Tíminn - 05.10.1940, Qupperneq 2

Tíminn - 05.10.1940, Qupperneq 2
378 TÍMINN, langardaginit 5. okt. 1940 95. hlað Eftir hTildina Eftir séra Sveinbjörn Högnason ^ímtrm Laugardaqinn 3. oht. Sjómannafræðslan Undanfarin ár hafa margvís- legar umbætur verið gerðar í skólamálum landsins. Vönduð og fögur skólahús hafa verið reist víða um land og borið glöggt merki um þann skilning þjóðarinnar, að henni bæri að leggja mikið á sig fyrir skóla- málin. Þó verður því ekki neitað, að einn þáttur skólamálanna hefir verið vanræktur undanfarið. Það er sjómannafræðslan. Það hefir um lengra skeið ekki verið gert neitt að ráði til að bæta aðbúð hennar. Þegar athuguð er hin erfiða aðstaða, sem fræðslustofnanir sjómannanna hafa búið við, verður að telja það sérstaklega glæsilegt, hversu mikill árangur hefir náðst. Færni íslenzkra fiski- manna og farmanna hefir verið einn mesti sómi þjóðarinnar seinustu áratugina. Vafalaust veldur þar mestu hinir góðu og traustu eiginleikar íslenzka þjóðstofnsins. En það á einnig sinn þátt í þessu, að fræðslu- stofnanir sjómannanna hafa fullnægt hlutverki sínu betur en ætla hefði mátt eftir að- stæðunum. Á þessu ári eiga fræðslu- stofnanir sjómannanna merki- leg starfsafmæli, stýrimanna- skólinn er 50 ára og vélstjóra- skólinn 25 ára. Sjómannablaðið „Víkingur" hefir helgað þessum afmælum veglegt rúm. í for- ystugrein blaðsins um þessi mál er núverandi húsakynnum þessara skóla lýst á þennan hátt: „Það er eldgamall kumbaldi, of þröngur og þæglndasnauður. í þessum húsakynnum verða stýrimanna- og vélstjóraefni landsins að hýrast við nám sitt, en aðrar starfsgreinar sjó- mannastéttarinnar, svo sem loftskeytamenn og matsveinar, hafa engan sama stað til síns náms.“ í öðrum greinum í blaðinu er því nánar lýst, hversu mjög öðrum aðbúnaði skólanna sé á- bótavant, t. d. hvað snertir kennslutæki. Ásgeir Sigurðsson skipstjóri á ,,Esju“ skrifar grein í sama blað, þar sem hann dregur upp litla mynd af því, hvernig framtíðarheimili þ e,s s a r a fræðslustofnana eigi að verða. Hann segir: „Skóli sá, sem hér er um að ræða, er því samskóli, þar sem er rúm fyrir nemendur í sigl- ingafræði, vélfræði og loft- skeytafræði, einnig kennsludeild fyrir þjónustufólk og vinnu- deild fyrir algeng sjómanna- störf. Auk þess er gert ráð fyrir, að við skólann yrði heimavist fyrir nemendur utan af Iands- byggðinni og er því nauðsynlegt að skóli þessi fái mikið land- rými, en verði ekki grafinn inn í húsaþyrpingum, eins og hjall- ur sá, sem nú er skólahús stétt- arinnar. Auk þess má gera ráð fyrir, að skóla þessum þurfi að fylgja véla- og áhaldahús, æski- legt væri, að kringum hann yrði blóma- og trjágarður, margir sjómenn elska blóm og gróður og yfirleitt það, sem fagurt er, og væri því eðlilegt, að fagurt og fjölskrúðugt umhverfi gæti haft örfandi áhrif á þá við námið, þegar voraði og sól hækkaði á lofti. Allt þetta þarf að taka með í reikninginn. Skólinn þarf að standa hátt, á áberandi stað sem næst sjó; hann þarf að vera samboðinn sjómannastéttinni íslenzku og í samræmi við vaxtarmöguleika sjávarútvegs íslendinga.