Tíminn - 27.03.1941, Síða 2

Tíminn - 27.03.1941, Síða 2
142 “gímmn Fimtudafíinn 27. murz Rafmag’smálin á Alpingi TtWINK, fimmtndaglim 27. marz 1941 IsIcmizIí tnuga og brezka hættan Eftir Kristínu Jónsdóttur 36. blað Eins og að líkum lætur, er margt rætt og ritað um dvöl brezka setuliðsins hér og áhrif þau, sem sambúðin við það kann að hafa á íslenzkt þjóðlíf. Einkum hefir mönnum orðið tíðrætt um þann þátt sambúð- arinnar við setuliðíð, sem snert- ir ungu stúlkurnar. Vandlæting- um hefir verið dembt yfir kven- fólkið, bæðl maklega og ómak- lega, i útvarpi og blöðum, að ó- gleymdum öllum þeim sæg af gróusögum, sem spunnizt hafa útaf þessum málum og fljúga manna á milli, með öllum þeim viðaukum og lagfæringum, sem slíkum söguburði er jafnan eiginlegur. Það er ekki ætlun min að fara að taka hér málstað þessara bit- beina almenningsálitsins og ekki heldur að efla hnútukastið í þeirra garð, enda þótt margar hinna ungu stúlkna mættu óef- að gæta betur sóma síns en þær gera í viðkynningu við brezka hermenn. En mig langar til að benda á aðra hættu, sem okkur getur staðið af sambýlinu við Breta. Það er hættan gagnvart tung- unni. Sé litið á málið frá þeirri hlið, eru konur ekkert fremur en karlar líklegar til þess að verða fyrir skaðlegum áhrifum frá dvöl Breta hér. Það er æskan yfirleitt, sem þar er næmust fyrir, hin uppvaxandi, festu- lausa æska, sem drekkur í sig fjölbreytni samtiðarinnar af meðfæddum og eðlilegum æfin- týraþorsta. Um þessar mundir er mikið gert að því að læra ensku hér á landi, meira en nokkru sinni fyrr. Það glæðir vitanlega áhug- ann fyrir enskunámi, að verða af og til að umgangast Eng- lendinga og svo það, að eiga mest öll verzlunarviðskipti við enskumælandi þjóðir. Við því er ekkert nema gott að segja, að fólk læri ensku, svo að sem allra flestir geti skilið og lesið enska tungu. En eins og nú standa sakir, þegar ensk- an flýtur hér yfir eins og flóð- bylgja, liggur hættan í því, að fólkið gerl ekki nógu glöggan greinarmun á sínni hálflærðu ekki nóg að tala og skrifa. Pré- dikanir geta að vísu verið góð- ar og gagnlegar, en skynsam- legar framkvæmdir þurfa að vera í fylgd með þeim. Sk. G. ensku og móðurmálinu og hirði ekki um það eins og skyldi, að hvor hafi sitt, enskan og ís- lenzkan. Hættan er sú, að íslenzkan verði í daglegu tali krydduð með afbökuðum enskuslettum og enskan fái í staðinn nokkurn forða illa beygðra íslenzkra orða. Ef ekki er verið vel á verði i þessu efni getur svo farið, að málið verði gert að þeim hræri- graut, sem erfitt verður að hreinsa aftur, því að tízkan er seig við að eignazt förunauta og rödd fjöldans má sín meira en vandaðar bókmenntir. Það er svo með ýms orð og orðatiltæki, sem farið er að nota, ef til vill í skopi fyrst í stað, að tízkan grípur þau og fleygir þeim í fang vanans, sem festir þau í málinu, unz flestir hafa gleymt því, að þau eiga þar ekki heima. Síðan geta þau kom- izt inn í ritmálið með þeim hætti, að einhver slunginn rit- höfundur finnur upp það snjall- ræði að læða þeim til bragð- bætis inn í skáldsögur sínar, máske til þess að skóhljóð Austurstrætis falli betur inn í hrynjanda frásagnarinnar. Ekki væri það t. d. neitt sér- staklega ánægjulegt að sjá víða á prenti, setningar eins og þessa: „Eftir erfiðan day“, eða orð eins og „ég prefera", að ó- gleymdu hinu hvimleiða „Okey“, sem fólki er orðið æði tungu- tamt víða um land og var orðið landlægt löngu áður en setu- liðið kom hingað. Þannig megum við ekki und- ir neinum kringumstæðum fara með „ástkæra, ylhýra mál- ið.