Tíminn - 02.11.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1940, Blaðsíða 3
107. blat? TtMIM, laugardagiim 2. n»\ . 1940 427 B Æ K U R Skógræktarfélag- Eyfirffinga 10 ára. Skógræktarfélag Eyfirðinga hefir gefið út rit til yfirlits um tíu ára starf sitt. Hefst það á hvatningarkvæði eftir Friðgeir H. Berg. Fyrsta greinin er eftir Áma Jóhannsson. Rekur hann þar alla sögu Skógræktarfélags Ey- firðinga, stofnun þess og starf. Jafnframt ræðir hann nokkuð um skógræktina almennt og víkur í lok greinar sinnar að nokkrum úrræðum til að bæta aðstöðu félaga og einstaklinga til að sinna skógrækt, að veru- legs árangur megi vænta. ,,Að nýta eða níða landið,“ heitir grein eftir Hákon Bj arna- son skógræktarstjóra. Fjallar hún um landsnytjar og rán- yrkju eins og nafnið ber með sér. Enn eru tvær greinar í ritinu: Önnur um lystigarðinn á Akur- eyri; eru nú þrjátíu ár liðin síðan til hans var efnt. Hin er um skóga í Eyjafirði, eftir Stein- dór Steindórsson menntaskóla- kennara frá Hlöðum, alllöng grein og ítarleg. Er þar saman dregin sú vitneskja, sem fáan- leg er um skóga í Eyjafirði á liðnum öldum. Af þeirri frásögn mega hverjum einum vera ljós þau miklu umskipti, sem orðið hafa um gróðurfar héraðsins. Hlín. Um veturnætur ár hvert kem- ur kær gestur á allmörg íslenzk heimili. Það er Hlín, ársrit ís- lenzkra kvenna, sem Halldóra Bjarnadóttir á Akureyri gefur út og stjórnar. Hlín brá ekki venju sinni í ár. Hún'er þegar komin í hend- ur lesendum sínum. Það yrði mál of langt, að telja hér upp greinar þær, sem í Hlín eru, eða segja efni þeirra. Þar er fátt langra greina, en því fleira af stuttum greinarkorn- um, þar sem víða er við komið og miklum fróðleik miðlað. Að sjálfsögðu er meginrúm ritsins helgað málefnum húsmæðr- anna. Þar eru einar níu eða tíu greinar um ýmsa þætti heimil- isiðnaðar, nokkuð um húsmæðra fræðslu o. s. frv. í sérstökum bálki er minnzt nokkurra lát- inna kvenna. Þá eru og grein- ar um heilbrigðismál, garðrækt, trúmál, þj óðræknismál og margt fleira. Hlín vill bersýnilega styrkja hvert gott málefni. Áfast er litprentuð örk, ætluð börnunum til lestrar og íhug- unar. S j ávar ú tvegur iim (Frairíh. af 2. síöu) verja miklu fé til endurnýjunar og aukningar vélbátaflotanum. Mikið af hagnaði útgerðarinn- ar þarf því að nota til skipa- bygginga og skipakaupa. Við endurnýjun velðiflotans koma mörg atriði til greina, sem þurfa vandlega íhugun. Þýðing- armikið er að velja þá tegund og stærð skipa, sem bezt hent- ar. Eins og áður er að vikið, er síldveiðin nú stærri og þýðing- armeiri þáttur í útgerðinni en áður var. Komið hefir í ljós, að íslenzku togararnir eru miklu óhentugri til síldveiða heldur en smærri skipin. Til þess að vænta megi sæmilegrar rekstr- arafkomu, þurfa skipin að geta stundað veiðar að staðaldri, og er því mikilsvert að þau séu hentug bæði til síldveiða og þorskveiða. Þá er æskilegt, að skipin séu smíðuð hér á landi. Allt þetta kemur til álita og íhugunar, þegar hafizt verður hianda um endufnýjun veiði- skipanna. V. Verðhækkunin á útflutnings- vörunum hefir fært útvegs- mönnum mikinn hagnað í bili. En enginn skyldi ganga þess dulinn, að hér er aðeins um stundarvelgengni að ræða. Verðfallið kemur, þegar minnst varir. Þegar stríðsþjóðirnar geta aftur aukið fiskveiðarnar, má búast við verðlækkun, og e. t. v. sölutakmörkunum, sm út- flytjendur kannast við frá liðn- um árum. Útgerðarmenn þurfa nú þegar að búa sig undir að mæta því nýja viðhorfi, sem þá skapast, með skynsamlegum að- gerðum. Vegna þeirra mörgu ráðstaf- ana, sem gerðar hafa verið á undanförnum kreppuárum til viðreisnar sjávarútveginum, er hann nú að mörgu leyti betur viðbúinn erfiðleikum, heldur en þegar kreppan hófst 1930. Þá var síldarverksmiðjureksturinn á byrjunarstigi, en nú eru til Auglýsið í Tímanum! verksmiðjur