Tíminn - 28.11.1940, Page 1

Tíminn - 28.11.1940, Page 1
< RITSTJÓRI: | ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ( FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: \ JÓNÁS JÓNSSON. j ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, fimmtudagiiui 28. nóv. 1940 118. blað Kostnaður við barnaíræðsl- una helmingi meirí en 1930 Pétur Halldórsson borgar- stjórt andaðist á Landakots- spítala 1 fyrradag. Hafði hann lengi verið vanheill. Pétur var 53 ára gamall. Hann var eigandi bókaverzlunar Sig- fúsar Eymundssonar. Árið 1932 var hann kosinn þingmaður Reykjavíkur og 1935 varð hann borgarstj óri í Reykjavík. Gegndi hann báðum þessum störfum til dauðadags. Jóhann Möller tekur sæti hans á þinginu. Bjarni Bene- diktsson hefir undanfarið gegnt borgarstj óraembættinu í forföllum Péturs, og má telja líklegt, að hann haldi áfram því starfi. Skólaárið 1938 1939 voru oær 16 pús. börn skólaskyld, 455 voru í heimavístar-skólum, 2345 nutu farkennslu og 1415 voru utan skóla Tíminn hefir fengið hjá skrifstofu fræðslumálastjóra ýmsar fróðlegar upplýsingar um barnafræðsluna sein- ustu árin, eða frá 1930—39. Fara nokkrar af þessum upp- lýsingum hér á eftir. Kostnaður við barnafræðsl- una hefir farið stórum vaxandi á þessu tímabili. Árlegur kostn- aður bæjar- og hreppssjóða við barnafræðsluna hefir orðið á þessu tímabili sem hér segir: 1930- 193J- 1932- 1933- 1934- -1931 -1932 -1933 -1934 -1935 Garnaveíkí mj ög út- breidd á Sléttu í haust hefir komið í ljós, að garnaveiki í sauðfé er mjög út- breidd á Melrakkasléttu, eink- um norðan til. Halldór Pálsson sauðfjárræktarráðunautur er staddur nyrðra um þessar mundir og var í morgun i Leir- höfn. Átti tíðindamaður Tímans símtal við hann um þessi mál. Halldór skýrði svo frá: Norðan til á Sléttu er garna- veikin orðin ákaflega útbreidd, og er 40—45 af hundraði sauð- fénaðarins sýkt á þeim bæjum, þar sem mest eru brögð að henni. Enn sem komið er hefir fé þó ekki drepizt úr veikinni. Ekki vita menn, hversu lengi hún hefir verið að búa um sig í fé á þessum slóðum, né á hvern hátt hún hefir borizt þangað, þótt tæplega sé hægt að hugsa sér, að hún hafi ann- an veg komið en með fé úr Vopnafirði, vestur yfir Jökuisá. Á morgun halda bændur, sem við þennan vágest eiga að búa í fé sínu eöa eiga hans von, fund á Kópaskeri til að ræða vandamál sín. Ofbeldisverk I Riimeníu Rúmenskir járnvarðaliðsmenn brutust í gær inn í fangelsi, þar sem geymdir voru um 60 póli- tískir fangar, m. a. margir fyr- verandi hershöfðingj ar og einn fyrv. forsætisráðherra. Voru allir þessir menn myrtir. Anton- escu forsætisráðherra hefir lýst andúð sinni á glæpnum. Meðal rúmensku þjóðarinnar hefir at- burður þessi vakið mikla reiði, einkum innan hersins. Hafa flestir yfirmenn í hernum sagt af sér i mótmælaskyni. Búizt er við að þessi atburður hafi þær afleiðingar, að gerðar verði víð- tækar breytingar á ríkisstjórn- inni. 1935— 1936 1936— 1937 1937— 1938 1938— 1939 634.298,29 645.233,43 806.708,47 819.094,97 931.585,49 981.635,13 1.131.517,83 1.265.253,61 1.323.043,90 til barna- Framlög ríkisins fræðslunni eru ekki talin með í framangreindum tölum. Sam- kvæmt landsreikningnum hafa þau verið, að frádregnum bygg- ingarkostnaði til heimavistar- skóla, sem hér segir: 1930 ............. 498 þús. kr. 1931 ........... 536 — — 1932 ........... 476 — — 1933 ........... 471 — — 1934 ........... 511 — — 1935 ........... 544 — — 1936 ........... 594 — — 1937 ........... 