Tíminn - 27.03.1941, Side 1

Tíminn - 27.03.1941, Side 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hX Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, fimiiitmlagiim 27. marz 1941 36. blað Lánadeild smábýla Frumvarp bankaneindarinnar um breytingu á lögum Búnaðarbankans Minni baráttuhugur hjá Þjóðverjum en Bretum Bretar hafa öfluga leynibjónustu í Þýzkalancli Þýzka herstjórnin tilkynnti í fyrrakvöld, að hún hefði tekið ákvörðun um, að færa út hafn- bannssvæðið umhverfis Bret- landseyjar, sem tilkynning var birt um 17. ágúst í fyrra. Segir í hinni þýzku tilkynn- ingu, að þar sem Bretar hafi brotið aiþjóðalög og rétt með því að hernema „hina dönsku eyju, ísland“, hafi verið tekin ákvörðun um víkkun hafn- bannsvæðisins. Nær það fram- vegis til hafsins umhverfis ís- land og alla leið vestur að land- helgi Grænlands. Skip, sem á því svæði eru, eiga á hættu að vera skotin í kaf og fara þangað á eigin ábyrgð, og tekur þýzka stjórnin enga á- byrgð á tjóni, sem af því kann að leiða. Takmörk svæðisins eru: Lengdarbaugur 3. gr. aust- lægrar lengdar frá því, er hann sker Belgíuströnd og norður til 62. gr. norðlægrar breiddar, lína þaðan í norðvesturátt til 68. gr. norðlægrar breiddar og 10. gr. vestlægrar lengdar. Breiddarbaugurinn 68. gr. norðlægrar breindar vestur að þriggja mílna landhelgisbelti Grænlands. Þaðan eftir landhelgislínunni til 65. gráðu norðlægrar breidd- ar 38. gr. vestlægrar lengdar, lína frá þeim stað til 45. gr. norðlægrar breiddar, 20. gr. vestlægrar lengdar og þaðan til vesturstrandar Frakklands. Nýlega hefir verið lagt fram í efri deild frumvarp um breytingar á lögum um Búnaðarbanka íslands. Frumvarp þetta er samið af milliþinganefndinni í bankamálum. Aðalefni þessa frv. eru breyt- ingar á þeim kafla Búnaðar- bankalaganna, sem fjallar um lánadeild smábýla. Þessi ákvæði laganna hafa enn ekki verið framkvæmd, en nefndin leggur áherzlu á, að þau verði látin koma til framkvæmda með þeim breytingum, sem ráðgerð- ar eru í frv. hennar. Samkvæmt tillögum nefnd- arinnar myndi kaflinn um lánadeild smábýla hljóða á þessa leið: Ríkissjóður leggur fram 300 þús. krónur á árinu 1942 til lánadeildar smábýla. Ríkisstjórninni skal heimilt áð taka lán, allt að 2 millj. króna, handa lánadeildinni til starfsemi hennar, og stendur deildin sjálf skil á afborgunum og vöxtum, eða veita ábyrgð ríkissjóðs fyrir allt að jafnhárri upphæð í vaxtabréfum, er deildin gefur út. Lán úr deildinni má veita til smábýla í grennd við kaupstaði og kauptún og annars staðar þar, sem svo mikil atvinnuskil- yrði eru fyrir hendi, að lífvæn- legt geti talizt, að styðjast við smábýlabúskap. Ennfremur til mannvirkja í sapjbandi við ræktunarlönd, þó lántakandi sé búsettur í kaupstað eða kaup- túni. Það skal vera skilyrði fyrir láni úr deildinni, að ræktunar- land það, er hverju býli fylgir, sé minnst einn ha. að stærð. Þó skal lánveiting heimil, þótt land sé ekki meira en hálfur ha., ef hægt er að sýna fram á, að lántaki hafi þrátt fyrir það verulegan stuðning af land- búnaði á því. Lán úr deild þessari má veita: 1. Gegn hverju því fasteigna- veði, er bankastjórnin tekur gilt. 2. Gegn ábyrgð sýslu-, bæj- ar- eða hreppsfélaga. Lán mega nema allt að % af fasteignamatsverði húseigna, mannvirkja og