Tíminn - 14.01.1941, Qupperneq 2

Tíminn - 14.01.1941, Qupperneq 2
18 TtMllVX, þriðjjiidagmn 14. janúar 1941 5. blað Vestmannaevjaför „Framsóknar- sprantanna“ og Kveldúlfsgreinin 'gímxnn Þriffjudufiinn 14. jjan. Sjálfstæðísmálið Það líður nú óðum að þeim tíma, að Alþingi kemur saman. Þingið fær mörg og stór mál til meðferðar eins og skattamálin og dýrtíðarmálin. Stærsta mál þingsins verður þó sjálfstæðis- málið. Það má heita mesta furða, hversu tómlátir menn hafa ver- ið um- það, að ræða þetta mál. Fátt hefir borið gleggri merki um þá sérhagsmunahyggju, sem hefir mótað stjórnmálabarátt- una hér og víðast annarsstaðar seinasta áratuginn. Menn hafa fyrst og fremst litið á eigin hag og markað afstöðu sína eftir því. Hver stétt hefir hlaðið um sig einskonar múr og ekkert tillit viljað taka til þjóðar- hagsmuna. Af þessu hefir leitt meira og minna los á flestum málum. Ráðstafanir, sem hafa miðast við þjóðarhag, hafa verið lítt framkvæmanlegar, því að alls staðar hafa verið einhverjir sérhagsmunir í veg- inum. Hin stóru sameiginlegu mál, eins og t. d. sjálfstæðis- málið, hafa gleymst að mestu í þessu ölduróti sérhagsmuna- baráttunnar. Einn helzti stjórn- málamaður Norðmanna, Mo- vinckel, lýsti nýlega stjórn- málabaráttu seinustu ára með þeim ummælum, að hin smáu mál og þröngu sjónarmið hefðu náð til að sundra, en hin stóru mál og háleitu sjónarmið hefðu ekki náð til að sameina. Víða um heim er þessi hugs- unarháttur að breytast, ekki sízt í styrjaldarlöndunum. Þar- líta menn orðið fyrst og fremst á hin stóru, sameiginlegu mál. Sérhagsmunirnir sundra mönn- um þar minna en áður, en þjóð- arhagsmunirnir sameina þá meira en áður. Ef til vill er þetta hvergi greinilegra en í Englandi. Þar virðist vera að renna upp nýtt tímabil. Sól hinnar takmarkalitlu sam- keppni og aðhaldslitla einka- framtaks, er að ganga til viðar, en þetta tvennt eru frumor- sakir sérhagsmunabaráttunnar. Hin íhaldssömustu blöð, eins og The Times, viðurkenna það fullum fetum, að eftir styrjöld- ina verði ríkisvaldið að vera öflugt og vinna miklu meira að því að jafna kjör manna en það hefir áður gert. Fyrir sex árum lét einn af framsýnni og róttækari yngri mönnum brezka íhaldsflokksins, Walter Eliot landbúnaðarráðherra, ummæli á þessa leið: „Það er að gerast bylting í heiminum, yfirgrips- mikil og áhrifarík. Við skiljum hana enn ekki til fulls, en ef þið spyrjið, hvar við séum stödd, er ég ekki í vafa um svar- ið: Við erum á leið til nýs ríkis. Hið nýja ríki byggist á þeirri skoðun, að áður en við leysum hin miklu vandamál heimsins, verðum við að leysa okkar eigin vandamál. Áður en við grund- völlum hið nýja ríki, þurfum við að leysa ágreininginn milli frelsis og öryggis einstakl- ingsins á svipaðan hátt og við í alþjóðamálum verðum að leysa ágreininginn milli friðar og réttlætis. Ég trúi persónu- lega á þjóðlegan aga og skyldu- rækni og ég er fús til að fórna nokkru af persónulegu frelsi mínu til þess að ná því marki.