“ Það, sem hér er sagt, er mjög í samræmi við þingsályktunar- tillögu, sem Jónas Jónsson, for- maður Framsóknarflokksins, flutti á Alþingi 1938. í tillög- unni var skorað á ríkisstjóm- ina, að láta rannsaka, „hve mik- ið kostar að reisa byggingu handa stýrimanna- og vél- stjóraskólunum á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi og hve mikið mætti fá fyrir núverandi hús- Eyjólfur Jóhannsson segist nú hafa tekið sér þriggja ára hvíld frá því áð fást við mjólkursölu- málin. Er svo að sjá á ritsmíð hans, er hann byrjar nú á ný í Morgunbl eftir hvíldina, sem það hafi verið bændum hér í Mosfellssveit og nágrenni Reykjavíkur óbætanlegur miss- ir, að hann tók sér slíka hvíld, því að nú hafi mjólkurskipu- lagið á meðan verið framkvæmt þannig, að ófýsilegt sé um að litast á þessu framleiðslusvæði. Er lýsingin á þessa léið: „Bænd- ur í nærsveitum Reykjavíkur og nokkur hluti framleiðenda í Reykjavík er að komast á von- arvöl. Stór hópur velmegandi óðalsbænda í þessu héraði hefir orðið að selja ríkinu jarðir sín- ar og gerast leiguliðar hins op- inbera til þess að forðast gjald- þrot. Annar hópur berst ennþá vonlítilli baráttu undir ofur- þunga skuldabyrðanna. Þriðji hópurinn er bókstaflega farinn að svelta,“ o. s. frv. Er lýsing þessi ófögur, og eigi verður ann- að skilið en að það sé mjólkur- skipulagið, sem hér á sök á, og það ekki hvað sízt vegna þess, að Eyj. Jóh. tók sér hvíld frá að næði stýrimannaskólans og lóð þá, er honum fylgir.“ í rökstuðningnum fyrir tillög- unni nefndi flutningsmaður meðal annars, að uppeldi stýri- manna, vélstjóra, loftskeyta- manna og skipsþjóna myndi stöðugt verða margbreyttara og til þess að fullnægja þessum vaxtarskilyrðum þyrftu skól- arnir að ráða yfir nægu land- rými. „Það er talið, að skipstjóri einn, sem á Valhúsahæðina," segir flutningsmaður, „muni vera fús til að gefa þar nægi- lega stóra lóð. Sandur og möl eru svo að segja á staðnum." Síðast, en ekki sízt, nefnir svo flutningsmaður það, að vegleg bygging fyrir sjómannafræðsl- una, sem reist yrði á þessum stað, „væri djarfleg auglýsing til vegfarandans um starf og þýð- ingu hinnar íslenzku sjómanna- stéttar.“ Þetta síðarnefnda hefðu t. d. Norðmenn skilið, því að þeir hefðu reist voldugan stýrimannaskóla á háum hömr- um við innsiglinguna til Oslóar. Um fjáröflun til byggingar- innar segir J. J. á þessa leið: „Það þykir sennilegt, að ef þess væri leitað, myndi skipstjóra- og vélstjórastétt landsins líkleg til að kaupa skuldabréf, þótt vextir væru lágir og afborgun- artími langur, ef andvirðið gengi til að reisa glæsilega Fyrir nokkrum dögum heyrði ég undir væng, að einhver íþróttavinur var að tala í út- varpið, og komst hann þannig að orði, að betur hefði farið áð íþróttamenn hefðu fengið til sinna þarfa þá fjárhæð, sem stæði föst I hálfsmíðuðu þjóð- leikhúsinu, sem engum væri til gagns. Ég hafði ekki tíma til að hlusta á