Tíminn - 27.03.1941, Side 3

Tíminn - 27.03.1941, Side 3
mh \i\. fimmtndaglim 27. marz 1941 143 36. blað Iagibjörg Helga- dóttir frá Árbæ — Nokkur minnlngarorð. — Þú liorfð'ir með vorhuga móti hækkandi sól, og sást í hyll- ingum betri og bjartari daga. Já, gott eiga þeir, sem geta eins og þú, lyft með gleði hugsun- um sínum langt frá hindur- vitnum hversdagsleikans og gleymt sínum eigln erfiðleikum og sjá alltaf eitthvað gott I öllu. Bjartsýni fylgdi þér frá vögg- unni til grafarinnar, og þó fórst þú ekki varhluta af beiskleika- bikar lífsins. Nægjusamari maneskju hefi ég aldrei þekkt, hvað lífsþægindi snerti, og fórn- fýsi þín og hjálpsemi mun vandfundin, því að hjarta þitt brann af eldi að gera þeim greiða, sem í nauðum voru staddir og helzt þurftu hjálpar með, og hugsaðir þú þá aldrei um andvökur né erfiða daga, sem voru kröftum þínum mik- ið um megn síðustu árin, vegna vanheilsu, slits og útbrunninn- ar orku. En alltaf hafðir þú samt á reiðum höndum sára- smyrsl samúðar og nærgætni. Þú varst ágætum gáfum gædd, eins og þú áttir kyn til aö rekja. Og skilningur þinn var frábær á andleg verðmæti, og smekkvís varst þú á ljóð og listir og unnir mjög íslenzkum bragarháttum. Það mun ekki ofmælt, að alltaf er skarð.fyrir þjóðfélag vort að missa þína líka, þvi slík sæti sem þitt, eru of sjaldgæf að þau ekki verði ætíð vandfyllt. Þú tókst ekki vlrkan þát í opinberum störf- um. En hver metur kyrlát verk göfugrar konusálar? Eru þau ekki of oft álitin unnin fyrir gýg, en marka þó spor mann- úðar og dyggðar, sem aldrei fennir yfir? Það eru engar ýkj- ur, að þú varst öllum til góðs, sem á leið þinni urðu, og mál- leysingjarnir áttu einnig ítök í hjarta þínu. Öll framkoma þín fól í sér þau boðorð, sem flest- um verður um megn að taka sér til fyrirmyndar. Kærleikur- inn og fórnfýsin voru þín aðals- merki, og eru það ekki einmitt þeir eiginleikar, sem þjóðlíf vort vanhagar svo átakanlega um? Þú. barst ekki kala til nokkurs manns. Það voru allir bræður þínir og systur. Því gekkst þú með hetjulund á hörmungar- hólm annarra, án tillits til þíns eigin hagnaðar. Nú er dreng- lynda, milda hjartað þitt hætt að slá, og sjúkdómsþjáningar þínar á enda. Minning þín lifir hrein og heið. Þig hjúfrar vorið að barmi sínum; hver vængjuð hugsun á Jóhannes Guðmunds son kennari IráTeígi Kveðja frá U. M. F. „Unnur djúpúðga" flutt við jarðarför hans 10. des. 1940. Bjart var yfir bláum bi'únum lífsins fjalla. Vorsins vökumaður vakti hugmynd snjalla. Æskufólki’ í félag fljótt þú saman náðir. Unnar forni andi, efldi nýjar dáðir. Uxu blóm á bala, blakti vorsins merki. Dátt með drengjum glöðum djarfur gekkstu að verki. Áttir þú með æsku alltaf leiðir saman; skópu félagsfundir fjör og saklaust gaman. Hátt þú jafnan horfðir hærra dagsins striti. Sókn til sólaráttar, samt var byggð á viti. Anda vors og æsku inn í störfin seiddir. Sem faðir fyrstu árin félag okkar leiddir. Undir þú við yndi auðan reit að græða. Lifsins vaxtarvilja vildir styðja’ og glæða. Brostu blómin smáu bæjarveggnum undir; fóstruð mjúkum mundum mildar vorsins stundir. Skelfur björkin bleika, beygð í stormsins gjósti. Blómin hneigja höfuð, hægt að jarðarbrjósti. Nú kistan þín er