Tíminn - 04.02.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.02.1941, Blaðsíða 2
54 TÍMH\IV, þriðjiitlagiim 4. febrúar 1941 14. blað Hinn trúi þjónn, „yíírskoð- unarmaður AlþingisÉÍ Eftir Pál Zóphóníasson ‘gímirm Þriðjudutfinn 4. febr. Hvcrs vegna spyrja aðra? Eg hefi orðið var við, að sum- ir góðir og gegnir menn álíta, að við getum ekki tekið að fullu í okkar hendur alla stjórn landsins, þrátt fyrir það að konungur og utanríkisstjórn Dana er á valdi framandi her- þjóðar, nema með því að spyrja aðrar þjóðir og fá leyfi þeirra. Frá almennu sjónarmiði væri þetta mjög slæm byrjun á sjálf- stæðu þjóðlífi. Slík aðferð er í rauninni jafn óeðlileg eins og ef landnemarnir úr Noregi, sem fluttu til íslands og komu hér á þjóðveldi, hefði byrjað með að spyrja Harald hárfagra, hvort þeir mættu fara úr landi og lifa undir konungslausri* stjórn. Ef við lítum til nábúaþjóð- anna á Norðurlöndum, þarf ekki að spyrja. Svörin eru á- kveðin fyrirfram. Finnar segja, að þeir hafi sýnt með vörn sinni í fyrra, að þeir álíta full- komið sjálfstæði svo mikils virði, að fyrir það hafi þjóðin fórnað öllum tímanlegum gæð- um. Svíar myndu benda á, að þar er hver maður reiðubúinn að verja frelsi landsins, og fórna til þess auði landsins og lífi borgaranna. Norðmenn myndu svara því, að þeir hafi í nærfelt heila öld búið sig undir að skilja við Svía, til að þurfa ekki að hlýta konung- dómi þeirra, utanríkisstjórn og sambandsmerki í fána lands- ins. Síðan myndu Norðmenn og Danir bæta við, að þeirra stærsta ósk á þessum tímum sé, að fá aftur frelsið og stjórn sinna mála. Frændþjóðirnar norrænu leggj a megin áherzlu á það, hver fyrir sig, að vera algerlega frjálsar um fjármáliaefni sín. Þar fer saman mannlegur metnaður, hagsýni og dómur reynslunnar um það, hvað hent- ar bezt þessum þjóðum. Ef þær gæfu okkur bending um, að leita ekki hins fulla frelsis, þá ætla þær okkur annan kost en þann, sem þær velja sér sjálf- um. Og slíku ráði myndu ís- lendingar tæplega hlýta. Ef við gætum spurt Banda- ríkin um þeirra skoðun, hvort við ættum að koma hér á lýð- veldi, þá er ósennilegt að þeir frjálslyndu og drengilegu menn, sem þar fara með völd, gætu sagt annað en það, að forfeðrum þeirra tókst með margra ára baráttu, að losna við framandi og óhentuga kon- ungsstjórn, að þeir mynduðu lýðveldisstjórn í landinu, sem hefir gefizt þeim vel, og að ná- lega öll álfan sunnan við Bandaríkin er alsett lýðveldum. Stjórn Bandaríkjanna gæti tæplega annað en bætt við, að til að vernda þetta lýðveldis- skipulag heima fyrir og megin- hluta álfunnar, fórnar Banda- rikjaþjóðin nú auði sínum með hinni mestu rausn, og virðist ákveðin að leggja út í grimma styrjöld, fremur en að missa gæði frjálsrar lýðstjórnar. Það er tæplega hugsanlegt, að Bandaríkin teldu það móðgun við sig, þó að ísland vildi vera frjálst eins og hin voldugu lýð- veldi í Ameríku. Þá kemur röðin næst að hinni miklu germönsku frænd- þjóð, Þjóðverjum. Stjórn þeirra á nú í heimsstyrjöld, sem minn- ir að sumu leyti á trúarbragða- styrjöld fyrri alda. Þjóðverjar hafa komið á hjá sér „nýrri skipan“. Hið sama gera þeir að meira eða minna leyti í lönd- um þeim, sem þeir hafa her- tekið. Forkólfar Þjóðverja draga ekki dulur á, að ef þeir vinni stríðið, þá ætli þeir að koma sinni nýju skipan á í Evr- ópu og hvarvetna þar, sem þeir nái til. Það þarf þess vegna ekki um það að spyrja, að ef Þjóðverjar vinna fullnaðarsig- ur, þá verður það einhver létt- asti leikur á taflborði