Tíminn - 09.01.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1941, Blaðsíða 2
10 TÓIIIMV. fimmíiiclagiiiii 9. janiiar 1941 3. blað 'gíminn Fimmtudaginn 9. jtin. Gamla iólkið Umbætur þjóðfélagsins eru að vonum að miklu leyti miðaðar við þarfir æskunnar, við framtiðina. Þetta þarf svo að vera, þótt mörgum nútíma- mönnum virðist æskan muni gerð óhraust og blautgeðja með öllu því „barnfóstru“-vafstri, sem unglingarnir verða nú að- njótandi, alla leið fram á full- orðins ár. í öllu umbótabramlinu virðist eins og gamla fólkið hafi gleymzt. Reyndar var komið upp stofnun hér í bæ fyrir nokkrum árum, Elliheimilinu, sem er einskonar niðursetninga- hæli, byggt inn í miðjum bæ, þar sem með öllu er útilokað að gamla fólkið geti dundað við útistörf að sumarlagi sér til af- þreyingar og stofnuninni til gagns. Á þessum síðustu tímum „hraða og tækni“ hefir orðið þrengra um gamla fólkið, en áður var. Eg þekkti einu sinni bónda, sem kominn var hátt á sextugs- aldur. Hann átti mörg börn og voru þau uppkomin. Jörð sinni hafði hann skipt á milli þeirra, en var sjálfur hættur að búa, enda búinn aö skipta bústofni sínum milli barnanna. Eftir öllum guðs og manna lögum átti þessi gamli bóndi að setj- ast að í „horninu“ hjá börnum sínum og „njóta hvíldar í ell- inni,“ eins og það er orðað. En þótt hann væri heilsuveill og slitinn af erfiði, þá datt honum ekki í hug að hverfa hljóðlaust í hornið til barnanna og þaðan í gröfina. Hann tók sig upp, allslaus, flutti í annan lands- fjórðung og byrjaði þar nýtt líf sem vinnumhður, lausa- maður, bóndi og síðast kaup- maður. Þegar þessi bóndi var spurð- ur að því, hvers vegna hann færi að heiman, svaraði hann því, að hann vildi ekki þvælast fyrir börnum sinum á heimil- inu, en væri ekki orðinn svo dauður úr öllum æðum, að hann gæti látið búskapinn af- skiptalausan. Fjöldi gamalla manna, karla og kvenna, verður að láta af störfum áður en starfskraftar eru þrotnir, til að rýma fyrir þeim, sem eru yngri og af- kastameiri, eða til þess að gefa börnum sínum kost á að lifa sjálfstæðu lífi. Ríkið hefir á- kveðið, að embættismenn skuli láta af störfum 65 ára gamlir, og margar stórar stofnanir hafa tekið upp sömu venju. Kjör manna, sem verða að yfirgefa æfistarf sitt á þessum aldri, eru oft ákaflega ömur- leg. Ekki beinlínis vegna þess, að þetta fólk hafi svo lítið fyrir sig að leggja, að það séu mestu vandræðin. Hitt er engu síður ömurlegt, að þetta fólk getur oft og tíðum ekkert haft fyrir stafni, þótt það sé ef til vill við góða heilsu og hafi mikið starfs- þrek. Takist öldruðum manni að fá eitthvað að gera, finnst honum oft, að vinnan sé veitt í gustukaskyni. Það eru því miður ekki marg- ir eins og bóndlnn, sem ég gat um hér að framan, sem byrj- aði nýtt líf á gamals aldri. Það er miklu algengara, að menn leggi árar í bát, setjist að hjá einhverjum vandamanni sín- um, eða holi sér niður í lélega íbúð og eyði þar síðustu æfi- árum, gleymdir og gagnslausir sjálfum sér og öðrum. Einhver mesti atorku- og hugsjónamað- ur, sem ég hefi kynnzt, óskaði þess heitt og innilega; að hann fengi að deyja, áður en aldur- inn þokaði honum úr baráttu lífsins i gröf lifandi manna, sem er hlutskipti svo margra í ellinni. Eg vona, að menn geti orðið mér sammála um, að hér ep al- varlegt vandamál á ferðinni, ekki aðeins fyrir gamla fólkið sjálft, heldur líka fyrir unga fólkið. En er þá nokkuð