Tíminn - 04.02.1941, Síða 1

Tíminn - 04.02.1941, Síða 1
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKORINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu l D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Siml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Simar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, þriðjndaginn 4. febrúar 1941 14. blað Rekstnr ganðfjar- ræktarbnanna Fyrstu tilraunír hér á landí með sæðís- flutníng og frjódælingu Frásögn Halldórs Pálssonar ráðunauts Tíðindamaður Tímans hef- ir átt tal við Halldór Páls- son, sauðfjárræktarráðu- naut, og leitað hjá honum fregna af rekstri sauðfjár- ræktarbúanna, sem nú eru átta til hér á landi, að Hrafnkelsstöðum í Hrepp- um, Ólafsdal, Svanshóli í Bjarnarfirði, Þórustöðum í Eyjafirði, Grænavatni í Mý- vatnssveit, Rangá í Hróars- tungu, Stafafelli og Brekku í Lóni og Höfðabrekku í Mýrdal. Frásögn Halldórs er á þessa leið: Veiting styrkja. Sauðfjárræktarbúin, er styrks hafa notið samkvæmt búfjár- ræktarlögunum, fengu öll styrk síðastliðið ár, nema Höfða- brekkubúið. Þar voru skýrslur eigi haldnar sökum fjarveru bóndans, en það bú verður þó starfrækt framvegis. Á síðasta Búnaðarþingi voru samþykktar starfsreglur fyrir sauðfjárræktarbúin, og var í þeim ákveðið hvernig skuli út- hluta styrknum, sem þeim er ætlaður samkvæmt búfjárrækt- arlögunum. Áður fékk hvert búanna á- kveðna upphæð árlega, sem hvorki miðaðist við ærtölu né afköst búanna, heldur hafði ver- ið ákveðin eftir samkomulagi milli Búnaðarfélags íslands og eiganda búsins. Með hinum nýju reglum var ákveðið að Þíngmálaíundur í V.-Húnavatnssýslu Skúli Guðmundsson, alþm., hélt þingmálafund að Ásbyrgi í Miðfirði föstudaginn 17. jan. Á fundinum var samþykkt ályktun um, að rétt væri fyrir einstaklinga og rikið að lækka skuldir, meðan verklegar fram- kvæmdir stöðvast vegna stríðs- ins. Lagði fundurinn áherzlu á, að sem mest yrði greitt af skuldum ríkisins erlendis og reynt að taka skuldabréfalán innan lands til greiðslu á er- lendum lánum. Fundurinn taldi óráðlegt að lækka skatta eins og nú standa sakir, en benti á, að rétt væri að leggja til hlið- ar verulegan hluta af þeim tekjum, sem ríkissjóður fær nú umfram fjárlagaáætlun, og verði því fé varið til að auka framlög til endurbygginga sveitabýla, nýbýlastofnunar, rafvirkjunar og annarra umbóta i sveitunum, þegar hægt verður að ráðast í slíkar framkvæmdir. Fundurinn samþykkti tillögu um afnám þeirrar skattaund- anþágu, sem sj áviarútveginum var veitt árið 1938, enda hafi útgerðarfyrirtækin heimild til að draga eldri töp frá skatt- skyldum tekjum. Sömuleiðis lagði fundurinn áherzlu á, að gerðar verði ráðstafanir til að tryggja það, að skattar verði greiddir af verðbréfum og pen- ingum eins og öðrum eignum, samkvæmt fyrirmælum skatt- laganna. Ennfremur voru sam- þykktar ályktanir um banka- mál, viðskiptamál og sjálfstæð- ismálið. styrkj a* búin að nokkru leyti I samræmi við ærtölu, en auk þess skyldi allmikilli fjárupphæð varið árlega til verðlauna til þeirra búa, þar sem árangur af fj árræktarstarfinu yrði mestur. Styrk til búanna fyrir árið 1940 var úthlutað samkvæmt