“ Þessi spádómur Walter Elliot virðist nú fullkomlega vera að rætast. Ýmsum kann að finnast það óviðeigandi, að blanda þessu umræðuefni saman við sjálf- stæðismálið. En það er það vissulega ekki. Sjálfstæðismál- ið kemur til okkar sem fyrsti boðberi hins nýja tíma. Lausn þess mun ráðast af því, hvort við erum enn bundnir við krit og smásálarskap sérhags- munabaráttunnar, og viljum því lítinn gaum gefa þessu stærsta sameiginlega máli þjóðarinnar, óskum því jafnvel eftir að draga það á frest. Með- ferð sjálfstæðismálsins mun bera þess merki, hvort hin litlu mál og lágu sjónarmið mega sín ennþá meira en hin stóru sameiginlegu viðfangsefni. Margt bendir til þess, að I. Fyrir skömmu síðan ritaði ég hér í blaðið yfirlitsgrein um Kveldúlfsmálið. Grein þessi var mjög hógvær og fjallaði ekki um annað en staðreyndir. Mér fannst tvöföld nauðsyn vera fyrir því að ræða þetta mál og láta það ekki falla í gleymsku. í fyrsta lagi sýnir þetta mál glögglega stefnu og viðhorf stj órnmálaflokkanna í þýðing- armiklum málaflokki. í öðru lagi er um að ræða mál, sem þjóðin þarf að láta verða sér til varnaðar á komandi árum. Það er yfirlýstur tilgangur þeirrar ríkisstjórnar, sem nú fer með völdin, að vinna að efl- merkileg og heppileg straum- hvörf séu að gerast í þessum efnum. Ungir Framsóknarmenn og ungir Sjálfstæðismenn hafa lýst yfir djarflegri afstöðu í þessu máli. Eiðafundurinn, sem haldinn var 1. desember síðast- liðinn, bendir í sömu átt. Fund- ur Framsóknarfélaganna í Reykjavík gerði einnig mjög af- dráttarlausa og eindregna á- lyktun. Það merkilegasta og gleðilegasta af öllu er þó það, að enn hefir ekki heyrzt opinber- lega nein rödd, sem hefir lýst sig ósamþykka skoðunum þess- ara funda. Fram til þessa hafa stéttar- átökin og sérhagsmunirnir sett mark sitt á íslenzka stjórn- málabaráttu. Stj órnarsamvinna þriggja helztu flokkanna hefir litlu áþokað til bóta í þeim efn- um. Skattfrelsi stríðsgróða- mannanna er glöggt tákn þess. Sjálfstæðismálið ætti að marka tímaskipti í þessum efnum. Það ætti ekki að þurfa að sæta sömu meðferðinni og mörg stórmál, sem þingi og stjórn hafa borizt undanfarin ár og aðeins hafa hlotið bráðabirgða- lausn, vegna þess, að sérhags- munir, klíkuskapur og þröng- sýni hindruðu heilbrigða fram- tíðarlausn þeirra. Sjálfstæðis- málið verður að leysa hreint og djarflega. Það verður að sjást, að þjóðin vill ráða sér sjálf, en bíðúr ekki eins og hvert ann- að rekald, sem öðrum er ætlað að ráðstafa. Og lausn þess á að marka þá nýju stefnu, að stór sameiginleg viðfangsefni sam- eini þjóðina, 1 stað þess að ó- sanngjarnir sérhagsmunir sundri henni. Þ. Þ. Það þótti ósennilegt fyrir rúmlega ári síðan, þegar menntamálaráð og Þjóðvina- félagið buðu föstum áskrifend- um sjö bækur fyrir tíu krónur. Þessar bækur eru nú allar kpmnar út og flestar þeirra eru komnar í hendur kaupenda. í síðustu bókinni er spurninga- seðill til hvers viðskiptamanns. Lesarinn er beðinn að segja út- gáfustjórninni skoðun sína um viðskiptin á liðna áriuu. Fyrsta svarbréfið kom frá bónda í Borgarfirði. Hann var ánægður með sex bækurnar, en þótti ein nokkuð torveld. Hann óskaði eftir að fá úrval úr verkum Jónasar Hallgrímssonar. Næsta svarbréf kom frá kennara á Norðurlandi. Hann þakkaði sérstaklega fyrir þá bókina, sem borgfirzki bóndinn var ekki hrifinn af. Tveim dögum eftir að menntamálaráð fékk bréfið úr Borgarfirði, samþykkti það að’ verða við fyrstu ósk hins fyrsta bréfritara og gefa út úr- val af verkum Jónasar Hall- grímssonar. Því miður verður ekki hægt að bregða jafnfljótt við um jákvæð svör við þá 12000 viðskiptamenn, sem enn eiga eftir að senda gagnrýni og óskir. En slík bréf eru mjög þýðingarmikil fyrir útgáfu- stjórnina, þó að ekki sé hægt að uppfylla óskir allra. ingu og viðgangi