Tíminn - 25.02.1941, Síða 1

Tíminn - 25.02.1941, Síða 1
\ RITSTJÓRI: ' ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: ' JÓNASJÓNSSON. { ‘ ÚTGEFANDI: f \ FRAMSÓKNARFLOKKXTRINN. | RITSTJÓRNARSKRTFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 0 A. í SÍMAR: 4373 og 2353. ' AFGREIÐSLA, INNHEIMTA \ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: ■ EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Siml 2323. \ PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. ( Simar 3948 og 3720. 25. ár. l»riðjudaginn 25. febr. 1941 23. blað Þing- og héraðsmálaiundur V estur-Is aí j arð ar sýslu Helztu ályktanír fundarins Bretar óttast að Þjóðverjar munl kappkosta, ef til innrásar kemur, að eyðileggja brýr og vegi til að hindra ferðir enska hersins til þeirra staða, sem hans verður mest þörf. — Munu Þjóðverjar sérstaklega reyna að gera þetta með loftárásum og fallhlífarhermönnum. Þjóðverjar eru flestum slyngari í þvl, að byggja brýr yfir fljöt og skurði og kom það þeim að góðu haldi i sókn þeirra i Póllandi og Frakklandi. Bretar hafa nú mik- inn viðbúnað til þess að vera Þjóðverjum jafnsnjallir á þessu sviði. Hér á myndinni sést brezkt herlið vera að œfa sig við að koma á skyndibrú yfir fljót eitt í Englandi. Bretar hafa orðið víða birgðir af slíkum bráða- birgðabrúm og sjást hér á myndinni. Kúgunarstjórn Rússa í Póllandi Fertugasti og annar þing- og héraðsmálafundur Vest- ur-ísafjarðarsýslu var hald- inn á Suðureyri í Súganda- firði, dagana 3.—5. febrúar þ. á. Fimmtán fulltrúar voru mættir. Fundarstjórar voru Ólafur Ólafsson, Þingeyri, og Kristján A. Kristjánsson,. Suðureyri. — Fundarritari var Björn Guð- mundsson, Núpi. ' Fundurinn tók mörg mál til meöferðar og fara hér á eftir nokkrar helztu samþykktir hans: Fullveldismál. Þar eð telja má víst, að Al- þringi það, sem nú kemur saman, verði að taka ákvarðanir um það, hvernig hinu æðsta valdi þjóðarinnar verði fyrir komið, vill fundurinn bera fram eftir- farandi álit: 1. Að losa beri öll tengsl milli íslands og Danmerkur, eins fljótt og verða má. 2. Að lýðveldisform muni henta landinu bezt. 3. Að heppilegt muni að stofna til þj óðfundar á Þingvöllum um málið, og 4. Að þó beri eigi að ráða mál- inu til endanlegra úrslita fyrr en þjóðaratkvæði hefir verið látið fram fara um það. Samþ. í e. hlj. Frá Búnaðarþingi Búnaðarþingið hefir nú setið á rökstólura alllanga hríð. Mun það þegar vera búið að afgreiða 23 mál, er það hafði til meðferð- ar. Langflest þessara mála hafa náð samþykki þingsins. En felld v,ar tillaga um sérstök búnaðar- ná.mskeið fyrir húsmæður. Til- lögu. um almennan bændadag var ^llsað frá til ítarlegri undir- búnings fyrir næsta búnaöar- þing. Askorun til búnaðarþings um starfsháttu þess var einnig vísað frá. Helzt af málum þeim, seni samþykkt hafa verið, eru þessi: Tillögur frá tilraunaráði bú- fjárræktarinnar um tilhögun þeirra rannsókna, er það telur mesta þörf að gerðar séu hin næstu ár. Tillögur tilraunaráðs jarð- ræktarinnar varðaðí tilrauna- starfsemi á því sviði. Kosning nefndar til þess að ræða við ríkisstjórnina um verð- lag á síldarmjöli og leitast við að koma því í kring, að síldar- mjöl fáist næstu mánuði fyrir sama verð og í haust, 25 krónur pokinn. Áskorun til ríkisstjórnarinnar um að fá nú þegar úr þvl skorið og láta