hinum nýju reglum. Fyrir vænst og afurðamest fé hlaut Grænavatnsbúið I. verð- laun, kr. 300,00, Hrafnkelsstaða- búið II. verðlaun, kr. 2540,00 og Þórustaðabúið III. verðlaun, kr. 150,00. Fyrir mestan arð eftir hverja á í búinu, að frádregnum fóður- kostnaði, fékk Grænavatnsbúið I. verðlaun, kr. 200,00, Hrafn- kelsstaðabúið II. verðlaun, kr. 150,00 og Svanshólsbúið III. verðlaun, kr. 100,00. Fyrir mestan fallþunga dilka í hlutfalli við þunga á fæti (kjötprocent) hlaut Ólafsdals- búið I. verðlaun, kr. 250,00, Svanshólsbúið II. verðlaun, kr. 150,00, og III. verðlaunum, kr. 100,00, var skipt milli Rangár- búsins og Stafaíells- og Brekku- búsins. Fyrstu verðlaun fyrir bezta fóðrun fékk Grænavatnsbúið, kr. 125,00, Önnur verðlaun hlaut Ólafsdalsbúið, kr. 100,00 og þriðju verðlaun fékk Þórustaða- búið, kr. 75,00. Vænt fé. Á Grænavatni, eru allar ær bóndans, sem rekur sauðfjár- ræktarbúið þar, Páls Jónssonar, 102 að tölu, taldar til búsins. í októbermánuði í fyrrahaust vógu þær til jafnaðar 74,6 kgr., en í lok aprílmánaðar vógu þær 80,7 kgr. Vænsta ærin vóg um haustið 93,5 kgr., en 101,5 kgr. um vorið. Vænstir tvílembingar undan sömu ánni voru á Hrafnkels- stöðum 96,5 kgr. að þyngd, á Þórustöðum 95 kgr. og á Græna- vatni 93 kgr. En þyngstir einlembingar voru í haust er leið, vegnir á fæti: Á Þórustöðum, 56,5 kgr., á Hrafnkelsstöðum, 56,5 kgr., á (Framh. á 4. síðu.) í brezka hernum, sem heldur uppi sókninni í Eritreu, eru Indverjar í meiraliluta. Hér á myndinni sést litil ind- versk herdeild, sem starfaði að flutningum við landamœri Eritreu og Sudan rétt áður en innrásin í Eritreu hófst. Indvefskir hermenn hafa getið sér mikið frœgðarorð, bœði i Eritreu og Libýu. Alls munu nú um 100 þús. índverskir hermenn vera l brezka hemum utan Indlands. Nýr flokkur í Frakklandi Myndar Laval leppstjórn í París? Það hefir vakið mikla at- hygli í Bretlandi og Bandaríkj- unum, að stofnaður hefir verið nýr stjórnmálaflokkur í hinu hernumda Frakklandi, en þar hefir öll stjórnmálastarfsemi verið bönnuð. Einn helzti for- ystumaður flokksins, Fontenay að nafni, hefir fengið að birta ávarp til þjóðarinnar í útvarp- ið og sýnir það mjög greinilega, að flokkurinn muni njóta styrks Þjóðverja. Tvö helztu atriðin í stefnu flokksins eru að koma á ein- ræðisstjórnskipulagi og að hafa sem nánasta samvinnu við Þjóðverja. í ávarpi Fontenay var lögð áherzla á, að hefja yrði strax góða samvinnu við Þjóðverja, þvi að siðar kynni það að vera of seint. í Parísarblöðunum er lýst á- nægju yfir stofnun þessa nýja flokks. Jafnframt er deilt harð- lega á Petainstjórnina fyrir of lítinn vilja til að bæta sambúð- ina við Þjóðverja og þess kraf- izt, að nokkrir ráðherrarnir biðjist lausnar, og menn, sem séu vinveittari Þjóðverjum, komi í staðinn. Einkum er lögð áherzla á, að Laval fái aftur sæti i stjórninni. í hinum nýja' flokki eru nær allir þeir franskir stjórnmála- menn, sem hafa aðhyllst stefnu þýzkra nazista eða hafa kraf- izt samvinnu Þjóðverja og Frakka í stað samvinnu Frakka og Breta. Þekktastur þeirra er Marcel Deat, sem var flugmála- ráðherra 1936 og skrifaði rétt áður en styrjöldin hófst, mjög umdeilda