Tíminn - 21.01.1941, Side 4

Tíminn - 21.01.1941, Side 4
32 mh 8. blað Tl \N? þriðjadagmn 21. .janúar 1941 Yfir landamæriu 1. Blað heildsalanna lítur þannig á, að Chamoerlain og ensm ínaiasiloincurmn haii lano galausiega aö, er peir not- uðu meiriniuta sum tii að siyra Kng- landi meöan iriður var, en iengu baöa anaolsiioKKana til samstaris í þmgi og stjorn, þegar eriiðlensar steöjuou að. Ma heua iurðuiegt, að íhaiasnð- ið við Vísi slcuh Oiriast að álella þá, sem fylgja í þessu efni fordæmi myndarlegasta íhaiasilokicsins í heimi. 2. Eitt af kosningabiögðum Mbl. hér á árunum var það, að það breiddi út, að Klemens Jónsson heiði týnt einni mil- Jón króna úr ríkissjóði. Sjálít vissi það vel, að enginn eyrir haiði týnst hjá þessum ráðnerra. 3. Reikningsfærsla Reykjavíkurbæjar var mjög ábóiavant, þar til nokkrum árum eítir að stjórn Framsóknar- manna haíði endurskipulagt bókhald ríkisms. Fór bærinn þá í slóðina og lagaði til hjá sér. Meðan alit óð á súðum hjá bænum, lét Framsóknar- stjómin endurskoða reikningana og var þá bent á opinberlega, að munað gæti um stórar upphæðir í niður- stoðu reikninganna, af því grund- völiurinn var ótraustur. Upp úr þess- um aðgerðum fékkst sú siðabót á bæj- arreikningum, sem síðar komst á. 4. Mikið þykir heildsölunum nú við llggja. Ofan á bandalag kaupmanna við útgerðarmenn, verzlunarfóik, iðn- rekendur, verkamenn og sjómenn, bæta þeir nú bandalagi við Héðinn Valdimarsson og kommúnista. Bjarni Snæbjörnsson læknir í Hafnarfirði er einn af aðaleigendum kommúnista- prentsmiðjunnar í Reykjavík. Heildsal- arnir hafa látið það boð út ganga að flokkur þeirra skuli dekra við komm- únista alstaðar,. þar sem hagur sé að þvi fyrir kosningar í vor. Á Norðfirði er samstjórn kommúnista og Sjálf- stæðismanna um öll bæjarmál. í Hafn- arfirði mynda kommúnistar og Sjálf- stæðismenn fast bandalag í verklýðs- málum undir leynilegri yfirstjórn Bjarna Snæbjömssonar. x+y. Sjálfstæðisfl. og skattfrelsið (Framh. af 1. síðu.) „1. Að skora á Alþingi og rík- isstjórn að taka innanlandslán til lúkningar skuldum í Bret- landi. 2. Að gæta fyllstu varfærni i fjármálum, þó tekjur ríkis og einstaklinga kynni að aukast allmikið. 3. Að skora á Alþingi, að ætla mjög ríflegt fjárframlag á fjárlögum 1942, til stofnunar nýbýla í sveit og við sjó, til endurbyggingar sveitabæja, svo og til byggingar- og landnáms- sjóðs og ræktunarsjóðs. Fjárframlög þessi leggist til hliðar að meira eða minna leyti þar til hægt yrði að hefja framkvæmdir. 4. Að skora á Alþingi að láta hefja undirbúningsræktun í stórum stíl í nánd við þorp þau, er góða aðstöðu hafa til slíks. 5. Að hækka jarðræktar- styrkinn samkvæmt vísitölu, er miðist við kaupgjaldshækkun frá 1936. 6. Að Alþingi og ríkisstjórn með aðstoð bankanna, vinni að þv eftir megni, að hlutaskipti komist sem mest á, í sjávarút- veginum, og samvinna aukist um innkaup og sölu á útgerð- arvörum. 