Tíminn - 30.01.1941, Síða 3

Tíminn - 30.01.1941, Síða 3
12. blað TtMKVN, fimmtuclaginn 30. jamiar 1941 47 Viðskipta- og gjaldeyrísmálín 1940 við tekið afar miklum breyting- um á árinu. Um áramótin 1939—40 voru skuldir þeirra við útlönd um 14,5 millj. kr. fyrir utan föst lán, þar með taldar skuldir á „clearing“ reikningum Nú um áramótin námu inni- eignir bankanna hins vegar um 54 milj. kr. að frádregnum skuldum þeirra sjálfra, og að frádregnum þeim hluta af am- eríska viðskiptaláninu, sem not- aður hefir verið. Hafa orðið enn meiri breyt- ingar á afstöðu bankanna út á við en verzlunarjöfnuðurinn gef- ur tilefni til og stafar það auð- vitað af þvi að talsvert mikið fjármagn hefir verið flutt inn í landið til þess að greiða kostn- að brezka setuliðsins. Innlög í bankana voru talin samtals 76,6 milj, króna í nóv- emberlok 1939, en í nóvemberlok nú ca. 128,5 milj. kr. Innlagt fé hefir vaxið á árinu um 52 milj. króna. Útlán bankanna námu um 105 milj. kr. í nóvemberlok 1939, en um 111 kilj. kr. í nóvemberlok 1940, og hafa því aukizt um 6 miljónir króna á sama tíma sem innlögin hafa aukizt um 52 milj. eins og áður er sagt. Þannig hafa bankarnir gert sér far um að auka sem allra minnst útlánin þrátt fyrir hina gífurlegu aukningu á lausu fjármagni í bönkunum. Er þetta gert í samráði við ríkisstjórn- ina og með það fyrir augum að auka ekki á þá hættu, sem nú er á óeðlilegri verðhækkun og óeðlilegri útþenslu í land- inu, sem óefað veldur mjög miklum erfiðleikum, þegar verðlag fer aftur fallandi. Það liggur í augum uppi, að bankarnir hljóta að verða fyrir miklu vaxtatapi vegna þessarar útlánsstefnu, þar sem þeir hljóta að eiga miklar inneignir erlendis, sem lítinn arð gefa. Hafa þeir því gripið til þess ráðs að lækka vexti af inn- stæðufé. Hefir það þó verið framkvæmt þannig, að lækkun vaxtanna ætti að verða síðar tilfinnanleg fyrir eldri spari- fjáreigendur en hina, sem nú leggja fyrir stórar fjárhæðir. Hafa innlánsvextir á spari- sjóðsreikningum verið lækk- aðir á árinu 1940 í tveimur á- föngum, úr 4% niður í 3%. Á hlaupareikningum hafa vext- irnir verið lækkaðir mun meira og ýmsar hömlur settar á það hversu mikið fé menn geta lagt inn í sparisjóðsreikninga. Útlánsvextir Landsbankans hafa hins vegar haldizt ó- breyttir á árinu, en útlánsvext- ir Útvegsbankans lækkað um 11/2 %, enda voru þeir áður 1% hærri en útlánsvextir Lands- bankans. Seðlaumferð hefir aukizt mjög mikið á árinu, eða úr 13,56 milj. kr. í árslok 1939 og upp í 25,31 milj. kr. í árslok 1940. Stafar þessi aukna seðlaútgáfa af ýmsum ástæðum. Má nefna aukna peninganotkun vegna dvalar brezka setuliðsins hér á landi og þá verðhækkun, launa- hækkanir og auknu viðskipta- veltu yfirleitt, sem orðið hefir á árinu, og gerð hefir verið að umtalsefni hér að framan. Gcngi krónuniiar og pundsins. Gildi íslenzkrar krónu hefir haldizt óbreytt á árinu, miðað við gull, og hefir hver króna jafngilt 33.90 gullaurum. Hins vegar hefir oröið nokkur breyt- ing á skráningu sterlingspunds hér, miðað við sterlingspund. — Ég hefi orðið þess var, að nokk- ur misskilningur hefir átt sér stað í því sambandi og þykir mér því rétt, að víkja að þessu atriði nokkru nánar. Menn hafa