gangast fyrir sáttum
(sáttasemjarar) og að úrskurða
um bTot á samningunum
(gerðardómur).
í samræmi við þessa stefnu
hefir Framsóknarflokkurinn
jafnan gætt þess, þegar hann
hefir orðið að vera fylgjandi þvi
neyðarúrræði, að láta lögfesta
kaupgjald með beinni sam-
þykkt Alþingis eða gerðardómi,
að slík skipun málanna gilti
ekki nema skamman tíma.
Þannig væri verkámönnum og
atvinnurekendum veitt sem
fyrst t^ekifæri aftur til að semja
um málin á frjálsum grund-
velli.
Þetta sjónarmið var ríkjandi,
þegar gengislögin voru sam-
þykkt á seinasta þingi. Það var
ákveðið að þau skyldu ekki
gilda, nema yfirstandandi ár.
Ákvæði laganna um þetta efni
eru svohljóðandi:
„Kaupgjald það, er ákveðið
hefir verið samkvæmt framan-
sögðu, skal gilda sem samning-
ur til 1. janúar 1941. Gildir
þetta jafnt, þó að í samning-
um séu ákvæði um kaupgjalds-
breytingar vegna hækkunar eða
lækkunar á framfærslukostn-
aði eða gengi. Vilji annarhvor
aðili hafa kaupgjald ósamn-
ingsbundið frá 1. jan. 1941, skal
hann hafa sagt upp með tveggja
mánaða fyrirvara, en eftir þann
(Framh. á 4. síðuj
Sá atburður gerðist í Nor-
egi síðastliðið miðvikudags-
kvöld, að landstjóri Þjóðverja
þar, Terbogen, flutti útvarps-
ræðu, þar sem hann tilkynnti,
að allir stjórnmálaflokkar,
nema nazistaflokkurinn, hefðu
verið bannaðir og stjórnar-
nefndin, sem Þjóðverjar hefðu
skipað í vor, hefði verið leyst
frá störfum.
Terbogen lýsti jafnframt yf-
ir því, að Hákon konungur færi
ekki lengur með völd í Noregi
og ætti ekki afturkvæmt. Bæði
konungur og stjórnin hefðu
brugðizt skyldum sínum.
Terbogen sagði, að þessar ráð-
stafanir væru gerðar samkvæmt
fyrirmælum „foringjans Hitl-
ers“. Stjórnmálaflokkunum
norsku hefði verið veitt tæki-
færi til að samræma starfsemi
sína við þá nýju tilhögun, sem
Þjóðverjar væru að koma í
framkvæmd í Noregi. Þeir
hefðu allir, nema nazistaflokk-
urinn, vanrækt þetta tækifæri.
Hér mun m. a. vera átt við
það, að Þjóðverjar gerðu ítrek-
aðar tilraunir til að kalla saman
norska þingið og fá það til að
vikja Hákoni konungi frá völd-
um og mynda nýja stjórn í stað-
inn fyrir stj’órn Nygaardsvolds.
Á þetta vildu þeir forystumenn
lýðræðisflokkanna, sem dvelja í
Noregi, ekki fallast. Þjóðverjar
urðu því að hætta við að koma
þessum breytingum í fram-
kvæmd í samræmi við stjómar-
skrá Noregs. Þær hafa því nú
verið gerðar með valdboði Hit-
lers.
Nazistaflokkurinn átti engan
mann á þingi. í seinustu kosn-
ingum fékk hann engan mann
kosinn.
í stjórnarnefndinni, er Þjóð-
verjar skipuðu i vor, voru ýmsir
þekktir og velmetnir embættis-
menn, sem ekki stóðu framaÞ
lega í stjórnmálum. Munu þeir
hafa reynt að halda fram mál
um Norðmanna eftir þvi, sem
aðstæður leyfðu. í útvarpsræðu,
sem Hákon konungur flutti í
sumar, lauk hann lofsorði á
framkomu stjómarnefndarinn
ar. Það undrar því fáa, þótt
Þjóðverjar hafi látið hana fara.
