Tíminn - 01.05.1941, Síða 1

Tíminn - 01.05.1941, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ; FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÖRN ARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Ltndargðtu 9A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hS. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, flmmtudagiim 1. maí 1941 48. blað Bæja-og sveítafél. heimilt að fyrírskípa þegnskylduvmnu Innheímta skatts af vaxtaíé verð- og skuldabréfa Frv. frá meírihluta fjár- hagsuefndar neðri deildar Meiri hluti fjárhagsnefndar neðri deildar flytur frv. um inn- heimtu tekju- og eignarskatts af vaxtafé. Samkvæmt frv. skulu vaxtagreiðendur halda eftir 25% af hinni skattskyldu vaxtahæð, og nefnist það vaxtaskattur. Ef skattframtöl sýna, að skattgreiðandi greiðir meira i vaxtaskatt en honum hefir verið gert að greiða í tekju- og eignarskatt, skal sá mismunur endurgreiddur. Skattinnheimta þessi nær til allra opinberra verðbréfa, skuldabréfa, 'víxla og annarra fjárkrafa, sem eru tryggðar með veði 1 fasteign. Hins vegar nær hún ekki til innstæðufjár í bönkum. Frumvarp þessa efnis hefir legið fyrir undanförnum þing- um en ekki náð samþykki. Er það þó kunnara en frá þurfi að segja, að miklar vaxtatekjur hafa komizt undan skatt- greiðslu eins og þessum málum hefir verið og er enn háttað. í greinargerð frv. segir m. a.: „Verðbréfaeignir hafa aukizt mjög að undanförnu, og vextir af þeim eru nú allmiklu hærri en af innstæðum í spari- sjóðsreikningum. Er því sér- stök ástæða til að gera ráðstaf- anir til tryggingar því, að skattar verði greiddir af verð- bréfaeignum og tekjum þeim, eigi síður en af öðrum fjár- munum skattskyldra aðila. Hér er að engu leyti um nýja skatt- greiðslu að ræða, heldur aðeins ráðstafanir til að ná lögákveðn- um skatti af eignum og tekjum, sem undan hafa sloppið, án þess að það bitni í auknum skattgreiðslum á þeim, sem telja þær fram og án þess að rýra þá leynd, sem yfir þessum eignum hvílir.‘- Frumvarp um þegnskylduvínnu Landbúnaðarnefnd neðri deildar flytur frumvarp um heimild fyrir kaupstaði og hreppsfélög til að koma á þegnskylduvinnu. Þar sem hér er um mál að ræða, sem mikið hefir verið rætt undanfarið, þykir rétt að birta það í heilu lagi. Fer það hér á eftir: Heimilt er bæjarstjórnum og hreppsnefndum, með samþykki atvinnumálaráðherra, að stofna til þegnskylduvinnu eftir þeim reglum, sem felast í lögum þess- um. í kaupstöðum ákveður bæjar- stjórn um þegnskylduvinnu. í hreppsfélögum skal taka á- kvörðun um þegnskylduvinnu á almennum hreppsfundi. Til funda í bsejarstjórnum og hreppsfunda um þegn- skylduvinnu skal boða með hálfs mánaðar fyrirvara, og þarf % hluta atkvæða til sam- þykktar. Fundarsamþykkt um þegn- skylduvinnu öðlast gildi, þegar ráðherra staðfestir hana. Þegnskylduvinna nær til allra heimilisfastra, vinnufærra karl- manna á aldrinum 16—25 ára, eftir því sem ákveðið er í reglu- gerð. Enginn er þó þegnskyldur lengur en þrjú ár samtals. Þegnskylduvinna má vara allt að hálfum mánuði fyrir hvern einstakling árlega, og eigi leng- ur samtals en 6 vikur. Nú hefir hreppsfélag eða kaupstaður gert samþykkt um þegnskylduvinnu og ráðherra staðfest samþykktina, og skal þá skipuð þegnskylduvinnu- nefnd. í hreppsfélögum kýs hrepps- nefnd einn mann í þegnskyldu- vinnunefnd, skólanefnd annan, en ráðherra skipar formann. Þegnskylduvinnunefnd skal gera frumvarp til reglugerðar um tilhögun og framkvæmd þegnskylduvinnunnar, sem ráð- herra staðfestir. Nefndin úr- skurðar og um það, hverjir skuli inna af hendi þegnskyldu- vinnu