Tíminn - 25.02.1941, Qupperneq 4

Tíminn - 25.02.1941, Qupperneq 4
92 Reykjavik, þriðjndagiim 25. febr. 1941 23. blað 9 tin BÆNUM Skemmtun halda Framsóknarfélögin í Reykja- vík I Oddfellowhúsinu kl. 8,30 næstk. fimmtudagskvöld. Skemmtunin hefst með Framsóknarvist, síðan verða ein eða tvær stuttar ræður, sungið og dansað. Vegna húsnæðisskorts og sam- komubanns, hefir engin Framsóknar- skemmtun verið siðan á áramótum og óvíst er að samkomuhús fáist aftur í vetur, svo að líklegt er að þessi skemmtun verði mjög fjöljienn. Fólk ætti því að tryggja sér aðgöngumiða i tíma, með því að panta þá á afgreiðslu Tímans, síml 2323. Sigurður Sigurðsson bankamaður, sem nýlega varð uppvís að þjófnaði í Landsbankanum, hefir í undirrétti verið dæmdur í fjögra ára fangelsis, auk 22500 króna sektar og missis borgararéttinda. Úthlutun matvælaseðla hér í bænum fyrir næstu fjóra mán- uði hófst í gær og stendur yfir tU mánaðamóta. Kúgun Rússa (Framh. af 1. síðu.) íbúðar og er venjulega frá 40— 60 manns í hverjum þeirra. Börn eða ungíingar fá , enga skólafræðslu og allir verða að vinna eins og þeir framast geta. Launin eru ekki önnur en hið lélegasta lífsviðurværi. Pólverjar hafa einnig verið fluttir til annara staða, t. d. til Irkutsk í Síberíu. Yfirleitt virð- ist reynt að dreifa þeim á þann hátt, að öll samheldni milli Pól- verja í Sovétríkjunum sé úti- lokuð. Iðulega er fjölskyldunum sundrað, hjón fá ekki að vera saman, börn eru aðskilin frá foreldrum. Greinarhöfundur þekkti t. d. til einnar fj.ölskyldu, sem var flutt burtu. Móðir og tvær dætur voru sendar til staða við kínversku landamærin, en faðir og sonur til Irkutsk í Sí- beríu. Samtals nema þeir Pólverjar, sem hafa verið fluttir burtu, mörgum þúsundum. Fiutning- arnar halda enn áfram. Kjör þeirra Pólverja, sem eftir eru, eru hin hörmulegustu. Nauðsynjaskortur er mikill. Rússar reyna eftir megni að út- rýma áhrifum kirkjunnar, en trúmálin eru helgustu og við- kvæmustu mál almennings á þessum slóðum. Mörgum kirkj- um hefir verið breytt í veitinga- hús eða vinnustaði. Frá Búnaðarpíngi (Framh. af 1. síðu.) Beiðni um að atvinnudeild há- skólans taki til athugunar, hvort ástæða þyki til að hefja rann- sóknir á júgurbólgu í mjólkur- kúm og gera lækningatilraunir. Meðmæli með óskum Flóa- áveitufélagsins til ríkisstjórnar og Alþingis um vegagerð og flóðgarðahleðslu á áveitusvæð- inu, svo að unnt verði að nytja áveitulandið til hlítar. Áskorun til Alþingis um að setja lög um að verkafólk skuli hafa vitnisburðabækur, þar sem vinnuveitendur skrái í rækt þess, hversdagsumgengni og verkhæfni. Enskt blað um íslenzkt sjálfstæði (Framh. af 3. síðu.) veldis töldu sig hafa rétt til að láta Játvarð konung hætta konungdómi, fyrir tiltekinn þátt í einkalífi hans, þó að han'n gæti óneitanlega sinnt öllum daglegum embættisskyld- um. Hins vegar vilja sumir menn, sem lítt athuga málin, láta íslendinga sýna miklu meiri konungsdýrkun en Bret- ar, að láta ísland vera stjórn- laust árum saman, af því kon- ungur landsins getur ekkert innt af hendi af