Tíminn - 19.12.1940, Blaðsíða 2
206
TÍMIINX, fimmtwdagimi 19. dcs. 1940
127. blatS
tPmirm
Finimtudaginn 19. dss.
Nelndirnar
Vegna þeirra erfiðleika, sem
verið hafa í viðskiptum við
önnur lönd, hefir ríkisvaldið
neyðst til þess að hafa óvenju-
lega mikil afskipti af þeim
inálum á síðari árum. Markaðs-
tap og lækkandi verð á fram-
leiðsluvörunum, sem fór að gera
vart við sig eítir 1930, hafði í
för með sér mikla lækkun á
verðmæti útflutningsins. Varð
þá óhjákvæmilegt að draga úr
innflutningnum, til þess að
koma í veg fyrir, að eyðslu-
skuldir mynduðust í öðrum
löndum.
Með lögum um gjaldeyris-
verzlun var sérstakri nefnd fal-
ið að annast um úthlutun gjald-
eyris og veita innflutningsleyfi
fyrir vörum. Árangurinn af
gj aldeyrislögunum og starf i
gjaldeyrisnefndar sést af því,
að næstu fjögur árin fyrir
stríðið, 1935—1938, var verzlun-
arjöfnuðurinn 3,3 millj. kr. hag-
stæðari að meðaltali á ári, held-
ur en næstu 10 árin þar á und--
an. Var þó útflutningurinn
miklu minni á síðara tímabil-
inu.
Meðan Sjálfstæðisflokkurinn
var í stjórnarandstpðu, ásakaði
hann ríkisstjórnina fyrir með-
ferð- verzlunarmálanna. Sér-
staklega var gjáldeyris- og inn-
flutningsnefndin honum þyrnir
í auga. Ennfremur lýsti hann
andstöðu sinni gegn afurðásölu-
löggj öf inni og f ramkvæmd
hennar í höndum þeirra nefnda,
kjötverðlagsnefndar og mjólk-
urverðlagsnefndar, sem falið
var áð ákveðá verð á Iandbún-
aðarvörum á innlendum mark-
aði. Þá -átti verðlagsnefndin
li'tlu ástríki að fagna hjá Sjálf-
stæðisflokknum.
Lesendur Sjálfstæðisflokks-
blaðanna muna vafalaust eftir
greinum þeirra um „nefndá-
farganið.“ Því var þar haldið
fram, að öll höft á verzlun
landsmanna vseru eigi aðeins ó-
þörf, heldur einnig skaðleg, og
að betur hefði farið ef þær
nefndir, sem hér hafa vérið
taldar, hefðu aldrei verið sett-
ar á stofn.
Nú hefði mátt ætla, að leið-
togar Sjálfstæðisflokksins gerð-
ust ekki hvatamenn að stofnun.
nýrra nefnda, eftir að þeirj
fengu sæti i ríkisstjórninni. Þój
fór það svo. Strax eftir aðj
stríðið skall á, gaf Ólafur Thors!
atvinnumálaráðherra út bráða-j
birgðalög um sölu og útflutn-
ing á vörum, og skipaði útflutn-.
ingsnefnd samkvæmt þeim lög-i
um. Engar íslenzkar afurðir er;
heimilt að bjóða til sölu, selja tih
útlanda eða flytja úr landi,;
nema að fengnu leyfi útflutn-;
ingsnefndar.
Framsóknarmenn voru sam-j
mála atvinnumálaráðherran-:
um um það, að skipun útflutn-;
ingsnefndarinnar væri nauð-j
synleg ráðstöfun. Um það varj
enginn ágreiningur milli stjórn-j
arflokkanna. En eigi er ólíklegt,
að skipun nefndar með svo
miklu valdi yfir verzlun lands-.
manna,. hefði orðið Sjálfstæðis-
mönnum árásaréfni á stjórn
landsins, ef þeir hefðu verið í
stj órnarandstöðu.
En sagan er enn ekki fullsögð.
Á síðasta þingi fluttu Sjálf-
stæðismenn frumvarp um
breytingar á gjaldeyrislögunum.