A. KROSSGÖTTJM
Áfengisskömmtunin. — Smáratilraunirnar á Akureyri. — Vitarnir. — Inn-
lánsvextir lækka. — Ofbeldisverk hermanna. — Rekdufl. —
Framsóknarmeim
í Reykjavík!
Munið skemmtun Framsókn-
arfélaganna í Oddfellowhúsinu
næstkomandi fimmtudagskvöld
<Sjá auglýsingu á 4. síðu).
Nú eftlr mánaðamótin verða teknar
í gildi ýmsar hömlur á sölu áfengis
hér á landi. Verður öllum áfengisút-
sölum í landínu lokað, þar til þessu
nýja fyrirkomulagi hefir verið komið
í starfhæft horf. Hömlum þessum er
svo hagað, að framvegis verður áfengi
ekki látið af hendi nema gegn
skömmtunarseðlum. Getur enginn
fengið stærri áfengisskammt á mánuði
hverjum en tvær flöskur af sterkum
drykkjum eða 4 flöskur af léttum
vínum eða 8 flöskur af borðvínum.
Þennan áfengisskammt getur hver og
einn fengið, sem er 21 árs að aldri og
eigi hefir gerzt brotlegur við áfengis-
löggjöfina, enda sæki aðili áfengi sitt
sjálfur á útsölustað. Heimsendingar
falla með öllu niður. Að Hótel Borg,
hinu eina veitingahúsi, er vínveitinga-
leyfi hefir, verður einnig tekið upp
skömmtun, og má þar ekki selja sama
manni nema lítið áfengismagn og
einungis með mat. Þess er að vænta,
að þetta fyrirkomulag dragi mikið úr
áfengisneyzlu í landinu og komi í
veg fyrir leynisölu.
Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri
Ræktunarfélags Norðurlands, hefir sem
almenningi er kunnugt um margra ára
skeið haft með höndum smáratilraunir,
i því skyni að auka heytekju af tún-
jörð. Hefir hann meðal annars gert til-
raúnir með að sá smárafræi í gróið
land. í viðtali við Tímann hefir Ólafur
látið þess getið, að á þriðja ári frá
sáningu í gróið tún hafi töðuauki,
vegna smárans og næringarefna þeirra,
er hann færði jörðinni, numið tuttugu
hestburðum á hverjum hektara. Til
smáraræktarinnar verður að hafa rót-
argerla. í ár var ekki hægt að fá þetta
nauðsynlega smitefni erlendis frá, en
í þess stað notaði Ólafur mold úr gömlu
smáralandi, sem í var gnægð rótar-
gerla. Vaxtaraukinn, sem verður þar,
sem smárarækt er viðhöfð, stafar af
því að smárinn vinnur köfnunarefni
úr loftinu og skilar þeim í jörðina, þar
sem það kemur til 'góða öðrum jurtum,
sem vaxa í sambýli við hann.
t t r
Samkvæmt tilkynningu vitamála-
stjóra, hefir verið kveikt á tíu af
vitum þeim, sem slökkt var á fyrir
nokkru að fyrirmælum brezku her-
stjórnarinnar. Jafnframt er hinn nýi
viti við Borgarfjörð innanverðan tekinn
að lýsa. Hins vegar er tilkynnt, að
slökkt hafi verið á Raufarhafnarvita
nú um mánaðamótin.
t t t
Vegna mikillar aukningar, sem orð
ið hefir á sparifé landsmanna, hafa ís-
lenzku bankarnir gripið til þess ráðs,
að lækka innlánsvexti um % af
hundraði. Gengur sú vaxtabreyting í
gUdi í dag. Innlánsvextir eru því nú
3% af hundraði, og hafa þeir ekki
verið svo lágir síðan um aldamót.
r t r
Síðastliðið laugardagskvöld réðust
tveir brezkir hermenn á tvær konur
við gatnamót Oddagötu og Óddeyrar-
götu. Börðu þeir þær í höfuðið með
byssuskeftunum, svo að þær misstu
meðvitund. Menn komu aðvífandi
hinum nauðstöddu konum til bjargar.
