Tíminn - 25.02.1941, Qupperneq 3

Tíminn - 25.02.1941, Qupperneq 3
23. bla3f Ttaim, þriðjndagmn 25. febr. 1941 91 B Æ K U R Búnaðarrit 1040. Síðara hefti. Fyrst í þessu hefti er ítarleg grein um Hjört Snorrason skóla- stjóra og alþingismann. Er hún eftir einn af nemendum Hjart- ar á Hvanneyrarskólanum, Sigurjón Kristjánsson frá Krummshólum. Aðrar greinar eru: Hrúta- sýningar haustið 1939 eftir Halldór Pálsson, Nýræktin og mælingamennirnir eftir Guð- mund Jónsson, Jarðabæturnar og störf trúnaðarmanna eftir Steingrím Steinþórsson, Garð- jurtir og kvillar eftir Ingólf Davíðsson og loks skýrslur um veittan jarðabótastyrk á árinu 1939. Sérstök ástæða þykir til þess að vekja athygli á greinum þeirra Guðmundar og Stein- gríms. Greinar þessar eru báð- ar skrifaðar í tilefni af árásum Ásgeirs L. Jónssonar á bændur fyrir lélega jarðrækt. Er nauð- synlegt fyrir bændur að fylgj- ast vel með því máli. Skal 1 þesu sambandi vakin athygli á snjallri grein í seinasta hefti Freys um þetta mál. Er hún eft- ir ritstjórann, Árna G. Eylands. í grein sinni hreyfir Guð- mundur þeirri tillögu, að „hafa gæðamat á jarðabótum og styrkja 1. flokks jarðabætur mun hærra en 2. flokks í því skyni, að .fá jarðabótamenn til til þess að vinna með meiri vandvirkni en nú á sér víða stað.“ Guðmundur tekur það fram, að hann álíti að megnið af jarðabótum myndi heyra undir 1. flokk. Steingrímur segir í grein sinni um þessa tillögu, að hún verðskuldi rækilega íhugun. Steingrímur telur æskilegt, að fljótlega yrði haldinn fundur með öllum trúnaðarmönnum Búnaðarfélagsins, þar sem þessi og fleiri mál yrðu rædd. Steingrímur leggur áherzlu á, að styrkur til framræslu verði aukinn, því að hún sé eitt und- irstöðuatriði jarðabótanna. Til að sýna, hversu mikil firra það er hjá Ásgeir L. Jónssyni, að jarðræktarlögin hafi ekki náð tilgangi sínum og jafnvel orð- ið til ills að vissu leyti, bendir Steingrímur á þá staðreynd, að töðumagnið hefir tvöfaldazt síðan 1924, en þá komu þau fyrst til framkvæmda. Auglýsið í Tímaimm! Eopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. HEIMILIÐ Bréfaskóli Msmæðra. Fyrir 14 árum skipaði Bún- aðarfélag íslands þriggja manna nefnd til þess að rann- saka, hvað gert hefði verið til húsmæðip,fræðslu hér á landi, og hverhig henni skuli hagað í framtíðinni. Formaður þessarar nefndar var hinn áhugasami ágæti bún- aðarfrömuður, Sigurður Sig- urðsson búnaðarmálastjóri. Með honum störfuðu í nefnd- inni frú Ragnhildur Péturs- dóttir og frú Guðrún Briem. Nefnd þessi skrifaði öllum konum, sem starfað höfðu að þessum málum, og leitaði upp- lýsingá og umsagnar þeirra. Var ég ein meðal þeirra, sem skrifað var, og óskað eftir til- lögum frá. Svör þessi voru prentuð í fylgiriti Búnaðarrits- ins, sem nefndin gaf út. í svari mínu segir svo meðal annars: „Mörgum húsmæðrum mundi geta komið það að góðu’ gagni ef til væri bréfaskóli fyrir hús- mæður, í matreiðslu, heilsu- fræði og hjúkrun. En þar þyrfti að gera nákvæma áætlun fyrir- fram um það, hvaða efni yrðu notuð til kennslunnar, svo heimilin gætu haft þau til. íslenzk menning hefir lengst af lifað á sjálfsmenntun en ekki skólanámi, og ætti þetta að vera góður stuðningur til viðhalds heimilunum, og gera þau innihaldsríkari.