Tíminn - 01.02.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.02.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÖRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SfMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFÁ: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, laugardaglim 1. febrúar 1941 13. blað Tillögur Framsóknarilokksins í sambandi við íjárhagsáætlun Reykjavíkur árið 1941 «» Bæjarstjórnín samþykkír að hefja hæjar- Búnaðarþingið iekið til starfa Það var sett á fimmtudagmn Búnaðarþing var sett í bað- stofu iðnaðarmanna á fimmtu- daginn var klukkan 5. Forseti Búnaðarf élagsins, Bj arni Ás- geirsson alþingismaður, flutti stutta setningarræðu og drap að nokkru á fáein vandamál, sem þinginu væri ætlað að ráða fram úr á hinn ákjósanlegasta hátt. Það yrði að leggja á ráð- in um það, hversu bændur gætu bezt staðizt það umrót og pen- ingakapphlaup, sem af styrj- aldarástandinu stafaði. Því væri og það verkefni hugað, að lægja deilur, er verið hafa út af vissum ákvæðum jarðræktar- laganna, er mönnum hefir hingað til sýnst sitt hvorum um. Síðan minntist forsetinn þriggja forystumanna í land- búnaðarmálum, er látizt hafa frá þvi síðasta búnaðarþingi lauk, Eggerts Briem frá Viðey, Sigurðar Sigurðssopar búnaðar- málastjóra og Jóns Jónssonar í Stóradal. Þá voru þrír menn kjörnir heiðursfélagar Búnaðarfélags- ins, Guðmundur Þorbjarnarson bóndi á Stóra-Hofi, Magnús Friðriksson frá Staðarfelli og Kristinn Guðlaugsson bóndi að Núpi. Ritarar búnaðarþings voru kjörnir Hafsteinn Pétursson bóndi á Gunnsteinsstöðum og Þorsteinn sýslumaður Þor- steinsson. En varaforseti þings- ins var kjörinn Magnús Þor- láksson bóndi á Blikastöðum. Síðan var skipað í nefndir, fjárhagsnefnd, reikninga- og laganefnd, jarðræktarnefnd, búfjárræktarnefnd og allsherj- arnefnd, eins og venja er til. Auk þess var bætt við nýrri nefnd, sauðfjársjúkdómanefnd. Hefir verið fyrirhugað, að bún- aðarþingið fjalli sérstaklega um þann mikla vanda, sem að bændum steðja, sökum fjár- pesta þeirra, er nú geisa. í gær hélt búnaðarþing áfram störfum og flutti Steingrimur Steinþórsson búnaðarmála- stjóri þá alllanga ræðu. Greindi hann frá störfum Búnaðarfé- lagsins síðastliðið ár og þeirri meðferð og þeim framgangi, er mál þau höfðu hlotið, sem af- greidd voru á síðasta búnaðar- þinginu. Siðan voru 35 mál lögð fram og vísað til nefnda. Af þeim málum skal nefna fjárhagsá- ætlun Búnaðarfélagsins næstu tvö ár, breytingar á lögum þess, tillögur milliþinganefnd- ar búnaðarþingsins um breyt- ingar á jarðræktarlögunum, á- samt tillögum sömu nefndar um sölugjald af jörðum og breytingar á ábúðarlögunum og lögum um byggingar- og land- námssjóð, frumvarp til laga um sandgræðslu og heftingu sand- foks, tillögur um almennan bændadag, vitnisburðabækur verkafólks, túnmælingar, erindi varðandi sauðfjársjúkdóma, hrossarækt, framkvæmdir. á Flóaáveitusvæðinu og útgáfu rits um gróðurfarsrannsóknir þar, kaup og rekstur vélaverk- (Framh. á 4. síðu.) S j álf stæðismálið Félag Framsóknarmanna á SeyðisfirSi hefir lýst sig ein- dregið fylgjandi skilnaði við Dani og stofnun lýðveldis á þessu ári. úlgerð tíl að lækka iískverðíð í bænum Á bæjarstjórnarfundi síð- astliðinn fimmtudag var afgreidd fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir yf- irstandandi ár. Hér í blað- inu hefir áður verið sagt frá fjárhagsáætluninni,sem var mjög lítið breytt af bæjar- stjórninni. Fulltrúi Framsóknarflokksins bar fram nokkrar tillögur í sambandi við fjárhagsáætlun- ina. Engin þeirra var samþykkt. Tillögur þessar hafa