Tíminn - 28.11.1940, Qupperneq 2

Tíminn - 28.11.1940, Qupperneq 2
170 TÍMINN, fimiiitiulaginn 28. nóv. 1940 118. blað Samkvæmt áætlun" í stríðstilkynningum hernað- arþjóðanna er mjög algeng sú yfirlýsing, bæði þegar vel geng- ur og illa, að baráttan gangi „samkvæmt áætlun". Mér finnst að íslenzkir lýðræðismenn geti tekið undir þessi orð um bar- áttu sína við útverði erlendra ofbeldishreyfinga hér á landi. Bj arni Benediktsson borgar- stjóri í Reykjavík hefir nýlega ritað eftirtektarverða grein um þetta efni í Morgunblaðið. Borgarstjórinn er ungur og á- hugamikill maður. Eins og hon- um kemur málið fyrir sjónir, þykir honi<m baráttan ganga seint og telur einna helzt mis- smíði á ráði Framsóknarmanna í þessum efnum. Mér þykir allt af mikið koma til áhugans, ekki sízt í hugum ungra manna. Sá áhugi er varaforði ókominna ára. Hitt er annað mál, að ung- ir menn taka stundum ekki nema dálítinn hluta viðfangs- efnisins með, er þeir draga þær ályktanir, sem fyrstu áþlaupin eru byggð á. Þessa vinnubragða- galla gætir töluver t mikið í framangreindri ádeilu. II. Bjarni Benediktsson endurtek- ur fullyrðingar ýmsra Sjálfstæð- ismanna um, að Framsóknar- menn hafi „gefizt upp“ og „beð- izt hjálpar,“ er þeir tóku upp samstarf á Alþingi og í ríkis- stjórn um málefni landsins. Að því leyti, sem þessari ásökun er beint til mín, er hún sögulega röng. Á árunum frá 1911—1917 vann ég að því að undirbúa nýja flokkaskipun á grundvelli inn- anlandsmála, í stað hins hverf- ula og nálega eydda grundvall- ar í sambandi við formdeiluna við Dani. Þegar Jón Þorláksson við stjórninni á fjármálunum Síðan hafa tvenn fjárlög verið afgreidd á Alþingi, og ráðherra Sjálfstæðisflokksins undirbjó að öllu leyti þau síðari, Hér duga því engin slagorð lengur. Reynslan er komin til sögunn- ar. Hún sýnir, að annaðhvort telur Sjálfstæðisflokkurinn fjár- veitingar til þeirra fram- kvæmda,, sem nefndar eru hér að framan, óþarfa eyðslu, eða að fullyrðingar hans á liðnum árum, um að geysiháum fjár- hæðum af ríkisfé hafi verið eytt í óþarfa hluti, hafa verið blekk- ingar. Það er skylda kjósendanna að kynna sér þessi mál og önnur sem vandlegast, dæma af reynslunni og haga sér þar eftir í framtíðinni. Sk. G. breytti Heimastjórnarflokknum, með nokkrum viðbótum í í- haldsflokk á árunum 1921—24, voru aðallínur lagðar í hinni nýju flokkaskipun. Þá voru að vaxa í landinu flokkar byggðir á fjárhagsaðstöðu þegnanna og varanlegum skoðanamun. En þessir flokkar áttu eftir að þroskast og fullmótast. Það gerðu þeir á árabilinu frá 1924 —36. Þeir höfðu myndazt og mótast við hörð átök og innri baráttu. Um það leyti, sem Héð- inn Valdimarsson lagði fram þriggja mánaða víxilinn, var hann að reyna að gera Alþýðu- flokkinn að byltingarflokki. Þá sýndi Framsóknarflokkur- inn vilja sinn í verki og braut Héðinn á bak aftur og stefnu hans um leið. III. Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Flokkar lifa ekki af deilum einum saman. Menn í mismunandi flokkum í sama landi geta deilt um margt, en þeir eiga líka mörg sameigin- leg áhugamál. í mínum augum var jafn nauðsynlegt 1936, að lýðræðisflokkarnir gætu unnið saman um alþjóðleg mál, eins og mér hafði þótt eðlilegt mörg- um árum fyr, að til væru sér- stakir og fastmyndaðir flokkar. Eitt alþjóðlegt mál, sem mjög hafði verið vanrækt um langa stund, var sjálft sjálfstæðis- málið, þ. e. hinn fullkomni stjórnarfarslegi aðskilnaður ís- lands og Danmerkur. Vegna