Tíminn - 04.01.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1941, Blaðsíða 1
< RITSTJÓRI: \ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. < FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: | JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu I D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, laugardaginn 4. janáar 1941 Verkfall hja rerkamonnnm og iðuaðarfolki í Reykjavík Kommúnístar gátu hindrad að sam- komulag' næðist milli Dagsbrúnar og atvinnurekenda Ylirlit um samninga og samningaumleitanir um kaupgjaldsmálin með þeim einn maður úr samn- inganefndinni. Síðan töluðu fjórir kommúnistar og lögðu fram tillögu um, að auglýstur yrði ákveðinn taxti, þar sem grunnkaupið yrði hækkað úr kr. 1.36 í kr. 1.62 á klukku- stund, vinnutíminn styttur úr 10 klst. í 9 klst. og auk þess veitt full dýrtíðaruppbót. Ræðumenn kommúnista héldu því fram, að brezka setuliðið myndi strax fallast á þessar kröfur, en það er nú langstærsti vinnuveit- andinn í bænum. Svo virðist, sem stjórn og samninganefnd Dagsbrúnar hafi óðar gugnað. fyrir þessum áróðri kommúnista, því að ekki var frekara gert til að mæla með samkomulaginu, er gert hafði verið við atvinnurekend- ur. Úrslitin urðu því þau, að til- lögur kommúnista voru sam- þykktar með 446 : 101 atkv. Auglýsti stjórn Dagsbrúnar síð- an nýja taxtann um kvöldið og iýstu atvinnurekendur strax yfir því, að þeir myndu ekki fallast á hann. Það kom fljótt á daginn, að kommúnistar höfðu farið með fullkomin ósannindi um af- stöðu brezka setuliðsins. í bréfi til ríkisstj órnarinnar frá brezka setuliðinu, dagsettu 2. þ. m., segir, að ekki verði fallizt á nýja taxta. „Frá og með 3. jan- úar að telja“, segir ennfremur, „verða aðeins brezkir hermenn teknir í þessa vinnu, og ef vinnustöðvunin heldur áfram, gæti svo farið, að ómögulegt yrði með öllu að ráða íslenzka verkamenn í vinnu þessa“. Mun hér vera átt við inn- flutning brezkra verkamanna, en hann hefir áður komið til orða. Ef verkfall Dagsbrúnar stendur lengi, mun ísfisksala Reykjavíkurskipanna til Eng- lands stöðvast, þar sem þau geta ekki fengið afgreiðslu hér. Bíða þegar orðið nokkur skip eftir afgreiðslu. Sex Reykjavíkurfélög hafa komizt að vinnusamningum við atvinnurekendur, án þess að til nokkurrar vinnustöðvunar kæmi. Eru það prentarafélagið og félag bókbindara, er sömdu um sama kaup og áður, en hljóta fulla dýrtíðaruppbót á laun sín, húsgagnabólstrarar, sem fá fulla dýrtíðaruppbót, styttan vinnudag og kaupupp- bætur, húsgagnasmiðir, er fá fulla dýrtíðaruppbót og lítils háttar kjarabætur aðrar, hljóð- færaleikarar, er fá dýrtíðar- uppbót og nokkur fríðindi önn- ur og félag járniðnaðarmanna, er fær a,ukin réttindi og fríð- indi og fulla dýrtíðaruppbót á laun sín. Togarasjómenn munu leggja niður vinnu 7. janúar, ef ekki verða þá komnar á sættir milli þeirra og útgerðarmanna. Hefir sáttasemjari ríkisins kaupgjaldsmál þessi til íhug- unar og miðlunar, en engin til- laga er enn komin fram frá honum. Sjómenn á kaupförum hafa einnig krafizt bættra kjara. Viðræður milli þeirra og skipa- eigenda fara fram þessa daga og er ekki lokið enn. Innan félags málarasveina