ræðuna að öðru leyti. Þessi ósk ræðumannsins var hvorki ný né frumleg. Margir menn eru búnir að tála miður vingjarnleg orð um þjóðleik- húsið síðan byrjað var að reisa það sumarið 1930. Margskonar áhugamenn eru búnir að óska þess af heitum hug, að þeir mættu fá til sinna þarfa ekki aðeins stofnfé leikhússins, heldur lika þá raunverulegu miljón króna, sem þjóðleikhús- ið hefir látið ríkissjóðnum ís- lenzka í té síðan 1932, að það byrjaði að lána ættjörðinni allar sínar föstu tékjur, sem oft hafa verið meiri en 100 þús. krónur árlega. En allar þessar eigingjörnu óskir eru máttlausar. Þjóðleik- húsið stendur rambyggilegt eins og íslenzk hamraborg, við Hverfisgötu milli Landsbóka- safnsins og húss Jóns heitins Magnússonar. Þessi klettaborg verður ekki færð úr stað. Eng- hugsa þar um hag þessara bænda. En sú var samt einu sinni tíðin, að Eyj. Jóh. tók sér ekki hvíld frá því að hugsa um sölu á mjólk þeirra og selja þeim vörur í staðinn. Hann var vakinn og sofinn við það í mörg ár, og það með þeim árangri, að eitt sinn tók hann mikið af kúm þessara bænda og seldi upp í skuldir, svo að þeir stóðu slipp- ir 'éftir, eða því sem næst, og í annað sinn skilaði hann þeim í hendur Kreppulánasjóði þannig á sig komnum, að ef lýsing hans er hann gefur nú af þeim hefði nokkurntíma mátt heimfæra upp á þá, þá var það þá. — Og hann fór ekki með þá í Kreppulánasj óð til að létta á þeim byrðarnar, eins og öll önnur samvinnufélög gerðu á viðskiptamönnum sín- um, heldur lét hann þá taka lán til að greiða skuldina hjá sér upp að fullu, og var hún þó hjá flestum svo há, að engum manni kom til hugar, að þeir gætu staðið undir þeim byrðum. Þannig skilaði Eyj. „hinum stóra hópi* velmegandi óðals- bænda“ í hendur hins opinbera, áður en nokkurt mjólkurskipu- byggingu handa þessari stétt.“ Alþingi samþykkti framan- greinda tillögu J. J. eins og áð- ur segir. En síðan hafa vald- hafarnir sofið. Ríkisstjórnin hefir ekkert gert til að fram- kvæma tillöguna. Hverjir eru þeir, sem telja þann svefn vera svefn hinna réttlátu? Mörg fögur orð hafa verið sögð um Vestur-íslendinga í seinni tíð. Það er sagt, að þeir hafi gengið undir próf. Þeir hafi keppt við fulltrúa margra ann- arra þjóðflokka og staðizt próf- ið svo glæsilega, að það sé heimaþjóðinni ómetanlegur sómi. En hafa ekki íslenzkir sjómenn gert það sama? Hafa þeir ekki gengið undir einskon- ar próf með sjómönnum ann- arra þjóða og staðizt raunina með engu minni prýði en Vest- ur-íslendingar? En myndi þessi prófárangur þó ekki verða enn betri, ef fræðslustofnunum sjómanna væri veittur sá aðbún- aður, sem þeim ber, og er það ekki bæði skaði og skömm fyr- ir þjóðina að gera ekki sitt bezta í þessum efnum? Þeir, sem skilja þýðingu og hlutverk sjómannastéttarinnar í þágu lands og lýðs, munu svara því einum rómi, að tómlæti í þessum efnum sé bæði til tjóns og álitshnekkis fyrir þjóðina. Þ. Þ. inn mannlegur máttur getur hreyft hana. Það er heldur ekki hægt að gera neitt annað við þessa voldug'u