lýðræðisins. Það er grundvallarskilyrði þess að lýðræðið verði ekki hreinn skrípaleikur, að kjósendur fái svö miklar upplýsingar um málin og afstöðu flokkanna, að þeir geti auðveldlega greint á milli þeirra. Það er full- kominn ótrúnaður við framan- greindan tilgang þjóðstjómar- innar, ef einhver vill leggja höft á það, að hin þýð- ingarmestu mál og þau, sem bezt skýra stefnu flokkanna, séu ekki rædd af rökum og hreinskilni. Það má ekki hafa nein áhrif í þessu sambandi, hvort einum eða öðrum líkar það betur eða ver. Og tæplega er hægt að hugsa sér meiri ó- heilbrigði og andstæðu við þennan tilgang þjóðstjórnar- innar en ef þau mál, sem eiga að vera þjóðinni til varnaðar, væru dregin í felur. Það er hægt að segja, þegar atburðir fyrri ára eru rifjaðir upp, að verið sé að vekja upp drauga. En sannleikurinn er einu sinni sá, að reynslan er ólygnust. Hún er öruggasti dóm- arinn. Þess vegna verða þeir, sem vilja kynna sér menn og málefni, fyrst og fremst að snúa sér til reynslunnar. Af þeim ástæðum, sem nú eru greindar, er ég þeirrar skoðun- ar, að núverandi stjórnarsam- vinna leggi síður en svo bönd á rökræður um málin, heldur beinlínis hvetji til þeirra. Hins vegar gætu slíkar umræður, ef þær leiddu til persónulegra sví- virðinga og upploginna ásak- ana, orðið samvinnu flokkanna til hnekkis og væru auk þess þjóðinni til varnaðar. Það ber því að -forðast að láta slíkan ó- sóma komast inn í alvarlegar rökræður um landsmál. Ég gætti þess því vandlega í Kveldúlfsgreininni að segja þar ekki neitt, sem hægt var að draga í efa. Órökstuddum á- sökunum var þar ekki varpað að neinum manni. Mér og mörgum öðrum kom því mjpg kynlega- fyrir sjónir, er atvinnumálaráðherra birti grein í Mbl. nokkrum dög- um síðar og gaf til kynna, að grein mín væri svo ósvífin og ódrengileg, að ástæða gæti ver- ið til. athugunar á því, hvort lengur væri grundvöllur fyrir stjórnarsamvinnuna. Engin II. Gengi þessarar miklu þjóðar- útgáfu er 'líkast æfintýri. Tólf þúsund áskrifendur komu á fyrsta ári. Nokkrir hafa gengið frá, einkum í Reykjavík, en mun fleiri hafa komið í stað- inn. Upplagið af siðustu bókun- um er stærra en af hinum fyrri, til að geta mætt aukinni eftir- spurn. Útgáfustjórnin hefir ástæðu til að þakka hinum mörgu sam- starfsmönnum, höfundum og þýðendum, Steingrími Guð- mundssyni prentsmiðjustjóra í Gutenberg, sem er raunveru- lega framkvæmdarstjóri fyrir- tækisins, Jóni Emil Guðjóns- syni og Leifi Auðunssyni, sem hafa staðið fyrir áskrifenda- söfnuninni, og Haraldi Péturs- syni, sem annazt dreifingu bókanna í Reykjavík. Þá er mikið að þakka hinum mörgu umboðsmönnum víðsvegar um land, sem hafa sýnt óvenjuleg- an áhuga og dugnað við að koma bókasölu þessari í gott horf. Og að lokum koma svo hinir tólf þúsund kaupendur. Áhugi þeirra er einn hinn gleði- legasti vottur um vakandi hug- sjónaafl í þjóðinni. í engu landi er til dæmi um hlutfallslega jafn stórkostlega bókasölu. í London hefir einn stærsti for- leggjarinn sýnt mér bók, sem dæmi nefnir þó ráðherrann um ósvífni mína og ódrengskap. II. Áður en lengra er farið þykir mér rétt, að gera nokkurn sam- anburð á blaði atvinnumála- ráðherrans og Kveldúlfsgrein- inni. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að milli Mbl. og atvinnumálaráðherrans eru mjög náin tengsli. í sumar birtust næstum daglega viðtöl við ráðherrann í blaðinu og var þá sagt, bæði í gamni og alvöru, að hann væri fréttaritari Mbl. í ríkisstjórninni. Ég ætla ekki að fara að rifja upp margar Mbl.