fer fram atkvæðagreiðsla á morgun og mánudag um vinnu- stöðvun, er komið verði á, ef samþykkt verður, sjö dögum eftir að atkvæðagreiðslunni er lokið, enda hafi kaupdeilan þá ekki leyszt. Félag bakarasveina hefir sam- þykkt að hefja verkfall á há- degi á sunnudag, ef ekki hefir (Framh. á 4. síðu.) Merkasta tímarit Bandaríkjanna hefir kjörið Churchill „mann ársins 1940". Telur það honum jyrst og fremst aö þakka að Bretum tókst að standast sókn Þjóðverja á árinu, því að hin örugga forysta hans hafi aukið kjark og dáð þjóðarinnar. Meðfylgjandi mynd birtist nýlega í amerísku blaði, og er henni m. a. œtlað að sýna hina óbifandi ró brezku þjóðarinnar og hinar öflugu varnir hennar. Verður innrás í Bretland helzti atburður ársins 1941? A. KROSSGÖTTJM Frá Flatey á Skjálfanda. — Ölvun á gamlaárskvöld og nýársnótt. — Ný vatnsveita á ísafirði. — Síldarganga á Skagafirði. — Skipströnd. — Bílslys. Tíminn hefir aflað yfirlits um verklýðsmálin, vinnu- samninga þá, er gerðir hafa verið, og verkföll þau, sem á hafa skollið eða eru í aðsigi, ef samningar takast ekki milli vinnuveitenda og verkafólks. Til verkfalls hefir komið hjá meðlimum fjögurra verklýðsfé- laga í Reykjavík. Eru það verkamannafélagið Dagsbrún, Iðja, félag verksmiðjufólks, fé- lag blikksmiða og félag múr- ara. Krefjast öll þessi félög breytinga og hækkunar á kaupi meðlima sinna, auk ýmsra ann- arra kjarabóta, sum hver, og fullrar dýrtíðaruppbótar. Af þeim verkföllum, sem þeg- ar eru hafin, er verkfall Dags- brúnar langstærst og alvarleg- ast. Fyrir áramótin hafði náðst samkomulag milli samninga- nefndar og stjórnar Dagsbrún- ar annars vegar og fulltrúa vinnuveitendafélagsins um fulla dýrtíðaruppbót, en engar aðrar verulegar breytingar skyldu gerðar á gildandi samn- ingum. í samninganefnd Dags- brúnar áttu sæti fulltrúar frá Sjálfstæðismönnum, Alþýðu- flokksmönnum og Héðinsmönn- um og voru þeir allir fylgjandi þessu samkomulagi. Á Dagsbrúnarfundi, sem hald- inn var á nýársdag, voru þess- ar tillögur lagðar fram og mælti / Uthlutun á styrkjum skálda og lístamanna Menntamálaráð hefir hlutað styrk þeim, 80 þúsundum króna, er síðasta Alþingi veitti til rit- höfunda, listamanna og vís- indamanna. 3000 króna styrk hljóta: Ás- grímur Jónsson málari, Ás- mundur Sveinsson myndhöggv- ari, Davíð Stefánsson skáld, Guðmundur G. Hagalín rithöf- undur, Gunnar Gunnarsson rit- höfundur, Jóhannes Kjarval málari, Jón Stefánsson málari, Rikarður Jónsson myndhöggv- ari. 2400 krónur hljóta: Guð- mundur Kamban rithöfundur, Halldór Kiljan Laxness rithöf- undur, Jón Leifs tónskáld, Kristmann Guðmundsson rit- höfundur, Magnús Ásgeirsson. 1800 krónur hljóta: Jakob Thorarensen skáld, Jóhannes úr Kötlum skáld, Magnús Stef- ánsson skáld, Tómas Guð- mundsson skáld, dr. Þorkell Jóhannesson. 1600 krónur fær: Skúli Þórð- arson magister. 1200 krónur fá: Finnur Jóns- son málari, Gunnlaugur Blön- dal málari, Steinn Dofri ætt- fræðingur. 