Tíminn - 17.10.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.10.1940, Blaðsíða 2
Aaukablað TÍMIM, fimmtndagmn 17. október 1940 Aukablað Eítírtektarverð bréiaskiptí fengnum meðmælum, þá má segja, að aðalfulltrúi Stalins á íslandi hafi ærna þörf til að sýna sig á áberandi hátt í fé- lagsskap góðra borgara, til að vera trúr þeirri skipun, sem Rússar gáfu flokksmönnum sínum í öðrum löndum ^ttir valdatöku Hitlers, en það var að villa á sér heimildir, grafa sig því dýpra niður, sem hættan gerðist meiri, að hinn sanni til- gangur yrði lýðum ljós. XVIII. Sú aðferð, sem lýðræðisflokk- ar íslendinga tóku upp á Al- þingi 1939, gagnvart kommún- istum út af Finnlandsmálunum, er i beinu áframhaldi af þeirri hóflegu lítilsvirðingu og and- lega kulda, sem þjóðræknir ís- lendingar hafa í allri sjálf- stæðisbaráttunni beitt gagnvart mönnum, sem tóku óeðlilega mikið tillit til Dana, í frelsis- máli íslendinga. Aðferð Alþing- is gagnvart kommúnistum er byggð á eldri reynslu, en tekur tillit til breyttra kringum- stæðna. Hættan, sem íslendingum stóð af Dönum, var aldrei sambærileg við hættu af nútíma áróðri ein- ræðisþjóðanna. Danir voru ná- skyld frændþjóð, með grund- vallaða þjóðmenningu. Þeir vildu að vísu drottna yfir ís- lendingum og auðgast af skipt- um við þá. En í þessari við- leitni beittu Danir hæglátum, þunglamalegum og ekki áhrifa- miklum aðferðum. Það er ekki vitað, að þeir hafi borið fé á ís- lendinga til fylgis sér. Þeir gáfu ekki íslenzkum blöðum peninga. Þeir stofnuðu enga bókaútgáfu til að ryðja braut dönskum á- hrifum. Það er ekki til um Dan- mörku, eftir íslendinga, nein auðmjúk lofdýrð í bókaformi, sambærileg við „Gerska æfin- týrið“ eftir Halldór Laxness. Danir þekktu aldrei og beittu aldrei í skiptum við íslendinga hinum lævísu undirróðursað- ferðum, sem kommúnistar hafa fundið upp og aðrir einræðis- flokkar tekið eftir þeim. Valda- sókn Dana á íslandi var aðal- lega í sambandi við embætta- vitingar og forfrömun á þeim leiðum. Margir ungir íslending- ar, sem voru samtíða Jóni Sig- urðssyni, studdu hann um nokkurt ára bil, voru í útgáfu- nefnd „Nýrra félagsrita“ meðan þeir stunduðu nám, en tóku síð- ar meira og meira litarhátt af Dönum, urðu konungkjörnir þingmenn, og háttsettir valda- menn í landinu, fyrir tilverknað Danastjórnar, og höfðu þá að öllum jafnaði mikinn hug á að móðga ekki stjórn Dana með því að fylgja fast fram íslenzku kröfunum. Allur almenningur hafði mikla ömun á Danavin- áttu þessara manna, og beitti ,,utangarðsstefnu“ við þessa menn. Merkisprestur við Eyja- fjörð lýsti óbeitinni á undan- slætti konungkjörna liðsins i þessari vísu: „Eg er konungkjörinn karl minn segi ég þér. Enda upplýkst vörin efri og neðri á mér, aldrei nema á eina lund eins og þá sem þóknast bezt þjóð við Eyrarsund". Sjálfstæðisbarátta þjóðarinn- ar var unnin af þúsundum ó- háðra, trygglyndra íslendinga, en torvelduð af fámenn- um hópi manna hér á landi, sem leit meira á þau hlunnindi, sem hægt var að fá þeim tii handa með vináttu og þægð við danska valdamenn, heldur en réttmæta þörf þjóðarinnar til að ná