uppskátt hvað fást muni af tíibúnum áburði næsta vor og hlutast til um að áburðurinn verði fiuttur á hafnir kringum land, án aukakostnaðar. Reglur um héraðssýningar á hrossum, styrktar samkvæmt bú- fjárræktarlögum. Áskorun til ríkisstjórnarinnar um sérstakan ríkisráðunaut í mjólkurmálum, er leiðbeini mjólkurbúum og veiti aðstoð við istofnun og rtkstur mjólkur- vinnslustöðva. Tilmæli til Alþingis um að taka upp fjárveitingu, % kostnaðar, til framræslu og áveitugerðar í Þingi. Tilmæli um fjárframlög úr ríkissjóði til að ljúka áveitu til varnar sandágangi ng sinna sandgræðslu í I.Ieðallandi, Áskorun til rí'isstjórnarinnar um kaup á tveí '. skurðgröfum. (Fi imh, á 4. síðu.J Þegnskylduvinna. Nefnd sú, er 41. þing- og hér- aðsmálafundur Vestur-ísafjarð- arsýslu kaus til þess að koma fram með tillögur í þegn- skylduvinnumálinu, hefir orð- ið sammála um eftirfarandi at- riði: 1. Að skora á Alþingi að sam- þykkj a heimildarlög fyrir sýslu- og bæjarfélög til þess að koma á þegnskylduvinnu hjá sér. 2. Ríkið leggi fé til starfræksl- unnar. 3. Sýslunefndir og bæjarstjórn- ir sjái um framkvæmd verks- ins samkvæmt reglugerð, sem sett verður um það. 4. Unnið skal að ýmsum nyt- semdarstörfum, svo sem vegagerð, íþróttavallagerð, sundlaugabyggingum, fram- ræslu, skógrækt o. fl. 5. Allir piltar á aldrinum 16— 20 ára séu skyldir að inna af hendi 2 mánaða vinnu á fyrr- nefndu aldurstímabili, Vá mánuð á ári eða 1 mánuð á 2 árum. Samþ. i e. hlj. Hernaffaraðgerðir fyrir Vestfjörffum. Vegna hernaðaraðgerða Breta Vestfjörðum skorar fundurinn á ríkisstjórnina að vinna af al- efli að því: a. Að fiskmiðin fyrir Vestfjörð- um verði opnuð til fulls. b. Að botnvörpuveiðar verði ekki stundaðar á svæðinu frá 66°20' n. br. til 65°50' n, br, 30 sjómílur undan iandi, c. Að vátryggingarfé fiskiskipa, sem farast af völdum hern- aðaraðgerða,sé greitt að fullu, enda þótt skipin séu ekki sér- staklega stríðstryggð, þar sem útgerðarmenn hafa almennt ekki efni á því að stríðs- tryggja þau, og ennfremur að fullar striðstryggingar- bætur komi fyrir sjómenn, sem farast af smáum sem (Framh. á 4. síðu.) í lok síðustu viku féll mikill snjór austan lands. Hefir fannkoma þessi valdið snjóflóðum í Mjóafirði og Seyð- isfirði. í Mjóafirði brast snjóhengja fram á laugardaginn. Varð maður, Óli Ólafsson, bróðir Sv.eins í Firði, 64 ára gamali, fyrir snjóskriðunni og fórst. Mikið annað tjón varð að snjóflóðinu: Fjárhús með um 50 kindum sópaðist brott og spmujeiðis geymsluhús, skúrar og margir bátar, Símajínur skemmdust einnig. Óli heitinn var maður kvong- aður og áttu þau hjónin þrjú börn. Á Jaugardaginn féll snjófióð rétt utan við Vestdalseyrí i Seyðisfirði. Tók snjó- flóðið með sér fjárhús er i voru 65 kindur. t r t í greinargerð um atriði þau, er sér- staklega varða Slysavarnarfélag ís- lands, og starf þess, skýrði Guðbjartur Ólafsson hafnsögumaður, forseti fé- lagsins, svo frá aðalfundi þess, er hófst fyrir helgina: Alls drukknuðu 58 menn af íslenzkum skipum síðastliðið ár, 17 af orsökum, er stafa frá styrjöldlnni. Hafa venju fremur margir menn drukknað þetta ár. Hins vegar björg- uðu íslenzkir sjómenn alls 1118 útlend- um mönnum úr sjávarháska á ýmsum slóðum, bœði hér við land og á sigl- ingaleiðum annars staðar. Mun mörg- um þykja mikið til um þá giftu, sem íslenzkir