Tíminn - 04.02.1941, Síða 4

Tíminn - 04.02.1941, Síða 4
56 TlMINiV, þrig|ndaginn 4. fchniar 1941 14. blað tn BÆIVUM Aðalfundur Þjóðræknisfélagsins verður í Kaupþingssalnum annað kvöld klukkan 8yz. Stjórnar- og full- trúaráðskosning. Allir, sem vilja auka viðskipta- og menningar- samband íslendinga við Amer- íku, ættu að koma á fundinn. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík heldur fund í Edduhúsl kl. 8% í kvöld. Nýju prestarnir í Hallgrímssókn, séra Sigurbjöm Einarsson og séra Jakob Jónsson, voru settir í embætti á sunnudaginn var. Framkvæmdi séra Friðrik Hallgrims- son dómprófastur athöfnina. Síðan fluttu báðir nýju prestamir prédikun, en biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðs- son, þjónaði fyrir altarinu. Sænski sendikennarinn, fil. mag. Anna Z. Ostermann, byrjar kennslu fimmtudaginn 6. febr. n. k. í háskólanum. Fyrirlestrar Símonar J. Ágústssonar um hagnýta sálarfræði, hefjast í dag, 4. febr., kl. 6.15 I III. kennslustofu háskólans. Efni næstu fyrirlestra verður: Auglýsingar og útbreiðslustarfsemi. öllum heimill aðgangur. Prestarnir í Hallgrímssókn biðja væntanleg fermingarbörn sín að koma til viðtals í Austurbæjarskólann klukkan 5 síð- degis næstkomandi flmmtudag. Nýr ilokkur í Frakkl. (Framh. af 1. síðu.) hernumdu héruð Frakklands, myndi Petain-stjórnin senni- lega hafa flúið til Norður-Af- ríku og haft flotann með sér. Eftir það var líklegt, að nýlend- ur Frakka, ásamt franska flot- anum, gengju í lið með Bret- um. Það þótti því ráðlegra að breyta framkvæmdum þessara fyrirætlana. Þjóðverjar skyldu veita Lavalsstjórninni ýms hlunnindi, en ger a Petain- stjórnina, sem þeir þó viður- kenndu áfram, allt til meins. Laval skyldi síðan fara á fund Petains og segja honum, að slíkt ástand væri óþolandi leng- ur, eining þjóðarinnar væri í hættu og hann væri eini mað- urinn, sem gæti sameinað hana á ný. Petain átti að ganga í þessa gildru og fallast á kröf- ur Þjóðverja í trausti þess, að hann væri að vinna að samein- ingu frönsku þjóðarinnar. Ýmsir blaðamenn telja, að Petain hafi komist að þessum fyrirætlunum og því hafi hann vikið Laval úr stjórninni. Það er auðséð, að stjórn Peta- ins litur hina framangreindu flokksmyndun i Pars alvarleg- um augum. Sama daginn og á- varp Fontenay var birt, en það var síðastliðinn laugardag, flutti Weygand hershöfðingi útvarpsræðu, þar sem hann hvatti Frakka til að sameinast um Petain marskálk og varast allar sundrungartilraunir. í á- varpi, sem Vichy-stjórnin birti á sunnudaginn, er skorað á þjóðina að standa með henni í erfiðu starfi. Jafnframt hefir útvarp Vichystjórnarinnar lagt áherzlu á trúmennsku flotans Rekstnr sanðfjár- ræktarbúaima (Framh. af 1. síðu.) Grænavatni, 53,5 kgr., og á Svanshóli, 55,5 kgr. Árangnr af búrekstrinnm. Það kemur árlega í ljós, að afurðirnar verða mestar, þar sem fé er bezt fóðrað. Á Græna- vatni, þar sem ærnar voru svo vel fóðraðar, að þær þyngdust um ríflega 6 kílógrömm að meðaltali yfir veturinn, var þungi dilkanna á fæti að með- altali 63,5 kílógr. á hverja á, sem kom upp lambi. Á Þóru- stöðum og Hrafnkelsstöðum nam lambaþunginn 57,5 kgr. á hverja á, sem kom upp lambi, en minnst fékkst eftir hverja á að Stafafelli og Brekku, aðeins 38 kgr. En þær léttust að vetr- inum um 6,4 kgr. á Stafafelli, og 2 kgr. á Brekku. Á Þórustöð- um þyngdust þær hins vegar um 3,2 kgr. Grænavatnsbúinu voru veitt þrenn verðlaun. Fyrir fallþunga dilkanna hlaut það þó enga við- urkenningu. Virðist það koma