fullu frelsi. Heilbrigð dómgreind þjóðarinnar bjarg- aði þá sem endranær framtíð landsins. Vinir Dana töfðu fyrir sigri þjóðarinnar í sjálfstæðis- málinu, en sá sigur var unninn að lokum fyrir atbeina þeirra, sem aldrei vildu vera annað en íslendingar. XIX. En í hópi þeirra íslendinga, sem biðu varanlegt álitstjón, meðan þeir lifðu, af tómleik í pólitískum athöfnum gagnvart Dönum, er Grímur Thomsen frægastur, og saga hans mest til viðvörunar, fyrir listamenn og rithöfunda nú á dögum, jafnvel þó að þeir séu ekki sambærilegir við hann í list- rænum yfirburðum. Það eT nú alkunnugt, að Grímur Thomsen átti fremur erfitt uppdráttar bæði sem skáld og stjórnmálamaðuT, eftir að hann flutti heim til íslands, á eftirlaunum frá danska rík- inu. í pólitík var hann yfirleitt áhrifalítill minnihlutamaður, sem greiddi að jafnaði atkvæði með konungkjörnu sveitinni, þó að hann væri þjóðkjörinn. Eftir á virðist hið pólitíska á- litsleysi Gríms hafa verið full- komlega verðskuldað. En hitt sætir meiri furðu, ef fljótt er á litið, hve seinlega honum gekk að fá viðurkenningu, sem skáld. Ljóð hans voru seint og treg- lega gefin út, og þau náðu ekki fullri viðurkenningu fyr en hann hafði legið svo lengi í gröf sinni, að hin leiðinlega að- staða hans í frelsismáli þjóðar- inar var hætt að vera vakandi staðreynd í hugum manna. Til eru frá jarðarfararári Jóns Sigurðssonar forseta tvær ljóðlínur um Grím Thomsen, sem eignaðar eru Matthíasi Jochumssyni. Þessar tvær línur bregða skörpu ljósi bæði yfir hinn ótrúlega veikleika í skap- gerð Gríms, og þá ekki síður um dóm almenningsálitsins. Eftir því sem sagan segir, kom Grím- ur Thomsen að jarðarför Jóns Sigurðssonar án þess að vera sorgarbúinn. Þvert á móti leit út fyrir, að hann vildi ögra vin- um og samherjum Jóns með því að láta svo, sem hér væri ekki tilefni til sorgar, og gekk í lík- fylgdina í ljósum yfirfrakka. Þá túlkaði sr. Matthías tilfinn- ingar þjóðrækinna manna með þessum orðum: „Grímur fylgdi í gráum frakka gamla Jóni, hreysiköttur konungsljóni.“ Sá háttur Gríms Thomsen, að koma að þessari jarðarför í gráum frakka, hlaut að vekja eftirtekt. Grímur hafði meiri æfingu heldur en nokkur maður annar við þá jarðarför, við að umgangast tilhaldsfólk. Hann hafði lengi verið við hirð Dana- konungs og farið víða um lönd og verið með tignum mönnum. En hin danska grágletta í skap- gerð hans var svo mögnuð, að hún bar ofurliði tamningu hans í hirðsiðum og jafnvel í venju- legum mannasiðum. Honum var svo lítið gefið um hina póli- tísku sókn þjóðrækinna landa sinna, að honum þótti við eiga að auglýsa þann hugblæ við útför Jóns Sigurðssonar. Hegn- ing Matthíasar Jochumssonar fyrir þetta tiltæki var nokkuð þung. Hann, sem var manna friðsamastur, mjög óádeilinn í ljóðagerð og sjálfur enginn baráttumaður á landsmálasvið- inu, finnur að hér var um að ræða afbrot gagnvart þjóðinni. Og í örfáum ódauðlegum orð- um skýrir hann þetta atvik og ber saman þessa tvo menn, frá þjóðlegu og pólitísku sjónar- miði. Hann mótar andstæðurn- ar ákaflega glöggt eins og hann gerir svo oft í kvæðum sínum. Hinn dáni