Tíminn - 28.11.1940, Side 3

Tíminn - 28.11.1940, Side 3
118. blað TtMINN, fimmtadaginn 28. nóv. 1940 171 B Æ K U R Almanak Hins íslenzka verið látinn skrifa um seinustu 20 árin. Greininni fylgja góðar mynd- ir af landshöfðingjum og for- sætisráðherrum á árunum 1874 —1940. þjóðvinafélags um árið 1941. Sextugasti og sjö- undi árgangur. Reykja- vík 1940. Bls. 120. Almanakið hefst á hinu venju- lega rímtali dr. Ólafs Daníels- sonar og dr. Þorkels Þorkels- sonar. Næst birtast tvær stutt- ar æfisögur eftir Jón Magnús- son fil. cand. Segir hann frá enska skáldinu H. G. Wells og finnska stjórnmálamanninum Vainö Tanner. Verður það trauðla betur gert í jafn stuttu máli. Þá kemur Árbók íslands 1939 eftir Björn Sigfússon mag. art. Björn hefir auðsjáanlega reynt að vinna þetta verk sam- vizkusamlega.Niðurstaðan verð- ur samt sú, að árbókin er mjög ólæsileg. Ættu útgefendur Al- manaksins að reyna að finna árbókinni skemmtilegra form, mætti að skaðlausu sleppa ýmsu, sem nú er upptalið, en hafa sum atriðin fyllri. Eftir árbókinni kemur mesta grein Almanaksins, Valdamenn á íslandi 1874—1940, eftir Jónas Jónsson. Tilgangur höfundarins er sá, að lýsa stuttlega lands- höfðingjum og forsætisráðherr- um þessa tímabils, en þetta verður jafnframt saga tímabils- ins. Er þar samanþjappaður ó- hemjumikill fróðleikur, og munu ekki aðrir leika það eftir að segja hann á jafn lifandi og skemmtilegan hátt. Sennilega veit uppvaxandi kynslóð ekki jafn lítið um nokkurt tímabil íslandssögunnar og seinustu áratugi 19. aldarinnar og fyrstu áratugi 20. aldarinnar. Hefi ég átt tal við marga unga menn, sem hafa lesið þessa grein sér til mikils ga^ns og og ánægju. En það er áreiðanlega hjá fleirum en yngra fólkinu, sem kaflinn um landshöfðingjana, Hannes Hafstein, Björn Jónsson og Einar Arnórsson, varpar nýju ljósi á þennan þátt íslands- sögunnar. Síðari hluti greinar- innar finnst mér ekki eins góð- ur, enda gætir höfundur þar meiri varasemi, sem vonlegt er, því að þar skrifar hann um það tímabil, sem sennilega á eftir að bera nafn hans sjálfs og öllum kemur saman um, að hann hafi sett á meira svipmót en nokkur maður annar. Er það vitanlega meira en lítil gloppa í frásögninni af þessu tímabili, að svo virðist helzt sem Jónas Jónsson hafi hvergi komið þar við sögu! Ég hygg, að það he'fði veriö betur farið, að Jónas Jóns- son hefði ekki skrifað sjálfur nema um tímabilið 1874—1920, en að annar fróður maður hefði felldu annmörkum, að því gæti fylgt 4 til 8 mánaða atvinnu- leysi. Á það má benda, að þetta á- stand — atvinnuleysi mikinn hluta árs — hlýtur eölilega að ýta undir hærri kaupkröfur, bæði á sjó og landi. Það segir sig sjálft, að verkamaður, sem fyrirfram veit að hann á ekki kost á vinnu, nema hluta af ár- inu, hefir tilhneigingu til þess að vera hærri !í kaupkröfum sínum fyrir hverja tímaeiningu, heldur en ef hann hefði vissu fyrir vinnu allt árið. Fjölda margir vérkamenn hafa sagt mér, að þeim væri stöðug vinna og fullkomið atvinnuöryggi meira virði heldur en hátt tíma- kaup. En þar sem ekki væri að vænta atvinnu nema hluta af árinu, neyddust þeir til að stilla kaupkröfum sínum það hátt, að vænta mætti að vinnutekjurn- ar nægðu fyrir ársþörfunum, þótt atvinnutíminn yrði stuttur. Það má því segja, að þetta at- vinnuskipulag torveldi hvers- konar atvinnurekstur, og hefir það ekki sízt komið allþungt niður á útgerðinni á undan- förnum árum. Eigi má gleyma því, að land- búnaður og ræktun hefir mikið