þess máls eins þurftu stjórn- málaflokkarnir að geta tekið upp skipulegt samstarf. Það hafa þeir líka gert. En það sam- starf hefði verið lítt fram- kvæmanlegt, ef engir af þeim mönnum, sem fást við stjórn- mál, hefðu munað eftir öðru en hatursmálum. IV. Engir greindir og gegnir Sjálf- stæðismenn ættu að gleyma þeirri samstarfsskyldu, sem lausn sjálfstæðismálsins lagði á herðar allra lýðræðismanna í landinu. En dugandi Sjálfstæð- ismenn, eins og Bjarni Bene- diktsson, ættu heldur ekki að gleyma öðru óhjákvæmilegu samstarfsmáli. íslenzkur útveg- ur lá í rústum. Ein af mörgum ástæðum var verðhækkun'krón- unnar frá 1924—25. Mesti leið- togi íslenzkra kaupmanna hafði framkvæmt þessa hækkun, í góðri trú. En framkvæmdin varð hið mesta slys fyrir útveginn. Engin leið var til að ráða bót á þessu meðan Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn deildu um allt. Hálfur Sjálfstæðisflokkur- inn, framleiðendurnir, vildu fella krónuna. Hinn helmingur Sjálfstæðismanna, kaupmenn- irnir, vildu halda krónunni ó- breyttri. Alþýðuflokkurinn fylgdi í þessu stefnu kaup- manna. Framsóknarflokkurinn gat hjálpað þeim helmingi Sjálfstæðisflokksins, sem vildi bjarga útveginum. En milli þessara flokka var hörkubar- átta. Útvegsmenn báðu Fram- sóknarmenn ekki um hjálp, og Framsóknarmönnum þótti, meðan stríðið stóð, tæplega vera ástæða til að bjarga hálfum Sjálfstæðisflokknum undan hin- um helmingi flokksins. En loks var þetta ástand orð- ið óbærilegt. Erfiðleikar útvegs- ins voru að eyðileggja allt fjár- málalíf við sjávarsíðuna og sjálfstæði þjóðarinnar. Þá réttu Framsóknarmenn útveginum hjálp og buðust til að lækka gengið, vegna þessarar atvinnu- greinar. Þeir spurðu útvegs- menn, hvort allur flokkur Sjálf- stæðismanna vildi styðja þetta bjargráð. Því var svarað neit- andi'. Útvegsmenn gátu ekki fengið nema hálfan flokkinn til bjargar í þessu efni. Hinn armur flokksins streittist á móti, en varð í minna hluta. Bjargráðið var framkvæmt af öllum Fx-amsóknarflokknum og hálfum Sjálfstæðisflokknum. Alþýðuflokknum var þessi breyting mjög á móti skapi. Enginn greindur maður í Sjálf- stæðisflokknum getur í alvöru haldið því fram, að Framsókn- armenn gætu tekið á sig byrði gengisfallsins einir, fyrir tví- skiptan flokk, sem hafði áður fyrr snúið snöruna að hálsi sér, og var alls ómegnugur að bjarga sér úr þeim vanda. Frelsismál þjóðarinnar og gengismálið gerðu óhjákvæmi- lega samvinnu Fíramsóknar- manna og Sjálfstæðismanna um stjórn landsins. Sú leið var tek- in með viðunandi árangri. Þá bættist við þriðja stórmálið, sem krafðist sameiningar um stund. Það voru afleiöingar heimsófriðaiúns. íslendingar voru eina þjóðin í álfunni, sem höfðu komið á samstjórn lýð- ræðisflokkanna, þegar hið mikla óveður skall á. Aði'ar þjóðir urðu þá, oft undir miklum erf- iðleikum, að feta í fótspor minnsta rikis í álfunni, sem i þetta sinn hafði sýnt mesta framsýni. V. Á þingi 1939 var gerð stór- vægileg framkvæmd í þá átt að koma sómasamlegu skipulagi á hin hrynjandi fátæki-amál. Til- lagan kom fram í fjárveitinga- nefnd og áttum við Pétur Otte- sen einna mestan þátt í að koma henni í framkvæmd. Af Jens Hólmgeirsson: Ræktunarmái kauptúnanna ‘gímirot Fhntudayinn 28. nóv. Fjármálm í tveim síðustu blöðum Tím- ans var nokkuð skýrt frá fram- komu Sjálfstæðismanna í fjár- málum. Voru þar fáein sýnis- horn af skrifum þeirra um fjár- málastjórn Framsóknarflokks- ins, og ennfremur greint