1000 krónur hljóta: Elínborg Lárusdóttir rithöfundur, Guð- brandur Jónsson prófessor, Guðmundur Daníelsson rithöf- undur, Hallgrímur Helgason tónskáld, Indriði Þórkelsson skáld, Jón Magnússon skáld, Kristín Sigfúsdóttir skáldkona, Kristján Albertson lektor, dr. Leifur Ásgeirsson, Pétur Á. (Framh. á 4. siðu.) Úr Flatey á Skjálfanda hefir Tíminn fengið svolátandi fréttabréf: Almenn tíðindi eru helzt þessi: Grasspretta var í meðallagi í ár, kartöfluuppskera fremur rýr, mest vegna suðvestanroks, er geisaði seint í júnímánuði. Afla- brögð voru góð; opnir vélbátar með þriggja manna áhöfn fengu 200—300 skippund á lóðir í 70— 80 róðrum. Alls var saltað í eynni um 1500 skippund fiskjar, en um 400 skippund seld í skip og hraðfrystihús. Búið er að selja og flytja út allan afla eyjarskeggja. Vél- bátar eru alls níu, 2—8 smálestir að stærð. Síðastliðið haust fengu Flat- eyingar vanan plægingamann, Jónas Björnsson frá Húsavík, með 9 hesta til þess að plægja og herfa. Hann bylti 15—16 dagsláttum. Á að ganga frá þessum flögum til fullnustu næsta vor. Framfaramál í Flatey verða nú að bíða vegna dýrtíðarinnar, þar á meðal hrað- frystihúsbygging, stækkun bátabryggj- unnar, öflmi lánsfjár til nýbýla í eynni og bættar samgöngur við Húsavík og Akureyri, sem helzt þyrftu að vera á hálfs mánaðar fresti. Til ræktunar- vegar er fé veitt í fyrsta skipti í ár. t t t Eins og oft hefir viljað við brenna, var allmikill drykkjuskapur í gamla- árskvöld að þessu sinni og varð að hafa gát á háttemi manna. Hér í Reykjavík voru alls 21 teknir fastir fyrir ölvun á gamlaárskvöld og nýársnótt. Nokkrar róstur urðu framan við lögreglustöðina og beitti lögreglan kylfum. Þrír lög- regluþjónar úr Reykjavík.er seridir voru suður í Grindavík til að halda uppi aga á skemmtun þar, urðu fyrir að- súg ofstopamanna þar syðra. Lögreglu- þjónar þessir voru Bjarni Eggertsson, Þórður Benediktsson og Greipur Krist- jánsson. Hlutu þeir allir nokkur meiðsli. Verða mál þeirra manna, er að þeim veittust, rannsökuð og látin ganga til dóms. Á Akranesi var og veitzt að lögregluþjóni, Þórði Ásgeirssyni, á skemmtun þar. Viðbeinsbrotnaði hann í þessari viðureign. t t I Bæjarstjórn ísafjarðarkaupstaðar lét ráðast í þær umbætur síðastliðið ár, að koma á nýrri vátnsveitu. Var gamla vatnsveitan orðin bæjarbúum allsendis ónóg. Kvað svo rammt að því, að á vetrum var oft vatnslaust á ýms- um stöðum í bænum klukkustúndum saman. Auk þess sem mörg heimili áttu við varanlegan vatnsskort að búa, hnekkti þetta mjög viðgangi iðjuvera og iðnaðarstöðva. Sigurður yngri Thor- oddsen verkfræðingur hafði fyrir nokkum árum gert áætlun um kostnað við að koma á nýrri vatnsveitu. Taldi hann þá kostnaðinn myndi nema um 41 þús. krónum. Nú áætlaði Sigurður kostnaðinn við vatnsveituna allt að helmingi meiri, sökum þess, hve efni var oröið miklu dýrara en áður og verkakaup hærra. Vatnið til veitunnar er tekið úr Brunná og leitt í trépipum hálfan fjórða kílómetra. Þar eru hinar nýju vatnsleiðslupípur tengdar við Hvað ber nýja árið í skauti sínu? Verður hildarlelkur sá, sem nú geisar, þá til lykta leiddur? Þannig er nú spurt. Svörin eru á marga vegu. Fyrir hálfu ári síðan munu flestir hafa spáð sigri Þjóð- verja. Menn gerðu sér ekki vonir um, að Bretar gætu var- izt eftir hrun Frakklands. En þá gerðist það, sem til þessa má telja mesta kraftaverk