lands. Hámark lánsupphæðar má vera allt að 6 þús. krónum, lánstími allt að 40 árum og ár- legir vextir allt að 6%. í reglugerð skal setja nánari ákvæði um starfsemi þessarar deildar. í greinargerð frv. segir á þessa leið: „Lög um Búnaðarbanka ís- lands eru nú orðin nær 12 ára gömul. Bankanefndin taldi því sjálfsagt að taka þau til allná- kvæmrar athugunar, og þó einkum ákvæðin um starfsvið bankans. Samkvæmt þeim skyldi bankinn starfa í sex deildum: sparisjóðs- og rekstr- arlánadeild, veðdeild, bústofns- lánadeild, ræktunarsjóður, lánadeild smábýla við kaup- staði og kauptún og byggingar- og landnámssjóður. Tvær af þessum deildum, bústofnslána- deild og lánadeild smábýla, tóku aldrei til starfa, og kafl- inn um aðra þeirra, bústofns- lánadeild, var numinn úr gildi með lögum nr. 91 frá 3. maí 1935. Verður ekki af banka- nefndinni lagt til, að sá kafli laganna verði tekinn upp aftur og deildin sett á stofn. Hins vegar telur bankanefnd- in illa farið, að lánadeild smá- býla skuli ekki hafa tekið til starfa. Virðist hennar full þörf, því að bæði við kauptún og kaupstaði og í sveitum hafa þeir menn, sem vilja stunda landbúnað jafnframt öðrum störfum, sem þá teljast aðalat- vinna þeirra, hvergi aðgang að lánsfé. Verður þetta að teljast óheppilegt, því af því leiðir, að ýmsir þeir, sem gjarnan hefðu viljað halda sig utan takmarka kauptúna og kaupstaða, en stunda þó störf þar, verða að (Framh. á 4. slðu.) A k^osso-ottjaæ Kirkjubyggingar í Reykjavík. — Úr Austur-Skafta- fellssýslu. — Menningarfélag Austur-Skaftafellssýslu. Telja Bandaríkín hafnbannið brot á Monroereglunní? Þessi nýja hafnbannstilkynn- ing Þjóðvcrja hefir vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. f viðtali, sem Sumner Wells aðstoðarutanríkismálaráðherra átti við blaðamenn I gær, lét hann svo ummælt, að Þjóðverj- ar hefðu lýst hafnbannssvæði inn fyrir vesturhelming jarðar og með því seilst til afskipta inn á svæði Vesturálfu. Benda þessi ummæli til að Bandaríkjastjórn muni telja þessa ráðstöfun Þjóðverja brjóta í bága við Monroe-regluna. Ráðherrann sagði ennfremur, að stjórn Bandaríkjanna muni láta sig þetta mál miklu skipta. Er jafnvel gizkað á, að Banda- ríkjasjórn muni senda þýzku stjórninni mótmæli. Fáum klukkustundum áður en þýzka hersjórnin tiikynnti aukningu hafnbannsins, var Berlínarútvarpið látið birta slúðurfregnir þess efnis, að Roosevelt ætlaði að færa út hið svokallaða hlutleysissvæði Bandaríkjanna og láta það ná til íslands. Hugmynd Roosevelts væri sú, að geta þannig veitt flutningaskipum herskipafylgd til íslands. Það er alkunna að áður en nazistar hafa gripið til ódæðis- verka, hafa þeir reynt að eigna öðrum slíkar fyrirætlanir. Síðastliðlnn sunnudag voru safnað- arfundlr haldnir í öllum söfnuðum Reykjavíkurprófastsdæmis. Var á fundum þessum rætt um ýms málefni kirkjunnar og safnaðanna og meðal annars um kirkjubyggingamál Reyk- víkinga. Á safnaðarfundi Nespresta- kalls var samþykkt að reisa kirkju, er standa skal á fyrirhuguðu torgi suð- vestan við íþróttavöllinn. í kirkju þessari yrðu sæti fyrir 300 manns, auk þess sem þar yrðu húsakynni fyrir ýmsa aðra starfsemi safnaðarins. Á safnaðarfundinum í Laugarnessókn var mjög rætt um kirkjubyggingarmálið. í skýrslu formanns safnaðamefndar, Jóns