komin, kveðjudagur hinzti. Titrar í hljóðum harmi hj artastrengur innsti. Dalsins faðmur flytur friðinn, barni slnu. Svífur Unnar andi yfir leiði þínu. Hljóttu hjartans þakkir hópsins vonarglaða. Götu þína greiði guð til fegri staða. E. K. vaxtarleið, viðkvæm lýtur að kufli þínum. Engin gat um ör- lög breytt, öldur rísa og fallaf Nú hefir skeiðið þyngsta þreytt, þú, sem gladdir alla. Marga góða ósk ég á, en enga héld ég slíka, að mannfélagið mætti fá, marga þína líka. Þó að sorgin þyngi brá, og þrautir linni varla, gegnum vorsins blikin blá, bless- ar drottinn alla. V. S. niður að 10 þús. krónum — er unnt að safna fé, þótt lifað sé fyllsta menningarlífi. — Það verður að hafa það hugfast, að æðimikill hluti af heimilis- gjöldunum er hér greiddur. Jafnvel maður, er hefir fyrir fjölmennu heimili að sjá, með 10—14 þús. króna tekjur, ber þung bæjargjöld og ýmsar kvaðir aðrar, er talinn mega græða fé eða greiða skuldir sín- ar.*) En svo er eitt sjónarmið, sem í augum margra hefir úrslita- þýðingu, þegar um háa skatta er að ræða. Oft er talað um það, að ýms störf og sum embætti séu launuð um of hjá oss ís- lendingum, og miklu hærra en tíðkast í sumum nágrannalönd- unum, um svipuð störf og stöður. — Nú getur Alþingi og ríkisvaldið vitanlega ráðið bót á þessu, og það hefir reynt að ráða bót á misfellum launamál- anna, með þvi að skipa nefnd- ir, er komið hafa með rökstudd- ar tillögur í þessum málum. En jafnan hefir, er á átti að herða, ýmiskonar — og máske ósvífin — sérhagsmunastreita eyðilagt árangur af umbótaviðleitni í þessa átt. — Hálf-opinberar stofnanir, svo sem Eimskipafé- lagið, stærsta bæjarfélagið, bankarnir o. fl., hafa víst ekki talið sér skylt að hlíta ákvörð- unum Alþingis í þessu efni. — Og öil einkafyrirtæki eru vitan- lega alls sjálfráð um sínar launagreiðslur. — Þegar svona er í pottinn búið, getur ríkið alls ekki skoríð sig úr, og *) Þetta er mlðað við undan- farin ár, en ekki eftir að styrj- aldardýrtíðin hófst. skammtað sínum starfsmönn- um lægri laun. Hvort sem litið er á málið frá réttlætisins sjón- armiði, eða sjálfsagðri forsjá um að afla sér sem beztra starfsmanna, þá má ríkið ekki fyrir nokkurn mun verða þar eftirbátur félaga eða einstakl- inga. Því er eina sjálfsagða úr- lausnin að hafa háa skatta sem hemil á há og stundum óhóf- leg laun. Agnúar núgildandi skattalaga. Úrbótatillögur. Þótt ég fallist ekki á hávær og heimskuleg hróp út af skattalögunum, þá eru mér fyrir löngu ljósir áberandi agn- úar núgildandi laga og reglu- gei'ðar. Allar þær breytingar, sem ég hér minnist á, miða til lækkun- ar á sköttunum. Það eru í fyrsta lagi misjafn- ar tekjur, sem skattalögin verka mjög óþyrmilega á. Maður með 9—10 þús. kr. skattskyldar tekjur árið 1940, hefir barizt í bökkum og jafnvel safnað skuldum undanfarln ár, og lækkar svo máske í tekjum strax á næsta ári, — einmitt þegar honum ber að greiða skattinn og útsvarið, verður fyrir áberandi ranglæti, sam- anborið við þá, sem jafnari tekjur hafa — og lægri. Skatta- lögin sjálf ætlast sýnilega ekki til þesskonar misfellna, og fyrir löngu hefði mátt bæta úr þessu með reglugerðarákvæði. — Það er líka heimilað einstaklingum og atvinnufyrirtækjum, að jafna