styrj- aldarinnar. Brezka þjóðin reis til svo samstilltrar og öruggrar varnar, að slíks munu fá dæmi. gamla vatnsveitukerfið. Áður var vatnið tekið í hlíðinni fyrir ofan kaup- staðinn. Eftir hinu nýja vatnsveitu- kerfi eiga að renna 1200 smálestir vatns á sólarhring. Á sú vatnsveita að full- nægja vatnsþörf í bænum, þótt íbúa- talan aukist um nærfellt 1000 manns. / t t Mikil síldarganga er í Skagafirði. Bátar frá Sauðáitoóki fengu 50—60 tunnur af millisíld í gær. Slík síldar- ganga er mjög óvenjuleg um þetta leyti árs, eða jafnvel einstæð með öllu. t t t Síðastliðinn laugardag strandaði véibáturinn Goðafoss frá Keflavík í blindþoku á skerinu Flasarhaus við Garðskaga. Gátu bátverjar gengið í land. er fjaraði út. Reynt var að ná bátnum út, en tókst ekki. Hann sökk á sunnudagsnóttina. — Á sunnudags- morguninn strandaði enskt skip, Barra Head, á Meðallandsfjörum, vestan við Eldsvatnsós! Skipverjar, alls 34, kom- ust í land á skipsbátnum. t t t Um tíuleytið á nýársdagskvöld varð það slys fram undan Bindindishöllinni við Fríkirkjuveg í Reykjavík, að bif- reiðin R-1216 ók á Þorstein Guðlaug Guðjónsson frá Hellissandi og beið hann bana. Þorsteinn heitinn var fæddur 12. júní 1920. Hann starfaði í Sandgerði og var hér i heimsókn hjá móður sinni og systur. Voru þau þrjú á gangi norður Fríkirkjuveg, er slysið varð. Það er ekki ofsagt, að Bretum hafi vaxið ásmegin. Hið mikla átak þeirra nægði til þess að Þjóðverjar hættu við innrás á síðastliðnu hausti. En víst má telja, að Þjóðverjar séu ekki af baki dottnir. Þeir hafa vafa- laust notað veturinn til að und- irbúa innrásina með þýzkri hugvitssemi og dugnaði. En Bretar hafa líka haldið við- búnaðinum áfram með sinni viðurkenndu þrautseigju, og flugfloti þeirra greiðir Þjóð- verjum stöðugt þyngri og þyngri högg. Ef Þjóðverjar hefja innrás í Bretland á þessu ári, sem margir telja líklegt, má gera ráð fyrir, að það verði ægilegasti hildarleikur sögunnar og að jafnframt rætist sá spádómur Hitlers, að mikið heimsveldi líði undir lok. Framtíðin ein fær skorið úr því, hvort það verður Bretaveldi eða Þýzkaland. Þótt Þjóðverjar hafi unnið kaupskipum Breta mikið tjón, telja kunnugir menn, að það geti ekki ráðið úrslitum styrj- aldarinnar. Hafnbann Breta muni valda Þjóðverjum meira tjóni en Þjóðverjar valda á skipastóli Breta. Þjóðverjar geti enn ekki útvegað sér nema takmarkað magn af brýnustu nauðsynjum. Auk þess magnist óánægja herteknu þjóðanna og almenningur í Þýzkalandi fari að ókyrrast yfir seinagangin- um. Allt þetta neyði forráða- menn Þjóðverja til að reyna að knýja fram skjót úrslit. Seinasti mánuður liðna árs- ins hefir verið Bandamönnum í vil. Grikkir og Bretar hafa unnið verulega sigra við Mið- jarðarhaf. Ítalía hefir reynzt meira pappírsveldi en herveldi. En Þjóðverjar hugsa sér auð- sjáanlega til hreyfings. Þýzkar flugsveitir eru komnar til Ítalíu (Framh. á 4. siðu.) Aðrar fréttir. Þing Bandaríkjanna kom saman í gær. Aðalmál þess verð- ur hjálpin til Breta. Roosevelt forseti mun leggja tillögur sínar fyrir þingið á mánudaginn. Roosevelt flutti nýlega mjög áhrifamikla útvarpsræðu, þar 1. blað A víðavangi RÚSSNESKI FLOKKURINN í