á hverju ári. Undanþág- ur eða frestir skulu veittir, ef um veikindi eða aðrar gildar á- stæður er að ræða. Þegnskyldu- vinnuneínd ræður kennara og verkstjóra -við þegnskyldu- vinnu. í þegnskylduvinnu má vinna að hverju því verkefni, sem til framfara horfir eða almenn- ingsheilla, svo sem hvers konar jarðrækt, vegagerð, skógrækt, sundlauga- og leikvallagerð, skólahúsbyggingum o. fl. Þegnskylduvinnunefnd ákveð- ur verkefnin og hefir umsjón með framkvæmdum í samráði við þær stjórnardeildir, sem ráðherra felur yfirumsjónina. Þegnskylduvinnunefnd skal árlega gera áætlun um kostn- að af framkvæmd þegnskyldu- vinnu. Skal áætlunin lögð fyrir hreppsnefnd éða bæjarstjórn til staðfestingar og síðan send ráðherra. Ríkissjóður greiðir hálfan kostnað af þegnskylduvinnu samkvæmt áætlun af því fé, sem árlega er veitt á fjárlögum í þeim tilgangi, en hreppssjóður eða bæjarsjóður hálfan kostn- að og þann kostnað er verða kann umfram áætlun. í kaupstöðum skipar ráðherra formann þegnskylduvinnu nefndar, en bæjarstjórn kýs aðra nefndarmenn. Heimilt er, með samþykki ráðherra, að fela skólanefndum störf þegnskylduvinnunefnda. Nú er útlit fyrir, að fjárveit- ing hrökkvi ekki fyrir eftir- spurn eftir þegnskylduvinnu- (Frámh. á 4. siðu.) Orustan um Atlantshatið HöSðu Þjóðverjar um 600 kaSbáta í byrjun marzmánaðar ? í ræðu þeirri, sem Churchill forsætisráðherra flutti síðast- liðinn sunnudag, gaf hann full- komlega til kynna, að orustan um Atlantshafið skipti nú mestu í styrjöldinni og úrslit hennar væru likleg til að ráða úrslitum styrjaldarinnar. í þessu sambandi er fróðlegt að athuga upplýsingar, sem ný- lega birtust í ameríska blaðinu „The Christian Science Moni- tor.“ Þar er því haldið fram, að Þjóðverjar hafi haft um 600 kafbáta til umráða í byrjun marzmánaðar, en í styrjaldar- byrjun höfðu þeir milli 60—70 kafbáta. Á seinasta ári hafi komizt stórkostlegur skriður á kafbáta- smíði Þjóðverja. Bæði hafa þeir hafið smíði kafbáta á skipasmiðastöðvum í her- numdu löndunum og smíða nú minni kafbáta en áður. Flestir kafbátarnir, sem þeir smíða nú, eru frá 250—330 smál. Þessi stærð kafbáta þarf ekki nema um tuttugu og þriggja manna áhöfn og er það mun minni á- höfn en venjulegast var áður. Hefir það mikið að segja, því að það tekur langan tíma að æfa kafbátaáhafnir og aðstaðan til þess er á ýmsan hátt erfið. Slíkir kafbátar flytja yfirleitt ekki meira en þrjú tundur- skeyti af meðalstærð. Eldri kafbátar Þjóðverja voru aðallega frá 500—740 smál., höfðu frá 35—40 manna áhöfn og fluttu um sex tundurskeyti af meðalstærð. Þegar styrjöldin hófst var talið, að ekki gæti nema þriðj- ungur þýzku kafbátanna gert árásir í einu á skipaleiðum Breta. Hinir væru ýmist á leið til árása, á heimleið eða að taka birgðir. Sökum hernáms Frakk- lands, Hollands, Belgíu, Dan- merkur og Noregs hefir þetta nú breytzt þannig, að helm- ingur þýzka kafbátaflotans getur gert árás í einu. Þjóðverj- ar hafa fengið kafbátahafnir í þessum löndum og þurfa því langtum skemmra að fara. Af Heilbrígdísmál í Færeyjum , Frásögn ÚlSars Þórð- arsonar læknis Úlfar Þórðarson augnlæknir hefir skýrt Tímanum frá ýmsu um læknaskipun og fyrirkomu- lag heilbrigðismála í Færeyjum. Meðal annars sagðist honum svo frá: — Mér virtist skipun heil- brigðismála í Færeyjum vera mjög til fyrirmyndar, einkum að því er tekur til sjúkratrygg- inga. Hver einasti Færeyingur er í sjúkrasamlagi. Alls eru samlögin 37. Gefur því að skilja, að mörg þeirra eru fámenn, enda er skrifstofukostnaður víða að kalla enginn, og oft eru hreppstjórarnir