tap sitt milli ára um þriggja ára skeið (sbr. 16. gr. skattareglugerðarinnar), en grunur minn er sá, að of fáir hafi veitt þessu athygli og not- að sér nefnda heimild. Nú ætti að bæta inn í reglugerðina — og skattalögin ef með þarf — ákvæði um að öllum skattgreið- endum væri heimilt að jafna tekju- og eignaframtal sitt um þriggja ára skeið. Þá ætti og á- vallt að leyfa frádrátt fyrir sjúkrakostnaði aðstandenda skattþegans. — Það er ekkert vit í því, að láta mann, sem af góðum hug hefir greitt sjúk- dómskostnað ættingja síns eða annarra, og þannig verndað oftast efnalaust fólk og stund- um máske bæjar- eða sveitar- félag frá útgjöldum, borga tekjuskatt af gjafafénu. Nefna má og skólakostnað. Nú mega foreldrar og aðrir vandamenn skólafólks ekki draga frá kostnað af skóla- göngu þeirra nema til 16 ára aldurs. Þarf að rýmka til um þessi ákvæði og leyfa þarna í- vilnun að vissu marki. Senni- lega væri réttast að láta per- sónufi'ádráttinn haldast meðan skattþegn stendur straum af skólaveru barna sinna eða að- standenda. Talað hefir og verið um að leyfa frádrátt á vissri upphæð hjá skuldugum skattþegnum, til niðurfærslu skulda hans. — En vissa yrði að vera fyrir, að upphæðinni yrði varið til skulda-afborgana. Mundi þetta verka hvetjandi á skattþegna til að greiða skuldir sínar. Hækkun persónufrádráttar- ins vegna verðlagsbólgunnar nú er svo sjálfsögð, að um það atriði þarf ekki að ræða. Væri eflaust réttast að láta það ákvæði vera háð verðlagsvísi- tölu, svo ekki þyrfti að breyta lögunum eða reglugerðinni, þótt verðlagið breytist. Ýms fleiri atriði skattalag- anna þarfnast vitanlega athug- unar og endurskoðunar, en þessa, sem ég hefi nefnt, man ég eftir nú í svipinn. Stríðsgróðaskattur — Hátekjuskattur. Plestir þeir, sem stungið hafa niður penna um skattamál undanfarið, hafa gert ráð fyrir, að sett yrðu sérstök lög um stríðsgróðaskatt. Ekki hefir þó verið borið við að skilgreina hvað væri „stríðsgróðaskattur' og þess þurfti þó sannarlega með. Sannleikurinn er líka sá, að stríðsgróði er alltaf að verki í einhverri mynd á þessum tím- um, þar sem um verulega aukn- ar tekjur er að ræða. Fiskimenn og farmenn hafa hlotið hærri tekjur en áður af völdum ófrið- arins. Landbændur vonandi að einhverju leyti. Svo og ekki sízt fiskiskipaeigendur, bæði félög og einstaklingar, og loks lausa- braskarar þeir, sem keypt hafa ísaðan fisk til útflutnings og leigt skiþ í þvi skyni, og sumir átt þau sjálfir. Til þess að einstaklingarnir, fiskimenn og aðrir, verði ekki of hart úti, verður að hækka persónufrádráttinn til muna. Ennfremur verður að leyfa tekjujöfnun um tveggja til þriggja ára skeið, eins og drep- ið er á hér að framan. Fiski- skipaeigendum þeim, sem út- gerð stunda, ber að veita heim- ild til varasjóðs og ríflega fyrir endurnýjun skipa sinna. Þá eru eftir lausamennirnir, sem ekki eiga framleiðslutæki og gera má ráð fyrir að reki ekki útgerð undir venjulegum skilyrðum. Þeir geta því ekki orðið aðnjót- andi varasjóðs-tillags né ann- arra ívilnana. Um þann stórgróða, sem safn- azt hefir á hendur einstaklinga og félaga, að þessu athuguðu, má að mínu áliti nota núgild- andi skattstiga það, sem hann nær. — Skatturinn er nú 