Tíminn - 21.01.1941, Síða 1

Tíminn - 21.01.1941, Síða 1
ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDOUHÚSI, Lindargötu 1 D. Siml 2323. PRENTSMTÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, þriðjudagiim 21. jamiar 1941 8. blað Sjálístæðisílokkurinn mót- fallinn afnámi skattfrelsisins Einn ai þing’mönnum ilokksins lsetur iella til- lögu um ainám á skattírelsi útgerðarinnar Á þingmálafundi, sem haldinn var á Blönduósi 12. þ. m. gerðust þau tíðindi, að felld var tillaga um af- nám á skattfrelsi útgerðar- innar. Tillagan var felld samkvæmt fyrirmælum Jóns Pálmasonar þingm. kjör- dæmisins, en flokksmenn hans voru í meirahluta á fundinum. Fundur þessi var boðaður af Jóni Pálmasyni. Stóð hann í 9 klst. og var allharður á köflum. Áttust þar einkum við þing- maðurinn, sýslumaðurinn og héraðslæknirinn annars vegar, en bændurnir Hannes Pálsson á Undirfelli, Bjarni Ó. Frí- mannsson á Efri-Mýrum og Runólfur Björnsson á Kornsá hins vegar. Á fundinum lagði Hannes Pálsson fram svohljóðandi til- lögu: „Þingmálafundur haldinn að Blönduósi 12. janúar 1941 lít- ur svo á, að þó skatta- og tekju- kerfi landsins sé miðað við kreppu og rýra skatta- og toll- stofna, þá sé sjálfsagt að draga eigi úr skatta- og tekjuálögum meðan núverandi ástand ríkir, heldur nota þann tekjuafgang er nú fæst, til myndunar nokk- urskonar jöfnunarsjóðs, er not- aður sé þegar aftur kreppir að. Þó telur fundurinn rétt að reikna eigi aðflutningsgjald af stríðsfarmgjöldum. Ennfremur telur fundurinn sjálfsagt, að afnema hið svo- kallaða skattfrelsi útgerðar, og átelur harðlega þá flokka og þá menn, er staðið hafa í vegi fyrir þvi, að sú breyting kæm- ist á, á síðastliðnu ári.“ Þegar bera átti upp þessa til- lögu, kallaði Jón til flokks- manna sinna: Við fellum þetta. Urðu úrslitin þau, að fyrri hluti tíllögunnar var felldur með 25 : 19 atkv., en seinni hlutinn með 33 : 20 atkv. Þessi framkoma þingmanns- ins er mjög lærdómsrík. Það er vitanlegt, að Jón er ekkert annað en trúr þjónn stórút- gerðarmanna í Reykjavík. Hann gerir ekkert,nema það sem hann veit að þeir vilja að hann geri. Hann veit, að þeir vilja ekki af- nema skattfrelsi útgerðarinn- ar. Þess vegna fyrirskipar hann liðsmönnum sínum að vera á móti tillögu um afnám undan- þágunnar. Ekkert sýnir ljósara, hver verða myndi niðurstaðan i þess- um málum, ef Sj álfstæðisflokk- urinn gæti einn ráðið hér á landi. Þá myndu þingmenn flokksins verða að greiða at- kvæði á svipaðan hátt og Jón Pálmason og liðsmenn hans gerðu á Blönduóssfundinum. Hannes Pálsson bar ennfrem- ur fram svohljóðandi tillögu: „Almennur þingmálafundur haldinn á Blönduósi lítur svo á, að hin svokölluðu afurðasölu- lög landbúnaðarins hafi stór- lega bætt afkomu þeirra, er landbúnað stunda, og skorar því fundurinn á þing og stjórn að hvika eigi frá þeirri stefnu. Ennfremur lýsir fundurinn vanþóknun sinni á tali og skrif- um þeirra manna, er reynt hafa að auka óánægju neytenda með verðlagsákvæði kjöt- og mjólk- ursölunefnda.