hægt að gera til að ráða bót á þessu? Er hægt að gera elliárin á- nægjulegri fyrir gamla fólkið, Landráðastarfsemi kommúnista Fyrir rúmu ári síðan gerðist sá atburður í Terijoki í Finn- landi, að finnskur landflótta- maður, Kuusinen að nafni, gerði samning við stjórn Sovét- Rússlands um framsal á hern- aðarlega þýðingarmiklum stöð- um landsins, gegn því, að hon- um yrði hjálpað þar til valda. Kuusinen þessi tók ekkert til- lit til þess, að hann hafði ekki hið minnsta umboð frá finnsku þjóðinni, til að gera samning fyrir hennar hönd og að hún óskaði einskis síður en að fá hann fyrir stjórnanda. Hann skeytti heldur ekkert um það, þótt hann leiddi með þessu hinar ægilegustu hörmungar yfir þjóð sína. Fyrir tæpu hálfu ári síðan og um leið gagnlegri fyrir þjóö- félagið? Þessum spurningum verða þeir fyrst og fremst að svara, sem komnir eru á þann aldur, að aðgerðaleysi og tómleiki ellinnar blasir við þeim. Hér á landi virðist það sífellt færast í vöxt, að aldrað fólk, sem hefir látið af störfum, leitar til bæj- anna, þótt það hafi alið aldur sinn í sveit. í bæjunum bíða þess oft hin ömurlegustu kjör, jafnvel þó ekki sé um að ræða skort á bráðustu lífsnauðsynj - um. Víða í nágrannalöndunum reyna menn, sem eru sæmilega stæðir fjárhagslega, að búa sig undir elliárin með því að eign- azt smábýli í sveit og leggja þar stund á garðrækt og aðra létta útivinnu, sem getur stytt stundir og létt afkomuna. Sama gætu menn gert hér. Þá mætti einnig stofna elliheimili fyrir fólk, sem ekki getur það af eig- in rammleik. En þessi heimili eiga að vera í sveit, þar sem vinnufært fólk getur notað starfskrafta sinna til að létta sér afkomuna og stytta sér stundir. ÞýVftu þessi heimili helzt að vera einskonar fé- lagsbú gamla fólksins sjálfs, þannig, að það stjórnaði þeim að miklu eða öllu leyti, enda mætti stofna til slíkra heimila með almennum fjárframlögum, svo að það fólk, sem þar nyti vistar, fyndi það, að það ætti hlut í fyrirtækinu, því að flest aldrað fólk vill heldur sjá sér farborða af eigin rammleik, en að lifa af náðarbrauði vanda- manna eða opinberu framfæri. o átti franska þjóðin í úrslita- baráttu um frelsi sitt. Það hefði mátt ætla, að allir Frakkar hefðu staðið saman í þeirri bar- áttu. En sú varð ekki raunin. Hinir frönsku flokksbræður Kuusinen skárust úr leik. Þeir störfuðu eftir fyrirskipun yfir- manna sinna í Moskva, er töldu, að allsherjarhrun í Frakklandi myndi skapa þar frjóan jarð- veg fyrir kommúnismann. Þeir gerðu því allt, sem þeir gátu, til að stuðla að ósigri þjóðar sinn- ar. Þeir reyndu að auka ótta almennings og skapa þannig ringulreið, sem stórspillti fyrir aðgerðum franska hersins. Þeir reyndu að eyðileggja baráttu- hug hermannanna með áróðri um að vörnin væri þýðingar- laus og að þrátt fyrir allt væru þýzku nazistarnir betri en frönsku „kapitalistarnir". Þeir störfuðu sem njósnarar fyrir fjandmennina. Framferði þeirra átti veigamikinn þátt í ósigri Frakklands. Erlendur her hefir tekið sér bólfestu á íslandi. Enginn veit, hversu lengi dvöl hans varir. En á1 meðan er íslenzka þjóðin ekki æðsti húsbóndi í landinu. Hinir hervæddu aðkomumenn geta neytt aflsins hvenær, sem þeim þóknast og farið með hina fá- mennu, vopnlausu þjóð eftir vild. Þetta er staðreynd, sem ekki þýðir að mæla móti, hversu illa, sem okkur fellur hún. Hingað til hafa aðkomumenn- irnir ekki neytt aflsins. Þeir hafa