byggingu. Hún getur verið leikhús, sönghús, kvikmyndahús, fyrirlestrasal- ur og ekkert annað. Fyrr eða síðar verður þjóðin að fullgera húsið til þeirra nota, sem það var ætlað til upprunalega. Það er jafnómögulegt að flytja þjóðleikhúsið og nota það til einhvers annars, heldur en það var ætlað til í upphafi. Það er undarleg tilviljun, að þetta hús er önnur mesta bygging, sem þjóðin hefir reist, og langsamlega listrænasta húsið, sem íslendingar eiga. Það vekur undrun og furðu aðkom- inna manna, sem gista Reykja- vík, bæði hve húsið er tilkomu- mikið og að þjóðin skuli telja sig hafa efni á að láta það standa ónotað. Ef húsið væri fullgert myndi það gefa í húsa- leigu 50 þúsund kxónur árlega, með því verði, sem var á húsum og skrifstof uherbergj um í- Reykjavík. Ef við hugsum okkur, að ein- stakur maður ætti þjóðleikhús- ið mundi hann tafarlaust full- gera það, til þess að fá tekjur af eign sinni. Alveg sérstaklega myndi hver einstakur maður fullgera bygginguna, ef hann ætti ekki aðeins húsið eins og lag varð til, og meðan hann unni sér engrar hvíldar frá að vinna fyrir þá. Bændur á þessu svæði hafa að sjálfsögðu ekki rétt við að fullu fjárhagslega þennan stutta tíma, sem Eyj. hvíldi sig frá málum þeirra, en það mun mega fullyrða, að fæstir myndu þeir þó vilja skipta á því, sem var hjá Eyj. og er nú hjá skipu- laginu, þó að margir séu óá- nægðir og vilji fá meira, eins og vonlegt er. — Það er mann- legur breyskleiki, að vera aldrei ánægður, og víst er um það, að framkoma Eyj. á meðan hann starfaði við mjólkurskipulagið fyrir þá, var sízt til að rétta hlut þeirra, eða færa þeim fé í hendur. Starfaði hann og skrifaði á meðan á svipaðan hátt og hann byrjar nú eftir hvíldina, með því að bera jafn- an fram blekkingar og ósann- indi, og það svo freklega, að samstarfsmenn hans voru hættir að treysta nokkru orði eða upplýsingum, sem frá hon- um komu. — Gott dæmi um það er t. d., er hann taldi sig tæpast geta rekið mjólkurstöð- ina með 3 au. stöðvargjaldi og 2 au. flöskugjaldi, eða sam- tals fyrir 5 au. á hvern lítra, og neitaði að taka við mjólk bænda, sem ekki voru í Mjólk- urfélaginu, þegar hámark var sett á þetta stöðvargjald. Stöð- in var síðan tekin leigunámi, og kom þá í Ijós, t. d. að hægt var að reka hana fyrir 2,3 au. minna síðastliðið ár, og hafði þá þó verið komin allmikil kaup- hækkun hjá öllu starfsfólki, og mjólkin fyrir Hafnarfjörð farin úr því magni, sem stöðin hafði áður hjá Eyjólfi og tekjurnar af því farnar. Með öðrum orðum hefir mjólkurstöðin hlotið að græða tugi þúsunda á þessu háa stöðvargjaldi, sem Eyjólfur vildi eigi semja um, — hvort sem þær þúsundir hafa komið fram í hærra mjólkurverði til bænda eða eigi.' Á sama hátt var allt gert til að koma sem mestu ó- samkomulagi og leiðindum inn hjá bændunum innbyrðis, vegna þess, að Eyjólfur varð fyrir vonbrigðum í því, að fá ekki að hafa öll ráð skipulags- ins í hendi sér. Er mjólkurverk- fallið og aðrar slíkar ráðstaf- anir, er hann stóð fyrir á sínum