686 — — 1938 ........... 731 — — 1939 ........... 757 — — Sést á framangreindu yfir- liti, að kostnaður við barna- fræðsluna hefir næstum tvö- faldazt á þessu tímabili. Hefir kostnaðurinn farið hækkandi öll árin, en stórstígust verður (Framh. á 4. siðu) Aðalfundur Sölusam bands ísl. fískiram- leíðenda Tillasa Jóns Árnasoii- ar msi greiðsln á verði fyrir labra og prcssn- fisk. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði hófst aðalfundur S. í. F. hér i bænum síðastl. mánudag, og var honum lokið í gærkveldi. Eitt af þeim málum, sem var til meðferðar á fundinum, var verðjöfnun á fiski af fram- leiðslu ársins 1939, en það mál hefir valdið nokkrum deilum innan sölusambandsins. Tildrög málsins voru þau, að meirihluti stjórnar S. í. F. ákvað, á fund- um 13. febrúar og 17. april þ. á„ að halda eftir af andvirði la- bradorfiskjar og pressufiskjar frá 1939, rúml. 670 þús. kr„ og skyldi þessu fé varið til verð- uppbótar á aðrar fisktegundir, sem S. í. F. hafði tekið til sölu. Samband ísl. samvinnufélaga, sem er þátttakandi í S. í. F„ og nokkrir aðrir félagsmenn þess, mótmæltu þessari ráðstöfun sölusambandsstjórnarinnar, og töldu hana ekki hafa stoð i lög- um sambandsins og venjum Á næstsíðasta aðalfundi S. í. F„ sem haldinn var um miðjan febr. s. 1„ var kosim 5 manna nefnd til að gera tillögur um þetta mál. Nefndin klofnaði í þrent. Tveir af framkvæmda- stjórum S. í. F„ Thor Thors og Kristján Einarsson, báru þá fram svohljóðandi tillögu: „Þar sem nefnd sú, er aðal- fundur S. í. F. hefir "kosið til að athuga mál þetta og koma fram með tillögur í því hefir þriklofnað’ og mjög mikið ber á milli um tillögur nefndarhlut- anna, samþykkir fundurinn að vísa málinu til væntanlegrar stjórnar S.Í.F., til frekari at- hugunar og afgreiðslu, ag því leyti, sem verðbætur til bráða- birgða snertir, en þar sem fulln- aðarákvörðun um mál þetta raunverulega heyrir undir næsta aðalfund, bíði endanleg afgreiðsla málsins til þess fund- (Framh. á 4. síðu) »■ __ ÉT Orðugleikar Boris konungs A víðavangí Seinustu dagana mun enginn þjóðhöfðingi eða valdamikill stjórnmálamaður hafa haft jafn erfiða aðstöðu og Boris Bulgar- iukonungur. Það má segja, að öll helztu stórveldi Evrópu, Þýzkaland, Bretland og Rússland hafi keppzt um fylgi Bulgara undan- farið. Þjóðverjar hafa haft sig mest í frammi og hefir Hitler meðal annars fengið Boris kon- ung til að koma á fund sinn Rússar hafa sent aðalskrifstofu- stjórann í utanríkismálaráðu- neytinu til að ræða við Boris og bera honum vinarorð þeirra. Loks hefir brezki utanríkis- málaráðherrann sent búlgörsku stjórninni ávarp, þar sem Bul- görum er heitið öllu fögru, ef þeir ganga ekki í lið með and- stæðingum Breta. Ástæðan til alls þessa er sú, að Bulgarar hafa nú raunveru- lega örlög Balkansskagans í höndum sér. Ef þeir gengju í lið með Þjóðverjum og lofuðu þýzkum her að fara um Bulg- ariu til Grikklands og Tyrk- lands gæti svo farið, að Þjóð- verjar næðu öllum Balkanskag- anum undir vald sitt. Bretum stendur vitanlega af þessu mik- ill stuggur og það er ljóst orð- ið, að Rússum myndi ekki síð- ur falla þetta illa, þrátt fyrir hina marglofuðu vináttu við Þýzkaland. Það sézt á því, að þeir sendu sérstakan mann á fund Borisar konungs, og þó kannske öllu betur á afstöðu kommúnista í Bulgariu, en þeir eru þar talsvert fjölmenn- ir. Bulgarskir kommúnistar berjast mjög harðlega gegn bandalagi við Þýzkaland. Boris Bulgariukonungur hefir staðizt allar þessar atrenn- ur, sem