Tíminn - 14.01.1941, Side 4

Tíminn - 14.01.1941, Side 4
20 TlMIMV, þriðjwdaginn 14. Janúar 1941 5. blað Yfír landamærln 1. Mbl. er nú komið í þá aðstöðu að hafa spillandi áhrif á Þjóðviljann. — Tekur blað Rússa upp hið viðvanings- lega slor-orðbragð Jóhanns Jósefsson- ar, eins og ekki væru til gnægtir af þeirri vöru heima fyrir. Ef ræða ætti á menntamáli Mbl. og kommúnista, yrði það á þessa leið: íhaldssprautan Jóhann Jósefsson grátbað ríkisstjórn- ina að senda Óðin með 4 íhaldsspraut- ur til Eyja. Ferðin með sprauturnar kostaði ríkissjóð 16 þúsund krónur. Síðar vildi Jóhann íhaldssprauta kom- ast með varðbát til Eyja, en hætti við til að geta blásið óhreinum anda inn í Rússasprautumar ísleif Högnason og Einar Olgeirsson. x+y. Þjóðarútgáfan (Framh. af 3. síðu) þýðingu. Tolstoy lét söguna koma út í heftum á þrem ár- um. Rússar höfðu biðlund til að þola þessa töf. Bókin er við- urkennd að vera einhver allra fullkomnasta skáldsaga, sem no’kkurntíma hefir verið gerð. Ef margar slíkar bækur mynd- uðu í heimilum grundvöll að bókmenntasmekk fólksins, gæti svo farið, að kröfurnar um gildi íslenzkrar sögugerðar yrðu erf- iðari en nú. Eins og Tolstoy er í fararbroddi söguskálda í stór- löndum heimsins er Jónas Hall- grímsson hið þýðingarmikla höfuðskáld íslendinga. Það er hann, sem endurfæddi tung- una. Ljóð hans eru förunautar íslendingsins, hvert sem hann fer, frá vöggu til grafar. Frh. f svcit eða kaupstað (Framh. af 3. síöu) séð þó nokkurn árangur fjár- hagslegan og þó einnig and- legan. Flytji þau að sjónum, er það einhæf vinnuvonin. Sjálfsagt er sparsemin þar einnig gagn- leg eða nauðsynleg, en veruleg vinnugleði held ég, að varla geti verið um að ræða. Það eru pen- ingar og aftur peningar, sem lífið snýst um, vinna fyrir sem hæst tímakaup. Ég tel ekki vanda að velja. Verst hvað erfitt er að fá býli. Þó má nú þegar skipta mörgum jörðum, sem eru það mikið bættar, að hvor helmingur yrði eins góður og öll jörðin var fyrir 30—40 árum. Það er sú eðlilega býla- og fólksfjölgun í sveitunum. Hrein nýbýli, reist á órækt- uðum landblettum, ætti ríkið að byggja upp að öllu leyti og rækta að mestu leyti. Leigja svo býlið tilbúið, með vægum kjör- um. Það ýrði eftirsótt og hent- ugt fyrir eignalitla. Þó þyrfti að fylgja möguleiki til stækk- unar, svo að sá, sem væri dug- legur og atorkusamur, gæti notið sín, og bætt við bú sitt. Þannig yrðu nýbýlin ódýrari, með meiri svipfestu og miklu aðgengilegri og viðráðanlegri heldur en með því fyrirkomu- lagi, sem nú er á styrk þeim, er til þeirra gengur. tf R BÆNUM Kviksaga Vísis. Vísir birti nýlega þá fregn, að stjórn- málamenn í Washington fyrirhuguðu að gera Reykjavík áð miðstöð fyrir hergagnaflutning milli -Englands og Bandaríkjanna. Ríkisstjórnin hefir lát- ið ræðismann sinn i Washington rann- saka þetta. Segir hann, að þessu hafi aðeins verið hreyft í ómerkilegum blöðum, en stjórninni í Washington væri ekkert um það kunnugt. Fél. ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu á fimmtudagskvöldið kemur. Þar verða meðai annars kosnir fulltrúar á flokks- þing Framsóknarmanna. Fundurinn hefst kl. 8.30. í Fundurinn í Gamla Bíó. Á sunnudaginn var fundur haldinn í Gamla Bíó, er boðað var til af hálfu þeirra manna, er telja sig óánægða með veitingu prestsembættanna í Hall- grímssókn. HúsfyUir var. Fundarstjóri var Gunnar Benediktsson lögfræðing- ur, en fundarritarl Sigurður Kristjáns- áon alþingismaður, er tók við fund- arritarastarfi, þegar sýnt var, að Sig- urður Björnsson frá Veðramóti, sem fyrst var til kvaddur, vildi ekki gegna því. Tilgangurinn með fundar- haldinu var að ræða um stofnun nýs safnaðar. Ræðumenn voru Stefán A. Pálsson, Sigurður Kristjánsson, Árni Jónsson frá Múla, Guðrún Jónasson, bæjarfulltrúi, herra Sigurgeir Sigurðs- son biskup, séra Þorsteinn L. Jónsson, Jakob Jónasson kennari, María Maack, Helgi Kr. Jónsson og séra Jón Auðuns. Aðeins tveir ræðumenn voru úr Hall- grímssókn. Biskupinn, sem þó var ekki boðinn á fund þenna, flutti skörulega ræðu til andófs þeim æsingupi, sem reynt væri að hafa í frammi. Kvað kristindómsáhuga og trúarskoðanir tæpast aðalatriðið fyrir þeim, er stofna vildu nýjan söfnuð. Þó liti hann svo á, að trúameistinn hlyti að vera innsti kjarni hvers safnaðar, sem vel ætti að farnast. Skoraði biskup mjög eindregið á fólk að ganga ekki úr þjóðkirkjunni. Hlaut hann mikið lófaklapp, er hann gekk út af sviðinu. Þó fór svo, að sam- þykktar voru að fundarlokum tillögur þess efnis, að víta skipunina í prest- embætti Hallgrímssóknar og stofna nýjan söfnuð. Þátttaka í atkvæða- greiðslunni var dræm og er það með öllu rangt frá því skýrt hjá þeim blöð- um, er sagt hafa eða gefið í skyn, að tillögumar hafi verið samþykktar „ein- róma af svo til öllum fundarmönnum." Sigvaldi Kaldalóns (Framh. af 1. síöu.) landinu. Söngfróðir menn segja, að lög Kaldalóns séu eins og andblær úr djúpi þjóð- arsálarinnar. íslenzka þjóðin hefir ástæðu til að þakka hinni ágætu dönsku frú Sigvalda Kaldalóns hvílikur verndarandi hún hefir verið þessum merkilega lista- manni. Vinir þeirra og aðdá- endur um allt land munu á þessum tímamótum óska þeim hjónum góðra starfsskilyrða og langra lífdaga. Á víðavangl. (Framh. af 1. siðu.) og ranglæti í þessu máli og séra Jakob getur þess vegna tekið rólegur við starfi sínu og borið höfuðið hátt. Það, sem hefir skeð, er ekkert annað en það, að pólitísk klíka, sem ætlaði að bola honum frá starfi í hefnd- arskyni við bróður hans, hefir ekki náð að i^oma fram rang- læti sínu, sökum röggsemi kirkj umálaráðherr a. Vestmannaeyjjaför „Framsóknar- sprautanna“ (Framh. af 2. síðu) gerðarinnar við Jóhann Jós- efsson. 3. Morgunblaðið fer með fyllstu ósannindi um viðskipti póststofunnar og forstjóra Skipaútgerðarinnar. 4. Morgunblaðið fer með hreinustu staðleysu, þegar það reynir að gefa til kynna, að varðskipin séu aðeins notuð til að greiða fyrir Framsóknar- mönnum, en engum öðrum. Þannig mætti lengi telja. Hinar þungu og illyrtu ásak- anir Mbl. í garð forsætisráð- herra, sem er yfirmaður land- helgisgæzlunnar, eru þannig al- gerlega byggðar á ósannindum, hafa ekki í einu einasta atriði við rök að styðjast. Öll frásögn Mbl. miðast auð- sjáanlega við það, að reyna að gera þennan uppspuna sinn sem svívirðilegastan fyrir ráð- herrann. Blaðið segir t. d. enn meiri ósannindi í fyrirsögn greinarinnar en í greininni sjálfri, því að það veit, að fleiri muni lesa fyrirsögnina en greinina. í fyrirsögninni segir, að „vermenn hafi ekki fengið að fara með“ en í greininni seg- ir þó, að „sárafáir vermenn hafi fengið að vera með.