Tíminn - 17.12.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.12.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: 1 JÓNAS JÓNSSON. j ÚTGEFANDI: ) PR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 24. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 17. des. 1940 Verzlunarhættíi’ með kart- Búnaðarnámskeíðin Styrjöldín í sandauðninni öílur og grænmeti Tíllögur neíndar, er fjallað hefír um málið Síðastliðið vor skipaði landbúnaðarráðherra fimm menn í nefnd til þess að gera tillögur um verzlunar- hætti með kartöflur og aðra garðávexti og annað það, er viðvíkur kartöfluræktinni, aukinni vöruvöndun, mati, ræktun útsæðis og fleira. í nefnd þessati tóku sæti Árni G. Eylands framkvæmdastjóri, Ólafur Jónsson framkvæmda- stjóri, Jón ívarsson kaupfélags- stjóri, Ingólfur Davíðsson grasa- fræðingur og Valtýr Stefánsson ritstjóri. Nefnd þessi hefir nú skilað áliti og tillögum. Meðal annars hefir hún samið frumvarp til laga um verzlun með kartöflur. Er þar ráð fyrir gert, að Græn- metisverzlun ríkisins hafi með höndum innflutning á kartöfl- um og nýju grænmeti til lands- ins og reki heildverzlun með þessar vörur, og sé engum öðr- P r e s t skosningarnar í Reykjavík 6125 kusu Prestakosningar í hinum þrem nýju sóknum í Reykjavík fóru fram á sunnudaginn og hófust klukkan 10. Alls voru 9255 á kjörskrá. Kosningaréttar neyttu aðeins 6125. Atkvæða- talning fer ekki fram fyrr en á sunnudaginn kemur. Mest var kjörsóknin tiltölu- lega í Nessókn, þar sem 1075 kusu af 1494 á kjörskrá, enda mun og kosningaáróðurinn, sem næstum var eins harður og við þingkosningar, verið einna á- kafastur þar. í þessari sókn voru umsækjendur alls niu, svo að atkvæði hljóta að hafa dreifzt allmjög. í Hallgrimssókn kusu 4640 af 6640 á kjörskrá, eða sem næst tveir þriðju hlutar atkvæðis- bærra safnaðarmeðlima. Þar voru umsækj endurnir sex. Að svo komnu máli verður ekki um það spáð, hvort nokkur þeirra hefir náð lögmætri kosningu. í Laugarnessókn kusu 410 af 1120 á kjörskrá. Er því sú kosn- ing ólögmæt. Umsækjandi var aðeins einn í Laugarnessókn, séra Garðar Svavarsson. Nokkur truflun varð að þvi, að rafljós slokknuðu í bænum um kvöldið. En kosningunum var (Framh. á 4. sl3u) Bændahöfðinginn Eyjólfur Guðmundsson í Hvammi í Landi lézt nýlega. Jónas Jónsson skrifar neðan- málsgrein um Eyjólf í blaðið í dag. Teiknimynd þessi er af Eyjólfi, gerð af Ríkarði Jóns- syni. um heimill slíkur innflutning- ur. Jafnframt á að leggja Græn- metisverzluninni þá skyldu á herðar, að fylgjast ávallt með því, hve miklar kartöflubirgðir eru til i landinu og gæta þess, að flytja eigi inn útlendar kart- öflur fyrr en innlendar kartöfl- ur eru svo til þurrðar gengnar, að sala á þeim torveldist eigi vegna innflutningsins. Grænmetisverzlunin á og að kaupa innlendar kartöflur og grænmeti í samræmi við eftir- spurnina og aðrar ástæður. Mánaðarlega birti hún útsölu- verð á vörum sínum til leið- beiningar öðrum verzlunum, framleiðendum og neytendum. Eitt af hlutverkum hennar sé að hlutast til um, að ávallt sé völ á heilbrigðu og góðu inn- lendu útsæði. Skal þess vegna koma á fót stofnræktun úrvals kartöflutegunda. Þessi ræktun öll sé háð ströngu heilbrigðis- eftirliti. Þá er lagt til, að tekið verði upp mat á kartöflum. Allar kartöflur, sem seldar eru verzl- unum á helztu markaðsstöðum landsins, á að greina í þrjá gæðaflokka, og sé allmikill verð- munur á kartöflum, eftir því í hvaða gæðaflokki þær eru. Þeg- ar mikið framboð er