“ Nú í vetur þegar ég hefi heyrt auglýsingar S. í. S. um bréfaskóla í bókfærslu og fleira, hefir mér oft dottið þessi hug- mynd mín í hug. Á þeim tíma, sem ég kom fram með hana, voru bréfaskólar lítt þekktir hérlendis, en síðan hefir margt breytzt, og nú hlýtur þessi hug- mynd mín að fara að verða tímabær og framkvæmanleg. Væri ekki vel til fallið, að S. í. S. vildi bæta því við bréfaskóla sinn næsta vetur, að einn þátt- ur hans væri helgaður hús- mæðrunum. Ég get ekki öðru trúað, en sú nýbreytni yrði vinsæl meðal húsmæðra. Þær mundu taka fegins hendi móti bréfinu, sem væri þeim til fróðleiks og upp- örfunar í starfinu. Auk þess ætti þessi kennsla að hafa þýð- ingu fyrir góða afkomu og efna- legt sjálfstæði heimilanna, eins og góð matreiðslukennsla ávallt hefir. J. S. L. Vinnief ötullega fyrir Tímann. eins og víða hefir brunnið við hingað til. Þeir menn, sem mæla á þessa lund, gleyma tveim veigamikl- um atriðum. Fyrst heiti Breta, að skipta sér ekki af málefn- um þjóðarinnar sjálfrar og í öðru lagi, að núverandi forráða- menn Breta hafa fyrir fáum missirum gefið íslendingum al- veg ákveðið og ótvírætt for- dæmi í þessu efni. Leiðtogar Bretaveldis hafa nýlega hátíð- lega sýnt í verki, að ef árekst- ur verður með konungsvaldi i Bretaveldi og hagsmunum ensku þjóðarinnar og alríkis- ins, þá verða hagsmunir hinn- ar konungbornu persónu að víkja fyrir þörfum þjóðarinnar. Það er alkunna, að Bretar hafa frá upphafi sögunnar haft konungsstj órn og telja, að það hafi gefizt þjóðinni og síðar al- ríkinu ágæta vel. Er það mál flestra sem til þekkja, að Bret- ar séu konunghollasta þjóð í heimi. Fyrir fáum árum kom til valda í Englandi konugs- efni, sem var betur undirbúinn að stýra Bretaveldi heldur en nokkur fyrirennari hans. í 25 ár hafði hann ferðazt um allt hið víðlenda heimsveldi til að kynna sér þjóðirnar og ástand þeirra. Hann var borinn á hönd- um, hvar sem hann fór. Til- vonandi þegnar hans nefndu hann „Prince Charming“ eða hið yndislega konungsefni. Eng- inn þeirra hafði áður í sögu Bretaveldis hlotið þvílíka aödá- un og vinsældir. Flestum mönnum myndi þykja sennilegt, að hin konung- hollasta af þjóðum myndi láta hinn vinsælasta af prinsum verða ellidauðan í hásætinu. En svo varð ekki. Nokkrum mánuðum eftir að Játvarður VIII. hafði tekið við völdum eftir föður sinn, gerði hann framkvæmd í einkalífi sínu, sem er fullkomlega leyfileg fyr- ir hvern borgara. Hann festi sér þá konu, sem honum lék hugur á. En þessi ráðstöfun hentaði hvorki Englendingum né samveldisþjóðunum. Það varð almenn óánægja í land- inu. Yfirbiskup landsins og yf- irblað enskra blaða risu upp gegn konunginum. Eftir stutta stund hafði hann alla þjóðina og allar stéttir hennar á móti sér. Sama varð raunin á í sam- veldislöndunum. Mótstaða þegn- anna varð eins og hvirfilbylur, sem bar hinn vinsælasta og bezt undirbúna ríkiserfingja, sem sagan hermir frá, úr há- sætinu og konungdómnum í einhverja minnstu eyju, sem Bretar ráða yfir í fjarlægri