“ Annars væri vel til fallið, þótt því verði sleppt hér, að ræða um afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til þessara og annarra skyldra mála fyr og síðar. Fyrir eina tíð þótti Sjálfstæðismönn- um það mikil ósvinna, að ráð- herra hefði sérstaka bifreið til ferðalaga. Nú eru þeir, eða a. m. k. atvinnumálaráðþerra, á ann- arri skoðun. ' V. Ég legg það ókvíðinn undir dóm hvers og eins að bera saman þessa málfærslu blaðs atvinnumálaráðherrans og Kveldúlfsgrein mína. Ég skal viðurkenna, að mig hefði mátt ásaka um ósvífni og ódrengskap, ef grein mín hefði byggst á ósannindum eins og framangreind grein Mbl. Ég skal játa, að mér hefði kannske mátt bregða um órök- studdar ásakanir, ef ég hefði dróttað því að forstjórum Kveldúlfs, að þeir hefðu notað fé Landsbankans til flokksþarfa eins og því er í framangreindri Morgunblaðsgrein dróttað að ráðamönnum Framsóknar- flokksins, aö þeir hafi notað fé ríkisins til flokksþarfa. Ég skal játa, að mér hefði mátt bregða um ósæmilegan rithátt, ef ég hefði verið að tala um Kveldúlfssprautur eða Thorssprautur og sagt, að ein- hverjir andstæðingar Fram- sóknarflokksins hefðu stund- um „ekki verið kempulegir á að líta, heldur gráskitulegir og aumingjalegir.“ En ekkert slíkt er til staðar í minni grein. Þeir munu því vera margir, sem mun finnast það ærið furðulegt, ef atvinnumálaráð- herrann, sem er með dylgjur u!m samvinnuslit út af hinni hógværu og rökstuddu grein minni, lætur blaði sínu haldast uppi athugasemdalaust og óá- talið að ásaka samstarfsmann hans í ríkisstjórninni um mis- notkun og hlutdrægni, sem hef- ir ekki við nein rök að styðjast. Eða finnst atvinnumálaráð- herranum það gott og gilt, að blað hans búi til versta óhróð- ur um samstarfsmann hans og noti það sem tilefni til að hóta friðslitum og burtför Sjálf- stæðisráðherrahna úr ríkis- stjórninni? Eða finnst atvinnumálaráð- herranum eins og Mbl., að það sé mesta svívirða og hlutdrægni að lofa Framsóknarmönnum að ferðast með varðskipunum, þeg- ar þannig háttar til, en hins- vegar sé það rétt og sjálfsagt, að þau séu send langar leiðir með vildarvini Jóhanns Jósefs- sonar og atvinnumálaráðherr- ans? Ef atvinnumálaráðherrann lætur ekkert frá sér heyra í því sambandi, getur það þá annað en styrkt þann grun, að forráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins ætli með hótunum um frið- rof og samvinnuslit að láta Framsóknarmenn skorða veiga- mestu röksemdir sínar milli skjalda meðan þeir halda uppi sínum gamalkunna ósanninda- hernaði gegn Framsóknar- flokknum? Er ekki einmitt hér á ferðinni sá „andlegi terror“, sú viðleitni til skerðingar á málfrelsinu, er Árni frá Múla lýsir sig svo á- kaflega mótfallinn í Vísisgrein fyrir nokkru? En eitt er bezt að segja strax. Framsóknarmenn álíta yfirleitt, að það sé síður en svo brot á samvinnu flokkanna, að rök- ræða málin. Þeir myndu bein- línis álíta samstarf flokkanna komið inn á óheilbrigða braut, ef ekki mætti ræða málin. Þá væri samvinnan áreiðanlega ekki lengur samstarf um þjóð- heillamál, heldur um eitthvað óhugnanlegt og