jafnframt sjúkrasamlagsformenn. Enda þótt iðgjöldin nemi aðeins fjórða hluta þess, er hér tíðk- ast, borga sjúkrasamlögin jafn- vel tannviðgerðir og fyrstu gler- augun, er fólk þarf að fá. Ellistyrkjum er einnig mjög heppilega fyrir komið. Öll skip- an tryggingarmálanna er mjög einföld. Færeyjum er skipt í fjögur (Framh. á 4. sUSu.) A. KROSSGÖTUM Mótmæli við erlend ríki. — Siglingar lcaupskipa geta hafizt á ný. — Vestur- íslendingi sýnt mikið traust. — Flugvél hlekkist á. — Vortíðin. — Þýzk flug- vél skotin niður. _ Utanríkismálaráðherra tilkynnti á þingfundi i gær, að mótmæll íslenzku ríkisstjórnarinnar gegn árásum á ís- lenzk skip og þeim tiltektum Þjóðverja, að lýsa ísland í hafnbann, hefðu verið lögð fram í utanríkismálaráðuneytinu í Berlín. Kom sendiherra Svía í Ber- lín — en Svíar gæta hagsmuna íslands í Þýzlalandi — mótmælunum á fram- færi. Beinast þau í fyrsta lagi að á- rásum þeim, er gerðar hafa verið á íslenzk skip, meðal annars línuveiða- skipið Fróða, sem statt var utan þess svæðls, er þá hafði verið lýst hafn- bannssvæði af Þjóðverjum, togarann Reykjaborg, togarann Arinbjörn hersi og togarann Skutul. í öðru lagi er mót mælt hafnbannsyfirlýsingunni og þeim niðrandi ummælum, að ísland sé dönsk eyja. Jafnframt skýrði utanrikismála- ráðherrann frá þvi, að sendiherra Breta hér hefðu verið afhent mótmæli rikisstjórnarinnar gegn handtöku Ein- ars Olgeirssonar, Sigfúsar Sigurhjart- arsonar og Sigurðar Guðmundssonar, og brottflutningi þeirra af íslandi og banni við útgáfu íslenzks dagblaðs. t t t Nú hafa samningar tekizt um sigl- ingar kaupskipa og geta þær því haf- izt aftur. Voru þeir undirritaðir af full- tnium farmanna og skipaeigenda 1 fyrradag. í samningum þessum er kveðið á um öryggisútbúnað skipanna, meðnl annars að því er snertir björg- unarfleka og björgunarbáta og útbúnað á stjórnpalli. Séu björgunarbátamir útbúnir loftskeytasenditækjum. í skip- inu sjálfu eiga að vera tvær loftskeyta- stöðvar eða taltæki og tveir loftskeyta- menn vera á hverju skipi, ef kostur er. Hverjum skipverja skal ætlað björg- unarvesti. Engir skulu búa framskipa, þegar siglt er um hættusvæðin. í hin- um nýja samningi eru og ákvæði, er varða kaup farmannanna. Á hver skip- verji að fá greidda áhættuþóknun frá því að skipið leggur úr höfn, þar til kemur til hafnar í öðru landi. Nemi á- iiættuþóknun 60 krónum á dag til yfir- manna, en 40 krónum til háseta. Fá allir yfirmenn jafnmikla áhættuþókn- un og allir hásetar jafnmikla. t t t í Lögbergi er skýrt frá því, að Joseph T. Thorson, sem á sæti á þingi Kan- ada, hafi nýlega verið skipaður for- maður þingnefndar, er hefir það hlut- verk með höndum að kynna sér öll út- gjöld í sambandi við stríðssóknina og gefa bendingar um það, hvar koma mætti við frekari sparnaðarráðstöf- unum. Segir blaðið að það sé nokkurn veginn einmælt, að þetta sé lang- ábyrgðarmesta nefndin, sem þlngið hafi skipað síðan stríðið hófst. Nefnd- in er skipuð 24 þingmönnum. Ensku blöðin í Winnipeg láta mjög .vel af vali Thorson og telur t. d. Tribune að hann hafi verið sjálfkjörlnn í for- mannssætlð. Thorson er fyrsti íslend- ingurinn, sem heflr verið kjörinn á þing Kanada. t t t Laust eftir hádegi í fyrradag hlekkt- ist TF-Örn, landflugvélinni íslenzku á, er hún var að hefja sig til flugs af flugvellinum í Skerjafirði. Logn var, en völlurinn ósléttur og gljúpur, svo að flugvélinni tókst ekki að hefja sig nægjanlega vel á loft. Rakst hún á gafl á hermannaskála og byltist til jarðar, og sneru þá hjólin upp í loftið. Beygluðust vængir flugvélarinnar