þeirra, að koma hinni nýju skipan á hér á landi, hvort heldur þjóðarskútan berst fyrir stormi 23. nóvember síðastliðinn birtist grein í ísafold og Verði eftir núverandi þingmann Aust- ur-Húnvetninga, er hann kall- ar „Kjötverðið og Tíminn“. Grein þessa sá ég, er ég var staddur norður á Prestsbakka. Ég sá strax, að í greininni var farið rangt með staðreyndir, og hún sem heild rituð til að blekkja menn og villa þeim sýn. Eg ritaði því, er ég kom til Reykj avíkur, svargrein við grein Jóns og birtist hún í Tím- anum 19. des. Þar skýrði ég frá stáðreyndum, svo að fjáreig- endur gætu sjálfir myndað sér skoðun um það, hvort „kjötlög- in“ hefðu gert þeim gagn eða ógagn, og leiðrétti um leið helztu ósannindin í grein Jóns. En áður en ég kom í bæinn, hafði Hannes Pálsson svarað Jóni, en þá grein sá ég ekki fyrr en síðar. Nú fer núverandi þingmaður A.-Húnvetninga aftur af stað í Morgunblaðinu 28. jan., og tel- ur sig þar vera að svara mér og Hannesi. í þeirri grein er í sjálfu sér lítið, sem þarf að svara, og ég mundi ekki hafa gert það, ef Jón segði ekki þar, að ég og Hannes hefðum verið „sendir fram á ritvöllinn". Hver ætli að hafi átt að senda mig? Á hverju ári síðan 1905 hafa með brotið stýri, eða skips- höfnin hefir reynt, mitt í brimi styrjaldarinnar, að gera skipið sjófært að nýju. En ef stríðinu lýkur svo, að Þjóðverjar hafi ekki unnið fullnaðarsigur og ráði ekki yfir hafinu, en beri þó kaldan hug til Englendinga, þá er lítill vafi á, að Þjóðverjum þykir sá kost- ur betri um framtíðarskipti við íslendinga, að rikið sé frjálst, þó að það sé lítið. Það er þess vegna sama, hvort gert er ráð fyrir fullum sigri Þjóðverja eða ekki, að fyrir sambúð stærstu og minnstu germönsku þjóða, er eðlilegast að ísland geri sig að sjálfstæðu ríki. Það er að vísu hægur hjá að spyrja Englendinga, bæði sendi- herra þeirra hér i Reykjavík og stjórnarvöld i London. En frá almennu sjónarmiði má telja líklegt, að slík spurning sé ó- þörf. England á nú í ófriði, þar sem barizt er um tilveru heims- ríkisins og Englands sjálfs. Ef England tapaði, er talið að and- stæðingar þess ætli því engu minni kúgun heldur en jafn- vel hinu minnsta landi gæti hlotnast. England og samveld- islönd þess taka til vopna til að XV. Niðurlag „Sultur“ fullnægir þeim kröf- um, sem útgáfustjórnin gerir um flest meginatriði. Það er heimsfræg bók eftir heimsfræg- an höfund. Það er meira að segja fyrsta bókin, sem gerði hann frægan. Öll tækni höf- undar er fullkomin. Og við- burðir sögunnar eru að veru- legu leyti lífsreynsla hans, í' nálega vonlausri baráttu æsku- áranna. En það, sem skar úr, að nefndin valdi þessa bók var það, að hægt var að fá hana í þýð- ingu Jóns Sigurðssonar í Kald- aðarnési. Hann er mjög önnum kafinn maður við dagleg störf sín, og þýðir ekki margar bæk- ur. En hann þýðir svo vel, að það ber af. Þessi þýðing er svo fullkomin, að foreldrar eiga að sækjast eftir að láta stálpuð börn lesa hana vegna meðferð- ar þýðandans á móðurmálinu. Og unglingar, sem eru að berj- ast við að læra að rita gott og fágað mál, geta haft þessa þýð- ingu sem fyrirmynd, meðan þeir eru að ná persónulegri festu um meðferð málsins. Af öllum þeim mótbárum, sem bornar hafa verið fram gegn fyrsta árgang þjóðarút- gáfunnar, finnst mér ekki hægt birzt eftir mig greinar í ýms- um blöðum, og aldrei hefir nokkrum dottið í hug að senda mig fram á ritvöllinn, enda munsdi það hafa borið lítinn árangur. En hvers vegna dettur Jóni slík fjarstæða