heimsálfu. Þó að mér þyki fullsannað sem íslendingi, að íslenzku þjóðinni henti bezt að vera þjóðveldi, þá vil ég ekki neita því, að ef ég væri búsettur í Englandi, myndi ég vera kon- ungssinni að því er snerti þá þjóð. Og ég myndi hafa verið algerlega sammála þeim tignu mönnum í Bretaveldi, sem létu hinn ástsæla konung hverfa yf- ir í einkalífið, úr því að hags- munir lands og þjóðar kröfð- ust þeirra breytinga. Fe^urð lífsins / ritgerðinni um Einar Benediktsson segir á þessa leið: ■ „í eðli íslendinga er undarleg mótsögn. Engin þjóð er jafn útleitin eins og þeir, og engin þjóð er jafn heim- elsk að landi sínu.--Landið býr yfir ótrúlegu ^ seiðmagni, sem dregur til sín hugi þeirra, sem þar hafa fæðzt, þó að þeir hafi tekið sér byggð við hin yztu höf. í Einari Benediktssyni var útþráin og heimþráin á j8 f- óvenjulega háu stigi. Hann þurfti að vera utan til að njóta gæða hámenningarinnar, sem hann nefnir svo í ^ einu af kvseðum sínum. En þegar hann var ytra, leitaði ‘ hugurinn heim. Viðfangsefni hans í fjármálum snertu ætíð land hans og skáldskaparíþróttina notaði hann eingöngu til vegsauka móðurmálinu og þjóð sinni.“ Einar Benediktsson Bókin kostar 5 kr. og fœst hjá umhoðsmönnum Sambands ungra Framsóknarmanna. I Bryndís Gnðtadsdóttir Ólafsvík. F. 20. júlí 1939. D. 10. júní 1940. I Þitt líf var sem blómstur, sem lék við sól og yl, en ljúfar hm-fu vonir við dauðans kaida spil. Þitt bros var sem sólskin, sem birtu gaf í sál, nú brostin eru augun, og fyrirheitin tál. En sól skín á veginn, þótt syrti að vorri sýn, og sjálfur drottinn vakir við æðri fótspor þin. Hve gott er að vakna við alvalds föður arm, í alsælunnar heimi, sem þekkir ekki harm. Víg dauðans er þungbært og þrýstir hjartans reit, en þyngst af öllu verða þau tár, sem enginn leit. En ungbamsins sál krýnist sálargöfgi hans, sem sigurkransinn fléttar í heimi kærleikans. Hér ber oss að huggast og horfa fram á braut, því hendi drottins stýrir í gegnum hverja þraut. Og þegar vort lífsfley er leyst frá jarðar strönd, hans leiðsögn mun ei bregðast um sólbjört friðarlönd. Jónas Þorvaldsson. Skammdegis- hugleiðing (Framh. af 2. síðu.) safni, er auðveldi kennslu og auki áhuga nemenda í þeirri grein. Auk þess þyrfti að vera þar íþróttavöllur,' og skauta- svell og skíðabrekkur á vetrum. Börnunum þyrfti að skipta í flokka, og ætti hver flokkur ekki að dvelja lengur en hálfan mánuð í skólanum í einu, en æskilegt mundi að hver nem- andi dveldi alls um hálfan annan mánuð í skólanum ár- lega. Mörgum mun finnast sá tími stuttur, en ætli forráða- V. Bretar hafa með því að láta Játvarð VIII hætta konung- dómi gefið öðrum og reynslu- minni þjóðum fordæmi. Eng- land hefir sýnt í verki, að jafn- vel hinn vinsælasti konungur heldur ekki völdum í landinu vegna persónulegra eiginleika sinna. Hann er starfsmaður þjóðfélagsins. Ef hann getur ekki innt af hendi störf sín fyr- ir þjóðfélagið, eða öllu heldur, ef þjóðfélagið telur sér ekki henta að hafa hann í þjónustu sinni, þá er hann látinn hætta störfum, hvort sem honum lík- ar það betur eða ver. Nú er þannig ástatt með Kristján X., að hann