Tíminn - 14.01.1941, Síða 1

Tíminn - 14.01.1941, Síða 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR': 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Simar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, þriðjudagmn 14. janúar 1941 5. blað Frili ntarnir felldir ilr gildi Víðtal víð viðskiptamálaráðherra Ástralíumenn hafa getið sér mikla frœgð í styrjöldinni i Libyu. Það voru þeir, sem höfðu forystuna á hendi í áhlaupinu á Bardia. Hér á myndinni sést Anthony Eden í hópi ástralska hermanna í Egiptalandi. Myndin er frá þeim tíma, þegar Eden var hermálaráðherra, en hann fór þá tvívegis í eftirlitsför til Egiptalands. Dr eif i for éf amálið Greinargerð frá hershöfðingja brezka setu- liðsins á fslandi Sigvaldi Kaldalóns sextngur Sigvaldi Kaldalóns, tónskáld og héraðslæknir, varð sextugur í gær. Sigvaldi Kaldalóns er merkis- maður, bæði sem læknir og skáld. Hann gegndi framan af æfi hinum erfiðustu læknishér- uðum á landinu, fyrst vestur við ísafjarðardjúp og síðar í Flat- ey á Breiðafirði. Var hann mjög þrotinn að heilsu vegna ferða- laga á hestum og vélbátum, er hann fluttist til Grindavíkur. Var honum þar vel fagnað. Reistu Grindvíkingar, undir forustu Einars Einarssonar kaupmanns, handa honum prýðilegan læknisbústað. Hefir hann haft stórum bætta að- stöðu til að stunda list sína og lífsstarf síðan hann settist að í Grindavík. Sigvaldi Kaldalóns dregur ekki dul á, að hugur hans hafi jafnan fyrst og fremst hneigst að tónlist. En hann hefir jafnan verið ástsæll sem lækn- ir, sakir óvenjulegrar sam- vizkusemi, hjálpfýsi og dreng- skapar. Sigvaldi Kaldalóns er einn af þeim mönnum, sem getur læknað sjúka með sálar- göfgi sinni og persónulegum yf- irburðum. En í fjarsýn verður læknir- inn í Grindavík lengi dáður fyrir sínar merkilegu tónsmíð- ar. í hjáverkum, og þrátt fyrir baráttu við langa vanheilsu, hefir hann samið fjölda tón- smíða. Lög hans sanna lífsgildi sitt með því að fljúga á vængj- um andagiftarinnar svo að segja inn á hvert heimili á (Framh. á 4. siðu.) Tveir menn drukkna í Vestmannaeyjum í Vestmannaeyjum varð það slys á mánudagsnóttina, er ver- ið Var að leggja þar báti, að tveir menn, Einar Björnsson frá Viðey í Eyjum og Ingólfur Ól- afsson, Rangæingur að ætt, féllu í sjóinn og drukknuðu báðir. Vindur var allhvass af norðri, er slysið bar að. Var annar maðurinn í smákænu, er lenti undir siðu vélbátsins, sem verið var að leggja, en hinn maður- inn hélt i fangalínuna, en hraut útbyrðis, er sá atburður gerist. Hvorugum manninum var unnt að bjarga, þótt skjótt væri brugðið við til hjálpar. Einar var roskinn maður, kvæntur og fimm barna faðir, en Ingólfur var nær þrítugu, ókvæntur. í reglugerð frá viðskipta- málaráðuneytinu, sem er gefin út í dag, er svo fyrir mælt, að „frílistarnir“ svo- nefndu skuli falla úr gildi og verður ekki heimilt hér eftir að flytja inn vörur, nema með leyfi gjaldeyris- og innflutningsnefndar. Tíminn hefir spurt viðskipta- málaráðherra um ástæðuna fyrir þessu og fórust honum orð á þessa leið: — Ástæðan til þessarar breytingar er sú, að Bretar hafa gert það að skilyrði frá sinni hálfu í sambandi við samninga um yfirfærslur gjaldeyris frá Bretlandi til vörukaupa, að eft- irlit væri haft 'með öllum inn- flutningi til íslands. Hins vegar mun innflutn- ingsleyfi fyrir vörum frá Eng- landi verða veitt þannig, eins og nú standa sakir, að þessi breyting ætti ekki að þurfa að hafa áhrif á innflutning þaðan. Eins og framangreind um- mæli viðskiptamálaráðherra bera með sér, er hér meira um formsbreytingu en raunveru- lega breytingu að ræða, a. m. k. verður svo fyrst um sinn. Blaðið hefir heyrt, að Bretar hafi byggt framangreinda kröfu sína á því, að þeir teldu