ógeðslegt, sem þörf væri á að fela. En eftir slíkri samvinnu óska ekki Framsóknarmenn og munu aldrei taka þátt í henni. Engar hótanir um samvinnu- slit geta því aftrað Framsókn- arflokknum frá þvtí, að rök- ræða málin og að minna á þau víti, sem eru til varnaðar. Framsóknarmenn hafa óskað eftir, að umræðum um landsmál yrði haldið innan þeirra tak- marka, að ekki yrði gripið til ósanninda og persónulegs níðs. Andstæðingarnir hafa ekki enn- þá reynzt menn til að full- nægja þeirri kröfu, eins og framangreind Morgunblaðs- grein sýnir. Það eru eins og hver önnur vonbrigði, sem Fram- sóknarmenn verða að sætta sig við. Eg býst líka tæpast við, að ráðherrar Framsóknarflokksins muni hafa neinar hótanir í frammi út af því. Þeir munu álíta eitthvað annað stærra og þýðingarmeira þurfi nú til að rjúfa samstarf flokkanna en venjulega róggrein í Vísi eða Mbl. Þeir munu heldur ekki óttast ósannindi þessara blaða. Ef þeim finnst ástæða til, munu þeir hnekkja slíkum ásökunum með rökum, því að þeir, sem hafa góðan málstað, þurfa ekki að beita gífuryrðum og hótun- um. Framsóknarmenn treysta því líka, að þjóðin meti þá meira, sem flytja málin með rökum, en hina, sem byggja málflutning sinn á ósannindum og illyrðum. Hann lætur fúslega öðrum eft- ir þá trú, að glamrið og ósann- indin geti jafnað rrtetin. Þ. Þ. Viðbót Morgunbl. Morgunblaðið hefir komizt að raun um, að hin gífuryrta frásögn þess síðastliðinn sunnu- dag, um för „Framsóknar- sprautanna" til Vestmanna- eyja hefir ekki haft við mikil rök að styðjast. Blaðið býr því til einskonar viðauka og birtist hann í því i dag. Hér skal aðeins bent á nokk- ur sannleiksblóm í viðbótarfrá- sögninni: 1. Mbl. segir, að för Óðins hafi a. m. k. verið ákveðin mánudaginn 6. janúar, því-að þá hafi Framsóknarskemmtun- in í Eyjum fyrst verið auglýst. Þessu er því að svara, að sam- Dagur Brynjólfsson. 194 Robert C. Oliver: minni og minni og hurfu svo alveg að síðustu, eitt eftir’annað. Hvernig leið honum í stöðu sinni sem verkfæri bófanna? Eftir svip hans að dæma leið honum illa. Þetta var í fyrsta skipti síðan hann hafði komið í þjónustu þeirra, sem hann fann að hann var ekki undir eftirliti — sennilega vegna þess, að það var ekki talið nauðsynlegt þarna á skipinu, og ef til vill hafa þeir nú verið farnir að treysta honum til fulls. Hann gekk méðfram borðstokknum, en stanzaði við og við og var hugsi. Neðan úr salnum barst hljóðfæraslátt- urinn, hlátrar og upphrópanir: Hann hrukkaði ennið og gekk hraðar eftir þilfarinu. Á miðju þilfarinu var ofurlítill klefi. Þar inni settist hann, en gat ekki eirt þar, og hélt áfram að skoða skipið. Hann fór niður stiga og inn eftir gangi. Á gólfinu var rautt teppi. Á aðra hönd voru tölumerktar dyr — allt var hvít- gljáandi og spegilfagurt. „Myra‘í var i sannleika sagt fljótandi höll. Bob rölti áfram eftir ganginum. Gleðilætin neðan úr salnum létu í eyrum Bobs eins og neyðaróp. Og var það nokkuð undarlegt. Það var þó fyrst og fremst honum að kenna, að þessar ungu stúlkur voru nú á leið til glötun- Æfintýri blaðamannsins 195 arinnar. Nú var hann kominn að stiga, sem lá lengra niður í skipið. Þegar niður kom, sá hann nokkra af skips- höfninni sitjandi við borð. Þeir heils- uðu honum