Tíminn - 14.01.1941, Qupperneq 3

Tíminn - 14.01.1941, Qupperneq 3
5. blað TÍMrW. |>rigjndaginn 14. jaimar 1941 19 B Æ K U R Helgi Sæmundsson: Sól yíir sundum. Æskuljóð. Útgefandi Guðjón Halldórsson, Reykjavík 1940. Þar sem Dvöl er einkum þekkt fyrir sögur væri líklegt, að henni bærist meira af sögum en ljóð- um. En svo var ekki þau ár, sem ég sá um ritið. Ljóðin komu í löngum lestum, en mjög misjöfn að gæðum. Hér um bil sá eini maður, innan við tvítugsaldur, sem fékk ljóð sín birt í Dvöl, var maður að nafni Helgi Sæmunds son. Hann kvaðst vera 16 ára, í fáum línum, er fylgdu ljóðum hans, og meira vissi ég ekki um manninn. En ljóð hans höfðu sérstakan blæ yfir sér, hreint og þróttmikið mál, léttleika og von- djarft æskufjör, sem stakk í stúf við raunarollur mjög margra unglinga, sem voru að senda ljóð sín. Og Dvöl birti tvö af ljóðum þessa unga manns sem sýnishorn. Það voru fyrstu ljóð Helga, er birtust á prenti. Nú heldur hann upp á tvítugsaf- mælið með því að senda frá sér ljóðabók. Það er oft mjög mikið efamál, hvort ungir menn eiga að vera að gefa út ljóð sín. En þó hefir það sína kosti, að almenningur fái að sjá þau og dæma. Ekki er að vita, hvar leynast stærstu skáld framtíðarinnar. Það má eðlilega ýmislegt finna að ljóða- bók Helga. Hann er stundum nokkuð áberandi undir áhrifum eldri skálda, og kvæði hans eru fremur einhæf ennþá. En samt eru þau til sóma fátækum ung- lingi, sem lítið hefir haft við að styðjast annað en orku sjálfs sín. Þetta eru œskuljóð, og þau eru full af æskugleði og lífi, kjarki og vonum. Það er sumardagur í sál hins unga manns, þótt fá- tækt og þröng kjör herði að hið ytra: í dag er sólríkur sumardagur, og sorgir í gleymsku falla. Ég þrái að fljúga á vindanna vængjum um veraldar heima alla. Og líta þá fegurð, sem fylgir vori í fjarlægri borg og sveit. Og ég á óskir um dýrar dáðir og drauma, sem enginn veit. Höfundurinn er að fara frá æskustöðvunum, út á ókunnar, heillandi leiðir — fram á full- orðinsárin. Honum verður að orði við gistihúsgluggann, þegar hann er nýlagður af stað — á þessum tímamótum æsku og fullorðinsára: Á útleið kvaddi ég bernskubyggðir, sem bráðum hurfu mér sýn. Lítill atburður virtist hún vera að vonum, sú burtför mín. — Æskan var horíin í örlagadjúpið við aldanna dularströnd. Ég var á förum úr foreldrahúsum í fjarlæg og ókunn lönd. En þótt honum sé hlýtt til æskubyggðarinnar á „Brimvík- urströndinni", þar sem vaggan stóð, og hann kveður um: .Miil i Þar fæddist ég áður í fiskimannskofa um frostkalda miðsvetrarnótt. Sem verkamannssonur þar ól ég minn aldur og efldist að vexti og þrótt. Þá er hann ákveðinn að fara í víking: Hvílík dýrð að gista vorsins veldi, 'vaka einn og skapa nýjar þrár. Hvílík dýrð að vermast vonaeldi, vera frjáls með sínar draumaspár. Og æskumaðurinn gunnreifi heldur áfram: Yfir sundin sumarblá sigli ég frá ströndum. Legg á höf með bros á brá. Blæs í seglum þöndum. Svala minni þyrstu þrá, þeirri, sem ég dýpsta á. Stefni burt í leit að nýjum löndum. Mér kæmi ekki á óvart, þó að Helgi Sæmundsson verði búinn að finna ný lönd í túnum Braga, þegar næsta ljóðabók hans kem- ur út: Þeir una fæstir, sem útþráin kallar, alltaf í bemskusveit. Og Helgi er heldur ekkert hik- andi við að leggja á hin