látið þjóðina sjálfráða um málefni sín. Þeir hafa engin afskipti haft af blöðum, út- varpi, dómstólum eða stjórnar- farinu yfirleitt, líkt og er sið- ur þýzkra, rússneskra, ítalskra og j apanskra innrásarher j a. Allt bendir til, að þeir óski að fylgja þessari reglu áfram, en vitanlega er það þó bundið einu skilyrði. Þetta skilyrði er það, að þjóðin blandi sér ekki inn í sérmál þeirra frekar en þeir blanda sér inn í sérmál hennar. Ef íslenzka þjóðin færi að blanda sér inn í málefni hers- ins, mætti hún fljótlega vænta meiri afskipta hans af málefn- um sínum en raun hefir á verið til þessa. Þetta er regla, sem þjóðin þarf að læra, og hefir líka lært. Þeir, sem hafa afskipti af sér- málum setuliðsins hér, eru bein- línis að stofna til þess, að það taki upp afskipti af sérmálum þjóðarinnar, er það hefir látið ógert til þessa og hefir ætlað að láta ógert. Þess vegna hefir plagg það, sem kommúnistar dreifðu út meðal ensku hermannanna síðastliðinn sunnudag, vakið ó- skipta gremju þjóðarinnar. Þar eru hermennirnir beinlínis kvattir til að óhlýðnast fyrir- skipun yfirboðara sinna. Frek- legri afskipti er ekki hægt að hafa af sérmálum setuliðsins. Önnur afskipti eru líka naum- ast til, sem herstjórnin telur þyngri sakir. í sama plaggi er líka reynt að telja hermönn- unum trú um, að íslendingar okri á þeim og selji þeim ó- hæfilega dýrar vörur. Með þessu er beinlínis reynt að gera hermennina fjandsamlega í garð íslendinga og munu allir geta gert sér í hugarlund, hvað af því gæti hlotizt. Ýmsir kunna að halda, að kommúnistar hafi gripið til þessa verknaðar af fávitaskap. Því fer fjarri. Piltarnir, sem dreifðu út plagginu, munu að vísu hafa gert þetta í athug- unarleysi og ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum. Þeir hafa aðeins hlýtt leiðtogum sínum í blindni. En það feegnir öðru máli með leiðtogana. Þeir hafa gert þetta að vel íhuguðu ráði. Ráðagerð þeirra hefir verið í aðalatriðum þessi: Brezka setuliðsstjórnin mun taka mjög hart á þessum verknaði. Vel getur svo farið, að okkur takist að koma plagginu út, án þess að það komizt upp, hverjir eru að verkinu valdir. Þá fellur grunurinn á þjóðina alla. En hvernig, sem það annars fer, þá mun setuliðsstjórnin líta þetta svo alvarlegum augum, að hún mun auka afskipti sín af íslenzkum málefnum. Einhyerjir munu segja, að ó- líklegt sé, að kommúnistar vilji fá aukna íhlutun setuliðsins um íslenzk málefni. En hvers vegna vildu þeir fá yfirráð nazista í Frakklandi? Þeir álitu, að það skapaði los og ringulreið, sem yrði góður jarðvegur fyrir kom- múnlsmann. Afskipti setuliðs- ins af íslenzkum málum myndi hafa í för með sér margs konar glundroða og óánægju. Kom- únistar telja, að þeir myndu fiska vel í slíku vatni. Plagg kommúnistanna er því ekki grundvallað á neinu fljót- ræði eða heimsku. Það er vel íhugað og í fyilsta samræmi við vinnubrögð kommúnista yfir- leitt. Fyrir þeim vakir ekki neitt, sem nefnist freílsi eða sjálfstæði þeirrar þjóðar, sem þeir tilheyra. Þess vegna gerði Kuusinen samninginn um framsal Finnlands, án minnsta samvizkubits. Þess vegna unnu franskir kommúnistar af fyllsta megni að ósigri Frakklands. 1 sveít eða kaupstað EStir Dag BrynjólSsson í 111 tölublaði Tímans fyrra ár skrifar einhver Stefán Jóns- son um það, „hvort sé betra og arðvænlegra að vera bóndi í sveit eða verkmaður í kaup- stað.