Tíminn - 11.01.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.01.1941, Blaðsíða 1
RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Simar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, laugardaginn 11. janúar 1941 4. blatS --—^—-- Nælnhn§ á íslaudi í árbók Ferðafélags íslands, þeirri, er kom út nú fyrir jólin, er ítarleg skrá yfir sœluhús hér á landi. Skrá þessa, sem er bœði fróðleg og gagnleg, hafa Geir G. Zoega vegamálastjóri og Steinþór Sigurðsson magister gert. Upp- dráttur sá, er hér birtist, fylgir nefndri skrá, og eru sœluhúsin sýnd á honum með svörtum deplum. Samkvcemt skrá þeirra Geirs vegamálastjóra og Steinþórs Sigurðssonar, eru 171 sœluhús til á landinu. 14 þeirra eru innan marka Gullbringu- og Kjósarsýslu, 2 í Borgarfjarðarsýslu, 7 á Snœfellsnesfjallgarði, 8 á Vestfjarðahálendinu, 16 upp frá Mýrasýslu og Húnavatnssýslu vestan Blöndu, 9 upp frá Skagafirði og Eyjafirði, 5 í byggðum í Eyja- firði, 18 í Þingeyjarsýslu, vestan Jökulsár á Fjöllum, 2 á Hólsfjöllum og Möðrudalsörœfum, 8 upp frá Þistilfirði og Langanesströnd, 6 á Haugsörœfum og upp frá Vopnafirði, 13 á örœfum norðan Vatnajökuls, 3 upp frá Seyðis- firði og Reyðarfirði, 6 í Austur-Skaftafellssýslu, 15 í Vestur-Skaftafellssýslu, 12 í Rangárvallasýslu og 27 upp frá Árnessýslu. Sœluhús þessi eru einkum þrenns konar: Leitarmannakofar, fjallvegakofar og skálar ýmissa félaga og stofnana. ——-—-—-----------------——■—-—---—-----------------—~— ------—-— Útgjöld Reykjavíkurbæjar á- ætluð 10 milj. kr. á þessu ári Útsvörín áætluð yfir 7 milj. kr. Sambandslögín og konungdómunnn falllín úr gíldí Ályktun Framsóknar- félaganna í Reykjavík Á fundi Framsóknarfélag- anna í Reykjavík í gærkvöldi fóru fram framhaldsumræður um sjálfstæðismálið. Umræður urðu fjörugar og tóku margir til máls. í lok umræðanna var eftirfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Fundur Framsóknarmanna í Reykjavík skorar á næsta Al- þingi að lýsa yfir þegar í byrj- un þings, að það telji sam- bandssáttmálann við Dani og sameiginlegan konungdóm með Dönum úr gildi fallin vegna þeirra stjórnarhátta, er nú eru komnir á í Danmörkú. Enn- fremur verði gerðar, þegar á þessu ári, þær ráðstafanir um meðferð æðstu mála þjóðar- innar, er af þessari stjórnar- farslegu breytingu leiðir.“ Ætlazt var til að einnig færu fram á fundinum framhalds- umræður um aðstöðu Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. En tími vannst ekki til þess og verður því haldinn fundur um þetta mál síðar. Dreífíbréfamálíð Brezka setuliðsstjórnin af- henti í gær íslenzkum yfirvöld- um kommúnistána fimm, sem hún hefir haft í haldi vegna dreifibréfamálsins svonefnda. Hafa undanfarið farið fram umræður og bréfaskipti um þetta milli ríkisstjórnarinnar og setuliðsstjórnarinnar. Gerði rík- isstjórnin þá kröfu, eins og áður í slíkum málum, að sökudólg- arnir yrðu afhentir íslenzkum yfirvöldum og mál þeirra dæmd eftir íslenzkum lögum. Voru kommúnistarnir fluttir úr fangelsi Breta í fangahúsið