ókunnu höf: Hræðumst aldrei hrannaleikinn, hafsins tryllta dans. Flýtum aldrei fleyjum vorum fyrr en þarf — til lands. Þó að djúpsins bárur byltist, brotni í vígamóð, látum mæta grimmum gnýnum gleðiþrungin ljóð. Svona eiga ungir menn að hugsa — og breyta eftir því. Ég hlakka til þess að sjá ljóð og önnur verk þessa unga manns í framtíðinni, því að ég er viss ,um að þarna er góður efniviður. V. G. Morgunn. Timanum hefir nýlega borizt síðara hefti 21. árgangs Morg- uns. í ritinu eru allmargar veigamiklar greinar eftir ýmsa forystumenn á sviði sálrann- sóknanna. Af greinum, sem frumsamdar eru á íslenzku, má helztar nefna greinar eftir rit- stjórann, séra Jón Auðuns, er heita: Einar H. Kvaran eftir andlátið, Reimleikar og Á víð og dreif, Spíritismi er þekking og Frú Lára Ágústsdóttir, eftir sér Kristin Daníelsson, Reynsla mín, eftir Guðmund J. Einars- son, Sálfarir milli Ameríku og íslands, eftir séra Jakob Jóns- son. Afgreiðslan kaupir 1. hefti 1. árg., 18. h. 2. árg., og 1,—6. h. 4. árg. Þeir, sem kynnu að eiga eitthvað af þessum Dvalarheftum afgangs eru beðnir að láta afgreiðsluna hafa þau sem fyrst. Dvöl son þýðir þá bók úr ensku. Að síðustu er ráðgert að birta les- bók um stjörnufræði með myndum og kortum. Sú bók verður væntanlega frumsamin. Nú skal víkja að nánara skipulagi útgáfunnar. Þjóðvina- félagið hefir gefið út Andvara og Almanakið frá byrjun. Að sömu leyti hefði verið hentara að breyta stærð beggja þessara bóka og mælti Steingrímur Guðmundsson með því af hag- kvæmnisástæðum. Stjórn Þjóð- yinafélagsins viðurkenndi rök hans, en vildi þó ekki breyta, Hér á landi er svo lítið um erfðavenjur, að ekki þótti við- eigandi að hið gamla og virðu- lega Þjóðvinafélag breytti stærð og útliti á sínum elztu félags- bókum. Andvari á að halda sín- um meginsvip. Næst byrjar hann með æfisögu Jóns Ólafs- sonar bankastjóra. Árið eftir kemur æfiminning Magnúsar Guðmundssonar ráðherra. Stjórn Þjóðvinafélagsins vill hafa í Andvara fræðandi og traustlega byggðar greinar eins og fyr. Sumir menn í útgáfu- stjórninni myndu óska, að And- vari gæti komið út í tveim heft- um árlega. Væri ahnað heftið eins og nú hefir verið lýst, en hitt um andleg mál. Byrjað á æfisögum skálda, listamanna og rithöfunda. Síðan kæmu ljóð, sögur og dómar um bækur og listaverk. Það væri verulegur ávinningur, ef til væri tímarit, sem gæti borið vitneskju um hið andlega líf samtíðarinnar inn á svo að segja öll heimili á landinu. í bili getur félagið ekki gert þetta, en stjórn þess at- hugar málið og bíður átekta. í Almanaki Þjóðvinafélags- ins var árið sem leið yfirlit um landshöfðingja og forsætisráð- herra frá 1874—1940 og mynd- ir af þessum mönnum. Nú í ár mun koma samskonar þáttur um fjármálamenn á þessu tímabili. Verður þar sagt frá fjármálaráðherrum og banka- stjórum. Mun hagfræðingurinn Gylfi Gíslason, sonur Þorsteins Gíslasonar, rita þessa grein. Síð- ar eiga að koma nýir þættir, einn á hverju ári, um land- búnað, sjávarútveg, verzlun, iðnað, samgöngur á sjó og landi, skáldskap, listir, vísindi, leiklist, húsagerð, uppeldismál o. s. frv. Þjóðlíf íslendinga hef- ir orðið furðulega fjölbreytt síðan landið fékk nokkra heimastjórn 1874. Söguþættirn- ir í Almanakinu eiga að gera ungu kynslóðinni