grein undir fyrirsögn- inni: Eigum við að deyja fyrir Danzig? Ýmsar fregnir herma, að La- val eigi að verða foringi þessa nýja flokks. Flokksmyndun þessi hefir mjög ýtt undir eftirgreindar sögusagnir, sem voru á kreiki um fyrirætlanir Þjóðverja: Ef Petainstjórnin gengur ekki mjög bráðlega að kröfum Þjóðverja um afhendingu flot- ans og flotahafna i Norður- Afríku, verður Laval látinn mynda nýja stjórn í París og munu Þjóðverjar viðurkenna hana sem stjórn Frakka í hinu hernumda Frakklandi. Fyrst í stað var til þess ætl- azt, að þessi stjórn lýsti yfir því, að Petainstjórnin væri ekki fær til að stjórna landinu, og yrði því að biðja Þjóðverja um hjálp til að reka hana frá völdum. Þjóðverjar yrðu strax við þessari beiðni, létu hernema allt Frakkland og viðurkenndu Lavals-stjórnina sem hina lög- legu stjórn Frakkaveldis. Þegar betur var aðgætt, þótti þetta ekki hyggilegt. Ef þýzkur her hefði ráðizt inn í hin ó- (Framh. á 4. slðu.) A. Sjö menn farast. — Drykkjumannahæli. — Saltfiskveiðar f rá Ólafsvík og Sandi. — Breyting á hegningarlögunum. — Drukknun. Sjö menn hafa farizt í norðanveðr- inu í vikunni, er leið. Vélbátsins Bald- urs frá Bolungarvík hefir eigi orðið vart síðan, þrátt fyrir allmikla leit, og er hann nú talinn af. Á honum voru fjórir menn, Guðmundur Pétursson, formaður, ókvæntur, Ólafur Pétursson kvæntur og átti tvö börn, Óskar Hall- dórsson, kvæntur og átti eitt barn og Runólfur Hjálmarsson, kvæntur og átti eitt barn. Guðmundur og Ólafur voru bræður, en hinir tvelr tengdir þeim. Allir þessir menn voru á bezta aldri. Vélbáturinn Baldur var litill, aðeins 8 smálestir að stærð. — Á föstudags- morgun tók út fimm menn af vélbátn- um. Pilot frá Njarðvík og drukknuðu þrír þelrra, en tveimur tókst að bjarga. Voru þessir menn að taka inn Ijósdufl, sem báturinn hafði legið við um nótt- ina, þegar alda reið á hann og færði hann í kaf. Samtals voru átta menn á bátnum. Þeir, sem drukknuðu, voru allir ungir að aldri, tveir um tvltugt, Hörður Sæmundsson vélstjóri frá Stokkseyri, Árni Guðjóns- son úr Arnarfirði og Ólafur Lárusson af Snæfellsnesi, á fertugsaldri. Víða unr land var fé safnað til drykkjumannahælis á sunnudaginn. Hér í bæ er talið, að safnazt hafi um 10 þúsund krónur. Unnu margir sjálf- boðaliðar að fjársöfnuninni og urðu margir til þess að leggja rausnarlegar fjárhæðir að mörkum til hinnar fyrir- huguðu stofnunar. Enn er ekki vitað með vissu, hversu mikið fé hefir feng- izt annars staðar á landinu, þar sem söfnun fór fram, en vænta má, að það nemi talsverðum upphæðum. f t t Um þetta leyti hefir saltfiskvertíðin hjá togurunum venjulega byrjuð. Nú má telja víst, að togararnir fari ekki á saltfiskveiðar, þar sem verðið á ísfisk- inum í Englandi er mjög hátt. Meðan það verð helzt munu togaraeigendur ekki hugsa til saltfiskveiða. t t t Frá Ólafsvík og Sandi hefir Tíminn fengið þær fréttir að gæftir hafi ver- ið þar góðar i janúarmánuði, en fisk- afli tregur. Hlutur sjómanna hefir orð- ið sæmilegur, sökum hagstæðs verð- lags. t r t Ríkisstjórn hefir gefið út bráða- birgðalög um tvær breytingar á núgild- andi hegningarlögum. Fyrri breyting- in er við 1. málsgrein 