Vildu þeir taka stjórn þeirra
mála úr höndum viðskiptamála-
ráðherra. Á það vildu aðrir
þingmenn ekki fallast. Þá báru
Sjálfstæðismenn fram kröfu um
skipun nýrrar nefndar, sem
skyldi hafa það verk, að skipta
milli innflytjenda þeim búsá-
höldum, skófatnaði, vefnaðar-
vörum og byggingarefni, sem
gjaldeyris- og innflutnings-
nefnd veitti innflutningsleyfi
fyrir.
Sjálfstæðismenn lögðu mikla
áherzlu á stofnun þessarar
nefndar. Framsóknarmenn
töldu nefndina alveg óþarfa, en
þó skaðlausa að öðni en því, að
ríkissjóður myndi hafa af henni
einhvern kostnað. Þótti þeim
eigi rétt að eiga á hættu, að
stjórnarsamvinnan yrði rofin af
eigi stærra ágreiningseíni og
Mjötverdid
Efitir Pál Zóphóníasson
í ísafold 23. nóvember ritar
Jón Pálmason alþingismaður á
Akri grein um kjötverðið og
Tímann. í greininni er svo mik-
ið af rangfærslum og ósannind-
um, að ég get ekki látið hjá líða
að leiðrétta helztu villurnar,
enda þó að það hafi enga þýð-
ingu gagnvart Jóni sjálfum, því
sýnilega er sagt vísvitandi
rangt frá.
Haustverðlagið á kjöti var á-
kveðið á fundi nefndarinnar 16.
sept. og kom þá strax til fram-
kvæmda á þeim stöðum, sem aö-
alslátrun var byrjuð á. Næstu
daga bárust nefndinni áskoran-
ir um haustverðlagið, sem hér
segir:
Frá Kaupfélagi Stykkishólms
um að hafa verðið kr. 2,10 pr.
kg. 1. fl. kjöt.
Frá Kaupfélagi Hvamms-
fjarðar um að hafa verðið kr.
2.20 pr. kg. 1. fl. kjöt.
Frá Búnaðarsambandi Hún-
.vetninga um að hafa verðið kr.
2.20 pr. kg. 1. fl. kjöt.
Frá Sláturfélagi Suðurlands
um að hafa verðið kr. 2.20 pr.
kg. 1. fl. kjöt.
Og munnlega frá Magnúsi
Friðrikssyni vegna Búnaðar-
sambands Snæfells- og Dala-
sýslu um að hafa verðið kr. 2.20
pr. kg. 1. fl. kjöt.
Allar þessar óskir eða áskor-
ánir komu því eftir að verðið
var ákveðið, og liggur það skjal-
féllust því á kröfu Sjálfstæðis-
manna um stofnun hinnar nýju
nefndar.
Skipun útflutningsnefndar-
innar var réttmæt ráðstöfun
vegna stríðsins, en vörumiðl-
unarnefndin var aigerlega ó-
þörf. Á síðasta þingi var enn-
fremur kosin milliþinganefnd
til að athuga gjaldeyrismálin,
samkvæmt tillögu Sjálfstæðis-
flokksins.
Þrem mánuðum eftir að þess-
ir atburðir gerðust á Alþingi,
skrifaði einn af þingmönnum
SjálfstæÖisflokksins grein í
tímarit reykvískra kaupmanna
um „hinar ellefu nefndir.“ Lýsir
hann þar átakanlega því verzl-
unarófrelsi, sem landsmenn eiga
við að búa!
Sjálfstæðismenn sögðust ætla
að fækka nefndum. í stað þess
að gera það, heimtuðu þeir fleiri
nefndir. Skipun útflutnings-
nefndir. Þegar þeir líta ýfir far-
inn veg, geta þeir sagt eins og
postulinn:
„Það góða, sem ég vil, geri ég
ekki, en það vonda, sem ég vil
ekki, það geri ég.“
Sk. G.
lega fyrir. Þetta skiptir í sjálfu
sér litlu máli, en sýnir, að Jón
segir ósatt frá, og að hann í
þetta sinn hefir verið of seinn
aö koma áskorun sinni frá sér
(hún var send í símskeyti 19.
sept.) og getur því ekki nú
skreytt sig gagnvart kjósendum
sínum, með því að þakka sér og
áhrifum sínum, hvað verðið var
ákveðið.