fært að fá útsýn yfir þetta frjóa og þýð- ingarmikla tímabil. — Jafn- framt er gert ráð fyrir, að hafa í Almanakinu myndir um húsa- gerð, húsbúnað, iþróttir o. s. frv. Ferðasaga Þjóðvinafélagsins árið sem leið, er Uppreistin í eyðimörkinni eftir hinn dular- fulla Englending, Thomas Law- rence. Síðara heftið kemur í ár. Höfundurinn lýsir á skáldlegan hátt lífi og háttum Araba um leið og hann segir frá þátttöku sinni og Araba í heimsstríðinu. Lawrence er frægur ritsnilling- ur á enska tungu, maður djúp- vitur, dulur, markviss og ó- eigingjarn. Það er mikill vandi að þýða þessa bók, einmitt af í sveit eða kaupstað NIÐURLAG. Mestur hluti ungra manna eru ólærðir að öðru leyti en sem þeir kunna algenga vinnu, og hana hugsa þeir sér að stunda, þótt þeir staðfesti ráð sitt. Eg set upp dæmi fyrir einn slíkan mann. Hann kann til allra. verka. Hefir verið „gegn- ingamaður", verið „til sjós“ og stundað eyrarvinnu og treystir sér í hvað sem er. Sama er um konuefnið. Hún hefir verið kaupakona í sveit og hún hefir verið í síld. Hún er hraust og reiðubúin að fylgja mannsefni sínu út í hvað, sem vera skal. Þau eiga til svo sem tveggja ára kaup sitt, nálægt 3000 kr. Hvort er nú álitlegra fyrir þau, að fá sér sveitabýli eða setjast að við sjóinn? Eg vil miða við árið 1938, og taka dæmið hans St. J. með stærðinni á búinu, sem þau geta haft á jörðinni, en það eru 3 kýr, 50 ær og 2—4 hross, þar af eru kúgildi 1 kýr og 6 ær. Hvaða tekjur geta þau búizt við að hafa af þessu búi sínu? 1) Mjólk 8800 lítra á 0,22 .... 1936,00 2) 40 dilka á 15 kr.......... 600,00 3) 10 ær til frálags á 14 kr. .. 140,00 4) 60 kgr. ull á kr. 3,20 .. 192,00 5) Kartöflur 6 tunnur á 16 kr. 96,00 6) Rófur 5 tunnur á 10 kr. .. 50,00 7) Mór til eldiviðar eða vega- vinnu .................... 230,00 8) Eigin framleiðsla til heimilis 197,00 9) Sama á kjöti og kartöflum 70,00 Tekjur samtals kr. 3511,00 Bein útgjöld: 1) Leiga eftir jörð og bæjarhús 400,00 2) Vextir af skuldum ....... 220,00 3) Fyrning og viðhald húsa 4% 242,00 4) Vanhöld á fénaði 10%áarði 281,00 5) Plutningskostnaður að og frá 200,00 Samtals kr. 1343,00 En þá eru eftir 2168 krónur fyrir föt og fæði og opinber gjöld. Um þessa liði skal tekið fram: Mjólkin er reiknuð eins og St. J. gerir og verðið miðað við verðið hjá mjólkurbúi og eru sjóðatillög talin með. Mjólk in til heimilisins, 3 lítrar á dag, er reiknuö með sama verði og neytandi kaupir í Reykjavík. Verð dilkanna er meðalverð hjá Sláturfélagi Suðurlands á dilk- um í Árnes- og Rangárvalla sýslum árið 1938. Kartöflurnar eru reiknaðar til tekna þannig, að bóndinn er búinn að selja kartöflur fyrir útsæðið, sem hann varð að kaupa, og tilbúinn áburð, og á þá 6 tunnur eftir. Hann tekur upp mó, sem svarar einni kola- smálest og fer í vegavinnu nokkra daga. því höfundur hennar er yfir- burða rithöfundur. Bogi Ólafs- son hefir leyst þetta verk ágæta vel af hendi. Lesandinn kynn- ist Arabíu af snjallri frásögn á snjallri íslenzku. Þegar lokið er þessari bók, verður væntan- lega tekin ferðasaga, sem hægt er að koma út á einu ári með myndum og kortum. Ef ferða- sögurnar eru frá ólíkum lönd- um, fær þjóðin á þann hátt glögga hugmynd um hinn mikla mismun landa og þjóða á jörð- inni. VI. Menntamálaráð valdi