flestar verið fluttar áður í bæjar- stjórninni og fengið svipaða af- greiðslu þá. Fulltrúaráði Fram- sóknarfélaganna þótti eigi að síður rétt að láta þær koma fyr- ir sjónir bæjarstjórnarinnar á ný, því að baráttunni verður haldið áfram, unz sigur fæst. Reyndin er líka sú, að íhalds- fulltrúarnir hafa smám saman orðið að fallast á ýmsar tillög- ur, sem þeir hafa verið búnir að margfella fyrir Framsóknar- flokknum. T. d. urðu þeir að taka upp þá venju síðastliðið vor, að láta leggja fram skrá yfir óskilvísa útsvarsgreiðend- ur. Þetta vakti mikinn kurr hjá ýmsum vanskilamönnum, t. d. Árna frá Múla og ritstjórum Morgunblaðsins. Er því af hálfu slikra manna reynt að fá þessa tilhögun afnumda, en það mun áreiðanlega kosta verðskuldaða óánægju hinna skilvísu útsvars- greiðenda. Gleggsta dæmið um það, að Sjálfstæðismenn verða, þótt seint sé, að fallast á úrræði Framsóknarmanna, fékkst ein- mitt á bæjarstjórnarfundinum síðastliðinn fimmtudag. Þar var samþykkt að taka varðskipið Þór á leigu í þeim tilgangi, að reyna að lækka fiskverðið í bænum. Fyrir nokkrum árum lét ríkisstjórn Framsóknar- flokksins gera skip út á veiðar í sama tilgangi. íhaldsmenn fjandsköpuðust þá mjög gegn þeirri ráðstöfun. Nú byrja þeir sjálfir á bæjarútgerð í sama skyni. Hér fara á eftir tillögur þær, sem fluttar voru af fulltrúa Framsóknarflokksins í sam- bandi við fjárhagsáætlunina: Fullkomnara bókhald: Bæjarstjórn ályktar að leggja fyrir bæjarráð og hafnarstjórn, að láta þegar í stað endurskipu- leggja allt bókhald bæjarsjóðs, stofnana bæjarins og hafnar- sjóðs, þannig, að fyrir bæjar- stjórn geti legið fyrir 15. hvers mánaðar nákvæmt yfirlit um rekstur næsta mánaðar á und- an. Starfsmannaskrá: Bæjarstjórn leggur fyrir bæj- arráð og hafnarstjórn að láta nú þegar semja skrá yrir alla starfsmenn bæjarins, stofnana hans og hafnarsjóðs, þar með taldir verkamenn í fastri vinnu. í starfsmannaskránni séu til- greind föst laun þeirra fyrir að- alstörf og hlunnindi, sem þeim fylgja, ennfremur þóknun fyrir aukastörf og yfirvinnukaup. Endurbætur á fátækramálum: Bæjarstjórn felur bæjar- ráði að hefja þegar í stað und- irbúning að þvi, að komið verði í framkvæmd eftirtöldum um- bótum á fátækraframfærinu: 1. Að komið verði á fót inn- kaupastofnun, sem hafi á hendi innkaup á matvælum, fatnaði og öðrum vörum, sem styrkþeg- um eru látnar í té, enda séu lát- in fara fram almenn útboð um þessi vörukaup. 2. Að gefin sé út árlega ná- kvæm skýrsla með nöfnum og heimilisfangi þeirra, sem eru á framfæri á einn eða annan hátt, og tilgreint hve mikið kemur í hvers hlut. 3. Að hefja undirbúning að stofnun samfelldra nýbyggða utan Reykjavíkur, þar sem eru hentug atvinnuskilyrði og að koma upp býlum á heppilegum stöðum úti á landi þar sem fullvinnufærum styrkþegum (Framh. á 4. síðu.) Hefst ínnrásin í Bret- land innan fárra daga? »Eg vildi ekki vera Þjóðverji og taka pátt í innrásinni« Seinasta hálfan mánuðinn hefir verið lítið um stórárásir þýzkra flugsveita á borgir í Bretlandi. Jafnframt berast fregnir um mikla liðflutninga Þjóðverja til borganna við Erm- arsund. Hvort tveggja þetta virðist benda til, að úrslita- sóknin mikla gegn Bretlandi sé á næstu grösum. í blöðum Bretlands og Banda- ríkjanna hefir undanfarið verið mikið rætt um þessa væntan- legu stórsókn Þjóðverja. í mörgum blöðunum er bent á það, að febrúarmánuður sé fyrir ýmsra hluta sakir hent- ugur til innrásarinnar. Þá sé oft góðviðriskafli og straumar í Ermarsundi hagstæðir. í brezkum blöðum er engin dul dregin á það, að Þjóðverjar hafi nú meiri og öflugri her