á kartöfl- um, má banna sölu á lélegum kartöflum til manneldis. Öll þessi ákvæði eiga, ef að lögum verða, að miða að aukinni vöru- vöndun. Hefir misbrestur á því verið, að vöruvöndunar hafi gætt sem skyldi við kartöflu- verzlunina að undanförnu. Þegar um það var að ræða, að finna leið til að koma betri skipun á framleiðslu og verzlun með garðjurtir, og þá einkum kartöflur, gátu nefndarmenn hugsað sér tvær leiðir til að bæta úr ágöllunum: Beinar þvingunarráðstafanir, er tækju ráðin beinlínis af framleiðend- unum, svo sem algera einkasölu, lögverndað verðlag, bann við ræktun vissra kartöflutegunda og fleira af slíku tagi, eða þá ó- beinar ráðstafanir, sem miða að því að gera það æskilegt fyrir fra'mleiðendurna, að rækta góða garðávexti, og eru þeim til stuðnings við slíka viðleitni. Nefndarmenn urðu sammála um það, að þessa síðarnefndu leið væri æskilegast að þræða. Fregnir hafa borizt um það, aS tund- urdufl hafi rekið við Breíðuvík við Borgarfjörð eystra. Þetta mun vera annað tundurduflið, sem rekur hér við land, síðan styrjöldin hófst. Hið fyrra rak 1 sumar. í heimsstyrjöldinni fyrri rak þó nokkur tundurdufl hér við land á ýmsum stöðum. Þekktu menn þau stundum eigi, og vissu ekki, hvílíkur' voði gat af þeim stafað. Munu þess dœmi, að þau hafi verið handfjötluð og meðfarin af lítilli varúð, en ekkert slys átti sér þó stað af þessum sökum. Búast má við að fleiri tundurdufl reki hér við land, þegar fram líða stundir, og ættu þeir, er finna torkennilega hluti, er geta verið hættulegir, rekna á fjörum, að viðhafa nægilega varúð. I f t Páll Zóphóníasson alþingismaður, sem nýkominn er úr námskeiðsför um Norðuriand, eins og greint er frá ann- ars staðar í blaðinu í dag, hefir tjáð Tímanum, að þessi vetur hafi verið venju fremur mildur nyrðra, það sem af er. Snjór var lítill og að kalla enginn sums staðar og beit því næg. Hins veg- nyrðra Frásögn Páls Zóphóni- assonar Nýlega er lokið búnaðarnám- skeiðum þeim, sem haldin voru norðan lands, og eru þrír af sendimönnum Búnaðarfélags íslands, Páll Zóphóníasson, Pálmi Einarsson og Gunnar Bjarnason, komnir suður úr þeim leiðangri. Ragnar Ásgeirs- son og Halldór Pálsson eru enn nyrðra. Búnaðarnámskeið þessi eru haldin fimmta hvert ár á starfssvæðum þeirra búnaðar- sambanda, er þess óska. í fyrra voru slí’k námskeið haldin í Austur-Skaftafellssýslu og Múlasýslum, en á Norðurlandi í ár. Tíðindamaður Tímans hefir átt tal við Pál Zóphóníasson og fengið hjá honum þessar fregn- ir af búnaðarnámskeiðunum. — Að þessu sinni voru búnað- arnámskeið haldin í Þingeyjar- sýslum, Eyjafjarðarsýslu, Skagafjarðarsýslu og Bæjar- hreppi i Strandasýslu, mælti Páll. Húnvetningar kærðu sig hins vegar ekki um slík námskeið hjá sér að þessu sinni. Halldór Pálsson og Ragn- ar Ásgeirsson voru á námskeið- unum í Þingeyjarsýslu austan Vaðlaheiðar og hefi ég litlar fregnir af þeim haft. í hinum héruðunum voru alls haldin ellefu námskeið og munu áheyrendur hafa verið nær 800 alls. Voru þau haidin að Grund í Svarfaðardal, 80 á- heyrendur, Grenivík, 80 áheyr- endur, Reistarár, 60 áheyrend- ur, Hrafnagilí, 140 áheyrendur og var það námskeið fjölmenn- ast, Akureyri, 20—40 áheyrend- ur, Ökrum í Blönduhlíð, 60 á- heyrendur, Hólum, 110 áheyr- endur, Hofsósi, 60 áheyrendur, Sauðárkróki, 80 áheyrendur, og Prestsbakka í Hrútafirði, 40—50 áheyrendur. Hvert námskeið stóð í tvo daga. Á námskeiðum þessum flutti Gunnar Bjarnason erindi um hrossarækt, Pálmi Einarsson er- indi um