getur alls ekki sinnt störfum sínum sem æðsti yfirmaður hins íslenzka ríkis. Hann nýtur hér engra þeirra vinsælda, sem „Prince Charming“ átti við að búa í Englandi. Hins vegar á hann enga andstæðinga. Hann hefir reynt að vera skyldurækinn starfsmaður fyrir íslenzka rík- ið. Þegar honum hefir fatazt í framkomu sinni, eins og þegar hann kom í dönskum aðmíráls- búningi á Alþingishátíðina, þá var það eingöngu af því hann var danskur maður og skildi ekki tilfinningalíf íslendinga. Það er ekkert sem bindur ís- lendinga við Kristján X., og ekkert sem hrindir frá honum, nema sú staðreynd, að hann er algerlga á valdi framandi herþjóðar, og getur ekki gegnt störfum sínum. Valdamenn og borgarar Breta- (Framh. á 4. síðu.) mönnum barnanna finnist samt ekki nógu hár reikningur- inn, sem þau koma með heim, þótt dvölin sé ekki lengri? Til þess að hægt væri að kenna á þennan hátt þarf dýr og myndarleg skólasetur. Ekk- ert væri skemmtilegra við- fangsefni fyrir unglinga, sem ynnu þegnskylduvinnu, en að vinna að byggingu slíks skóla. Þeim gæti liðið vel meðan á verkinu stæði, og ef til vill not- ið leiðbeininga um hugðarefni sín, og hert líkama sinn við í- þróttir. Skólasetrið yrði á þann hátt kært hinni vaxandi kyn- slóð, því að vitað er, að það verður hverjum marini kærast, sem hann hefir fært þyngstar fórnir fyrir. Ég álít þegnskylduvinnuna nauðsynlegan þátt í uppeldis- málum þjóðarinnar, til þess að þroska unglinginn en gera hann að einlægari og sannari ríkisborgara. Það er lítill vafi, að vinnuleysi og agaleysi ungl- inga á langmesta þáttinn í þeirri lausung, sem kvartað er undan að ríki á sumum sviðum þjóðfélagsins. Og ekki er hægt að búast við að sú kynslóð, sem næst kemur, verði betri. Nú mun málum víða vera svo farið, að foreldrar vilja fegnir losna við börn sín að heiman eftir fermingu. Þau eru ráðin í vist, skiprúm, vegavinnu og svo framvegis. Heima er ekki talið, að þau hafi við neitt að vera. Þeim er beinlínis ýtt út á ver- aldarhafið. Þau hafa enga möguleikfi til að setjast að í strjálbýlinu, þótt þau kysu það helzt. Þeirra eina úrræði verður að halda að heiman. Útkoman verður sú, »að fólkið flýr sveit- ina í hópum. Ég er einn af þeim fáu, sem ekki lái því það. Það er svo margt, sem knýr það brott. En það er svo oft, að ein- staklingurinn veit hverju hann sleppir, en ekki hvað hann hreppir. Ég hefi leitazt við að setja hugsanir mínar á pappírinn, ef takast mætti a.ð fá áhrifamenn þjóðfélagsins til að hugsa þessi mál. Hvort mér hefir tekizt að gera mig fyllilega skilj anlegan, er mér ekki ljóst. Mér er svo miklu tamara að handleika rekuna en pennann. Jóhann Kristmundsson. Gangið í GEFJUNAR íötum Á síðustu árum hefir íslenzk- um iðnaði fleygt fram, ekki sízt hefir ullariðnaðurinn aukizt og batnað og á ullar- verksmiðjan Gefjun á Ak- ureyri mikinn þátt f þessum framförum. Gef junardúkarnir eru nú! löngu orðnir landskunnir \ fyrir gæði. Ullarverksmiðjan vinnur úr! íslenzkri ull, f jölmargar teg-: undir af bandi og dúkum til fata á karla og konur, börn ] og unglinga. Gefjun starfrækir sauma- stofur f Reykjavík og á Ak- uijeyri. Gefjunarföt eru smekkleg, haldgóð og hlý. Gefjunarvörur fást um land allt hjá kaupfélögum og kaupmönnum. ef | uii w Flutningur til Islands Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bretlands til Reykjavikur. 