og brotnuðu. Spaðinn brotnaði og, en gafl hermannaskálans hrundi. Þegar {jessi atburður skeði, var einn farþegi í flugvélinni, kona, er var að fara norður, auk flugmannsins, Sigurðar Jónssonar. Sakaði hvorugt þeirra. Flugvélin er mjög löskuð, svo sem áður er greint, og óvíst með öllu, hvort hægt er að gera við hana. t t t Garðvinna er nú þegar hafin, enda hefir vortíð verið ágæt að þessu sinni. Munu þeir, sem fyrstir eru til athafna senn fara að setja niður kartöflur í garða sína. Tekið er að slá lit á tún, og vonandi ekki langt þangað til út- hagi fer að lifna í hinum hlýviðra- samari héruðum, ef veðurlag helzt svipað og verið hefir upp á siðkastið. r t t Brezkur togait, sem kom hingað ný- lega, skaut niður stóra þýzka sprengju- flugvél um 120 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum. Flugvélin hafði flog- ið lágt yfir skipið og skotið á það af vélbyssum. Skipstjórinn særðist i þess- ari viðureign. sömu ástæðum hefir þeim ein- mitt orðið kleift að nota minni tegund af kafbátum. Sökum hins aukna fjölda, geta kafbátarnir nú gert sam- einaðir árás margir i senn og því unnið stórum kauþskipa- lestum hið mesta tjón. Árásum haga þeir þannig, að þeir gera yfirleitt aldrei árás á sama stað, nema einu sinni og er þvi aldrei að vita, hvar þá er að hitta. Flugvélarnar veita kafbátun- um mikla aðstoð við að finna skip og skipalestir, auk þess, sem þeir vinna oft verulegt tjón með árásum sínum. Einkum eru langferðaflugvélarnar hættu- legar, því að þær ráðast á skip- in áður en þau geta orðið að- njótandi verndar enska flug- hersins. Þjóðverjar hafa einnig und- ahfarið notað herskip sin til árása á kaupskip á Atlantshafi, m. a. Scharnhorst og Gneisenau. Slíkt gerðu þeir ekki í seinustu heimsstyrjöld, nema allra fyrstu mánuðina. En þeim er þetta hættuminna nú, því að nú er til fleiri staða að flýja en þá, sökum hernumdu landanna. Þessi hernaður Þjóðverja hefir unnið brezka kaupskipaflotan- um talsvert tjón. Það er talið fullvíst, að Þjóð- verjar hafi fengið umráð yfir ítalska kafbátaflotanum, en hann munu þeir nota á Mið- jarðarhafi. a. m. k. fyrst um sinn. Það, sem hér hefir verið nefnt, gefur greinilega til kynna, að aðstaða Þjóðverja, til sjóhernaðar er nú stórum betri en i seinustu styrjöld. Hafnir hernumdu landanna stytta stórlega árásarferðir kafbáta og herskipa og gera Bretum örðugra að hindra ferðir þeirra. Flugvélanna gætti heldur ekki neitt að ráði í sjóhernaði sein- ustu styrjaldar. Hins vegar hefir aðstaða Breta seinustu mánuðina verið stór- um lakari en í seinustu heims- styrjöld. Þá höfðu þeir franska flotann til aðstoðar og viðskipti við mörg lönd Evrópu og þurftu því styttra að sækja ýmsar nauðsynjar. Það vegur að visu á móti, því síðarnefnda, að Bretar hafa fengið til umráða kaupskipaflota hernumdu land- anna, — nú seinast gríska kaup- skipaflotann, sem er mjög stór. Flugherinn veitir einnig her skipum mikilvæga aðstoð við eftirlit á siglingaleiðunum. Þótt skipatjón Breta hafi ver ið verulegt undanfarna mánuði hefir það orðið minna en vænta hefði mátt af hinni breyttu að- stöðu frá því í seinustu heims styrjöld. Sýnir það vel, hinn mikla styrk brezka flotans. Það gefur jafnframt til kynna, að Bretar hafa gildar ástæður til að vænta sér góðs árangurs Atlantshafsorustunni, ef þeir fá verulega aðstoð frá flota og flugher Bandaríkjanna. Aðrar fréttír. Stark flotaforingi, yfirmaður Bandarlkjaflotans, hefir til- kynnt, að bandaríski flotinn héldi nú uppi gæzlu allt að 3000 kilómetra frá ströndum Bandaríkjanna og næði þetta svæði frá hinum