“ Það er alltaf gaman að lesa það, sem skrifað er um þessi mál, því þótt menn hugsi um það og velti því fyrir sér fram og aftur, þá er oftast svo, að bæði eru mörg vafaatriðin, sem máli skipta, og ýmislegt fellur niður í útreikningum manna á þessum hlutum. Þetta spurs- mál er eitt af alvörumálum þjóðarinnar, sem gaman og gagn er að kryfja til mergjar. Þó er svo oftast, að ungir menn eða persónur, sem vilja taka saman og mynda heimili, geta lítið tillit tekið til slíkra skrifa. Það eru ástæður og að- stæður hvers einstaklings, sem skipa honum til rúms, meira en hagfræðilegir útreikningar. En þótt menn finni það furðan- lega glöggt, þegar til fram- kvæmdanna kemur, hvað þeir mega bjóða sér eða takast á hendur fyrir áræði, dugnað eða eignir, þá getur þó verið gott að sjá útreikninga um þessi mál. Við lestur nefndrar greinar St. J. verður maður snortinn af Þess vegna'vinna íslenzkir kom- múnistar að auknum afskipt- um setuliðsins af íslenzkum málum. Kommúnistar eru alls staðar eins, hvort heldur þeir eru í Finnlandi, Frakklandi eða á íslandi. Þeir fótumtroða og lítilsvirða þjóðfrelsið alls staðar jafn mikið og eru reiðubúnir til að fórna því fyrir minnsta ávinning. Þeir vinna skipulega og mark- visst að því að eyðileggja það, ef þeir telja sig geta á þann hátt skapað stjórnleysi og úlf- úð, sem veiti kommúnismanum heppileg vaxtarskilyrði. Um langt skeið hefir ekki verið meiri hætta á því en nú, að íslenzka þjóðin glataði um- ráðum yfir sérmálum sínum. Hún getur aðeins haldið þessu valdi með því að sýna nægi- lega einbeitni og festu. Ef ó- aldarflokki, sem er sprottin af erlendum rótum og fær alla næringu síðan þaðan, á að haldast uppi að eitra sambúð setuliðsins og íslendinga, getur þjóðin alveg eins afsalað sér frelsi sínu strax í dag. Það verður hvort eð er ekki lengi varið af ríkisvaldi, sem brestur áræði og dug til að taka fyrir kverkar slíkrar landráðastarf- semi. þ. Þ. meðmælum höfundar til sveita- lífsins, og víst er þar margt til meðmæla. En þar sem hann verður svo ákafur bóndans megin í þessum samanburði, að hann hleypur fram hjá sam- anburði bóndans við daglauna- manninn, en tekur mann í em- bætti eða með föstum launum 500 krónur á mánuði, og telur þó hlut bóndans betri nema um smábónda sé að ræða, þá má það ekki óathugað vera lát- ið. Það er bónda, sem hafi 4 kýr og 50 ær. Af því að mér finnst sam- anburður St. J. nokkuð nýstár- legur, miðað við reynslu þá, sem ríkir um afkomu og lifn- aöarhætti bænda og embættis- manna, fór ég að hugsa um, hvernig þetta mætti vera. Og mín fyrsta hugsun var þessi: Þessi maður er ekki bóndi, en hann ætti að vera smábóncfi úti í sveit; það væri til fyrirmynd- ar að fá það sýnt í verki, sem þannig er reiknað út inni í skrifstofu. Reikningur hans hefir einn höfuðkost: Hann ætlar bónd- anum að öllu leyti sömu lífs- venjur, fæði og klæði, sem kaupstaðarbúanum. Hann ætl- ar honum sömu húsaleigu, og er það ríflegt, þótt hús yfir fénað og hey séu talin með. Eg vil einnig taka dæmið eins og hann gerir í því að reikna bóndanum með innkaupsverði neytandans það, sem hann notar af framleiðslu sinni og verðið læt ég halda sér. Þetta gerir kr, 1561.36 árið 1938. Árið 1940 tel ég ekki hægt að taka í samanburði sem þessum, því að það er alveg sérstakt að vöruhækkun, svo að stóru munar frá öllum venjulegum tímum, enda mikill viðbúnað- ur verkafólks að rétta við sinn skarða hlut. Auk framleiðslu sinnar í dæmi St. J. þarf bóndinn að- keyptar nauðsynjar kr. 1055.99 Skatta og gjöld .... — 277.00 Landsskuld og vextir af höfuðstól .... — 600.00 Þetta er samtals kr. 1933.00 Þetta fær hann með því að selj a: 4400 1. mjólk á 0.23 kr. 1012.00 600 kg. kjöt á 0.90..