Tíminn - 04.02.1941, Qupperneq 3

Tíminn - 04.02.1941, Qupperneq 3
14. blað ANNÁLL Afmæli. Hinn 27. janúar varð Sig- ríður Sigurðardóttir á Álfhól- um í Vestur-Landeyjum níræð, fædd þann mánaðardag 1851. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður og Barbóra í Miðkoti, og urðu þau fyrst til að hefja túnasléttur í sinni sveit. Þegar Sigríður var fimm ára, bauð bændahöfðinginn Sigurð- ur Magnússon á Skúmsstöðum foreldrum Sigríðar, að taka hana i fóstur, en hann átti að- eins eina dóttur barna, var hún á líku reki, og mun Sigurður hafa gengizt fyrir því að útvega dóttur sinni leiksystur.ÁjSkúms- stöðum ólst Sigríður upp, en það var þá eitt af kunnustu stórheimilum á Suðurlandi. Á Skúmsstöðum dvaldi Sigrður þar til hún giftist Jóni Niku- lássyni, bóndasyni frá Sleif. Aldarháttur mun hafa tryggt, að ekki legði sá í bónorðsför til fósturdóttur að Skúmsstöðum, sem ekki væri talinn mannsefni gott. Enda staðfesti reynslan það. Búnaðist þeim Sigríði og Jóni vel, fyrst að Sleif en síðan að Álfhólum, og voru jafnan talin til fremstu manndóms- og mannkostamanna í byggðarlag- inu. Jón er dáinn fyrir allmörg-, um árum. Sigríður var sjálf sezt að búi áður en harðærin miklu eftir 1880 dundu yfir. Hún fylgdist með því, hvernig sandfok og uppblástur lagði eina jörðina á fætur annarri í eyði i nágranna- byggðum hennar. Hún var sjón- arvottur að því, hvernig jökul- vötnin höfðu borið undir sig og og ruddust úr farvegum ^sínum inn yfir hennar eigin svelt, svo menn flosnuðu upp af margri góðjörðinni. Jafnvel sjálft æskuheimili hennar, höfuðból- ið nafnkunna, Skúmsstaðir, lagðist í eyði af þessum sökum. En Sigriður hefir lika upplif- að, að sjá úrræði mannanna færast í aukana í viðureign þeirra við náttúruöflin. Vegir, brýr, fyrirhleðslur, safngryfjur, súrheystættur, stækkuð og vélslegin tún og engi, stóraukin félagsleg úrræði á fjölmörgum sviðum, bifreiðar, vélskip, sími og útvarp. Allt þetta, og enn fleira, er komið til sögunnar í hennar tíð. Æfi Sigríðar er orðin löng. Og þó er eins og maður skilji ekki í því, að leiðin frá hlóð- unum og kolunni til Aga-elda- vélarinnar og raflampans, skuli ekki hafa tekið enn lengri tíma. Þetta er hið innihaldsríka æfintýri, sem Sigríður og sam- tið hennar hefir lifað. Þótt Sigríður á Álfhólum hafi lifað mikla breytingaöld, í fögru og sögufrægu byggðarlagi, þá verður það sögulegast um hana, urntíma safn góðra bóka, í vönduðum frágangi, á góðu máli. XVIII. Útgáfustjórnin hefir leitað til þriggj a sérstaklega málf róðra manna til að hafa yfirumsjón. með máli og ytra frágangi á bókum ÞjóðvinafélagSins og menntamálaráðs. Er þar fyrst að nefna Björn Guðfinnson málfræðing. Hann er nú talinn mestur og stefnufastastur af harðstjórum um málverndun og frágang á rituðu máli. Heldur hann fast fram hinni lögboðnu stafsetningu, sem er raunar réttritun Jóns Sigurðssonar forseta. Hafa margir lingerðir menn horfið undan um vernd- un málsins í því efni. Björn Guðfinnsson á að ráða full- komlega hinum ytra frágangi þjóðarútgáfunnar, að þvi er snertir meðferð málsins. Næst koma prófarkalesarar Alþingis, Pétur Lárusson og Lárus Blön- dal. Eru þeir táldir einna snjall- astir og æfðastir af prófarka- lesurum landsins. Væntir menntamálaráð, að með þessari aðstoð þyki vel af stað farið, að tryggja réttritun og málvöndun Jóns forseta. Rétt þykir að síðustu að geta um nokkra erfiðleika á útgáfu úrvalsljóða