við Skólavörðustíg. Þeir voru afhentir skilyrðislaust af hálfu Breta. Þótt brezka setuliðsstjórnin hafi farið þessa leið til sam- komulags.hefir hún lýst yfir því, (Framh. á 4. síðu.J Frumvarp að fjárhags- áætlun bæjarsjóðs Reykja- víkur á árinu 1941 var til 1. umræðu á bæjarstjórnar- fundi í fyrradag. Samkvæmt þessari áætlun eru heildar útgjöld bæjarsjóðs áætluð kr. 9.754.400.00 eða kr. 2.300.000.00 hærri en í fyrra. Hækkunin skiptist á flesta að- algj aldaliði áætlunarinnar og stafar að miklu leyti af kaup- Vetrarvertíðin er í þann veginn að hefjast við Faxaflóa. Ógœftir hafa víð- ast verið siðan um áramót, en fiskafli tregur, þótt á sjó hafi gefið. En hins vegar fiskverðið hátt, svo að jafnan hefir verið róið, þótt veiðin vœri dræm. Á Akranesi hafa engir bátar komizt á sjó síðan um áramót, þar til í fyrra- kvöld, en þá reru allir bátar. Lög- skráning hefir farið fram undanfarna daga. Álíka margir bátar ganga þaðan til fiskjar í vetur og vant er. Nokkur uggur er í mönnum um að ekki fáist skip til þess að flytja fiskinn á mark- að, ef verkfallið helzt. — Til Kefla- víkur eru vermennirnir sem óðast að koma. Aðkomubátar eru ekki enn komnir, en þeirra fyrstu er von bráð- lega og munu sumir norðanbátanna vera á leiðinni. Veðrátta hefir verið mild, en gæftir ekki síðan um áramót. Bátar reru í fyrrakvöld í fyrsta skipti á vertíðinni. — Til Sandgerðis eru að- eins fáir aðkomubátar komnir og frem- ur fátt vermanna. Nokkrir bátar eru á leið þangað. Búizt er við að, þar verði 30—40 bátar í vetur, likt og í fyrra, en fleiri geta ekki verið þar. Vindátt hefir verið suðvestlæg að undanförnu og ógæftasamt. í fyrradag gaf þar á sjó og fiskuðust þá 6—8 þúsund pund á bátana. Er það fremur tregur afli. — í Grindavík er vetrarvertíð að hefjast. Jafnan hefir verið róið þar í haust, en aflatregða hefir verið. Hausthlutir uppbótum og öðrum kostnaði vegna dýrtíðarinnar. Þó er gert ráð fyrir tveimur nýjum allstórum útgjaldaliðum, 300 þús. kr. til húsbygginga og 200 þús. kr. vegna styrjaldarráð- stafana. í áætluninni eru eng- ar skýringar um þessa út- gjaldaliði. Þá er gert ráð fyrir að afborganir af lánum hækki um 375 þús. kr. miðað við fjár- hagsáætlun fyrra árs. hafa þó orðið drjúgir, því að fiskverðið er hátt. Munu beztu hausthlutir vera á 12. hundrað króna. Gæftir hafa verið slæmar, eins og tíðast vill verða í Grindavík, þegar sunnanátt er þrálát. — í Vestmannaeyjum er undirbúning- ur undir vetrarvertíð, en óvíst hvenær hún hefst, meðal annars vegna ógerðra kjarasamninga. Róið er þó, þegar á sjó gefur, en fiskafli dræmur, en þó heldur að glæðast. t t t Þessi eru ný tíðindi úr kaupgjalds- deilunum: Kaupsamningar þeir, sem Dagsbrún gekk að, samkvæmt alls- herjar-atkvæðagreiðslunni, hafa verið undirritaðir af Vinnuveitendafélagi ís- lands og Dagsbrún. Á ísafirði hafa hinir helztu vinnuveitenda gert kaup- samninga við verkamenn. Hækkar tímakaup verkamanna ofurlítið, auk þess sem fulla dýrtiðaruppbót skal greiða. Á Siglufirði