maður, sem hafði gefið þjóðinni alla sína orku, alla sína æfi, er konungsljónið. Grímur á Bessastöðum, hirð- maðurinn, jábróðir konung- kjörnu sveitarinnar og dönsku forráðamannanna, er ekki nema hreysiköttur. Dýrin sjálf, og nöfn þeirra úr ljóðlínum Matthíasar, bergmála þjóðern- iskennd íslendinga eftir 60 ár, eins og ef atburðurinn hefði gerst í gær. Það skiptir ekki máli í þessu sambandi, að Grímur Thomsen var mikið skáld og þjóðlegur í bezta máta í allri kvæðagerð sinni. Maðurinn var tvískiptur. Listamaðurinn á Bessastöðum var ramíslenzkur, en stjórn- málamaðurinn Grímur Thom- sen, var veikur hlekkur í vam- arlínu íslendinga. Og hin fulla og algerlega óumdeilda vitn- eskja allrar þjóðarinnar um að hann var konungkjörinn i frels- ismálinu, skyggði um langa stund á listræna yfirburði, sem voru jafn ótvíræðir, eins og veikleiki hans sem stjórnmála- manns var á allra vitorði. Sambúð Gríms Thomsens við íslenzku þjóðina getur verið lærdómsrík fyrir þá listamenn og rithöfunda, sem hyggja sig þess umkomna nú á dögum, að vinna að einhverju leyti á veg- um og framfæri erlendra valda- manna. Enginn þessara manna er þvílíkur listamaður eins og Grímur Thomsen var. Enginn þeirra hefir þvílíka æfingu í tilhaldsframkomu eins og hann hafði. Vinátta hans við dönsk stjórnarvöld var á engan hátt jafn háskasamleg eins og dingl- umdangl við fésjóði og út- breiðslustj órnir einræðisræðis- landanna nú á dögum. Heilbrigð sjálfsvarnarkennd íslendinga kom þjóðinni til að líta á hið góða skáld á’ Bessastöðum eins og pólitískan hreysikött. Þegar Alþingi vísaði forvígismönnum útlendrar stefnu úr frjálsum fé- lagsskap þingfulltrúanna, þá var í óbundnu máli túlkuð sama hugsun eins og Matthías hafði gert ódauðlega með ljóðlínun- um um hirðmanninn, sem kom að jarðarför Jóns Sigurðssonar til að auglýsa þar pólitíska kergju Danavinanna á íslandi. XX. x Fyrir fáum mánuðum var Frakkland, eitt af voldugustu ríkjum heimsins. Her þess og floti voru glæsilegir, nýlendur þess miklar, þjóðarauðurinn í mesta lagi, sögufrægð og mikil menning og höfuðborgin, Par- ís, listrænasta og fegursta borg í heimi. En á fáum dögum hrundi allt þetta veldi eins og spilaborg. Og nú er Frakkland svipt her sín- um og flota, sundurkramið, niðurbeygt og féflett undir hæl framandi stórþjóðar. Ósigur Frakklands var ekki hernaðarlegur. Þjóðin og varnir hennar hrundu saman af því að nokkur hluti borgaranna hafði brugðizt skyldu sinni: hætt að trúa á þjóðina sjálfa, mátt hennar og framtíð, en gerzt þjónustulið útlendra húsbænda. Hrun' Frakklands byrjaði fyrir tuttugu árum, þegar forráða- menn landsins létu það við- gangast, að erlend þjóð veitti straumum gulls í féhirzlu vissra manna í landinu, með því skil- yrði, að þeir hættu að líta á Frakkland sem ættjörð sína. Um leið og Rússum tókst með fjárgjöfum að eignast pólitísk blöð og flokk f Frakklandi, var eyðilegging hins frjálsa ríkis undirbúin og fulikomnuð, þegar útlend þjóð sótti inn yfir landa- mærin. Rússar sköpuðu kom- múnisma Frakklands, en kom- múnisminn nazismann. Þessar tvær flokksdeildir í Frakklandi hötuðu