og úrvaísþátta úr íslenzkum bókmenntum, sem veldur því, að ekki er hægt að gefa út fyrirfram ákveðin höf- undarit. Erfingjar rithöfunda TÍMDJN, þrlðjMdagiim 4. fcbrúar 1941 55 B Æ K U R Sandhóla-Pétur III. Eftir A. Chr. Wester- gaard. Eiríkur Sig- urðsson íslenzkaði. Þetta er síðasti þáttur danskr- ar drengjasögu, sem hefir orðið mjög vinsæl í föðurlandi höf- undar. Það er galli á þessu bindi, að uppistaða sögunnar er mjög mikið byggð á fremur óeðlilegri tilviljun. Lausnin á mestu vandamálum Sandhóla-Péturs verður þess vegna síður skoðuð sem lýsing á því, hvernig dansk- ir piltar yfirleitt, af hans^stétt og stöðu, komast áfram í heim- inum. — Samt tel ég víst, að íslenzkum drengjum þyki gam- an að sögunni. Hún er góð lýs- ing á unglingum, sem eru að verða að manni. Sérstaklega vildi ég vekja athygli á því, hvernig leikþrá bernskunnar á í stríði við skyldur hins hálf- uppkomna „húsbónda“, unz lífsbaráttan sjálf verður að spennandi leik, þó að sá leikur sé síður en svo laus við sárs auka á köflum. Einn aðalkostur bókarinnar er sá, að heilbrigt starf er gert að lífshugsjón ungra drengja. Lestur hennar ætti því að vekja virðingu fyrir hinni vinnandi hönd í stað þess að laða huga unglinganna burtu frá lífsbaráttu alþýðunn- ar. — Þýðingin er góð. f fyrsta bindinu var full-mikið um stirða þýðingu á einstökum setningum, en þeir gallar eru horfnir, og sýnir það, að höf- undur hefir lagt alúð við verk sitt. Jakob Jónsson. Freyr, 1. og 2. hefti. Tvö fyrstu hefti Freys af þessa árs árgangi eru komin út. fyrsta heftið skrifar ritstjórinn áramótagrein og svargrein út af skrifum Frjálsrar verzlunar um Grænmetisverzlunina, Guðni Einarsson skrifar um Eyjólf Guðmundsson í Hvammi, Jóhann Fr. Kristjánsson skrifar um ný- ungar á sviði hitunartækja, og Páll Zóphóníasson um lækningu á mæðiveikifé með Cooperduft- gufu. Á annað heftið skrifar Árni G. Eylands merkilega grein, Horft um öxl. Svarar hann þar (Framh. á 4. siðu.) að hún hefir í lífi sínu látið á sannazt, að mest er undir komið manndómi og manngöfgi. Og þessara eðliskosta hennar hafa jafnan notið menn og málleys- ingjar, eftir því sem föng stóðu til, og jafnvel umfram það. Sigríður og Jón eignuðust mörg börn, öll hin mannvæn legustu. Hún dvelur nú hjá Valdimar syni sínum á Álfhól um. Miðað við aldur, er Sigriður vel ern og hefir enn nokkra um- sýslu. Á afmælinu heimsóttu hana fjöldi ættmenna og vina. G. M. hafa einkarétt til útgáfu á rit- verkum þeirra í hálfa öld frá dánardægri. Það verður þess vegna samningsmál milli útgáf unnar og erfingja skálda og rit- höfunda, sem annaðhvort eru á lífi eða hafa andazt eftir 1890 hvort leyfi fæst að svo stöddu til að gefa út úrval úr verkum þeirra. Útgáfustjórnin getur hins vegar gefið út eftir vild eins og aðrir menn hér á landi, úr verkum höfunda, sem and azt hafa fyrir 1890. Fyrst um sinn kemur þetta ekki að sök því að af miklu er að taka. En eftir nokkur ár getur svo farið að útgáfan verði að fresta að kynna viðskiptamönnum sínum einstök skáld og rithöfunda, af þeim orsökum, sem nú eru greindar. Hins vegar mun út gáfan greiða höfundum, eða erfingjum þeirra, mjög sóma- samlega fyrlr það efni, sem leyfi þarf til að birta. Einn af þeim höfundum, sem talið er að einstakir útgefendur ráði yfir í nokkur ár enn, er Grímur Thomsen á Bessastöðum. En þrátt fyrir þessa og marga aðra erfiðleika, vonar útgáfu stjórn þjóðarútgáfuhnar, að henni