Þá heldur Jón því fram, að
verð á kjöti í haust mundi hafa
verið hærra, ef engin kjötverð-
lagsnefnd hefði verið. Um þetta
veröur aldrei neitt sannaö, en í
því sambandi vil ég benda á eft-
irfarandi:
1. Vitað var að saltkjötssala
úr landi yrði engin. Af 85 slát-
urleyíishöfum hafa 25 aðstöðu
til að frysta kjöt sitt í eigin
frystihúsum, og 6 vissu að þeir
gátu fengið aðstöðu til að
frysta á sláturstað. Engir hinna
höfðu aðstöðu til að frysta kjöt
sitt. Menn geta nú gert sér í
hugarlund,hvort þeir hefðu ver-
ið óðfúsir á að gefa hátt verð
fyrir það, sjáandi ekki fram á
annað en að þeir yrðu að salta
það, ef það ekki seldist — fyrir
eitthvað verð — nýtt í slátur-
tíð.
2. Fyrir atbeina S. í. S. og
kjötverðlagsnefndar tókst að
útvega frystirúm fyrir kjöt mjög
víða, og skapa mönnum aðstöðu
til að geta fryst. Mikið af því
kjöti varð að flytja til með
ærnum kostnaði, og urðu menn
að gera það, þó margir sárnauð-
ugir, því salta máttu þeir ekki.
Bar mikið á óánægju manna
yfir að mega ekki salta eftir
vild, og allir töldu þeir sig geta
selt sitt kjöt sem spaðkjöt, en
samlagt kjötmagn þeirra, sem
þannig töluðu, var um þrisvar
sinnum meira en nokkurn tíma
hefir selzt áður sem spaðkjöt í
landinu.
Af þessu ætla ég, að menn geti
gizkað á, hvernig farið hefði, og
hvert kjötverðið hefði orðið, ef
nefndin hefði ekki verið í haust.
Miklu meira hefði verið saltað
en nokkur líkindi hefðu verið
til að mundi seljast. Og þegar
mönnum hefði orðið það Ijóst,
hvað mundi verðið þá hafa orð-
ið hjá þeim, sem ekki gátu fryst
og urðu að salta kjöt sitt, eða
selja það nýtt til þeirra, er að-
stöðu höfðu til að geyma það
frosið?
Um ástæður þær, er Jón tel-
ur að mundu hafa hækkað
verðlag kjötsins fram yfir það,
er nefndin ákvað, skal ekki rætt,
því þær gefa ekki tilefni til þess.
En hann endar með því að
krefja reikningsskila um kjöt-
söluna af kjötverðlagsnefnd,
sem að lögum kemur salan ekk-
ert við, og sér eðlilega ekki um
hana.
En til þess að bændum verði
ljóst, hver áhrif starf nefndar-
innar og verðákvörðun hefir
haft, læt ég hér fylgja tölur, er
sýna, hvað erlendi markaðurinn
hefir gefið til bænda að meðal-
tali á ári hverju fyrir jafnþung-
an dilkskrokk og meðalskrokk-
urinn var 1933 og 1934. Á því
sést, hvernig erlendi markaður-
inn hefir breytzt þessi ár hvað
verðlag snertir, en jafnframt
hefir verið breytilegt, hve mikið
mátti selja á hann. Þá set ég
hvað meðalskrokkverð til
bænda hefir hækkað, vegna
þess, að innanlandsverðið hefir
árin 1934—38 verið hærra en er-
lenda verðið, og loks hvað
þyngdarauki sá, er orðið hefir á
meðaldilkskrokk, hefir gert, og
liða það sundur í tvennt, hvað
hann gerði á erlendum markaði,
og hvað verðuppbót frá kjöt-
verðlagsnefnd og verðhækkun
á innlenda markaðinum gerði
fram yfir erlenda verðið.
Hér fer á eftir yfirlit sem
sýnir, hvað bændum var greitt
fyrir meðaldilkskrokk, hvað
af verðinu byggist á sölu úr
landi, og hvað á hærra verði
innanlands og verðuppbótinni
frá kjötverðlagsnefnd.
1933 var meðalskrokkur 12,45
kg. og bændum borgað fyrir
hann kr. 8,71.
Innanlandsverðið gaf þá 3
aurum minna til bænda pr. kg.,
en útflutningsverðið.