Ólafssonar bifreiðaeftirlitsmanns, kom fram, að fé í sjóði, ætlað til kirkjubyggingar þar, nemur nú þegar nokkrum tugum þúsunda. Er það gjafa- fé mestmegnis. Reykjavíkurbær hefir gefið fallega lóð á ræktuðu landi undir hina fyrirhuguðu kirkju. Er það hluti af svonefndu Kirkjubólstúni, skammt frá Laugarnesskóla', þó heldur nær bænum. Er í ráði að bærinn láti skipu- leggja umhverfið með tilliti til kirkj- unnar, og framan við kirkjuna á að koma skrúðgarður. Þegar hefir gröftur farið fram á staðnum, þar sem bygg- ingin skal rísa upp. Teikning af kirkj- unni er senn tilbúin og jafnframt líkan, sem er Vso réttrar stærðar. í fjáraflaskyni hefir sóknamefnd keypt nýja blfreið, er stofna á til happ- drættis um. Safnaðarfundurinn fól sóknarnefnd að láta hefjast handa um kirkjubygginguna þegar i sumar, ef henni þætti þess nokkur kostur. — Á safnaðarfundi Hallgrímssóknar var og vikið að kirkjubyggingarmálunum. Er starfandi í söfnuðinum nefnd, er sinn- ir kirkjubyggingarmálunum og fjár- söfnun í því skyni. Alls munu nú vera um 60 þúsund krónur í sjóði, ætlaðar til þessa. Ríkissjóður hefir heitið 300 þúsund krónum til að reisa nýjar kirkj- ur í hinum þrem nýju sóknum í Reykja vík og eiga 168 þúsund krónur af því fé að ganga til kirkju á Skólavörðuhæð, en 66 þúsund krónur til kirkna i Nes- prestakalli og Laugarneshverfi. Það er fremur ólíklegt að hægt verði að byrja að reisa kirkjuna á Skólavörðuhæð í sumar, þar eð brezka herliðið mun vart vilja þoka af staðnum. Á öllum safnaðarfundum var samþykkt áskor- un til þings og stjórnar um að ríkið iimti strax af höndum fjárframlög þau, er það hefir heitið. r r t Sigurður Jónsson bónda á Stafafelli i Lóni sagði Timanum þessar fréttir úr byggðum austur þar: — Siðan um nýár hefir tíðarfar verið þurrviðra- samt og oftast gott. Um síðustu mán- aðamót gerði þó slæman stormakafla og snjókomu. Skaðar urðu þó ekki teljandi í því veðri, nema hvað fær- eyska fiskitökuskútu rak upp vlð Homafjörð og brotnaði hún. Afli á vél- báta hefir verið óvenjulega góður á Hornafjarðarmiðum i vetur, en á ára- báta hefir ekki fiskazt svo teljandi sé, enn sem komið er. í janúarmánuði og (Framh. á 4. slðu.) Þær íregnir, sem berast hing- að um ástandið í Þýzkalandi, eru mjög af skornum skammti. Þýzku útvarpsfréttirnar,sem hér eru birtar, segja fátt um það, enda geta þær tæpast talizt ör- ugg heimild um þá hluti. Amerískur fréttaritari, sem er nýlega kominn heim frá Þýzkalandi, hefir birt yfirlits- grein um þessi mál í „The Christian Science Monitor". Hann lætur svo ummælt, að annar styrjaldarveturinn hafi ekki orðið jafn þungbær þýzk- um almenningi og fyrri styrj- aldarveturinn. Ástæðan er sú, að Þjóðverjar hafa flutt heim miklar vörubirgðir frá herteknu löndunum, án þess að skeyta um afkomu fólks þar. Þessar birgð- ir endast þó vitanlega ekki lengi. Skortur á mjólk, feitmeti og kjöti er tilfinnanlegur. Sigurvissa almennings virðist vera mikil, enda ekki ennþá við öðru að búast, sökum hinna miklu sigra þýzka hersins. Sú skoðun virðist útbreidd, að Þýzkaland myndi sæta afar- kostum, ef það tapaði styrjöld- inni. Þrátt fyrir þetta virðist bar- áttuhugur þjóðarinnar ekki vera mikill. Hann virðist langt- um meira sprottinn af skyldu- rækni en hrifningu. Þótt Bretar séu höfuðand- PÉTUR