hver aðra svo mjög, að þær sóttu lið sér til bjargar frá útlendum óvinaþjóðum, sem gera sig nú heimakomnar í landinu öllu. Kommúnistar fylgja sömu stefnu, hvar sem er í heiminum. íslenzku kommúnistarnir vinna hér á landi hlutfalslega sama verk og flokksbræður þeirra gerðu í Frakklandi. Munurinn er aðeins sá, að allir vita, að ís- lenzka þjóðin er fámenn, fátæk og reynslulítil í sjálfstjórnar- málum. En íslenzka þjóðin ann frelsi sínu engu síður en stór- þjóðir. Þess vegna skiptir hana jafnmikið eins og stórþjóðina, ef innan vébanda landsins myndast flokkur, sem þiggur fé frá útlendri stórþjóc}, og líka ráö og forustu um íslenzk mál- efni. Ef einni eriendri þjóð tekst með áróðri og fégjöfum, að eiga hér pólitíska liðssveit, þá koma fleiri erlendir valdhafar til skjalanna. Nokkrar stórþjóðir og nokkrar smáþjóðir gætu haft hag af því að hafa hér stuðn- ingsflokka, til að reka hér hags- munabaráttu erlendra manna. Og ef hér myndast sveitir ís- lenzkra manna undir forráðum valdhafa i framandi löndum, þá er fullvíst, að frelsi og sjálf- stæði þjóðarinnar er glatað í annað sinn. Fordæmið er ljóst frá dögum Guðmundar Arason-- ar biskups. íslendingar höfðu þá í nokkrar aldir átt þjóðlegt lýðveldi og þjóðlega kirkju. Guðmundur Arason var vel greindur og sæmilega menntur íslendingur. En hann var fyrst og fremst hlýðinn sonur hinnar alþjóðlegu kaþólsku kirkju. Hann myndaði hér flokk trúar- bræðra, sem tók boð erlendra valdamanna fram yfir lög og rétt þjóðveldisins. Kristinn Andrésson og félagar hans starfa nú með líkum hætti og Guðmundur Arason. Þeir hafa alþjóðlegan og óþjóðlegan á- trúnað. Einar Olgeirsson tekur á móti útlendu fé og útlend- um fyrirmælum um störf og stefnu Þjóðviljans. Honum finnst þetta rétt, alveg af sömu ástæðu og Guðmundi Arasyni var huggun í flækingsdómi sín- um, að því að vita, að hann hlýddi fyrirmælum erlendra samherja og þáði stuðning þeirra til hvers sem var. Guðmundur Arason og skoð- anabræður hans áttu höfuð- þátt í að eyðileggja þjóðveldið, með því að reyna að stjórna málefnum íslands eftir fyrir- lagi útlendra húúsbænda. Á baki Guðmundar Arasonar og samherja hans liggur í minn- ingu sögunnar meginþungi á- byrgðarinnar fyrir allar þær hörmungar, sem þjóðin hefir lðiið undir þeirri erlendu stjórn, sem náði tökum á landinu, þegar hinir alþjóðlegu katólsku forráðamenn drógu lokur frá dyrum á 13. öld í höll hins ís- lenzka þjóðveldis. Nú er íslenzka þjóðin að end- urheimta frelsi sitt. í meir en öld hafa beztu menn landsins unnið að því starfi. Árangurinn er nú þegar orðinn mikill. Marg- háttaðar framfarir, sem ná til allra einstaklinga í landinu, hafa fylgt í kjölfar hins vaxandi frelsis. Hver einasti íslendingur nýtur á hundrað vegu ávaxt- anna af frelsisbaráttu þjóðar- innar síðan 1830. En um leið og íslenzka þjóðin var að ná fullu valdi yfir sín- um málum, byrjaði stefna kom- múnista að festa rætur hér á landi. Flokkur kommúnista er að vísu lítill, en hann er studd- ur með útlendu fé og erlendri á- róðurstækni. Flokkur Guð- mundar Arasonar var ekki held- ur stór eða vel skipulgaður. Honum