88. greinar. Þar var ákveðið að hver sá, sem opinber- lega i ræðu eða riti stuðlar að því, að erlent ríki byrjl á fjandsamlegum til- tækjum við íslenzka ríkið eða hlutist til um málefni þess skuli sæta varð- haldi eða fangelsi allt að 6 árum. Við þetta bætist samkvæmt bráðabirgða- lögum að sama hegning skuli ná til þeirra „er valda hættu á slíkri íhlutun eða móðgunum, líkamsárásum, eigna- spjöllum, og öðrum athöfnum, sem liklegar eru til að valda slíkri hættu“. Önnur breytingin er fólgin í aukinnl hegningu fyrir að smána erlenda þjóð- höfðingja eða viðurkennt þjóðarmerki. — Bráðabirgðalög þessi munu m. a. sett til að koma í veg fyrir árekstra við setullðið, sem nú dvelur hér. Aðfaranótt 28. janúar vlldi það slys tii, að Magnús Pálsson stýrimaður á v. b. „Vöggur" frá Ytri-Njarðvík drukknaði í höfninn í Fleetwood. Aðrar fréttlr. Brezki herinn hefir nú tekið Agordat í Eritreu, en þaðan liggur járnbrautin til höfuð- borgarinnar Asmara og frá As- mara til hafnarborgarinnar Massava við Rauðahaf. Frá Agordat eru 110 km. til Asmara, en 160 km. til Massava. Frá landamærum Sudan til Agordat eru 150 km. og hefir brezka hernum því gengið sóknin greiðlega. Miklar líkur þykja benda til, að ítalir geti ekki varið Eritreu lengi úr þessu. — Eritrea er heldur stærri en ís land og hefir um 600 þús. íbúa. Meðfram Rauðahafi er landið láglent og gróðurlítið, vegna mikilla hita, en er hálent, þegar dregur frá ströndinni og eru þar víða frjósöm héruð, einkum kringum Asmara, sem hefir um 25 þús. íbúa. Eritrea hefir mikla hernaðarlega þýðingu. Þaðan er bezt að sækja með her inn í Abessiniu, enda fóru ítalir þá leiö, er þeir lögðu Abessinuiu undir sig. Góðar flotastöðvar eru einnig meðfram Rauðahafi. ítalski herinn í Albaniu hefir beðið mikið manntjón í síðast- liðinni viku, sökum misheppn- aðra gagnárása. Áætla Grikkir að ítalir hafi á þrem dögum misst um 10 þús. manns, þar með taldir fangar. Auk þes hafa Grikkir tekið . mikið herfang. Þeir telja sig hafa bætt aðstöðu sína, þrátt fyrir þessar gagn- árásatilraunir ítala. Biskupar Noregs hafa nýlega sent út hirðisbréf, þar sem þeir lýsa vanþóknun sinni á ýmsum aðgerðum Quislingsstjórnar innar og halda fram rétti kirkj- unnar. M. a. mótmæla þeir fyr- irskipun um, að prestar séu skyldir til að segj a yfirvöldunum frá þeim leyndarmálum, sem sóknarbörn þeirra kunna að trúa þeim fyrir. Margir norskir prestar hafa óhlýðnast þeirri fyrirskipun, að hætta að biðja fyrir konunginum, ríkisstjórn- inni og þinginu. Á einum stað, þar sem presturinn felldi kafl- ann um þetta niður úr hinni venjulegu bæn, las söfnuðurinn hann sjálfur á meðan prestur inn hélt áfram að lesa bænina. í Libyu hafa ekki orðið veru legar breytingar seinustu' dag- ana. Brezki herinn nálgaðist óðum helztu varnarstöðvar ítala við Benghazi. Athygli vek- ur það, að þýzkar flugvélar hafa gert árásir á Sollum og Bardia. • Brezkar sprengjuflugvélar, varðar orustuflugvélum, gerðu harðar árásir á innrásarbæki stöðvar Þjóðverja við Ermar- sund síðasliðinn sunnudags- og mánudagsmorgun. Stjórn Kanaða hefir tilkynnt að ákveðið hafi verið að senda 50 þús. hermenn til vígstöðv anna I Evrópu