Höfðu þær hlotið slæma áverka og
voru fluttar á sjúkrahús. Ekki hefir
hafzt upp á sökudólgunum, en einn
hermaður er í haldi. Konur þær, sem
fyrir þessari hrottalegu árás urðu, voru
Kristín Loftsdóttir, kona Árna Björns
Ámasonar læknis í Grenivík, og Ásta
Stefánsson, kona Hauks Stefánssonar
málara.
t t t
Siðastliðinn laugardag barst sýslu-
manninum í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu tilkynning frá hreppstjóranum í
Miðneshreppi um að þrjú dufl hefði
rekið þar um slóðir með nokkru milli-
bili. Gerði sýslumaður skjótar ráð-
stafanir til þess að duflin yrðu rann-
sökuð og eyðilögð. Dufl þessi reyndust
vera svokölluð rekdufl; eru þau all-
hættuleg. Voru þau eyðilögð 1 vlður-
vist hreppstjórans í Miðneshreppi.
t r t
HáTcon Noregskonungur.
í hinni nýju stjórn, sem Þjóð-
verjar hafa nú sett á laggirnar
í Noregi, eru aðallega menn úr
nazistaflokknum. Forsætisráð-
herra hennar er Sigurd H. Jo-
hannessen, er verið hefir verzl-
unarfulltrúi hjá norska ríkinu
og unnið að ýmsum verzlunar-
samningum fyrir hönd þess, m.
a. við Rússland, Þýzkaland og
ísland. Hann hefir haft lítil eða
engin afskipti af stjórnmálum,
en mun hafa verið vinveittur
Þjóðverjum.
Sarna daginn og þessir at-
burðir urðu kunnir í London,
fluttu þeir Nygaardsvold og Há-
kon konungur ávarp til norsku
þjóðarinnar í Londonarútvarp-
ið. Skýrðu þeir báðir frá þvi, að
þessar ráðstafanir Þjóðverja í
Noregi yrðu að engu hafðar og
stjórnin og konungurinn myndu
halda áfram að berjast fyrir
frelsi Noregs.
í dómum amerískra og
sænskra blaða um þessa atburði
er yfirleitt komizt að þeirri nið-
urstöðu, að ekkert lýsi því betur
að mótstöðuþrek Norðmanna sé
óbugað, en sú ráðstöfun Þjóð-
verja, að banna alla lýðræðis-
flokka landsins. Sú ráðstöfun
muni líka síður en svo lama
frelsisþrá og þrótt Norðmanna,
heldur herða þá og sameina
í andstöðunni gegn hinu þýzka
kúgunárvaldi. Slikt sé skaplyndi
norsku þjóðarinnar. í „Göte-
borgs Sjöfarts- och Handelstíd-
ning“ er skýrt sérstaklega frá
því, að Hákon konungur sé nú
dáður sem þjóðhetja Norð-
manna og vafasamt sé hvort
nokkur maður hafi nokkru
sinni átt ríkari itök í hugum
þjóðarinnar en hann nú.
Meðal norrænna þjóða munu
þessir kúgunaratburðir í Noregi
vekja aukna samúð með frelsis-
baráttu Norðmanna. Allir nor-
rænir menn munu af heilum
huga óska þess, að tímum hins
erlenda kúgunarvalds ljúki í
Noregi sem fyrst.
Aðrar fréttir.
Stjórnir Þýzkalands, Ítalíu og
Japans hafa gert samning, þar
sem því er lýst yfir, að Þjóð-
verjar og ítalir viðurkenni for-
ystu Japana í málum Asíu, en
Japanir viðurkenni forystu
Þjóðverja og ítala í Evrópumál-
um. Samningurinn gildir til 10
ára. Tekið er fram af hálfu
samningsaðila, að hann beinist
ekki gegn Rússum. Talið er, að
samningurinn hafi þær afleið-
ingar, að bandalag Breta og
Bandaríkj anna styrkist.
Suner forsætisráðherra Spán-
ar er nú kominn til Róm.
A vtðavangi
GJALDEYRISMÁLIN.