glögglega í ljós, að þingeyska féð reynist hlutfallslega verr til frálags, miðað við vænleika á fæti, heldur en fé af ýmsum öðrum fjárkynjum, sérstaklega þó Kleifafé. Miðað við þunga lambanna, eins og hann reyndist, er þau voru vegin á fæti, höfðu lömb- ’in í Ólafsdal vænzt fall, tU jafnaðar 42,3 af hundraði. Þar er Kleifafé. Á Svanshóli, þar sem einnig er Kleifafé, var fall- þunginn 40,3 af hundraði þess, er þau vógu lifandi, en á Græna vatni 39,1 af hundraði, Hrafn- kelsstöðum 36 af hundraði og á Þórustöðum 35,6 af hundraði. Á öllum þrem síðast töldu bú- unum er ræktað þingeyskt fé. Auðvitað er ekki hægt að dæma um það til hlítar, hver hlutföllin yrðu, væri öllum lömbunum slátrað. Vanalega eru vænstu lömbin, sem ávallt reynast bezt í þessu efni, alin upp eða seld til lífs. En til þess að sýna, að slíkt getur ekki raskað mjög þessari niðurstöðu, má geta þess, að í Ólafsdal voru 17 fallegustu lömbin sett á, en 24 slátrað, en á Grænavatni, þar sem æfin- lega er mikil líflambasala, voru 43 sett á, en 107 slátrað. Á Þórustöðum getur það lækkað og sagt, að Frakkar væru aldrei stoltari af flota sínum en nú. Síðar var birt tilkynning í Vic- hy um að talsvert af varaliði flotans værí kvatt til starfa. Mesta athygli vekur þó, að Darlan flotamálaráðherra hef- ir farið til Parísar til að ræða við Abets sendiherra Þjóð- verja þar. Darlan er talinn duglegasti og áhrifamesti mað- ur Petain-stjórnarinnar, að Petain undanskildum. Hann nýtur mikilla vinsælda meðal foringja í flotanum. Um af stöðu hans í þessum málum er ekki kunnugt, en margir fregn- ritarar telja að hún geti riðið baggamuninn. hlutfallstöluna, að 49 lömb eru sett á, en 46 slátrað. Það er mjög þýðingarmikið, að bændur, sem sinna fjár- rækt, stefni að því, að fá sem mestan fallþunga. íslenzkt fé hefir mjög lítinn fallþunga, samanborið við fé af ræktuð- um, erlendum fjárkynjum. Sér- staklega ber þeim, sem þyngst fé eiga, að leitast við að auka fallþungann. Fé Páls á Græna- vatni er til dæmis svo þungt á fæti ,að ekki er sérstaklega að því keppandi að auka þann þunga, en hins vegar er hon- um stórt verkefni í fang borið, að auka fallþungann. Á fæti reyndust lömbin í Ól- afsdal 44 kgr. á hverja á, en 56,5 kgr. á Hrafnkelsstöðum. En sé fallþungi eftir hverja á reiknaður, kemur í ljós, að hann er 18,6 kgr. í Ólafsdal, en 20,3 á Hrafnkellsstöðum, svo að mik- ið hefir dregið saman og mun- urinn reynzt minni en ætla mátti af þeim tölum, er fyrr voru nefndar. Þetta dæmi sýn- ir gerla, að það er ekki á það eitt lítandi, hvað féð vegur á fæti. Hitt skiptir mestu, hvern- ig það reynist til frálags. F j árr æktar £ élög. Samkvæmt búfjárræktarlög- unum má stofna fjárræktarfé- lög, er styrks njóta, og samdi síðasta búnaðarþing starfsregl- ur fyrir þau. Fyrsta fjárræktarfélagið var stofnað í fyrra í Mývatnssveit. Félag þetta er stofnað með 258 ám og mörgum ágætum hrút- um. Annað félagið var stofnað í Þistilfirði með 192 ám. Þriðja félagið, en fleiri hafa ekki verið mynduð enn, er í Andakíl í Borgarfirði. Þar er hugmyndin fyrst og fremst sú, að ala upp kynblendinga skozks og íslenzks fjár og kom- ast að raun um, hvort þeir reynist hraustari gegn mæði- veiki en alíslenzkt fé, og svo þolnar og afurðagóðar kindur, að til sé vinnandi að rækta þær hér. Voru nokkrar kindur af hreinræktuðu, skozku fé frá Halldórsstöðum í Laxárdal, fluttar suður að Hvanneyri í þessu skyni. Verða þær hafðar með nokkrum íslenzkum kind- um í vörzlu í nokkur ár. Sæðlsflntningur