jafnvel fleygt því sín á milli, að í júlímánuði síðastliðnum hafi íslenzka krónan verið felld í verði enn á ný, en það er mesti misskilningur, sem bezt sézt af því, að gullgildi krón- unnar hefir verið hið sama allt árið og einnig verðgildi hennar, miðað við dollar. Fyrstu mánuði styrj aldarinn- ar var tvenns konar gengi á sterlingspundi. Annars vegar hið opinbera gengi, sem ákveð- ið var í London, og samkvæmt því jafngilti sterlingspund 4.03 dollurum. Hins vegar hafði sterlingspundið sitt gengi á svokölluðum „frjálsum mark- aði“, sem var mjög mismun- andi, en ætíð lægra en hið op- inbera gengi. Aðeins sáralítill hluti af gjaldeyrisviðskiptum Breta fór fram á hinum frjálsa markaði. Á meðan engir samningar yoru um það með hvaða gengi íslendingar fengju sterlings- pundum sínum breytt í dollara, skráði Landsbankinn sterlings- pundin hér samkvæmt genginu á frjálsum markaði — miðað við dollar. — Þá var gengis- skráningu íslenzku krónunnar hins vegar þannig háttað, að hún var, samkvæmt gengislög- unum, miðuð við Bandaríkja- dollar, en ekki sterlingspund, þar sem sterlingspundið hafði á fyrstu mánuðum stríðsins fallið lengra niður á frjálsum markaði en ákveðið var að fylgja því. í júnímánuði tókust samn- ingar um það við brezku stjórn- ina, eins og ég gat um áður, að íslendingar fengju keypta doll- ara til greiðslu nauðsynja. Jafnframt var um það samið, að 4.03 $ fást fyrir hvert sterl- ingspund, það er að segja, í við- skiptum þessum skyldum við njóta hins opinbera gengis. Um leið var ákveðið að skrá hér gengi sterlingspundsins í samræmi við þetta hlutfall á milli þess og dollars, enda var það í samræmi við ákvæði gengislaganna. í þessum málum hafði því skapazt bráðabirgðaástand fyrstu mánuði stríðsins, sem lauk þegar samkomulag náðist um að íslendingar skyldu njóta hins opinbera gengis í dollara- viðskiptum sínum við Breta. Verðlagseftirlit. Eftirlit með verðlagi á er- lendri vöru hefir verið fram- kvæmt með svipuðu móti 1940 og áður. Ákvæði um hámarks- álagningu hafa gilt um vefnað- arvöru, — og heildsölu- og smá- söluálagning hefir ennfremur verið ákveðin á nokkrum öðruin vörutegundum, sem ekki er á- stæða til að telja hér upp. Þá hefir verðlagsnefnd haft meiri og minni íhlutun um verðlag á mörgum aðfluttum nauðsynja- vörutegundum, t. d. kolum, ol- íu, benzíni o. s. frv., og á mjög mörgum innlendum iðnaðar- vörum framleiddum úr erlend- um hráefnum. Flest innlend iðnfyrirtæki hafa hagað verð- lagi sínu að meira eða minna leyti í samráði við verðlags- nefnd. Samkvæmt heimildum þeim, sem nú eru í lögum, hefir nefndin aðeins möguleika til þess að hafa afskipti af verzl- unarálagningu og verðfram- færslu iðnfyrirtækj a innan lands, en hefir hins vegar ekki heimild til þess að skipta sér af flutningsgjöldum á vörum til landsins, en eins og kunnugt er, eru flutningsgjöldin nú orð- in miklu veigameiri liður í verðlaginu en á venjulegum tímum og engu minni liður i verði margra nauðsynja en all- ur innan lands dreifingarkostn- aðurinn, að meðtalinni álagn- ingu kaupmanna eða kaupfé- laga. Viðskfptanefndin. Þá er sérstök ástæða til þess að geta um það, að á s. 1. ári hefir sérstök nefnd haft með höndum fyrirgreiðslu