tíma í þeim tilgangi, orðið frægt og fyrnist tæpast hjá þeim, sem til þekkja, þó aö 3ja ára hvíld upphafsmannsins beri á milli. Nú er byrjað á sömu nótum. Nokkur atriði tekin, með fálmi, blekkingum og ósannindum, en hvergi skýrt rétt frá málum. Fyrsta aðriði greinar hans er það, að hann hafi eitt sinn sagt í Morgunblaðinu, að 16 aura mismunur væri hjá Mjólk- urfélaginu á því verði, sem það er nú, heldur líka rúmlega miljón króna í óumsaminni lausaskuld hjá ríkissjóði, og að sú fjárhæð hefði beinlínis verið með lögum frá Alþingi ætluð til að fullgera húsið. Hið íslenzka þjóðfélag og höfuðborg íslands hefðu átt fyrir mörgum árum að vera bú- in að fullgera leikhúsið til að láta þessa miklu og fögru höll fara að bera ávöxt í menningar- lífi höfuðstaðarins og landsins alls. Nú er svo komið, að hyggnir fésýslumenn eru farnir að sjá, að það sé gróðavegur að full- gera leikhúsið. Það mundi nú ekki standa á peningum, ef þing og stjórn vildi selja húsið af höndum til að verða algengt gróðafyrirtæki í höndum auð- ugra fésýslumanna. Mér þykir þó fremur ólíklegt, að þjóðin auki vansæmd sína með því að selja andlegan frumburðarrétt sinn. Það hefði alveg eins vel mátt selja háskólabygginguna þegar hún var hálfsmíðuð, svo að hún hefði getað verið vöru- hús eða verkstæði til iðnþarfa. Það er erfitt að skilja, hvers vegna fegursta hús landsins stendur hálfsmíðað eftir 8 ára hvíld, úr því að byggingin hafði lögtryggðar rúmlega 100 þús. króna tekjur á ári. Undirstaða leikhúsbyggingar- innar er sú staðreynd.að íslenzka þjóðin ann leiklist, með ’undar- lega sterkri og nálega örvænt- ingarfullri ást. Hvar sem farið er um landið, í dreifbýli sveit- ann, með ströndum fram, í kauptún eða kaupstöðum, er ná- bóndinn fengi og verði því, sem mjólkin væri seld fyrir, og væri það of mikið. Nú sé þessi mun- ur 31 eyrir og fari megnið af þeim í súginn fyrir ranga framkvæmd mjólkurskipulags- ins. Eitthvað skakkar þessari frásögn frá því, sem rétt er, því að í Morgunblaðinu 1932 segir Eyjólfur ekki, að það sé 16 aura munur á því verði, sem bændur fá og því verði, sem mjólkin er seld fyrir, — heldur sé „alls 16—18 aura kostnaður, sem legst á hvern lítra mjólk- ur, eftir að mjólkin er komin hingað til bæjarins.“ — Máske hún hafi þá verið flutt hingað fyrir ekki neitt? Nú er það óvéfengjanlegt, að þessi sami kostnaður, sem var hjá Mjólkurfélaginu 1932 og 1933, eftir því, sem Eyjólfur rit- ar þá í Morgunblaðið, 16—18 aurar á lítra, án þess að þar væri meðtalinn skrifstofu- og stj órnarkostnaður, skattar eða skyldur, hann var síðastliðið ár hjá samsölunni og mjólkurstöð- irini samanlagt 3.22 aurar á lítra, og mismunurinn, sem nú er á útsöluverði og verði til bændanna, er vitanlega ekki 31 eyrir og hvergi nærri það, því að aðeins um y3 mjólkurinnar var selt sem neyzlumjólk, en um % sem vinnslumjólk, og mun meðalverð mjólkurinnar áreið- anlega vera nokkuð undir 30 aurum fyrir lítra. Um að mis- munurinn „fari í súginn“, það, sem látið er í