“ Ég vii einkum beina máli mínu til ykkar, sem nú lesið ís- lenzka málfræði í skólum eða utan skóla, eða hafið nýlega lagt hana á hylluna að loknu námi. Gleymið því ekki, að móðurmál- ið er okkar dýrmætasta þjóðar- eign, það er dýrasti arfurinn, sem forfeður okkar hafa geymt um aldaraðir og fengið okk- ur til umráða. Það væri óbæt- anleg skömm fyrir okkar kyn- slóð, sem hefir fleiri og betri leiðir til að afla sér menntunar en nokkur hinna fyrri kynslóða hafa haft, ef hún léti slíkan dýrgrip, sem íslenzk tunga er, saurgast og blettast í meðferð sinni. Ef svo illa tækizt til, væri ekki að undra þótt ýmsum færi að finnast vafasamur árangur áf aukinni menntun og skólahaldi í landinu. Það er mikið gleðiefni, að einmitt nú á þessum síðustu tímum virðist áhugi fyrir vönd- un málsins fara vaxandi. Má meðal annars marka það af því, að þeim röddum fer fjölgandi, sem vilja leggja meiri rækt við móðurmálskennsluna I skólum og auka hana, þó til þess þurfi að draga eitthvað frá öðrum námsgreinum. Hafa ýmsir rétti- lega bent á, hve vafasamur hagnaður það er fyrir nemend- ur að sitja og lesa 2—3 erlend tungumál og læra ekkert þeirra til fullnustu, en kunna ekki að tala og skrifa sitt eigið móður- mál óaðfinnanlega. Það er ekki nóg þótt nokkur hluti þjóðarinnar hafi opin augun fyrir þessu. Sá hluti hennar er þegar of stór, sem ekki gerir sér nægilegt far um að vanda málið í ræðu og ritl. Við megum ekkert mannslið missa. Við verðum öll að gera skyldu okkar í því að vernda tunguna fyrír erlendum áhrif- um og ósmekklegum slettum. Afstaðan gagnvart málinu er nú allt önnur en á 18. öldinni, þegar niðurlæging tungunnar var mest, og svo var komið, að menntamennirnir, bæði prestar og embættismenn ríkisins skrif- uðu skjöl sin á dönskublend- ingi. Sveiflur breytinganna úti í heimi fóru miklu hægar yfir þá en nú og voru afar lengi að ná til íslenzku alþýðunnar, sem dró fram lífið af litlum. efnum í strjálbyggðum sveitum lands- ins. Þetta fólk sótti fróðleik í forn- sögurnar og rímurnar, auk þess sem kirkjan lagði til. Það varð að búa að sínu í einu og öllu og fylgdist lítið með því, sem gerð- ist í fjarlægustu löndum. Á vörum þessa fólks í lágu, köldu torfbæjunum lifði íslenzk- an að mestu leyti óskemmd , þótt fjöldi manna og kvenna kynni hvorki að lesa né skrifa, á meðan menntamennirnir belgdu sig upp á dönskum hrærigraut. Og þar, hjá sveita- fólkinu, tóku Fjölnismenn upp þráðinn, þegar þeir réðust í hreinsun málsins um 1830 með Jónas Hallgrimsson í broddi fylkingar. Nú er öldin önnur. Nú eru all- ir fslendingar læsir og skrifandi og almenningur fylgist daglega með atburðum, sem gerast i fjarlægustu stöðum úti í heimi. Hraðinn er svo mikill á öllum sviðum, að oft og tíðum virðist dálítið erfitt að átta sig á því, hvað raunverulega er að gerast. Nú er ekki lengur til neinn slík- ur griðastaður, sem íslenzku sveitirnar voru á 17. og 18. öld, þar sem málið geti varðveizt, ef það verður ekki varið á hin- um opinbera vettvangi. Enn um bifreiðaslysin Grein mín í Tímanum um bifreiðaslysin hefir ofurlítið ýtt við mönnum. Jónatan Hall- varðsson sakadómari skrifar at- hugasemd í síðasta tölublað Timans og reynir að hnekkja örfáum atriðum i grein minni, en mikið er það ekki. Hann tel- ur ómaklegt að deila á lög- reglustjóra fyrir það, að kær- um um óleyfilegan akstur sé slælega