1934 var meðalskrokkur 12,45
kg. Erlenda verðið gaf 8,06 kr.
við það bættist uppbót frá kjöt-
verðlagsnefnd og hækkað verð
innan lands, sem gaf á meðal-
skrokk (þar af um 35 aur. úr
ríkissjóöi) 2,28. Alls 10,34.
1935 var meðalskrokkur 12,93
kg., sami þungi og 1933 gaf á
erlendum markaði 9,54. Við það
bættist verðuppbót og hækkað
verð á innlendum markaði 1,47.
Þyngaraukinn gaf að meðaltali
erlendis 0,37 og vegna verðupp-
bótar og hærra verð innanlands
kr. 0,08, 0,45. Alls 11,46.
1936 var meðalskrokkurinn
13,47 kg. Sami þungi og 1933
gaf erlendis að meðaltali 9,77.
Við það bættist vegna uppbótar
frá kjötverðlagsnefnd og hærra
verðs innan lands 1,38. Þyngd-
arauki meðalskrokksins var
1,02 kg. og gaf hann á erlend-
um markaði 0,80, en vegna verð-
uppbótar og hærra verðs innan
lands 0,11—0,91. Alls 12,06.
1937 var meðalskrokkur 13,38
kg. Sami þungi og 1933 gaf þá
á erlendum markaði 10,22. Verð-
uppbót og hækkað verð innan-
lands gaf að auki 1,10. Aukni
kjötþunginn gaf á erlendum
markaði 0,77 og vegna uppbótar
Línurltið sýnir verð á meðallambsskrokk til bænda undanfarin
7 ár.
Neðsti hluti stöpulsins (hvítur) er verð á 12,45 kg. þungum skrokk á erlendum
markaði. — Miðhlutinn (svartur) sýnir verðhækkun á 12,45 kg. þungum skrokk,
vegna hærra verðs á innlendum en erlendum markaði. — Efsti hlutinn (hvít-
ur) sýnir verðhækkunina vegna þess hve meðallambsskrokkurinn er þyngri
en 1933 og 1934.
og hærra innanlandsverðs 0,8—
0,85. Alls 12,17.
1938 var meðalskrokkurinn
14,21 kg. Sami þungi og 1933
gaf þá á erlendum markaði 9,96.
Vegna hærra verðs innanlands
og verðuppbótar bætist við 1,34.
Þyngdaraukinn gaf á erlendum
markaði 1,32 og vegna hækkun-
ar innan lands 0,18, 16,60. Alls
12,90.
1939 var meðaldilksskrokkur-
inn 14,44 kg. Innanlandsverðið
var þá lögbundið og lægra en
verðið á erlendum markaði.
Sami þungi og 1933 gerði 14,46.
Þyngdaraukinn á meðalskrokkn
um gerði 2,31. Alls 16,77.
Af yfirliti þessu sést að þetta nemur, sem hér segir:
1934 var slátrað 355530 dilkum
1935 — 345164 345164 —
1936 — 355728 355728 —
1937 — 396873 396873 . —
1938 — 351080 351080 —
1939 — 337158
á 2,28 = 810608,40
- 1,47 = 507391,08
- 0,45 = 155323,80
- 1,38 = 490904,64
- 0,91 = 323712,48
- 1,10 = 436560,03
- 0,85 = 337342,05
- 1,34 = 470447,20
- 1,60 = 561728,00
- 2,31 = 778834,98
Alls 2156941,31 2715911,25
Ef gengið er út frá að innan-
landsverðið hefði verið jafnt er-
lenda verðinu á ári hverju, hafa
bændur fengið alls kr. 2.715.911,
25 hærra fyrir dilka sína, ef
þeir hefðu verið jafn þungir og
1933. Og þyngdarauki sá, er
dilkarnir hafa fengið, gefur alls
öll árin kr. 2.156.941,31 og er
nokkur hluti þess að þákka
skipulaginu eða 161.687,44.
Af þessu ætla ég, að allir
geti séð árangur af starfi kjöt-
verðlagsnefndar, og er þó ótal-
ið það, að minnsta kosti 1937,
hefði innanlandsverðið áreiðan-
lega orðið langt neðan við er-
(Framh. á 4. síðu)
Ríkisútvarpið 10 ára
Jón Eypórsson:
Ríkisútvarpið tók til starfa
20. des. 1930. Á morgun eru lið-
in 10 ár frá þeim degi.