menningarlegt gildi, auk þess að bæta fjárhagsafkomuna. Vei'kamaður eða sjómaður í kaupstað, sem hefir jarðarblett, ef til vill í kring um húsið sitt, og þar með möguleika til þess að fullnægja sjálfur neyzluþörf heimilis síns á landbúnaðaraf- urðum, hann hlýtur að verða öruggari um framtíð sína og af- Vonandi heldur stjórn Þjóð- vinafélagsins áfram á þeirri braut að birta í Almanakinu sögulegar frásagnir og yfirlits- greinar á borð við þessa. Fátt er æskilegra til að geta vakið á- huga fyrir sögu þjóðarinnar, einkum meðal yngra fólksins, en þess er hin mesta þörf. í þeim efnum verður aldrei lögð nógu mikil áherzla á skemmtilega frásögn og góðar persónulýsing- ar, því að með þeim móti nást almennastar vinsældir. Almanakið gæti haft nóg slík verkefn i á næstu árum, þótt það snéri sér að þessu eina tima bili, 1874—1940. Það má halda áfram í svipuðum stíl og hér er byrjað, með því t. d. að taka öndvegismenn atvinnuveganna, skólamála, kirkjunnar o. s. frv. Á eftir grein Jónasar koma ýmsar fróðlegar skýrslur, sem hagstofustjóri hefir tekið sam- an. Almanakið birti mikið af slíkum fróðleik í tíð Tryggva Gunnarssonar og hlaut fyrir það vinsældir. Er sennilegt að svo verði enn. Auk þessa eru í Almanakinu athyglisverð smágrein eftir Stefan Zveig, útdráttur úr gömlum sóknarlýsingum og skrítlur. Þ. Þ. Skinfaxi. Annað hefti þessa árgangs Skinfaxa er nýkomið. Efni þess er: Vér mótmælum allir, at- hyglisverð og hvassorð grein eftir Aðalstein Sigmunds- son, íslandi riður á, vísur eftir Gest, Sveitamaður, kvæði eftir Halldór Kristjánsson á Kirkju- bóli, frásögn frá 13. sambands- þingi U. M'. F. í. og íþróttamótin í Haukadal, Manstu?, grein eft- ir Hallgrím Jónsson, Um tó- bakstízku og U, M. F., grein eft- ir Halldór Kristj ánsson og Falln- ir stofnar, minninga'rgrein eftir Björn Jónsson, og loks frásagn- ir um störf ýmissa félaga, um- sagnir um bækur og fleira. í lok ritsins eru kveðjuorð frá AÖalsteini Sigmundssyni, er nú lætur af ritstjórn Skinfaxa eftir 11 ára starf. Við ritstjórninni mun nú taka séra Eiríkur Eirík- son á Núpi. Innheímtumenn! Nú er skammt til áramóta, og því nauðsynlegt að gerð verði gangskör að innheimtu blaðs- ins sem fyrst. Sendið innheimtu blaðsins skilagreinar fyrir ára- mót. Vinnið ötullega að innheimtu og útbreiðslu Tímans. komu, heldur en stéttarbróðir hans á mölinni, sem ef til vill hefir ekkert sjálfstætt athafna- svið. Hinn fyrrnefndi er þess meðvitandi, að bletturinn hans er nægtabúr, sem ekki bregst, ef réttum tökum er beitt. Hann veit, að þar eru fólgnir miklir möguleikar til þess að skapa fjölskyldunni brauð, hvað sem öðrum atvinnutekjum líður. Þar er alltaf tækifæri til nokkurr- ar atvinnu og arðs, sem ekki verður frá honum tekið. Þessi vissa veitir honum aukna bjart- sýni, trú á lífið og traust á sjálf- an sig og framtiðina. Stéttarbróðirinn á mölinni hefir ekkert af þessu að segja. Hann hefir ekkert sjálfstætt athafnasvið, þegar atvinnusókn hans utan heimilisins er lokið. Ef til vill er hann leiguliði um húsnæði og býr annað árið hér og hitt árið þar. Ekkert fast, sjálfstætt eða öruggt framund- an. Vegna þessarar aðstöðu sinnar verður hann sífelt að vera á snöpum eftir vinnu. Hann neyðist til að bíða heila og hálfa dagana og ef til vill part af nóttunum líka, á vinnu- stöðvunum, ef einhverjar eru, mænandi og vonandi eftir hverju tækifæri um handtak að vinna, verðandi fyrir margend- urteknum vonbrigðum. Oft verður hann að hverfa heim, án þess að hafa fengið nokkurt viðvik að starfa, heim þangað, sem bíður hans skortur, kuldi og vöntun flestra nauðsynleg- ustu þarfa. Engum getum þarf að því að leiða, hvor þessara manna er Sleðaferðir barna Eftirtaldir staðir eru leyfðir fyrir sleða- ferðir barna: Austurbær: 1. Arnarhóll, Torgið fyrir vestan Bjarnaborg milli Hverfisgötu og Lindar- götu. 3. Grettisgata, milli Barónsstígs og Hringbrautar, 4. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu, 5. Liljugata, 6. Túnblettir við Háteigsveg beggja megin við Sunnuhvolshúsið. Vesturbaer: 1. Bráðræðistún sunnan Grandavegs, Vesturvallagata milli Holtsgötu og Sellandsstígs, Blómvallagata milli Sólvallagötu og Hávallagötu, Hornlóðin við Garðastræti sunnan vert við Túngötu. 4. Bifreiðaumferð um þessar götu er jafnframt bönnuð. LÖGREGLUSTJÓRINN. kemur út annan hvorn mán- uð og verður 48—50 síður á ári. Áragangurinn kostar kr. I 0.85. í lausasölu kostar ein- takið 15 aura. Borga má með ónotuðum íslenzkum frímerkjum. Ritstjórar: séra Nils Ramselius og Sigmund Jacobsen. — Afgreiðsla: Hafnarstræti 77, Akureyri. IV. árgangur byrjar jan. 1941. Gerist áskrifendur í tíma. Einasta barnablað landsins nothæft í sunnudagaskóla. Sölumenn óskast um allt land. — Nils Ramselius, Akureyri. Loftvarnaræfing Tílkynníng frá Loftvarnarnefnd Loftvarnarnefnd liefir á fundi síinim þann 26. þ. m. ákveðið, að lofvarnaræfing skuli haldin laugardaginn þann 30. þ. m. kl. 11 (f. h.) með bæjarbúum og öllum þeim aðilum, sem vinna í sambandi við loftvarnir nefndarinnar. Merki um hættu verður gefið kl. 11,00. Um leið og hættumerkið (frá rafflautum eða símanum) lieyrist, ber öllum að hegða sér samkvæmt áðurgefnum fyrirmælum frá loft- varnarnefndinni. Undanþegnir frá þcssari æf- ingu eru sjúklingar og gamalmenni. Fólk skal dvelja í íbúðum sínum (á neðstu hæð húsanna eða I kjöllurum), í hinum opin- beru loftvarnabirgjum eða lialda kyrru fyrir á víðavangi (liggja niðri) þar til inerki er gefið um að hættan sé liðin hjá. Nauðsynlegt er, að allir sýni fullan vilja á að fara eftir gefn- um leiðbeiningum og fyrirmælum nefndarinn- ar hér að lútandi. I»eir. sem vísvitandi brjóta settar reglur verða látnir sæta ábyrgð. MUNIÐ: Merki um bættu er síbreytilegur tóim nieðan bætta er yfirvofaudi. Merki um að hættan sé liðin hjá, er samfcldur tónn í 5 míniitur. LOFTVARNARNEFND. ReykjavíJc. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. Niðnrsuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. líklegri til þess að verða nýtari og' heilsteyptari þj óðfélagsþegn og færari um að annast skyld- urnar við sjálfan sig, fjölskyldu sína og samfélagið. í þessu sambandi er einnig vert að minnast á barnaupp- eldið. Eitt hið mesta vandamál kauptúnanna er að veita börn- unum nauðsynleg og viðeigandi verkefni. Athafnaþörfin hjá börnunum er svo sterk, að þau leita sér sjálf að viðfangsefn- um, ef ekki er fyrir þeim séð. Að sjálfsögðu ræður þá tilviljun mestu um, hvort þau velja sér góð eða ill verkefni. Allir vita, að reynslan er sú, að barn, sem elzt upp við iðjuleysi og þau viðfangsefni, sem götulífið hef- ir að bjóða, er í hættu um að hafa tileinkað sér óhollar lífs- venjur, sem fyr eða síðar verða því til ógæfu. Á hinn bóginn má fyllilega vænta þess, að ef barnið elst upp við holl störf, við ræktun og gróður jarðar, umgengst skepnur með velvild og fær að neyta krafta sinna í samstarfi við náttúruna, — þá verði uppeldisáhrifin allt önnur og gæfusamlegri. Um þetta at- riði munu