sinnt, þar sem slík brot séu rannsökuð og dæmd af sakadómara. Eg ér fús til að taka þessa leiðréttingu til greina og beina máli mínu um þessi atriði til sakadómara. Sakadómari véfengir því jafn- framt, að ummæli mín um kærur fyrir brot á ökuhraða sé á rökum byggð. Ég bar fyrir mig álit manns, sem er flestum fróðari um þessi efni. Ég læt ósagt, hvort hann eða saka- dómari hafi réttara fyrir sér, en hitt er víst, og verður ekki móti mælt, að fjöldi bíla brýtur dag- lega ákvæðin um ökuhraða, og sumir bíistjórar svo hatram- lega, að þeir aka með 50—60 km. hraða á götum bæjarins án þess nokkuð sé gert til að hindra það. Ég skal taka það fram, að áð- urnefnd ummæll, sem sakadóm- ari vitnar til, eru ekki höfð eft- ir Birni Blöndal Jónssyni, en ísland er hernumið. Enginn getur sagt um það með nokk- urri vissu, hvaða örlög kunna að bíða okkar litlu þjóðar á komandi árum. Við erum raun- verulega komin inn í þann grimma hildarlelk, sem gegn- sýrir alla Evrópu,. og það getur svo farið, að við missum sjálf-' stæði okkar og stjórnfrelsi án þess að geta rönd við reist. Engum íslendingi mun þó vera svo dimmt fyrir augum, að hann ekki ali þá djörfu von í brjósti, að íslenzku þjóðinni geti auðnazt að endurheimta frelsi sitt þótt hún verði að missa það um tíma. Ef það skyldi liggja fyrir ís- landi að verða aftur undirokað og kúgað af erlendu valdi, hvaða vopn mun þá bíta betur í sjálf- stæðisbaráttunni en það, að þjóðin i hejld sinni muni eftir því, sem íslenzkt er og viti hvað hún vill? íslenzk tunga er sá þjóðar- dýrgripur, sem við verðum ávallt að geyma hreinan og fágaðan, svo að við getum seint og snemma tekið undir með skáldinu og sagt: „Ég elska þig, málið undurfríða, og undrandi krýp að lindum þinum, ég hlýði á óminn bitra, blíða, brimhljóð af sálaröldum minum." Kristín Jónsdóttir hann skrifaði grein í Alþbl. ný- lega og er harðorður um allt það kæruleysi, sem hér er ríkj- andi í umferðamálum. Hefir hann með afskiptum sínum af þessum málum sýnt sýnt virð- ingarverðan áhuga, sem, því miður, virðist ekki gæta svo mjög hjá öðrum, sem eiga að halda uppi lögum og reglu í þessum efnum. Það er tilgangslaust fyrir sakadómara að vitna í það, að vægari refsiákvæði gildi hér á landi um brot á umferðaregl- um en í nokkru öðru landi, sem hann þekkir til. Sé svo, virðist mér allrík skylda hvíla á hon- um og öðrum vörðum laga og réttvísi, að beita sér fyrir sæmi- legri löggjöf í þessu efni. Ég er ekki lögfróður og ætla því ekki að deila um réttmæti hæsta- réttardómsins frá 28. sept. 1934. Það getur vel verið, að hæsti- réttur hafi ekki getað dæmt sökudólginn í þyngri refsingu. En hvaða vit er þá í svona refsiákvæðum? Það liggur við, að draga megi þá ályktun af þessum réttarfarsreglum, að hættulítið sé að drepa óvin sinn, ef það aðeins er gert með því að aka á hann bíl! Sakadómari játar það, að umferðamálin séu mjög alvar- legt viðfangsefni, en gefur í skyn, að ég hafi ekki að öllu leyti farið rétt með í fyrri grein minni. Ég held, að þar sé ekkert ranglega með farið, sem máli skiptir. En átelja má það, að úr þvi að ég fór að skrifa um þessi mál, þá hefði verið æski- legast, að rekja sögu bílslysa og manndauða af völdum bíla hér á landi frá því bilaakstur hófst hér. Þetta þyrfti að ger- ast, hvort sem nokkur tök verða á þvi í bráð. Þegar skrifað er um um- ferðamálin, þá er venjan að bera þungar sakir á fótgang- andi fólk. Því ber ekki að neita, að margt