Útvarpið var eitt af þeim
mörgú stórvirkjum, sem ráðizt
var í á framsóknartimabilinu
1927—1930. Um þær mundir var
gott í ári, þjóðin var stórhuga
og bjartsýn. Alþingishátíðin var
i vændum og ýtti m. a. undir
stofnun útvarpsins. Ætlazt var
til, að stöðin yrði fullgerð fyrir
hátíðiria, svo að þeir, sem ekki
gætu sótt til Þingvalla, ættu
þess samt kost að heyra tal og
tóna frá hinum fornhelga höf-
uðstað landsins. En tíminn
reyndist of naumur, einkum
sakir þess, að smíði stöðvarhúss-
ins tafðist vegna frosta og snjóa
veturinn áður.
Sendistöðin kostaði með öllu
og öllu 750 þús. kr. Það fé var
fengið að láni að miklu leyti,
eins og til margra annára fram-
kvæmda, sem fólkið í landinu
gat eða taldi sig ekki geta beðið
lengur eftir.
Þessi skuld er nú að fullu
greidd.
En nýtt vandamál gerði brátt
vgrt við sig. Þegar stöðin tók
til starfa, var hún í tölu hinna
orkumeiri útvarpsstöðva. En
brá.tt voru reistar nýj ar og
st^rkari stöðvar á meginland-
inu. Þær sendu á sömu eða svip-
uðum öíduiengdum og trufluðu
íslenzka útvarpið svo mjög, að
til vandræða horfði á austan-
verðu landinu. Veitti Alþingi þá
heimild til þess, árið 1935, að
auka sendiorku stöðvarinnar i
100 kw. Ekki þótti þó fært að
ráðast í þetta fyrri en árið 1938.
Brá þá svo við, að útvarpið
heyrðist vel um allt land. —
Síðan í vor hefir ekki verið hægt
að varpa út með fullri orku, og
gera því sömu vandkvæði og
áður vart við sig, einkum á Suð-
austurlandi.
Hér er ekki unnt að rekja
sögu útvarpsins. En til þess að
stikla á því helzta í stuttu máli,
hefi ég dregið saman eftirfar-
andi atriði:
Úr 10 ára annál ríkisútvarpsins.
1927. Milliþinganefnd skipuö til þess
að gera tillögur um útvarpsrekst-
ur ríkisins: Gísli Ólafsson lands-
símastjóri, Páll E. Ólason pró-
fessor og Jón Eyþórsson veður-
fræðingur.
1929. Alþingi samþykkir heimildarlög
handa ríkisstjóminni til þess að
reisa hér útvarpsstöð og starf-
rækja hana. Landssíminn annist
rekstur senditækjanna og inn-
heimtu afnotagjalda.
1929. Samið um smíði stöðvarinnar við
Marconi i London og Telefunken
1 Þýzkalandi. Stöðvarhús reist á
Vatnsendahæð. — Gunnlaugur
Briem sækir alþjóðaráðstefnu í
Prag. Öldulengd ákveðin 1200 m.
fyrir íslenzka útvarpið. Skipað
þriggja manna útvarpsráð: Helgi
Hjörvar formaður, Alexander Jó-
hannesson og Páll ísólfsson.
1930. Jónas Þorbergsson skipaður út-
varpsstjóri. Ný lög sett um Rík-
isútvarpið sem sjálfstæða stofn-
un. Einkasala á viðtækjum.
Smíði stöðvarinnar lokið. Fyrsta
dagski'á send 20. des.
1931. Lögum um útvarpsráð breytt.
Bætt við fulltrúum kirkju og
kennara: síra Friðrik Hallgríms-
son og Guðjón Guðjónsson. Út-
varpið flytur í núverandi húsa-
kynni sin 1 landssímahúsinu.
1932. Annað útvarpssráð skipað: Helgi
Hjörvar formaður, Alexander Jó-
hannesson, Jón Eyþórsson, Frið-
rik Hallgrímsson og Guðjón
Guðjónsson.
1934. Þriðja útvarpsráðið skipað: Helgi
Hjörvar, Bjami Benediktsson,
Pálmi Hannesson, Friðrik Hall-
grímsson, Guðjón Guðjónsson.