Anna Karenina, til að sýna þjóðinni hvernig hinir mestu snillingar gera skáldsögu. Þar fara saman fjölbreyttar, eðlilegar mannlýs- ingar, eins og í Njálu eða Lax- dælu, og hjn mesta snilld við skipulag sögunnar. Þar að auki er sagan hafin yfir stund og stað. íslenzka þjóðin er nú að eignast söguskáld. í fornöld kunni þjóðin að meta sögur af fullkomnustu gerð. Hin nýja söguritun er ung, innflutt frá útlöndum og stundum háð tízkustefnum bókmenntanna. Menntamálaráð velur sínar skáldsögur þannig, að þær geti verið einskonar alinmál um snilld og formfegurð. Út frá þeirri fyrirmynd á hver greindur borgari að geta mynd- að sér skoðun um orku okkar eigin skálda. Magnús Ásgeirs- son er hinn nafntogaði ljóða- þýðandi hér á landi. Munu allir, sem til þekkja, treysta honum vel að ljúka þessari vandasömu (Framh. á 4. síðu.) Um gjöldin er það að segja að 1. Jarðargjaldið verður varla minna, ef bæjarhús fylgja í leigunni. 2. Þau hafa tekið 3500 kr. lán til að kaupa fénað og útihús. Jörðinni fylgja 2 kúgildi. Van- höld er sjálfsagt að telja til frádráttar; 10% af arðinum er gamalt lag og gildir enn. Fyrn- ing húsa 2% 'og viðhald 2% er sízt of hátt. Kostnaðurinn við að flytja að sér og frá fer mik- ið eftir því, hvar jörðin er sett gagnvart verzlunarstað. Hér á Suðurláglendinu er þetta tæp- lega meðaltalskostnaður, þótt búið sé ekki stórt. Það þarf að „halda vel á hlutunum“ til þéss að geta heitið veitandi en ekki þiggj- andi, og þó eru dæmi þess, að dálítill afgangur hefir orðið og safnazt smámsaman, þar sem ríkir ráðdeild og sparsemi. Bú þetta mætti hugsa sér stærra, en þá kemur fólkshald og fleira til greina. Taki nú hjón þessi íbúð á leigu í Reykjavík, segjum á 80 kr. á mánuði, þá kaupa þau húsgögn fyrir þessar 3000 kr. sínar og búa þar skuldlaust. Til þess að hafa sömu tekjur og í sveitinni þarf hann að vinna fyrir 3128 kr. yfir árið. Sé tíma- kaupið 1.50, þarf hann að vinna í 209 tíustunda vinnudaga, og á sama hátt í kauptúni, þar sem borguð er 1 kr. fyrir klukku- stund og húsaleiga t. d. 40 kr. á mánuði, þarf hann að vinna í 261 dag. Það má e. t. v. eitthvað tog- ast á um þennan samanburð, og þá helzt eftir því, hvar það er úti um landið, sem dæmið er tekið. Þó ætla ég, eftir því að dæma hvaða jarðir Búnaðarbankinn hefir helzt auglýst til sölu, vegna vanskila síðastliðin ár, að heildarútkoma búsins — miðað við þetta bú — yrði ekki betri annars staðar á landinu heldur en hér á Suðurláglend- inu. Ég ætla, að það sýni glöggt, hvað fráleitt það er að telja tekjur hjá slíkum bónda sam- bærilegar við launatekjur 500 kr. á mánuði eða 6000 um árið, þótt húsaleigan sé þar 1560. Að öðru leyti vil ég segja það, að taki þessi ungu hjón dyggð- irnar, iðjusemi og sparsemi, fyr- ir vinnukonur, þegar þau taka sveitabýlið og gefi þeim kost á að vera í ráðum með sér, þá munu þær ekki bregðast hinni gömlu hjúareglu, „að gera- garð- inn frægan“, og þó að þau verði að vinna alla daga ársins eitt- hvað, og marga daga langan vinnudag, svo að timakaupið verði lágt, þá kemur þar ýmis- legt til uppbótar. Vonin um bættan hag með hverjum bletti, sem tekst að rækta, með fjölg- andi skepnum og öðru því, sem til hagsbóta horfir, sem er margt fyrir atorkumanninn, sem þarna getur neytt krafta