eða Afríku á þessu ári. Verða þetta nær ein. göngu vélaherdeildir. Á víðavangi ÁHUGAMIKILL SJÁLFSTÆÐISMAÐUR fer hörðum orðum um kirkju- málastjórnina fyrir að veita sr. Jakobi Jónssyni annað prests- embættið í Hallgrímssókn. Telur höf. mikla þörf að hefna Dessara aðgerða. Auk þess telur hann Hannesi Hafstein og Þór- halli biskupi stórlega misboðið með þvi að segja frá, að þeir veittu Hólmaprestakall merkis- presti, sem fékk 5 atkvæði. Tel- ur hann, að sóknarnefndin austur þar hafi ráðið og átt að ráða fyrir bisup og ráðherra. Það virðist tæplega i anda Deirra, sem leita Krists, að heimta hefndir út af ráðningu góðra presta. f öðru lagi var undirstaða sú, sem Þórhallur og Hannes byggðu á, mjög veik, irír sóknarnefndarmenn og tveir aðrir kjósendur. En úrbót var það, að Þórhallur og Hann- es voru nákunnugir presti þeim, er þeir veittu. Var hann ná- kominn pólitískur samher j i þeirra og einn af vöskustu liðs- mönnum Hafsteins á Alþingi 1904—1908. Vegna hins nána kunnugleika, atgervis og kosta umsækjanda, voru þeir Hann- es og Þórhallur í fyllsta rétti að veita þessum umsækjanda, þó að hann hefði ekki í fyrstu fast fylgi nema sóknarnefndar og tveggja manna annara. 3% effa 90%. Sjálfstæðismönnum þeim, sem gagnrýna veitingu sr. Jakobs Jónssonar, skal bent á, að hann hafði 1500 atkvæði, en ekki 5. Sá grundvöllur, sem hinir burtförnu safnaðarmeðlimir reyna að byggja á, er 3% af kjósendatölu safnaðarins. En þegar Sjálfstæðisflokkuriim og blöð hans bannsungu Fram- sóknarstjórnina hér á árum fyrir að veita jafn ágætum lækni eins og Kristjáni Sveins- syni Dalasýslu, lágu fyrir í stjórnarráðinu meðmæli með Kristjáni frá 90% af öllu full- orðnu fólki í Dalasýslu. Hvað finnst þessum áhugasömu Morgunblaðsmönnum um það lýðræðisandlit, sem flokkur þeirra setti upp i sambandi við það, að ríkisstjórnin fór að óskum nálega allra Dala- manna? ÁRANGUR „HINS ÞRAUTSEIGA STARFS“. Síðastliðinn laugardag fór- ust Vísi orð um Dagsbrúnar- kosninguna á þessa leið: „Hið þrautseiga starf Sjálfstæðis- verkamanna í alþýðusamtök- unum hefir nú þegar, eftir örfá misseri, borið þann árangur, að bæði þeir sjálfir og flokkurinn ipega vel við una.“ Hver er hinn raunverulegi árangur „hins þrautseiga starfs.“ Sá maður, sem íhaldsblöðin hafa árum saman talið versta og hættu- legasta manninn í verkalýðs- félögunum, hefir verið kjörinn formaður Dagsbrúnar. Kom- múnistar hafa nú margfallt meira fylgi en seinast, þegar þeir gengu einir til kosninga. Það er bein afleiðing þeirrar lélegu forustu, sem Dagsbrún hafði í kaupgj aldsmálunum um seinustu áramót, en Sjálfstæð- isflokkurinn réði þá í stjórn Dagsbrúnar. Það er svo sem engin furða, þótt heildsalablað- ið þykist mega vel við una. YFIRSKOÐUNARMAÐUR JÓNS PÁLMASONAR. Jón Pálmason heldur áfram að birta í Morgunblaðinu hverja langlokuvitleysuna á fætur annari. í seinustu grein- inni kallar hann sig „yfirskoð- unarmann Alþingis", en enginn hefir heyrt um það starf getið og áreiðanlega myndi engum geta dottið í hug, að veita Jóni slíkt starf, nema honum sjálf- um. Einn mætur Sjálfstæðis- (Framh. á 4. siðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.