tókst þó að sundra lýð- veldi, sem staðið hafði í nokkr- ar aldir. í kjölfar kommúnista byrjaði önnur einræðisstefna að ná fylgi hér á landi. Báðar beittu sömu aðferðinni. Fylgis- menn þeirra eru trúlausir á land sitt, þjóðina, hina sögu- legu þróun og umfram allt á frelsið. Fylgismenn einræðis- hugmyndanna eru reiðubúnlr til að taka við stuðningi og fyr- irmælum frá erlendum óaldar- mönnum. Þar sem slíkir flokkar ná nokkrum þroska, verður þjóðlíf frjálsra manna eins og birkihlið, sem er orðin blökk og skræld af skógarmaðki. í einræðislöndunum er tekið harkalega á þeim mönnum, sem grunur fellur á að fylgi erlend- um valdamönnum. Þeir týna fyrir það engu nema lífinu, oft eftir mjög ómildan undirbún- ing, áður en dauðinn kemur. Lýðræðisþjóðirnar hafa ekki þvílík vinnubrögð. Þó mega þær heldur ekki vera andvaralausar, því að þá endurtekur sig sorg- arsaga Frakklands, sem var lagt í rústir innan frá með aðkomnu gulli. Svar lýðræðismanna gegn hinum skipulagða erlenda á- róðri, er þjóðleg samheldni og djörf bjartsýni. Forfeður .okkar hafa bent á hina réttu leið, en það er hinn hóflegi, rökstuddi kuldi í umgengni og viðbúð, þar sem merki sjást, að íslend- ingur er háður útlendu valdi. Konungkjörna sveitin og dansklunduðu embættismenn- irnir fengu glöggt aðhald frá góðum íslendingum fyrir sleikjuskap sinn og hagsmuna- veiðar á miðum erlendra vald- hafa. Jafnvel hið mikla skáld, Grímur Thomsen, fékk að reyna, að landar hans gátu ekki fyllilega notið listaverka hans fyrir því, að vitneskjan um við- horf hans til hinnar erlendu yfirþjóðar skyggði á. Nokkrir rithöfundar hafa nú á dögum tekið hina erlendu einræðistrú, og gert sitt ítrasta til að skapa upplausn í landinu og deyfa til- finningu æskunnar fyrir skyld- um sínum við ættjörðina. Eng- inn þessara manna er sambæri- legur við Grím Thomsen um skáldleg afrek. Hættan af á- róðri einræðisríkjanna er miklu meiri en frá íhaldi Dana á tím- um konungkjörna liðsins. Sú landvörn, sem Alþingi hóf í fyrravetur, út af Finnlandsmál- unum er, eins og vera ber, skipulegri og fastari í sniðum, heldur en það aðhald, sem beitt var við vini Dana á íslandi. Sum skáld og rithöfundar hafa fram á síðustu tíma hald- ið, að þau hafðu engar borgara- legar eða mannlegar skyldur við þjóð sína, og talið vítalaust fyrir sig að hafa hinn æðsta trúnað bundinn við valdhafa í öðrum löndum. Ef til vill hefir þetta eitt sinn verið góð latína, en nú eru viðhorf breytt. Lýð- Það þykir góðra gjalda vert, þegar kennarar fylgjast af á- huga og skilningi með hugsun- um og þörfum nemenda sinna, meðan þeir eru samvistum, en þegar kennarinn skrifast á við gamla nemendur og bendir öll- um almenningi á vandamál þeirra, þá er að finna skýringu á því, hversvegna Bjarni skóla- stjóri á Laugarvatni er óvenju- lega ástsæll af nemendum sín- um og getur leyft sér að gera strangar kröfur til þeirra. í bréfkafla frá gömlum nem- anda, sem Bjami skólastjóri birtir í 28. tölublaði Tímans, kemur fram viðhorf mjög margra pilta og stúlkna í sveit. Þau hafa farið í kaupstaðina og eru á förum vegna þess, að þar er miklu