II., konungur Jugoslavíu. — Hann er fœddur S. sept. 1923. Hann kom til valda 9. okt. 1934, en jafnframt var ákveðið að sérstakt rikisráð skyldi fara með konungsvaldið þangað til 6. sept. 1941, er hann hefði náð lögaldri. Samkvæmt fréttum frá Lon- don kl. 11 í morgun varð stjórn- arbylting í Jugoslaviu í nótt, án þess að til verulegra átaka kæmi. Ríkisráðið hefir lagt nið- ur völd og ríkisstjórnin hefir verið handsömuð. Pétur II. hef- ir tekið völdin í sínar hendur og falið yfirmanni flughersins að mynda stjórn. Það er herinn, sem stendur að þessari stjórnarbyltingu og hefir bæði landher, flugher og sjóher vottað Pétri II. hollustu sína. Pétur II. hefir skorað á þjóðina að fylkja sér um sig og hina nýju stjórn. Ástæðan til stjórnarbyltingar- innar er óánægja yfir samn- ingum Jugoslaviu og öxulríkj- anna. Enn hefir ekki verið sagt (Framh. á 4. síðu.) HEINRICI1 HIMMLER, yfirmaður þýzku leynilögreglunnar, Gestapo. Hún er talin voldugasta leynilögregla heimsins, en þó hefir henni ekkl tekizt að upprœta starf- semi brezku leynilögreglunnar í Þýzka- landi. stæðingurinn, virðist ekki rikja neitt hatur í garð þeirra. Dugn- aður þeirra heyrist oft viður- kenndur. Enn verður ekki sagt um það, hvort þýzkur almenningur muni bera loftárásirnar eins vel og brezk alþýða hefir gert. Hingað til hafa Bretar aðallega beint loftárásum sinum gegn stöðv- um, sem hafa hernaðarlega þýðingu. En það má búast við, að þeir taki upp víðtækari loft- hernað, þegar flugflota þeirra vex meira fiskur um hrygg. Þótt ekki bryddi opinberlega á verulegri óánægju, virðist mjög á það skorta að baráttuhrifning og samhugur þjóðarinnar sé eins mikill og hjá Bretum. Það getur haft mikil áhrif á úrslit styrjaldar- innar, því að dragist hún á langinn, verður það kjarkur og þol hinna óbreyttu borgara, er ræður úrslitum. Þrátt fyrir ötult starf þýzku leynilögreglunnar, Gestapo virðist ekki hafa tekizt að koma í veg fyrir, að brezka leyniþjónustan fái mikilvægar upplýsingar frá Þýzkalandi. Þetta kemur mjög glöggt fram í fréttabréfi, sem blaðamaður- inn Griggs ritar „Nya Dagligt Allahanda“ frá Berlin og birtist í blaðinu nokkru fyrir áramót- in. Hann segir fyrst, að Þjóð- verjar kynni sér nákvæmlega allar brezkar flugvélar, sem þeir skjóti niður, og komizt að (Framh. á 4. siðu.) Erlendar Sréttir Forsætisráðherra og utanrfk- ismálaráðherra Júgóslavíu und- irrituðu í Vínarborg síðastl. þriðjudag yfirlýsingu um að Júgóslavía gerðist aðili að þrí- veldasáttmála Þjóðverja, ítala og Japana, sem gerður var síð- astliðið haust. Eftir að þeir höfðu undirritað \vfirlýsing- una, voru þeim afhentar tvær tilkynningar frá ítölum og Þjóðverjum, önnur um að Þjóð- verjar og ítalir myndi aldrei gera landakröfur á hendur Jú- góslövum, hin um, að Þjóðverj- ar og ítalir muni ekki í þessari styrjöld fara fram á leyfi til að flytja her um Júgóslavíu. Þess- ar tilkynningar eru túlkaðar á þann veg, að Júgóslavar muni leyfa flutning hergagna um landið, og er það Þjóðverjum mikilvæg aðstoð, ef þeir ráðast á Grikkland. — Ribbentrop og Ciano greifi voru viðstaddir undirritun júgóslavnesku ráð- herranna. Ráðherrarnir fóru heim á þriðjudagskvöldið, eftir að hafa rætt við Hitler, sem var staddur í Vínarborg í til- efni af þessum atburði. (Framh. á 