Tíminn - 30.01.1941, Qupperneq 2

Tíminn - 30.01.1941, Qupperneq 2
46 TÍMIM, fimmtinlagiim 30» janúar 1941 12. blað Viðskipta- og gjaldeyrismálin 1940 Ræða Eysteins Jónssonar víðskíptamálaráðherra ilutt í útvarpið 28. janúar ‘gíminn Fimtudaginn 30. jan. Dökkví og heíðríkja yiír landínu Miklar stillur og bjartviðri hafa verið hér á landi undan- farið. En einmitt þá ber mest á þungu, dökku reykskýi yfir höfuðstaðnum. Hægur norðan- andvari bar þennan dökka kolamökk suður yfir Skerja- fjörð og Álftanes suma dagana. Með stuttu millibili strönduðu tvö útlend skip í nánd við höf- uðstaðinn. Þeir, sem áttu að stýra skipunum, villtust í þess- um dökkva, og sigldu skipun- um í strand. Annað skipið var með mörg þúsund smálestir af björg handa Finnlendingum. Mest af því verðmæti eyðilagð- ist. En utan við þennan dökkva, sem þéttbýlið og hin svokall- aða menning skapa, er loftið yfir íslandi hreint og tært, meira að segja tærara en í flestum löndum, þar sem ís- lendingar hafa kynni. Þannig hefir ísland verið frá land- námsöld. íslenzka þjóðin hefir lengst af andað að sér hreinu og tæru lofti. í meir en hundrað ár hefir fólkið í hinum dreifðu bygðum á íslandi barizt fyrir því, að ís- land yrði frjálst að nýju. í hinni löngu og þrálátu baráttu frá 1830 til 1874, var fólkið í bygðum landsins hinn óhvik- uli liðskostur í frelsisbarátt- unni. Sama varð reynslan í hinni þrálátu sókn frá 1881 til 1904. Og þegar mest reyndi á, sumarið 1908, hvort ísland ætti að viðurkenna veru sína í Danaveldi eða ekki, þá sagði fólkið, sem bjó við hreina loft- ið, nei og aftur nei. — Kjós- endum var svo mikil alvara, að þeir felldu hvern þingskörung- inn af öðrum í þeim kosning- um, af því dökkvinn frá Kaup- mannahöfn hafði í bili lagzt yfir sál þeirra. Þá féll Lárus H. Bjarnason í goðorði sínu á Snæfellsnesi, Jón Jensson yfir- dómari í Dölum, Guðjón á Ljúfustöðum á Ströndum, Þór- arinn á Hjaltabakka í Húna- vatnssýslu, Stefán, síðar skólameistari, i Skagafirði, Magnús Kristjánsson á Ak- ureyri, Steingrímur Jónsson sýslumaður í Norður-Þingeyj - arsýslu, og dr. Valtýr Guð- mundsson á Seyðisfirði. Með hinu mikla átaki 1908, vandi íslenzka þjóðin Dani við þá hugsun, að hún vildi vera al- gerlega frjáls og sjálfstæð þjóð. Víða út um land hafa verið haldnir almennir fundir, þar sem rætt hefir verið um frels- ismálið. Víða hafa á þessum fundum komið fram gráhærðir og veðurbitnir landvarnarmenn frá 1908, og krafizt þess, að landið yrði nú í ár gert að lýð- veldi. í meir en 30 ár hefir eng- inn dökkvi fallið yfir sál þess- ara manna. í einni afskekkt- ustu byggð landsins, Selvogin- um, var nýlega almennur bændafundur. Þar voru allir fundarmenn einhuga um að endurheimta fullt frelsi í ár. Fundur Framsóknarmanna á Þingborg í Árnessýslu sam- þykkti í einu hljóði þjóðveldis- stofnun nú i ár og að fella sam- bandsmerkið úr fána lands- ins. Sama virðist niðurstaðan hafa verið á afarfjölmennum fundi á Sauðárkróki. Á Akur- eyri hefir alger skilnaður verið samþykktur, bæði í Framsókn- arfélaginu og stúdentafélaginu, Á fundum í Suður- og Norður- Þingeyjarsýslu hafa fundar- menn einróma hallast að skiln- aði. Sama er að segja um hinn mikla fund allra lýðræðisflokk- anna á Eiðum, skömmu fyrir jól. Sjálfstæðismenn á Akranesi og Framsóknarmenn í Reykja- vík hafa lýst sig samþykka skilnaði nú í ár. Það virðist engin breyting á þjóðinni frá fyrri tímum. Menn ganga nú með karlmannskj arki og þreki að ströngu starfi. Menn