“ Þessi tillaga var einnig felld samkvæmt fyrlrmælum Pálmasonar. Þing Skarphéðins Ályktanir þingsins í sjálfstæðismálinu og nýbýlamálinu Hið árlega héraðsþing Hér- aðssambandsins Skarphéðins var að þessu sinni háð að Sel- fossi dagan 11. og 12. janúar síðastliðinn. Þingið sátu 44 fulltrúar frá 21 ungmennafélagi í Árnes- og Rangárvallasýslum, auk sam- bandsstjórnar og nokkurra gesta. Þingið gerði þessar ályktanir um _ sjálfstæðismálið: „Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins, 12. jan. 1941, læt- ur í ljós það álit sit, að brýn nauðsyn beri til, að gera nú þegar á þessu ári ráðstafanir til breytinga á æðstu stjórn landsins. Telur þingið sjálfsagt, að forsetavald ríkisins sé ekki í höndum ráðuneytisins, heldur sé það vald fengið í hendur sér- stökum forseta, þar til kjörnum á hinn lýðræðislegasta hátt, þar sem hverjum kjósenda er gefið tækifæri til beinna á- hrifa. Skipulagsbreytingar þær, sem gerðar verða í sambandi við þessa breytingu á æðstu stjórn ríkisins, telur þingið rétt að miðaðar séu við það, að verið sé að grundvalla framtíðarskipu- lag ríkisins." í nýbýlamálinu var sam- þykkt þessi áskorun: „Héraðsþing Skarphéðins, haldið að Selfossi 11. og 12. janúar 1941, skorar á Alþingi að leggja til hliðar ríflegar fjárhæðir, er geymdar verði þar til styrjöldinni er lokið, og Jóns varið þá til stóíum aukinna I styrkveitinga til nýtoýla í sveit- Gleggra dæmi um undir- ! um, fyrst og fremst til þess að lægjuhátt Jóns Pálmasonar við tryggja betur lífsafkomu þeirra Reykj avíkurdeild Sjálfstæðis- j einstaklinga, er nýbýli vilja flokksins er ekki hugsanlegt. stofna. Jafnframt séu menn- Undirlægj uhátturinn er svo ingar- og fræðsluskilyrði sveita- mikill, að hann, bóndinn, greið- æskunnar stórum bætt frá því, ir jafnvel atkvæði á móti því, jsem nú er.“ að lýsa andúð sinni á 'tilraunum | Um sambúð íslendinga og ihaldsmanna til að spilla fyrir setuliðsins var gerð ítarleg og Roosevelt og tveir bandariskir flotaforingjar. Roosevelt hefir mikinn áhuga fyrir ejlingu flotans og reynir jafnan aö vera viðstaddur flotaœfingar. „Bandaríkjamenn standa ekki í stað“ Roosevelt byrjar þriðja kjörtímabilið kjötsölunni í Reykjavík. Samþykktar voru tillögur frá skorinorð ályktun. Þá voru og gerðar ályktanlr í Hannesi Pálssyni um eftirtalin skógræktarmálum, ræktunar- mál: Imálum, íþróttamálum o. fl. Á- (Frarríh. á 4. síöu.) ' (Framh. á 4. siðu.) í gær gerðist í Bandaríkjun- um sögulegur atburður. Frank- lin Delano Roosevelt var settur inn 1 forsetaembætti Banda- ríkjanna í þriðja sinn. Það er í fyrsta sinn, sem slíkur at- burður gerðist í Bandaríkjun- um. Aldrei áður hefir sami maðurinn verið forseti Banda- ríkjanna í þrjú kjörtímabil. Bandaríkjamenn skildu það líka, að hér var að gerast merkilegur og sögulegur at- burður. Aldrei áður mun hafa verið jafnmargt aðkomumanna í Washington. Forsetinn var hyltur af hundruðum þúsundá manna, þegar hann ók frá þing- hcllinni til forsetabústaðarins eftir að hafa unnið forsetaeið- inn. Roosevelt flutti ræðu eftir að hann hafði unnið embættis- eiðinn. Þar lýsti hann yfir því, „að tilgangur sinn væri að halda uppi heiðri lýðræðisins.“ Roosevelt vék í ræðu sinni að verkefnum tveggja ástsælustu forseta Bandarikjanna. George Washington hefði haft það markmið, að sameina sundur- leit þjóðarbrot i samhuga þjóð. Abraham Lincoln hefði haft það markmið að varðveita þjóð- í kaupdeilunum hefir það borið við síðast, að rafvirkjar hófu verkfall í gær. Vinnuveitendur telja verkfall þetta hins vegar andstætt lögum, þar W Utvegsmannafélag Steíngrímsfjarðar Almennur fundur útvegs- manna og formanna við Stein- grímsfjörð var haldinn á Hólmavík 2. janúarmánaðar. Var á fundi þessum stofnað eg þag