æskilegt, að við hefðum svipað- ar reglur um þessi mál og nú eru gildandi hjá þeim. Frílistarnir, sem voru i gildi, voru tveir. Annar var settur vorið 1939 og mátti samkvæmt honum flytja inn kornvörur, kol, olíu, salt og nokkrar fleiri vörutegundir frá hvaða landi sem var, án leyfis gjaldeyris- og innflutningsnefndar. Hinn var settur siðastliðið sumar og mátti samkvæmt honum flytja inn flestar nauðsynjavörur frá Englandi, án innflutningsleyfis. Ólafur Sigurðsson fiskiræktarráðu- nautur og bóndi á Hellulandi skrifar Tímanum yfirlit um árferði, gróðurfar, skepnuhöld og búnaðarháttu í hérað- inu árið 1940: — Það er ekki hægt að segja annað en tíðarfarið hafi verið milt liðið ár. Síðari hluti vetrar var frostvægur og fremur snjóléttur, en fyrri hluti vorsins kaldur, og siðari hluti sláttar bæði regnsamur og kald- ur. Hausttíð einnig votviðrasöm. Fram til áramóta var mjög mild tið og oft- ast snjólaust. Skepnuhöld vom ágæt, enda farin að verða miklu jafnbetri síðan síldarmjölsgjöf varð að fastri venju. Heyfengur varð mikill, enda góð grasspretta, en sums staðar voru hey nokkuð hrakin. Kartöfluuppskera varð mjög misjöfn og víða mjög lítil. Rófna- uppskera varð svo til engin, þótt enn sé ekki búið að flytja kálmaðkinn inn í þetta hérað. Byggi var sáð á nokkr- um bæjum, en þroskaðist hvergi. Sauð- fjárslátrun var með langmesta móti enda lógað öllu fé á allmörgum bæjum, vegna garnaveikinnar. All- miklu var slátrað af hrossum héðan úr héraðinu, einkum á Akureyri, Ólafs- firði og Siglufirði. í færra lagi var sett á af lömbum. Refaræktin er svipuð og verið hefir, en minkarækt í vexti. Heilsufar búpenings var gott, ef frá er talin mæðiveiki og garnaveiki. Mæði- veikin leggur nú smámsaman undir sig vesturkjálka héraðsins utan Vatns- skarðs, en reynt var í haust að útrýma garnaveikinni. Mjög dró úr jarðrækt- Árshátíd Fram- sókaarfélags Vestmannaeyja Á þriðja hundrað manns sátu árshátíð Framsóknarfélags Vestmannaeyja s. 1. laugardag í hinu glæsilega samkomuhúsi Sjálfstæðismanna þar á staðn- um. Hófst samkvæmið með borð- haldi kl. 7 um kvöldið. Undir borðum fluttu ræður Sigurjón Sigurbjörnsson verzlunarstjóri, Guðbrandur Magnússon for- stjóri, Bjarni Ásgeirsson > al- þingismaður, Guðlaugur Rósin- kranz yfirkennari og Sveinn Guðmundsson bæjarfulltrúi. Tvö kvæði eftir Örn Arnarson voru sögð fram, Stjáni blái og Til Eyja, en inn á milli voru sungin ættjarðar og gleðiljóð. Meðan borð voru upp tekin söfnuðust gestirnir saman á svölum samkomuhússins og horfðu þaðan á íslandskvik- mynd Sambandsins. Að því arframkvæmdum á liðna árinu og eng- in ibúðarhús voru reist, en þau hús fullgerð, er í smiðum voru. t t I Nýjar fregnir af kaupgjaldsmálun- um eru þessar helzta.r: Tvö verklýðsfé- lög úti á landi, í Glæsibæjarhreppi og á Flateyri við Önundarfjörð, hafa gert kaupsamninga við atvinnurekendur. Samkvæmt þeim ber verkamönnum á þessum stöðum nokkur kauphækkun á grunntaxta, svo og full dýrtíðaruppbót. Þriðja verklýðsfélagið, Verklýðsfélag Raufarhafnar, hefir við atkvæða- greiðslu samþykkt að gera verkfall hinn 17. janúarmánaðar, verði ekki sættir á komnar þá. — En merkust tíðindi í kaupgjaldsmálunum eru þó þau, að samkomulag náðist í nótt milli togara- háseta og útgerðarmanna. Aðalatriði kaupsamninganna’ eru þau, að mánað- arkaup haldist óbreytt eins og áður var að öðru leyti en því, að á það greiðist full dýrtíðaruppbót. Lifrarþóknunin hækkar mikið, verður þrefalt hærri en áður og skiptist jafnt milli allra skip- verja, er rétt hafa til hennar. Samn- ingur sá, er áður gilti um áhættuþókn- un til sjómanna, var framlengdur. — Verkfalli, sem á var komið hjá skipa- smiðum, var aflétt í gær. Þeir fá sama kaup og áður, en fulla