hefir fram farið allsherjaratkvæðagreiðsia innan verka- mannafélagsins Þróttur. Var samþykkt verkfall með 337 atkvæðum gegn 28. Nokkrir vinnuveitendur, þar á meðal Siglufjarðarbær, hafa gengið að kaup- taxta félagsins. Á kaupskipaflotanum hafa sjómenn boðað til verkfalls hinn 17. janúar, ef ekki verði þá komið á samkomulag um kaupið. Á fundi, sem verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hélt á fimmtudagskvöld, var samþykkt Balkanskaginn er stöðugt eitt helzta umtalsefni heimsblað- anna. Mörg þeirra spá því, að þar muni gerast næstu stórtíð- indi heimsstyrjaldarinnar. Orsök þessara spádóma er einkum sú, að líklegt þykir, að Þjóðverjar telji sér skylt að koma ítölum til hjálpar í raun- um þeirra. Þjóðverjar virðist þar einkum hafa um þrjá kosti að velja: Innrás í Bretland. Fullkomna undirokun Frakk- lands, sem kemur þó ekki að notum, nema Þjóðverjar fái umráð yfir franska flotanum eða fái Spánverja sér til að- stoðar. Að öðrum kosti getur Hitler ekkert aðhafzt á þessum stöðum við Miðjarðarhafið. Innrás í Búlgaríu og það- an inn í Grikkland. Það þykir tæpast. koma til greina, að Þjóðverjar telji sér fært að flytja herlið um Ítalíu og yfir Adriahaf til Albaníu. Sama máli gegnir um liðflutn- inga til' Libyu. Það þykir líka víst, að Þjóðverjar myndu mæta mikilli mótstöðu, ef þeir reyndu að fara með her yfir Jugoslavíu til Albaníu. Eins og sakir standa finnst mörgum, að síðastnefndi kost- urinn muni verða auðveldastur fyrir Þjóðverja eins og sakir standa. Vantar þó mikið á, að hann sé erfiðleikalaus. Örðugleikarnir eru m. a. þessir: Liðflutningar eru ógreiðir á þessum tíma árs til Balkan- landanna og eru alltaf miklu meiri erfiðleikum bundnir en herflutningar frá Þýzkalandi til Frakklands og Póllands. í Rúmeníu er ástandið þann- ig, að Þjóðverjar þurfa að hafa þar mikið setulið. Óánægja þjóðarinnar er mikil og fer vax- andi. Landaafsölin, sem þjóðin hefir orðið að þola, hafa ekki sízt vakið gremju í garð Þjóð- verja, og nú hefir bætzt við mikil dýrtíð og vöruskortur, sem talinn er stafa af því, að Þjóðverjar taki allt, sem þjóð- in getur framast af hendi lát- ið. Jafnvel helzti stuðnings- flokkur Þjóðverja, Járnliðs- mennirnir, eru tvískiptir. Ann- ar hluti þeirra hefir snúizt gegn að ganga að sömu kaupkjörum og Dagsbrún í Reykjavík. — Rafvirkjar í Reykjavík hafa ákveðið með 24 at- kvæðum gegn 15, að hefja verkfall 17. janúar, verði þá ekki sættir á komnar. — Verkamenn í Ólafsfirði hafa náð samkomulagi við atvinnurekendur þar um talsverða kauphækkun og dýrtíðar- uppbót, er nemur 42 af hundraði grunnkaupsins. t t r Úr Grindavík hefir blaðið fengið þær fregnir, að þar syðra hafi tíð verið svo mild í haust, að kál og ýmsar garð- jurtir standi óskemmdar í görðum og hafi jafnvel þroskazt í haust. Að ís- ólfsskála hafa sóleyjar sprungið út í túninu. t r r Breytingar hafa verið gerðar á svæði því fyrir Vestfjörðum, þar sem umferð er bönnuð. Er ákveðið, að suðurtak- mörk svæðisins skuli fyrst um sinn ná