muni takast að fram kvæma sitt þýðingarmikla hlut verk, að hjálpa til að mynda bókasöfn í hverju heimili landinu, og að í þessu bóka safni verði bækur, sem myndi öruggan grundvöll að nýju sjálfsnámi og sjálfmenntun í landinu. J. J. James Joyce. Nokkru eftir áramótin lézt í Sviss írska skáldið James Joyce, 58 ára. Prægasta skáldsaga hans er Ulysses, sem kom út 1919. Saga þessi fjallar um líf Dublinarbúa og nær ekki yfir lengri tíma en einn dag. Þó er hún rúmar 1200 blaðsíður. í henni koma fyrir mörg stílafbrigði, t. d. er einn kaflinn skrifaður í leikritsformi, en annar, sem nær yfir 50 blaðslður, er án nokkurra greinarmerkja. Yfirburðir Ulysses eru þó fyrst og fremst fólgnir því, að höfundinum hefir tekizt að gera sögupersónurnar svo skýrar og ljóslifandi, að einstakt þykir. í sögunni fjallar höfundurinn um ýms efni, sem ekki þótti sæmilegt að ræða opinber- lega á þeim tímum, og var hún því bönnuð í Englandi, og í Bandaríkjun- um var ekki leyfilegt að láta hana í póst. Hún kom fyrst út í París á vegum amerísks útgáfufélags. Margir bók- menntagagnrýnendur telja hana eitt merkílegasta ritverk síðari áratuga. — Margir yngri rithöfundar hafa reynt að taka sér hana til fyrirmyndar, en heppnazt misjafnlega. Porto Edda. Grikkir tóku fyrir nokkru hafnarbæ- inn Santi Quaranta í Albaníu. Þegar ítalir hertóku Albaníu vorið 1939, breyttu þeir nafninu á bænum og skírðu hann Porto Edda, í heiðursskyni við Eddu, elztu dóttur Mussolinis og konu Cianos greifa. Nafninu á aðal- götu borgarinnar var breytt um líkt leyti og hún látin heita í höfuðið á Victor Emanuel Ítalíukonungi. — Santi Quaranta hefir 2000 íbúa og er helzti hafnarbærinn í Suður-Albaniu. Þjóðverjar í Bandaríkjunum. Meðal Þjóðverja í Bandaríkjunum er nú rekin öflug áróðursstarfsemi 1 þágu Þýzkalands. Þeir eru fjölmennastir í New York og Chicago. Talið er, að í New York séu 600 þús. manns af þýzk- um ættum, en í Chicago 400 þús. — Stjórnarvöld Bandaríkjanna fylgjast vandlega með áróðri þessum. Flestir helztu áhrifamenn Bandaríkjanna, sem eru af þýzkum ættum, eru fylgjandi Bretum, eins og t. d. Wendell Willkie. Dregur það mjög úr áhrifum þessa á- róðurs. Bretar óska eftir innrás. Milo Thompson, forstöðumaður Lon- donardeildar amerísku fréttastofunnar Associated Press Bureau", er nýlega kominn. vestur um haf. Við heimkom- una vestur lét hann svo um mælt, að Bretar óskuðu eftir innrás Þjóðverja i Bretland, því að þeir væru vissir um að hún myndi misheppnast og vinna Hit- ler þann álitshnekki, sem hann fengi ekki risið undir. Nýlega er kominn til Bandarikjáhna Edwin Hartrich, sem hefir verið frétta- ritari í Berlín fyrir ameríska Columbia útvarpsfélagið. Hann lét svo ummælt við heimkomuna, að almenningur í Þýzkálandi væri þeirrar skoðunar, að Þjóðverjar myndu tapa styrjöldinni, ef þeir gætu ekki hertekið Bretlandseyjar. Hann ságði ennfremur, að loftárásir Breta á Berlín hefðu vakið mikla tor- tryggni gegn foringjum nazista meðal almennings þar, því að þeir hefðu lofað því ákveðið, að enginn ensk flugvél skyldi komast inn yfir Berlín. lí.Vli £ Árnessýslu til sölu. Upplýsingar hjá hiin- aðarmálastjóra. ÁmSámoN ffmmms »VÖI kemur út fjórum sinnum á ári, hvert hefti að minnsta kosti 80 blað- síður. Árgangurinn kostar aðeins 6 kr. Dvöl er stærsta og langmerkasta smásagnasafnið, sem til er á íslenzku. Nær 30 þjóðir eiga þar beztu skáld sín að fulltrúum. Alls hafa birzt