frá fjárlagafrumvarpinu, sem ráð- herra Sjálfstæðisflokksins lagði fyrir síðasta Alþingi. Meðan Framsóknarflokkurinn fór með fjármálastjórnina, héldu Sjálfstæðismenn uppi látlausum árásum á hann fyrir stjórnina á þeim málum. Héldu þeir því fram, að skatta- og tollabyrðin væri miklu þyngri en þjóðin gæti undir risið, og að gegndarlaus eyðsla og sukk væri í öllum ríkjsreikstrinum. Jafnframt var fullyrt, að hægt væri að spara stórar upphæðir, jafnvel svo miljónum skipti, að- eins með því að skera niður óþarfa útgjaldaliði á fjárlögun- um. Þar sem Sjálfstæðismenn höfðu haldið slíku fram um langt skeið, er líklegt, að margir hafi beðið þess með nokkurri eftirvæntingu að sjá fjárlagafrumvarpið, sem ráðherra þeirra lagði fyrir síð- asta Alþingi. Vegna gengis- breýtingarinnar og stríðsins hlutu nokkrir gjaldaliðir að hækka, enda kom það á daginn, og auk þess hækkuðu nokkrir liðir án þess að þeim orsökum yrði um kennt. En ef Sjálf- stæðisflokkurinn vildi standa við stóru orðin um sparnað og niðurskurð, hlaut hann að gera tillögur um lækkun á óþörfum útgjöldum í stórum stíl. í síðasta blaði Tímans var gerður samanburður á fjár- lagafrumvarpinu, sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins lagði fyrir síðasta þing, við það frumvarp, sem ráðherra Framsóknar- flokksins lagði fram árið áður,og getið um lækkunartillögur nú- verandi fjármálaráðherra. Það, sem hann vildi lækka, voru framlög til: J arðræktarsty rks, bygginga í sveitum, strandferða, verkamannabústaða, nýbýla, landhelgisgæzlu, Eimskipafélagsins, verkfærakaupasjóðs, ráðstafana vegna sauðfjár- veiki, fiskveiðasjóðs, landmælinga, fyrirhleðslu í Rangárvallas., Faxaflóafriðunar, frystihúsa. Auk þess, sem hér er talið, voru lækkanir á nokkrum lið- um, svo sem alþingiskostnaði, framlagi til flugmála, áburðar- kaupa o. fl., sem nam samtals 80—90 þúsund krónum. Hér eru taldir þeir gjaldalið- ir, sem ráðherra Sjálfstæðis- flokksins vildi lækka. Og þá hljóta menn að spyrja: Var þetta „eyðslan og sukkið“, sem þurfti að skera niður? Ekki er hægt að álykta öðruvísi, þar sem aðrar sparnaðartillögur komu ekki frá Sjálfstæðis- flokknum. Það skiptir ekki máli í þessu sambandi, að sumar af tillögunum voru réttmætar, eins og ástatt var, þó að þær væru um lækkun á framlögum til þarflegra hluta. Vafalaust hafa margir af fylgismönnum Sjálfstæðis- flokksins lifað í þeirri trú, að flokkurinn myndi taka upp nýja stefnu í fjármálum, ef hann fengi þar völd. Þeir hafa lagt trúnað á, að á fjárlögunum væru háir, óþarfa útgjaldaliðir, sem Sjálfstæðismenn myndu skera niður, ef þeim væri falin stjórn fjármálanna. Margir þeir menn, sem hafa kosið fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins við þingkosningar, vilja gæti- lega fjármálastjórn, og hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum af því, að þeir hafa litið svo á, að honum væri betur treystandi en öðrum til að fara með fjármál ríkisins. Nú eru liðnir 19 mánuðir síð- an þjóðstjórnin var mynduð, en þá tók Sjálfstæðisflokkurinn I. Eitt hið erfiðasta þjóðfélags- vandamál síðari ára, er atvinnu- leysi og erfið fjárhagsafkoma fólksins í kaupstöðum og kaup- túnum þessa lands. Afleiðing- arnar af því hafa meðal annars komið fram í sívaxandi styrk- þegaframfæri og aukinni opin- berri aðstoð í ýmsum myndum. Árið 1938 var styrkþegafram- færið sem hér segir: íbúar Framfr,- kostnaður kr. Reykjavík 37366 1676942,00 Aðrir kaupstaðir (7) 19863 755836,00 