í hug? Er það af því, að hann þekki það, að menn séu sendir fram á rit- völlinn, og þeim fyrirskipað, hvað þeir eigi að skrifa? Það er sagt, að hver sé sínum hnútum kunnastur, og hver dæmi út frá sinni reynslu, og er ekkert líklegra en að svo sé hér með Jón. Hann vanti þann innri eld, sem knýr menn til að segja öðrum það, sem rétt er, og þeim finnst, að menn hafi gagn af á einn eða annan veg, en skrifi aðeins af því að hann sé sendur á ritvöllinn. Og sé svo, er auðskilið, hvers vegna sumar greinar hans verffa „akta-skrift“. Hann skrifar þær sem hinn trúi þjónn þeirra, er sendu hann fram á ritvöllinn. Af þessu geri ég ráð fyrir, að margir telj i flokksmanninn Jón Pálmason vaxa, og verða að meiri og stærri manni, en í mínum augum minnkar maður- inn Jón Pálmason mikið — og þykir mér það mjög leitt. Eg á alltaf bágt með að skilja þá menn, sem æfinlega sjá ein- hver flokkshagsmunamál í öll- afstýra slíku frelsisráni. Til að afstýra þeirri glötun, leggur hver þegn í Bretlandi, karlar og konur, börn og gamalmenni, á sig hinar þyngstu raunir og mótlæti. Eg verð að játa, að mér finnst ósennilegt, að nokkur sæmilega vitiborinn íslendingur vildi spyrja forráðamenn Breta að því, hvort þeir vildu leyfa ís- lendingum að vera frjálsir um stjórn landsins. Bretar eru bún- ir að svara með fórnum sínum og staðfestu. Þeir betj ast tii þess að land þeirra megi vera frjálst á ókomnum árum eins og það hefir verið á umliðnum öldum. í skjóli við fórnirnar og átök Englands vænta tugir þjóða um allan heim eftir að gjöf frelsisins megi líka falla þeim í skaut. Skipverjar á fleyi, með brot- ið stýri, kalla ekki í önnur skip til að spyrja, hvort þeir rnegi bjarga sér. Þeir spyrja ekki svo fávíslegra spurninga, heldur bæta brotin eða búa sér til nýtt stýri. íslenzka þjóðin hefir ástæðu til að vonast eftir, að þjóðar- skipið verði nú í vetur gert sjó- fært að nýju. J. J. að rökstyðja nema tvær, og þó aðeins að litlu leyti. Það er hægt að sjá í „Sulti“, hversu mikið skáld gerir fullkomna sögu, og það er hægt að taka mjjlfar þýðandans til fyrir- myndar. En efni bókarinnar er einhæfara og fábreyttara, held- ur en vera má í skáldsögum þjóðarútgáfunnar. Það er hætt við, að það verði ekki nærri all- ir lesendur útgáfunnar, sem hafa aðstöðu til að meta alla hina djúpsettu kosti þessarar skáldsögu. í öðru lagi eru nokkrir gallar á þýðingu Viktoríu, sem stafa eingöngu af því, að þýðandinn gat ekki lesið prófarkir sjálfur. Hann er búsettur í Þýzkalandi, og þegar bókin var í prentun, var allri sambúð slitið við Þýzkaland eftir hertöku Dan- merkur. Óvinir útgáfunnar hafa lagt mikla stund á, eínkum kommúnistar, að ófrægja Kristján Albertson fyrir þetta starf sitt. Það situr illa á þeim, því að þær setningar hjá Kr. Albertsyni, sem með réttu má gagnrýna, eru í allri þýðingu hans ekki fleiri en finna má í hverjum kafla af hinu mikla ritverki um Ólaf Kárason, eftir færasta rithöfund kommúnista. um hlutum, en Jón virðist vera einn af þeim. Hann talar um að einhverjir, sem ekki vilji áframhaldandi stjórnarsamvinnu, séu alltaf að reyna að finna einhver æsinga- mál, til þess að geta viðhaldið kj örfylgi sínu. Eitt af þjessum málum telur hann kjötverðið í haust. Hann segir, að „Tíma- menn“ telji sig hafa unnið eitt- hvert „stórvirki“ með því að ákveða kjötverðið hærra en undanfarin ár; það hafi verið gert, til þess að „ánetja eitt- hvert sveitafólk". Nú veit Jón, að kjötverðið var ákveðið af fimm manna nefnd, og þrír af