fótgangandi manna gætir ekki umferðareglna sem skyldi. En þegar þess er gætt, að engar gangstéttir eru með sumum fjölförnum götum hér í bænum, og bílstjórar virðast yfirleitt telja sig „eiga götuna“„ þá er ekki auðvelt fyrir gang- andi fólk að vita, hvernig það á að haga sér. Sú samgöngubót var nýlega gerð hér í bænum, að markað- ar voru gangbrautir yfir fjöl- förnustu götur á ýmsum stöð- um. Er gangandi fólki ætlað að nota þessar brautir eingöngu. — Þessi samgöngubót var fyrst upp tekin í Englandi, en þar er fylgt þeirri reglu, að þegar gangandi fólk er komið út á gangbraut, eða ætlar bersýni- (Framh. á 3. síSu) Gamall skattanefmlarmaður: Um útsvor og skatta Snemma á þessu þingi fluttu fimm þingmenn Fram- sóknarflokksins frumvarp til laga um rafveitulánasjóð. Er það í þriðja sinn, sem Fram- sóknarmenn flytja frumvarp um þetta efni á Alþingi. Frum- varpið var birt í Tímanum 27. febrúar síðastliðinn og vísast til þess, er þar segir um efni þess. Skömmu eftir að þetta frum- varp var lagt fram á Alþingi, flutti Pétur Ottesen, þingmaður Borgfirðinga, annað frumvarp um sama efni, sem hann nefndi frumvarp til laga um raforku- veitusjóð. Er það í flestum at- riðum mjög svipað frumvarpi Framsóknarmanna. Báðum þessum lagafrumvörpum, sem flutt voru 1 neðri delld þingsins, var vísað til fjárhagsnefndar, og hafa nefndarmenn undan- farið reynt að ná samkomu- lagi um afgreiðslu málsins. Fjórir af fimm nefndarmönn- um hafa nú skilað sameigin- legu áliti. Hafa þeir komið sér saman um að msela með stofn- un sjóðs, er nefnist raforku- veitusjóður, og veiti hann lán til að gera raforkuver og raf- orkuveitur á þeim stöðum, sem eigi hafa nú þegar rafmagn frá vatnsaflsstöðvum. Sjóðurinn sé myndaður með framlögum úr ríkissjóði, er nemi a. m. k. 100 þús. kr. árlega á næstu 10 ár- um, en auk þess verði lagt nokk- urt gjald á stórar vatnsafls- stöðvar og renni það til sjóðs- ins. Lánstíminn sé allt að því 23 ár og vextir 3 af hundraði á ári. Þá er ákveðið, að Búnaðar- bankinn hafi á hendi ákvarð- anir um lánveitingar úr sjóðn- um og annist stjórn hans og rekstur. Meirihluti fjárhagsnefndar hefir einnig orðið sammála um að leggja til, að i lögin um raf- orkuveitusjóð verði sett heim- ild fyrir rikisstjórnina til að taka lán handa sjóðnum, að upphæð allt að 5 milj. króna. Virðist skynsamlegt að auka fjárráð sjóðsins á þann hátt, til þess að hann geti veitt fleiri mönnum hagkvæm lán til raf- stöðvabygginga. Ennfremur vill meirihluti fjárhagsnefndar vinna að því, að framlag ríkis- sjóðs til raforkuveitusjóðsins verði ákveðið hærra en 100 þús. kr. að þessu sinni Einn af nefndarmönnum fjárhagsnefndar, fulltrúi Al- þýðuflokksins, hefir eigi getað orðið öðrum nefndarmönnum sammála að öllu leyti um af- greiðslu málsins, og mun hann skila sérstöku nefndaráliti. Hann er mótfallinn því ákvæði frumvarpsins, að sjóðnum verði aflað tekna með því að leggja gjald á rafmagnsstöðvar, sem fyrir eru. Engu skal spáð um afdrif málsins á Alþingi, en væntan- lega fær það betri viðtökur þar nú en áður. Tekjur ríkissjóðs eru nú meiri en nokkru sinni áður, og því betri ástæður til að leggja fram fé til nýrra fram- kvæmda. En eins og oft hefir verið vikið að hér i blaðinu, er þetta mál eitt af þeim þýðing- armestu, sem fyrir liggja til úr- lausnar. Fulltrúum á nýaf- stöðnu flokksþingi Framsókn- armanna var þetta vel ljóst, og samþykkti flokksþingið álykt- anir um fjárveitingar úr ríkis- sjóði