Kauptún yfir 500 íbúa (12) 9860 310717,00 Kauptún undir 500 íbúa (32) um 9000 260000,00 Aðrir hreppar, þar í nokkur lítil kaup- tún um 43000 275467,00 Allt landið um 118909 3278962,00 Þess má geta, að 34 hréppar, allt sveitahreppar, hafa ekkert styrkþegaframfæri þetta ár, en eru þó taldir með í mannfjölda- yfirliti. Framangreint yfirlit sýnir, að árið 1938 hefir styrkþegafram- færið kostað þjóðfélagið sam- tals kr. 3.278.962,00. Á því sama ári er varið til atvinnubóta frá ríki, bæjar- og hreppsfélögum samtals kr. 1,300,000.00, eftir því sem bezt verður vitað. Ennfrem- ur er samtímis varið til elli- launa og örorkubóta alls kr. 1,- 370,819.00. Samtals er því varið til þessara þriggja liða á einu ári nálega 6 miljónum króna. Nú fer því mjög fjarri, að rétt sé að færa greiðslur til atvinnu- bóta, ellilauna og örorkubóta að öllu leyti á útgjaldareikning framfærslunnar í landinu. Hins vegar er víst, að ef dregið hefði verið verulega úr greiðslum til þeirra mála, þá er mjög hætt við að hinn beini framfærslu- kostnaður hefði oi’ðið drjúgum hærri, heldur en raun ber vitni. Við nánari athugun á hinum beina framfærslukostnaði verð- ur ljóst, • að meginhluti hans, eða tæplega 3 miljónir króna, fer til framfærslu fólks, sem nú býr í kaupstöðum og kauptún- um, en þar á nú heima um það bil tveir þriðjungar þjóðarinn- ar. Framfærslukostnaður á hvern íbúa þar er sem næst 37 krónur. Sá þriðjungur þjóðar- innar, sem í sveitunum býr, tek- ur hins vegar ekki til sín nema tæplega 1/12 af heildarfram- færslukostnaðinum, og verður fi’amfærslukostnaðurinn tæpar 7 krónur á hvern ibúa, sem á þar heima. Að sjálfsögðu eru ýmsar á- stæður fyrir þessum reginmun og verða þær eigi raktar hér. Fullyrða má þó, að meginástæð- an sé sú, að fólkið í kaupstöð- um og kauptúnum skortir að- stöðu, eða hagnýtir hana ekki réttilega — til þess að vinna sér brauð. Því miður eru ekki ennþá til skýrslur um það, hve mikill hluti framfærslunnar orsakast af atvinnuleysi þess fólks, er hennar hefir notið. Ég hefi þó gilda ástæðu til að ætla, að sá hluti sé eitthvað töluvert yfir eina miljón króna. Það eru út- gjöld, sem hefði mátt spara, ef styi’kþegarnir hefðu haft næga atvinnu. Hér hefir þá verið dregin saman í eina heild hin fjár- hagslega hlið framfærslunnar í landinu, og hún mæld í krónum. En hver vill taka að sér að reikna út og meta til peninga, alla þá manngildishrörnun, sem að öllum jafnaði siglir í kjölfar styrkþágu manna, sem geta unnið fyrir sér, en brestur af einhverjum ástæðum ytri möguleika til þess? Hver treyst- ir sér til að reikna til verðmæta tapaða sjálfsbjargarlöngun og glataða lífstrú styrkþeganna? II. í greinarflokki, er birtist í Tímanum fyrir nokkru, varpaði ég fram þeiri’i staðhæfingu, að ekkert eitt mál mundi orka jafnmikið almennt og varan- lega til umbóta á lífskjörum fólksins í kauptúnum og kaup- stöðurn, eins og það, að veita því aðgang að hæfilega stóru landi með aðgengilegum kjör- um. Þessi staðhæfing skal nán- ar rökstudd hér. Þegar frá er talinn sá vísir utanþingsmönnum munaði mest um stuðning Bjarna Benedikts- sonar. Sá hann glögglega, að fá- tækraframfærið var að sliga Reykjavík, enda átti hann sæti í fátækranefnd. Upp úr þessu samstarfi kom einskonar þjóð- stjórn um fátækramálin. Eiga þar sæti þrír röskir menn úr þjóðstjórnarflokkunum. Skyldi nefndin hafa yfirumsjón með framkvæmd fátækramála og ráðstafa því fé, sem áður var varið í klakahögg, til