þar um 240 þýddar sögur eftir 152 höfunda. Þar á meðal eru sumar perlur heimsbókmennt- anna, eins og „Dóttir skóburstarans“, eftir Emil Zola, „Veð- málið“, eftir Anton Tsjeckov, „Ósigur“, eftir John Gals- worthy og „Janko litli“, eftir Henryk Sienciewicz. Allir bókhneigðir menn ættu að kaupa Dvöl. Látið ekki hjá líða að gerast áskrifendur. Bendið kunningjum ykkar á Dvöl. Árltun: Tfmaritfð Dvöl. Lindargötu 1 D, Reykj avík. Sími 2353. F a u s t (Framh. af 2. síðu) Þessi Faust-leikur hefir haft mikla bókmenntalega þýðingu, þar sem talið er, að þýzka stór- skáldið Goethe hafi séð hann á æskuárum sínum og fengið þar uppistöðuna í sitt heims- fræga leikrit um Faust. Annars var Faust þessi lærdómsmaður mikill á sinni tíð, guðfræðingur, læknir og dulspekingur og urðu til um hann miklar þjóðsagnir og aðrar bókmenntir. Starfsmenn og nemendur handíðaskólans hafa haft veg og vanda af leiksýningunni. Þýzkur maður, Kurt Zier að nafni, kennari við skólann, hef- ir stjórnað leiknum og málað leiktjöldin. Ásamt nemendum kennaradeildarinnar hefir hann smíðað leiksviðsútbúnaðinn og leikbrúðurnar sjálfar. Hefir allt það verk verið leyst af hendi með miklum hagleik. — Þeir, sem leiktextann fluttu, gerðu það sumir ágætlega, aðrir vel. Þó kunni ég ekki við engil- röddina. í staðinn fyrir söngl- andann, hefði hlý, innileg og látlaus kvenrödd verið áhrifa- meiri. — Raddir Fausts og Me- fistofelesar voru báðar vel í samræmi við gerfi þeirra, en full-líkar hver annarri á köfl- um. Annars hugsa ég, að mest- ur vandi hafi verið að tala fyrir munn Hans Wursts, spilagosans, vegna þess, hve skjótt og snöggt þurfti að breyta til eftir hreyf- ingum og látbragði. Sennilega verður Faust leik- inn víðar en í Reykjavík og má vænta þess, að þó að hann sé í fyllsta máta „gamaldags“,verði honum vel tekið enn af þeim, sem gaman hafa af að hugsa og gaman af að hlæja. Jakob Jónsson. en þeir myndu verða enn meiri síðar. Við vonum, sagði hann, að fyrir næstu áramót sjáum við hylla undir sigurinn og það fyrst og fremst vegna aukinna afreka flughersins, sem munu stafa af eflingu hans. A Göring að verða konungur Bretlands? Þýzk blöð skýra frá þvi, að Göring og Georg VI. Bretakonungur séu frændur. ( Borgarstjórnin í Brunswick hefir lát- ið semja ættartölur Görings og var hún færð honum að gjöf, þegar hann varð 48 ára, en það var fyrir skemmstu síðan. Samkvæmt þessari ættartölu rekur Göring ættir sínar til Henry II. Englandskonungs, en Georg VI. rekur einnig ætt sina til hans. Henry II. var uppi á síðari hluta 12. aldar. Sum ensk blöð hafa getið þess til, að það sé hugmynd nazista að gera Göring að konungi Bretlands, ef Þjóð- verjum tekst að ná því á vald sitt. Þess vegna sé verið að ræða fram og aftur um ættartölu þessa í þýzkum blöðum. Það eigi m. a. að undirbúa jarðveginn á þann hátt. Sigurvonir Breta og brezki flugherinn. Knox flotamálaráðherra Bandaríkj- anna var nýlega spurður að því, hvort Bretar myndu geta sigrað Þjóðverja með innrás á meginlandið. Knox kvaðst ekki trúaður á það. Möguleik- arnir til að sigra Þjóðverja eru fólgnir í því að þróttur þjóðarinnar bili, sagði hann. Síðan bætti hann við: Þýzkir borgarbúar munu ekki þola loftárásir eins vel og Bretar hafa gert. Archibald Sinclair flugmálaráðherra Breta sagði nýlega í ræðu, að brezki flugherinn væri stöðugt að aukast. Hann hafði þegar unnið mikla sigra, AuglýsitS í Tímanum! Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verkakvenna, iðnaðarmanna og kvenna í Goodtemplarahúsinu við Templara- sund, 3. og 4. febrúar n. k. kl. 8—10 að kveldi. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera viðbúnir að gefa nákvæmar upplýsingar um heimilisástæður sínar, eignir og skuldir, at- vinnudaga og tekjur á síðasta ársfjórðungi, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóma, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskap- arstétt, ómagafjölda, styrki, opinber gjöld, búsaleigu, og um það í hvaða verkalýðsfélagi menn séu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og um tekjur konu og barna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 1. febrúar 1941. Bjarni Benediktsson Voraámskeíð. HúsmæSraskólann á Hallormsstað heldur eins og að undan- förnu námskeið frá 8. maí til 18. júní næstkomandi í þessum námsgreinum: Kjólasaum — Vefnaði — Matreiðslu og Garðyrkju. Námskeiðskostnaður var s. 1. vor kr. 120,00 að frádregnu efni til handavinnu. Á garðyrkjunámskeiðinu vinna nemendur fyrir fæði sínu. Hallormsstað 5. janúar 1941 Stgrún P. Blöndal. 232 Róbert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 229 því, að ég skuli vera orsök í ógæfu þinni. Geturðu fyrirgefið mér. — Uss, hvíslaði hún varlega. Hér má enginn heyra til þín. Þú verður að muna, að þú ert okkar eina og síðasta von. — Eg veit það, svaraði hann, því .gleymi ég ekki eitt augnablik — og ég skal gera allt, sem ég get, til þess að bæta fyrir það, sem ég hefi brotið. Eg ætlaði aðeins að vita, hvort þú værir ekki reið við mig. — Það er ég ekki ........ — Það gleður mig. Þú veizt ekki hvað það kvelur mig að vita þig hér í hönd- um þessara þrælmenna. Ég vona, að mér heppnist að finna einhverja leið út úr þessum ógöngum — og ég gefst ekki upp. Fyrr skal ég lífinu týna. — Eg treysti þér, hvíslaði hún. — Lofaðu mér að taka í hendina á þér, Lucy. Hún gat ekki komið allri hendinni gegnum rimlana, svo að Bob náði að- eins í fingurgómana og kyssti þá. Ef okkur auðnast að komast héðan og heim til London, þá förum við og heimsækjum gamla veitingahúsið okk- ar í Whitechapel. Eg hugsa oft um það, þegar við hittumst í fyrsta sinn. — Mér geðjaðist strax vel að þér .... Lucy brosti, þrátt fyrir það þótt um- búnir menn komu um borð. Grabenhorst tók á móti þeim. Varð- skipsmennirnir heilsuðu. — Eruð þér skipstjórinn? — Já, hvað þóknast yður? — Við óskum eftir að fá að sjá skips- skjölin, svaraði fyrirliðinn. Síðan fylgdi Grabenhorst honum og nokkrum af mönnum hans niður á skrifstofu skips- ins. Grabenhorst var maður, sem hafði heilann í höfðinu. Mira hafði þegar skipt um nafn. Nú hét hún „Mermaid“ og var frá Plymouth. Öll skjöl hljóðuðu upp á það nafn. Þetta var auðsjáan- lega skemmtisnekkja, sem flutti enga forboðna vöru — aðeins hóp af ham- ingjusömu fólki, sem hafði efni og á- stæður til þess að njóta sjávarloftsins og sólarinnar suður á Miðjarðarhafi. Grabenhorst gaf eftirlitsmönnunum vindil áður en þeir fóru og kvaddi þá síðan með breiðu brosi. Þetta hafði allt farið fram hægt og hljóðalaust, og ekki raskað ró þeirra, er sváfu niðri í skipinu. Þegar stúlkurn- ar komu á fætu, var „Mermaid" aftur orðin „Mira“ og franski fáninn var kominn upp í stað þess brezka. Varð- báturinn var horfinn úr augsýn. Enn var heill dagur, þar til strönd Afríku mundi koma I ljós. Allan þenn-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.