finna, að nú þegar hin- ar voldugu engilsaxnesku þjóðir fórna öllu, sem mönnum er dýr- mæast hér á jörð, til varnar Horfur framan af árfnu. Á síðastliðnu ári hafa gerzt stærri og þýðingarmeiri tíð- indi í viðskiptamálum þjóðar- innar en nokkru sinni áður um mörg ár að minnsta kosti. Yrði langt mál ef rekja ætti nákvæmlega allar breytingar, sem orðið hafa í þeim efnum á árinu. Verður því að stikla á stóru og gefa yfirlit um aðal- viðburði og helztu niðurstöður. Sjaldan mun hafa ríkt meiri óvissa um afkomu þjóðarinnar en um næstsíðustu áramót. Af völdum ófriðarins höfðu þá lokast viðskiptaleiðir til Þýzka- lands og þar af leiðandi ríkti fullkomin óvissa um sölu þeirra afurða, er þangað höfðu selst áður. Ennfremur vofði yfir, að fleiri lönd á meginlandi Ev- rópu drægjust inn í styrjöld- ina, og álitu menn að ef svo færi, myndum við ekki geta haldið uppi viðskiptum við þau meðan stríðið stæði. í aprílmánuði síðastliðnum réðust Þjóðverjar inn í Dan- mörku og Noreg, og þar með lokuðust, að minnsta kosti fram til þessa dags, viðskiptaleiðir til Norðurlandanna allra, þótt eigi sé vonlaust um að nokkur viðskipti við Svíþjóð geti átt sér stað. Litlu síðar barst ófrið- urinn til Hollands og Belgíu og fór þá á sömu leið um viðskipti okkar við þau lönd, sem undan- farin ár hafa verið vaxandi. Þegar svo var komið, voru lok- aðir fyrir ókkur markaðir, sem höfðu tekið á móti ríflega helmingi allra útflutningsvara landsmanna árið 1938. Jafnframt því, sem óvissa ríkti um útflutningsverzlunina, urðu vöruinnkaup að færast meira og meira vestur um haf, vegna örðugleika á því, að fá vörur annars staðar. Áttu menn við margháttaða örðugleika að stríða framan af ári, þegar af- greiðsla vara frá öllum þeim löndum á meginlandi Evrópu, sem áður voru talin, stöðvaðist fyrirvaralaust með öllu. — Hér við bættist að vörusala ti-1 mætast hér á jörð til varnar frelsinu, er, vegna viðburðanna frelsinu, er, vegna atburðanna í heiminum, ekki hugsanlegt að hika. Konungur landsins og ut- anríkisstjórn Dana er á valdi framandi herþjóðar. íslenzka þjóðin er eins og skip, sem bersfc um hafið með brotið stýri. Hver dugandi skipshöfn telur skyldu sína að bjargast, jafn- vel með laskað skip. Réttur sjálfsbjargarinnar er sterkur. Hann er ofar öllum erfðavenj- um og vanefndum nauðungar- samningum. Þess vegna bein- ist lífsorka íslendinga nú að því, að bæta hið brotna skip, meðan tími er til. Eftir nokkra daga koma hingað fjölmargir fulltrúar Framsóknarflokksins úr hinum breiðu byggðum. Allt bendir til, að þetta flokksþing verði merkilegt, bæði að mannfjölda og mannvali. Menn búast við, að sú samkoma muni fá úrslita- áhrif á frelsismál þjóðarinnar. Enginn, sem til þekkir, gerir ráð fyrir, að dökkvinn yfir Reykja- vík muni villa þeim mönnum sýn, svo að þeir nái ekki að rata í rétta höfn. S j álfstæSisf lokkurinn hefir kröfuna um algerðan skilnað íslands og Danmerkur efst á stefnuskrá sinni. Auk þess valdi flokkurinn sér heiti til að tákna einlægni sína og alvöru í skiln- aðarmálinu. Alþýðuflokkurinn lét fulltrúa sinn á Alþingi 1928 og 1937 binda flokkinn við al- gerðan skilnað og afnám kon- ungdómsins. Auk þess skuldbatt þing Ailþýðumanna flokkinn nú í vetur við að fylgja lýð- veldisstofnun. Þegar fulltrúar Framsóknar- manna koma á flokksþingið úr heiðríkju byggðanna, munu þeir flytja inn undir hin dökku ský höfuðstaðarins, einhuga kröfu um að íslenzka þjóðin endurreisi þjóðveldi gullaldar- •innar