dýrtíðaruppbót. — Félag klæðskera hóf verkfall í gær. — Bifreiðastjórafélagið Hreyfill boðar verkfall á morgun, ef ekki komast á sættir þá. — Hið svokallaða „sveina- félag hárgreiðslukvenna" hefir einnig Tímanum hefir borizt eftir- farandi greinargerð um dreifi- bréfamálið frá hershöfðingja brezka setuliðsins á íslandi: „Þar eð hershöfðingja brezka setuliðsins á íslandi hefir verið skýrt svo frá, að útbreiðsla dreifibréfsins rrieðal hermann- anna, þar sem þeir eru hvattir til að gera uppreisn, geti skoð- ast sem landráð samkvæmt ís- lenzkum lögum, hefir hann af- hent íslenzkum yfirvöldum mál- ið. Hershöfðinginn vill gera sitt ítrasta til að hafa sem allra búnu hófst dansinn, er stóð með miklu fjöri til kl. 5 um nóttina. Mun nábúaflokkum þykja samkvæmi þetta bera vott um vaxandi gengi Framsóknar- flokksins í Vestmannaeyjum. boðað verkfall á morgun, ef ekki tak- ast kaupsamningar. r t t Þórhallur Björnsson á Kópaskeri tjáði Tímanum í símtali í gær, að í vetur hefði þar nyrðra verið framúr- skarandi gott tíðarfar og milt. Hefir löngum verið alautt og varla snjór á fjölíúm. Sauðfé gekk víðast úti til áramóta. Tvo síðustu daga hefir þó verið hríðarfjúk og um fimm stiga frost. r r r Framsóknarfélag Eyrarbakka hélt árshátíð sína s. 1. laugardagskvöld. Til skemmtunar var: ræðuhöld, kvik- myndasýning, söngur, Framsóknarvist og dans. Um 100 manns sótti samkom- una, er hófst með sameiginlegri kaffi- drykkju. Aðalræðuna flutti Pálmi Hannesson rektor, ennfremur mætti þar erindreki Framsóknarflokksins. Skemmtunin var í alla staði hin vand- aðasta og fór hið bezta fram, enda er árshátíð Framsóknarfélagsins orðin einhver fremsta skemmtun ársins á Eyrarbakka. r r r Norska skipið Rundehorn, er strand- aði við Skaftárósa, er nú komið á flot aftur. Fór Einar M. Einarsson, fyrr- verandi skipherra, austur ásamt norsk- um eiganda skipsins, og náðu þeir og hjálparmenn þeirra því á flot, án þess að hafa neitt skip til aðstoðar. minnst '^afskipti af íslenzkum málum, öðrum en þeim, sem snerta öryggi setuliðs hans. Hann vill hins vegar gera ís- lenzku þjóðinni ljóst, hve al- varlegt mál hér var á ferðum. í lok dreifibréfsins er bein á- skorun til hermannanna um að neita að vinna nauðsynleg verk í hernum, sem þeim kynni að verða fyrirskipuð. Það er ekki hægt að bera fram þá afsökun, að þetta hafi verið áskorun til hermannanna um að gerast ekki verkfallsbrjótar til aðstoð- ar íslenzkum atvinnurekendum, þar sem sérstaklega er í dreifi- bréfinu getið um að neita að vinna í herbúðunum. Það hlýtur að vera öllum ljóst, að ef hermennirnir hefðu farið eftir áskoruninni hefði það verið uppreisn, sem er al- varlegasti glæpur í herþjónustu og líflát liggur við. Það er einnig augljóst, að þeir, sem stóðu að útbreiðslu dreifibréfs þessa hafa gert til- raun til að spilla hernaðarað- gerðum Breta. Vér lítum ekki aðeins á þetta sem glæp gagn- vart Bretlandi heldur og glfep gagnvart allri menningu í heiminum. Hershöfðinginn vill taka það fram, að hann skilur vel, að allur þorri íslendinga hefir andstyggð á og fyrirlítur fram- ferði þeirra manna, sem að þessu stóöu, eins og þeir eiga skilið, og að það er aðeins fá- mennur hópur, sem hér hefir reynt að brjóta hlutl'eysi ís- lands og reynt að fremja þessa svívirðu gagnvart brezka setu- liðinu. “ Kommúnistar og þjóðernis- sinnar hafa í allt áúmar reynt að spilla sambúð íslendinga við setuliðið. Fátt sýnir betur löng- un Englendinga til að gæta hófs í skiptum við hina fámennu þjóð, er þeir gista nú um stund, heldur en sú staðreynd, að þeir fela íslenzkum yfirvöldum, að rannsaka og dæma þetta við- kvæma mál, er snertir svo mjög her þeirra. Er það mál kunn- ugra manna, að sterk herþjóð myndi í flestum tilfellum