Tíminn - 30.01.1941, Side 4

Tíminn - 30.01.1941, Side 4
48 TÍMIVN, fimmtndaginn 30. janúar 1941 Víðskípta- og gjaldeyrísmálín 1940 (Framh. af 3. slðu) verzlun og heimildina til tak- mörkunar á innflutningi til landsins. Þegar á ný fer að halla undan fæti veltur á mjög miklu um framtíðarafkomu þjóðar- innar hvort menn hafa fram- sýni til þess að byrja nægilega snemma að draga úr innflutn- ingnum með óbeinum og bein- um ráðstöfunum, og eins og þróunin er nú hjá okkur í kaup- gjaldsmálum, má búast við að fljótar kunni að byrja að halla undan fæti í þgssum málum en nokkurn órar fyrir nú í dag. í síðustu styrjöld og eftir j stríðið átti lánsfjárútþensla bankanna vafalaust mikinn þátt í því, hve hrunið eftir styrjöldina var mikið. Það var þá erlendur einkabanki, sem hafði forystu í útláriástarfsem- inni og rak hana sjálfsagt meira með stundarhagsmuni sína fyrir augum en hagsmuni þjóðarinnar. Nú er allt öðru máli að gegna um bankastarf- semi í landinu og skilyrðin öll betri til þess að útlánastarf- semin verði rekin með hag heildarinnar fyrir augum. Þegar líkt stendur á og nú, kann svo að fara, að eigi fari ætíð saman hagsmunir þeirrar s'tofnunar, sem fé tekur til á- vöxtunar og það, sem réttast mundi talið að gera frá al- mennu sjónarmiði. En þar sem svo stendur á, verða hagsmunir stofnunarinnar að víkja og það verður heldur að gera ráðstaf- anir til þess að bæta bönkunum tjón, er þeir verða fyrir vegna ónotáðs fjármagns, að því leyti, sem þeir eigi gætu borið slíkt sjálfir, heldur en að vaxtatap freisti til óeðlilegra útlána. Eins og nú er háttað skatta- og tollalöggjöf ríkisins, ætti ekki að vera hætta á að sagan frá síðasta stríði um tekjuhalla- rekstur ríkissjóðs endurtaki sig, og að kvíða þurfi óheppi- legum áhrifum á viðskiptajöfn- uðinn úr þeirri átt. Auk þess mundi sérstakur stríðsgróða- skattur, ef lögleiddur yrði, vinna mjög gegn óeðlilegri verðhækkun innan lands. Á sama hátt mun skuldagreiðsla ríkisins erlendis og innanlands- lántökur í því sambandi verka í sömu átt. Gjaldeyrir lagðnr á blðreikninga. Þá hefir nú fyrir tveimur dög- um síðan verið gerð ráðstöfun, sem ætlað er að hafa áhrif ein- mitt í þessa sömu átt og ég hlýt að minnast með nokkrum orð- um. Undanfarna mánuði hefir verið miklu meira framboð á erlendum gjaldeyri en eftir- spurn, eins og inneignir bank- anna í erlendum gjaldeyri sýna. í samræmi við gildandi gjald- eyrislöggjöf og til þess að halda gengi krónunnar eins og geng- islögin gera ráð fyrir og koma í veg fyrir ringulreið i gengis- og gjaldeyrismálum, hafa bank- arnir keypt allan gjaldeyri undanfarið, sem fram hefir verið boðinn. Hefir gjaldeyrinn- verið greiddur jafnóðum í íslenzkum peningum og þannig.hefir auk- izt þeningaveltan innan lands nokkuð jöfnum höndum og innieignir erlendis. — Hefir þetta þegar til lengdar lætur óheppileg áhrif á verðlag í landinu, bæði á vörum og öðr- um verðmætum. Ýmsir örðugleikar eru hins vegar á því að taka á þessu máli og þá ekki sízt þeir, að útflytjendurnir, sem gjaldeyr- inn eiga, hafa margir hverjir brýna þörf fyrir að selja hann þegar í stað, til þess að geta haldið áfram atvinnurekstri sínum og þeir útflytjendur, sem grætt hafa, hafa margir hverj- ir sem óðast verið að borga upp gamlar skuldir undanfarna mánuði og bæta efnahag sinn eftir langvarandi