margs- konar viðskipta við Breta. Hef- ir henni einnig verið falið að annast samninga um viðskipta- mál íslendinga og Breta fyrir hönd ríkisstj órnarinnar, og er nefnd sú kölluð viðskiptanefnd. Hefir nefnd þessi samið um vörusölu í umboði framleið- enda og ýmsra annarra, ann- ast skipaleigur í umboði út- flytjenda og innflytjenda, greitt fyrir útvegun vara fyrir inn- flytjendur og í stuttu máli sagt, fjallað um flest mál, sem úr- lausnar hafa krafizt í viðskipt- um íslendinga og Breta. Iunflutiiingshöml- urnar. Eins og ég hefi frá skýrt, þá hefir gjaldeyrisástandið . gjör- breytzt frá þvi sem verið hefir undanfarin ár. Ef allt hefði nú verið með felldu um viðskipta- málin og ekkert sérstakt tillit að taka í sambandi við ófriðinn, þá hefði höftunum af innflutn- ingnum verið smátt og smátt létt af á síðastliðnu ári og meg- inhluti hans eða kannske öllu heldur allur innflutningur hefði hefði þá nú þegar verið orðinn frjáls. Hins vegar eru ástæður allar nú svo sérstakar, að í stað þess að gera innflutninginn óháð- an eftirliti, hafa verið numdir úr gildi frílistar þeir, sem búið var að gefa út og má nú engar vörur flytja inn nema með leyfi gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndar. Hefir verið frá því skýrt, að þessi ráðstöfun er gerð sam- kvæmt skilyrði frá Breta hálfu í sambandi við samninga um gj aldeyrismálin og sérstaklega í sambandi við samninga um yfirfærslur frá Bretlandi til greiðslu á innflutningsvörum þeim, sem keyptar eru gegn greiðslu í frjálsum gjaldeyri, enda hafa Bretar 1 því sam- bandi tekið að sér að láta fal- ar nauðsynjar til landsins eða frjálsan gjaldeyri tifl greiðslu þeirra nauðsynja, sem ekki eru fáanlegar í Bretlandi. Er þó ekki gert ráð fyrir að þetta afnám „frílistans" þurfi að hafa í för með sér breyt- ingu á innflutningnum frá Bretlandi frá því sem áður var; verða leyfi útgefin ótakmarkað að svo stöddu fyrir þeim frí- listavörum, sem fáanlegar eru í Bretlandi. Þrátt fyrir það er áriðandi að landsmenn panti ekki vörur án leyfis gjaldeyris- og innflutningsnefndar. Hins vegar gegnir öðru máli um þær vörur, sem kaupa þarf utan Bretlands. Verður það komið undir samningum við Breta, hversu mikið af inneign- um íslendinga í Bretlandi fæst yfirfært til vörukaupa í öðrum löndum en Bretlandi. Er það afar áríðandi, að menn geri ekki ráðstafanir til innkaupa i þessum löndum nema fyrir liggi skýlaust innflutnings- og gj aldeyrisleyfi. Enginn hefir hið minnsta hugboð um, hvað framtíðin ber í skauti sínu. Allt er í hinni fullkomnustu óvissu. Þrátt fyrir það verðum við að sjálfsögðu að reyna að gera þær ráðstafanir, sem við höfum vit og getu til, til þess að not- færa okkur sem bezt þá breyt- ingu til bóta, sem nú er orðin í bili á högum okkar, og búa í haginn fyrir framtiðina. Framtíðln og reynslan frá 1914-1918. Þegar reynt er að skygnast fram á veginn og tilraunir gerðar til þess að átta sig á þeim verkefnum, sem framund- an eru, væri freistandi að draga fram nokkur atriði úr reynslu þjóðarinnar í síðustu styrjöld og á árunum eftir stríðið. — Það er sú eina reynsla, er við eigum, sem að haldi kynni að koma við lausn þeirra verk- efna, sem nú krefjast úrlausn- ar. Hér er hins