8460 kr. af 28 þúsund króna skatt- skyldum tekjum, þ. e. þegar all- ur reksturskostnaður, útsvör, skattar o. s. frv. hefir verið di'egið frá. Mætti hafa þennan skatt- stiga stighækkandi, verulega, er kæmi upp fyrir 28 þús. kr. tekj- ur. Er auðgert að finna hversu hár sá stigi skyldi vera, til þess að ná ríflegum hluta af hinum óeðlilega og oft fyrirhafnar- litla ófriðargróða, í ríkissjóð. Það myndi aðeins til aukinnar fyrirhafnar skattanefnda, að setja sérstök lög um „stríðs- gróðaskatt“. Auk þess myndi það harla óvinsælt og tæplega (Framh. á 4. síöu.) Innilegar þakkir færi ég hér með öllum sóknar- börnum mínum L Grindavík og Höfnum fyrir auðsýnda vináttu og góðar gjafir, er þau færðu mér á sextugsafmæli mínu, eins og yfir höfuð fyrir allt samlíf og samstarf á liðnum prests- þjónustuárum mínum. Bið ég guð að blessa þessa söfnuði mína og vera þeim ávallt hinn sterki kraftur til sigurs í hinni oft ströngu baráttu við hafið. . Ennfremur þakka ég öllum öðrum vinum mínum, sem sendu mér og heimili mínu hlýjar samúðarhugsanir á öld- um ljósvakans. Þær minntu mig svo fagur- lega á hann, sem kom úr ljósinu með hina dýrðlegu bræðralags- hugsjón og minnti okkur á það, sem allri hinni litlu íslenzku þjóð er nú svo alveg sérstak- lega áríðandi að muna og geta hvilt i, en það er: að vor guð er borg á bjargi traust, hið bezta sverð og verja. Guð blessi íslenzka kirkju og kristni. Grindavík, 12. marz 1941. Brynjólfur Magnússon. Enn um bifreiðaslysin (Framh. af 2. síöu.) lega að nota brautina, þá eiga ökutæki að víkja. — Þessu er ekki til að dreifa hér. Fótgang- andi fólk hefir engu meiri rétt á sér á gangbrautum en annars staðar á akbrautunum. Til- gangurinn með þessari gang- brautagerð er því með öllu ó- skiljanlegur. Þá þyrfti einnig að taka til athugunar umferð á vegum í sveitum landsins. Það virðist ekkert hugsað fyrir því, að gangandi fólk og ríðandi, menn með fjárrekstra og aðrir, sem ekki aka í bílum, hafi neinn möguleika til að komast ferða sinna, — bílarnir eru allsráðandi á vegunum. Þó að bílar séu nytsöm farartæki og sjálfsagt sé að gefa alla umferð sem greið- asta fyrir þá, má ekki gleyma þvi, að meirihluti manna hér í bæ verður aö sætta sig við að fara ferða sinna fótgangandi. Þetta fólk unir því illa, að með það sé fariö eins og réttlausar skepnur. Sakadómari segir, að alla heimild skorti til þess að refsa fyrir, ef bíleigandi lánar öðr- um bíl og slys hlýzt af, eins og átti sér stað í dæminu, sem ég nefndi í fyrri grein minni. En hvernig væri að taka bæði þetta atriði og ýms önnur til athug- unar nú þegar, og reyna að ganga svo frá umferðalöggjöf- inni, að fyrir manndráp og stór- slys komi hæfilegar refsingar, eftir því, sem málefni standa til? X. TRAKTOR óskast til kaups ásamt jarð- yrkjuverkfærum. Tilboff sendist Kristjáni Símonarsyni, Brunn- stíg 1, Hafnarfirði. Lögtak. Eftlr kröfu Sjúkrasamlags Reykjavíkur og að andangengnmu úrsknrði, nppkveðnnm í dag, og mcð tilvísim til 88. gr. laga um al- þýðutryggingar nr. 74, 31. des. 1937, sbr. 86. gr. og 42 gr. sömu laga, sbr. lög nr. 29., 16. des. 1885, verður án frekari fyrirvara lög- taka látið fram fara fyrir öllum ógreiddum iðgjöldum Sjúkrasamlagsins, þeim er