auðveldara að stofna heimili en í sveit. Svarið, sem þessi alkunni skólamaður gefur nemanda sínum, hefir sjaldan verið sett fram með meiri festu en skóla- stjórinn gerir. Skóíastjórinn bendir á, að ungu hjónaefnin geti undirbúið búskapinn með því að vera vinnuhjú í sveit og skírskotar til þegnskapar nem- andans og skilnings á þörfum bænda og alls þjóðfélagsins. Fáir unglingar hafa alizt upp með þeim hugsunarhætti að vinnumennskan sé nauðsynleg- ur undirbúningur undir eigið heimilislíf í sveit en þó er þetta í samræmi við reynslu mjög margra. Það er t. d. algengt, að bænd- ur á Norðurlöndum koma stálp- uðum börnum sínum í vistir á reglusömum sveitaheimilum en taka óviðkomandi verkafólk í staðinn. Á vissu aldursskeiði er útþrá- in vakandi og sterk hjá flest- um unglingum. Þeir þekkja æskuheimilið en sú þekking er einhliða og án nokkurs saman- burðar við jafningja sömu stéttar. Það er ómetanlegur fengur, að geta dæmt með sanngirni um æskuheimilið og að finna einhverja köllun í lífinu áður en það er orðið of seint. Þar sem réttlæti kemur í stað ástúðlegrar viðkvæmni foreldra og vandamanna, þar vex kjarkur og þolgæði ungl- ingsins og þeir, sem fara að heiman klökkir og hikandi, koma undantekningarlaust bæði skarpskyggnari og þolnari en búast, hefði mátt við. góðu æskuheimili sem vera skal. Umgetinn bréfritari lýsir vanda unga fólksins eins og hann er, en þarf ekki að vera. Þeir, sem hafa byrjað búskap í sveit, vita að margs þarf búið með, en hvort sem unga fólkið er ríkt eða fátækt, þá er alltaf nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því mjög snemma, að það á heima í sveit og þar getur það undir öllum kringumstæðum náð mestum þroska. Það er fullkominn bjarnar- greiði, að telja'efnilegum börn- um og ungmennum trú um, að þau geti orðið stórlaxar, ef þau ræðisþjóðirnar verða að hugsa um framtíð sína, engu síður heldur en þær þjóðir, sem hafa einræðisstjórn, þó að vinnuað- ferðir séu frábrugðnar. Lýð- ræðisþjóðir hljóta að heimta fullan trúnað við lýðræðisskipu- lagið af þeim mönnum, sem njóta verndar þess. Ef menn vilja rjúfa trúnað við land sitt og þjóð, við lög þess og skipulag, þá geta slíkir menn ekki undr- ast, þó að þjóðin hætti að bjóða þeim sérstök fríðindi eða að sýna þeim sérstaka tiltrú. Hitt má kalla milda framkvæmd á sjálfsvörn þjóðanna, þegar þeir menn njóta verndar borgara- legs skipulags í öllu daglegu lífi, þó að þeir vilji sundra og eyðileggja þann skjólvegg, sem er hlíf þeirra og vernd. Ef einhver ein erlend þjóð kemur sér upp áhrifamiklum söfnuði hér á iandi, mun slík- um mannahópum fjölga. Þeir munu berast á banaspjótum, að fyrirlagi erlendra húsbænda. Innan skamms verður þá ekkert íslenzkt þjóðlíf og engin íslenzk þjóð, heldur sundraðir varð- flokkar framandi þjóða. hafa orðið hæst á barnaskóla- prófi. Prestar og kennarar eiga ó- tæmandi verkefni við að beina metnaði unglinganna að byggingu hinnar andlegu und- irstöðu allra framfara, alls þroska, sigra og vellíðunar í heiminum. Og þó að mælitæki visind- anna hafi ekki handsamað brúna á milli anda og efnis, þá er samhengið jafn