kreppu. Nú hefir eigi að síður verið ráðizt í að ákveða, að nokkur hluti af gjaldeyri þeim, sem bönkunum berst, en afhending- arskylda er á gjaldeyri enn sem fyrr, skuli ekki keyptur þegar í stað, heldur lagður í lokaða biðreikninga og geymdur þann- ig fyrir reikning og áhættu eig- enda gjaldeyrins. — Er þetta fremur kleift nú en áður vegna þess, hve afkoma þeirra aðila, er ákvæði þessi snerta væntan- lega mest, hefir verið góð und- anfarið og að þeir hafa nú fengið svigrúm til þess að koma málum sínum í gott horf. Sérstakri nefnd verður falið að meta, hve mikill hluti gjald- eyrisins skuli keyptur þegar í stað og hve mikið bundið á bið- reikningunum. — Að sjálfsögðu hafa starfsreglur hennar ekki enn verið mótaðar, en rétt er að upplýsa það, að framkvæmd öll verður að byggjast á því, að keyptur sé þegar í stað sá hluti gjaldeyrisins, sem samsvari framleiðslukostnaði, a. m. k. að eigi verði það nema gróði, sem lagður verður á hina lokuðu biðreikninga. Kjarni málsins er því í raun. réttri sá, að frestað verður að flytja inn í landið ágóða þann, sem lagður verður á biðreikn- inga. Ráðgert er í lögunum, að með reglugerð verði ákveðið, hvernig heimilt verði að ráðstafa þess- um gjaldeyri síðar og þá eink- um hvenær að því komi, að hægt sé að selja hann bönkun- um. Er unnið að því að undir- búa slíka reglugerð, en í því sambandi er margt, sem að- gæzlu þarf við, er óhjákvæmi- lega tekur nokkurn tíma að ráða fram úr. VerðlagiíS — kaup- gjaldið. Maesta viðskipla- krcppa. Áreiðanlega er enginn í nein- um vafa um, að sú skylda hvílir nú fyrst og fremst á þjóðinni að miða ráðstafanir sínar við þá viðskiptakreppu, sem fram- undan er fyrr eða síðar, og þá fyrst og fremst að gera allt, sem unnt er á þessum tíma, til þess að grynna öldudalinn, sem leið- in liggur um, áður en varir. Hitt er svo vafamál, hvort menn bera nú gæfu til þess að finna hin réttu úrræði og þó jafnvel engu síður hvort menn hafa þrek, til þess að fram- kvæma það, sem rétt dæmdist að gera ,ef svo kynni nú að fara, að þær ráðstafanir ættu ekki augnabliksvinsældum að fagna. Það dregur væntanlega eng- inn í efa, að frestum á heim- flutningi gjaldeyris, gætileg út- lánastefna bankanna, góð fjár- hagsafkoma ríkissjóðs, stríðs- gróðaskattur og beinir skattar yfirleitt, skuldagreiðslur er- lendis og innanlandslántökur, verkar allt eindregið í þá átt, að draga úr viðskiptaörðugleik- um þeim, sem í vændum eru og dregur úr þeim hættum fyrir framtíðina, sem stóraukin pen- ingavelta hefir í för með sér. Þó er langt frá því útilokað, að fleiri ráðstafanir sé unnt að gera, sem miði í sömu átt. Hitt er aftur á móti augljóst, að þótt allar þessar ráðstafan- ir séu gerðar og fleiri, sem hafa svipuð áhrif, þá ná þær ekki að koma í veg fyrir afleiðingar síhækkandi framleiðslukostnað- ar innan lands, sem stafar af hækkuðu kaupgjaldi og hækk- uðu innanlandsverðlagi. Það er auðséð fyrirfram, að þegar verðlag tekur að breyt- ast á ný, þá lækkar verðlag á framleiðsluvörum miklu örar en framleiðslukostnaður innan lands, og svo framarlega, sem verðfallsþróunin verður ör, þá er næsta líklegt að af þessu stafi stórfelld rekstrartöp hjá atvinnuvegunum, a. m. k. um nokkurt skeið, eða á meðan framleiðslukostnaðurinn er að laga sig eftir verðlaginu. Hefir reynsla manna hér á landi ver- ið sú, að