verðjöfnunarsjóð, á víst að skilja á þann veg, að það sé beint gefið bændum þéim, sem búa utan félagssvæðis Mjólkurfélags Reykjavíkur. Sama sé og að kasta fé í súg- inn, að þeir fái sæmilegt verð fyrir afurðir sínar. ,Þá segir Eyjólfur, að bændur hér vestan heiðar hafi löngum orðið að greiða mun hærra verð fyrir heimsendar vörur en bændur annars staðar á verð- jöfnunarsvæðinu. Um þetta er það að segja, að meðan verð- jöfnun var takmörkuð, og að- eins ákveðið verðjöfnunar- gjald, sem greiða mátti af sölu- mjólk, þá réðu búin því sjálf, hvaða verð þau hefðu á þessum heimsendu vörunt, því að það hafði engin áhrif á verðjöfnun, sem ekki var hægt að fram- kvæma nema að nokkru leyti. Og þá mun t. d. Eyjólfur hafa reiknað bændum hér heimsend- ar vörur allmiklu hærra, en t. d. hin mjólkurbúin gerðu. En eftir að full verðjöfnun var á- kveðin með lögunum frá 1937, var ák^eðið af mjólkursölu- nefnd, að sama heimsend- ingarverð væri hjá öllum mjólk- urbúunum og er svo enn. Hér er því bæði um blekkingar og ósannindi að ræða. — Þá talar hann um „reglu“ þá, að mjólk Reykvíkinga og lega aldrei byggt fundarhús eða samkomusalur fyrir almenning, án þess að í slíkri byggingu sé ofurlítið leiksvið. Og fólkið í byggðunum, kauptúnum og kaupstöðum reynir að sýna sjónleiki í þessum húsum. Börn á skólaaldri vilja geta leikið sjónleiki við sitt hæfi. Ungt fólk, miðldra fólk og gamalt fólk ann þessari list. Friðfinn- ur Guðjónsson er sjötugur þessa dagana og er einn af vin- sælustu leikendum þjóðarinnar. Hann hefir iðkað þessa list í hálfa öld og leikið meir en 200 hlutverk. Það er ómögulegt að neita því, að leiklistin á djúp ítök í hugum þjóðarinnar, þeg- ar svo miklu er fórnað af fé og áhuga hennar vegna. Og »þó verður því ekki neitað, að að- staða þjóðarinnar er frábæri- lega erfið í þessu efni. Fámenn- ið, fátæktin, dreifbýlið, ein- angrun frá öðrum þjóðum, erf- iðleikar með fyrirmyndir o. s. frv. En þrátt fyrir allar þessar tálmanir þráir íslenzka þjóðin mikla og góða leiklist, og sýnir glöggan vott þess í verki. í öllum stærri kauptúnum er mikið unnið að leiksýningum á hverjum vetri, en að sjálfsögðu eru, þrátt fyrir allt, bezt skil- yrði í höfuðstaðnum, þó að að- al leikhúsið sé fundarsalur úr timbri, sem trésmiðir reistu vegna félagsþarfa sinna fyrir 40 árum. Það hús er bæði lítið og óhentugt eins og von er til. Auk þess er naumlega hægt að hugsa sér annað, en að stórfellt mann- tjón yrði í því húsi, ef eldur kæmi þar upp meðan stendur Orðsending til Jónasar Guðm.sonar eftirlitsmanns sveitarstjórnar- málefnia. Helgustaðahreppur i Suður- Múlasýslu er fámennt og fá- tækt hreppsfélag, sem á und- anförnum árum hefir aðeins með naumindum getað staðið skil á gjaldi sínu til sýslusjóðs Suður-Múlasýslu, og „krónu gjaldinu“ vegna sjúklinga til ríkisspitalanna. Nú hafið þér meðal annars borið fram þá tillögu, að lík- legasta ráðið til að jafna rekst- urshalla sveitarsjóðs Eskifjarð- arhrepps sé, að taka eignar- námi tvær jarðir úr Helgu- staðahreppi