REYKJAVÍK. Sjaldan hefir komið betur í ljós en í yfirstandandi verkfalli hve nauðsynlegt er fyrir lýð- ræðisflokkana að standa sam- an um íslenzk mál. Lítill hópur manna undir forustu Einars Ol- geirssonar og Brynjólfs Bjarna- sonar, stöðvar vinnu í Reykja- vík. Allir vita, að þessir tveir forkólfar kommúnista hafa seint og snemma verið elfdir til óþjóðlegrar starfsemi frá Rúss- landi, og að þeir standa beint undir áróðursdeild í Moskva. Með heimskulegri og menning- arlausri framkomu, áflogum á félagsfundum o. s. frv. hafa út- sendarar Rússa gert félagsfundi Dagsbrúnar svo leiðinlega, að fjöldi hinna gætnari verka- manna vilja ekki sækja þá. Kommúnistar koma á fundina og stjórna þar fyrir Rússa. Hve lengi á að þola hér útlendan erindrekstur af þessu tagi? ÓSANNINDI UM FRAM- SÓKNARFLOKKINN. Við kaupsamninga fyrir ára- mótin létu ýmsir fulltrúar at- vinnurekenda mjög oft falla orð um það, að dýrtíðin í landinu hefði komið vegna hækkunar á kjöti og nýmjólk. Hvort tveggja væri verk Framsóknarmanna. Víst er það rétt, að Framsókn- armenn beittu sér fyrir hækk- un á þessum vörum. En áður en það hafði gerzt, voru kommún- istar, Alþýðuflokksmenn og nærri allir Sjálfstæðismenn búnir að veita dýrtíðaruppbót á hæstu laun hjá ríkinu. Sjálfstæðismenn höfðu komið á dýrtíðaruppbót handa launa- mönnum bæjarins. Allir þing- flokkar, nema Framsóknar- menn, höfðu ætlað að lögbjóða dýrtíðarujppbót hjá fólki 1 verzlunum. Að lokum höfðu Sjálfstæðismenn, Alþýðuflokks- menn og kommúnistar hækkað kaupið á skipastól landsins gifurlega, svo að skipstjórar hafa nú stundum kaup, sem skiptir tugum þúsunda, en vél- stjórar 20—25 þús. og aðrir eft- ir því. Hver vill áfella sam- vinnufyrirtæki bænda fyrir hina hóflegu og algerlega óhjá- kvæmilegu hækkun, er þeir létu fylgja í slóð framannefndu hækkana? „EF ÉG DÆÐI.“ Leikfélagið sýndi nýlega nýtt og ekki sérlega fullkomið leik- rit. Þar komu fram á sviðið tveir leikarar, nýkomnir úr er- lendri skólagöngu. Annar var Lárus Pálsson, bróðursonur sr. Jakobs Ó. Lárussonar í Holti. Hitt var Regiiýa Þórðardóttir læknisfrú, sem tekið hefir þátt i leikstörfum í Reykjavík við góðan orðstír. Lárus hafði í þetta sinn lítið hlutverk, en fór vel með það, og munu Reykvík- ingar þar til annað reynist, gera sér góðar vonir um starf hans. Annars varð það til sorg- legra tíðinda í þetta sinn, að einn af helztu forkólfum leik- félagsins, eins og það hefir ver- ið, að Indriði Waage endurtók þrem sinnum með hátjíðlegiji rödd á frumsýningunni þessi orð: „Ef ég dæði“. Erfitt er að tákna erfiðleika leiklistarinnar á íslandi betur en með þeirri staðreynd, að leikstjórinn við flestar sýningar leikfélagsins er ekki betur mentur en svo, að hann ber sér í munn á leiksvið- inu aumustu mállýti, sem til eru á vörum götudrengja í Reykjavík. Það er aldrei nema rétt að viðurkenna, að leiklist hlýtur að eiga erfitt uppdráttar i Reykjavík. En það er betra að leggja félagið niður heldur en að þvi haldist uppi að segja: „Ef ég dæði“. sem hann sagði að þríveldasátt- málanum væri beint gegn Bandaríkjunum og að þau mættu (Framh. á 4. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.