gerðar hafa verið til að vinna fylgi hans, og heldur enn fast við hina yfirlýstu hlut- leysistefnu. En það verður eigi sagt, hversu lengi honum tekst það. Þjóðverjar auka stöðugt her sinn í Rúmeniu og ráða auk þess yfir rúmenska hernum. Það getur farið svo, að Boris verði að beygja sig fyrir vopnavaldi, ef hann vill ekki gera það með góðu. .A KROSSGÖTUM Kornyrkjan í Klauf. — Flugvél smíðuð í Reykjavík. — Rekstur berklavarna- stöðvar Líknar. — Heilsuverndarstöðvar og berklavarnir. Að Klauf í Eyjafirði, þar sem Kaup- félag Eyfirðinga rekur tilraunabú sitt, fengust í haust 50 tunnur byggs. Hafrar náðu hins vegar ekki þroska. Kartöflu- uppskeran varð um 90 tunnur, eða sem næst sexföld. Nokkuð hefir þegar verið spurt eftir sáðkorni frá Klauf, svo að ekki munu eyfirzkir bændur ætla að láta hugfallast í kornræktarmálunum, þótt tíðin í sumar væri óhagstæð til kornyrkju. Mörgum mun líka þykja þetta sumar hafa verið prófsteinninn á kornræktina og lokasönnun þess, að hér megi stunda byggrækt í svo til hvaða árferði sem er. í sumar var elztu ökrunum í Klauf breytt í tún og sáð í þá smárablöndu. Gáfu 12 dagsláttur af sér 160 hestburði heys. t t t Tveir íslenzkir hagleiksmenn hafa unnið að smíði flugvélar að undan- förnu, þeir Bjöm Ólsen og Gunnar Jónsson. Er nú smíði þessarar flugvélar lokið. Hefir hún verið reynd og skírð TF-Ögn. Flugvél þessi getur farið 130 kílómetra á klukkustund. í henni geta verið tveir menn. Stýrisútbúnaður er tvöfaldur, og mú því nota hana sem kennsluflugvél. r r t Berklavarnarstöð Líknar hefir nú flutt 1 ný húsakynni. Sigurður Sigurðs- son berklayfirlæknlr sýndi tfðinda- manni Tímans hinn nýja aðsetursstað, sem er í Kirkjustræti 12. Skýrði hann svo frá rekstri stöðvarinnar síðastliðíð ár: — Stöðin tók fyrst til starfa 1921, en var aukin að tækjum árið 1936. Árið 1939 voru þar gerðar 9642 læknisrann- sóknir á alls 5423 manns. Skyggningar voru alls gerðar 8437 Og 885 sinnum teknar „röntgen“-myndir. 1879 loft- brjóstaðgerðir voru gerðar á 114 sjúk- lingum. 115 sjúklingum var útveguð sjúkrahúss- eða heilsuhælisvist og 15 sjúklingum ráðlagðar ljóslækningar. 735 hrákarannsóknir voru gerðar og séð um sótthreinsun á heimilum allra smitandi berklasjúklinga, er til stöðvar- innar leituðu. Af þeim, sem í stöðina komu, var 1884 vísað þangað af lækn- um, meðal þeirra voru 128, sem höfðu virka berklaveiki, en 39 smitandi berklaveiki í lungum. Við eftirlit stöðv- arinnar bjuggu 1458 manns og fannst virk berklaveilji hjá 113 þeirra, en smit- andi berklaveiki i lungum hjá 40. 2008 komu til hópskoðana og voru skyggndir. Voru það einkum kennarar, skólabörn, togarasjómenn, bakarar og starfsfólk brauðbúða, mjólkurbúða, mjólkur- vinnslustöðva og veitingahúsa, rakarar, bókbindarar og prentarar. 16 fmidust með virka berklaveiki og 7 með smit- andi lungnaberkla. t t t Fyrsta heilsuverndarstöðin, er hér var stofnuð, var stöð Líknar í Reykja- vík. Síðar hefir fleiri stöðvum verið komið upp í helztu kaupstöðunum, Vestmannaeyjum, Seyðisfirði, Akureyri, Siglufirði og ísafirði. Árið 1939 voru alls tæplega 8000 manns „röntgen" myndaðir á þessum stöðvum, að Reykjavíkurstöðinni meðtalinni. En auk þess voru gerðar berklarannsóknir í 20 læknishéruðum, þar sem heilsu- varndarstöðvar eru ekki i-eknar, og alls ,röntgen“-rannsakað þar um 3000 manns. Hefir berklayfirlæknirinn ferða-„röntgen“-tækjum yfir að ráða, sem hann hefir ferðazt með um land- ið. Einnig voru gerð víðtæk berklapróf í flestum