flestir sammála, og skal það því eigi nánar rakið hér. Hvað segir svo reynslan um þessi mál? Dómur hennar er ótvírætt sá, að því betur sem fólkinu í kaup- túnunum hefir tekizt að ná al- mennum og föstum tökum á jarðræktinni sem hjálparat- vinnu með sjósókn og óvissum daglaunastörfum, þess betri og vissari hefir afkoman orðið. Þar sem jarðræktin hefir hins vegar verið vanrækt, eða að- staðan til hennar verið óhag- stæð, hefir örbirgð, úrræðaleysi og vandræði látið á sér bæra, jafnskjótt og eitthvað hefir á- bj átað. Eitt gleggsta dæmið um þýð- ingu jarðræktarinnar fyrir kauptúnin, er frá Eyrarbakka. Fyrir um það bil tveimur ára- tugum var Eyrarbakki allblóm- legt kauptún, og byggðist at- vinnan þá, því nær eingöngu á verzlun og útgerð. Um og eftir 1920 brustu þessar atvinnu- stoðir smátt og smátt. Verzl- unin fluttist að miklu leyti í burtu og útgerðinni stórhrak- aði. En í stað þess að gefast upp og fara á ríkið, tóku þorpsbúar það ráð, að hagnýta sér landið í grennd við kauptúnið. Þetta hefir tekizt með þeim ágætum, áð Eyrarbakki er nú eitt blóm- legasta og atvinnulega örugg- (Framh. á 4. síðu) MEST OG BEZT fyrir krónuna með því að nota þvotta- duftið Perla 136 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 133 um byrjaði hann að skipuleggja og stjórna viðskiptunum og hringur sam- starfsmanna hans var orðinn sterkur og stöðugt vaxandi hætta fyrir þjóðfé- lagið. Menn vissu, að hann var til, fundu hvar hann var með í verki, þekktu sumar af aðferðum hans, og menn fengu oft áþreifanlega að finna til ákvarðana hans — en hann sjálfur? Hann kunn i að fela sig fyrir þeim sem leituðu hans. Það voru hans löngu köngulóararmar, sem höfðu náð taki á Lucy. Þegar Bob vaknaði næsta morgun, fann hann strax að einhver breyting var orðin í lífi hans. Og brátt áttaði hann sig á því, að í gær hafði hann unnið sitt fyrsta verk í þjónustu sinna nýju hús- bænda. Hann minntist orða „trúboðans", og ákvað að notfæra sér strax þá vísbend- ingu, sem hann þegar hafði fengið. Svo bjóst hann við að móttaka laun fyrir starf sitt, sem honum fannst hann hafa leyst óaðfinnanlega af hendi. Af einni eða annari ástæðu fór hann ekki í heimsókn í krá China-Charleys. Hann var ekki í skapi til að svara þeim spurningum, sem ef til vill yrðu lagðar fyrir hann, þegar menn yrðu þess varir að stúlkan, sem hafði verið þar undan- drasli burt af andlitinu á yður. Það skulum við nú sjá bráðum. Hann gekk fram að dyrunum og opn- aði þær ofurlítið, stakk höfðinu út í gættina og gaf einhverja fyrirskipun. Samstundis komu nokkrar stúlkur — meðal þeirra þekkti Lucy feitu konuna úr eldhúsinu — sem kom inn með vaskafat og nokkur handklæði. Það hefði verið tilgangslaust fyrir Lucy að veita mótspyrnu. Á skammri stundu var dulargerfi hennar, sem götudrós Lundúnaborgar, þvegið burt, og kom þá í ljós hennar eiginlega, fagra og vel hirta andlit. Cabera sat á borðrönd, dinglaði fót- unum og fylgdist ánægður með breyt- ingunni, sem smátt og smátt varð á andliti Lucy. — Jæja, sagði hann ánægjulega, þegar verkinu var lokið. — Grunur minn var þá réttur. En því í ósköpun- um voruð þér að gera yður tíu árum eld'ri. Lucy yppti aðeins öxlum. Cabera stökk niður af borðinu og ýtti hattinum frá enninu. — Áður en ég yfirgef yður, vil ég segja yður nokkuð. — Nú verðið þér einar um stund. Þér getið sofið í rúm- inu þarna og mat fáið þér reglulega. En ef að þér skylduð freistast til að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.