— 540.00 160 kg. gærur á 1.50 — 240.00 55 kg. vorull á 3.20 ..— 176.00 Samtals kr. 1978.00 Eins og áður talið með eigin framleiðslu kr. 1561.36 Tekjur samtals 3539.36 Eg finn ekki meiri tekjur í (Framh. á 3. síðu) Jens Hólmgeírsson: Ankið landnám Mannfjölgun á landinu, nú hin síðari ár, hefir numið 1100— 1200 manns á ári hverju. Sam- kvæmt útreikningi hagstof- unnar um stærð meðalheimilis, svarar , þessi mannfjölgun til þess, að árlega bætist við lið- lega 200 ný heimili. Nokkur undanfarin ár hefir þessi mannfjölgun að mestu lent í Reykjavík, eða sem næst 1000 manns á ári hverju. Það er á engan hátt sagt til þess að gera lítið úr ágæti Reykjavíkur né til þess að kasta rýrð á þá, sem bæjarmálunum hafa stjórnað, þótt staðhæft sé, að þessi þróun -sé ekki aðeins hættuleg fyrir Reykjavík, held- ur einnig fyrir alla þjóðarheild- ina. Það er alkunnugt, að þau framleiðslutæki og atvinnuúr- ræði, sem nú eru hér í Reykja- vík, eru mjög langt fjarri því að vera næg þqim fólksfjölda, sem hér er nú, hvað þá heldur handa 1000 manna árlegri við- bót. Hvernig ástandið er nú í þessu efni, má bezt af því marka, að þegar að vinnan hófst hjá brezka setuliðinu síð- astliðið sumar, þá var á fáum dögum hægt að útvega til vinn- unnar nokkuð yfir 1000 verka- menn hér í Reykjavík. Þetta gerist á þeim tíma árs, sem fiskiveiðarnar eru í fullum gangi. Auk þess er víst, að ó- venjulega margt fólk úr Reykja- vík réðist til landbúnaðarstarfa á siðastliðnu vori. Ég hygg, að torvelt hefði reynzt að bæta úr atvinnuleys- inu hér í Reykjavík að þessu sinni, ef vinnan hjá brezka setuliðinu hefði eigi komið til. Það, sem hér hefir verið sagt um atvinnuhorfurnar í Reykja- vík, getur einnig átt við Hafn- arfjörð og nokkra fleiri staði þótt í minni stil sé. Eigi verður um það deilt, að það er hinn mesti þjóðarvoði, ef fjöldi fólks sezt að og myndar heimili þar sem lífsskilyrðin eru fullnotuð, eða svo takmörkuð, að eigi er um næga atvinnu að ræða, nema einhver óvænt at- vik hjálpi til. Það eru því mjög aðkallandi verkefni, að koma því til leiðar, að nýju heimilin myndist þar, sem næg afkomu- skilyrði eru fyrir hendi. Jafn- framt þarf einnig að skapa at- vinnuskilyrði á nýjum stöðum, fyrir nokkurn hluta af því fólki, sem nú er atvinnulaust hér í Reykjavík og í nokkrum fleiri kaupstööum og kauptún- um. Nú munu flestir á einu máli um, að hið nýja landnám eigi að fara fram við tvenns konar skilyrði: í sveitum landsins, þar sem eingöngu sé byggt á búskap og ræktuðu landi, og við sjávarsíðuna, þar sem at- vinnan sé byggð samhliða á sjó- sókn og smábúskap. Ríkið hefir nýlega keypt nokkrar jarðir á Suðurlandi, sem ætlaðar munu til þess að reisa á nýbýlahverfi. Ef byggja á búskapinn á mjólkurfram- leiðslu, mun eigi veita af 10 ha. túni fyrir hvert býli og auk þess nauðsynlegt beitarland. Sjálfsagt virðist að haga skipt- ingu landsins þannig, að byggð- in verði í allstórum hverfum, enda er það auðvelt, þar sem landrými er nóg. Við það verð- ur aðstaða til félagslegra þæg- inda, svo sem raforku, síma, samgangna, vatnsveitu o. fl., stórum betri. Auk þess verður lífið í slíkum byggðahverfum