nefndarmönnunum voru sam- mála. Þeir réðu því, hve hátt verðið varð. Hann veit enn- fremur, að þeir voru Helgi Bergs, ég og Jón Árnason. Það getur því ekki verið átt við aðra en okkur, þegar sagt er, að kjötverðið hafi verið ákveðið nokkuð hærra en undanfarandi ár, til þess að búa til æsinga- mál, og reyna á því að afla okkur einhvers kjörfylgis. Eg neita því algerlega, að ég hafi við ákvörðun á kjöt- og mjólk- urverði nokkurntíma tekið til- lit til þess, hvaða áhrif það mundi hafa á kjörfylgi mitt, enda fengið hnútur-sitt á hvað frá framleiðendum og neytend- um. Og þó að Jón nú ætli mér að hafa haft þetta kjósenda- veiðasjónarmið, þegar ég ákvað kjöt- og mjólkurverð, þá þyk- ir mér hart, að hann skuli drótta því að þeim Helga Bergs og Jóni Árnasyni, að þeir hafi það. Eg get fullyrt, að þeir hafa það ekki, og við allir gerðum það eitt, sem við teljum rétt, er við ákváðum kjötverðið. En hvers vegna dettur Jóni slík fjarstæða í hug? Er það af því að hann sjálfur láti það hafa áhrif á sig í afgreiðslu mála, hvort hann heldur að málið sé vænlegt til að afla á því kjörfylgis eða ekki? Eða þekkir hann það úr sínum flokki, að menn vinni þannig að málum? Var það ef til vill þess vegna, að ýmsir af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins töldu kjötið í haust svo dýrt, að það væri ókaupandi? Átti það sjónarmið þeirra að vera einhver kosningabeita til að á- netja einhverja í kaupstöðun- um? Og var krafa Jóns og ann- arra Sjálfstæðisþingmanna um hærra kjötverð af sama toga spunnið? Var það af því, að þeir héldu, að það væri vænlegra upp á kosningafylgið í sveitun- um. „Margur ætlar mann af sér“ og á einhverju byggir Jón þá ályktun sína um okkur, að við höfum ákveðið kjötverðið með eitthvert atkvæðaánetjun- arsjónarmið fyrir augun. Þaff skyldi þó aldrei vera, aff Jón væri Iíka viff atkvæffagreiffslur sami trúi þjónninn og hann reynist, er hann er sendur fram á ritvöllinn? En Jón er ekki sjálfum sér Megnið af þýðingu Kristjáns Albertsonar er hressilegt. Hann er vel menntaður höfuð- staðarbúi og lætur málfar ætt- borgar sinnar hafa á sig nokkur áhrif, alveg eins og Jón Sig- urðsson og Bogi Ólafsson bera í ritum sínum blæ Suðurlands, en Guðmundur Finnbogason mótast af málsmeðferð ætt- byggðar sinnar á Norðurlandi. í höfuðstaðnum búa nú % hlutar þjóðarinnar. Þar eru fólgin örlög málsins. -Kristján Albertson er einn af þeim Reykvíkingum, sem líklegir eru til að hafa heppileg áhrif á þróun málsíns. XVI. Heilsufræði Jóhanns Sæ- mundssonar er nú um það bil að komast í hendur allra kaup- enda. Um hana blása hvarvetna hlýir vindar. Efnið er að vísu nokkuð þröngt og fræðilegt. En þessi höfundur er nú orðinn nafntogaður maður, ekki að- eins fyrir að vera góður læknir, heldur einnig fyrir að vera af- burðasnjall til að tala og rita um heilbrigðismál þannig, að efnið verði ljóst hverjum manni. Bók Jóhanns Sæmunds- sonar á að vera hellubjarg í þjóðarútgáfunni í tvennum skilningi. Hún er hin fyrsta náttúrufræðibók, sem þjóðar- útgáfan sendir kaupendum sínum, og hún á að vera grund- völlur að nýrri sókn í heilbrigð- samkvæmur í grein sinni, því þegar hann er búinn að bera okkur Jóni Árnasyni og Helga Bergs á brýn, að við höfum haft kjötverðið nokkru hærra en undanfarin ár, til þess að reyna að „ánetja sveitafólk", þá fer hann að reyna að leiða líkur að því, að við höfum ákveðið kjöt- verðið eftir kröfum frá Sjálf- stæðisþingmönnum. Þótt Jón geri þetta, veit hann, að allar þær óskir, er