skyldustörf- um sínum fyrir hið íslenzka þjóðfélag. Menn bera fram undarlegar röksemdir, til að sanna það, að íslenzka mannfélagið eigi að vera árum saman eins og rek- ald á hafi stjórnmálanna. Stundum er sagt, eins og Stauning komst að orði 1939, að þjóðin vilji ekki fuílt frelsi. Aðrir segja, að við megum ekki verða frjálsir, af því að Stauning og Danir vilji ekki unna okkur sjálfstæðis. Hinir þriðju nefna Breta.. Engin þessi röksemd er borin fram í al- vöru. íslendingar vilja fullt frelsi, Danir þrá fullt frelsi sér til handa. Og Englendingar eru að berjast fyrir frelsi allra, sem vilja vera frjálsir og hafa manndóm til að sýna það í verki. VI. Ég hefi í viðræðum við menn heyrt því haldið fram, að ef við lýstum yfir, að þjóðin tæki mál- efni sín í eigin hendur, þá myndum við ekki fá til þess við- urkenningu annarra þjóða. Það er talað um þetta ems og ein- hverja höfuðógæfu. Ég vil þess vegna kryfja þessa staðhæfingu til mergjar. Tilmæli til búfjárræktarráðs um að athuga, hvort ekki sé unnt að gera rannsókn á beitar- þoli lands og beitarlandsþörf búfjár. Áskorun til Alþíngis um að leggja fé til heyþurkunarstöðv- ar, þar sem raforka sé ódýr eða hverahiti, og verði heymjöl til fóðurbætis framleitt I stöð þess- ari. Aðrar samþykktir búnaðar- þingsins eru um eyðingu svart-i baks í varplöndum, ráðstafanir búnaðarfélaga til þess að fylgj- ast með heilsufari fólks með til- liti til kveffaraldursins, og leysa vandræði, sem af honum kynnu að stafa, úrræði til að finna ein- faldara búreikningaform en nú er til, heiðursskjöl þeim til handa, er fé fá úr styrktarsjóði Kristjáns IX., allsherjar mæl- ingar á túnum og reglur handa fóðurbirgðafélögunum um það, hversu reikna skuli meðaltal arðs eftir hverja á. Hreinar léreftstnskur kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 9 A. Meðan stríðið varir, er ísland nálega útilokað frá skiptum við meginland álfunnar, nema Spán og Portúgal. Einræðisríki Suður-Evrópu hafa sýnt litla hneigð til að viðurkenna hið íslenzka ríki. Ítalía svaraði ekki málaleitun um að fá að hafa ís- lenzkan ræðismann í Genua. Spánn og Portugal hafa held- ur ekki sýnt viðleitni að taka við íslenzkum stjórnarerind- reka. En Spánverjar og Portu- galar kaupa héðan nokkurn saltfisk og greiða hann skilvís- lega. Bandaríkin hafa sent hingað ræðismann og tekið við íslenzkum ræðismanni. Banda- ríkin hafa ennfremur sýnt ís- landi þá vinsemd að leyfa ræð- ismönnum þess í New York að tala við utanríkisráðherrann, án milliliða, og er það óvenju- leg tillátssemi. Það væri undar- legt, ef Bandaríkin, sem brut- ust undan konungi í Evrópu og vernda fjölmörg lýðveldi um alla Ameríku, teldu það sið- ferðisbrot af íslendingum að setja á stofn lýðveldi, af því að konungurinn gat alls ekki sinnt skyldustörfum sínum. En þó að Bandaríkin tækju aftur þetta sérstaka leyfi, þá myndu þau hafa sérstaka ánægju af að sjá verzlun sina við ísland blómg- ast eins og hún gerir nú. Þau myndu þess vegna hafa hér umboðsmann og leyfa okkur að hafa umboðsmann vestra, hver sem