nýsköpun- ar á atvinnulífinu. Hefir nefnd þessi unnið stórfellt byrjunar- verk. En áðúr en hún var skip- uð hafði Reykjavík og Hafnar- fjörður sogið í gömlu atvinnu- bótahitina megnið af því fé, sem átti aö ganga til atvinnu- aukningar 1940. En samkvæmt nýútkominni auglýsingu frá stjórnarráöinu, á framkvæmdin aö verða önnur og betri næsta ár. Jafnframt þessu var breytt lögum um fátækranefn'dina í Reykjavík í því skyni að bjarga fjórum fullelfdum kai’lmönnum úr yfirvofandi hættu. Fimmta persónan var kommúnisti og kvenmaður. Lífsskoðanir þessa fátækrafulltrúa voru að vísu slæmar, en þó var hitt hálfu verra, að þessi kona hafði náð- argáfu óskemmtilegheitanna á svo háu stigi, að hún gerði nálega óstarfandi í nefndinni. Eftir lagabreytinguna bauð Bjarni Benediktsson mér, að tryggja Framsóknarmanni sæti í nefndinni. Kom í hana óvenju- lega dugiegur, kornungur og laginn starfsmaður úr Sam- bandinu, Kristjón Kristjónsson. Hefir allt þetta samstarf tekizt svo vel, þó að um byrjunarverk eitt sé að ræða, að útgjöldin við fátækramálin hafa lækkað í ár, og er það nýlunda í Reykjavík. Fleiri ástæður komu þar til greina, en hitt mun enginn vé- fengja, að hið nýtilkomna sam- starf um fátækramálin, sem Framsóknarflokkurinn hefir átt verulegan þátt í að mynda, er ein hin lífvænlegasta nýjung í stjórnmálaaðgerðum síðari ára. Þegar þess er gætt, hversu sam- starf Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna hefir gefizt vel um íatækramálin, má kalla fui’ðulegt, að engum af félögum Bjarna Benediktssonar í bæjar- stjórn skuli hafa komið til hugar að auka slíkt samtarf í fleiri nefndum. Hefir þar gætt minni framsýni og kurteisi enjáAlþingi, þar sem Framsóknarmenn hafa skilað auðum seðlum við for- setakosningar hin síðari ár til að tryggj a Sj álfstæðismönnum sæti í stjórn þingsins.. í niður- lagi þessarar greinar í næsta blaði, mun ég leiða rök að því, hversu lýðræðisflokkunum hefir tekizt á síðari árum að þrengja nokkxxð hringinn um ofbeldis- að iðnaði, sem til er í landinu, má segja, að aðalatvinna hins vinnandi fólks í kaupstöðum og kauptúnum sé yfirleitt fólgin i því að afla fiskjar og breyta honum í söluhæft ástand. Af þessum ástæðum er atvinna sjómanna og verkafólks mjög samtvinnuð. Góður sjávarafli veitir mikla landvinnu. Lélegur sjávarafli hefir hins vegar í för með sér atvinnuleysi i landi. Vegna gæftaleysis, markaðs- örðugleika, fiskileysis, breytinga á veiðiaðferðum, viðgerða á fiskibátunum, og af öðrum slík- um ástæðum, verða árlega veru- legar eyður í útgerðartíma fiski- flotans. Hefir það eðlilega í för með sér tilsvarandi atvinnu- rýrnun hjá verkafólkinu í landi. Athugun hefir sýnt, að á nokkrum undanförnum árum (þetta ár er ekki meðtalið) hefir veiðitími fiskiflotans á sumum stöðum aðeins verið 4 til 8 mánuði árlega. Og af eðli- legum ástæðum var landvinnan háð tilsvarandi takmörkunum. Það er vart hægt að gera ráð fyrir, að fólk, sem hefir starfs- aðstöðu aðeins 4—8 mánuði úr ári hverju geti lifað menningar- lífi og haft sæmilega afkomu. Og vafalaust er það víðar en á íslandi, sem svo er ástatt. Þegar svo verulega út af ber með afla- brögð, svo sem dæmin sanna að oft kemur fyrir, þá er afkomu þessara fjölmennu stétta þjóð- félagsins — verkamanna og sjómanna — teflt í hinn mesta voða. Afleiðingarnar af því hafa sýnt sig í stórhækkuðu styrk- þegaframfæri og ^ allskonar St j órnmálanámskeið Framsóknariélags Akurcyrar Framsóknarfélag Akui’eyrar