3—4 skip í förum. Sérstaklega hagkvæm flutnings- gjöld, ef um stærri vörusendingar er að ræða. Tilkynningar um vörur sendist CIJLLIFORD & CLARK Ltd. Bradleys Chambers, London Street, Fleetwood, eða GEIR H. ZOEGA Símar 1964 og 4017, er gefur frekari upplýsingar. Afgreiðslu Tímans Dvöl r“*r 2-3-4- »e ’■tM- *■á- ’■ — Útsölumenn, sem eiga þessi blöð óseld, sendi þau afgr. Tímans sem fyrst. hundruðum úrvals sagna, ljóðum, ferðasögum, lausavísum, íitgerðum, kímnisögum og fleiru, kost- ar aðeins 45 krónur alls. Sent gegn póstkröfu um allt land. Áritun: Dvöl, Reykjavík. ÍTtbreiðið Tímann! 264 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 261 — Lögregla! hrópaði Cabera. Lög- regla! — Verið bara rólegir, sagði einn Eng- lendingurinr^, hraustlegur náungi, sem hugsaði sér að ofurlítill slagur gæti verið nógu hressandi skemmtun. — Við skulum sjá um að lögreglan nái tali af yður. — Hvað er að gerast hér? spurði lög- reglan, sem nú var komin alveg að hópnum. Englendingarnir fóru að svipast um eftir Bob til þess að láta hann gefa skýringu, en hann var þegar kominn á harðahlaup, því nú varð að láta hendur standa fram úr ermum. Allt í einu var brugðið fyrir hann fæti og hann kast- aðist á magann ofan í götuna. í sama vitfangi köstuðu tveir menn sér yfir hann. — Það er nú ekki svona auðvelt að svíkjast í burtu, hvæsti rödd í eyra hans. Bob barðist um á hæl og hnakka, en árangurslaust. Mennirnir leiddu hann þangað, sem lögreglan og Eng- lendingarnir voru með Cabera. Sá, sem brugðið hafði fæti fyrir hann, leit út eins og sakleysislegur ferða- maður — en Bob minntist orða Graben- horst og bjóst við hinu versta. Þó varð hann rólegri, þegar hann sá að lög- reglan hélt Cabera, sem var allfölur, svart skegg, svört, hvöss augu og mikið arnarnef. Hann virtist verða all undrandi yfir að sjá þarna ókunnan gest, en Cabera flýtti sér að kynna Bob, sem „nýjan lið í keðjunni“. Var það látið nægja, og ekki fékk Bob að vita nafn manns- ins. — Ég kem til þess að ræða við yð- ur undir fjögur augu, sagði Cabera. — Ég skal ganga út á meðan, flýtti Bob sér að segja, og reis á fætur. Ca- bera hló. — Það er vafalaust til annað herbergi í húsinu þar sem þér getið ver- ið á meðan — eða við. Húsbóndinn stóð á fætur og benti Bob þegjandi að koma með sér. Hann vísaði honum inn í herbergi og dróg svo þykk dyratjöld fyrir dyrnar. Bob sá, að hér var ekkert hægt að gera nema að bíða eftir tækifæri á heimleiðinni. Hann beið þvi, og hlustaði á óminn af samtali hinna frammi í herberginu. Viðræðurnar virtust ganga vel, því eftir nokkrar mínútur kom húsbónd- inn aftur og sagði við Bob: Mr. Cabera hefir gefið mér í skyn, að við munum eiga eftir að hafa samband okkar á milli í framtíðinni — — — Þótt Bob kæmi þetta á óvart, lét hann ekki á því bera og kinkaði aðeins kolli. — Ég vona, að yður megi takast að

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.