en nokkuru sinni fyrr og þeir muni beita vægðarlaust öllum drápstækjum, sem þeir ráða yf- ir. Þeir muni t. d. ekki hlífast við að nota gas. Einnig er vakin athygli á þvi, að reynsla frá seinasta sumri virðist benda til, að þýzkir hermenn séu magn- aðir í hörku og ófyrirleitni áð- ur en þeir séu sendir út i eld- hríðina. Þeir séu naumast mennskir menn undir slíkum kringumstæðum. Athygli er þó vakin á því, að i orustunum í Flandern hafi Bretar venjulega borið hærra hluta í byssu- stingjaáhlaupum. Er það þakk- að hinni rómuðu rósemi Bret- ans. Blöðin leggja mikla áherzlu á, að almenningur verði að vera stilltur og hugrakkur, hvað sem að höndum ber. Er bent á, að flóttafólkið, sem tók upp flesta vegi í Belgíu og Norður-Frakk- landi, hafi mjög torveldað her- flutninga Bandamanna og stutt að ósigri þeirra. Slíkt megi ekki endurtakast í Bretlandi. Þess vegna megi enginn flýja, heldur vera kyrr á.sínum stað og gildi það enn frekar fyrir almenna borgara en hermenn. Flestum fregnum virðist bera saman um, að Þjóðverjar séu nú stórum betur undir árás búnir en á síðastliðnu hausti. Þeir séu búnir að draga saman -A_ KROSSGÖTTJM Fjársöfnun til drykkjumannah'ælis. Tundurdufl við íslandsstrendur. — -----Kaupgjaldsmálin. — Veðurfarið. Skip tekur niðri. — Nefndarskipun. Á morgun gengst Stórstúka íslands íyrir fjársöfnun til drykkjumannahæl- is, eins og frá var skýrt í síðasta blaði, að gert myndi verða. Hefir þingstúku Reykjavíkur og Sambandi bindindis- félaga í skólum verið falin forysta í þessu máli. Ýmsir mikils megandi menn, þar á meðal forystumenn ís- lenzku kirkjunnar, ráðamenn margra hínna æðstu menningarstofnana, þekktustu læknar landsins og yfirmenn heilbrigðismála, íþróttafrömuðir, dóm- arar, lögmenn og lögregluforingjar, æskulýðsleiðtogar og ýmsir fleiri máls- metandi menn, hafa birt ávarp til al- " mennings í Reykjavík og skorað á fólk að bregðast vel við fjársöfnun- inni og benda á, að nú sé tími til þess kominn fyrir íslenzku þjóðina, að eign- ast hæli, þar sem ofdrykkjumenn geti fengið bót meina sinna. Er minnzt á hina miklu gjöf þeirra Jóns Pálssonar, fyrverandi bankaféhirðis, og Önnu Adolfsdóttur, konu hans. Sú gjöf nam 20 þúsundum króna. t t t Af kaupgjaldsmálunum er það að frétta, að forráðamenn sjúkrahúsanna sömdu i nótt við Sókn, félag starfs- stúlkna í sjúkrahúsum. Hafði félagið boðað verkfall nú um mánaðamótin, ef eigi tækjust sættir. Kemur nú eigi til sliks, þar eð samningur eru komnir á. Fengu stúlkurnar ofurlitla kaup- hækkmi, fulla dýrtíðaruppbót launa sinna og fríðindi sín nokkuð aukin. t t t Hriðarveður var norðan lands í fyrradag. Hefir annars mjög sjaldan hríðað þar í vetur, að minnsta kosti í innhéruðum, svo að jafnvel má til einsdæma telja. Snjór féll þó ekki svo að teljaandi sé. Hið syðra er alveg snjólaust eða því sem næst. í frost- harðara lagi hefir verið síðustu dægur, yfirleitt 10—15 stig, og jafnvel 15—20 stig, þar sem mest hefir verið frostið. Á Þingvöllum var 18 stiga frost í morgun. t t t Talsvert brögð eru að því, að tundur- dufl séu á reki við strendur landsins, enda þótt eigi hafí annað tjón að því orðið, enn sem komið er, en það, er varð við Austurland fyrir nokkru síð- an. Hefir Tíminn áður skýrt frá nokkr- um tundurduflum, sem borizt hafa á land, eða vart hefir orðið við á reki. Vitamálastjóra berast öðru hvoru til- kynningar um slíka váreka. Siðustu daga hefir fjögurra tundurdufla prðið vart á Ströndum. Tvö þeirrá rekið á land og hefir um þau verið getið áður, annað í Reykjarfirði, hitt hjá Dröng- um. Tvö hafa sést á reki, annað við