Tíminn - 25.02.1941, Page 2

Tíminn - 25.02.1941, Page 2
90 TfolIM, þrigjndagiim 25. febr. 1941 23. blað ‘gíminrt Þriðjudayinn 25. febr. Rannsóknarefni í janúarhefti tímaritsins „Ægir sem er nýlega komið út, er yfirlit um sjávarútveginn 1940, eftir Davið Ólafsson, for- seta Fiskifélagsins. Þar gerir forsetinn m. a. að umtalsefni ástand fiskiskipaflotans, og telur það ekki gott. Vélbáta- flotinn hefir að vísu hlotið nokkra endurnýjun á síðari ár- um, en um línuveiðagufuskip- in og togaraflotann er allt öðru máli að gegna. Af 24 línuveiða- gufuskipum eru einungis 2, sem eru neðan við þann aldur, sem talinn er hæfilegur fyrn- ingartími fyrfr slík skip, en það eru 20 ár. Meðalaldur þess- ara 24 skipa er 36 ár. Togar- arnir eru að meðaltali 20 ára gamlir. Af 34 togurum eru að- eins 9 yngri en 20 ára. Forseti Fiskifélagsins bendir á, að nauðsynlegt sé að endur- nýja skipin, en þar sem það sé ekki hægt meðan á ófriðnum stendur, þurfi að gera ráðstaf- anir til að tryggja endurnýjun- ina síðar, þegar ástæður leyfa. Þegar hafin verður endur- nýjun skipastólsins, kemur margt til greina. Þýðingarmik- ið er, að skipin séu keypt eða byggð á þeim tíma, þegar verð- ið er hagstætt. Guðjón F. Teitsson, formaður verðlags- nefndar, skrifaði nýlega at- hyglisverða grein í Tímann um skipaverð síðustu 40 árin. Á því tímabili komst skipaverðið allra hæst á 1. og 2. ári eftir lok heimsstyrjaldarinnar, 1919 og 1920, en lækkaði svo ört aftur. Var skipaverðið um það bil fjórum sinnum hærra árið 1920 en árið 1922. Þegar skipaverðið var allra hæst, árið 1920, keyptu íslendingar um 20 togara frá útlöndum. Ekki undarlegt, þótt stríðsgróðinn hyrfi skyndilega, fyrst svo var að farið, og mörg- um reyndist erfiður rekstur þessara dýru skipa. Ættu menn að iæra af þessari reynslu og varast að ráðast í skipakaup á óhentugum tíma. Er mjög lík- legt, að verð á skipum verði hátt fyrst eftir ófriðinn, eins og 1920, vegna mikillar eftir- spurnar. Styrj öldin heggur stór skörð í skipaeign þjóð- anna, og þarf að smíða mörg skip til að fylla þau. Frá því er skýrt í „Ægi“, að skipt hafi verið um vélar í nokkrum litlum fiskveiðagufu- skipum. Eru gufuvélarnar teknar úr skipunum, en dies- elvélar settar í þeirra stað. Dieselvélarnar eru ódýrari í rekstri, og auk þess sparast mikið rúm i skipunum við það, að gufuketillinn og kola- geymslurnar hverfa. Ef til vill má nota lengur eitthvað af stærri skipunum, með því að gera á þeim slíkar breytingar. Það er atriði, sem vert er að athuga. Fleira kemur til álita í þessu efni. Rannsaka þarf, hvaða stærðir og tegundir skipa henta bezt. Líkur benda til þess, áð vegna þeirra breytinga, sem orðið hafa á fiskveiðum og hag- nýtingu sjávarafla, sé hag- kvæmara að eignast skip af öðrum stærðum en áður hafa verið mest notaðar. Skipin þurfa að vera hentug til síld- veiða, þar sem síldveiðin er nú stærri þáttur í útgerðinni og tryggari atvinnuvegur en áð- ur. Sennilega verður útflutn- ingur á saltfiski minni en í gamla daga, en í þess stað verð- ur væntanlega hægt að selja frystan fisk. Fari svo, má búast við, að hlutfallslega fleira verði af smáum fiskiskipum en áður. Hraðfrystihúsin þurfa að fá fiskinn nýjan, og sá fiskur verður veiddur á smáum skip- um, bæði opnum vélbátum og þilfarsbátum. Endurnýjun skipastólsins verður að bíða að mestu leyti meðan ófriðurinn geysar. En þann tíma er hægt að nota til nauðsynlegs undirbúnings. Gaumgæfileg rannsókn þarf að fara