Tíminn - 07.12.1940, Page 1

Tíminn - 07.12.1940, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjaík, laagardagiim 7. des. 1940 122. blað Undirbúningur vetrar- vertíðarinnar hafinn Margir hinna stærri vélbáta í sunnlenzku verstöðvunam hafa verið búnir botnvörpu Tíðindamaður Tímans hefir kynnt sér útgerðar- horfur í verstöðvunum suð- vestanlands. í haust hafa gæftir verið ákaflega slæm- ar og afli lítill, einkum nú upp á síðkastið, þótt ávallt hafi verið róið, þegar veður var til sjósóknar, vegna þess hagstæða verðlags, sem er á þeim fiski, er aflast. í Vestmannaeyjum hefir ekki gefið á sjó í marga daga, þar til í gær. Hefir verið óvenjulegt gæftaleysi í haust, stormar og brim. Seinast þegar farið var til fiskjar fékkst lítill afli, og hefir svo tíðast verið í haust. Menn eru þegar farnir að búa sig undir vetrarvertíðina. Er hugur í ýmsum útgerðarmönn- um að reyna veiðar með botn- vörpu og munu hinir stærri bátar í Eyjum búnir þeim veiði- tækjum í vetur. Gert er ráð fyrir, að vetrar- aflinn verði allur seldur jafn- óðum í skip þau, sem í förum verða milli landa með nýjan fisk. Stjórn olíusamlagsins í Eyj- um er um þessar mundir í Reykjavík og mun vera að vinna að útvegun á olíu handa fiskiflotanum á vetrarvertíð- inni. Hins vegar munu vera til töluverðar birgðir veiðarfæra. Netagerðin framleiðir nóg af netum til þorskveiðanna. Drag- nætur eru einnig brugðnar í Eyjum. í Keflavík og öðrum verstöðv- um á Suðurnesjum hefir ekki verið farið á sjó seinustu dag- ana .Afli hefir verið þar tregur að undanförnu, en samt nokk- ur fiskreytingur. Menn vonast eftir, að fiskibrögð á miðum Suðurnesjamanna fari senn að glæðast. í Keflavík verða fullt svo margir bátar í vetur og verið hefir undanfarnar vertíðir. Hafa verið keyptir í þorpið nokkrir gamlir bátar í sumar og Skólapíltur hvcrfur Síðastliðinn mánudagsmorgun hvarf skólapiltur frá Laugar- vatni, Einar Stefánsson að nafni, ættaður frá Rauðafelli undir Eyjafjöllum. Hefir hann eigi komið fram síðan. Er talið, að hann hafi ætlað til Reykjavíkur. Bjarni Bjarnason skólastjóri skýrði Tímanum svo frá í morg- un: — 1. desember var að venju haldin fjölmenn samkoma að Laugarvatni. Stóð hún alla mánudagsnóttina. Sóttu hana um 600 manns. Vín sást þar ekki á neinum manni, utan 2 eða 3 piltum, og munu 2 kunningjar þeirra í hópi aðkomumanna hafa haft það meðferðis úr Reykja- vík. Var strax farið með piltana burt af samkomunni, er þess varð vart að þeir voru ölvaðir. Voru þeir háttaðir ofan í rúm. Um klukkan 6 á mánudagsmorg- uninn fór ég með Einar Stefáns- son upp í herbergi sitt og bað hann að hátta; hann var þá nokkuð kenndur. Ég vék mér frá, en kom aftur eftir rúmar fimm mínútur. Var hann þá horfinn og var mér tjáð, að hann hefði haft þau ummæli, að hann ætlaði að fara til Reykjavíkur. Tveir piltar höfðu farið á eftir, en annar þeirrgi sneri skjótt við, til að láta mig vita, hvernig komið væri. Hinn elti Einar lengur, en hvarf þó til baka. Ég tók bifreið, er stóð á hlaðinu, og (Framh. á 4. síöu) haust. Að venju verða bátar frá Seyðisfirði og fleiri aðkomu- bátár gerðir þaðan út. Hin nýja bryggja, sem hefir verið í smíð- um í haust og á að verða full- gerð áður en vertíðin hefst, skapar aðstöðu til að auká nokkuð útgerðina frá Keflavík. í Njarðvíkum og Sandgerði verða aðkomubátar að venju í vetur. Allmargir bátaeigendur ' í Keflavík hafa orðið sér úti um botnvörpur. Reyndu sumir þessi nýju veiðitæki í haust, en fengu afar lítinn afla. Bezt öfluðu dragnótabátarnir, meðan um dragnótaveiðar var að ræða. Á