-greinar. Ég læt mér nægja að taka eitt dæmi og ræði það þeim mun ítarlegar. í Morgunblaðinu síðastlið- inn sunnudag hljóðar aðalfyr- irsögnin á fréttasíðu blaðsins á þessa leið: „Varðskipið sent til Eyja með þrjár Framsóknarsprautur. En hálfsmánaðar póstur og ver- menn fengu ekki að fara með.“ Það væri mjög freistandi að birta greinina, sem á eftir fer, í heilu lagi, en rúmið leyfir það ekki. En aðalefni hennar er þetta: Það var uppi fótur og fit í Vestmannaeyjum, þegar varð- báturinn Óðinn kom þangað á laugardagsmorgun. Fólkið átti von á hálfsmánaðar pósti og þyrptist því niður á bryggju til að fagna komu bátsins. Margir áttu líka von á kunningjum, því vitanlegt var, að fjöldi vermanna . beið eftir skips- ferð frá Reykjavík til Eyja. En Vestmannaeyingar urðu heldur en ekki fyrir vonbrigð- um. Það fyrsta, sem þeir sjá „eru þrjár höfuðkempur Fram- sóknarflokksins, þeir Bjarni Ásgeirsson alþm., Guðbrandur Magnússon forstjóri óg Guð- laugur Rósenkranz kennari. Þeir voru reynidar ekkert kempulegir, heldur voru þeir gráskitulegir og aumingja- Iegir.“ En pósturinn var enginn og vermennirnir sárafáir. Síðan kemur skýringin á þess- um atburðum. Þessar „þrjár Framsóknarsprautur" þurftu að mæta á flokksskemmtun í Eyjum, en höfðu engan farkost. Þess vegna var varðbáturinn sendur með þá í laumi, en ekk- ert skeytt um póstinn og ver- mennina. Það „var aðeins fyrir hann taldi frábærlega gott verk til sölu. En hann gaf ekki út af henni nema 20 þúsund. Og þó voru þar á bak við öll hin enskumælandi lönd. III. Skilsemi kaupenda hefir ver- ið mikil, enda er fyrirtækið dauðadæmt, ef ekki fæst skilvís borgun fyrir svo mikinn bóka- kost. Útgáfan var afráðin með- an friður var, miðað við bóka- og pappírsverð, sem þá var. Reynslan hefir sýnt, að út- gáfustjórnin hafði reiknað rétt. Ef friður hefði haldizt, myndu tekjur og útgjöld hafa staðizt á; eða vel það fyrirtækinu í vil. Nú er orðin allmikil hækkun á prentun og pappír síðan 1939. Útgáfustjórnin mun sennilega sækja um það til ríkisstjórnar og Alþingis, að fá dýrtíðaruppbót á útgáfukostnaðinn, að því leyti sem pappír og prentun stigu frá því sem var fyrir stríð. Ég efast ekki um, að sú ósk þyki sanngjörn. Það þarf hvort sem er að veita svo margskonar dýrtíðarbætur meðan stríðið stendur. Og kaupendur, sem fá 7—8 bækur fyrir 10 krónur á þessum tíma, eiga skilið að fá fyrirgreiðslu við það nauðsyn- lega verk að grundvalla bóka- söfn í öllum hinum bókarlausu heimilum. IV. Menn spáðu misjafnlega fyrir þessu fyrirtæki. Að það myndi eyðileggja alla bókaútgáfu ein- stakra manna og atvinnu bók- salanna. Að fáir myndu vilja tilviljun, að fáeinir vermenn fengu að fljóta með.“ Sama daginn og varðbáturinn fór frá Reykjavík, hringdi póststofan í Reykjavík „5 eða 6 sinnum til forstjóra Skipaútgerðar ríkisins og óskaði eftir að fá póst með þessari ferð. Svarið, sem póst- stofan fékk, var jafnan hið sama. Forstjórinn vissi um enga ferð til Eyja (Leturbr. Mbl.). Meira að segja fullyrti forstjóri Skipaútgerðarinnar að engin ferð yrði til Eyja fyr en Lax- foss færi.