vegar ekki tími til þess að gera þvi efni veru- leg skil, enda hefir talsvert verið um það ritað síðastliðið ár. A IV IV A L L Dánardægur. Gísli Bjarnason bóndi að Uppsölum í Suðursveit andað- ist að heimili sínu 5. des. f. á„ tæpra 69 ára að aldri. Hann var fæddur 22. janúar 1872 að Uppsölum, sonur hjónanna þar, Bjarna Gíslasonar og Þóru Jónsdóttur. Var Þóra háöldruð orðin, er hún lézt, aðsópsmikil fríðleikskona — og var lang- ömmubróðir hennar sá merki maður, Jón Eiríksson konfer- enzráð. Bjarni bóndi drukkn- aði að vorlagi 1887 og þá á beztá skeiði; hvolfdi bát undir honum og félögum hans 3, og fundust lík þessarra manna þriggja, en síðar um sumarið rak lík Bjarna, að því er þekkt varð, á Meðallandsfjörum í Vestur-Skaftafellssýslu og var jarðsungið að Langholtskirkju af séra Brandi Tómassyni í Ás- um, er áður hafði þjónað Ein- holtssókn á Mýrum, og Bjarni þá oft sótt kirkju hjá honum. Er svo sagt, að Bjarni hafi ósk- að sér þess, að séra Brandur yrði til þess að mæla yfir mold- um sínum. Bræður Gísla eru Jón bóndi á Uppsölum og Gunnar skósmiður á Seyðisfirði. Árið 1904 kvæntist Gísli Ing- unni Jónsdóttur frá Smyrla- björgum, ágætri konu, er lifir mann sinn, ásamt 4 börnum þeirra, en 2 dóu í æsku. Þau, sem lifa, eru: Sigurborg, gift Jóhanni bónda Björnssyni að Brunnum; Bjarni bóndi að Uppsölum, kvæntur Þóru Sig- fúsdóttur, Jón bóndi sama stað og Þóra, gift Bjarna Jóns- syni að Smyrlabjörgum. Síðastliðið sumar fór Gísli til Reykjavíkur, vegna sjóndepru, og hafði þá kennt kvilla nokk- urs í höfði, er svo ágerðist og að lokum varð banamein hans. Hann var jarðsunginn að Kálfafellsstað 15. des. f. á. við mikla hluttekningu sveitunga sinna, því að hann var hverjum manni vinsælli, enda orðlagður greiðamaður, góðgjarn og merk- ur í öllu dagfari sínu. í vina- hóp var Gísli glaður og ljúfur í lund, en alvörumaður undir niðri og stilltur vel. Hann var, í fám orðum sagt, grandvar gæðamaður. Kunnugur. Til auglýsenda! Tímlnn ei gefinn út i flelri eintökum en nokk- urt annað blað & Islandi. Glldi almennra auglýs- lnga er i hiutfalli við þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neyt- endanna 1 landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sinar sem flestum auglýsa þær þessvegna i Timanum ttbreiðið Tímaun! 224 Tilkynning frá Útflutningsnefnd um lágmarkskaupverð á ísvörðum fiski til útflutnings. Fyrst um sinn, þar til öðru vísi verður ákveðið, er það skil- yrði sett fyrir útflutningsleyfi á ísfiski, sem keyptur er til út- flutnings, að kaupverð hans sé ekki lægra en hér segir: Þorskur .... 37 aur. pr. kg. Ýsa ..... 45 - - - Framangreint lágmarkskaupverð nær bæði til fiskkaupa í íslenzk og útlend skip. Reykjavík, 27. janúar 1941. PERLA M e s t og b e z t fyrir krónuna með því að nota — þvottaduftið — ---PERLA — — Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. Niðursuðuvcrksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur 1 heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. Rreinar léreftstuskur kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1D. T\ Afgreiðslan kaupir 1. 1 f Ufll hefti 1. árg., 18. h. 2. áxg., og 1.