og frjódælmg. Skozku hrútana á Hvanneyri á að nota til íslenzkra kinda, og er viðhöfð um það ný aðferð, er lítt hefir verið reynd hér á landi. Er sæðið tekið úr hrútunum og flutt á bæina í kring og ærnar þar frjóvgaðar með því. Guð- mundur Gíslason læknir hefir unnið að tæknihlið þessa verks, en ég hefi á hendi eftirlit með ræktun fjárins og rannsóknir á árangrinum. Hér á landi var þessi frjóvg- unaraðferð fyrst reynd austur í Hreppum í fyrravetur. Var sæði úr hrútum, sem þóttu eiga kyn til að vera þolnir gegn mæði- veiki, flutt austur yfir Hvítá í Árnessýslu og reynt að frjóvga ær þar með því. Átti með þessu að leitast við að koma upp fjár- stofni þar í Hreppunum, sem ætla mætti . að yrði allþolinn gegn mæðiveiki, þegar hún tæki að breiðast út í byggðarlögunum austan Hvítár. Þessi byrjunartil- raun með sæðisflutning og frjóv dælingu tókst svo vel, að viðun- andi má telja. Var hún endur- tekin þar eystra um fengitímann í vetur í stærri stíl en áður. Þessi aðferð hefir verið notuð allmikið á síðari árum sums staðar erlendis, einkum í Rúss- landi, Danmörku og Bretlandi. Þykir hún gefa góða raun. Hefir hún þann mikla kost, að hægt er með þeim hætti að fá mun fleiri afkvæmi undan afburða- karldýri en ella. Sömuleiðis er hægt að flytja sæði úr kynbóta- dýrum milli héraða og landa; þarf þá ekki að eiga það á hættu, að sjúkdómar berist og breiðist út, þótt til slíkra kynbóta sé stofnað. ■ GAMLA BÍÓ- EdithCavell (NURSE EDITH CAVELL) Aðalhlutverkin leika: ANNA NEAGLE, GEORGE SANDERS, EDNA MAY OLIVER Og MAY ROBSON. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. — Sýnd kl. 7 og 9. — -NÝJA BÍÓ- Systurnar (The Sisters) Amerísk stórmynd frá Warner Bros, gerð eftir hinni víðfrægu skáldsögu með sama nafni, eftir MYRON BRINGS. Aðalhlutv. leika: BETTE DAVIS og ERROL FLYNN. Sýnd kl. 7 og 9. 230 Robert C. Ollver: Æfintýri blaðamannsins 231 an dag varð Bob að leika hlutverk sitt. Hann fór að hugleiða, hvernig þessum ungu, ánægðu stúlkum myndi verða við, þegar þær fengju loks að vita sann- leikann. Öll bros myndu stirðna og all- ur hlátur hljóðna. Grátur og örvænt- ing----------- Bob vonaði stöðugt, að sú stund myndi koma, að hann fengi tækifæri til að ná sér niðri á glæpahyskinu. Það var hyggilegt að taka aðvaranir Grab- enhorst alvarlega, en óttast þær þó ekki. Bob áleit það skyldu sína, að að- hafast eitthvað, jafnvel þótt það kost- aði hann lífið. Eitt skeyti til Scotland Yard gat haft mikla þýðingu og frels- að fjölda óhamingjusamra og örvænt- ingafullra manna og kvenna. En hvenær gæfist honum tækifæri til slíks? Yrði það ekki of seint? Hon- um var það ljóst, að í lengri tíma yrði hann undir stöðugu eftirliti, jafnvel þótt hann leysti öll sín verk vel af hendi. Það erfiðasta var, að fram- kvæma fyrirskipanir Grabenhorst þannig, að hann yrði ánægður og hans eigin samvizka fengi frið. Ef hann að- eins losnaði við að ata hendur sínar í blóði. Það vonaði hann í lengstu lög. Nú þráði hann ekkert meira en að bæta fyrir fyrri afbrot sín gagnvart Lucy og dansmeyjunum. Bob þjáðist af sam- vizkubiti og meðaumkun. Hann læddist niður í skipið í áttina til fangaklef- anna. Þangað var nú Lucy komin aftur, án þess að fá nokkurt tækifæri til þess að láta kynsystur sínar vita, um þau svívirðilegu svik og fals, er lá á bak við allan fagurgalann. Bob varð nú að vera margfalt gætn- ari en áður. Kæmist upp um hann,væru dagar hans áreiðanlega taldir. En hann varð að hitta hana. Hann þráði að heyra hana segja, að