nú á þessu ári. J. J. Bandaríkjanna var svo lítil, að fljótt fór að bera á vöntun á dollurum til greiðslu á vörum þaðan. Varð að grípa til þess úrræðis að hefja notkun við- skiptalánsheimildar þeirrar, sem tryggð hafði verið vestra seint á árinu 1939, og kaupa þannig í skuld talsverðan hluta af innflutningi þeim, er frá Ameríku kom. Á þessu tímabili var aðeins tvennt til uppörvunar: ísfisk- urinn seldist dágóðu verði, þótt eigi væri það eins hátt og síðar varð, og þorskalýsi seldist mjög góðu verði vestur um haf og greiddist í frjálsum gjaldeyri, þótt það, ásamt öðrum gjald- eyristekjum, hrykki ekki til greiðslu innflutnings að vest- an, sem um þessar mundir fór mjög vaxandi. Þannig stóðu þessi mál allt fram 'í júnímánuð. Var þá enn allt í óvissu um sölu síldaraf- urða og landbúnaðarafurða, og um miðjan þann mánuð voru skuldir bankanna erlendis, að viðbættum þeim hluta af ame- ríska viðskiptaláninu, sem not- aður hafði verið, nokkru meiri en þær höfðu verið árið áður á sama tíma. — Jafnframt er þó rétt að geta þess, að þegar hér var komið. sögu, var svo að segj a öll innflutningsverzlun landsins orðin byggð á stað- greiðslu í stað lánsverzlunar, sem algengast var fyrir ófrið- inn, og stöfuðu gjaldeyrisskuld- ir bankanna fremur af því en hinu, að verzlunarjöfnuður væri óhagstæður. — Það rask- ar aftur á móti ekki því, að í júnímánuði síðastliðnum voru gjaldeyrisástæður bankanna sjálfra sízt betri en á sama tíma árið 1939 og allt í óvissu um framtíðina. Framan af árinu fóru fram samningaumleitanir milli ís- lands og Bretlands um við- skiptamál. — Seint í júnímán- uði fékkst nokkurnveginn úr því skorið, að Bretar myndu kaupa 25 þús. smál. af hvoru um sig, síldarlýsi og síldarmjöli. Um sömu mundir fékkst vil- yrði Breta fyrir því, að unnt myndi að fá keypta í Bretiandi dollara fyrir sterlingspund okk- ar þar í landi, eftir samkomu- lagi f hvert sinn, til greiðslu á brýnum nauðsynjavörum frá Ameríku. Jafnfrámt varð að samkomu- lagi, að við skyldum fá dollara keypta við því verði, sem skráð væri í London í hlutfalli við sterlingspund, og var það mun hagstæðara fyrir íslendinga en gengi það, sem gilti þá á hin- um svokallaða frjálsa gjald- eyrismarkaði. Um þetta leyti hófust yfir- færslur á sterlingspundum hingað til greiðslu kostnaðar í sambandi við dvöl brezka setu- liðsins. Þegar kom fram í júlímánuð, fór verð á ísfiski stórum hækk- andi, og hélt áfram að hækka í ágúst, og hélzt mjög hátt, miklu hærra en framan af ár- inu, allt til áramóta. Það er ljóst af því, sem hér hefir verið rakið, að fram á mitt síðasta ár voru hér talsverðir örðugleikar um yfirfærslur, þó alveg sérstaklega á yfirfærslum í frjálsum gjaldeyri, sem raun- ar eiga sér enn stað, og alger óvissa ríkti um liina nánustu framtíð. Um og eftir mitt sum- ar gerbreytist hins vegar við- horfið eins og greinilega mun koma fram af þeim upplýsing- um, sem gefnar verða hér á eftir. V er zlunar j öf nnður- Ixm. Á síðastliðnu ári hafa venju- legar mánaðarskýrslur hag- stofunnar um út- og innflutn- ing ekki verið birtar. Var það ráð tekið í byrjun ófriðarins og gerðu svo margar aðrar þjóðir þá. Hins vegar þykir ekki leng- ur ástæða til þess að halda þessum tölum leyndum og mun það ekki verða gert framvegis. Mun ég gefa hér upplýsingar um út- og innflutninginn á síðastliðnu ári. Útflutningur ársins 1940 nam 132.908 miljónum króna. Inn- flutningurinn hefir hins vegar numið 72.317 milj. króna. Verzl- unarjöfnuðurinn