jarðrækt og heyverk- un og stundum um garðrækt, Ragnar Ásgeirsson um garð- rækt og ég um sauðfjárrækt og nautgriparækt. Á námskeið- unum í Eyjafirðinum hélt Ól- afur Jónsson framkvæmdastjóri tvö erindi um garðrækt og á- burðarauka, Jónas Pétursson (Framh. á 4. slðu) ar telur Páll, að beitin muni yfirleitt vera ákaflega létt að þessu sinni. Virt- ist honum útigönguhross vera íarin að slást, þótt eigi væri meir liðið á vetur en þetta. Álítur hann, að bændum i þessum héruðum sé hyggilegast að gæta mikillar varúðar um að treysta á belt- ina í vetur, þvi að hún geti brugðizt, sé jörð til muna léttari að þessu sinni heldur en venjulega. r t r Félag ungra Framsóknarmanna i Hrafnagilshreppi hélt almenna flokks- skemmtun að Hrafnagili 3. desember s. 1. Skemmtunin var fjölsótt. Um 100 manns voru þar. Hófst hún kl. 9 síð- degis með sameiginlegri kaffidrykkju. Undir borðum fluttu í-æður Eiríkur Brynjólfsson í Kristnesi, formaður fé- lagsins, Einar Árnason alþingismaður á Eyrarlandi, Daníel Ágústinusson, er- indreki Framsóknarflokksins, og tveir af þátttakendunum á þjóðmálanám- skeiðinu á Akureyri, Baldur Halldórs- son i Hvammi og Jón Hjálmarsson á Stokkahlöðum. Sungið var milli ræð- anna. Þá var spiluð Framsóknarvist og Samkvæmt seinustu tilkynn- ingum herstjórnarinnar í Kairo hafa ítalir nú algerlega verið hraktir úr þeim stöðvum, sem þeir náðu í haust í Egiptalandi. Lengst héldu þeir bækistöðv- um sínum í Sollum, sem er smábær rétt við landamæri Libyu. Brezki herinn hefir nú brot- izt ínn í Libyu á ýmsum stöðum og beinir aðalsókn sinni til Bardia, en þar er ein helzta herstöð ítala. Bardia er tæpum 20 km. frá landamærum Egipta- lands. Seinustu dagana hafa verið miklir sandstormar á þessum slóðum og hefir það tafið sókn brezka hersins. Landið er líka mjög erfitt yfirferðar, gróður er aðeins á einstaka stað, en ann- ars skiptast á klettahæðir, sandöldur og sandsléttur. Vest- ur-sandauðnin eða Libyu-eyði- mörkin, eins og landsvæði þetta er venjulega kallað, er raun- verulega angi af Sahara-eyði- mörkinni og svipar á margan hátt til hennar. Það væri raunar öllu réttara að kalla þann her, sem Bretar tefla fram í Egiptalandi, al- þjóðaher en brezkan her. Auk brezkra hermanna eru þar her- menn frá samveldislöndunum, einkum Ástralíu og Nýja-Sjá- landi, Frakkar, Pólverjar og Indverjar. Frönsku hersveitirn- ar hafa sérstaklega getið sér frægð í þessari viðureign, þvi að það voru þær, sem fóru inn á svæði óvinanna milli Bug-Bug og Sidi Barrani og hindruðu þannig imdanhald ítalska hers- Ins frá síðarnefnda staðnum. Hersveitir þessar áttu á hættu að vera króaðar inni milli ítalska hersins og urðu um skeið að berjast á tvær hendur. Þykir framkoma þeirra mjög frækileg og viðurkenna Bretar, að þær eigi mikinn þátt í sigr- inum við Sidi Barrani. Landherinn hefir notið öfl- ugs stuðnings flughers og flota. Herskip Breta hafa skotið á bækistöðvar ítala og liðsflutn- inga á ströndinni og unnið þeim mikið tjón. Aðstoð flughersins hefir þó reynzt enn þýðingar- meiri og virðist ítalski flugher- inn ekki hafa getað rönd við reist. Bretar tóku til fanga yfir 30 þús. ítalska hermenn og ógrynni herfangs. Er haft eftir amerísk- um fréttaritara, að Bretar séu búnir að taka helmingi meira af hergögnum en þeir þurftu til sóknarinnar. Auk þess hafa þeir loks dansað lengl nætur og skemmtu allir sér hið bezta. t t r 6. desember s. 1. var haldinn fjöl- mennur fundur Framsóknarmanna í samkomuhúsinu í Hörgárdal í