og leggja þær við Eskif j arðarhrepp. Þessi ráðstöfun, ef í fram- kvæmd kæmizt, hefði í för með sér tekjumissi fyi’ir sveitasjóð Helgustaðahrepps um þrjú hundruð krónur árlega. Það er því augljóst mál, að jafn háa upphæð hlyti að vanta árlega frá Helgustaðahreppi upp á fulla greiðslu til sýslusjóðs eða ríkisspítalanna — og mótmælir því hreppsnefnd Helgustaða- hrepps þessari tillögu yðar. Einnig teljum við það mjög misráðið, að taka með eignar- námi fullræktaðar smájarðir af bændum meðan ríkið sjálft á tugi eða jafnvel hundruð hekt- ara af ágætu ræktanlegu landi í sömu byggðarlögum. Virðingarfyllst. Fyrir hönd hreppsnefndarinn- ar í Helgustaðahreppi, 9. septemebr 1940 Vilhjálmur Jónsson. nærsveitamanna hafi við gæða- flokkun verið ■ verðfelld melra heldur en mjólk bænda í fjær- liggjandi héruðum. Hér er heldur ekki rétt með farið, fremur en endranær. Upphaf- lega var sett lágmark verð- fellingar í reglugerð og voru búin síðan látin sjálfráð, hvort þau færu frekar út í verðfell- ingu, ef þau teldu þess þörf. En nú fyrir alllöngu síðan hefir mjólkursölunefndin ákveðið sömu verðfellingu vegna gæða- skorts, og er því ekki að tala um verðmismun hjá bændum þeirra hluta vegna. í þriðja lagi segir í grein þessari, að mjólk framleiðanda í Reykjavík og nærsveitum, sem komist í 4. gæðaflokk, sé verðfelld um 6 aura á lítra, en mjólk, sem komið hafi frá Mjólkurbúi Flóamanna og reyn- ist 4. flokks komin til Reykja- víkur, hafi á sama tíma ekkert verið verðfelld. Öll mjólk, sem kemur til á leiksýningu. Það má heita kraftaverk, að slíkt slys skuli ekki hafa borið að höndum í svo hættulegu umhverfi. En þrátt fyrir alla þessa erf- iðleika hafa verið hér í Reykja- vík fjölmargir ágætir leikarar, sem lagt hafa á sig feikna erf- iði til að stunda þessa list í hjáverkum við borgaraleg störf. Ég ætla aðeins að nefna fáein nöfn af handahófi úr leikara- hópi í Reykjavík, sem iðkað hafa þessa list í hjáverkum. Enn muna menn eftir kaup- mönnunum Kristjáni Þorgríms- syni og Árna Eiríkssyni, Jens Waage bankastjóra, Friðfinni Guðjónssyni prentara, Ágústi Kvaran kaupmanni, frú Stefan- íu Guðmundsdóttur og dætrum hennar, frú Guðrúnu Indriða- dóttur og systrum hennar, frú Soffíu Guðlaugsdóttur, Haraldi Björnssyni, auk margra leikara, sem eru nú meira eða minna að byrja starf sitt. Ef þessi tvö atriði eru tekin til athugunar í einu, fyrst hin almenna hneigð þjóðarinnar til að njóta leik- listar og í öðru lagi sú stað- reynd, að fram að þessu hafa vaxið upp í höfuðsta,ðnum og viða út um land margir menn og konur, sem sýnt hafa mjög mikinn áhuga og eftir- tektarverðar gáfur til leikstarfa, þá hygg ég, að það megi teljast fullsannað, að íslenzka þjóðin hefir þörf til að eiga myndar- legt leikhús í höfuðstaðnum. Þar verða jafnan flestir menn til að sinna leikarastarfi, og flestir, sem geta notið leikhús- göngu. Og til höfuðstaðarins (Framh. á 3. síöu) JÓNAS JÓNSSON: ÞjóOleikhnsið

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.