Akranesi hafa slæmar gæft- ir einnig hamlað fiskisókn, en auk þess hefir afli verið fjarska- lega tregur, einkum nú siðari hluta haustsins. Var reytings- afli í septembermánuði og fyrri hluta októbermánaðar, en er á leið haustið, fór fiskibrögðum sihrakandi. Fiskimenn vænta þess þó, að fiskur fari bráðlega að ganga í flóann og aflabrögð glæðist úr því kemur fram í miðjan desembermánuð. Margir bátar fengu botn- vörpur í haust, en fiskuðu ekk- ert í þær, er þær voru reyndar. Var litið um fisk um það leyti og öfluðu togarar ekki heldur á þeim veiðislóðum, er bátarn- ir voru á. Um sama leyti fengu dragnótabátar reytingsafla. Er það ráðagerð manna, að eiga botnvörpurnar og grípa til þeirra í vetur, ef beitulaust kynni að verða eða álitlegt þætti að nota þær af öðrum sökum. Fremur lítið var veitt af Faxaflóasíld í haust. Var held- ur lítið um sild, auk þess sem það dró úr síidveiðunujm, a|ð verðlag var hátt á fiski, en síld ekki í geipiverði. Kusu því margir að sinna heldur öðrum veiðiskap en síldveiðum. Þó var talsvert veitt af síld fyrri hluta nóvembermánaðar. Jafnframt veiddist þá mikið af stórum (Framh. á 4. síðu) Grískur hermaður í hátíðabúningi. Nýir sígrar Grikkja Fráför Badogllo Hinni sigursælu sókn Grikkja heldur enn áfram. í Aþenu hef- ir opinberlega verið tilkynnt, að Grikkir hafi þegar tekið hafn- arborgina San Quaranta og í ó- staðfestum fregnum segir, að grískar hersveitir hafi snemma í gær farið inn í Argyrocastro. Víst er það, að ítalir eru búnir að flytja herlið sitt þaðan. Grikkir hafa ekki tekið mjög marga fanga seinustu dagana og bendir það til þess, að ítalir hafi hörfað undan með ráðnum hug. Hergögn þau, sem Grikkir hafa þegar tekið herfangi, eru talin margra millj. sterlings- punda virði. ítalir hafa þó eyði- lagt mikið af skotfærabirgðum, sem þeir gátu ekki komið undan. Það vekur geysimikla athygli, að Badoglio yfirhershöfðingi ít- ala hefir beðist lausnar. Gerði hann það fyrir viku síðan, þótt ekki hafi það verið tilkynnt fyrr. í stað hans hefir Caballero hershöfðingi verið skipaður yf- irhershöfðingi. '(Framh. á 4. síðu) Eínbeitní Svísslendinga Þeir voru um langt skeiö taldir hraustustu hermenn Evrópu og myndu reynast pað enn, ei peir pyritu aö verja irelsi sitt. I þýzkum og ítölskum blöð- um er iðulega deilt hart á sviss- nesku blöðin fyrir fréttaflutn- ing þeirra, þau sögð undir á- hrifum Breta o. s. frv. Iðulega er látið í veðri vaka ,að öxul- ríkin geti ekki til langframa þolað slíka fréttastarfsemi bótalaust. Það má telja víst, að öxul- ríkin hafi reynt að fá þvi fram- gengt við svissnesk stjórnar- völd, að fréttaflutningur blað- anna yrði háður takmörkunum. En slíkum óskum hefir enn ekki verið sinnt. Blöðin halda áfram eins og ekkert hafi ískorizt, að segja rétt og hlutlaust frá við- ureign stórveldanna, hvort sem einu eða fleirum þeirra líkar betur eða ver. Þessi hugdirfð hinnar fá- mennu svissneskju þjóðar, sem er umkringd járnklæddum herjum einræðisríkjanna á alla vegu, hefir vakið verðskuldaða aðdáun hins frjálsa heims. Er- lendir ferðamenn gista nú ekki hinar fögru svissnesku fjalla- byggðir, en þeim mun fleiri menn í öðrum löndum hugsa með virðingu um „litla frelsis- blettinn á meginlandi Evrópu“ eins og Sviss er nú oft kallað og til þjóðarinnar þar, sem ekki virðist hræðast hótanir og ekki hefir látið hina miklu sigurför einræðisstefnanna blinda sér sýn á gildi frelsisins. Svisslendingar eru ekki nema rúmar 4 milj. og land þeirra er ekki nema 15 þús. fermílur, mildð af því eru fjöll og vötn. Iðnaður og