nefndinni bárust í sambandi við ákvöfðun kjöt- verðsins í haust, komu til henn- ar eftir að málinu var til lykta ráðið. Hann veit, að ein óskin kom í símtali, og reynir hann að gefa í skyn, að hún hafi þó komið áður en verðið var á- kveðið. Hér er átt við símtal Magnúsar Friðrikssonar, er fór fram meðan stóð á fundinum, er kjötverðið var ákveðið á, en þó eftir að búið var að ákveða það. Jón missir því líka það hálmstráið. Líklega hefir Jón þó ekki ætlað að reyna að „á- netja eitthvert sveitafólk" með því að skrökva því að því, að það hafi verið fyrir áhrif frá Sjálfstæðismönnum, að kjöt- verðlagsnefnd hafði kjötverðið „nokkru hærra en undanfarin ár.“ Hvað getur honum gengið til að vera að segja ósatt um það atriði? Líklegast tel ég, að Jón hafi verið „sendur fram á ritvöll- inn“ til þess að reyna að bera blak af þeim flokksmönnum sínum, er töldu kjötverðið ó- heyrilega hátt. En hann mátti ekki gera það í dagblöðum bæj- arins, heldur í ísafold, sem Reykvíkingar sjá ekki, og þess vegna kom fyrri greinin ekki í Morgunblaðinu. En var nú sér- stök þörf á að gera það þar? Þurfti ekki frekar að gera það, þar sem neytendur sáu skrifin? Og gat ekki Jón ósendur svarað helztu greinunum, sem skrifað- ar voru til að reyna að fá menn til að trúa því, að kjötið væri svo hátt verðlagt, að það væri ókaupandi? Átti hann ekki til þá sannfæringu sjálfur? Jón hélt því fram í fyrri grein sinni, að kjötverðið í haust hefði orðið hærra, ef nefndin hefði ekki ákveðið verð á því. Eg hélt því fram í fyrri grein minni, að líkur, er nálguðust vissu, bentu á hið gagnstæða. Þetta vill Jón ekki heyra, og bendir nú á, að Sláturfélag Suð- urlands hafi ráðið verðlagi í Reykjavík áður en nefndin varð til, að Sláturfélag Suðurlands hafi i haust viljað hafa verðið hærra, og því mundi það hafa ráðið nú, hefði nefndin ekki verið og tekið ráðin af því. Man Jón, að árið áður en kjöt- verðlagsnefnd varð til, varð verðið á kjöti í Reykjavík lægra en útflutningsverðið. Heldur hann ekki, að Sláturfélag Suð- urlands hafi ráðið því? Veit Jón, að hálfum mánuði áður en kjötverðlagsnefnd ákvað verð á (Framh. á 4. síðu.) ismálum almennings, bæði um hollustuhætti, matarhæfi o. s. frv. í héilsufræði Jóhanns Sæ- mundssonar eru mikill fjöldi bendinga, sem sérstaklega hafa þýðingu fyrir æsku landsins um skynsamlega heilsuvernd. Arabíu-Lawrence er nokkurs konar Þúsund og ein nótt í nýj - um stíl. Höfundur hennar er tal- inn einn hinn fullkomnasti rit- snillingur á enska tungu meðal sinna samtíðarmanna, auk þess sem hann er heimsfrægur maður sem leiðtogi í hernaði. Það var erfitt að þýða þessa bók af því að hún var lista- verk á frummálinu. Boga Ól- afssyni hefir tekizt þetta eink- ar vel. Menn geta deilt um ein- stök orðatiltæki þar sem endra- nær. En að öllu samtöldu er þýðingin hin prýðilegasta. Hún er sterk og örugg eins og þýð- andinn sjálfur. Efni bókarinnar er eins og æfintýri, sem líkast nútíma stækkun á Þúsund og einni nótt, Sá, sem les þessa bók, sér Arabíu fyrir sér, hið mikla, sólbrennda land, með graseyj- um, lindum og pálmalundum, og hina, einkennilegu þjóð, sem minnir að svo mörgu leyti á það ísland, sem nú er að hverfa 1 skugga vélrænnar menningar. í bók Lawrence fær íslenzka þjóðin glæsilega mynd af einu af stórlöndum heimsins og gagnmerkilegri og frumlegri menningarþjóð. Þegar tuttugu r a ii s I Marionette-leiksýning í Reykjavík. Á undanförnum vikum hefir verið sýndur í Reykjavík leikur frá 16. öld og má segja, að það