1935. Fjórða útvarpsráð skipað: Sig-
fús Sigurhjartarson formaður,
Valtýr Stefánsson, Sigurður
Baldvinsson og Pétur G. Guð-
mundsson, kjömir af Alþingi og
Ámi Friðriksson, Pálmi Hannes-
son og Jón Eyþórsspn kjörnir
af útvarpsnotendum. Helgi
Hjörvar ráðinn skrifstofustjóri.
Alþingi heimilar ríkisstjóminni
að auka orku útvarpsstöðvarinn-
ar í 100 kílóvött og reisa enduri-
varpsstöð á Austurlandi.
1938. 10Ó kw. sendirinn fullgerður 1.
ág.. Eiðastöðin í sept.
1939. Alþingi samþykkir ný lög um 5
manna útvarpsráð.Heimilar ríkis-
stjóminni að gera fréttastofu út-
varpsins að sjálfstæðri deild
undir stjóm útvarpsráðs. Fimmta
útvarpsráð skipað til þriggja ára:
Jón Eyþórsson formaður, Valtýr
Stefánsson, Finnbogi R. Valde-
marson, Ámi Jónsson og Pálmi
Hannesson, allir kjömir af Al-
þingi.
Þegar útvarpið tók til starfa
voru innan við 500 viðtæki i
landinu. Þessi tala áttfaldaðist
þegar á fyrsta ári. Siðan hefir
fjölgunin haldið áfram jafnt og
þétt, þótt hún hafi með köflum
tafist mjög vegna takmarkana
á innflutningi viðtækja. Nú eru
útvarpsnotendur skráðir um 18
þúsundir.
Þegar ríkisútvarpið var
stofnað var útvarpstæknin
komin yfir alla byrj unarörðug-
leika. Senditækin, sem við feng-
um, voru af nýjustu gerð og
hafa reynzt vel. Þar keyptum
við erlent hugvit og erlenda
dvergasmíð fyrir peninga. Til
okkar eigin kasta hefir svo
komið að nota þessi tæki. í því
höfðum við enga reynslu —
engan mann, sem hafði kynnzt
útvarpsstarfsemi að nokkru
ráði, ef Gunnlaugur Briem
verkfræðingur er undanskilinn,
en hann vann þegar í upphafi
ómetanlegt starf við stofnun út-
varpsins og eftirlit með smíði
stöðvarinnar.
Hvað er þá orðið okkar starf
í þessi 10 ár?
Ef litið er yfir annálinn, ber
hann með sér, að lögum um út-
varpið hefir verið breytt óvenju
oft á 10 árum. Þetta stafar m.
a. af því, að fyrirfram var erfitt
jað sjá, hvernig svona nýrri
stofnun yrði bezt fyrir komið.
Á sama hátt hefir útvarpsráð
leitast við að samræma dag-
skrána andlegri getu þjóðar-
innar, þörfum hennar og kröf-
um. En í þessari viðleitni hefir
verið sniðinn mjög þröngur
stakkur fjárhagslega.
Hér fara á eftir tölur, er sýna
fjárhagsafkomu útvarpsins
þessi 10 ár, vöxt stofnunarinn-
ar og kostnað við dagskrá:
Tekjur Gjöld Dagskrá
1931 79 þús. 212 þús. 35 þús.
1932 123 — 272 — 28 —
1933 191 — 306 — 40 —
1934 270 — 328 — 46 —
1935 361 — 390 — 59 —
1936 392 — 444 — 72 —
1937 466 — 455 — 69 —
1938 503 — 534 — 65 —
1939 550 — 578 — 65 —
1940 582 — 570 — 60 —
Með gjöldum eru taldir vextir
af lánum og fyrning á stöðinni,
en ekki aíborganir. Með tekj-
um er hér ekki talinn hagnað-
ur af viðtækjaverzluninni, en
hann hefir vegið upp reksturs-
hallann á síðari árum og lang-
drægt hrokkið fyrir afborgun-
um.
í dagskrárfé eru taldar hljóm-
plötur, erindi, upplestur, leik-
rit og tónlist, en ekki laun fast-
ráðinna starfsmanna, er vinna
að dagskrá eða undirbúningi
hennar. Munu þau á síðari ár-
um hafa numið um 40 þús. kr.
og er rétt að bæta þeirri upp-
hæð við, þegar dagskrárfé er
talið fram. Þrátt fyrir þetta er
dagskrárféð allt of lítið til þess,