fram, á öllum þeim atrið- um, sem snerta þetta mál. Eins og hér hefir verið nefnt, þarf að rannsaka hvaða stærðir og Skammdegishugleiðing En réttinn til eftirlauna um- fram aðra þjóðfélagsþegna fæ ég ekki skilið. Tto óþörf Eliir Jóhann Krist Styrjaldarþjóðirnar boða nýja skipulagningu, nýja og réttlát- ari skiptingu auðsins, nýjan félagsmálagrundvöll að styrj - öldinni afstaðinni. En nýskipun veraldarinnar verður því að- eins réttlát, að sá aðilinn, sem í það og það skiptið flytur málið sitt, sigri. Þessi sífelldi áróður gefur oss tilefni að álíta, að sitthvað fari ver en farið gæti, að dómi beggja aðila. Flestir af oss íslendingum munum líta á einræðisstjórnir sem böl, er beri að forðast. Það er þó vafalaust eitthvert mein í lýðræðisfyrirkomulaginu, sem þroskað hefir einræðisstefn- urnar víða um heim, svo að fá- ar þjóðir geta hrósað sér af því að enginn þjóðfélagsþegn sé á- hangandi einræðisins. Margir, sennilega flestir, sem fengizt hafa við stjórnmál hér á landi, álíta að bezta ráðið til þefes að forðast öfgastefnur nú- tímans sé aukin alþýðumennt- un. Hér hjá oss hafa verið stig- in stór spor í þessa átt, með byggingu alþýðuskóla sveitanna og framhaldsskólum kaupstað- anna, að ógleymdum. ýmsum skólum, er sérmenntun veita, og barnaskólunum, sem öll börn eru skyld að nema i. Þrátt fyrir þessa auknu menntun, virðist að þeim, er vilja gjörbreyta þjóðskipulag- inu, fækki ekki svo sjáanlegt sé. Við síðustu kosningar komu slíkir menn í fyrsta sinn í Al- þing íslendinga. Það var óneit- anlega spor aftur á bak, og ef mörg slík eru stigin, er lýðræðið í hættu. í nokkrum bæjar- og sveitar- stjórnum eru gjörbyltinga- mennirnir nokkuð margir, og ef álíta ber, að afstaða þeirra til þjóðfélagsmálanna sé sönn spegilmynd af hugum kjósend- anna, virðist sem andstæðingar lýðræðisskipulagsins séu ein- tegundir skipa séu hentugastar, að hve miklu leyti sé hægt að smíða skipin hér á landi, hvaða vélategundir sé heppilegast, að nota, o. s. frv. Slík rannsókn ætti að hefjast nú þegar, og verður að telja eðlilegast, að hún verði framkvæmd af Fiski- félagi íslands. Á næstu árum mun þjóðin að líkindum verja miljónum króna til skipabygginga og skipa- kaupa. Það þarf að gerast með gætni og forsjá. Afkoma sjáv- arútvegsins í framtíðinni fer að miklu leyti eftir því, hversu vel eða illa þær framkvæmdir takast. Sk. G. nundsson, Goðdal kennilega margir sums staðar á landi hér. Þar sem ólíklegt er að nokkur vilji, án orsaka, læsa hlekkjum einræðisins um hug sinn og hönd, verður að leita ástæðu fyrir þeirri staðreynd, að til eru menn, sem fjandskapast gegn frelsinu. Ég fyrir mitt leyti álít, að or- sökin sé misskipting lífsgæð- anna. MÖrg börn eru alin upp við sárasta skort af fátækum foreldrum. Þau læra af sjálfs- raun að þekkja þann mismun, að vera fátækur og berjast við skort, eða að vera alinn upp á bjargálna heimili. Þessi misskipting lífskjar- anna kemur beiskju í hug margra hugsandi barna, strax á unga aldri. Þau byrja að öf- unda þau stallsystkin sín, sem betur eru sett í lífinu. Með aldr- inum breytist öfundin í hatur og kemur þannig fram hjá mörgum, að þeir trúa ekki, að þetta þjóðfélagsmein verði læknað nema með algjöru af- námi lýðræðisins. Það er talið, að flest börn fæðist fátækum foreldrum. Sumir foreldrar geta fleiri börn en þeim er mögulegt að sjá fyrir sæmilegu uppeldi. Mörg þessi börn verða vanþroska, sum bæði andlega og líkamlega, en önnur heilsulausir