læknishéruðum landsins. í sumum sveitahéruðum landsins hafa 95—97 af hundraði af öllum íbúunum verið rannsakaðir. Er fyrirhugað að hefja slíka heildarrannsókn á íbúum Reykjavíkur, á svipaðan hátt og gert hefir verið úti á iandi. í lok síðasta árs var ráðinn læknir til að sinna berkla- vörnum. Enn sem komið er, starfar hann þó aðeins að hálfu leyti við berklavarnimar, en að hálfu leyti við manneldisrannsóknir ríkisins. Hefir hann unnið að berklavörnum í ýmsum héruðum landsins, ásamt berklayfir- lækni. Það hefir komið í ljós, að berkla- dauði hefir farið mjög minnkandi síð- ustu ár. Árið 1938, hið síðasta sem heil- brigðisskýrslur eru komnar um, dóu færri úr berklum heldur en nokkru sinni áður síðan 1911, að fyrst var farið að safna skýrslvun um berkladauðann. Árum saman hafa berklarnir verið tíð- asta dánarmeinið, en síðustu árin hafa þeir verið annað eða þriðja dánarmein- ið. En árið 1938 voru fimm sjúkdómar tíðari dánarmein en berklamir. Árið 1930 dóu 232 úr berklum, en aðeins 106 (Framh. á 4. siðu) Boris Búlgaríukonungur. Það er að vísu á ýmsan hátt freistandi fyrir Búlgariu, að ganga i lið með Þjóðverjum. Tyrkir, Grikkir og Jugoslavar hafa lengi verið helztu fjand- menn þeirra. Búlgarar hafa orðið að búa við tyrkneska á- þján í margar aldir. Það var ekki fyr en á síðara hluta 19. aldar, sem þeim tókst að brjót- ast undan valdi þeirra. Nokkru fyrir heimsstyrjöldina risu Búlgarar, Grikkir og Serbar í sameiningu gegn Tyrkjum og báru sigur úr býtum. En sigur- vegararnir urðu ósamþykkir, bæði Grikkir og Serbar snérust á móti Búlgörum og tóku af þeim allstórar landspildur. í heimsstyrjöldinni fylgdu Búlg- arar Þjóðverjum og létu Grikk- ir, Júgóslavar og Rúmenar kné fylgja kviði, þegar friður var saminn. Tóku allar þessar þjóð- ir landshluta af Búlgörum, létu þá greiða miklar skaðabætur og afvopnast. Einkum féll Búlgör- um illa að missa það land, sem Grikkir og Júgoslavar tóku. Það bætti líka á þessa óánægju, að Búlgarar voru í stórum stíl hraktir úr þessum landshlutum og varð búlgarska stjórnin að fá hjálp Þjóðabandalagsins til að koma þessu fólki fyrir í Búlgaríu. Boris konungur tók við völd- um 1918, þegar faðir hans varð að leggja niður konungdóm, sökum ósigursins í heimsstyrj- öldinni. Hann var þá 24 ára gamall. Boris hefir reynzt mjög nýtur og hygginn stjórnandi og er mjög vinsæll. Hann hefir verið talinn 'mikilhæfasti kon ungurinn í Evrópu seinustu tuttugu árin. Hann hefir innan- lands reynt að græða hin mörgu sár, sem ósigur í tveimur styrj- öldum hafði valdið. í utanríkis- málum hefir hann reynt að kappkosta góða sambúð við ná- grannaríkin. Hefir honum ték- izt að ná góðri sambúð við Rúm- ena og Tyrki, en sambúðin við Grikki og Júgoslava hefir gengið ver. Þótt Boris konungur kunni að hafa hug á að endurheimta búlgörsk héruð, sem nú lúta Grikkjum eða Júgóslövum, mun honum ljóst, að þau séu of dýru verði keypt, ef hann verður að veita Þjóðverjum sömu yfirráð í Búlgaríu og þeir hafa nú í Rúmeníu. Honum mun þvi finn- ast hlutleysisstefnan hyggileg- (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttlr. Grikkir halda áfram sókn sinni á öllum vígstöðvunum. Þær §ækja frá Koritza í tvær áttir, í norðvestur um Pogradec til Elbasan, sem er í miðju landi og er ein helzta hernaðarstöð ítala í Albaníu, og í vestur til strandarinnar. Mótspyrna er ekki mikil á þessum stöðvum. Aðalorusturnar eru háðar á suðurvígstöðvunum um aðal- bækistöð ítala þar, Argyro- Kastro. Hafa Grikkir sent lið frá Korfu og sett það á land á bak við Argyro-Kastro og sækja því þangað frá tveim hliðum. (Framh. á 4. siSu) SPARNAÐUR. Árni frá Múla er byrjaður að skrifa í ísafold greinaflokk, sem hann nefnir „Pistla“. í einum „pistlinum“ í seinasta ísafold- arblaðinu lofar hann Sjálfstæð- isflokkinn mjög fyrir sparnað. Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú farið með stjórn á fjármálum ríkisins hátt á annað ár. Vill Árni ekki sanna fullyrðingar sínar með því að benda á sparn- aðinn, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefir látið framkvæma eða viljað framkvæma á ríkisrekstr- inum á þessu tímabili eða getur hann ekki sannað sparnaðar- hjal sitt með neinum slíkum dæmum? Vill Árni ekki enn- fremur birta nokkurt yfirlit um launagreiðslur og starfsmanna- hald hjá Fisksölusamlaginu, Eimskipafélaginu og Reykja- víkurbæ, — svo nefndar séu nokkrar stofnanir, sem alltaf hefir verið stjórnað af Sjálf- stæðismönnum, — og sýna með því, hversu sparnaðurinn sé í góðu lagi, þar sem Sjálfstæðis- menn stjórna? Þetta myndi á- reiðanlega styrkja trúna á sparnaðarvilja Sjálfstæðis- flokksins hjá þ$im Sjálfstæðis- mönnum, sem eru farnir að bila í henni siðan Jakob Möller varð fjármálaráðherra, En meðal annara orða: Upplýstist það ekki á Fisksölusamlagsfundin- um á dögunum, að Árni hefði um langt skeið tekið gild laun hjá því fyrir starf, sem hann hefði ekki unnið? Það skyldi þó ekki vera í samræmi við sparn- aðarvilja Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn léti mann, sem lifir af því að taka laun fyrir starf, er hann ekki vinnur, gala hæst um sparnað og óhóflegar launagreiðslur? „GÓÐÆRI“. Árni frá-Múla segir ennfrem- ur i þessum ,,pistlum“, að Fram- sóknarmenn telji sig geta stjórnað landinu, án stuðnings Sjálfstæðisflokksins, þegar ár- ferði sé gott, en annars ekki. Blaðið Vísir lýsir „góðæri“ und- anfarinna ára, þegar Fram- sóknarmenn stjórnuðu landinu, án allrar aðstoðar Sjálfstæðis- flokksins, á þessa leið í forystu- grein (leiðara) 20. þ. m.: „Mun óhætt að fullyrffa, aff fáar effa engar menningarþjóðir hafi lif- aff á undanförnum árum við ömurlegri kjör en við, sem fyrst og fremst stafaffi annars vegar af margvíslegum markaðsbresti og hins vegar af of lágu afurða- verði,þar sem markaður fékkst“. Þetta eitt er nægjanlegt svar við framangreindu fleipri Árna. En því má bæta við, að auk þess- ara miklu ytri erfiðleika, sem lýst er í Vísisgreininni, gerði Sj álfstæðisflokkurinn allt, sem hann gat á þessu tímabili, til að torvelda hinar nauðsynlegustu og sjálfsögðustu stjórnarfram- kvæmdir. Þrátt fyrir allt þetta var viðskiptajöfnuður ríkisins betri á verstu markaðsárunum en á góðu árunum þar á undan, afkoma ríkisins hagstæðari og verklegar framkvæmdir í þágu atvinnuveganna aldrei meiri en þá. Hins vegar vita allir, að hefði verið fylgt þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins, að lækka skatta og hafa innflutninginn ótakmarkaðan, myndi hafa orð- ið fullkomið hrun á þessum ár- um. Ef Árni væri verulega hygg- inn, myndi hann ekkert gera síður en að gefa tilefni til sam- anburðar á því, hvernig Fram- sóknarflokkurinn hefir stjórnað og hvernig Sjálfstæðisflokkur- inn myndi hafa stjórnað á und- anförnum kreppuárum. „ÚRRÆÐIN“. í ,,pistlum“ ísafoldar er mjög hampað þeirri fullyrðingu, sem hefir verið algeng í Vísi, að Framsóknarflokkurinn hafi gengist fyrir myndun þjóð- (Framh. á 4. síSu) A

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.