titillinn væri. Og í bili mætti komast af með það. VII. Lang almennast er því haldið fram af þeim, sem ekki vilja ganga hrQinlega frá íslenzkri ríkismyndun nú í ár, að Bretar myndu ekki vilja viðurkenna hið nýstofnaða íslenzka lýð- veldi, og að af því gæti hlotizt sérstakt slys. Ég hygg mig mega fullyrða, aö engum sé kunnugt um neina slíka hótun af hálfu Breta. Þvert á móti hafa þeir heitið afskiptaleysi um íslenzk mál og yfirleitt búið að íslend- ingum sem algerlega fullvalda þjóð, síðan her þeirra kom hér til lands, En þótt gert sé ráð fyrir því, að Bretar vildu af einhverjum ókunnum ástæðum ekki viður- kenna islenzkt þjóðveldi meðan striðið stendur, þá væri ríkis- myndunin orðinn veruleiki. ís- lenzka þjóðin hefði í sínu mikla fámenni ráðið fram úr frelsismáli sínu eftir sínum eðlilegu lífsþörfum, eins og enska þjóðin gerði fyrir sitt leyti, þegar hún lét Játvarð VIII. hætta að vera konung, um leið og telja mátti, að konung- dæmi hans væri ekki til styrkt- ar ríki Breta eða hinni ensku þjóð. íslenzka þjóðin hefði á- unnið það, að sýna í fullri ein- lægni og alvörú sinni vilja, með þvi að skapa sér hiklaust sína eigin innlendu stjórn, þegar hinn erlendi konungur hætti að geta unnið verk sín fyrir þjóðina. Við íslendingar höfum reynslu fyrir því úr tveim heimsstyrj- öldum, að sambúð Englendinga og íslendinga getur farið vel, jafnvel þótt ekki sé um að ræða opinbera ríkisviðurkenn- ingu. í Napoleonsstyrjöldinni höfðu Bretar við okkur góða og gagnlega verzlun, eftir því sem unnt var við að koma eins og málum lands og þjóðar var þá háttað. í heimsstyrjöldinni 1914 —18 var ísland raunverulega slitið frá Danmörku, einkanlega síðari stríðsárin. Það var þá enn, samkvæmt stöðulögunum, ríkisréttarlega „óaðskiljanlegur hluti Danaveldis". Engum datt þá í hug, að landið fengi fulla ríkisviðurkenningu. En ísland og England höfðu sín á milli gagnkvæm verzlunarskipti og mjög margþætt. Bretar höfðu þá í Reykjavík stórgáfaðan og fj ölmenntaðan erindreka, Mr. Cable. Hann vann fyrir land sitt eins og sendiherra, ræðis- maður og verzlunarfulltrúi. ís- lendingar höfðu í London sem fulltrúa Björn Sigurðsson bankastjóra. Hann gerði þar sömu störf fyrir ísland eins og sendifulltrúi íslands gerir nú. Mr. Cable og Björn Sigurðsson höfðu enga sérstaka titla til að tákna stöður sínar. En þeir unnu fyrir lönd sín öll hin nauð- synlegu skyldustörf fyrir gagn- kvæm skipti þjóðanna. Mér þykir ósennilegt, að Bret- ar teldu ástæðu til að hegna okkur á nokkurn hátt fyrir að ganga frá ríkismyndun nú í ár, þó að þeir geri áreiðanlega ekk- ert til að hvetja íslendinga til ákveðinna framkvæmda um irmanlandsmál. En jafnvel þó svo færi, að Bretar hefðu hér, meðan stríðið stendur fulltrúa án sérstakra titla, þá myndi það efnislega ekki breyta verulegu í samskiptum okkar við þá. Bret- ar neita aldrei verzlun, jafnvel ekki við lítil lönd. Framleiðsla okkar er þeim að ýmsu leyti gagnleg, þótt lítil sé. Á sama hátt er okkur mikil nauðsyn að fá frá þeim vörur, sem þeir vilja gjarnan selja. Þetta er