7. Að skora á Alþingi, að færa skattheimtur í það horf, tT R BÆNTM Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna heldur fund í Edduhúsi kl. 8% annað kvöld. Fund- urinn átti að haldast í kvöld, en hefir verlð frestað af sérstökum ástæðum. Séra Garðar Svavarsson var settur í embætti sitt með kirkju- legri athöfn, er séra Friðrik Hallgrims- son prófastur framkvæmdi við messu- gerð í Laugarnesskóla á sunnudaginn var. Fiskur hefir lækkað talsvert í verði í bæn- um. Orsök þessarar verðlækkunar er sú, að nú er vetrarvertíð hafin við Faxaflóa og aflabrögð þegar dágóð. Dagsbrúnarkosningarnar. Þrír framboðslistar til stjórnarkosn- inguna, sem í hönd fara innan verka- mannafélagsins Dagsbrún, eru komnir fram. Á lista Alþýðuflokksmanna er í formannssæti Haraldur Guðmundsson, en aðrir á listanum eru Jón S. Jóns- son, Felix Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson og Torfi Þorbjarnarson. Á lista Sjálfstæðismanna og Héðins Valdimarssonar er Héðinn í formanns- sæti, en meðstjóniendur Axel Guð- mundsson, Gísli Guðnason, Kristófer Grímsson og Ólafur Stefánsson. Þriðji listinn er frá kommúnistum. að skattur náist af verðbréf- um og sparifé.“ Jón Pálmason fékk sam- þykktar tillögur um eftirfar- andi mál: „1. Að næsta Alþingi taki á- kvörðun um fullnaðaraðskiln- að við Dani. 2. Að skatta-löggjöfin verði tekin til endurskoðunar á þeim grundvelli, að útsvör og skattar til ríkis verði útreiknað sam- tímis. 3. Að bændur, er fyrir tjóni hafa orðið af völdum mæði- veiki, fái uppeldisstyrk þar til ærtala þeirra er orðin jöfn og áður en veikin kom í ærstofn- inn.“ Þetta var allt það, sem þing- maðurinn hafði fyrir kjósendur sína að leggja. Fundur þessi verður að telj- ast sérstaklega athyglisverður fyrir tvennt: í fyrsta lagi gef- ur hann til kynna, hvað gert yrði í skattfrelsismálum út- gerðarinnar, ef Sjálfstæðis- flokkurinn hefði völdin. í öðru lagi sýnir hann þá furðulegu talindni margra íhaldskjósenda, að þeir taka ekkert mark á staðreyndum, eins og í afurða- sölumálunum, og greiða at- kvæði og kjósa eins og þeim er sagt að gera, enda þótt það stríði gegn hagsmunum þeirra og þjóðarinnar, eins og hér átti sér stað í skatta og afurðasölu- málunum. Ljoð og líf (Framh. af 3. síðu) Bóndinn í áætlun St. J. býr við afbragðs skilyrði, því að ann- ars þyrfti hann meira vinnu- afl til þess að halda bústofni sínum. Slikra skilyrða njóta fá- ir bændur enn, en þeir eiga allir að hljóta þau. Allir, sem trúa á gildi sveitálífsins, vilja vinna að því, að svo megi verða. Það er eitt aðalatriðið í stefnu Framsóknarflokksins. Guðm. Ingi Kristjánsson. Skattamál (Framh. af 3. síðu) notaður til þess að koma af stað algerlega óeðlilegri verð- bólgu í landinu m. a. með hækk- uðu verði á fasteignum, bátum, skipum, jarðeignum og fjöl- mörgum öðrum verðmætum. Frá hvaða sjónarmiði sem horft er verður niðurstaðan ein og hin sama: Það er óumflýjan- leg þjóðarnauðsyn, að sérstak- ur stríðsgróðaskattur sé lagður á stórgróða þann, er einstaka mönnum og félögum hefir fall- ið 1 skaut siðan styrjöldin brauzt út, þó auðvitað þannig, að hæfilegt fé geti safnazt til tryggingar avinnurekstrinum eins og á hefir verið drepið hér að framan. Styrjöldin hefir fært sumum fé í hendur, en valdið öðrum þungum búsifjum, og á þó e. t. v. eftir að valda einstaklingum og stéttum meiri erfiðleikum en enn er fram komið. Hvorki þeir, sem fyrir höpp- unum hafa orðið né hinir, sem tjón hafa beðið, hafa veruleg áhrif getað haft á rás viðburð- anna. Hvað er þá eðlilegra en að þjóðfélagið jafni metin og