á því geti orðið nokkur bið og gæti svo enn orðið, þar sem allt kaupgjald í landinu svo að segja hækkar í fullu hlutfalli við hækkun fram- færsluvísitölu, og eg tala nú elcki um, ef framhald á að -verða af því, að grunnkaupgjald verði hækkað á meðan verðbólgan er. Þegar hér væri komið myndi eigi aðeins fara að þrengjast fyrir dyrum framleiðenda, held- ur myndi afleiðingin verða ó- hagstæður verzlunarjöfnuður og eyðsla gj aldeyrisinneigna á meðan þær væru til og síðan gjaldeyrisvandræði, ef ekki væri búið að grípa í taumana, áður en svo væri komið. Eftir því sem verðlag og kaupgjald kemst hærra, eftir því er þessi hætta meiri, sem hér hefir verið drepið á. Fátt er því þýðingarmeira en ráðstafanir, sem gætu komið að gagni, til þess að draga úr dýr- tíðinni og þar með úr hækkun kaupgjalds i landinu. 222 Róbert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 223 sitt og styrkja það enn meir en áður. Hann vildi fullkomna eina af þeim að- ferðum, sem höfðu gert hann það sem hann var. Cabera kom til hans, beygði sig nið- ur að honum og hvíslaði: — Er ekki rétt að fara að láta stúlk- urnar vita hver hin raunverulega meining er með þessu ferðalagi? spurði hann, og hlakkaði til alls þess gaura- gangs og skelfingar, sem mundi verða þegar sanrileikurinn kæmi ljós. — Eg ætla að nota aðra aðferð að þessu sinni, svaraði Grabenhorst, og það varð Cabera að láta sér nægja. Grabenhorst þarfnaðist manns, sem nálgaðist hann sjálfan hvað slægð og dirfsku snerti. Mann, sem gat verið hans hægri hönd í einu og öllu. Graben- horst vissi, að þetta voru veikleikamerki, en það varð svo að vera. Annað hvort var þessi Hollman skæður óvinur eða mikil og máttug stoð í framtíðinni. Annað hvort. En hanh varð að komast að því rétta. Hann varð að reyna hann. Allt það fólk, sem hann hafði í þjón- ustu sinni, var nokkrum þrepum neðan við hann, bæði hvað gáfur og kænsku snerti. Hollman var efnilegur; það var hann viss um. En nú ætlaði hann sér að kryfja hann til mergjar. Þess vegna var hann svo stuttur í spuna við Cabera, og sagði við Bob: — Eg vil tala við yður í næði. Kom- ið með mér. Bob fylgdist með honum og bjóst við öllu því versta. .Þeir gengu út á þilfarið. Loftið var hreint og tært, og stjörnuskarinn ljómaði i lofti. Tungl- ið var að hverfa út við sjóndeildar- hringinn. Grabenhorst gekk upp á stj órnpallinn, þar sem einhver dökk vera stóð hreyfingarlaus við stýrið. Þeir, Grabenhorst og Bob, settust á afvikinn stað. Það varð þögn um stund. Þá sneri Grabenhorst sér að Bob. — Einhvernveginn finnst mér, að þér séuð eins og állinn, sem enginn getur náð handfestu á. Hafið þér nokkurn tíma reynt að veiða ál með berum hönd- unum? Þér eruð háll eins og áll. En sleppum því. Þér skuluð fá leyfi til að smjúga og sprikla. Eg er vanur að mynda mér rétta skoðun á þeim mönn- um, sem ég á annað borð skipti mér af. En ég vil kynnast yður. En satt að segja, þá skil ég yður ekki ennþá. Annað hvort eruð þér svikari, sem ég skal steikja lifandi í blýdeiglunum í Túnis — eða þér eruð einmitt maðurinn, sem mig vantar. Það kann að vera, að enginn þekki Bob Hollman nema hann sjálfur — en Eftir því, sem dýrtíðin og kaupgjaldið hækkar minna, eftir því ætti að mega búast við minna reksturstapi hjá fram- leiðendum þegar verðfallið kemur og vægari áföllum fyrir þjóðina í