kæruleysislega. Auðsjáan- lega litu þeir á hann sem einn af hin- um mörgu þjónum Grabenhorst. Hvaða mun gerði það þó einn væri í sam- kvæmisbúningi en annar í vinnu- fötum — i augum hins volduga Gra- benhorst var þetta hvorttveggja vinnu- búningur og hann borgaði fyrir vinn- una! Bob gekk fram hjá liáseta- klefunum, fram hjá birgðageymslunni og niður í lestina. Þar voru líka nokkur herbergi, sem voru læst með sterkum hurðum með járngrindum. Bob gægð- ist gegnum grindurnar, til þess að kom- ast eftir til hvers herbergi þessi væru notuð — en svo stóð hann eins og negldur við gólfið. Hvaða mannvera sat þarna á bekk og beit í vasaklútinn sinn? Það var kona — kona sem hann þekkti. Nú kom hann líka auga á mann, sem gekk fram og til baka í þröngum klefanum. Bob hrópaði ósjálfrátt upp yfir sig. Maðurinn nam staðar og sneri sér fram að grindunum. Stúlkan starði einnig þangað. Bob skauzt til hliðar. Hann vildi ekki “—“GJiMLA bÍÓ—~ Barátta lífs o«' clauða (Disputed Passage) Amerísk kvikmynd, gerð eftir skáldsögu læknisins og rithöfundarins Lloyd C. Douglas. Aðalhlutv. leika: DOROTHY LAMOUR, AKIM TAMIROFF Og JOHN HOWARD. Sýnd kl. 7 og 9. ------NÝjA bíó ———- „Oklaboma Kid« Amerísk kvikmynd frá Warner Bros. Aðalhlutv. leika: JAMES CAGNEY, ROSEMARY LANE og HUMPHREY BOGART. Sýnd kl. 7 og 9 Aukamynd: BRITISH MOVIETONE NEWS. Sjafnar tannkrem gerír tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. XOTIÐ SJAFIVAR TAVNKltEM KVÖLDS OG MORGUNS. Sápuverksmiðjan Sjöfn, Akureyrí U'UJ.ykHTUI 1:11: Petsamofarar Þeir, sem ekki hafa ennþá greitt fargjald og fæði með m. s. Esja frá Petsamo til Reykja- víkur, eru vinsamlega beðnir að snúa sér sem fyrst til skrifstofu Skipaútgerðar ríkisins. kvæmt viðtali Guðbrands Magnússonar við framkvæmd- arstjóra Laxfoss, átti Laxfoss að fara héðan til Eyja 8. janú- ar og í trausti þess var það aug- lýst, að Reykvíkingar myndu mæta á skemmtuninni. För Lax- foss seinkaði, vegna verkfalls- ins. Það er hreirin tilbúningur hjá Mbl., að það hafi verið vitað í Eyjum, þegar skemmt- unin var auglýst, að Laxfoss myndi ekki koma þangað fyr en 12. janúar. 2. Mbl. hverfur nú frá þeirri sögu sinni, að póststofan hafi hringt 5—6 sinnum á föstudag Kandís 1.90 kgr. ; Sítrónur 0.25 stk. Fjalla- grös 5.50 kgr. ; (0^kaupíélaqið : Email. vörur NÝKOMNAR: Skolpfötur með loki. Uppþvottabalar. Ungbarnabaðbalar. Hræriföt. Kartöfluföt. Austur. Mál. Þvottaföt. Náttpottar. Einnig blikkbiara og fötur. K.Einarsson & Björnss. Bankastræti 11. \ til Pálma Loftssonar og spurt um ferðina. Samkvæmt viðtali, sem Tíminn hefir átt við Svein Björnsson póstfulltrúa, hringdi hann til Pálma snemma í vik- unni, eða áður en ferðin var á- kveðin, og svo aftur á föstudags- kvöld, eftir að skipið var farið. Allt það, sem Mbl. segir um póstinn, er því ýmist ósannindi eða útúrsnúningur. Fleira mætti telja. Þeim mun meira, sem Mbl. segir um þetta mál, þeim mun augljósari og naktari verða ósannindi þess. Það fer mjög vel á því, að blað kommúnista er komið í kapphlaup við Mbl. í þessu máli. Segir kommúnistablaðið, að ritstjóri Tímans hafi verið með í förinni, en það er fullkominn uppspuni. Anglýslð í Tímaimm!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.