í landinu, sem geta framleitt meira af mjöli og lýsi heldur en hægt er að selja. Þá voru engir möguleikar til út- flutnings á frystum fiski, en nú geta hraðfrystihúsin tekið á móti miklum afla til verkunar, og markaður hefir unnizt fyrir frystan fisk. Síðast en ekki sízt má nefna betra fyrirkomulag á sölu sjávarafurða, sem komið hefir í stað þess sleifarlags, sem áður var á verzlun með þessar vírur, og hefir mikla þýð- íngu fyrir útgerðina. VI. Mælt er, að eigi sé minni vandi að gæta fengins fjár en að afla þess. Varðar miklu, að útvegsmenn og landsmenn allir, fari skynsamlega með þann á- góða, sem þeim nú berst í hend- ur. Tvímælalaust á það að sitja fyrir nýjum framkvæmdum, að borga skuldir kreppuáranna. Talið er, að mörg útgerðarfyrir- tæki hafi nú þegar greitt skuld- ir sínar við bankana að mestu eða öllu leyti. Að því loknu þurfa útgerðarmenn að forðast að binda sér aftur slíkan fjötur um fót, með ógætilegum ráð- stöfunum. Skuldasöfnun útgerðarfyrir- tækjanna hjá bönkunum var orðin mjög alvarlegt og erfitt úrlausnarefni. Hj á einstökum útgerðarfyrirtækjum námu þessar skuldir mörgum miljón- um króna, og horfði óvænlega um greiðslu þeirra/ Eftir að þessi fyrirtæki höfðu tapað sínu eigin veltufé, héldu þau áfram hallarekstrinum ár eftir ár — og bankarnir lögðu til féð. Þessi saga má ekki endurtaka sig. Heimild bankanna til að veita lán gegn veði í óveiddum fiski, þarf að nema úr lögum. Bankarnir eiga ekki að veita lán til útgerðar eða annars at- vinnurekstrar, nema gegn full- gildum tryggingum. Það er út- gerðarmönnum og öllum öðrum fyrir beztu, að þessi stefna verði nú þegar tekin, og að ekki verði frá henni hvikað. Sk. G. Heppileg árétting (Frartih. af 2. síöu) og niðurlæging þjóðar sinnar. Hann sýndi sáma skoðunarhátt gagnvart sveitafólkinu á Suður- landi i brúamálinu. Og við út- för Jóns Sigurðssonar kom hann þannig fram, að út af því er ort heitasta og snjallasta ádeil- an, sem til er á íslenzku máli í sambandi við nokkra útför. M. T. bætir einni röksemd við mál mitt, um hversu þjóðmála- framkoma Gr. Th. spillti fyrir honum sem skáldi í hugum samtíðarmannanna. Hann nefn- ir nokkra menn, sem hafa farið viðurkenningarorðum um Grím sem skáld, sumpart á elliárum hans, sumpart eftir dauða ahns. Ein vafasöm kenning er í grein M. T. Hann virðist telja sannað, að „dragsúgsdoktorinn“ hafi haft sýnileg áhrif á bókmennta- skoðanir íslendinga. Það þarf að færa mjög sterk rök fyrir slikri skoðun áður en henni er trúað. — Hitt er mála sannast að almenningur á íslandi byrjaði að meta Grím Thom- sen sem skáld, án nokkurar eiginlegrar handleiðslu frá bókmenntafræðingum, þegar fennt var yfir pólitíska fram- komu skáldsins. Eftir að þjóðin hafði, á vegum Jóns Sigurðs- sonar og annarra andstæðinga Gr. Th., hafið stórfellda fram- farabaráttu, þar á meðal brúað flest stórfljót á Suðurlandi, er engin ástæða til að láta van- þroska þessa manns í félags- málum skyggja á hina einsýnu og ótvíræðu kósti hans sem listamanns. Hinn varanlegi ávinningur við grein M. T. er sá, að hún verður til að bregða ljósi yfir þá staðreynd, að margir merkir listamenn eru á sviði hins borgaralega lífs mjög oft veikir eins og brothættur reyr. Meðan þessir skapgerðarveiku menn lifa með samborgurum sínum í táradal hins jarðneska lifs, ber mikið á þessum göllum lundar- farsins. En þegar þeir eru falln- ir frá, hætta sprungurnar í skapgerð þeirra að hafa þýð- ingu, þar sem unnt er að meta óhlutdrægt gildi listamannsins og gildi verka hans. J. J. Húðiv <>g skinn. Ef bændur nota ekki tll eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir aff biffja KAUPFÉLAG sitt aff koma þessum vörum í verff. — SAMBAND ÍSL. SAMYINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verffur þaff strax aff lokinni slátrun. Fláningu verffur