suður að Látrabjargi. Síðar meir á að færa takmörkin norður að Grænuhlíð við Djúp. Hættusvæðið fyrir Austfjörð- um nær nú norðan frá Bjameyjarvita við Vopnafjörð suður að Kambanes- vita. Fiskveiðar eru nú heimilaðar á þessu svæði fjórar mílur út frá strönd- inni. Vígstöðvarnar í Albaníu. Þjóðverjum og gerir kröfur um, að Rúmenar fái Transylvaníu aftur. Telja má víst, að upp- reisn myndi hefjast í landinu, ef Þjóðverjar hefðu þar ekki öflugt setulið. Forystumenn Búlgaríu hafa hingað til neitað að fallast á friðsamlega innrás Þjóðverja, líkt og rúmenska stjórnin gerði. Þótt Búlgarar séu ekki mikið herveldi, er aðstaðan þannig, að það getur kostað Þjóðverja verulega fyrirhöfn, að beygja þá til hlýðni. Annars eiga búlg- arskir stjórnmálamenn nú við mikla erfiðleika að etja. Ann- ars vegar halda nazistar uppi áróðri fyrir Þjóðverja, en hins vegar halda kommúnistar uppi áróðri fyrir Rússa. Er áróður kommúnista allharður. í flug- riti, sem þeir hafa dreift út, hafa þeir lofað Búlgörum, að þeir skyldu fá nokkuð af lönd- um Tyrkja í Evrópu, ef þeir gerðu bandalag við Rússa. Á- róður nazista og kommúnista í Búlgariu sýnir, að vinátta Rússa og Þjóðverja er ekki eins mikil og ætla mætti af ýmsu öðru. Loks eru svo Tyrkir. Þeir myndu strax koma Grikkjum til hjálpar, ef þeir yrðu fyrir innrás frá Búlgaríu. Tyrkir virðast aldrei hafa verið á- kveðnari en nú. Inonu forseti hefir nýlega verið í eftirlitsferð hjá hernum, sem heldur vörð við landamæri Búlgaríu, og þykir víst, að Tyrkir séu undir allt búnir. Það er því enganveginn álit- legt fyrir Hitler að hefjast handa á Balkanskaganum eins og sakir standa. En á meðan hann brýtur heilann um, hvað gera skuli, halda Grikkir áfram sókn sinni í Albaníu. Þeir hafa nýlega tekið borgirnar Kimara og Klisura og nálgast því óð- um hafnarborgina Vallona, sem er einn þýðingarmesti staður Albaníu. Ostaðfestar fregnir herma, að ítalir séu byrjaðir að flytja lið sitt þaðan heim til ít- alíu. Ef þessu heldur áfram, fer það að verða hver síðastur fyrir Hitler að hjálpa Mussolini. En Hitler getur þá huggað si_g við eitt:Hann getur látið taka Ítalíu hernámi, svo að hún gefist ekki fullkomlega upp. Það myndi alltaf verða framkvæmanlegt. Úrslitabaráttan verður líka hvort eð er háð milli Þjóðverja og Breta og sennilega annars staðar en við Miðjarðarhaf, þótt rás atburðanna þar geti haft mikla þýðingu. Aðrar fréttír. Frumvarp Roosevelts um hjálpina til lýðræöisþjóðanna var í gær lagt fram í báðum deildum þingsins. Verður lagt á það mikið kapp að hraða af- greiðslu þess. Aðalefni frv. er það, að forsetinn hafi heimild til að láta framleiða eins mikið af hergögnum og hann telur (Framh. á 4. síðu.) w A víðavangi PRESTSEMBÆTTIN. íhaldsblöðin halda áfram að staglast á veitingu prestsem- bættanna í Reykjavík. Þau ganga samt alveg fram hjá að- alkjarna málsins, sem er sá, að þegar prestskosning er ólögleg, leggja bæði venjulegar lýð- ræðisreglur um veitingu em- bætta og prestskosningalögin þá skyldu á herðar