—6. h. 4. árg. Þeir, sem kynnu að eiga eitthvað af þessum Dvalarheftum afgangs eru beðnir að láta afgreiðsluna hafa þau sem fyrst. Róbert C. Oliver: . Æjintýri blaðamannsins 221 Það er engum vafa undirorp- ið, að það sem þá fór verst með afkomu þjóðarinnar, fyrir utan óviðráðanleg atvik, þ. e. a. s., ef menn telja launa- og kaup- gjaldshækkanir og þar af leið- andi verðbólgu til óViðráðan- legra atvika, var hin gengdar- lausa lánsfjárútþensla bank- anna og hallarekstur ríkissjóðs, er þá átti sér stað og svo hitt, að engar verulegar beinar ráð- stafanir voru gerðar til þess að draga úr innflutningi til lands- ins þegar fór að halla undan fæti. Eins og ég gat um áðan, þá myndu tvímælalaust hafa verið gerðar ráðstafanir, til þess að gera innflutningsverzlunina frjálsari og óháðari en áður, ef ekki hefðu alveg nýjar ástæður komið til sögunnar, sem gerðu það óframkvæmanlegt. — Þótt engar slíkar nýjar ástæður hefðu hins vegar komið til sög- unnar og innflutningsverzlun- in væri nú orðin frjáls að mestu eða öllu leyti, er ekki þar með sagt að skynsamlegt hefði verið að afnema lögin um gjaldeyris- (Framh. á 4. síðu.) ef til vill viljið þér með lifnaðarhátt- um yðar, vinna yður inn tífalt, jafn- vel hundrað sinnum meira en yður var borgað fyrir að sitja og skrifa um morð, þjófnaði og afbrot, sem aðrir höfðu framið. Ég er engu að leyna. Ég viðurkenni hvers konar atvinna það er, sem ég stunda. En takið þér eftir, ungi maður. Hver sem þekkir mig, hef- ir ekki um annað að velja en vinnu í minni þjónustu, og hann verður að vera þögull eins og gröfin. Mitt sálfræðilega skynbragð á mönn- um bregst mér ekki. Það hefir skapað auðæfi mín. Ég get notað yður — og ég býð yður starf, sem aðeins krefst takmarka- lausrar hlýðni og samvizkuleysis. Nú getið þér gengið í mína þjónustu. Og það gerið þér, því að þér eigið ekki annars úrkost. En þér getið valið af tveim ástæðum. Annað hvort til þess að svíkja „Keðjuna“ á hentugu augna- bliki, eða þá til þess að vinna í alvöru með okkur. Við tölum ekki meira um þetta Hollman — ég hefi þegar sagt meira en ég er vanur. Þér munuð varla nokkru sinni heyra mig tala svo mörg orð í einu. En það sem ég segi yður nú, skuluð þér muna til hinztu stundar. Hvenær sem þér reynið að svíkja .— Þér eruð dóttir Sir Reginalds, muldraði hann/ ' Hún þagði. Grabenhorst hugsaði með sjálfum sér: Hann varð Sir--------en ég------- — Hvað vilduð þér mér? spurði Lucy. Það var eins og Grabenhorst vaknaði af draumi. Augun urðu enn dekkri og ægilegri. — Það var ekkert — annars — við tölumst við síðar — nú komum við niður í salinn. XVII. Þegar Cabera og Bob fóru út frá for- ingjanum, gengu þeir beina leið nið- ur í salinn. Bob til mikils hugarléttis komu þau Grabenhorst og Lucy rétt á eftir. Nú var orðið áliðið nætur og ungu stúlkurnar voru orðnar þreyttar, eftir erfiði dagsins og glaðværðina um kvöldið. Flestar óskuðu nú að „Myra“ færi nú að komá að landi, til þess að þær gætu gengið til hvílu. Enn hafði enginn sagt þeim, hvað þetta boð í raun og veru var fyrir þær. Grabenhorst gekk beina leið til Bobs og settist við hliðina á honum. Hvor- ugur yrti á hinn. Grabenhorst var að hugsa. Hann hafði í huga að stækka net

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.