búi sig undir að geta einnig gert það í náinni framtíð, ef þörfin kynni þá jafnvel að verða enn- þá brýnni? Þá er það skýlaus krafa allra þeirra, sem um framtíðina hugsa, að verulegur hluti sríðs- gróðans verði notaður til þess að standa undir nýjum fram- förum, nýju landnámi, undir eins og tækifærið gefst til þess að hefjast handa í þeim efnum, og að fé verði nú lagt til hliðar i því skyni. Því verður ekki með rökum neitað, að undanfarin ár hafa menn lagt talsvert að sér í skattgreiðslum, þótt eigi hafi verið farið framar í því efni en brýna nauðsyn bar til og rétt mætt var, áður en gripið var til tolla þeirra, sem nú eru í lög- um. Hefir þá ekki sízt undanfarið komið til kasta þeirra, sem hafa haft, sem nú má kalla miðl- ungstekjur, þar sem um stór- gróða var þá vart að ræða. Til þess að halda fjárhag rík- issjóðs í fullkomnu lagi undan- farin erfiðleikaár og til þess að halda uppi sókn í framfara- málum þjóðarinnar, hefir tals- verðra fórna verið krafizt af þessum mönnum. Nú hefir efnahagur þeirra þrengst, en heildarinnar batnað, jafnframt því, sem nýir aðilar eru nú komnir til sögunnar, er breiðari hafa bökin. Væri því að mörgu leyti rétt og sanngjarnt, að skatt- greiðslur þeirra væru lækk- aðar frá þvi sem verið hefir, jafnframt því, sem stríðs- gróðaskatturinn yrði lagður á hæstu tekjurnar. Þá er vafalaust tímabært og eðlilegt, að hækka persónufrá- dráttinn sökum vaxandi dýr- tíðar og þó einkum að gera meiri mun en áður á persónu- frádrætti einhleypra manna og fjölskyldufeðra, og þar með meiri mun á skattgreiðslum þessara manna en áður. Vík ég þar enn að því, sem ég hefi áð- ur drepið á, að aldrei hefir við álagningu skatta nægilegt tillit verið tekið til hins gífurlega munar, sem er á framfærslu- kostnaði einhleyps manns ann- ars vegar og fjölskyldu hins vegar. Bandaríkjamenn . . . (Framh. af 1. síðu.) Bandaríkjunum. Verkamenn höfðu ekki viðurkenndan samningsrétt, þeir höfðu ekkert öryggi, ef atvinnuvegina bar eitthvað af leið af völdum braskmennskunnar; samtrygg- ingar þekktust varla o. s. frv. Roosevelt hefir unnið hvert þrekvirkið eftir annað á sviði þessara mála. Kjör verka- manna og bænda eru nú held- ur ekki sambærileg við það, sem þau voru, þegar hann kom til valda. Atvinnulífið var þá í kaldakoli. Hin frjálsa sam- keppni hafði leitt til hruns á flestum sviðum. Roosevelt lét ríkisvaldið grípa öfluglega í taumana. Batnandi lífskjör al- mennings í Bandaríkjunum eru ávöxturinn af stjórnarstefnu hans. Stefna Hitlers hefir markast af því, að hann hefir svipt al- þýðu lands síns margvíslegum félagslegum réttindum. Hann hefir í raun og veru gert hana að mállausum undirlægjulýð, sem verður að fylgja boðum valdhafanna í einu og öllu. Hann getur að vísu bent á sigr- aða andstæðinga, eins og Frakka og Pólverja, sem á- rangur af stjórnarstarfi sínu. En hvers virði eru þeir sigrar fyrir þýzku þjóðina meðan hún sjálf býr við verri andlegri og efnalegri kjör en áður en Hitler kom til valda? Hitler hefir haldið valdi sínu, vegna þess, að hann hefir not- að öll áróðurstæki í þjónustu sína. Hann hefir ekki aðeins notað útvarpið og blöðin, held- ur einnig lögregluna og herinn. Allir andstöðuflokkar hafa ver- ið bannaðir, öll gagnrýni