hefir því orð- ið hagstæður um 60.691.000 kr. Nú ættu menn að fara var- lega í ályktunum um það, að hinn hagstæði verzlunarjöfn- uður ársins sé einhlítur mæli- kvarði á afkomu þjóðarinnar á síðasta ári. Veldur þvi hvort- tveggja, að vegna veröbólgunn- ar, sem orðin er af völdum styrjaldarinnar, hafa tölurnar ekki sama raunverulegt gildi og verið hefir, og þó einkum hitt, sem er á almanna vitorði, að hinn hagstæði verzlunarjöfn- uður á að verulegu leyti rót sína að rekja til þess, að byggingar og önnur. nýsköpun í landinu, hefir svo að segja engin orðið s. 1. ár. Það er afaráríðandi, að menn geri sér þetta ljóst og þá um leið hitt, sem oft hefir verið leidd athygli að á síðasta ári, að á okkur hvílir sú skylda, að fjármagn það, sem safnazt á meðan framkvæmdum er ekki sinnt, verði ekki eyðslueyrir, heldur verði því varið til greiðslu skulda og til nauð- synlegra framkvæmda fyrr eða síðar, eftir því hvernær tæki- færi gefast, til þess að ráðast í nýjar framkvæmdir. Hagstofan hefir, samkvæmt beiðni minni, samið lauslegt yf- irlit um það, hve mikill hluti hins hagstæða verzlunarjafnað- ar muni eiga rót sína að rekja til þess, að vörumagn innflutn- ingsins hefir minnkað á síðast- liðnu ári. Hefir verið reiknað, og áætlað, hvað vörumagn það, sem inn var flutt árið 1939 myndi hafa kostað miðað við innflutningsverð 1940. Eða með öðrum orðum, hve innflutning- urinn hefði orðið hár að krónu- tali, ef jafnmikið hefði verið flutt inn síðastliðið ár og árið næsta á undan. Áætlar hagstof- an, að þá hefði innflutningur- inn árið 1940 orðið um 100.700,- 00 eða um 28,400 milj. kr. hærri en hann varð. Á þá sá hluti af hinum hag- stæða verzlunarjöfnuði s. 1. árs rót sína að rekja til þess, að innflutningsmagnið hefir á s.l. ári verið minna en árið 1939, og stafar það að verulegu leyti af minnkuðum framkvæmdum í landinu, og að því leyti sem því er til að dreifa sýnir hinn hag- stæði verzlunarjöfnuður alls ekki jafn mikinn ávinning frá því, sem verið hefir undanfar- in ár og í fljótu bragði virðist. Sést hér greinilega, að fleira verður að taka til athugunar þegar afkoma þjóðarinpar er metin en verzlunarjöfnuðinn, þótt hagstæður verzlunarjöfnuð- uður sé undirstaða hagstæðs greiðsluj afnaðar og því annað þýðingarmesta atriðið í því sam- bandi. Gildir um þetta enn hið sama og undanfarin ár, þótt nú horfi að öðru leyti allt öðru vísi við en verið hefir. Undanfarin ár hefir afkoma þjóðarinnar jafnan verið mikl- um mun betri en verzlunarjöfn- uðurinn gaf tilefni til þess að álíta, og það vegna þeirra stór- kostlegu upphæða, sem lagðar hafa verið á þessum árum í inn- flutning hverskonar varanlegra véla og efnivara til nýrra arð- berandi fyrirtækja. Nú er hin raunverulega afkoma hinsvegar lakari en verzlunarjöfnuðurinn bendir til vegna þess, að inn- flutningur varanlegra verðmæta hefir sáralítill verið s. 1. ár. Þó ber þess að geta sérstak- lega, að ekki er öll lækkunin á innflutningsmagninu þannig til komin, að hún bendi til þess, að minna hafi. verið lagt í varanleg verðmæti en áður. Innflutnings- lækkunin kemur einnig fram á vörutegundum, sem notkun hef- ir minnkað á vegna breyttra framleiðsluhátta, og vörum sem notaðar eru til neyzlu jafnóðum og inn eru fluttar, og hefir þá orðið annaðhvort, að neyzla landsmanna hefir minnkað eða þó öllu heldur hitt, að innlendar vörur hafa verið notaðar í stað hinna erlendu, og er það í sjálfu sér heilbrigt, ekki sízt eins og nú stendur