heild. Verður það eitt af verkefnum Alþingis, sem brátt kemur saman, að finna og framkvæma færustu leiðir í þessum málum. En jafnvel þótt Alþingi tak- izt tiltölulega vel að leysa þetta mál, að svo miklu leyti, sem það stendur í þess valdi, þá skulum við ekki eitt augnablik trúa, að eftirköst þess, sem er að gerast, verði með öllu um- flúin. Það er væntanlega hægt að gera margt nú til þess að draga úr væntanlegum töpum framleiðendanna og viðskipta- kreppu þeirri, sem af þeim leið- ir, en fyrir þau verður varla girt eins og þróunin er. Verum vel á verði. Vafalaust fer fjárhagsaf- koma þjóðarinnar í náinni framtíð að verulegu leyti eftir því, hvað gert verður einmitt nú, á meðan margt virðist ganga vel, til þess að draga úr erfið- leikunum, sem á eftir koma. Jafnframt skulum við þó gera okkur það ljóst, að einnig verð- ur mikið undir því komið, að kreppuráðstafanirnar sjálfar verði þegar þar að kemur gerð- ar nógu fljótt og það einmitt áður en kreppan er komin í al- gleyming. Það mun ekkert einsdæmi vera í viðskipta- og fjármála- sögu okkar, að eigi hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að vinna gegn erfiðleikunum fyr en þeir hafa verið komnir í al- gleyming og sjóðir mjög á þrot- um. Á þetta er ekki drepið í ásökunarskyni, heldur til þess að benda á þá staðreynd, að menn eiga undantekningarlítið erfitt með, þegar sæmilega gengur, að sætta sig við þá hugsun, að erfiðleikar séu fram- undan og hafa tilhneigingu til þess að draga á langinn al- mennar kreppuráðstafanir þangað til dráttur er ekki leng- ur mögulegur vegna beinna greiðsluerfiðleika og er þá ætíð stórum erfiðara við að fást en verið hefði, ef í tima hefði ver- ið við brugðizt. Mönnum hættir jafnan við, þegar byrjar að halla undan fæti, að treysta þvi í lengstu lög, að viðskiptaaðstaðan muni breytast á ný til bóta af sjálfu sér og að menn geti þannig komizt hjá að raska ró þjöðar- innar með margskonar hvim- leiðum ráðstöfunum. Það mun hins vegar liggja ýmsum í augum uppi, að mafg- ar af þeim ráðstöfunum, sem tíðast eru gerðar til þess að vinna gegn áhrifum viðskipta- kreppu, eru þannig, að áhrifa þéirra getur ekki gætt til neinn- ar hlítar fyr en talsvert langur tími er liðinn frá því að byrj- að var að beita þeim. Þetta gildir jafnt um beinar irinflutningshömlur og aðrar ó- beinni leiðir, sem notaðar eru til þess að vinna gegn gjaldeyr- isörðugleikum, svo sem sam- drátt útlána, launalækkanir, niðurskurð á fjárlögum o. fl. slíkar ráðstafanir. Að vísu geta slíkar ráðstafan- ir áorkað jafn miklu í sjálfu sér, þótt þær séu seint gerðar og yfirfærsluörðugleikar séu t. d. þegar orðnir, þegar til þeirra er gripið, en jafnframt liggur í augum uppi, að eftir þvi, sem ráðstafanirnar eru dregnar meira á langinn, þarf þjóðin að leggja meira að sér til þess að komast yfir erfiðleikana og stundum getur slíkur dráttur beinlínis orðið undirrót lang- varandi gjaldeyriserfiðleika, þótt ráðstafanir geri það gagn, sem til er hægt að ætlast. Einmitt nú, þegar gjaldeyris- aðstaðan hefir gerbretyzt, má búast við því, að athygli manna dragist talsvert frá þeirri hlið þessara mála, sem nú heíir ver- ið á drepið og að öðrum hliðum málsins óskyldum, sem úrlausn- ar krefjast í bili. Eg tel alveg sérstaka ástæðu til þess, einmitt nú þegar, að tryggja.okkur svo vel, sem frek- ast er kostur, gegn því, að næsta viðskiptakreppa komi okkur á óvart og mæti okkur óundir- búnum. Við höfum nú mögu- leika til þess að koma okkur r--------gamla Bíó-------- Editii Cavell (Nurse Edith Cavell). Amerfsk stórmynd um ensku hjúkrunarkonuna, er dæmd var til dauða í Brússel í okt. 1915 — at- burður, sem vakti heims- athygli. Aðalhlutv. leika: ANNA NEAGLE, GEORGE SANDERS, EDNA MAY OLIVER og MAY ROBSON. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. 12. blað t—---—-^NÝJA BÍÓ- Kaibátur »29“ (U.Boat 29) Amerísk kvikmynd frá COLUMBIAFILM. Aðalhlutv. leika: CONRAD VEIDT og VALERIA HOBSON. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Fasteígnaskattar. •GJALDÐAGI fasteignaskatts til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1941 (HÚSASKATTS, LÓÐARSKATTS, VATNSSKATTS, svo og LÓÐARLEIGU) var 2. JANÚAR. Eigendur og umsjónarmenn fasteigna í bæn- um, sem hafa ekki fengið senda gjaldseðla, eru beðnir að gera skrifstofu borgarstjóra aðvart. B o r gar r itarin u Eitirtaldar vörur höfnm við venjnlega til sölu: Frosið kindakjöt af dilkiiiu — saiiðum — ám. IVýtt og frosið uautakjöt, Svínakjöt, Úrvals saltkjöt, Ágætt hangikjöt, Smjör, Ostar, Smjörllki, Mör, TÓIg, Svið, Lifur, Egg, llarðfisk, Fjallagrös. Samband ísl samvinnuíélaga. Verðnp þjóðreldið endurreist? Sérprentuð grein eftir Jónas Jónsson verður seld á götun- um næstu daga. Meðal annars er þar rætt um væntanlegan ríkisstjóra. Allir, sem áhuga hafa fyrir lausn Sjálfstæðismálsins, þurfa að lesa þessa grein. Einnig fæst hún keypt á afgr. Tímans og í bókabúðum. upp gjaldeyrisvarasjóðum og gætum, ef við vildum, búið þannig um hnútana, að þessi mál yrðu að gerast upp af á- byrgum aðilum, áður en sjóðir þessir væru eyddir. Jafnframt væri hægt að gera ráðstafanir til þess að fullkomnari og ítar- legri upplýsingar lægju fyrir þessum aðilum um allt, sem snerti þessi mál, en venja hefir verið hér, þegar góðærishugur hefir verið i mönnum. Væri með slíkum ráðstöfun- um, ef til vill hægt að minnka líkurnar fyrir því, að þjóðinni verði nú stungið þannig svefn- þorn, að hún vakni ekki fyr en um seinan, þegar viðhorfið breytist á ný, sem getur orðið fyr en nokkur gerir ráð fyrir og sjálfsagt með meiri hraða, þeg- ar þar að kemur, en okkur ór- ar nú fyrir.________________ Afgreiðslu Tímans vantar 2., 3., 4. og 7. tbl. þ. á. Útsölumenn, sem eiga þessi blöð óseld, sendi þau afgr. Tímans sem fyrst. Bæjarútgerðin (Framh. af 1. siðu.) Á ráðherrafundi í gær var framangreint tilboð bæjarráðs tekið til afgreiðslu og var á- kveðið að leigja bænum skipið fyrir það tilboð, sem bæjarráð hafði gert, þótt það sé ekki nema nokkur hluti þeirrar leigu, sem ríkið hefir áður tekið fyr- ir skipið. Jafnframt var ákveð- ið að bjóða bænum að ganga inn í þau fiskkaup, sem Skipa- útgerðin hafði hafið, eins og áð- ur segir, meðan verið var að bíða eftir endanlegri afgreiðslu þessa máls. Þar sem ríkisstjórnin hefir fallizt á tilboð bæjarráðs, má fastlega vænta þess, að bæjar- stjórnarfundurinn, sem hald- inn verður í dag, ákveði að bærinn taki Þór á leigu. En það er ljóst, eins og rakið hefir ver- ið hér að framan, að drátturinn í þessu máli er sök bæjarstjórn- arinnar, þar sem hún óskar fyrst eftir því 22. þ. m. að fá skipið til leigu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.