bönn- uð. Roosevelt hefir haldið valdi sínu, enda þótt "hann hefði meginhluta áróðurstækjanna á móti sér. Andstæðingar hans hafa ráðið yfir 75% af útvarps- stöðvum og blaðakosti Banda- ríkjanna. Þrátt fyrir þetta hef- ir Roosevelt unnið tvennar for- setakosningar síðan 1933. Myndi Hitler hafa getað gert það sama, ef hann hefði búið við sömu aðstæður? í ræðu þeirri, sem Roosevelt flutti, eftir að hafa unnið for- setaeiðinn í þriðja sinn, eru það sennilega -eftirtektarverð- ustu orðin, að Bandaríkjamenn munu ekki standa í stað. Roosevelt væri ekki glæsilegasti og áhrifamesti forvígismaður lýðræðisstefnunnar, ef hann vildi láta allt standa í stað. Hann hefir einmitt sýnt það betur en aðrir samtíðarmenn hans, að lýðræðið má ekki standa í stað; þá væri það raunar ekkert meira en orðin tóm. Lýðræðið er enn á byrjun- arstigi. Efnahagslegt réttlæti eru ekki síður grundvallarskil- yrði þess heldur en almennur kosningaréttur. Roosevelt hefir með ýmsum afskiptum þess op- inbera sýnt, að framtíðarstefn- an beinist að því, að tryggja lýðræðinu þetta grúndvallar- skilyrði til fulls. Sigurvonir lýðræðisins byggjast ekki sízt á því, að menn trúi því og treysti, að það eigi eftir að fullkomnast. Sú trú styrkist vissulega við það, að maður eins og Roose- velt, er valdamesti leiðtogi lýð- ræðisstefnunnar. Þmg Skarphéðins (Framh. af 1. síðu.) kveðið var að hefjast nú þegar handa um að koma upp nýj- um íþróttavelli fyrir samband- ið, og var kosin þriggja manna nefnd, er vinni að undirbún- ingi málsins fyrir næsta þing. Þá var skorað á Alþingi að nema burt úr lögum heimild handa hreppsnefndum, til að leggja skatt á skemmtisam- komur ungmennafélaga, og annarra menningarféalaga. Tekjur og gjöld sambandsins eru á þessu ári áætlað- ar kr. 3400.00. Meðal helztu gjalda. má nefna: 106 Robert C. Oliver: mig múhameðstrúarmanni? Lucy greip höndunum fyrir andlitið af viðbjóð og skelfingu. — Þetta er hræðilegt, stundi hún. — .Hvað er að? spurði Cabera. Þetta er ekki svo hættulegt. Eg hugsa þvert á móti, að það verði skemmtilegt .... Lucy datt Bob í hug — og veik von lifnaði í brjósti hennar. — Ef til vill er réttara að hafa gætur á yður, muldraði Cabera. Stúlkur, sem taka þessu þannig, eru vísar til að stökkva niður í ginin á hákörlunum. Við munum líta eftir yður. — Hann greip um úlnliðinn á' henni, til að sýna, að honum væri þetta alvara, og hálfdró hana með sér, þar til þau stóðu utan við dyrnar á snotrum klefa. — Hér getið þér lagað yður til, sagði hann. Bráðum eigið þér að koma og tala við foringjann, og þá verðið þér að líta vel út. Þér þurfið ekkert að óttast. Það er ekki Mustapha — það er . foringi okkar — skipseigandinn. Hann er einn af ríkustu mönnum heimsins. — Og hann hefir grætt auð sinn á .. ? Lucy var svo skelfd. að hún gat varla haft taum á tungusinni.Cabera hnykl- aði brýrnar. — Gætið að hvað þér segið! Við get- um látið okkur líða vel og verið ánægð, og við óskum helzt að svo sé. En þrátt Æfintýri blaðamannsins 107 fyrir það þolum við ekki þrjózku og mótþróa. Munið það framvegis. — Lucy sá, að hér var engin önnur leið en að gera eins og Cabera skipaði. Harin fékk henni mjög snyrtilegan klæðnað og skipaði henni að fara úr hinum ósjálega búningi, sem