hún hataði hann ekki fyrir það, sem hann hafði gert. Hún hlaut þó að skilja, að hann hafði ekki gert þetta í illum tilgangi. Lucy var nú ein í klefanum. Af ein- hverjum ástæðum hafði Grabenhorst látið aðskilj a fangana. Bob læddist þétt að rimlunum. — Lucy! — Lucy, komdu hingað, hvíslaði hann lágt. Lucy stóð upp. Hún þekkti rödd Bobs, en hikaði þó eitt augnablik. — Hún hafði rétt í þessu verið að hugleiða hin hörmulegu örlög, sem biðu hennar, og Bob átti þó sína sök á því. Samt kom hún fram að dyr- unum. Röddin var þó alltaf vingjarn- leg og henni var huggun í að heyra hana. — Lucy, hvíslaði Bob. Mig langaði svo mikið til að tala við þig. Þú veizt ekki hvað ég er óhamingjusamur yfir Hinn trúi þjónn (Framh. af 2. síðu) kjöti 1934, var bóndi úr Húna- þingi með nokkuð af kjöti sínu á bíl hér í Reykjavík, og seldi það mikið lægra en Sláturfé- lagið seldi kjöt sitt þá, og 10 aurum lægra en kjötverðið, er nefndin ákvað í haustkauptíð? Veit Jón, að Thaust hafa verið gerðar margar tilraunir til að selja kjöt fyrir lægra verð en ákveðið er á því? Finnst hon- um þetta benda á, að verðið hefði orðið hærra í haust, ef hver og einn hefði verið sjálf- ráður um, hvaða verði hann seldi það? Eg fullyrði óhikað, að það hefði orðið lægra, og eins hefði orðið 1937. Línurit mitt átti að sýna, hvað bændur hefðu fengið fyrir kjötið bæði á innlendum og er- lendum markaði. Þetta ætla ég að það sýni. Bændur geta svo sjálfir áttað sig á, hvaða árang- ur hefir orðið af „kjötlögunum“ og þó sjá þeir hann ekki nema að nokkru leyti í línuritinu. Samvinnufélög bænda hafa séð um söluna á mestum hluta kjötsins, eða um 82 af hundraði, en þau eru ekki öll í Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Hvað upp úr kjötinu hefst á ári hverju, fer vitanlega bæði eft- ir því, hvernig sá hluti, nærri helmingur af öllu kjötinu, er selja þarf á erlendum markaði, selst, og hvað kostnaður verður við söluna innan lands. Jón er í því sambandi með aðdróttanir um það, að óeðlilegur munur sé á því verði, sem bændur fá, og því, sem kjötið selst fyrir. Eg hygg, að honum sé bezt að tala hreint út, og segja hver það er, sem hann heldur að taki óeðli- lega mikið af þeim peningum, er kjötið selst fyrir. Hann er sjálfur í sláturfélagi, sem S.Í.S. selur mest fyrir. Ætlar hann, að það sé S.Í.S., sem tekur af verði kjötsins, syo að munur- inn verði óeðlilegur á útsölu- verði og því, sem bændur fá? Eða heldur hann, að það sé sláturhússtjórnin heima fyrir? Kjötverðlagsnefnd tekur verð- jöfnunargjaldið og annað hvort endurgreiðir það til þeirra, er greiddu, eða greiðir það sem uppbót til þeirra, er áttu kjötið, sem selt var á erlendum mark- aði. Mér finnst, að Jón eigi að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Það er lítilmann legt að reyna að koma því inn hjá mönnum, að einhver taki óeðlilega mikið af þeim pen- ingum, er kjötið selst fyrir, og því fái bændur sjálfir oflítið, en þora engan að nefna. Stærstu kjötsalarnir eru S.