aumingj- ar. Uppeldi þessara barria er þjóðfélaginu dýrt og sízt til sóma. Fénu, sem varið er til uppeldis og heilbrigðismála og ýmiskonar styrktarstarfsemi, er að nokkru leyti veitt í ranga farvegi. í stað þess að koma í veg fyrir, að meinin grafi um sig, er barizt við að draga úr sársauka þeirra, sem verst eru leiknir. Samkvæmt gildandi lögum er nokkrum hluta þess fólks, sem talið er komið á þann aldur, að það geti ekki unnið fyrir sér sjálft, lagður nokkur lífeyrir af hinu opinbera með ellistyrkn- um. Vitanlega hafa þeir, er styrks- ins njóta, unnið misjafnt starf í þágu alþjóðar, en þeirra dags- verki er talið lokið, og þjóðfé- lagið hefir engar kröfur á hendur þeim. Auk ellistyrksins er svo í 18. grein fjárlaganna veitt nær y2 miljón krónur til eftirlauna og styrktarfjár. Það er sá liður, sem skilyrðislaust ætti að hverfa í þeirri mynd, sem nú er. Þar er fé veitt til manna, sem setið hafa sólarmegin í lifinu, sumir unnið lítil störf fyrir mikil laun, aðrir unnið vel fyrir laununum, eins og gerist. Til uppeldis fátækra alþýðu- barna hefir ekkert verið lagt. Enginn hugsar um hvítvoðung- inn, sem ef til vill kemur óvel- kominn inn í heiminn og vantar flest. Ungbarnið býr oft að þeirri vöntun alla æfi. Þjóðfé- lagið verður vegna þess að greiða háar fjárhæðir þá fram líða stundir, vegna heilsuleysis þess, er stafar af skorti og slæmu viðurværi á barnsárun- um. Flestir telja niðrandi að leita á náðir annara (þ. e. sveitarinnar), og þykir betra að vanta brauð, heldur en að fremja slíkt metnaðarmorð. Ellistyrkurinn er tekinn með nefskaÆti á hvern fúllvinnandi karl og konu. Hann mælist vel fyrir og engin niðrun þykir að sækja um hann. Eins álít ég að fara ætti að, til þess að fækka þeim börnum, sem skortir svo margt í uppvextinum, að heils- an, andleg eða líkamleg, er í voða. Einnig álít ég réttlætan- legra, að veita fjármunum þeim, sem heimiluð eru í 18. grein fjárlaganna, til.fátækra mæðra, sem vinna baki brotnu fyrir börnum sínum, en verja þeim eins og nú er gert. Ég vil að nokkru gera framfærslu- skylduna almenna. Ég vil, að á hvern fullvinnandi karl og konu sé lagður nefskattur, og ríkið leggi eitthvað á móti. Þessu fé sé svo varið, að fátæk- ir foreldrar séu styrktir til þess að ala börn sín þannig upp, að heilsu þeirra sé eigi bráð hætta búin af skorti. Þjóðfélagið hefir engin af- skipti af barninu, að bólusetn- ingu undanskilinni, fyrr en í það á að troða ýmsum bókleg- um fræðum, sem barnið oft hefir litla möguleika til að hag- nýta sér. Það mun margra dóm- ur, að foreldrum sé bjarnar- greiði ger með því að heimta börn þeirra til skólanna í þann soll, sem þar er stundum. Nám- ið heima hjá pabba og mömmu mun heilladrýgst, ef hægt er við að koma. En til þess að svo geti orðið, þurfa valdamenn þjóðfélagsins að breyta um stefnu, hætta að einblína á hina andlegu verksmiðjufram- leiðslu skólanna, en hlú í þess stað að heimilunum og heima- fræðslunni, svo að heimilið verði sá helgireitur, sem í hug barnsins sé öllum æðri, og barnið gerist þá stundir líða aðdáandi og talsmaður þess þjóðskipulags, sem ól hann, en ekki andstæðingur, er nyti hvers færis, er gefast kann, til þess að verða því að tjóni. Ég vil gagngerða breytingu á fræðslulögunum, þannig, að heimilunum sé gert eins létt að Hér á landi hafa nýlega kom- ið fram tvær undarlegar tillög- ur. Önnur er, að skipta um nafn á landinu, hin að skipta um þjóðfána. Það hefir áður verið sagt, að