að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóff af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áffur en saltaff er. Góff og hreinleg meffferff, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — iHNiliHlilWilMililMilMIHilililimilWililiiiliilHiliy The World’s News Seen Through THE Christian Science Monitor An International Daily Newspaþer is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timcly and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetcs Price # 12.00 Yearly, or #1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, #2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Name-------------------------------------------- Address----------------------------------------- SAMPLB COPY ON RBQUEST vinnufæru fólki, sem nú er bú- sett í þorpum og bæjum, sem snauðir eru af lífsmöguleikum — framfærslustyrki í ýmsum myndum, i stað þess að hjálpa því til þess að byrj a nýtt líf á b j argvænlegum stöðum, sem ennþá eru óendanlega margir í okkar lítt numda landi? NIÐURLAG. Þeir, sem lesið hafa undan- farna kafla um kauptún og sjó- þorp á Austur- og Norðaustur- landi, hafa átt þess kost, að fá nokkra innsýn um þau atvinnu- viðhorf og lífsskilyrði, sem þess- ir staðir hafa að bjóða. Á flestum þessum stöðum skortir ennþá mörg þeirra þæg- inda, sem þráð eru og eftirsótt í nútímamenningarlífi. Götur, vatns- og skolpæðar, raforku, greiðar samgöngur og önnur slík félagsleg þægindi, eru allvíða ekki til staðar, enda að sumu leyti eðlilegt, þar sem flest þorp- anna eiga sér aðeins stutta þró- unarsögu. Sum þorpanna vantar at- vinnutæki og bætta aðstöðu til atvinnusóknar. Hæfileg aukn- ing veiðiflotans, nauðsynlegar lendingar- og hafnarbætur og möguleikar til fullkomnari hag- nýtingar á sjávaraflanum, svo sem hraðfrystihús o. fl., getur allt stórlega bætt úr atvinnu- þörfinni, eftir því sem við á á hverjum stað. Það er hlutverk áhuga- og ráðamannanna í þorpum og kauptúnum, að hefj- ast handa um að bæta úr þessu, og leitast við að skapa heil- brigt atvinnulíf, eftir því sem á- stæður standa til. Verður að telja í fyllsta máta réttmætt, að þeir njóti um það stuðnings og aðstoðar ríkisins. Það mun nú einnig almennt viðurkennt, að eigi verði framleiðslubóta- fénu betur ráðstafað, heldur en að verja því í nýsköpun at- vinnulífsins og til nýrra at- vinnutækja, allt í þeirri mynd og í því formi, að það uppörfi og hvetji einstaklingana á hverjum stað til sjálfsbjargar og karlmannlegra athafna. Þá eru til þorp, þar sem af- komuskilyrði og fólksfjöldi eru í svo óhagstæðum hlutföllum, að eina úrræði fólkinu til sjálfs- bjargar, virðist vera það, að hjálpa því til brottflutnings og nýs lifs á bjargvænlegri stöð- um. Andstæður þessara staða eru þorpin, er enn þá hafa aðeins hagnýtt sér lítinn hluta af þeim lífsmöguleikum, sem á boðstólum eru. Það er að- kallandi hlutverk, að hagnýta þessi og önnur ónotuð lífsgæði, og beina þangað hæfilega mörgu fólki ásamt nauðsyn- legu fjármagni. Ef að líf og atvinnuhættir fólksins í kauptúnum og sjáv- arþorpum er gaumgæfilega at- hugað, kemur það í ljós — sem að vísu hefir aldrei verið neinn leyndardómur — að mikill hluti þess lifir jöfnum höndum af landi og sjó. Það kemur einnig í ljós, að á þeim stöðum, sem bezt hefir tekizt að þjóna þessu tvöfalda hlutverki, þar hefir fólkinu vegnað bezt undanfarin fiskileysis- og kreppuár. Þetta er engin ný uppgötvun, enda þótt þessari staðreynd hafi í framkvæmd verið minni gaum- ur gefinn heldur en vera bar. Atvinnuhættirnir í sj óþorpum og kauptúnum eru yfirleitt á þá lund, að sjósókn og vinna við ummyndun sjávaraflans stend- ur yfir aðeins hluta af ári hverju, mismunandi lengi að vísu eftir gæftum, fiskgengd- um og markaðsástæðum. Hinn hluta ársins er fólkið dæmt til atvinnuleysis og þar af leiðandi örbirgðar, ef ekki tekst að skapa