sinna, og ef ekki vilja óhöpp til, (Framh. á 4. síðu.) w Flutning’ur tíl Islands Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bretlands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sérstaklega hagkvæm flutnings- gjöld ef um stærri vörusendingar er að ræða. Tilkynningar um vörur sendist GUL.LIFORD & CLARK LTD. Bradleys Chambers, London Street, Fleetwood, eða GEIR H. ZOEGA símar 1964 og 4017, er gefur frekari upplýsingar. Nýjar egypskar cigarettur með tækíiærísverðí. Arabesque Ronde í 20 stk. pk. Kr. 1,60 pk. Arabesque deLuxe 20 — — Kr. 1,80 — Tóbakseinkasala ríkísins. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- IIÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt a« salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»* Saga Islendinga í Vesturheími Munið að tryggja ykkur í tíma söguna um mestu æfintýri íslendinga á seinni öld: LANDNÁM ÞEIRRA í VESTURHEIMI. Þetta ritverk þarf að vera til í sem allraflestum heimilum á ís- landi. Gerist áskrifendur hjá umboðsmönnum Þjóðvinafélags- ins og menntamálaráði. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 196 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 193 láta John Taylor þekkja sig. Þarna var hann þá, maðurinn, sem Scotland Yard hafði valið til þess að „slíta keðjuna“. Og konan, sem sat þarna inni hjá honum, var engin önnur en Lucy. Bob stóð hreyfingarlaus í felustað sínum og beið þess að heyra hvað þau segðu. John Taylor hafði gengið fram að dyrunum og reynt að sjá þann, sem fyrir utan hafði verið, en árangurs- laust. ’ — Það var einhver að hrópa, sagði hann. — Já, ég heyrði það líka, svaraði Lucy. Nú varð ofurlítil þögn, þar til hún sagði: — Segið þér mér í alvöru, Taylor, á- lítið þér, að við munum nokkuru sinni sjá England framar? Rödd hans skalf ofurlítið, þegar hann svaraði: — Ungfrú Spencer — hvernig á ég að geta sagt það? Sem stendur er eins og öll ill öfl hafi svarið sig í fóst- bræðralag gegn okkur. Útlitið er í- skyggilegt. Hugsa sér, að maður í raun og veru er búinn að finna lausn gát- unnar — en getur ekki látið aðra fá að nota okkar dýrmætu vitneskju. Við fundum sporið og komumst að kjarn- dansmeyjarnar komnar í sjöunda him- in af ánægju og hugsúðu ekki um annað en hið líðandi augnablik — sem þeim fannst eitt hið æfintýralegasta, sem þær höfðu lifað. Það hefði mátt þykja óvarlegt af Grabenhorst, að eiga það á hættu að vekja grun um það, að hin fagra lysti- snekkja hans væri notuð til óleyfilegra flutninga. En Grabenhorst hafði séð fyrir öllu. „Myra“ lá á höfninni í Mar- seille, og meira að segja með hafnar- stjórann sem gest innan borðs. Og af þeim eðlilegu ástæðum myndi hann sverja, að „Myra“ hefði farið út úr höfninni þessa nótt. Grabenhorst var ekki að horfa í smá- muni, þegar svo bar undir. Hann átti tvö skip, sem hétu „Myra“. Og meðan bylgjurnax léku úm bóga skemmti- snekkjunnar, sem í stað þess að sigla meðfram ströndinni, hélt beint í suður, barst hávaði, hljóðfærasláttur og gleði- glaumur neðan úr salnum. Graben- horst var enn einu sinni á góðum vegi með að ljúka við eitt af sínum svívirði- legu þorparastrikum. XV. Bob stóð aleinn aftarlega á skipinu og horfði á ljósin I Marseille, sem urðu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.