til að greiða fyrir út- breiðslu rafmagnsins. Fjölgun rafstöðva í sveitum landsins og endurbyggingar sveitabæja eru ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að halda við byggðinni þar. Það er eðli- legt, að fólkið leiti til þeirra staða, sem geta boðið mest lífs- þægindi, og ekki er hægt að ætlast til þess, að það fólk, sem lifir og starfar í sveitum lands- ins, sætti sig við það um lang- an aldur, að búa við allt önnur og lakari lífskjör en aðr- ir landsmenn. Margir hafa bent á þá hættu, sem þjóðfélaginu stafar af fólksstraumnum úr sveitunum til kaupstaðanna. En það er Tímanum hefir nýlega bor- izt eftirfarandi grein frá manni, sem hefir mikinn kunnugleika af skattamálum, en ekki óskar að láta nafn síns getið. Greinin er hin fróðlegasta og athyglisverð- asta. í upphafi hennar sýnir höfundurinn fram á, hversu mikil fjarstæða sú fullyrðing er, að menn hafi ekki getað safnað eignum undanfarin ár, sökum skattalöggjafarinnar, enda eru dæmin deginum ljósari í þeim efnum. f siðari hluta greinarinnar er vikið að ýmsum breytingum, sem greinarhöfundur telur, að séu til bóta. Hefir skattabyrðin hér verið óþolandi undanfarin ár? Undanfarin ár hefir mönnum orðið um fátt tíðræddara, að ó- friði og stórum náttúruáföllum undanskildum, en skatta- og útsvarsbyrðar. Hefir þessum hvorutveggju gjaldstofnum þá oft verið slengt saman og nefnt einu nafni skattpíning eða skattabrjálæði í munni hinna ófyrirleitnustu. — Og þótt und- arlegt megi virðast, þá verður slíkur söngur einatt háværast- ur,þegar tekjur manna eru betri en almennt gerist, og allra há- værastar, þegar tekjurnar kom- ast upp úr því, sem almennt hefir verið gert ráð fyrir að þær gætu orðið. — Eftir því sem fleiri verða samróma, þess hærra heyrist og víðar berast hrópin. — Og þótt flestir efist um, að vegalengd sé fljótar gengin af fleirum mönnum en einum, þá er það staðföst vissa, að hróp margra manna gjalla hærra en sárfárra. Því skal að vísu sízt neitað, að útsvör geta verið svo há, að þau ræni tekjum tilfinnanlega og skerði jafnvel eignir. En þegar þau vaxa svo óþægilega, þá stafar það oftast af óáran atvinnuveganna, sem forráða- menn bæja- og sveitafélaganna fá ekki rönd við reist. Það má vel vera, að rétt sé að löggjöfin setji hömlur fyrir of hárri út- svarsálagningu, og verður kom- ið að því síðar í grein þessari. Um tekju- og elgnaskattinn er allt öðru máli að gegna.Það er bersýnilega móti betri vitund sagt, þegar talað er um, að skattur sá ræni menn eignum, þótt hár sé. Eftir núgildandi bráðabirgðaskattstiga, er há- marksskatturinn af 28 þúsund krónum*) 8460 krónur, og 44% af tekjum meiri en 28 þús. kr. Af 10 þús. kr. er skatturinn 1530 *) Hér er farið eftir bráða- birgðaskattstiganum, er gilt hefir undanfarin ár. kr. og af 5000 kr. 255 kr. o. s. frv. Verða menn að hafa það hug- fast, að hér er um nettótekjur að ræða, þegar dregið hefir ver- ið frá tekjum skattþegna: út- svar og önnur opinber gjöld, vextir af skuldum þeirra og hvers konar útgjöld atvinnu- reksturs þeirra, ef um atvinnu- rekstur er að ræða, svo og per- sónufrádrátturinn (í Reykjavík 1500 kr. á hjón, annars staðar á landinu 1400 kr. og 1200 kr. og 500 kr. fyrir hvert barn). í umræðum manna á milli og í blöðunum sumum, er þessa ekki getið, en látið sem skatt- urinn hvíli á frádráttarlausum tekjum gjaldenda. Benda má og á það, að und- anfarin ár hefir verið lagður 12% viðauki á skattinn, og er það alls óviðkomandi