Þess verður vart á margan
hátt, að sú stefna, sem
viðskiptamálaráðherra hefir
markað í gj aldeyrismálunum
með greinum sínum hér í blað-
inu, nýtur öflugs fylgis um
land allt. Mönnum er það al-
mennt ljóst, að fjármunir þeir,
sem safnazt hafa á yfirstand-
andi ári, verða þjóðinni harla
lítils virði í framtíðinni, ef
ekki verði unnið að því að
ráðstafa þeim á réttan hátt.
Reynslan frá seinustu heims-
styrjöld sýnir bezt, hvernig
farið getur, ef hagsýni og ráð-
deildar verður ekki gætt. Ör-
uggasta ráðið til að tryggja
það, að þessir fjármunir fari
ekki forgörðum, er að lækka
skuldirnar erlendis og að koma
úpp einskonar gjaldeyrisvara-
sjóði, til þess að mæta erfið-
leikum, sem áreiðanlega mun
gera vart við sig síðar. Jafn-
framt eru með' þessu skapaðir
möguleikar til þess að láta
þetta fé koma að notum, þegar
hægt er aftur að hefja verk-
legar framkvæmdir að ráði.
Þess vegna er það mjög al-
mennur vilji, að valdhafarnir
og aðrir áhrifamenn í þessum
efnum fylgi þeirri stefnu, sem
mörkuð hefir verið í greinum
viðskiptamálaráðherra.
VOPNABURÐUR
SETULIÐSINS,
Bergur Jónsson bæjarfógeti
í Hafnarfirði ritaði fyrir nokkru
grein hér í blaðið, þar sem
hann vakti athygli á þeirri
hættu, sem hæglega gæti leitt
af þeirri tilhögun setuliðs-
stjórnarinnar hér, að láta her-
menn ganga með byssur, þegar
þeir væru ekki að gegna hern-
aðarstörfum og réðu hátterni
sínu sjálfir. Margir þeirra væru
þá ölvaðir og gætu hæglega
hlotizt af þessu hinir voveif-
legustu atburðir. Þetta er nú
þegar komið fram. Er þess
skemmst að minnast, að nýlega
börðu hermenn niður með byss-
um sínum tvær konur á Akur-
eyri, svo að þær hlutu alvar-
leg^ meiðsli. Það gerðist einnig
fyrír nokkru, að ölvuð íslenzk
stúlka tók byssu drukkins her-
manns, sem var í fylgt með
hehni og miðaði á afgreiðslu-
mann á einni bifreiðastöð bæj-
arins. Byssan var hlaðin. Sýna
þessi dæmi, hversu mikil hætta
er hér á ferðum. Brezka setu-
liðsstjórnin má vel gera sér
ljóst, að þau óhöpp, sem kunna
að hljótast af þessum ráðstöf-
unum hennar, munu ekki skapa
neina velvild til hennar í hug-
um íslendinga. Það væri áreið-
anlega heppilegast fyrir alla
aðila og aukin trygging fyrir
góðri sambúð íslendinga og
setuliðsins, að þessum þarflausa
vopnaburði yrði hætt.
ÁBYRGÐÁRLEYSI
ÚTVARPSRÁÐS.
Útvarpsráð hefir tekið upp
þá venju, að láta ýmsa menn
flytja í útvarpið erindi, sem
nefnd eru „sumarþættir“.
Venjulega hafa erindi þessi
verið gagnleg og góð og sum á-
gæt eins og t. d. erindi Sigfúsar
Halldórs frá Höfnum. Út af
þessu vill þó bregða. Öðru hvoru
í sumar hefir Einar Magnússon
kennari flutt „sumarþætti“. Er-
indi hans hafa yfirleitt verið
mesta léttmeti og leiðinlega
flutt. Öðru hvoru hafa þau ver-
ið blönduð talsverðri illgirni.
Þannig réðist.hann fyrir nokkru
með mikilli flónsku á mó-
vinnsluna og reyndi að spilla
fyrir henni. Út yfir tók þó i
gærkvöldi, en þá réðist hann
með ósvífnum dómum á bænda-
stétt landsins. Fyrir nokkru
síðan réðust dagblöðin, Vísir og
Alþýðublaðið, — einkum það
síðarnefnda, — með miklu of-
forsi á meirahluta kjötverð-
(Framh. á 4. síðuj