hafi elgl verið boðað með næg- Útvegsmannafélag Steingríms- fjarðar. Stofnendur voru 40—50 bátaeigendur og formenn. Aðalmarkmið félags þessa er að vinna að hagsmuna- og á- hugamálum sjómanna við Steingrímsfjörð. Með stofnun þess ætla sjómenn að taka 1 sínar hendur öll kaup á veiðar- færum, olíu og öðrum útgerðar- vöru,m. Jafnframt hyggst fé- lagið að sjá um fisksölu fyrir meðlimi sína, að svo miklu leyti sem föng eru á. Stjórn félagsins er skipuð þrem mönnum: Halldóri Magn- ússyni í Hamarsbæli, Gunnari Guðmundssyni á Hólmavík og Einari Sigvaldasyni í Hamars- bæli. Framkvæmdastjóri er ráðinn Friðjón Sigurðsson á Hólmavík. Almennur • áhugi íyrir félags- legum samtökum sjómanna ríkti á fundinum. Kom gerla fram í umræðunum, að fund- armenn töldu það höfuð nauð- syn, að sjávarútvegurinn sé rekinn á heilbrigðum grund- velli, og útgerðin sökkvi ekki aftur í sama farið og hún hefir áður verið í. A. KROSSGÖTITM Kaupdeilurnar. — Fiskafli að glæðast. — Frá Sandgerði. — Úr Steingríms- firði. — U. M. F. Von á Rauðasandi. — um fyrirvara. — Sættir komust á milli skipaeigenda og farmanna um helgina. Fá sjómennirnir dýrtiðaruppbót á all- ar kaupgreiðslur, dálitla uppbót á kaup ársins 1940 og nokkur önnur friðindi. t r t Fiskur mun nú vera genginn á velði- slóðir þær, sem sóttar eru úr verstöðv- unum suðvestan lands. Hafa bátar, sem byrjaðir eru vetrarvertíð, fengið góðan afla. Sumir bátar hafa jafnvel fengið ágætan afla i Faxaflóa og við Jökul. Þykja líkur benda til þess, að vertíðín muni verða afladrjúg framan af, ef gæftir verða. Verst horfir um það, að hægt verði að fá nægan skipakost til þess að flytja fiskinn út, ef miklar aflahrotur koma. Þá er og útlit fyrir, að sums staðar verði beitu- skortur, er fram á kemur, ef ekki koma loðnugöngur. t t t Tímanum var svo frá skýrt 1 sim- tali í gærkvöldi, að til Sandgerðis væru nú komnir flestir bátar þeirra, sem þaðan munu ganga til fiskjar á vetrar- vertíðinni. Afli á veiðislóðum Sand- gerðisbátanna er dágóður. í gær fengu bátar ágætan afla, 10—18 skippund. Aflahæstur var Stígandi, er fékk 18 skippund. Fiskurinn er seldur jafnóð- um i skip, er flytja hann út, og er verðlagið sæmilega hagstætt. t t t Sigurður Jóhannesson kennari frá Giljalandi skrifar Tímanum eftirfar- andi fréttir úr Steingrímsfirði: — Ár- ferði til lands og sjávar hefir yfirleitt verið mjög gott slðastliðið ár. Sæmileg nýting varð á heyjum, þótt sumarið væri ekki allskostar gott. Kartöfluupp- skera I haust var með allra minnsta móti, en þó líklega mun skárri en víða annars staðar. Það, sem af er vetrin- um, hefir veðrátta verið með einsdæm- um góð, oftast auð jörð og þið og hlý- indl mikil í lofti. Fé var óviða tekið á gjöf fyrr en með jólum og hey þess vegna gefist venju fremur lítið. t r t Sunnudaginn 29. desember síðastlið- inn minntist U. M. F. Von á Rauða- sandi 30 ára starfsafmælis síns með samsæti í samkomuhúsi sínu. Hófið sátu allir núverandi félagar, er heima voru, og nokkrir eldri félagar, er heima eiga 1 nágrennlnu, svo og sóknarprest- urinn, er messaði í Saurbæ þenna dag; flutti hann ræðu á mótinu. Núverandi formaður félagsins, Jóna ívarsdóttir í Kirkjuhvammi, setti samkomuna um leið og sezt var að borðpm, með nokkr- um vel völdum orðum; minntist lát- inna félaga, rakti í fám orðum sögu félagsins o. s. frv. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Eyjólfur kennari Sveinsson á Lambavatni, þá nýkominn helm eftir tveggja vetra nám á Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og eins árs dvöl í lýðskóla í Noregi. Var hann for- maður og lífið og sálin í félaginu um tvo tugi ára, en nú gat ekki tekið þátt í móti þessu vegna alvarlegrar heilsu- bilunar. Samkoman sendi honum við- eigandi ávarp undirritað af öllum samkomugestum. Af stofnendum fé- lagsins eru nú aðeins þrír í félaginu, auk þriggja heiðursfélaga; hinir eru dreifðir viðsvegar. Samkoman samdi kveðjuávarp til allra félaga,fyrr og síð- ar, er skyldi birtast í útvarpinu, en að líkindum hefur borizt til eyraa fæstra þeirra. Eitt af fyrstu viðfangs- efnum félagsins var að vinna að því að reist yrði samkomuhús. Aðstaðan var erfið, sérstaklegá um flutning á aðkeyptu efni. En húsið komst upp eftir nokkur ár fyrir ötulleik félags- manna og góða aðstoð margra utan- félags. Var það hið prýðilegasta hús. Félagið á það nú skuldlaust og álitlega upphæð í sjóði. ÖIl hefir starfsemi fé- lagsins verið mótuð af samheldni, fórnfýsi og hinum mesta menningar- brag. Samkomunni bárust nokkur skeyti og skrifleg ávörp og nokkrar peningagjafir frá gömlum félögum. Hófið stóð, með ræðuhöldum, söng og ýmsu fleiru til skemmtunar, og rausn- arlegum veitingum, til klukkan 3 um nóttina og skemmtu menn sér hið bezta. ina frá eyðileggingu innan frá. í dag væri markmiðið að vernda þjóðina frá eyðileggingu og hættum utan frá. Roosevelt vék síðan að þeim hættum, sem væri á vegi þjóð- arinnar. „En Bandaríkjamenn hörfa ekki,“ sagði hann. „Þeir standa ekki í stað. Þeir halda áfram að þjóna landi sínu, unz yfir lýkur.“ Það vakti athygli, að í fylgd með forsetanum voru norsku krónprinshjónin, sem nú dvelja vestra í boði hans, Þau voru einskonar fulltrúar þeirra mörgu manna og kvenna, sem nazistar hafa gert landflótta. Það má heita merkileg tilvilj- un, að Roosevelt og Hitler eru nokkurn veginn jafngamlir sem æðstu valdamenn þjóða sinna. Hitler kom til valda 30. janúar 1933, en Roosevelt 4. marz sama ár. Þessir menn eru nú einskon ar oddvitar þeirra lífsstefna, sem berjast um yfirráðin i heiminum. Stjórnarferill þessara manna hefir verið næsta ólíkur. Stefna Roosevelts hefir mark- ast af því, að hann hefir fært alþýðu lands síns stórkostleg félagsleg réttindi. Áður en hann kom til valda voru óvíða minni félagsleg réttindi en í (Framh. á 4. siðu.) Aðrar fréttir. Borgina Kassala í Sudan, sem ítalir tóku af Bretum í sumar, hefir nú verið hertekin af Bret- um aftur og ítalir hraktir úr Sudan inn í Eritreu. Brezkar hersveitir eru nú komnar inn i Eritreu. Sýnir þetta, að ítalir eru nú hvarvetna á undanhaldi. í Vichy hefir verið tilkynnt, að Petain og Laval hafi ræðst við og sætzt heilum sáttum. Áð- ur höfðu þeir Darlan og Laval talað saman. Petain rak Laval úr embætti í vetur og lét setja hann í fangelsi. Þjóðverjar hafa síðan tekið Laval upp á arma sína. Darlan og Laval eru miklir Þjóðverjavinir og þykir þetta benda til þess, að Petain sé að slaka til við Þjóðverja. Petain hefir þó tilkynnt, að hann muni ekki breyta stjórninni fyr en hann hafi fengið svar frá Hitl- er við orðsendingu, sem hann sendi honum fyrir mánuði slð- an. Um seinustu áramót var kaupskipafloti Breta 3% minnl en þegar styrjöldin hófst. Grikkir telja, að manntjón ítala í Albaníu nemi orðið 75 þús. manns. í