landbúnaður eru helztu 'atvinnuvegirnir. Iðnað- urinn er aðallega rekinn sem smáiðja og mun hvergi í iðn- aðarlandi vera tiltölulega jafn- margir sjálfstæðir atvinnurek- endur. Silkivörur og úr frá Sviss eru fræg um allan heim. Ann- ars er Sviss fátækt land. Öll hráefnin til iðnaðarins er inn- flutt og þriðjungurinn af neyzluvörunum. Styrjöldin veld- ur þjóðinni því miklum erfið- leikum. Ferðamennirnir, sem A. KROSSGÖTTJM Hættusvæðið við Vestfirði. — Hraðfrystihús Patreksfjarðar. — Ný bryggja í Keflavík. — Tvær niðursuðuverksmiðjur á Akranesi. —Námsflokkar áBlöndu- ---- ósi. — Flugferðir. — Svifflugfélagið. - í síðastliðnum mánuði tilkynnti enska herstjórnin, að hafið út af Vest- fjörðum, norðan Skaga við Dýrafjörð og vestan Geirólfsgnúps á Ströndum, væri hættusvæði. Kom þessi ákvörðun herstjórnarinnar afar hart við fiski- menn á Vestfjörðum og svifti þá mögu- leikum til lífsbjargar á vetrarvertíð- inni, auk þess. sem togaraflotinn sækir jafnan á þessar slóðir til fiskiveiða að vetrinum. Samkvæmt tilkynningu, sem send var út í fyrra kvöld frá loft- skeytastöðvunum á Siafcufirði og ísa- firði, hefir hinni fyrri ákvörðun verið breytt og hættusvæðið verið minnkað, þannig að austurtakmörk þess eru færð vestur um hálft lengdarstig. Verður þá nokkur hluti Hornbanka og Stranda- grunns utan hættusvæðisins. Verður landsmönnum því kleift að nytja að nokkru þýðingarmiklar fiskislóðir. Á það er einnnig að líta, að þessi breyt- ing er hagkvæm vegna sjóferða á þess- um slóðum. t t t Hraðfrystihús Patreksfjarðar h. f. hefur nýlega fest kaup á verzlunarlóð- inni Geirseyrareign við Patreksfjörð, þó með þeim skilmálum, að kaupin ganga til baka, ef Patreksfjarðarhrepp- ur vill ganga inn í kaupin, þar sem hann átti forgangsrétt “að eigninni. Þetta er verzlunarlóð sú, þar sem Pétur A Ólafsson rak verzlun sína. Kaup- verðið er 20 þúsund krónur. Ætlun fé- lagsins er að reisa þarna hraðfrystihús í vetur. Að hlutafélaginu standa Pat- reksf j arðarhreppur, Vestur-Barða- strandasýsla, Tálknaf j arðarhreppur, nokkur kaupfélög, margir smáútvegs- menn og verkamenn á Patreksfirði. / t r í Keflavík er í smíðum alllöng bryggja, sem áætlað er að kosta muni um 50 þúsund krónur. Er það hrepps- félagið, sem hefir forgöngu um verkið, en nýtur að sjálfsögðu ríkisstyrks, svo sem venja er til um slíkt mannvirki. Svo er til ætlazt, að þessi nýja bryggja verði fullger í vertíðarbyrjun. Við hana eiga þrír. vélbátar að geta lent í einu, þegar háflæði er. Skapar þetta mamivirki aðstöðu til aukinnar bátaút- gerðar í Keflavík. Þessi nýja bryggja er á Vatnsnesi svoköllluðu, sunnan við hafnargarðinn. r r t Það mun vera í ráði, að stofnsetja og hefja rekstur tveggja niðursuðu- verksmiðja á Akranesi innan skamms. Eigandi annarar þessara niðursuðu- verksmiðja er Haraldur Böðvarsson út- gerðarmaður, en hinni er komið á lagg- innar á vegum Ólafs Bjömssonar kaup- manns. Báðum þessum verksmiðjum mun einkum ætlað að sjóða niður og vinna úr sjávarafurðum ýmiskonar. Mun verksmiðja Ólafs Björnssonar geta tekið til starfa áður en langt um líður, en verksmiðja Haraldar verður semiilega nokki-u síðbúnari. 