Í.S., Slátur félag Suðurlands, Garðar Gísla- son, Verzlun Halldórs Jónsson ar, Kaupfélag Borgfirðinga, Verzlunarfélag Borgarfjarðar og fleiri. Þessir, sem taldir eru hér, selja meira en 90 af hundr aði af öllu kjötinu. Hver þeirra er það, sem Jón ætlar að taki ofmikið af verði kjötsins til sín, svo að bændur fái ekki það, sem þeim ber? Kjötverðlagsnefnd ákveður smásöluálagningu á kjötinu, og hún er mikið lægri en hún áð- ur var, og lægri en hún er í nágrannalöndunum, svo að ekki getur Jón átt við það, að hún sé óeðlileg, samanborið við það, sem tíðkaðist áður en nefndin varð til. Vegna þess, hve smá liíL söluálagning er lág, hefir það PERLA Mesí og bczt fyrlr krónuna með því að nota — þvottaduftið — ---PERLA--------- Aðalfimdur Þjóðræknisfélags íslendingfa í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar kl. 8y2 e. hád. í Kaup- þingssalnum. Þar verður skýrt frá starfsemi félagsins á undanförnu ári, kosin stjórn og fulltrúaráð, og rætt um framtíðarverkefni fé- lagsins. Sófónías Þorkelsson verksmiðjueigandi mætir á fundinum. FÉLAGSSTJÓRNIN. IVýkomið: Borðhnífar — Matskeiðar og Gafflar — Deserthnífar og Gafflar — Brauðhnífar — Salathnífar — Steikarhnífar og Gafflar — — Sjálfblekungar ódýrir o. fl. — K. EINARSSON & BJÖRNSSON BANKASTRÆTI 11. heppnazt að hafa útsöluverð á kjöti hér á landi lægra en út- söluverð á kjöti í nágranna- löndunum og ná þó með verð- jöfnunargjaldi fé til að verð- bæta kjötið, sem út hefir verið sent. í fyrri grein sinni, óskar Jón þess, að kjötverðlagsnefnd gerði reikningsskil fyrir allri kjötsölunni. Eg benti honum á, að nefndin seldi aldrei kjöt og ætti ekki að gera það. Þetta hefir orðið til þess, að hann hefir farið að lesa lögin. Og til þess að láta nú ekki aðra véra eins óvitandi og hann var, þá prentar hann upp setningar úr sumum lagagreinunum. Sér hann þá, að hann hefir farið villt, en til þess þó að láta það eitthvað heita, þá óskar hann nú eftir reikningum kjötverð- lagsnefndar. Og hann segir: „Eg geri þessa kröfu, ekki sem „prívat“ maður, heldur sem yf- irskoðunarmaður Alþingis.“ Hvaðan kemur Jóni vald til þess að kalla sig yfirskoðunar- mann Alþingis? Hvaða staða er það? Hún er ekki til í lögum og ríkisstjórnin þekkir hana ekki? Hefir fjárveitinganefnd mynd- að hana? Og hvað á maðurinn að gera? Á hann að lesa próf- arkir af nefndarálitinu og laga- frumvörpum? Eða á hann að sjá um hreingerningu á alþingis- húsinu, og gæta þess að ekki vanti neitt í litlu húsin? Sá spyr, sem ekki veit! Eða hefir Jón bara búið þenna titil til handa sér, til þess að geta flaggað með hann? Sé svo, þá vantar ekki fordildina. Það er ekki tekið fram í „kjötlögunum", hvernig endur- skoða skuli reikninga kjötverð- lagsnefndar. Landbúnaðarráð- Bækur. (Framh. af 3. siðu) ýmsum firrum í grein eftir Ásgeir L. Jónsson, sem birzt hefir í Bún- aðarritinu. Eru bændur eindreg- ið-hvattir til að lesa þessa grein í Frey, en henni er ekki lokið í þessu hefti. Þá er grein eftir Niels Tybjerg um fiskimjöl sem garðáburð og tillögur um nokkur almenn atriði viðvíkjandi auk- inni og bættri ræktun og notun garðávaxta. Á Yiðavangi. (Framh. af 1. siðu.) maður lét svo ummælt, að hann vissi ekki hvernig færi fyrir Sjálfstæðisflokknum, ef hann tæki ekki það ráð í tíma, að stöðva þennan heimskuvaðal í blöðum flokksins, með því að skipa einhvern gætinn og greindan mann yfirskoðunar- mann Jóns Pálmasonar. herra ákvað, að það skyldi gert af ráðuneytinu, en finnist hon- um og Alþingi, að rétt sé að haga endurskoðuninni á ann- an veg, þá er sjálfsagt að gera það. Það atriði má öllum vera sama um. En þó vildi ég samt benda á það, að verði horfið að því ráði, að láta endurskoða þá með ríkisreikningunum, þá þyrfti að taka það fram, að ef endurskoðendur væru búsettir utan bæjar, þá fengju þeir ekki sérstaklega greiddan ferða- kostnað til að koma til bæjar- ins að endurskoða reikninga kj ötverðlagsnef ndar. Reykjavík, 30. jan 1941. Páll Zóphóníasson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.