íslendingar væru þol- inmóðir menn, enda þarf tals- vert til að hlýða á svona ráða- gerðir mánuðum og árum sam- an og fá orða bundizt. Ástæðurnar, sem færðar eru fram þessum breytingum til stuðnings, eru einkennilega sviplíkar. Nafn landsins á að vera ótækt af því, að Hrafna- Flóki hafi gefiö því það í bræði sinni. Áður hafi landið heitið Thule eða Túli, sem þýði sólar- eyjan, og beri nú að taka upp það heiti. Þjóðfáninn á hins vegar að vera óhafandi vegna rauða litarins, af því að dansk- lundaðir menn hafi þar á sínum tíma sett inn rauðan kross til að minna á „dannebrog". Eiga þeir að hafa gert þetta í hefnd- arskyni eins og Hrafna-Flóki. En það vill líka svo vel til í þessu efni, að til er annar eldri fáni, sem einhverjum þá hafði dottið í hug að gera að þjóð- fána eins konar Túli-fáni, sem rétt þykir að taka upp nú í stað hins. Það er einkennilegt, að fylgj- endur beggja þessara nýmæla, leita styrks hjá skáldinu Einari Benediktssyni. Einar hefir orkt kvæði, sem hann nefnir Sóley, og hann var því líka fylgjandi, að fáni íslands yrði hvítur kross í bláum feldi. Það mun þó mála sannast, að flest það, sem Einar kvað, er meira virði, en tillögur hans í þessum mál- um, og svo myndi honum sjálf- um sýnst hafa. Það má vel vera, að nafnið annast andlegt uppeldi barn- anna og frekast er unnt. Ég vil, að börnunum sé kennt sem mest af hinum bóklegu fræðum heima á heimilunum sjálfum, og nokkur styrkur sé veittur til þess að halda heimiliskennara, þar sem þess er þörf, til að kenna börnum lestur, skrift, ís- lenzku, sögu og reikning. Kennslu í náttúrufræði og teikningu er nauðsynlegt að breyta þannig, að kennsla fari fram á stuttum námskeiðum í heimavistarskólum, sem vel séu í sveit settir, og hafi aðstöðu til að kenna undirstöðuatriði i íþróttum og handavinnu. Þar þarf því að vera heit, yfirbyggð sundlaug, leikfimisalur, er einnig væri nothæfur sem kennslustofa i handavinnu, og húsakynni að öðru leyti það rúmgóð, að hægt sé að koma þar upp vísi að náttúrugripa- (Framh. á 3. síðu) ísland sé ekki vel valið í upp- hafi og hefði mátt vera þýðara eðlis. En í eyrum fólksins, sem þessa eyju byggir, er það fag- urt á sama hátt og nafn náins vinar, íslendingum hefir hingað til engin minnkun þótt, að kenna sig við föður sinn og eigi heldur lan<| sitt, þótt nafn þess sé hart. Um þjóðfánann þrílita má hið sama segja, að hann mun nú flestum kær orðinn, sem á annað borð finna til á þann hátt gagnvart fána sínum. Sá aldarfjórðungur, sem hann hefir blaktað við hún, er eitt hið gifturíkasta og framfara- mesta tímabil í sögu vorri. Hann hefir því reynzt íslend- ingum gæfufáni. Fáni íslands er nú þekktur víða um heim- inn, og breyting á honum myndi þykja furðu sæta, enda hættuleg á þeim tímum, sem nú eru. Hins vegar hefir mikill hluti núlifandi manna hér á landi, aldrei séð bláhvíta fán- ann, nema þá pappírsmynd af grískum fána, sem líka er hvít- ur kross í bláum feldi. Um upp- runa þrílita fánans hygg ég, að ekki verði með vissu dæmt, en talið er af sumum, að hann hafi verið valinn hinum írem- ur, til að forðast líkingu við tvo aðra Norðurálfuféána. Það er fjarstæða, að rauði krossinn minni sérstaklega á fána Dana. í danska fánanum er enginn rauður kross. Hvíti krossinn er hins vegar í báðum fánunum, hinum íslenzka og hinum danska, og mætti þá fremur telja „innlimunarmerki“. Ann- ars eru íslendingar og Danir hvergi nærri einir um rauðan lit í fána sínum. í brezka og