“ Mbl. fer síðan mörgum hörð- um orðum um þessa misnotkun á varðskipi ríkisins og endar hugleiðingar sínar á þessa leið: „Þá ófrávíkjanlegu kröfu verður að gera til allra ráð- herra í þjóðstjórninni, að þeir í öllu setji þjóðarhagsmuni of- ar flokkshagsmunum. Ef að sú spilling á að viðgangast, sem þjóðin þekkir frá fyrri árum, að ríkissjóður og aðrar eignir rík- isins séu notaðar í þágu flokksstarfseminnar, þá er verkefni Sjálfstæðisflokksins lokið í þjóðstjórninni. Þetta verða ráðherrar hinna flokk- anna að gera sér ljóst.“ III. Ég hefi reynt að kynna mér þetta mál, sem Mbl. gerir að umtalsefni á framangreindan hátt. M. a. leitaði ég upplýsinga forstjóra Skipaútgerðar ríkis- ins og sagðist honum svo frá: — Á mánudag í síðastliðinni viku komu til mín tveir ver- menn og spurðu eftir því, hvort Skipaútgerðin myndi útvega vermönnum far til Eyja. Ég taldl liklegt að þetta yrði gert, ef þörf krefði, eins og venju- lega. Hins vegar ætti Laxfoss að fara til Eyjanna í vikunni og myndi ekkert verða ákveðið fyrr en séð yrði, að hann gæti ekki flutt alla vermennina. Eftir að hafa kynnt mér mál- ið nánara, komst ég að raun um, að vafasamt væri, hvort Lax foss gæti fullnægt flutningun- um. Nokkur tími var síðan varð- báturinn hafði farið gæzluferð suður fyrir land og fannst mér því rétt að slá tvær flugur í einu höggi, láta hann fara í gæzluferð og gefa vermönnum, sem kynnu að óska eftir því, kost á fari til Vestmannaeyja. Það var því ákveðið um miðja vikuna, að varðbáturinn færi héðan í þessa ferð á föstudagskvöld. . Mér var kunnugt um, að þrír menn hefðu ætlað héðan á Framsóknarflokksskemmtun í Vestmannaeyjum, er halda átti á laugardagskvöld, og fannst mér rétt að láta þá vita af ferðinni, þar sem ekki var um aðra ferð að ræða, því að Lax- fossi hafði seinkað. Jóhann Jós- efsson alþm. hafði einnig spurt mig eftir ferð til Vestmannaeyja og lét ég hann vita strax af för verða áskrifendur og enn færri borga. Að útsölumenn myndu ekki vilja leggja á sig hið mikla verk við dreifingu bókanna og innheimtu á andvirði fyrir að- eins 10 aura af hverri krónu. Engin af þessum hrakspám hefir ræzt. Aldrei hefir verið gefið út jafn mikið af bókum hjá einkafyrirtækjum og einstökum mönnum eins og síðastliðið ár. Bóksalar hafa meira í búðum sínum en nokkurntíma fyrr. Þjóðarútgáfan fékk fleiri kaup- endur heldur en nokkur bjóst við, og kaupendur hafa verið mjög skilvisir. Dugnaður og ár- vekni útsölumannanna hefir verið í bezta lagi. Ég hefi þá trú, að sá hugsjónablær, sem er á starfi útsölumannanna, sé mikil trygging fyrir ör- uggri framtíð fyrirtækisins. Útsölumenn vita, að það er engin „atvinna“ að vinna að dreifingu þjóðbókasafnsins. Enginn gerir það sér til fjár. En fjöldi manna vill leggja á sig erfiði fyrir stóra og glæsi- lega hugsjón. Endurreisn sjálf- menntunar á íslandi er svo stór hugsjón, að það er sæmandi duglegum mönnum, að leggja á sig erfiði hennar vegna. Þjóðvinafélagið er gömul stofnun. í löngu starfi var það komið á hversdagsgrumdvöll bóksala-skipulagsins. Útsölu- menn þess hafa fengið hærri þóknun í ár heldur en útsölu- menn menntamálaráðs. Það var sögulegur arfur, sem ekki varð breytt á fyrsta ári. Eg trúi því fastlega, að útsölumenn Þjóð- vinafélagsins muni vegna nafns varðbátsins og hún var ákveð- in, en hann hætti við á sein- ustu stundu að fara með bátn- um. Það má mest marka á því, að engin leynd hefir verið um för bátsins, að með honum fóru 26 farþegar, þar af 19 vermenn, og auk þess nokkuð af sending- um frá verzlunarfyrirtækjum hér í bænum. Þótt