þessari tölu eru fallnir, særðir og herteknir her- menn. Brezkir liffsforingjar stofn- uðu síðastl. sumar herstöð við Tanavatn í Abessiniu, sem er langt innan við landamæri Sudans og Abessiniu. Hafa þeir þar æft fjölmennar sveitir A- Á víðavangi VILL MBL. SAMANBURÐ? Skúli Guðmundsson alþm. hefir undanfarið ritað greinar um landsmál hér í blaðið. Greinar þessar hafa verið sér- staklega hógværar og rök- studdar. Forsprökkum Sjálf- stæðisflokksins lika þær samt mjög illa og munu flestir geta gizkað á, hvað því veldur. í einskonar hefndarskyni fyrir þetta ræðst Mbl. mjög dólgs- lega á Skúla síðastl. sunnudag. Þar segir m. a.: „Ekki alls fyrir löngu var hann ráðherra. Til- tölulega fáir hafa um það nokkrar verulegar endurminn- ingar. Hvorki um illt eða gott. Hann var þar svo sem ekki neitt til þess að eftir honum sé munað. Þeim mun gleggri er hans eigin endurminning". Aftan við þessa lýsingu er því síðan bætt, að hann vilji ólm- ur verða ráðherra aftur og reyni því að spilla samstarfi flokk- anna. — Það þarf vissulega ekki langt mál til að hnekkja þess- um óhróðri Mbl. íslenzkir út- gerðarmenn muna vafalaust betur eftir Skúla Guðmunds- syni en nokkrum öðrum at- vinnumálaráðherra. Hann kom fram stærsta hagsmunamáli þeirra, gengislækkuninni, þrátt fyrir hörðustu andstöðu átta Sjálfstæðisþingmanna. En fyrst Mbl. hefir á annað borð byrjað umræður um störf atvinnu- málaráðherra, er þá ekki leyfi- legt að spyrja: Hvar er afrek núverandi atvinnumálaráð- herra? Hefir hann unnið nokk- urt verk fyrir sjávarútveginn, sem er sambærilegt við gengis- lækkunina? Liggja eftir hann nokkur störf, sem gefa ástæðu til þess að eftir honum sé munað? Fól ekki helzta fjár- málastofnun landsins Skúla Guðmundssyni að hafa eftirlit með fyrirtæki, sem hafði kom- izt á heljarþröm undir stjórn núverandi atvinnumálaráð- herra? Þessar spurningar skulu látnar nægja. Mbl. getur valið um það, hvort það óskar eftir frekari samanburði á fyrrver- andi atvinnumálaráðherra og núverandi atvinnumálaráð- herra. NÝTT BLAÐ. Um helgina hóf göngu sína nýtt blað, Breiðablik. Því er ætlað að ræða bindindis- og menningarmál og mun það koma út hálfsmánaðarlega. Ritstjórar og útgefendur eru tveir ungir menn, Helgi Sæ- mundsson og Guðjón Halldórs- son. í fyrsta blaðinu eru aðal- lega greinar um bindindismál og verður ekki annað sagt en að vel sé af stað farið. Sérstak- lega þykir ástæða til að vekja athygli á greininni: Hvað höfð- ingjarnir hafast að. Grein þessi er eftir Helga Sæmundsson. Er þar sýnt mjög glögglega, hversu illt er fordæmi þeirra kennara og embættismanna, sem hafa svarizt 1 fóstbræðralag við vln- guðinn. Bindindismenn hafa ekki um langt skeið átt mál- gagn, sem er aðallega helgað málum þeirra, því að blað bind- indisfélaganna í skólum, Hvöt, er fyrst og fremst helgað starf- seminni þar. Ber því fastlega að vænta þess, að þetta blað njóti stuðnings bindindismanna og annarra, sem vilja vel I þessum málum. bessiniumanna í meðferð ný- tízku vopna. Hergögn hafa þeir fengið_cðru hvoru send frá Su- dan. ítalir hafa aldrei haft þennan landshluta fullkomlega á valdi sínu. Ekkert hefir ver- ið látið vitnast um þessa her- stöð Breta fyrr en nú. Mussolini og Hitler hittust síðastliðinn sunnudag, en ekkert hefir verið tilkynnt op- inberlega um viðræður þeirra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.