1 t 1 Námsflokkar hafa starfað á Blöndu- ósi undanfarið undir stjórn Ágústs Sig- urðssonar cand. mag. Þátttakendur hafa verið um þrjátíu. Kennarar hafa verið Steingrímur Davíðsson, Páll Kolka, Sólveig Benediktsdóttir for- stöðukona Kvennaskólans og Pétur Þ. Einarsson, sem verið hefir formaður og umsjónarmaður námsflokkanna. Hreppsnefndin á Blönduósi hefir styrkt námsflokkana með ókeypis húsnæði, ljósi og hita og nokkurri þóknun til kennaranna. Áhugi hefir verið mjög almennur í þorpinu fyrir námsflokk- unum og er athugandi fyrir kauptúna- búa víðar, hvort ekki er vel varið tím- anum um miðjan veturinn til slíks náms. t t t íslenzku flugvélarnar tvær, Haförn- inn og Örninn, flugu alls um 19000 kílómetra í nóvembermánuði, en alls voru þær 96 klukkustundir á lofti. Norðurlandsferðir voru alls famar 15, 4 ferðir austur á land, tvívegis til Vest- urlandsins og ein hringferð. — Hring- ferðir þessar voru farnar samdægurs og tók flugið alls 7 klukkustundir og 10 mínútur. t r t Svifflugfélag íslands heldur áfram störfum þrátt fyrir það, að starfskilyrði þess eru mjög örðug, meðal annars hefir vinnusalur þess verið af því tek- inn. Flugskýlinu á Sandskeiðinu, sem um hríð var í höndum hersins, var síð- ar skilað félaginu, og hefir siðan verið að því unnið að æfa pilta í svifflugi, eftir því sem veðúr hefir leyft. eru ein helzta tekjulind lands- ins á friðartímum, hafa nú líka öðrum hnöppum að hneppa en að vera í ferðalögum. Þrátt fyr- ir alla örðugleika af völdum stríðsins, ver þjóðin nú miklu meira fé til hernaðarþarfa en nokkru sinni fyrr. Því er haldið fram, að móð- urmálið sé bezta frelsistrygg- ing þjóðanna. Reynslan virðist fullkomlega staðfesta þá skoð- un, en SvisslendingaT sýna þó í þeim efnum, að engin regla er án undantekninga. Þeir eiga ekkert sérstakt móðurmál. Um 70% af þeim tala þýzku, rúm 20% frönsku, en um 10% itölsku eða skyldar mállýzkur. Ástæðan til þessa er sú, að upphaflega byggði Sviss keltn- eskur þjóðflokkur, Helvetíarn- ir svokölluðu. Landið laut þá Rómverjum, og Helvetíarnir urðu fyrir miklum menningar- áhrifum þaðan. Á fyrstu öldun- um eftir Krist lagði germansk- ur kynflokkur, Alamannar, und- ir sig norðausturhluta landsins og tóku sér þar bólfestu. Þeir töluðu þýzka tungu. Annar ger- anskur þjóðflokkur, Burgundar, settust að í vesturhluta lands- ins, blandaðist Helvetíum og j tók upp mál þeirra að mestu. ! Þar er nú töluð franska. í suð- |urhluta landsins bjuggu Helvet- íar nokkurn veginn óáreittir og hin rómösnku áhrif héldust þar áfram. • Sviss laut um skeið Frökk- um, en um- aldamótin 1000 komst landið undir Þýzkalands- keisara. Smáfylki, kantón- urnar, voru þá byrjuð að myndast. Byggðust þær fljót- lega á einskonar lýðræðisfyrir- komulagi. Hið mikla þýzka ríki var þá ekki jafn vel skipulagt og nú, og stjórnendur furstadæm- anna reyndu iðulega að óhlýðn- ast Þýzkalandskeisara. Nokkru eftir aldamótin 1300 lentu þrjár svissneskar kantónur, Uri, Schwys og Unterwalden í deil- um við Habsborgarættina, sem þá var komin til valda í þýzka keisaradæminu. Hlauzt styrj- öld af deilum þessum og veitti Svisslendingum betur. Þessar þrjár kantónur mynduðu síðan einskonar bandalag og er það upphaf hins svissneska ríkis. Á næstu áratugum áttu Sviss- lendingar í stöðugum styrjöld um, því að ýmsir vildu brjóta þá undir sig, en þeim veitti stöðugt betur, og herfrægð þeirra barst um alla Evrópu. Svissneskir hermenn voru alls- staðar eftirsóttir og erlendir þjóðhöfðingjar kepptust .m.a.við að fá þá fyrir lífverði. Einkum sóttust Frakkar mikið eftir þeim. Var vinátta jafnan mikil milli Frakka og Svisslendinga, (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttlr. Jess Jones, formaður nefndar- innar, sem stjórnar utanríkis- lánastarfsemi Bandaríkjanna hefir látið svo ummælt, að það væri „góð áhætta“ að lána Bretum. Samkvæmt hinum svo nefndu Johnsonlögum mega Bandaríkin ekki lána þjóðum sem eiga vangoldnar fyrri stríðsskuldir sínar. Jones