sjófarendur hafa haft, að forða svo miklum fjölda manna frá háska á þeim hættulegu tímum, sem nú eru öllum þeim, er um höfin fara. Harffstjórn Þjóðverja í her- teknu löndunum er mjög höfð á orði. Einkum þykir framferði þeirra í Póllandi laust við mannúð og miskunsemi. Hins vegar berast minni fréttir af stjórn Rússa í þeim hluta Pól- lands, er þeir ráða yfir. Af póli- tískum ástæðum leggja Banda- menn heldur ekki eins mikla áherzlu á að lýsa kúguninni þar. En þær fáu fréttir, sem þaðan berast, virðast bera með sér að kúgunin og grimmdin sé þar sízt minni. í ameríska þlaðinu „The Christian iScience Monitor“ birt- ist nýjega grein um þessi mái eftir mann, serrj vap gjörkunn- ugur í Póllandi fyrir styrjöld- ina og hefir síffun haft góðp,r fréttir þaðan, því að hann hefir haft náið samband við pólska flóttamenn í Rúmenlu. Hann minnist alveg sérstaklega á eitt atriði, brottflutning Pólverja frá heimkynnum sínum til fjar- lægra landshluta. Um félagið sjálft og starf þess gat for- seti meðal annars þessara atriða: í Slysavamafélaginu era nú 13700 með- limir, en deildirnar era 106. Fjölgun meðlima 770 siðastliðið ár. 823 menn nutu námskeiða félagsins. Björgunar- stöðvar þess eru 38. Þann tíma, er björgunskútan Sæbjörg sinnti björgun- arstarfi, veitti hún 37 bátum og skipum, er á voru 260 menn, aðstoð. Þá gat for- seti þess, að félaginu hefðu hlotnazt miklar gjafir frá ýmsum mönnum, meðal annars 15 þúsund krónur frá dönskum útgerðarmanni I Kaupmanna- höfn. Ýmsar tillögur voru samþykktar, meðal annars að ríkisstjómin léti nú þegar eitt varðskipa slnna því að eyði- leggja tundurdufl þau, sem hvarvetna eru á reki við strendur og að skyttur yrðu settar á skip þau, sem til strand- ferða eru notuð, svo unnt verði að eyðileggja eitthvað af duflum, er vart verður við í slikum ferðum1. r t r í nýútkomnum hagskýrslum er greint frá vörainnflutningi til landsins síð- astliðið ár. Var hann nær 10 milljónum króna meiri en árið 1939. Stærsti liður innflutningsins er kol, olía og smum- ingsolía,15.673 þúsund, 4 milljónum hærri en árið áður. Álnavara var flutt inn fyrir 6494 þúsund krónur, og er hækkunin frá fyrra árl 3500 þúsund kr. Kornvörur til manneldis hafa verið fluttar inn fyrir 4289 þúsund krónur, eða fyrir 800 þúsund krónur meira en árið áður. Þessir þrír liðir era hinir Það er kunnugt, segir hann, að Þjóðverjar flytja Pólverja í þúsundatali úr ýmsum héruðum við þýzku landamærin til ann- ara staða i Póllandi, þar sem Þjóðverjar segja að framtíðar- heimkynni Pólverja eigi að vera. Þýzkir aðkomumenn fá búgarða og aðrar eignir hinna brott- fluttu Pólverja. Rússar fara öðruvisi að. Þeir flytja Pólverja einnig frá heimkynnum sínuip, en ekki til annara pólskra hér- aða, heldur til hinna allra fjar- lægustu landshluta. Þúsundir Pólverja hafa verið fluttaf til landamæra Sovétríkjanna og Kína í Síberíu. Þar er verið að koma upp eins kpnar pólskum nýlendum. Ferðjn þangað aust* ur tekur oft mánuð eða Jengra tíma og er vissulega ekki verið að hirða um aðbúð fólksins á leiðinni. Enn sem komið er hafa Pólverjar þeir, sem hafa verið fluttir til þessara staða, ekki fengið nema illa gerða skála til (Framh. á 4. siðu.) stærstu og hafa allir farið hækkandi frá árinu áður. Þótt verðmæti innflutts varnings *hafi hækkað í heild sinni, hefir minna