Gjögur, hitt fyrir mynni Bjarnarfjarð- ar. Einnig hefir tundurdufla orðið vart út af Siglufirði, við Sléttu og Glett- inganes. Munu öll þessi tundurdufl vera heil enn, nema það, er rak hjá Dröng- um. Það sprakk sjálfkrafa. Sjómönn- um stendur nokkur stuggur af tundur- duflunum, og er það mjög að vonum, en aðstandendum í landi sjálfsagt öllu meiri. t t t Finnskt flutningaskip, sem átti að flytja síld frá Siglufirði og búið var að láta 10 þúsund síldartunnur í, strand- aði þar á föstudagsnóttlna í norður- roki. Var verið að færa skipið frá bryggju út á skipalagið, er þetta óhapp, að það rak á grynningar, bar til. Líkur þóttu mestar til þess, að hægt yrði að ná skipinu á flot að nýju. Það er lítt skemmt eða jafnvel ekkert. r t r Nefnd sú, er ákveða skal hversu mikið fé skuli lagt á biðreikninga er- lendis og geymast þar á kostnað eig- enda og ábyrgð, hefir verið skipuð. Ríkisstjórnin hefir skipað Þorstein (Framh. á 4. slSu.) meiri skipakost og hafi öflugri og betri flugher. En Bretar eru þó sennilega hlutfallslega betur undir það búnir að mæta inn- rás nú en síðastliðið haust. Flugher þeirra hefir eflst mikið. Meginbreytingin er þó senni- lega fólgin í því, að þeir hafa komið sér upp miklu af véla- hersveitum. í orustunum í Flandern síðastliðið sumar misstu Bretar megnið af véla- hergögnum sínum. Þeir voru því mjög illa undir það búnir að mæta Þjóðverjum á þessu sviði síðastliðið haust. Fyrst eftir að Frakkar biðu ósigur síðastliðið sumar, mátti sjá víðsvegar á vegum og járnbrautum í Bret- landi margvíslegan viðbúnað til að hindra umferð. Nú er þessi viðbúnaður horfinn og allt miðað við það, að vélahersveit- irnar geti komizt sem skjótast á þann vettvang, þar sem þörf- in verður mest fyrir þær. Það hefir aukið umtalið um innrásina væntanlegu, að flota- málaráðherrar Bretlands og Bandaríkjanna fluttu ræður í gær, þar sem þeir spáðu innrás mjög bráðlega. Brezki flotamálaráðherrann, Alexander, sagði að framundan Væri örðugasti tíminn í sögu Bretlands. Voldugasta herveldi, sem sögur hefðu þekkt, væri um það bil að ráðast á það með allri orku sinni. En það væri samt engin ástæða til að láta hug- fallast. Bandaríski flotamálaráðherr- ann, Knox, sagði, að búast mætti við stórtíðindum næstu 60—90 dagana. Fregnir bærust af miklum undirbúningi Þjóð- verja. Það væri engan veginn ólíklegt, að þeir myndu nota eiturgas í stórum stíl. Hann sagði, að Þjóðverjar væru nú að (Framh. á 4. slSu.) Aðrar fréttir. Hitler flutti ræðu síðastliðinn fimmtudag í tilefni af því að 8 ár voru þá liðin frá valda- töku nazista. Hann sagði m. a., að þýzki herinn væri nú öflugri en nokkru sinni fyr. Á síðast- liðnu ári hefði hann fengið hagkvæmustu árás'arstöðvar til að heyja styrjöld gegn Bret- landi og hefðu þeir sigrar raun- verulega ráðið úrslitum styrj- aldarinnar. Rætt væri um það, hvenær Þjóðverjar byrjuðu á- rásina og kvaðst hann vilja segja það eitt í því sambandi, að Bretar myndu á þessu ári finna til þungra högga Þjóð- verja. Bretar treystu á hjálp Ameriku, en ef Ameríkumenn tækju þátt í Evrópustríðinu, myndi það breytast í styrjöld Evrópu gegn Ameríku. Hann sagði, að kafbátahernaður Þjóðverja myndi hefjast fyrir alvöru með vorinu. Mikið af ræðu Hitlers voru stóryrtar á- sakanir í garð andstæðinganna. M. a. sagði hann: „Einhver herra í Englandi hefir reiknað út, að ég hafi stigið 7 víxlspor á síðastliðnu ári. Eg hefi reikn- að dæmið að nýju og komizt að raun um, að ég hefi stigið 724 víxlspor, en eg hefi líka reikn- að út, að andstæðingar okkar hafa gert 4,385,000 vitleysur. Brezki herinn