4. síðu.) A víðavangi „DANSKA EYJAN ÍSLAND“. Þess er getið á öðrum stað í blaðinu, að Þjóðverjar hafi lagt hafnbann á ísland. Menn, sem eru hliðhollir Þjóðverjum.kunna að segja, að þeir geti talið þetta hernaðarlega nauðsyn og megi því ekki telja þessa ráðstöfun beinan fjandskap í okkar garð. Hinu verður þó ekki neitað, að orðalag hinnar þýzku yfirlýs- ingar um hafnbannið ber vott um fyllstu andúð og lítilsvirð- ingu á mikilsverðustu réttind- um íslendinga. Þar er talað um ísland sem „danska eyju“. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en að Þjóðverjar hafi afurkallað viðurkenningu sína á því sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar, sem hún fékk 1918. Samkvæmt þeirri viðúrkenningu, sem íslending- ar hlutu þá, varð ísland óum- deilanlega islenzkt land og laust úr öllum þeim tengsl- um við Danmörku, er gátu géf- ið erlendum stjórnarvöldum til- efni til að tala um það eins danska nýlendu. Þess vegna felst í orðalagi hinnar þýzku yfirlýsingar ótvíræð afneitun á mikilvægustu réttindum fs- lendinga. Það gefur íslending- um ótvírætt til kynna, hvers jeir mega vænta, ef Þjóðverjar bera hærra hluta í styrjöldinni. Þetta hlýtur mjög að breyta af- stöðu allra sannra íslendinga til Þjóðverja, því að þess hefir verið vænzt, að þeir myndu unna okkur fulls réttar. Nú hef- ir annað komið fram og það eins ljóst og verða má. AFLEIÐIN G AR HAFNBANNSINS. Það verður ekki sagt um það að svo stöddu, hverjar afleið- ingar hið aukna hafnbann Þjóðverja muni hafa fyrir okk- ur. En þess er hollt að minn- ast, að þegar styrjöldin hófst, var almennt búizt við, að að- flutningar tii landsins kynnu að stöðvast og þjóðin yrði sem mest að búa að sínu. Hinn ó- vænti skyndigróði undanfarna mánuði hefir ef til vill glapið mönnum sýn á þessu og þeir gert sér vonir um að við gætum grætt og leikið okkur meðan aðrar þjóðir þyldu hinar mestu hörmungar. Við því er ekkert að segja, þótt slíkar vonir eigi sér ekki langan aldur, og það sr vafasamt, hvort það hefði orðið okkur til heilla, ef þær hefðu ræzt. Það eru erfiðleik- arnir, sem knýja fram dugnað- inn og karlmennskuna. Þeir gera hverja þjóð ao vaskari bjóð og batnandi, ef hún bregst við þeim á réttan hátt. Þess vegna skal enginn láta til sln heyra víl eða vol, þótt erfiðleik- arnir kunni að aukast. Ef vilj- ann skortir ekki, ef allir reyna að gera skyldu sína, munu ís- iendingar koma úr eldraun styrjaldarinnar sem mannaðri og dugmeiri þjóð en þeir hafa nokkru sinni verið. INNFLUTNIN GUR NAUÐSYNJAVARA. í tilefni af hafnbanni því, sem Þjóðverjar hafa lagt á ís- land, finnst Vísi smekklegt og drengilegt að vera með glósur um, að pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafi kom- ið því til leiðar að safnað værl pappírsseðlum erlendis í stað bess að flytja inn nauðsynja- vörur. Eins og margoft hefir verið tekið fram hér í blaðinu, eru þetta fyllstu ósannindi, þvl að engin höft hafa verið á inn- flutningi þeirra vara, sem þjóð- in þarfnast mest. Ríkisstjórnin hefir beinlínis hvatt innflytj- endur þessara vara til að flytja sem mest af þeim til landsins. Árangurinn myndi þó vafalaust hafa orðið meiri í þeim efnum, ef ríkisstjórnin hefði ekki ein- göngu treyst á einkaframtakið, (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.