hefir verið spurður um, hvoft þessi lög yrðu numin úr gildi og svaraði hann: Ekki strax. Mor genthau, fjármálaráðherra Bandaríkj anna, hefir einnig sagt, að áhættulaust væri að lána Bretlandi. Brezka stjórn in hefir sent sérstakan erind reka til Bandaríkjanna til að athuga lánsmöguleikana þar Heitir sá Frederich Philipps. . Popoff, utanríkismálaráðherra Búlgara, flutti ræðu á þriðju A víðavangi SJÁLFSTÆÐISMÁLIÐ. Mikil breyting er nú komin á sjálfstæðismálið. Félög ungra Framsóknar- og Sjálfstæðis- manna hafa á aðalfundum sín- um lýst yfir fylgi við þá stefnu, að ísland taki alla stjórn lands- ins í sínar hendur. Á flokksþngi sínu lýsti Alþýðuflokkurinn yfir, að hann vildi beita sér fyrir lýð- veldi. Jón Kjartansson ritstjóri Morgunblaðsins hefir haldið því fram, að samningurinn milli ís- lands og Danmerkur væri fyrir rás viðburðanna fallinn úr gildi og yrði þjóð og þing að taka af- leiðingum þeirrar staðreyndar. Á Akranesi hefir að tilhlutan Péturs Ottesen verið samþykkt tillaga um, að halda þjóðfund í sumar, til að ráðstafa hinu æðsta valdi í landinu. Þá hefir mjög fjölmennur bændafundur á Eiðum eindregið stutt lýðveld- isstefnuna og skorað á þjóðina að standa fast saman um laush málsins. Þá hefir Tíminn fyrir hönd Framsóknarflokksins fylgt svipaðri stefnu um endan- lega frelsistöku landsmanna. VERND MÓÐURMÁLSINS. Mikill skriður er nú kominn á það mál. Útvarpið lætur glögga málfræðinga halda dómsdag yf- ir lélegum þýðendum. Auk þess hefir útvarpið sérstaka nefnd til að undirbúa reglur um glöggan og góðan framburð. Eru í nefnd þessari Björn Guðfinnsson málfræðingur, Jakob Kristins- son fræðslumálastjóri og Jón Eyþórsson veðurfræðingur. — Björn Guðfinnsson hefir ritað skörulega grein í Andvara um málspillinguna og er vonazt eftir, að hann riti árlega í það tímarit um sama efni. Á Akur- eyri hefur Sigurður skólameist- ari harða baráttu i móðurmáls- kennslu í menntaskólanum á móti hrognamáli því, sem berst út um landið í sumum nýrri bókum. Þá hefir ríkisstjórn- in heitið Birni Guðfinnssyni og fræðslumálastjóra stuðningi til að gefa út tímarit um verndun móðurmálsins og byrjar það væntanlega að koma út eftir áramótin. Það mun fara saman, að móðurmálið sé í hættu, en jafnframt því eru meir stunduð bjargráð heldur en verið hefir. ÁFENGISSKÖMMTUNIN. Segja má, að hún gangi bæði vel og illa. Með skömmtuninni hefir tekizt að hindra það, að brezku hermennirnir fengju Svartadauða sér til óbóta. ■ Sömuleiðis hefir hin mann- skemmandi áfengissala í leigu- bílum Reykjavíkur að mestu horfið. Hins vegar kemur í Ijós, að eldur áfengisþorstans lifir enn góðu lífi. Níu þúsund manns hafa tekið áfengisbæk- ur í Reykjavík. Vínsalan í áfeng- isbúðinni er gífurleg. Stundum yfir 20 þúsund krónur á dag. Áfengisbækurnar eru seldar og leigðar og er það mikill at- vinnuvegur fyrir skapgerðar- laust og táplítið fólk. Leynisál- ar fylgja viðvaningum í áfeng- isbúðina og benda þeim á hvaða víntegundir þeir eigi að kaupa. Fátækar stúlkur kaupa oft dýr^ ar og sjaldgæfar víntegundir fyrir leynisalana og fá þóknun fyrir ómakið. Skömmtunin er nauðsynleg í bili, en ekki fram- tíðarlausn. daginn, þar sem hann lýsti yfir því, að Búlgaría mundi reyna að gæta hlutleysis áfram og að hafa góða sambúð við Tyrki og Júgóslava. Bretar og Tyrkir hafa gert með sér nýjan viðskiptasátt- mála, sem stóreykur verzlun milli landanna. Áður voru Þjóð- verjar helztu viðskiptaþjóð Tyrkja, en nú eru Bretar komn- ít langt fram úr þeim. Hafa (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.