nýju flota stöðvum í Grænlandi og langt til suðurs. Roosevelt forseti hefir nýlega sagt að Bandarík- in myndi ekki skirrast við, ef þau teldu þess þörf, að halda uppi gæzlu á þeim svæðum sem Þjóðverjar hefðu lýst ó friðarsvæði. Mörg þýzku blöð in láta nú ófriðlega í garð Bandaríkjanna. Brottflutningi brezka alríkis hersins frá Grikklandi heldur (Frauih. á 4. siSu.) Á víðavangi FURÐULEG ÁRÁS. í Morgunblaðinu birtist í gær furðuleg skammargrein frá nokkrum kaupsýslumönn- um um Sigurstein Magnússon framkvæmdastjóra í Leith. Er hann borinn þeim sökum, að hann muni misnota aðstöðu sína sem ræðismaður íslands i Leith, sökum þess, að hann sé samvinnumaður. Með svipuðum rétti mætti halda því fram, að Thor Thors og Pétur Bene- diktsson myndu misnota að- stöðu sína gegn kaupfélögun- um, vegna þess.að þeir væru' ekki samvinnumenn. Sigur- steinn Magnússon nýtur verð- skuldaðs álits allra, sem hann pekkja, fyrir dugnað og sam- vizkusemi og er þetta hnútu- kast kaupmannanna hið ómak- legasta, sem hugsast getur. Sjálfstæðisfíokknum er hollt að vita það strax, að Framsókn- armenn munu aldrei fallast á iá reglu, að ræðismenn verði eingöngu valdir úr hópi kaup- sýslumanna, en að gengið verði frarohjá samvinnumönnum. En vitanlega munum við velja ís- lendinga til að vera ræðismenn okkar, þar sem það er hægt, og verður þá aðallega að ræða um kaupsýslumenn eða fulltrúa verzlunarsamtaka. VEGAVINNAN í SUMAR. Tveir þingmenn í neðri leild, Gísli Guðmundsson og Bergur Jónsson, flytja þingsályktun um að skora á ríkisstjórnina, að haga svo vegavinnu í sumar að unnið verði aðallega fyrir og eftir slátt. Segir svo í greinar- gerðinni: Það kemur sér yíir- leitt illa í sveitum landsins, að unnið sé að vegagerð um há- sláttinn. Sérstaklega á þetta þó við um vegarspotta í byggðum, iar sem héraðsmenn vinna að vegagerðinni. Nú í sumar verð- ur þess þó ríkari þörf en nokkru sinni áður að gefa gaum að jessu atriði, því að fyrirsjáan- legt er, að búskapur allur verð- ur í hættu vegna fólksfæðar. Er nú ýmislegt um það rætt, að gera þurfi ráðstafanir til úr- bóta, og sýnist það þá hendi næst að taka þar til, sem ríkis- stjórnin þegar hefir vald á. Er áríðandi, að vegavinnan hefjist alls staðar jafnskjótt sem klaki er úr jörðu að mestu, og sé svo gengið út frá, að henni verði haldið áfram fram eftir hausti, svo lengi sem tíð leyfir. Til þess að losna við vegavinnuna um sláttinn þyrfti e. t. v. fleiri verkstjóra en áður, eða þá að sami verkstjóri færi milli nokk- urra vinnuflokka, en flokkstjór- ar önnuðust daglega verkstjórn, og má það áreiðanlega vel tak- ast, því að víða í sveitum eru menn nú vanir orðnir þessum störfum. AÐKOMUBÖRN Á SVEITA- HEIMILUM OG MJÖL- SKAMMTURINN. í bréfi, sem Tímanum hefir borizt frá Baldri Jónssyni á Lundarbrelcku í Bárðardal, er bent á, að eðlilegt virtist að hagstofan eða önnur hlutlaus stofnun væri látin meta, hvað væri hæfilegt gjald með barni, sem . tekið væri til dvalar á sveitaheimili yfir sumartímann. Eins og áður hefir verið vikið að hér I blaðinu, er reynt að fá sveitaheimili til að taka börn til sumardvalar fyrir oflágt gjald. Það er því alveg sjálfsagt, að ríkisstjórnin láti finna eins- konar mælikvarða í þessum efnum, sem hægt er að fara eftir. — í sama bréfi er vikið að því, að ekki sé rétt að tak- marka mjölskammtinn til sveitafólks yfir sumartímann, eins og fyrirhugað hefir verið, því að þá sé brýnust þörf fyrir að hafa hann sem mestan. Er þessari ábendingu hér með vís- að til réttra hlutaðeigenda.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.