á um flutningsmögu- leika og flutningsgjöld. — Vík ég nánar að þessu efni síðar. Útflutninguriim. Eins og áður segir, nam út- flutningurinn 1940 alls rúmlega 132 millj. króna. Breytingar hafa orðið mjög verulegar á einstök- um liðum útflutningsins. Þannig nemur ísfiskútflutningurinn nú á milli 40—50% af öllum út- flutningnum, en saltfiskurinn er að magni til verulegum mun minna fluttur út nú en undan- farin ár. Annars á hækkun útflutnings- ins að mestu leyti rót sína að rekja til hækkaðs verðs á ísfiski og verður ekki sagt að verðlag á öðrum útfluningsvörum hafi verið sérlega hagstætt, miðað við verðlagsbreytingar yfirleitt, nema þá verð á þorskalýsi. Verð- lag á landbúnaðarafurðum þeim, sem þegar hafa verið fluttar út, hefir verið óhagstætt eftir því, sem enn er framkomið, en mun þó eiga eftir að hækka, en engin veit enn hvert hið endanlega verðlag verður. Birgðir af útflutningsvörum eru talsvert meiri í landinu nú en þær voru um síðustu áramót, einkum af síldarolíu, gærum, síld og ull, en miklu minni af saltfiski. Innflutningurmn. Mörgum mun leika hugur á að vita í hverju sú lækkun ligg- ur á magni innflutningsins, sem áður hefir verið drepið á, og er fróðlegt að gera sér grein fyrir þessu í sambandi við þær um- ræður, sem átt hafa sér stað undanfarið um vöruinnflutning- inn og viðskiptaniðurstöðuna 1940. Langsamlega mest lækkun hefir orðið á innflutningi timb- urs og sements og annara bygg- ingarvara, ennfremur véla- og flutningatækja. Stafar þetta fyrst af því, að byggingar hafa legið niðri á s. 1. ári og fram- kvæmdir, sem erlent efni hefir þurft til, yfirleitt verið sára- litlar. Einnig munu nokkrir örð- ugleikar hafa verið á því að fá byggingarefni afgreitt í við- skiptalöndum okkar, en aðal- ástæðan er sú, sem fyrr greinir. Geta menn gert sér í hugar- lund hver áhrif þetta hefir á innflutninginn og verzlunar- jöfnuðinn.þegar þess er gætt, að undanfarin ár hafa slíkar vörur verið allt að því fjórði hluti alls innflutningsins. Þá hefir innflutningur á salti minnkað gífurlega að magni til, og á það rætur sínar að rekja til breyttra framleiðsluhátta. Inn- flutningur á tilbúnum áburði hefir minnkað um meira en helming, og eru ástæður þær,að viðskiptasamböndin við Noreg slitnuðu á árinu og ókleift var að fá hinar réttu tegundir ann- ars staðar, vegna þess hve fyrir vari var lítill, og jafnframt verðhækkun á áburði, sem leiddi til minni eftirspurnar hér heima. Þá hefir kornvöruinn- flutningur lækkað töluvert mik- ið og stafar það að nokkru leyti af skömmtunarfyrirkomulaginu, en þó einkum af því, að alveg var hætt að flytja inn korn- vörur til fóðurbætis. Hins vegar hefir innflutningur þeirra vara, sem innflutnings- höftunum hefir aðallega verið beint gegn undanfarin ár, lítt eða ekki lækkað, og sumra þeirra aukizt nokkuð að magni eins og t. d. innflutningur vefn- aðarvara. Meginhluti innflutningslækk- unarinnar á þannig rætur sín- ar að rekja til kyrrstöðu í framkvæmdum og breyttra framleiðsluhátta. Hitt er þó kunnugt, að innflutningur nokkurra néyzluvörutegunda og áhalda og þess konar vara, hefir verið minni s. 1. ár en orðið hefði, ef innflytj endur hefðu getað fullnægt eftirspurn eftir öllum slíkum vörum hér heima. Hefir þar mestu um valdið, hve örðugt hefir reynzt að fá þessar vörur í viðskipta- löndunum jafn ört og þurft hefir og leyft hefir verið að flytja þær inn. Geta menn og getið sér þess til, hver áhrif það hefir haft á þessi mál, að