hún var enn í, frá þvi hún hafði verið tekin á hinum misheppnaða leiðangri sínum í undírheima Lundúna. Hann var nú sýnilega mjög tortrygg- inn, því að hann fór ekki út úr kleí- anum meðan hún hafði fataskipti, og lagaði hár sitt og andlit. Lucy leið hræðilega,- Hendur hennar skulfu, og hún gat varla haldið á fötun- um, sem hún var að kls^ða sig í. Hana svimaði og varð að styðja sig til að verj- ast falli. Hversvegna hafði hún ráðizt í þetta? Ó — ef hún hefði aðeins hlýtt þeirri innrí aðvörun, sem svo oft hafði gert vart við sig í hjarta hennar. En hún hafði leikið sér að eldinum — og nú var hún að brenna. — Komið þér nú, ungfrú, sagði Ca- bera, þegar hún var tilbúin. Þér lítið prýðilega út. Komið þér nú með mér óg ég ætla að kynna yður fyrir for- ingjanum. Þegar þau komu inn í salinn var glaðværðin þar í algleymingi. Það var —-——-GAMLA BÍÓ--------- VIÐ HITTIJMST SfÐAR Skemmtileg og hrifandi fögur amerísk kvikmynd frá RKO Radio Pictures. : )WÍ»ö-,v - Aðalhlutverkin leika hin- ir vinsælu leikarar: IRENE DUNNE og CHARLES BOYER. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ———NÝJA BÍÓ----------- Það fljúga fleiri en englar. (Only Angels Have Wings) Amerísk stórmynd frá Columbia Film. Aðalhlutv. leika: GARY GRANT, JEAN ARTHUR, RITA HAYWORTH Og RICH. BARTHELMESS. Aukamynd: Fox Movitone News. (Stríðsf réttamynd). Sýnd kl. 7 og 9. r .... 1 UTSALA Útsala á íslenzkum ullarsokkum karla stendur yfir þessa j viku. Veruleg verðlækkun ef keypt eru minnst 3 pör í einu. — Fjölbreytt úrval — Gefjnn - iðnun Aðalstræti GÓD BÚJÖRÐ TIL SÖLU Jörðin Bjargarstaðir í Miðfirði fæst til kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum. Jörðin er vel fallin til sauðfjárræktar, kjammikið beitiland og heygæði. Skilyrði til silungsveiða ágæt. Byggingar meðal annars íbúðarhús úr timbri járnvarið, rúmgott og í góðu ástandi, peningshús yfir 6 nautgripi, 25 hross og 180 sauðfjár. Við fjárhús er nýbyggð heyhlaða úr steinsteypu með járnþaki, 12Váx5x4'/2 m. Við fjós steinsteypt súrheyshlaða og torfhlaða, báðar með járnþaki. Nánari upplýsingar gefur BENEDIKT H. LÍNDAL, Símstöð: Efri-Núpur. För Oðlns til Eyja (Framh. af 3. síðu) meira en bein skylda bar til 1 því máli, sem hér ræðir um. Til þess að taka af öll tví- mæli í þessu efni leyfi ég mér að tilfæra eftirfarandi ákvæði úr 9. gr. póstlaganna frá 12. febrúar 1940: „e. Útgerðarmenn, skipstjór- ar og afgreiðslumenn skipa, er sigla úr íslenzkri höfn eða milli íslenzkra hafna og eigi eru í áætlunarferðum (reglubundn- um flutningaferðum), skulu skýra pósthúsinu á höfnum þeim, er skip hefir viðkomu á, frá ferð þess, hvaða dag og stund Jþað ætli að halda burtu, og skal taka póst til flutnings, ef þess er óskað. Hafi hlutað- eigandi pósthús krafizt þess, að póstflutningur verði fluttur með skipinu, má það ekki fara fyrir þann tíma, sem ákveðinn hefir verið, nema póstflutning- urinn sé áður kominn á skip.” Eg skal játa það, að oft kann ferðum varðskipanna að vera svo háttað, að nokkur vafi geti leikið á því, hvort rétt sé að tilkynna pósthúsum um ferðir þeirra, enda er varðskipunum stjórnað eftir sérstökum laga- fyrirmælum. Eg skil, að svo geti staðið á, að forstjóri Skipaút- gerðarinnar geti enga vitneskju