norska fánanum t. d. er rauður litur, og svo er um mesta fjölda af öðrum fánum, víðsvegar um heim. Táknmál íslenzka fánans er svo „þjóðlegt", sem bezt má verða: Eldurinn, snærinn og fjallabláminn. Það má að vísu segja sem svo, að bollaleggingar um að breyta nafni landsins og þjóðfána, séu meinlaust tal. Ég er þó ekki al- veg viss um, að svo sé. Ég held, að það sé nokkur háski fyrir lýðræðisþroska manna, ef því ér haldið að þjóðinni, að skipa sér til baráttu fyrir hégóma- málum. Þjóð, sem venst á að greiria ekki á milli þess, sem smátt er og stórt, er -illa stödd í heimi vorra tíma. Dæmi sumra .landa sýna, að illa getur farið, ef sú skipan kemst á, að almenningur uni við hið létt- ará hjal, en láti forystumenn ráða fram úr því, sem máli skiptir. Gísli Guffmundsson. Enskl blað um íslenzkt sjálístæði ÍÓNAS IÓ1VSSON: I. Eitt af dagblöðum Reykja- víkur skýrir nýverið frá því, að áhrifamikið og viðurkennt enskt blað hafi nýlega minnst á sjálfstæðismál íslendinga. Hafi það fyrst getið um, að sendiherra Breta á íslandi hafi nýverið komið til London og rætt við utanríkisstjórnina. Síðan segir blaðið frá því, að íslendingar hyggi á að verða algerlega sjálfstætt lýðveldi. Síðan minnist blaðið á sam- bandssáttmálann, og að eftir þrjú ár muni stríðinu vera lok- ið, með sigri Breta. Að lokum getur blaðið um það, að Bretar muni á engan hátt hv^tja ís- lendinga til að skilja við Dani á yfirstandandi tíma. II. Ég hefi ekki séð sjálfur það enska blað, sem hér er vikið að. Ég veit ekki, að hve miklu leyti hin íslenzka frásögn Reykja- víkurdagblaðsins er rétt eða tæmandi, en ég geri ráð fyrir, að rétt sé með farið. Skoðanir hins enska blaðs gefa íslend- ingum ástæðu til nokkurra at- hugasemda um, viðhorf þjóð- höfðingja til þjóða þeirra, er þeir stýra, einmitt í sambandi við það, að æðsti yfirmaður íslands, Kristján X., er nú raunve'rulega í þeirri aðstöðu, að geta alls ekki sinnt starfi sínu sem konungur landsins. Það er ekki ólíklegt, að sum- ir, sem lesa frásögn Vísis um málið, kunni að álíta, að sendi- herra Breta í Reykjavík hafi gefið blaðinu þessar bendingar um íslandsmál beinlínis eða ó- beinlínis. Ég veit auðvitað ekki um það, en mér þykir það ó- sennilegt. Sendiherrar, ekki sízt hinir þaulreyndu sendiherrar stórveldanna, munu mjög lítið gefnir fyrir að láta blöðum í té pólitiskar fregnir. Auk þess er það einmitt þessi sendiherra, sem bar íslendingum heit Bretastjórnar um, að þeir myndu ekki blanda sér í stjórnmál íslands, meðan her þeirra dveldi hér, og hverfa héðan með herafla sinn að stríðinu loknu. Sendiherrann hefir á margvíslegan hátt lagt alla áherzlu á, að gera dvöl hersins hér á landi sem sárs- aukaminnsta íslendingum. Hin prýðilega framkoma dvalarliðs- ins hér á landi, er í fullu sam- ræmi við það, sem þeir menn bjuggust við, sem þekktu brezku þjóðina af nokkurri kynningu. Það má þess vegna telja það næsta ósennilegt, að sendiherra Breta muni láta í ljós persónulega nokkra skoð- un á þeim málum, sem telja má fullkomin einkamál ís- lendinga. Hinu verður ekki neitað, að ekki er laust við nokkurn vott um áróður í hinu enska blaði, ef rétt eru tilfærð orð þess. Það er vitaskuld öllum ljóst, að Bretar eggja íslendinga ekki til skilnaðar, því að það væri út af fyrir sig fullkomið brot á heiti þeirra um að blanda sér ekki í íslenzk mál. En hin al- mennu orð blaðsins geta að öðru leyti skilizt á þann veg, að þau yrðu talin vinsamleg bend- ing um að