því atvinnu, meðan eyðurnar í sjósóknina standa yfir. Enn sem komið er getur ekkert fyllt upp þessi skörð í atvinnuna við sjó- inn, annað en að fólkið geti samhliða sjósókninni rekið of- urlítinn smábúskap til fram- leiðslu á landbúnaðarafurðum til eigin þarfa. Þenna sann- leika hefir fólkið í sjóþorpun- um víða reynt að tileinká sér, þótt mjög mikið bresti á um fullnægjandi framkvæmdir. Því veldur að sjálfsögðu margt, og sumt af því lítt viðráðanlegt nema opinber afskipti komi til. Ég vil því leyfa mér að full- yrða, að engar ráðstafanir til bættrar lífsafkomu fólksins, sem býr í kauptúnum og sjávar- þorpum, séu jafn þýðingarmikl- ar og eins líklegar til varan- legra og víðtækra umbóta á kjörum þess, — eins og ef unn- ið er kröftuglega að því, að sem flestir verkamenn og sjómenn hafi aðgang að landi til rækt- unar, með viðráðanlegum kjör- um. Mun ég víkja að þessum málum hér í blaðinu áður en langt um líður. Til anglýsenda! Tlrnlnn ei geflnn út 1 flelri eintökum en nokk- urt annað blað á íslandl. Glldi almennra auglýs- lnga er I hlutfalll vlð þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðln til flestra neyt- endanna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sinar sem flestum auglýsa þær þessvegna i . Tímanum Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. MEST OG BEZT fyrir krónuna með því að nota þvotta- duftið Pcrla i 301 0STAR frá Sauðárkróki eru komnir aftur Samband ísl samvínnufélaga Sími 1080. 92 Robert C. Oliver: höfn. Eitthvað sérstakt vildu þeir hon- um. Nú fyrst varð Bob Hollman ljóst hvað hann hafði leikið djarft, — glæpa- fréttaritari, sem hafði sambönd við Scotland Yard og trúnaðarmenn í „undirdjúpunum.“ Bob Hollman hafði lifað æfintýraríku lífi og nú var hefnd- in að koma. En það skeði ekki neitt. Klukku- stund eftir klukkustund leið 1 lam- andi þögn. Bob vissi ekki hvort það var dagur eða nótt. Hann gat ekki séð á úrið sitt; því miður voru vísarnir ekki sjálflýsandi. Hann kvaldist af kvíða og óþolinmæði. Hann hlustaði eftir úr- inu. Það gekk. Venjulega dró hann það upp á kvöldin, en hann hafði ekki gert það áður en hann fór út um kvöld- ið. Það gat gengið 48 tíma án þess að vera dregið upp, og það gekk. Það var þá ekki komið kvöld. Það eitt vissi hann. Ekkert gerir mann eins ruglaðan og sljóan eins og að sitja í myrkri klukku- stundum saman. Bob gat því ekki látið sér detta í hug, að aðeins þrjár stundir voru liðnar frá því hann hafði verið tekinn af „lögreglunni“ í Chapel Street. Allt í einu féll sterkur ljósgeisli beint í andlit hans. Það sást enginn lampi eða lukt, aðeins ljósið. Bob flutti sig til, en ljósgeislinn fylgdi honum og féll Æfintýri blaðamannsins 89 að garðurinn var að enda og brátt myndu þeir koma út á götu, þar sem umferð væri og götulögregla — reglu- leg lögregla — hann andaði djúpt — eina leiðin var að æpa. Ég skal æpa svo að það heyrist um hálfa borgina, hugsaði hann. — Nú erum við að koma út á fjöl- farna götu, sagði „lögregluþjónninn" og ég vil aðvara yður um að reyna að kalla á hjálp, en þér eruð ef til vill ekki vissir um að geta stillt yður. Lofið þér því? Bob kinkaði kolli, samþykkjandi. Honum fannst það engin synd þótt hann sviki loforð við svikara og mann- ræningja. Hann þurfti ekkert sam- vizkubit að hafa út af því. — Ágætt, sagði „lögregluþjónninn." En við erum nú þannig gerðir, að við treystum ekki á loforð — flöskuna, John .... Bob skildi hvað um var að vera og rak upp öskur, en jafnskjótt fékk hann högg í andlitið og heljartak um háls- inn, svo hann missti andans. Um leið var votum klút brugðið fyrir vit hans -----og eftir fáar sekúndur vissi hann ekkert framar. Bíllinn hélt stanzlaust áfram. BIl- stjórinn'virtist ekki taka eftir neinu, — ef til vill hefir hann verið vanur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.