látið pósthúsinu I té um ferðir varðskipa. En i umrætt skipti veik öðru máli við, svo sem hann sjálfur lætur getið í frá- sögn sinni í nefndu tbl. Tíma- ans. Þá þykir mér maklegt að láta þess getið, að póststofan á minni sakir á hendur forstjóra Skipaútgerðar ríkisins í þessu efni, en margra annarra út- Til íþróttamála kr. 700.00. Þá er og veittur nokkur styrkur til héraðsbókasafns Suðurlands, til söngnámskeiða og til leiðbeininga í leikstarf- semi meðal ungmennafélaga á sambandssvæðinu. í tilefni af því, að Aðalsteinn Sigmundsson kennari hefir nú látið af ritstjórn Skinfaxa, samþykkti þingið þetta: „Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins 1941, flytur Aðal- steini Sigmundssyni kennara alúðar þakkir fyrir 11 ára á- gæta ritstjórn tímaritsins Skinfaxa. Einnig þakkar það honum önnur störf, unnin í þágu ungmennafélaga.” Stjórn sambandsins skipa nú þeir: Sigurður Greipsson í Haukadal, Sigurjón Sigurðsson í Raftholti og Emil Ásgeirsson í Gröf. gerðar- og umráðamanna skipa, sem héðan sigla. í sambandi við framanritað vil ég að lokum drepa á, til at- hugunar fyrir útgerðarmenn og umráðamenn skipa, að það er harla óþægilegt, og hefir oft valdið óþægindum, að ekki liggi fyrir á skrifstofum þeirra ábyggilegar upplýsingar um ferðir skipa Forstjórarnir eru oft svo önnum kafnir, jafnvel utan húss, að þaö getur kostað ærna fyrirhöfn að ná tali af þeim í tæka tíð. Allt það um ferðir skipa, sem almenning varðar, ætti að vera hægt að fá upplýsingar um á skrifstof- unum og slíkum upplýsingum skrifstofanna ætti að mega treysta eins örugglega og þær væru meðteknar af vörum sjálfs yfirmannsins. S. Baldvinsson. Þar sem ritstjóri Tímans hef- ir sýnt mér þá góðvild, að sýna mér ofanritaða grein, leyfi ég mér að biðja blaðið fyrir eftir- farandi athugasemd: Því hefir aldrei verið haldið fram, að póststofan hér hafi brugðizt skyldu sinni I sambandi við margumtala ferð Óðins til Eyja 10. þ. m., heldur hefir þvi verið mótmælt, að póststofan hafi spurt mig um ferðina eftir að hún var ákveðin. Það var ekki af gleymsku, að póststof- an var ekki látin vita um ferð- ina, heldur miklu fremur vegna þess, að mér datt ekki í hug, að póststofan óskaði að senda póst- inn með Óðni, þar sem vitað var um ferð Laxfoss einum degi síðar. Bæði er það, að mikið ver hlaut að fara um póstinn í, Óðni, þar sem hann hefir ekk- ert rúm fyrir slíkan flutning og svo var ferð Óðins margfalt ótryggari en Laxfoss. Óðinn gat auðveldlega hitt landhelgis- brjót, eða lent í að hjálpa bát- um og hefði þá pósturinn, ef * hann hefði verið með Óðni, misst af ferð Laxfoss og ekki komizt til Eyja fyrr en með miðvikudagsferð Laxfoss 15. þ. m. Það hefir oft komið fyrir, að varðskipin hafa taflzt af ofan- rituðum ástæðum, enda þótt þau hafi átt að fara ákveðnar ferðir og gat það því alveg eins átt sér stað í þetta skipti. í grein póstmeistara segir, að póststofan hafi spurt skrif- stofu skipaútgerðarinnar um ferðina. Það hefði þó mátt ætla, að póststofan væri orðin svo kunnug þessum málum, að hún vissi, að skrifstofa skipaút- gerðarinnar veit aldrei neitt um ferðir varðskipanna, nema þegar þær eru auglýstar opin- berlega. Pálmi Loftsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.