veitinga- valdsins, að velja þann prest, sem það álítur heppilegastan fyrir kirkjuna. Það væri bein- línis brot á prestskosningalög- unum, ef ráðherra bryti þessa reglu. Þau ákvæði þeirra, að lítill minnihluti kjósenda eigi ekki að ráða vali prestanna, eru beinlínis sett til þess, að ráðherrann velji prestinn und- ir slíkum kringumstæðum eftir hæfileikum-' og hagsmunum kirkjunnar. Meðan íhaldsblöðin hrófla ekki við þessum aðal- kjarna málsins, er það ekki ó- maksins vert að vera að eltast við útúrsnúninga þeirra. LÝÐRÆÐIÐ OG RÖKRÆÐUR. Mbl. segir í sambandi við skipun prestanna, að vegna þeirrar baráttu, sem nú sé háð í heiminum, eigi stjórnarflokk- arnir að sýna í einu og öllu, að þeir séu fylgjandi lýðræðinu. Þetta er alveg rétt. En eitt grundvallarskilyrði lýðræðisins er það, að kjósendurnir fái fulla vitneskju um málin og að þau séu rökrædd í blöðum og á fundum. Það er því í harla litlu samræmi við þetta lýðræðishjal Mbl., þegar það hefir ráðizt á ráðherra Framsóknarflokksins fyrir að mæta á fundum flokks- bræðra sinna til að skýra mál- efni þjóðarinnar eða þegar í- haldsblöðin hafa verið ’ að skamma Tímann fyrir rökræð- ur um ýms mál. Þessar ásak- anir íhaldsblaðanna hafa verið enn ógeðfelldari sökum þess að þau hafa á sama tíma haldið uppi órökstuddum ásökunum á ýmsa forráðamenn Framsókn- arflokksins og valið þeim hin verstu nöfn. Lýðræðisumhyggja íhaldsblaðanna hefir einmitt sézt mætavel á þessu. Þau hafa álitið sér leyfilegt að svívirða andstæðinginn með dylgjum og illyrðum, en þau hafa ekki á- litið andstæðingunum leyfilegt að rökræða málin! REYNSLAN ER ÓLÝGNUST. í baráttu sinni gegn rökræð- um um málin. hafa íhaldsblöð- in lagt sérstaka áherzlu á eitt. Það mætti ekki minnast á liðna tímann. Það væri ódrengskap- ur. En þau hafa samt alltaf verið að þrástagast á hinni „ó- gætilegu og eyðslusömu fjár- málastjórn Eysteins Jónsson- ar“. Framsóknarmönnum finnst það síður en svo illa til fallið, þótt rætt sé um fjármálastjórn Eysteins Jónssonar. Þeir eru beinlínis ánægðir yfir því. Þeir telja sér hana til mikils sóma. Skoðun Framsóknar- m^nna er líka yfirleitt sú, að ekki sé hægt að dæma menn og málefni öðruvísi en eftir reynsl- unni. Það sé minna mark tak- andi á loforðum og fögrum yfir- lýsingum. Það eru verkin, sem eiga að tala. Það er reynslan, sem er ólýgnust. Þess vegna getur heilbrigt lýðræðið ekki frekar þrifizt án rökræðna um liðna tímann en grös geta þrif- izt án ijóss. Það eru ekki með- mæli með neinum flokki, ef hann er myrkfælinn við fortíð- ina. ÓDRENGSKAPUR. Björn Ólafsson stórkaup- maður hefir ráðizt í Vísi á Tim- ann fyrir grein, sem nýlega birtist hér í blaðinu um Kveld- úlfsmálið. Björn telur það ó- drengskap að minnast á það mál. Tíminn mun láta Björn (Framh. á 4. síðu.) (Framh. á 4. síðu.) A KROSSaÖTTJM Úr verstöðvum suðvestanlands. — Kaupgjaldsmálin. — Úr Grindavík. — Hættusvæðin við íslandsstrendur. Þjóðverjar ogBalkanskagínn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.