hefir sýnt þann myndarskap, að gangast fyrir séi’stöku þjóð- málanámskeiði, sem stendur yf- ir þessa dagana. Segir svo frá sethingu námskeiðsins í Degi 21. þ. m.: „Stjórnmálanámskeið Akur- eyrar var sett í samkomuhúsinu Skjaldborg kl. 2 e. h. síðastl. máriudag af formanni félagsins, Guðmundi Guðlaugssyni verk- smiðjustjóra. Viðstaddir voru væntanlegir þátttakendur nárii- skeiðisins og margir gestir, þeirra á meðal Hermann Jónas- son forsætisi’áðherra; flutti hann afarsnjalla ávarpsræðu til hinna ungu manna, er komnir voru til námsskeiðisins, og var henni fagnað með dynjandi lófataki. Að því loknu flutti for- stöðumaður námsskeiðsins, Daníel Ágústínusson, erindreki Framsóknarflokksins, aðra ræðu og skýrði frá fyrirkomulagi þess og þýðirigu þeiiri, er slík náms- skeið geta haft. Námsskeiðið fer að mestu fram á skrifstofu Framsóknar- félags Akureyrar við Kaup- vangstorg og stendur yfir til næstu mánaðamóta. Þátttak- endur eru 27 að tölu og eru þeir þessir: Jóhannes Haraldsson, Garðs- horni, Svarfaðardal; Hjalti Har- aldsson, s. st.; Friðbjörn Zoph- oníasson, Hóli, Svarfaðardal, Stefán Valgeii’sson, Auðbrekku, Hörgárdal; Þórir Valgeirsson, s. st.; Þorsteinn Valgeirsson, s. st.; Guðmundur Eiðsson, Þúfnavöll- um, Hörgárdal; Friðfinnur Magnússon, Skriðu, Hörgárdal; Angantýr Hjálmarsson, Villinga- dal, Saurbæjarhreppi; Jón Hjálmarsson frá Villingadal, Stokkahl., Hrafnagilshr.; Páll Helgason, Þórustöðum, Öngul- staðahreppi; Kristján Tryggva- son, Varðgjá, Öngulstaðahreppi; Gunnar Kristjánsson, Dagverð- areyri, Glæsibæjárhr.; Arnór Karlsson, Veisu, Fnjóskadal; Sigfús Jónsson, Einarsstöðum, Þing.; Lúðvík Jónasson, Húsa- vík; Kristján Benediktsson, Húsavík; Halldór Víglundsson, (Framh. á 4. síðu) flokkana tvo, kommúnista og hina svokölluðu þjóðernissinna. Mun þá koma 1 ljós, að nábúar Framsóknarflokksins eiga enn eftir óunnið allmikið verk, að bera vatn í eldsglæður, sem log- ar gjósa upp úr, oftar en skyldi, innan við túngarða hjá ráðsettu lýðræðisfólki. . Frh. J. J. vandræðum, sem á sumum stöðum hafa leitt til þess, að fólkið hefir beinlínis gefizt upp í því að reyna að bjarga sér, og er það ástand eitt hið erfiðasta þjóðfélagsfyrirbrjgði við að fást. Það er ekki vert að fela þá staðreynd, að sjávarútvegurinn sem atvinnuvegur, er háður þeim takmörkunum, sem fyrr hefir verið lýst. Frá því eru að vísu nokkrar undantekningar, sem frekast eru þá bundnar við einstök aflaár, eða bráðabirgða- verðbólgu á sjávarafurðunum. Hitt er aðalreglan, lögmál, sem enn sem komið er er erfitt að flýja. Það er því augljóst, að ef ekki tekst að skapa því fólki, sem sjóinn stundar og aflann verkar, einhverja arðbæra at- vinnu þann tíma árs, sem sjó- sókn er ekki stunduð, þá er það dæmt til örbirgðar og skorts í öllum lakari árum. Eins og sakir standa, er ekki unnt að koma auga á neitt úr- ræði til þess að bæta úr þessari atvinnuvöntun, annað en að beina huga og höndum fólksins að því nægtabúri lífsins — moldinni — sem ennþá er lítt hagnýtt í okkar gagnauðuga landi. Og það er skoðun mín, að stærsta ástæðan til atvinnu- vandræðanna og hinnar erfiðu afkomu fólksins í kauptúnum landsins, sé einmitt sú, að geng- ið hefir verið fram hjá þessu at- riði. Kaupstaðir og kauptún hafa byggst og vaxið á þeim at- vinnugrundvelli einum, að fólk- ið gæti eingöngu lifað á sjáv- arafla og verkun hans, enda þótt það væri háð þeim stór-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.