Eyjafirði. Nokkrir menn úr Öxnadal sóttu einnig fundinn. Aðalræðuna flutti erindreki Framsóknarflokksins, Daniel Ágústín- usson. Eftir ræðu hans tóku margir til máls. Þetta var jafnframt aðalfundur Framsóknarfélagsins í Hörgárdal. — í stjórn voni kosnir: Guðmundur Eiðs- son á Þúfnavöllum, Ármann Hansson á Myrká og Skafti Guðmundsson á Þúfnavöllum. Varastjórn skipa: Stefán Valgeirsson á Auðbrekku, Finnur Magnússon í Skriðu og Aðalsteinn Guðmundsson á Flögu. Endurskoðend- ur Björn Baldursson á Þúfnavöllum og Halldór Guðmundsson á Ásgerðar- stöðum. Nemendur úr Hörgárdai á þjóðmálanámskeiðinu á Akureyri höfðu fyrir fundinn unnið að útbreiðslu fé- lagsins og gengu 23 menn í félagið á þessum fundi. Hefir félagið nú í undir- búningi fjölbreytta starfsemi. Uppdráttur þessi er af vigstöSvunum í Egiptalandi og Libyu, þar sem Bretar hafa nú hafiS sókn sina gegn ftölum. tekið mikið af matarbirgðum. Voru ítalir búnir að flytja ó- grynni vopna og birgða til Sidi Barrani og er auðséð á því, að þeir hafa ætlað sér að hefja sókn mjög bráðlega. ítalir minna nú á það, sér til afsökunar, að Bretar töldu Sidi Barrani hafa litla hernarlega þýðingu, þegar ítalir tóku þenn- an stað síðastliðið haust. Bretar viðurkenna þetta, en segja, að nú sé ólíku saman að jafna, þar sem ítalir hafi verið búnir að búast þarna fyrir í þrjá mánuði og hafi þannig þriggja mánaða undirbúningur þeirra verið eyðilagður, auk þess, sem þeir hafi misst lið og hergögn í stór- um stíl. Það tjón muni ítölum ganga illa að bæta, því að þeir geti ekki flutt, nema litið eitt til Libyu, sökum yfirráða Breta á Miðjarðarhafi. ítalska þjóðin hefir enn ekki fengið nema takmarkaðar frétt- ir af þessum atburðum, en margt bendir þó til þess, að óá- nægja almennings fari vaxandi. Meðal almennings var aldrei neinn áhugi fyrir þátttöku í styrjöldinni, en hins vegar var heldur ekki neinn verulegur mótþrói í fyrstu gegn þeirri á- kvörðun Mussolinis. Mussolini hefir notið mikilla vinsælda. En vaxandi skortur nauðsynja og sífelldar ófarir ítala, án þess að Þjóðverjar hjálpi nokkuð eða láti ítali fá eitthvað af landa- kröfum sínum framgengt, mun fyrr en síðar vega gegn vinsæld- um Mussolinis og koma vald- höfunum í alvarlega klípu. í þýzkum blöðum er ekki lát- in nein óánægja í ljósi yfir ó- förum ítala. Blöðin segja, að þær geri ekkert til, því að Þjóð- verjar muni skakka leikinn, þegar þeim finnst tími til kom- inn. Virðast Þjóðverjar fagna ósigrum ítala í aðra röndina, enda munu þeir gera ítali háð- ari Þýzkalandi. Fregnir herma, að Þjóðverjar flytji mikið lið til Austurríkis, og að fjöldi þýzkra liðsforingja og leynilögreglu- manna dvelji nú í Ítalíu. Telja sumir, að Hitler ætli að vera viðbúinn að hjálpa Mussolini, eí til óeirða eða uppreisnar komi. Sigrar Breta 1 Egiptalandi hafa vakið mikinn fögnuð hvar- vetna í brezka heimsyeldinu. Þegar Frakkar skárust úr leik síðastliðið sumar, var her Breta í Egiptalandí mjög ófullkomínn og talið, að hann myndi þá tæp- ast geta varizt ítölum. En ítalir gripu þá ekki tækifærið og Bret- ar haf a notað tímann til að bæta og efla herinn. Aðrar fréttir. Laval hefir verið sviptur em- bætti sem utanrikismálaráð- herra Vichystjórnarinnar og eftirmaður Petains. Flandin hefir verið skipaður utanríkis- málaráðherra, en eftirmaður Petains í stað Lavals hefir ekki verið tilnefndur. Óvíst er um orsökina til fráfarar Lavals, en kunnugt er, að hann hefir allt- af verið meiri vinur ítala en Þjóðverja. Hins vegar hefir Flandin jafnan verið ákveðinn fylgismaður Þjóðverja og sendi m. a. Hitler heillaóskaskeyti, þegar Sudetahéruðin voru innlimuð í Þýzkaland. Á. KR-OSSaÖTTTM Tundurdufl rekur. — Beit létt. — Framsóknarskemmtun að Hrafnagili. — Stofnun Framsóknarfélags í Hörgárdal. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Símar 3948 og 3720. 12«. blað A víðavangi VIÐBRAGÐ NORÐMANNA 1814. Fátt sýnir betur þrek og dug Norðmanna heldur en það hve viðbragðsfljótir þeir voru að grípa fyrsta tækifæri, sem þjóð- inni gafst, til að verða sjálf- stæð. Norðmenn höfðu verið i bandalagi við Dani og raunar undir stjórn þeirra í mörg hundruð ár. Yfirráð Dana í Nor- egi voru jafn bælandi og svæf- andi fyrir Norðmenn', eins og íslendinga. En í Noregi var skógur, og skipafloti Norðmanna hafði aldrei eyðilagzt. Þeir sigldu skipum sínum til margra landa. Öldurnar af frelsisbar- áttu Bandaríkjanna og frönsku þjóðarinnar hafði náð til ráð- andi manna í Noregi, og þrátt fyrir siglingabann og harðrétti Napoleonsstyrjaldanna, greip norska þjóðin tækifærið á út- mánuðum 1814, þegar konungur Dana hætti að stjórna land- inu, efndi til þjóðfundar í lán- aðri stofu á Eiðsvelli, og gekk á rúmlega einum mánuði frá frjálslegustu stjórnarskrá, sem þá var til í álfunni og sem hefir enzt með litlum breytingum fram til þessa dags. VERKAMENN Á VEGAMÓTUM. Um áramótin byrja mikil á- tök milli verkamanna og svo- kallaðra atvinnurekenda um hversu skipta skuli tekjum næsta árs. Enginn veit hvort þær verða miklar eða litlar. Verkamenn hugsa sér að heimta hækkað kaup, jafnvel hærra en sem svarar dýrtíðinni. Kom- múnistar, Alþýðuflokksmenn og áróðurslið Sjálfstæðismanna eggj a verkafólkið til að gera sem mestar kröfur. Þar er kapphlaup um fylgið við kosningarnar í vor og framvegis. Helzt er að sjá sem enginn mæti á þessu uppboðsþingi fyrir mannfélagið og atvinnurekendur. Framsókn- armenn hafa leyft sér með mik- illi hæversku að benda verka- mönnum á, að biðja um hlut, en ekki kaup. En hinir þriskiptu verkamannaleiðtogar telja það fjarstæðu. Til athugunar fyrir þá vitru leiðtoga, skal bent á það, að á einu skipi, sem há- setar gera út sjálfir, hefir hver sjómaður á þessu ári haft hálf- önnur ráðherralaun fyrir vinnu sína. Það verður fróðlegt að sjá, hvort verkalýðurinn fær betra hlutskípti hjá uppboðshöldur- unum þremur. BÆKUR ÞJÓÐVINAFÉLAGS- INS OG MENNTAMÁLARÁÐS. Þær eru nú komnar út allar saman sjö að tölu. Síðustu bæk- urnar tvær eru nú nýlega full- prentaðar. Önnur er fyrri hlut- inn af hinu glæsilega æfintýri enska vísindamannsins, sem var hinn ókrýndi konungur Arabíu. Lawrence var mikill ritsnilling- ur, vísindamaður, hershöfðingi og stjórnvitringur, allt í senn. Er bók hans fræg um allan heim. Bogi Ólafsson mennta- skólakennari hefir þýtt hana. Hann er talinn einn hinn snjall- asti og öruggasti þýðandi hér á landi. Hin bókin er Mannslík- aminn og störf hans, eftir Jó- hann Sæmundsson lækni. Það er stór bók, prýdd fjölda mörg- um myndum. Eru sumt lit- (Framh. á 4. síSu) t} Félag ungra Framsókn- o armanna í Reykjavík <» heidur skemmtifund í (t Oddfellowhöllinni (niðri) í <> kvöld, þriðjudaginn 17. o desember. — Þar verður: '1 kaffidrykkja, söngur(tríó), '’ upplestur, ræður og danz. ’ ’ Framsóknarmenn, ung- '' ir og aldraðir, ættu að nota ' | sér þetta síðasta tækifæri (J fyrir jól, til sameiginlegr- ( ar skemmtunar. (, Fjölmennið í Oddfellow- ,, höllina i kvöld með gesti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.