gildandi skattalögum, en í lágtekjuár- unum undanfarið, er mörg eða flest stærstu atvinnufyrirtækin hafa ekki orðíð skattskyld, hefir þótt þurfa að bæta ríkissjóði upp þverrandi skatt með þessari aukningu. Þegar þetta hvorutveggja er athugað, þá sannfærast óhlut- drægir menn um það, að skatt- stiginn núgildandi, sviftir menn ekki eignum, þótt hár sé, og það er ofur hægt að færa sönnur á það, að eignum er unnt að safna, hans vegna — enda stað- festir reynslan það. — Annað mál er það, að sum ákvæði skáttalaganna þarfnast endur- skoðunar, — samsvara ekki breyttum háttum þessara verðbreytingatíma. Er þar eink- um að nefna persónufrádrátt- inn. — Þá má og nefna mis- jafnar tekjur, sem skattalögin — og þó öllu heldur útsvörin — verka óþægilega á. Þetta hefir mönnum lengi verið ljóst. Því er í núgildandi lögum félögum og einstaklingum, sem atvinnu- rekstur hafa tneð höndum, leyft að jafna til um tekjur sínar um þriggja ára skeið.Hefir þetta oft komið að ágætu gagni útgerð- arfélögum og öðrum, sem fén- ast hefir nokkuð í eitt ár, en tapað fé tvö árin. Grunur minn er sá, að ýmsir atvinnurekendur hafi ekki veitt þessu ákvæði skattalaganna athygli, og því orðið stundum harðar úti með skatta en efni stóðu til. En þetta ákvæði ætti að rýmkva nokkuð og gera öllum kost á skattajöfnun um þriggja ára tímabil. Hér skal brugðið upp skyndi- mynd af framlagi vel megandi fastlaunamanns í sæmilegri stöðu, en engan veginn í launa- hæstu stöðum, til almennings- þarfa, og hversu það muni verka á afkomu hans. Gerum ráð fyrir að tekjur hans nemi 7000 krónum. Vexti af skuldum eða því um líkt skulum við á- ætla 200 kr. Útsvör, tekjuskatt o. fl. 800 kr. Persónufrádrátt fyrir konu og tvö börn 1 kaup- stað 2400 kr. Skattskyldar tekj- ur þá 3600 kr. Tekjuskattur af þeirri upphæð 125 kr., að við- bættu 12% álagi, 15 kr. Skatt- ur alls því 140 krónur. í þessu dæmi nema almennu gjöldin alls 800 kr., eða rúmum 11% af tekjunum, og munu með því hæsta, sem gerist. Samt ætla ég að þetta dæmi knýi réttsýna, hugsandi menn til að neita þeirri staðhæfingu, að opinberu gjöldin hér á landi ræni menn eignum í stórum stíl. Ég hefi skyggnzt í útsvars- skrá Reykjavíkur, þar sem skráð eru bæði upphæðir skatta og útsvara. Oftast nær virðist skattupphæðin af hærri tekj- um vera um 25—30% móts við útsvarsupphæðina. Sum fyrir- tæki bera há útsvör, en engan skatt. Eitt slíkt félag hefir 34.500 króna útsvar en engan skatt, annað hefir 12.075 kr. út- svar, sömuleiðis skattfrjálst. Nokkrir einstaklingar bera aft- ur á móti hærri skatt en út- svar. Einn t. d. 2300 kr. útsvar, en 7498 kr. í skatt, annar 2875 kr. í útsvar, en 6299 kr. I skatt. Nokkrir gjaldendur hafa svip- aðan skatt og útsvar. Þeir, sem hærri hafa skattinn en útsvar- ið, eru að líkindum eigendur í fyrirtækjum, þar sem fullt út- svar hefir verið lagt á þau, en skattur af arði lagður á eig- endur, eða þeir tilfæra sér af fyrirtækjunum stórtekjur. Við að líta yfir skrána virðist, að menn með um og yfir 20 þús. króna tekjur greiði talsvert á sjötta þúsund krónur í opinber gjöld, og þó því aðeins að um nokkrar eignir sé að ræða. Það eru að vísu há gjöld, þegar litið er á upphæðina eina saman, en tekjurnar eru líka óvenjulegar, og það eru sjálfskaparvíti, ef ekki er nokkurt fé afgangs. Það er auðgert að færa sönnur á það, að af 14 þús. krónum, sem eftir eru — og jafnvel þótt færi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.