hin gagn- kvæma, fjárhagslega undir- staða í sambúð okkar við brezka heimsveldið. Þar næst kemur frændsemi og sameiginleg hneigð beggja þjóða til að lifa eins og frjálsir menn. Það getur sjálfsagt orðið skoðanamunur milli enskra og íslenzkra manna um minniháttar atriði viðvikj- andi framkvæmd frelsismála. En þegar til lengdar lætur verða það þó einmitt sameiginlegar lífsskoðanir um rétt einstak- linga og þjóða til að lifa frjálsu lífi, sem tryggir góða sambúð okkar við hina tvö voldugu frændur og nábúa, Breta og Bandaríkj amenn. J. J. Þing- og héraðs- málaiundur (Framh. af 1. síðu.) stórum skipum, af sömu or- sökum. d. Að skaðabætur verði greidd- ar til þeirra veiðistöðva, sem orðið hafa fyrir tjóni af völd- um hernaðaraðgerða. Samþ. í e. hlj. Skattamál. Fundurinn skorar á Alþingi að breyta skattalöggjöfinni á þá leið: a. Að persónufrádráttur hækki í samræmi við verðlagsvísi- tölu hagstofunnar. b. Að menn, sem hafa ójafnar tekjur frá ári til árs, verði ekki harðar úti hlutfallslega með greiðslur opinberra gjalda, en þeir, sem hafa jafnar árstekjur. c. Að ákvæðum um skattgreiðslu útgerðarfyrirtækja verði hag- að þannig, að þau njóti engra sérstakra forréttinda, en hafi þó aðstöðu til að greiða gamlar skuldir og safna ríf- legum varasjóðum, enda sé það tryggt, að þeim verði eingöngu varið til endurnýj- unar útgerðinni. Telur fundurinn brýna nauð- syn bera til þess, að öll þessi á- kvæði komi til framkvæmda við ákvörðun skatts á yfir- standandi ári. Ennfremur lítur fundurinn svo á: a. Að óheilbrigt sé að láta menn greiða skatt af útlögð- um sjúkrakostnaði og b. Að ákveða þurfi með lögum hámark þess hluta, sem skattur og útsvar samanlagt 262 Robert C. Oliver: leysa starf yðar af hendi, svo að öllum líki, hélt hinn áfram. — Það vona ég einnig, svaraði Bob, með eins mikilli sannfæringu í rödd- inni og hann gat. — Hollman hefir hingað til leyst verk sín prýðilega af hendi, sagði Ca- bera vingjarnlega. — Einmitt það. Það var líka vilji foringjans, að við kynntumst. Þetta verður varla í síðasta sinn — má ég að frönskum sið óska „au revoir.“ — Þetta var stutt heimsókn, sagði Bob, þegar þeir voru komnir út á göt- una. Um leið setti hann vel á sig hvar þeir fóru og hvernig göturnar lágu. — Við notum enga mælgi, svaraði Cabera og skálmaði áfram. Nú var enn fjölmennara á götunni en áður. íbú- arnir voru nú komnir undir bert loft, því þetta var síðla dags. Nú verð ég eitt- hvað að gera — nú verð ég eitthvað að gera, bergmálaði í huga Bobs. Nú varð eitthvað að gerast, því hver mín- útan, sem leið, þýddi minnkandi mögu- leika á því, að fyrirætlanir Bobs heppn- uðust. , Beint fram undan þeim kom Bob auga á hóp af fólki, sem var mjög há- vaðasamt og talandi og bandandi. Bob áleit þetta vera farþega af ferða- Æfintýri blaðamannslns 263 mannaskipi á höfninni, sem væru nú að skoða bæinn. Þarna er hjálpin, hugsaði Bob — já, svo sannarlega talaði fólkið móðurmál hans. Þegar þeir mættu hópnum, ætlaði Cabera að beygja fram hjá honum. Bob notaði tækifærið og gekk beint inn í