fé verið varið til innflutn- ings ýihissa vara en áður. Þar á meðal eru trjávörur og korkvörur. Slíkar vör- ur voru fluttar inn fyrir 5734 þúsund krónur árið 1939, en aðeins 3 milljónir 1940. Þá hefir innflutningur óunninna eða lítt unninna jarðefna, svo sem salts og sements, gengið saman að verðmæti. Árið 1939 voru slíkar vörur keyptar til lands fyrir 3440 þúsund krónur en 3Ó50 þúsund árið 1940. Vagnar og flutnings- tæki vora fyrra árið keypt fyrir 4108 þúsund, síðara árið fyrir aðeins 1818 þúsund. Rafmagnsáhöld fyrjr 223Q þús- und fyrra árið, en 2172 þúspnd hjð síð- ara. Aðrar véiar og áhöld fyrir 2907 þúsund fyrra árið, en 2538 þúsund hið siðara. Munir úr ódýrum málmum voru fyrra árið keyptir fyrir 3032 þúsund krónur, en 2521 þúsund krónur árið 1940. Tilbúinn áðurður fyrir 1092 þús- und krónur 1939, en 708 þúsund 1940. Era þá taldir þeir þættir innflutnings- ins, er mestu munar, hversu rýrari era að verðmæti árið 1940 en 1939. r r r Samkvæmt útreikningi kauplags- nefndar og hagstofunnar hefir dýrtíð- arvísitalan hækkað um 2 af hundraði í janúarmánuði og er nú 148, miðað við það, sem var fyrir strið. Eykst dýrtíðin í landinu æ smátt og smátt;, þótt sú aukning sé tiltölulega litil á hverjum mánuði. Erlendar fréttír Þýzkur her hefir ekki enn ráðizt inn í Búlgaríu, en lausa- fregnir berast um það, að þýzkt herforingjaráð sé þegar komið til höfuðborgarinnar til að und- irbúa innrásina. Herforingjarn- ir, sem eiga sæti i þessu ráði, séu óeinkennisbúnir. Ennfrem- ur segir-, að koiminn sé til Búlg- aríu mikill fjöldi þýzkra ferða- manna, sem eigi að iétta inn- rásina. Vitað er, að fjöjmennur og vel búinn þýzkur her, er nú við riandamæri Búlgaríu. Búlg- arska stjórnin er sögð hafa gripið til aukinna þvingunar- ráðstafana gegn þeim flokkum, sem eru Þjóðverjum andvíg- astir, Annars virðast fregnir um þessi mál mjög óvissar og ýkjukenndar, Sarajoglu utanríkismálaráð- herra hefir lýst yfir því, að Tyrkir myndu grípa til vopna, ef á land þeirra væri ráðizt. Þá sagði hann, að Tyrkir myndu ekki láta það afskiptalaust, sem stórveldin kynni að aðhafast á hagsmunasvæði Tyrkja. Telja ýmsir að Sarajoglu hafi átt við Búlgaríu. Yfirlýsingu þessari hefir verið mjög vel tekið S Bretlandi. í Somalilandi heldur sókn Breta áfram og eru þeir búnir að taka allstórt landsvæði, m. a. þýðingarmikla hafnarborg. Um 6000 hermenn ítala hafa verið teknir til fanga, þar af eru um 5000 innfæddir menn. Mussolini flutti ræðu síðast- liðinn sunnudag. Hann sagði að ítalir hefðu beðið nokkra ó- sigra, enda hefði styrjöldin að- allega mætt á þeim. Hann við- urkenndi, að ítalir hefðu misst i/s hluta af loftflota sínum. En hann sagði, að þetta myndi breytast með vorinu og þá skap- ast ný hlutföll. Þjóffverjar telja sig hafa haf- ið hinn aukna kafbátahernað, sem þeir hafa boðað undanfar- ið. í gærkveldi var tjlkynnt i Berlín, að seinustu tvo sólar- hringana hefði verið sökkt brezkum skipum, er námu sam- tals 215 þús. smál., þar af hefðu kafbátar sökkt 190 þús. smál. Þá segja Þjóðverjar, að þeir muni enn herða kafbátahern- aðinn 1 marz og apríl. Bretar segja, að framangreindar fregnir Þjóðverja séu hreinustu ýkjur. Hitler flutti ræðu í gær í til- efni af því, að 21 ár var liðið síðan hann birti fyrst stefnu- skrá nazistaflokksins. Ræðan fjallaði aðallega