tók Derna í Li- byu síðastliðinn fimmtudag eftir hörðustu orusturnar, sem hafa verið háðar í Libyustyrj- öldinni. Talið er, að mestallt setulið ítala hafi komizt undan. Bretar halda nú áfram sókn- inni til Benghazi, sem er 150 mílur frá Derna. Víða á þessari leið eru góð varnarskilyrði. í Benghazi hefir Graziani nú að- (Framh. á 4. siSu.) A víðavangi INNFLUTNINGSHÖFTIN OG VÖRUBIRGÐIRNAR. Heildsalablaðið er öðru hvoru að ympra á því, að meiri birgð- ir af nauðsynjavörum myndu nú vera í landinu, ef engin innflutningshöft hefðu verið á síðastliðnu ári. Þessu er því að svara, að innflutningur brýnustu varanna, t. d. korn- vara, kola, olíu og salts, var frjáls allt árið. Það er því vissu- lega ekki sök innflutningshaft- anna, ef nægar birgðir hafa ekki safnazt af þeim vörum. Verzlunarfélög og kaupmenn hafa ekki viljað safna eðá getað safnað, sökum erlendra að- stæðna, meiri birgðum af þeim vörum en raun er á. Um hitt má náttúrlega deila, hvort rík- ið hafi átt að safna birgðum af þessum og öðrum nauðsynja- vörum til viðbótar þeim, sem kaupmenn og kaupfélög töldu sér fært að lefegja fyrir. Flest bendir til jþess, að slík tillaga, ef fram hefði komið, myndi ekki hafa notið mikils fylgis meðal forráðamanna Sjálf- stæðisflokksins. — Um aðrar nauðsynjavörur, sem ekki voru á frílista allt árið, er það að segja, að innflutningur á þeim var ekki verulegum takmörkum háður, enda var lika innflutn- ingur á þeim frjáls frá Bret- landi, þegar leið á árið. — Inn- flutningshöftunum var sem fyr nær eingöngu beint gegn vör- um, sem eru meira og minna óþarfar og auðveldlega er hægt að vera án. Mun heildsalablað- inu seint takazt að sannfæra hyggna menn um, að rétt hefði verið að flytja slíkar vörur inn í stórum stíl meðan alveg var ósýnt um gj aldeyrisafkomuna í Bretlandi, hvað þá annars stað- ar. En það var ekki fyr en kom- ið var langt fram á árið, sem gjaldeyrisaðstaða okkar var orðin hagstæð þar, enda hefir innflutningur þaðan ekki verið bundinn takmörkunum siðan. LOFTUR OG DR. ALEXANDER. í Tímanum var nýlega skýrt frá því, að sú saga gengi um bæinn, að útgerðarmaður nokk- ur hefði boðið háskólanum 700 þús. kr. lán í byggingu kvik- myndahúss. í tilefni af þessu hrfngdi dr. Alexander Jóhann- esson fyrir nokkrum dögum til ritstjóra Tímans. Sagði hann, að til sín hefði komið útgerðar- maður, Loftur að nafni, og hefði hann óskað þess að hann væri ekki álitinn umræddur útgerð- armaður, en hann hefði orðið þess var, að ýmsir álitu það. Jafnframt skýrði dr. Alexander frá því, að ekki væri búið að ganga frá neinu láni til bygg- ingarinnar, en sennilega myndi slíkt lán boðið út á sínum tíma. Áleit doktorinn, að slík lántaka myndi ganga greiðlega. Tíminn getur vel skilið það, að útgerð- armenn vilji ekki vera neitt bendlaðir við fjáraflaráðagerð- ir Alexanders og Dungals með- an ekki er gengið frá skatta- málum útgerðarinnar. Það gæti gefið óþægilegar upplýsingar. En sú skoðun dr. Alexanders, að háskólanum muni heppnazt vel að bjóða út slíkt lán, styrkir þann grun, að honum mun eitt- hvað kunnugt um væntanlega kaupendur skuldabréfanna. EINSTAKUR HÁSKÓLA- REKTOR. Dr. Alexander er auðsjáan- lega mjög óánægður út af frá- sögn Tímans um fjáraflaráða- gerðir hans og Dungals. Hann lætur Mbl. birta viðtal við sig í gær, þar sem hann lætur hafa eftir sér, að Tíminn birti ósann- indi um háskólann í nær hverju blaði, og að ganga megi að því vísu, að allt, sem Tíminn segi um háskólann, sé uppspuni. Doktorinn nafngreinir þó ekk- (Framh. á 4. siSu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.