sé merkisatburður fyrir margra hluta sakir. Var leikurinn fyrst sýndur á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur og síðan hefir ný- stofnað Marionette-leikfélag annazt sýningarnar. Þessi leik- sýning er í fyrsta lagi eins kon- ar alþýðufræðsla um vissa teg- und skemmtana fyrir mörgum öldum. Því ekki að halda áfram á sömu braut og sýna fleiri forna leiki eða skemmtanir í sinni upprunalegu mynd, eftir því sem hægt er? Þó að gamall sé, er Faust- leikurinn nýjung á íslandi, sökum þess útbúnaðar, sem við hann er notaður. Leikendurnir eru brúður, sem skornar eru út úr tré, litaðar og færðar í föt. Eru þær færðar til og þeim stjórnað ofan frá með hárfín- um þráðum. Orðin, sem persón- urnar segja, eru flutt af fólki bak við tjöldin. Svipbreytingar eru engar, nema í ímyndun á- horfenda, og þegar brúðan snýr á ýmsa vegu við ljósinu. Þess vegna nýtur leikurinn sín bet- ur í fjarlægð, þar sem smáat- riðin hverfa, en heildaráhrifin verða yfirsterkari. Samkomu- salur háskólans er því mun betri staður en Varðarhúsið, þar sem fólkið þarf að sitja of nærri leiksviðinu. Leikritið sjálft er strang-al- varlegt að efni tU, þó að fjör og skrípalæti einnar persón- unnar vegi meir en svo upp á móti þunga alvörunnar. Það er erfitt fyrir Reykvíkinga á tutt- ugustu öldinni að njóta leiks- ins með sams konar tilfinning- um og menn hafa gert fyrir 400 árum. Þá var sennilega ekki eitt einasta atriði, sem var ó- samræmanlegt, samkvæmt heimspeki og trú. Galdrar, loft- andar, árar úr uhdirheimum, Kölski (hér Pluto), og sálna- verzlun hans, var þá álíka sennilegt og raunhæfustu at- burðir daglegs lífs. Þá var ei- líft helvíti einn hroðalegasti veruleiki. — Yfirlýsing Mefisto- felesar um það, hvað hann vildi á sig leggja til að sjá guð eitt einasta augnablik og hverfa síðan aftur ofan í víti, hlaut að verka öðruvísi á börn mið- aldanna heldur en nútímafólk, sem trúir því, að dyrum himna- ríkis verði aldrei að fullu lok- að. En mætti samt ekki eitt- hvað af orðum hans læra? Eitt er það í leiknum, sem ís- lendingar kannast við úr sög- unum um Sæmund fróða, en það er hin dæmalausa einfeldni myrkravaldanna, sem hægt er að gabba eins og fara gerir, ef til vill með því að snúa út úr einu orði. (Framh. á 4. siðu) bækur um tuttugu lönd eru i bókaskáp jafnvel hinna fátæk- ustu manna á íslandi, þá hefir sú kynslóð, sem þá vex upp, allt aðra þekkingu á löndum og þjóðum, heldur en nú gerist. XVII. Ég hefi nú freistað að gefa nokkurt yfirlit um þjóðarútgáf- una, um starfið undangengið ár, um starfið, sem er fram- undan, um mikla auðsýnda vel- vild margra dugandi manna og nokkra áhrifalausa andúð frá mönnum og fyrirtækjum, sem beint eða óbeint telja sig hafa óhag af vaxandi, andlegri og þjóðlegri sjálfbjargarviðleitni íslenzku þjóðarinnar. Útgáfustjórnin hefir nú lagt skjöl sín og skilríki fyrir hina mörgu viðskiptamenn. Hún mun leitast við að hækka ekki áskriftarverð, meðan þess er nokkur kostur. Hún leitar aldrei til erlendra aðila um fyrirgreiðslu. Hún mun hins vegar óhikað leita til hins ís- lenzka þjóðfélags um nokkurn dýrtíðarstuðning, meðan stríðið stendur. Takist það, sem líklegt má telja, og að fullnægja sann- gjörnum kröfum viðskipta- manna, þá mun þjóðarútgáfan halda áfram sínu áhrifamikla starfi, að mynda safn góðra og fjölbreyttra bóka, í þúsundum heimila, sem höfðu gefið upp alla von um að eignast nokk- JpJV YS JÚXSSON: Þ j óðar utgáf an

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.