við- skiptalönd okkar hafa fyrir- varalaust dregizt inn í styrjöld- ina á s. 1. ári hvert af öðru og þar með hafa allar innkaups- ráðstafanir, sem búið var að gera 1 þessum löndum, orðið gagnslausar. Þrátt fyrir mikla fjárhags- örðugleiká og óvíst útlit fram- an af árinu, hefir ríkisstjórnin ætíð síðan stríðið hófst, verið þess mjög hvetjandi, að inn- flytjendur öfluðu birgða af brýnustu nauðsynjum, og reynt að greiða fyrir því eftir megni, að vörurnar fengjust erlendis og flutningur á þeim hingað heim. Á síðasta ári hefir innflutn- ingshömlunum verið beitt þannig, að þau hafa ekki veru- leg áhrif á innflutninginn frá Bretlandi, og þá ekki nema á miður þörfum vörum, enda meginhluti innflutningsins frá Bretlandi gefin frjáls hverjum, sem var, á síðastliðnu sumri. — Hins vegar hefir orðið að halda talsvert öðruvísi á um innflutn- ing frá Ameríku1 vegna skorts á dollurum og frjálssm gjald- eyri. Vörubirgðir og birgðasöfnun. í sambandi við innflutning- inn og aðdrætti nauðsynja er þá loks að geta birgða af að- fluttum vörum í landinu nú um áramótin. Það er miklum örðugleikum bundið að fá glöggt yfirlit um birgðirnar. Þó má það takast um nokkrar aðalvörutegund- irnar og skal þess hér getið, sem kunnugt er um þau mál. Birgð- ir af kornvörum voru um ára- mótin: 1940/1941 um 3392 smálestir, en 1939/1940 um 3482 — Birgðir af sykri voru 1924 smál. 1940/41, en 1939/1940 1094 smál. Kaffibirgðir 309 smál. 1940/41 en 227 smál. 1939/40. Kolabirgðir í 8 kaupstöðum 34.600 smál. 1939/40, en 50.200 1940/41. Alls á landinu voru kolabirgðirnar um siðustu ára- mót 61.200 smáletir. Birgðir af olíu og benzíni voru nú um þessi áramót 3370 smál. en í fyrra 9635 smál. En þess ber að geta, að nokkr- um dögum eftir áramót, kom til olíufélaganna skip með 8 þús. smál. af olíu og benzíni. Birgðir af þessum aðal-vörutegundum eru því nú í dag ýmist svipaðar eða talsvert meiri en um síðustu áramót, enda þótt æskilegt væri að meiri vörubirgðir væru fyr- irliggjandi til öryggis. Talsvert hefir verið um það rætt, að æskilegt væri að birgð- ir söfnuðust af nauðsynjavör- um í landinu. Hefði það óneit- anlega verið heppilegt, þar sem útlit er fyrir að verðlag fari ekki lækkandi í bráð og að stríðið haldi áfram. Hins vegar hafa flutningaörðugleikar á þungavörum sett sínar tak- markanir fyrir birgðasöfnun og einnig hefir takmarkað geymslurúm komið í veg fyrir að unnt væri að auka birgðir af olíu og benzíni t. d., sem hefði þó verið hin mesta nauðsyn. Sjálfsagt hefir það einnig sín áhrif á þessi mál, að því fylgir ávallt nokkur áhætta að liggja með miklar birgðir og ekki verulegar líkur til þess að ein- stakir menn liggi með meirl vörubirgðir en þeir telja þörf á, til þess að fullnægja þörfum viðskiptamanna sinna fram að að næstu skipaferðum, meðan menn reikna með reglubundn- um aðflutningum. Það er einnig áreiðanlegt, að sá kurr, sem verið hefir undan- farið yfir verðlagi á kolum sums staðar á landinu, hefir ekki örfað innflytjendur til þess að leggja sig fram um söfnun birgða. Lítur út fyrir, að sum- um mönnum .gangi iila að átta sig á því, að það er alveg ó- mögulegt að gera hvorttveggja í enn: Safna miklum birgðum til öryggis, en breyta þrátt fyr- ir það verðlagi vörunnar ætíð til samræmis við augnabliks verðsveiflur, sem kunna að eiga sér stað. Bankarnir. Eins og af því má ráða, sem þegar er greint, 'hefir aðstað bankanna bæði út á við og inn á

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.