þyrpinguna. — Herrar mínir, sagði hann og bar hratt á. Hér er enginn tími til útskýr- inga. — Þið verðið að treysta orðum mínum, — tólf samlandar okkar eru í mikilli hættu — sjáið um að þessi mað- ur sleppi ekki, meðan ég fer og næ sambandi við yfirvöldin. Englendingarnir, sem voru á skemmti- ferðalagi, þurftu engra frekari skýringa við. Þeir trúðu Bob fyllilega. Án þess að hugsa sig um, gripu þeir Cabera og ríghéldu honum. — Viljið þér gefa okkur skýringu á þessu? spurði einn þeirra. — Mætti ég spyrja, æpti Cabera, hvað þetta á að þýða? Ameríkumaður- inn horfði á Bob, froðufellandi af illsku. Hefði hann getað drepið með augun- um, hefði Bob orðið að dufti þar sem hann stóð. Cabera skimaði umhverfis sig — þarna komu nokkrir lögreglu- þjónar í hvítum einkennisbúningum, með rauðar kollhúfur. r--------NÝJA Bíó-------- Fjallamærin Snsanna (Susannah of the Mounties) Æfintýrarík mynd, er seg- ir frá væringum milli canadisku lögreglunnar og fjalla-Indíánanna i Man- tana. — Aðalhlutv. leika: SHIRLEY TEMPLE, Randolph Scott, Margaret Lockwood o.fl. Aukamynd: DROTTNARAR HAFSINS (Mastery of the Sea). Brezk hernaðarmynd. Sýnd kl. 7 og 9. Framsóknarmenn iriokk^þing Framsóknarmanna hcfst í Reykjavík miðvikudaginn 12. marz næstkomandi. Jónas Jónsson Eysteínn Jónsson formaður. ritari. -GAMLA BÍÓ- Drottning sam k v æ m i s 1 í f sins (Café Society. Aðalhlutv. leika: MADELEINE CARROLL FRED MacMURRAY og SHIRLEY ROSS. Aukamynd: PARAMOUNT-. FRÉTTAMYNDm er sýnir m. a. Covent^ ft- ir loftárásina miklu, frá jarðskjálftunum í Rúm- eníu, o. fl. Sýnd kl. 7 og 9. Tilkynning í»ar sem mjög hefir borið á, að sand- pokar fyrir loftvarnabyrgjum liafi verið skemmdir eða fjarlæg'ðir, er fólk hérmeð alvarlega aðvarað um að skemma ekki á neiim hátt loftvarna- hyrgi þau, sem loftvarnanefndin hér í umdæminu hefir látið búa út fyrir al- menning. ISrot gegn þessu varða 50—10.000 kr. sektum, samkvæmt bráðabirgðalög- um frá 2. ágúst 1940 um loftvarnaráð- stafanir. Reykjavík 24. febrnar 1941. LOFTVARMNEFND. Sjaínar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn, Hefir þægilegt og hressandi bragð. XOTIÐ SJAFNAR TAMKREM KVÖEDS OG MORGINS. Sápuverksmiðjan Sjöfn, Akureyrí má verða mest af háum tekj- um. Endurbygging sveitabæja og nýbýiamál. Fundurinn skorar á næsta Al- þingi að veita enn öflugri stuðn- ing en verið hefir, til endur- bygginga sveitabæja, svo og til nýbýla. Ræktunarmál kauptúna. Fundurinn skorar á næsta Al- þingi að veita kauptúnum lands- ins, þeim, sem nú eru og stofn- uð kunna að verða, öfluga að- stoð til betri og fjölbreyttari af- komumöguleika og þá einkum til ræktunar. ÞingskrifarapróL fer fram í alþingishúsinu fimmtudaginn 27. febr. og hefst kl. '4 síðdegis. Þeir, sm óska að ganga undir prófið, sendi um það tilkynningu til skrifstofu Alþingis fyrir hádegi á fimmtu- dag. SKRIFSTOFA ALÞINGIS. Auk þessa samþykkti fundur- inn tillögur um mæðiveikis- varnir Vestfjarða, samgöngu- og símamál Vestur-ísafjarðar- sýslu, áfengismál o, fl. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.