mun skemmtilegra og örugg- ara, heldur en í dreifbýli. Fé- lagsskapur og samstarf til gleði og gagns hefir i þéttbýl- inu hin ákjósanlegustu þróun- arskilyrði. Á sjávarbýlunum á atvinnan að grundvallast á sjósókn og búskap, sameiginlega. Fróðir menn telja hæfilegt, að slíkt sjávarbýli hafi um 2 ha. af ræktuðu landi til umráða. Það muni nægjanlegt meðalfjöl- skyldu til framleiðslu á land- búnaðarafurðum til eigin þarfa, og ekki torvelda fjölskylduföð- urnum nauðsynlega atvinnu- sókn utan heimilisins. Á slík- um stöðum mundi sjávarút- vegurinn verða stundaður á stórum eða litlum vélbátum nokkurn hluta árs, allt eftir því hvað bezt á við á hverjum stað. Ef treysta má fiskimiðum okkar, eru óskaplega miklir landnámsmöguleikar fyrir hendi á þessum grundvelli. Sem líklega staði má nefna: Skaga- strönd, Þórshöfn á Langanesi, Hámundarstaði í Vopnafirði, Flatey á Skjálfanda, Borgar- fjörð eystri, og er þá fátt eitt talið. Á þessum og þvílíkum stöðum virðist álitlegt, að upp rísi sjávarþorp með dreifbýlis- sniði, af þeirri stærð, er land- rýmið leyfir. Þegar iandnáms- örðugleikunum hefir verið rutt úr vegi og hæfilegt fjármagn lagt fram til félagslegra fram- kvæmda, sýnist heimilamynd- un við þessi skilyrði að ýmsu leyti vera álitleg og lokkandi. Með lögum um Byggingar- og landnámssjóð, var stigið stórt og mjög merkilegt spor í þá átt, að byggja og nema landið. Beinn og óbeinn árangur af þessari löggjöf mun nú vera um 250 nýbýli og nálega 500 endurbyggðir sveitabæir. Að sjálfsögðu ber að halda áfram á þessari braut með auknum krafti. En það þarf stórstígari og skjótari framkvæmdir í málinu, ef vel á að fara. Hvaða leiðir á þá að fara til þess að leysa þetta mikla og að- kallandi verkefni eins fljótt og gagnlega og nú er þörf á? Það skal hér hiklaust sagt, hvort sem það kann aö líka betur eða ver, að ég hefi litla trú á, að verulega stórt átak verði gert í landnámsmálun- um, nema því aðeins, að ríkið kosti landnámið að verulegu leyti, og sjái auk þess landnem- unum fyrir hagfelldum láns- f j ármöguleikum til fram- kvæmda á nokkrum hluta þess sem eftir er, þegar þætti ríkis- ins er lokið. Hér skal nokkuð rakið, hvern hlut telja verður, að ríkið þurfi að eiga í málum þessum, og skal þá fyrst rætt um land- námið í sveitunum. Landið skal að sjálfsögöu valið, þar sem búskapar- og og samgönguskilyrði eru góð og vel hagar til um myndun byggðahverfa. Hlutverk ríkis- ins sé að girða og þurka landið, leggja um það nauðsynlega vegi og sameiginlegar vatnsæðar. Ennfremur að fullrækta a. m. k. 4 ha. af landi hvers býlis. Þannig er þá nokkuð meira en hálfgerð rætkunin á hinni nýju bújörð. Að loknum þessum framkvæmdum ríkisins, skal landið virt til fasteignamats. Leigumáli hinnar nýju bújarð- ar sé svo byggður á því mati, og hún leigð ábúandanum með erfðaleigukjörum eftir sömu reglum og segir í lögum nr. 8 frá 1. febr: 1936 um erfðaá- búð og óðalsrétt. Þáttur ábúandans í landnámi þessu verður sá, að byggja nauðsynleg hús á landinu og ljúka við ræktunina, og er síð- artalda verkefnið ekki stór- kostlegt, þar sem framræsla og girðing er þegar innt af hendi. Til þess að reisa byggingarnar, verður að gera ráð fyrir, að á- búandinn njóti láns og styrks í líkum mæli og lög Bygging- ar- og landnámssjóðs ákveða nú til handa nýbýlum, þ. e. allt að kr. 7000.00 lán og styrkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.