um baráttu nazistaflokksins. Herskip Breta hafa nýlega farið fjögra daga eftirlitsferð um miðbik Miðjarðarhafs. A víðavangi ÞING- OG HÉRAÐSMÁLA- FUNDUR VESTUR- ÍSFIRÐINGA. Á öðrum stað hér í blaðinu birtast ályktanir frá þing- og héraðsmálafundi Vestur-ísa- fj arðarsýslu. Alls eru Vestur- ::sfirðingar búnir að halda 42 slíka fundi og er þessi siður því orðinn gamall hjá þeim. Á fundum þessum, sem eru haldn- ir árlega, mæta fulltrúar fyrir hvern hrepp og eru þeir sér- staklega til þess kjörnir af hreppsbúum. Fundirnir ræða helztu lands- og héraðsmál, sem efst eru á baugi á hverjum tima. Fundirnir standa venju- lega nokkra daga og fá málin iví nægilega athugun. Slíkir fundir eru áreiðanlega miklu gagnlegri og heillavænlegri en hinir fjölmennu þingmála- fundir, þar sem iðulega kennir meira æsinga en rökræðna um mál. Norður-isfirðingar halda einnig slíka þing- og héraðs- málafundi, en annars staðar munu þeir ekki haldnir. For- ráðamenn annara héraða ættu að taka það til athugunar, hvort það væri ekki rétt að taka upp þennan sið Vestfirðinga. NÝJA ESJA. Mjög má þjóðin vera þakk- Ját þeim Pálma Lofssyni og Skúla Guðmundssyni, sem stýrðu því gæíuverki, að byggja nýja Esju. Reiknings- skil strandferðanna sýna hverju rétt og drengileg hugs- un má áorka. í fyrra stríðinu var 300 þús. kr. rekstrarhalli á strandferðaskipinu Sterling. Nú er tekjuafgangur af strandferð- unum. Þó eru fargjöld og farm- gjöld með Esju miklu lægri en þau voru í Noregi og Danmörku áður. en þessi lönd voru her- tekin. Útlendar vörur eru nú að mestu landsettar í Reykjavík. Strandferðaskipin verða að færa lífsbjörgina handa megin- þorra fólksins á hafnirnar allt í kring um land. Auk þess flyt- ur Esja um 12000 farþega með ströndum fram árlega í hinum mennilegustu vistarverum. Vor- ið 1921 var svo hörmulega á- statt með strandferðir hér við land, að kolaherbergin í Sel- fossi voru tjölduð innan, sem vistarverur, og reynt að tjalda yfir fólk á þiljum uppi. TUNDURDUFLIN. Mjög víða er tekið undir þá tillögu Tímans, að ríkisstjórn- in láti varðskip fara með ströndum fram til að eyða tundurduflum. Verður líklega ekki um annað að ræða en að taka Þór til þéss. Bærinn ætl- aði að fá skipið til að veiða fisk handa bæjarbúum og lækka fiskverðið, en ekki varð úr þvl, og er skipið nú í milli- landaflutningum. Virðist ein- sætt að meta meir í þessu efni lifsbjörg sjómanna og sæfar- enda með ströndum fram. Her- stjórn Breta mun vafalaust finna, að henni beri að standa straum af þeim útgjöldum. Þýzkar sprengjuflugvélar gerðu allmargar árásir á þau, en Bretar segja, að þær hafi eng- an árangur borið. Seinustu sólarhringana hafa Þjóðverjar aukið loftárásirnar á Bretland. Bretar hafa haldið áfram loftárásum á innrásar- bækistöðvar Þjóðverja og bæki- stöðvar þeirra á Sikiley. ítalska stjórnin mun nú vera að semja um það við Vichy- stjórnina, að ítalskir landnem- ar í Tripolitaniu (þeim hluta Libyu, sem ítalir ráða enn) fái að flytja til Tunis, ef Bretar halda áfram sólm sinni. Er hér um 80 þús. manns að ræöa. Er óvíst, hvort Frakkar leyfa þetta, því að þeim hefir verið illa við ítölsk áhrif í Tunis. A. KROSSGÖTTJM Manntjón af völdum snjóflóðs. — Frá Slysavarnafélaginu. — Innflutningur- inn 1940. — Vísitalan hækkar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.