hafa skotið þá menn, sem sannir voru að undirróðri, til að koma af stað uppreist í liði þeirra. Hvílir nú mikill vandi á þeim Jónatan Hallvarðssyni og Valdimar Stefánssyni að rann- saka með mikilli kostgæfni þetta hættulega landráðamál. A KROSSGÖTTJM Úr Skagafirði. — Frá kaupdeilunum. — Úr Norður-Þingeyjarsýslu. — Árs- hátíð Framsóknarfélags Eyrarbakka. — Strönduðu skipi náð á flot. A víðavangi HJÁLPIN VIÐ KOMMÚNISTA. Sj álfstæðisblöðin kamast að leirri kynlegu niðurstöðu, að Tíminn hafi hjálpað kommún- istum i Dagsbrúnarverkfallinu. Rökstuðningur blaðanna fyrir þessu er sá, að Tíminn ásakaði Sjálfstæðisflokkinn fyrstu daga verkfallsins fyrir að taka ekki ákveðna afstöðu gegn komm- únistum í stað þess að þykjast bæði vera með Claessen og kommúnistum. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn fór þó að lokum eftir þessu ráði, gátu kommúnistar ekki haldið verk- fallinu áfram. Þeir, sem efast um að Sjálfstæðisfl. hafi leikið tveim skjöldum í málinu fyrstu daga verkfallsins, þurfa ekki annað en að lesa Mbl. frá ieim tíma. Annars er saga verkfallsins í aðalatriðum sú,að Sjálfstæðismenn gerðu hvert axarskaftið öðru verra, sem öll urðu kommúnistum til hjálpar. :í fyrsta lagi tryggðu þeir ekki samningsnefndinni fullt umboð til samninga. Þá hefði aldrei til verkfalls komið. í öðru lagi vís- uðu þeir ekki samkomulagstil- lögunum til allsherjaratkvæða- greiðslu, en lögðu þær fyrir æs- ingafund, þar sem líklegt mátti telja fyrirfram, að kommúnist- ar yrðu í meirahluta. í þriðja lagi þorði enginn Sjálfstæðis- maður að mæla með tillögun- um á þessum fundi og var því sigurinn auðunnin fyrir kom- múnista. í fjórða lagi beygðu Sjálfstæðismenn sig fyrir sam- þykkt kommúnistafundarins í stað þess að spyrja eftir áliti fleiri félagsmanna. í fimmta lagi þorðu svo íhaldsblöðin ekki að taka afstöðu gegn verkfall- inu fyrr en seint og síðar meir og á meðay gátu kommúnistar unnið því fylgi verkamanna. Það var eins og Sjálfstæðis- flokkurinn gerði allt, sem hann gæti til að hjálpa kommúnist- um, unz sáttasemjari kom til sögunnar, og flokkurinn neydd- ist til að taka ákveðna afstöðu. AUt þetta stafaði af því, að flokkurinn vildi ekki hætta á að missa neitt af því verka- mannafylgi, er hann hafði afl- að sér með misjöfnum aðferð- um. Þessi hörmulega saga ætti að kenna Sjálfstæðisflokknum að hætta afskiptum af verka- lýðsfélögunum. RANGLÆTIÐ. íhaldsblöðin spj alla áfram um ranglæti í sambandi við prestskosninguna í Reykjavík. Þau telja séra Jakob Jónsson illa að embættinu kominn, en það hefði gegnt öðru máli, ef sr. Jón Auðuns hefði hlotið stöðuna. Slíkt skraf hljómar undarlega í eyrum þeirra, sem þekktu vinnubrögð íhaldsklík- unnar, er aðallega vann að kosningu séra Jóns Auðuns. Sú klíka gerði það að aðaláhuga- máli sínu að vinna gegn séra Jakobi, ekki af því að honum yrði neitt til foráttu fundið sem presti, heldur vegna þess að Sjálfstæðismenn yrðu að koma í veg fyrir, að bróðir Eysteins Jónssonar yrði kosinn. Þetta var víst réttlæti að dómi íhalds- blaðanna og því hreinasta ger- ræði af kirkjumálaráðherra, að láta ekki þau fáu akvæði, sem séra Jón hafi fram yfir séra Jakob og fengin voru með slik- um hætti, ráða veitingunni skilyrðislaust og það þótt lög landsins ætlist tvímælalaust til, að ráðherra sé ekki bundinn af atkvæðatölunni, ef kosningin er ólögmæt. Ætli að mörgum öðrum finnist þó ekki, að það sé ein af skyldum kirkjumála- ráðherra, að koma í veg fyrir að hæfustu mönnum kirkjunnar sé bolað frá störfum af póli- tískum ástæðum? Það er því vissast fyrir S j álf stæðisf lokk- inn, þegar allt kemur til alls, að tala sem minnst um réttlæti (Framh. á 4. siðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.