áþreifan- legt fyrir því. Bændur í nágrannalöndunum hafa fundið vanmátt sinn í því að búa syni sína og dætur undir alvöru lífsins hjálparlaust. Búnaðar- og samvinnufélögii\ hafa í félagi við ríkisstjómirn- ar og ýmsa áhugamenn skapað hina „hagnýtu æskulýðsstarf- semi“, er byrjar að hjálpa bændaefnunum að byrja bú- skapinn fyrir fermingaraldur. Næst fara unglingarnir í vist og því næst á héraðsskóla eða til annarra hagnýtra stofnana. Það er orðið mjög áliðið til þess að byrja að búa sig í al- vöru undir að stofna heimili í sveit, þegar komið er fast að giftingu, þó að það sé algengast. Allmargir unglingar hafa byggt sér heimili á svipaðan hátt og B. B. segir frá í áður- nefndri grein og að það eru ekki ennþá fleiri kemur af því, að börnunum er ekki bent á þessa leið nógu snemma. Þess vegna er ósanngjamt að kenna unga fólkinu um, þegar fækkar í sveitunum. Nú er ekki lengur siður að sitja árum sam- an í festum og safna til búsins. Þó að unga fólkið byrji snemma að búa sig undir sveitabúskapinn og leggi mikið á sig, þá er orðið svo dýrt að stofna heimili í sveit og svo vandfengið jarðnæði, að tillaga nemandans um að þjóðin láti reisa nýbýli og leigi þau með viðráðanlegum kjömm, er mjög athyglisverð. Það er nauðsynlegt að setja sér ákveðið takmark fyrir viss- an tíma. Það væri æskilegt að geta eignazt bæði reynslu og nokkra fjármuni og þegar piltur og stúlka leggja saman, þá ættu þau helzt að geta lagt fram allt að 3—4 þúl. krónur, þegar bú- skapurinn byrjar, en það mun vera mjög sjaldgæft nema um stuðning vandamanna sé að ræða. Margir unglingar hafa unnið óslitið heima hjá fátækum for- eldrum fyrir mjög litlu kaupi. Með þessum stuðningi barn- anna hefir fjölskyldan getað haldið áfram búskapnum. Það verður ekki með sanngirni von- azt eftir því, að þeir unglingar geti sett saman viðunanlegt bú í sveit. Þeir hafa beinlínis unn- ið fyrir miklum styrk og samúð þjóðarinnar og vegna þeirra væri óskandi að starfsemi ný- býlasjóðs gæti á hverju ári aug- lýst jarðir til leigu. Kommúnistar eru brautryðj- endur í þessari óheillaþróun. Þeir hafa hér flokk meðal kjós- enda, og nokkra fulltrúa í stjórnum bæjarfélaga og á Al- þingi. Þeir gefa út blöð og bæk- ur í því skyni að efla hér veldi húsbænda sinna. Það er full- komin og óvéfengjanleg sönnun fyrir, að erlend þjóð hefir lagt þessum mönnum til stórfé í á- róður sinn hér á landi. Stalin hefir boðið þessum liðsafla á ís- landi að leggja sauðargæru yf- ir úlfinn. Eitt lævísasta vopnið, sem beitt er í þessum undir- róðri, er forlag Stalins á íslandi. Þar er hver sauðargæran yfir annarri. Þjóðin þarf ekki að opna hug sinn og hjörtu fyrir þessháttar trúboði. Alþingi hefir bent þjóðinni allri á hina réttu leið, þegar það vék þjón- ustumönnum Stalins úr frjálsu samneyti þingmanna, og hætti að virða þá viðtals og svara á löggjafarþinginu. Það var mild, en þó sterk lækning. Hún hæfir vel menntri lýðfrjálsri þjóð. Með þeirri aðferð má bjarga minnsta ríki heimsins frá að falla í sömu gröf og mesta her- veldi álfunnar. J. J. P. Þ. E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.