féllu í gjalddaga 1. nóv., 1. des. 1940, 1. jan., 1. fcbr., 1. marz, 1940, að átta dögum liðimm frá birt- ingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi greidd innan þess tíma. Lögmaðurinn í Reykjavik 25. marz 1941 ISjörii Þórðarson. Að gefiin tilefni skai tekiff fram, aff Mjólkurverfflagsnefnd hefir á- kveðiff útsöluverff á smjöri kr. 6.90 pr. kg., og er öllum óheimilt aff selja smjör hærra verffi. — F. h. Mjólkurverfflagsnefndar, Páll Zóphóníasson. ENSKT MUNNTÓBAK Smásöluverð má eigi vera hærra en hér segir: WILL’S BOGIE TWIST í 1 lbs. blikkdósum (hvítum). Kr. 20.40 dósin. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. Muníð hina ágætu Sjafnar blautsápu í 1/2 kg. pökkum. Sápuverksmiðj an Sjöfn. Heildsölubirgðir hjá: SAMBANDl ÍSL. SAMVIMCFÉLAOA. TÍMINN er víðlcsnasta auglýsingablaðið! 312 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 309 aftur til flugs með John Taylor innan- borðs. Flugmaðurinn renndi flugvélinni í boga yfir bænum og Taylor litaðist um. Þarna var höfnin — þarna húsið, sem hann hafði setið sem fangi, sannfærð- ur um að hver dagurinn v°eri sinn sið- asti ‘— þarna var franska lögreglu- stöðin, þar sem Emir, Mustapha og margir fleiri voru í haldi. Það fyrsta, sem Taylor gerði, þegar hann kom til Marseille, var að hitta lögreglustjórann þar. Rannsókn málsins var nú í fullum gangi og á hverjum hálftíma komu ný stórtíðindi og nýjar upplýsingar. Frá ótal stöðum komu tilkynningar um nýjar handtökur meðlima „Keðj- unnar“. Sumir þeirra, sem handteknir voru, höfðu til þessa verið álitnir heið- arlegir og mikilsmetnir borgarar. James Mody hafði verið tekinn í London í þeirri andránni, er hann var að laumast út í skip, sem var á förum til Ameríku. Þótti lögreglunni hann góður fengur. En hvar var Enoch Grabenhorst? Hann var algjörlega uppnuminn. Lög- reglan komst að þvi, að hann hafði komið sem snöggvast í skrauthýsi sitt — sennilega til þess að ná í peninga og dýrgripi — en síðan hafði ekkert til að svari við þessari spurningu en ekki fundið hana. En eitt vil ég segja þér. Allt, sem ég á, er þín eign eftir minn dag. Það er heiðarlega fengið fé — ekki blóðpeningar. Grabenhorst hefir fyrir löngu fengið fé sitt með vöxtum og vaxtavöxtum. Faðir þinn, Lucy, var veiklyndur, en hann var ekki vondur. Þetta bið ég þig að muna. Ég hefi nú fyrirgefið öllum, sem illa hafa breytt gegn mér — einnig vesalings móður þinni, sem sveik mig, en hún hlaut sína hegningu. Hugsaðu ekki illa um hana. Þó er það ein manneskja, sem ég hata og mun hata út yfir gröf og dauða. Það er Enoch Grabenhorst. Biblían segir, að við eigum að elska óvini vora. En hún segir einnig, að við eigum að hata það illa. Grabenhorst er ekki maður. Hann er sjálfur myrkra- höfðinginn. Og ég hata hann. Hvað gerir þú nú, Lucy? Ég hefi ekki haft kjark til að segja þetta við þig. Ég vildi ekki koma upp um mig fyrr en ég þyrfti ekki að horfast í augu við þig. Vilt þú varðveita þetta leyndarmál? Ertu nógu sterk til þess Eða vilt þú þvo þennan smánarblett af mér í gröfinni? Ég bið þig aðeins um eitt. Fyrirgefðu mér — hugsaðu vingjarnlega til mín. Á einn hátt getur þú bætt fyrir það,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.