báturinn færi jafnframt í gæzluferð, var talið óhætt að láta vitnast um ferð hans, þar sem skipum er nú bannað að nota loft- skeytatæki sín, nema í ítrustu neyð. Það var heldur ekki látið fregnast neitt, að báturinn ætl- aði jafnframt í gæzluferð. Um póstinn er það að segja, að það eru fullkomin ósann- indi, að póststofan hér hafi hringt til mín og spurt um ferð- ina eða beðið fyrir póst með varðbátnum. Enginn póstmaður spurði mig eins eða annars í því sambandi. — Þannig sagðist forstjóra Skipaútgerðarinnar frá. Ég hefi líka kynnt mér það hjá póst- meistara og póstfulltrúa, að ekki var spuft um för varðbáts- ins eftir að hún var ákveðin. Ég spurði forstjóra Skipaút- gerðarinnar eftir því, hvort varðskipin hefðu ekki oftar en í þetta sinn verið notuð til að greiða fyrir mönnum. Hann kvað það algengt og sagði mér m. a. frá eftirfarandi dæmum: Nokkru fyrir jól var Óðinn sendur með fjóra menn til Vestmannaeyja, því að engin ferð féll þá þangað. Þetta var gert fyrir beiðni Jóhanns Jós- efssonar alþingismanns. Nokkru fyrir jólin var Ægir sendur inn á Grundarfjörð með prestshjónin á Setbergi. Vita- báturinn Hermóður fór til Breiðafjarðar um líkt leyti, en presturinn vildi ekki fara með honum, því að hann kvaðst hafa loforð atvinnumálaráð- herra fyrir því, að hann ætti að fá góðan farkost. IV. Samkvæmt því, sem er rakiö hér á undan, er eftirfarandi ljóst: 1. Morgunblaðið segir það ó- satt, að varðbáturinn hafi ein- göngu farið þessa ferð til að flytja „Framsóknarsprautur“ til Eyja. Aðalerindi bátsins er að fara gæzluferð, en jafnframt er hann látinn flytja farþega til Eyja, vegna þess að vermenn hefðu annars getað lent í vand- ræðum. 2. Morgunblaðið fer með full- komnar rangfærslur, þegar það gefur í skyn, að einhver laumu- skapur hafi átt sér stað í sam- bandi við för varðbátsins, eins og sjá má á því, hversu margir farþegarnir voru, og ekki sízt á viðtölum forstjóra Skipaút- (Framh. á 4. síðu.) og tilgangs hins fræga félags styðja útgáfuna framvegis á sama grundvelli eins og stétt- arbræður þeirra, sem vinna hjá menntamálaráði. Mér þykir vænt um að geta komið í þeirra hóp í þessu efni. Eg var kosinn formaður í Þjóðvinafélaginu á Alþingi í fyrra til að tryggja fullkomna einingu milli tveggja útgáfufyrirtækjanna. Þegar leið að áramótum, fékk ég að vita, að mér bæri 800 krónur. í kaup sem formanni Þjóðvinafélags- ins, eins og fyrirrennurum mín- um. Ég spara félaginu þetta kaup. Ég hefi þá hugsjón, að þjóðarútgáfan verði að lífrænu stórfyrirtæki. Mér þykir vænt um að geta fengið tækifæri til að inna af hendi vinnu við Þjóð- vinafélagið án endurgjalds, jafn- framt því að útsölumenn þess leggja á sig nauðsynlegt erfiði fyrir litla þóknun. V. Útgáfustjórnin hefir ráðgert að gefa út í ár átta bækur, ef þingið veitir uppbót sem svar- ar hækkun á pappír og prent- kostnaði. Bækur áður ákveðnar: Almanakið, Andvari og síðari hluti af æfintýri Arabíu Lawr- ence. Hinar fimm eru sem hér segir: Tvær bækur um skáld- skap: Úrvalsrit Jónasar Hall- grímssonar og fyrsti hluti af Anna Karenina eftir Tolstoy, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssori- ar. Þrjár fræðibækur: Sögukafl- ar um heimsviðburði síðustu 25 ára eftir Skúla Þórðarson sagn- fræðing. Frumdrættir að mann- félagsfræði. Guðm. Finnboga- JÓMS JÓNSSON: Þjóðarútgáfan

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.