áhrifamenn í Eng- landi vildu ráða íslendingum frá að koma fullkomnu skipr^- lagi á ríkisform sitt. Ef um slíka bendingu væri að ræða í áðurnefndu blaði, þá kemur hún íslendingum ekki við, m. a. af því, að slíkar bendingar eru í ósamræmi við heit Breta, er þeir settu dvalarlið sitt hér á land, og við íramkomu þeirra síðan þá. Hitt er rétt að gera sér ljóst, að Bretar muni ekki óska sér- staklega, eftir að ísland verði lýðveldi, þó að við höfum misst konung landsins frá störfum. Bretum hefir reynst vel að hafa konungsstjórn. Og það er varla von, að mörgum Bretum sé kunnugt um, að íslendingar hafa í þeim efnum allt aðra reynslu. Náin frændsemi er með konungsættum Danmerkur og Englands. Og konungar hafa einhvers konar skipulags- lítið stéttarsamstarf, eins og ó- tigið fólk í sömu atvinnu. En þetta skiptir ekki sérstöku máli. íslendingar reka ekki al- mennan áróður gegn konung- dómi, sem þætti í þjóðskipulagi. Hitt skiptir íslendinga vitan- lega meira máli, að hafa að nafni til konung, sem ekki get- ur sinnt embættisstörfum sín- um. III. Ég hefi orðið var við, að ýmsir góðir menn bera fram lítið grundvölluð atriði, sem mótrök gegn því, að íslending- ar endurreisi nú þjóðveldið. Einn slíkur maður benti á, að skilnaður þjóðanna væri fjar- stæða, af því að íslenzka þjóð- in vildi það ekki. Mönnum var bent á, að nálega alstaðar þar sem rætt er opinberlega um málið, vilja kjósendur að til skilnaðar komi, eins og málum er nú komið. Þá lagði andstæð- ingur skilnaðar áherzlu á það, að ekki mætti móðga Dani með því að gera landið frjálst. Manninum var þá bent á, að Danir hefðu nú miklu meiri og dýrmætari frelsismál um að hugsa, vegna sjálfrar dönsku þjóðarinnar, heldur en að það gæti skipt máli fyrir þá, að láta ísland vera á reki, án formlegs stjórnskipulags. Auk þess hefðu Danir í margar aldir móðgað íslendinga þegar þeim bauð við að horfa, m. a. með því að neita að skila hand- ritum fornbókmenntanna, sem þeir héldu með vafasömum sið- ferðisrétti. Maðurinn sá sér ekki fært að halda lengur á- fram með tvenn h'in fyrrnefndu rök. Hann var nýbúinn að lesa um áðurnefnda grein í ensku blaði og þóttist finna þar loka- 'röksemd. Hann sagði, að Eng- lendingar myndu ekki vilja, að við tækjum stjórn allra ís- lenzkra mála í vorar hendur. Honum var bent á, að þetta væri rökvilla, Englendingar væru í styrjöld við hálfan heiminn, til að verja frelsi sitt, og til að láta ekki slökkva kyndil frelsisins í heiminum. Ekkert væri fjarstæðara en að slik þjóð legði þunga hönd stórveldis á minnstu menning- arþjóð heims, sem getur ekki lifað og notið sín nema með því að vera frjáls um stjórn síns lands og sinna mála. IV. Ég hefi orðið var við, að ein- staka menn hafa fært fram þessi síðastnefndu rök gegn því að íslendingar lyki nú hinni ytri frelsisbaráttu sinni. Þeir benda á með réttu, að England sé hinn voldugi nábúi íslands. Hér sé fullt af enskum her og hervirkjum. Konungur Breta sé allmjög skyldur þeim kon- ungi, sem nú getur ekki starfað fyrir ísland, síðan Danmörk var hertekin, og svift allri stjórn sinna utanríkismála. Þeim finnst, að vegna þeirra skoðana, sem ríkja í Bretlandi um em- bætti konungsíns, megum við ekki segja það sem satt er, að Kristján X. getur nú ekki frem- ur en keisarinn í Japan fram- kvæínt embættisverk á íslandi. ísland er því konungslaust, en telst þó hafa konung, og er þess vegna talið danskt land,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.