Tíminn - 29.08.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.08.1941, Blaðsíða 2
346 TÍMIM, föstndagiim 29. ágiíst 1941 87. hlað ^ímirm Föstudaginn 29, ágúst Aðgerðaleysí íhaldsráðherranna Forráðamenn Sjálfstæðis- flokksins vilja ekkert gera í dýrtíðarmálinu. Þeir láta blöð sín glamra um nauðsyn dýr- tiðarráðstafana til þess að friða þá óánægðu. En alltaf, þegar til framkvæmda kemur, halda þeir að sér höndum. Flestir þeirra græða líka á tá og fingri. Með- an það varir eru þeir ánægðir og sjá ekki þörf neinna breyt- inga. Slíkt er einkenni allra í- haldsmanna og íhaldsflokka. Þess vegna fylgja þeir nú i dýr- tíðarmálinu sömu stefnunni og í verkamannabústaðamálinu forðum daga, þegar Magnús Jónsson sagði, að húsnæðis- málið myndi leysast bezt, ef ekkert væri gert. Öll afskipti Sjálfstæðisflokks- forsprakkanna af dýrtíðarmál- inu sanna þetta. Ráðherrar flokksins þæfðu dýrtíðarmálið í ríkisstjórninni mestan hluta vetrar. Eftir að viðskiptamála- ráðherra hafði lagt frv. sitt fyrir þingflokkana var Sjálf- stæðisflokkurinn alltaf að biðja um nýjan og nýjan frest, m. a. hvitasunnufrestinn fræga. — Þess vegna varð seinasta þing lengsta þingið i allri þingsög- unni. Tilgangurinn var auðsjá- anlega að eyða málinu. Þetta tókst þó ekki, vegna ákveðinnar afstöðu Framsóknarflokksins. Hins vegar tókst að spilla frv. stórum í meðferð þingsins og draga úr gildi þess. Jafnframt var þokað á nýjar vígstöðvar. í stað þess að tefja málið í þinginu, var ákveðið að tefja það í ríkisstjórninni. Þetta var mjög auðvelt, þar sem allar byrj unarframkvæmdir heyrðu undir ráðherra Sjálfstæðis- flokksins. Þessu hefir líka ver- ið dyggilega framfylgt. Ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hafa enn ekkert gert, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli meðráð- herra sinna. Framsóknarmenn verða að játa, að á þá hefir verið leikið og að þeir hafa verið sviknir með þessari tilhögun málanna. Þeir voru óánægðir með dýr- tíðarlögin, en vildu þó ekki láta slíkt valda friðslitum, þar sem þeir treystu því eindregið, að lögin yrðu framkvæmd. Þeir treystu því, að samstarfið væri þó alltaf byggt á það miklum heilindum, að ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins myndu ekki nota launráð til að hindra framkvæmdirnar. En slík virð- ist ætla að verða raunin. Það er til að læra af í framtíðinni. Morgunblaðið finnur að þessi framkoma ráðherra Sjálfstæð- isflokksins mælist ekki vel fyr- ir hjá almenningi. Blaðið reynir því að túlka málið þannig, að allir ráðherrarnir séu jafn sek- ir. Mbl. hefir gengið svo langt í þessu, að það hefir falsað um- mæli forsætisráðherra. Eftir að það var orðið uppvíst, hefði Mbl. átt að hafa sómatilfinn- ingu til að þegja um málið. En í þess stað bætir það við nýjum vaðli, jafn ósönnum og ómerki- legum og hinum fyrri. Þó tekst því það verr síðast- liðinn miðvikudag, að það gerir sig tvísaga og sannar jafn- framt það, sem það ætlar að af- sanna. í upphafi greinarinnar segir: „Rökin, sem Tíminn færir fyrir þessari fullyrðingu eru þau, að það sé á valdi eins ein- staks ráðherra að hindra fram- kvæmdir dýrtíðarlaganna. Auð- vitað er þetta fjarri bllum sanni“. En síðar segir blaðið og feit- letrar þau ummæli sín: „Ekki er unnt að framkvæma dýrtíðarlögin á annan veg en þann, að ríkisstjórnin taki sameiginlega ákvörðun um, hvernig haga skuli fram- kvæmdinni innan þess ramma, sem lögin setja“. Það liggur í augum uppi, að þessar tvær fullyrðingar geta ekki staðizt. Ef einhver ráð- Hundruð kvenna í Revkjavík hata of náin afskipti af setnliðinu Hörmulegar lýsingfar rannsóknarlögreglunnar. Eins og skýrt var frá í sein- asta blaði, skipaði dómsmála- ráðherra fyrir nokkru nefnd til að athuga ýms siðferðis- leg vandamál, sem skapast hafa vegna dvalar erlends hers í landinu. í nefndina voru tilnefndir: Séra Sigur- björn Einarsson, formaður, Benedikt Tómasson læknir og Broddi Jóhannesson uppeldis- fræðingur. Nefndin hefir unn- ið að rannsóknum þessara mála og sent blöðunum greinargerð um einn þátt þeirra. Síðar mun nefndin skila sérstökum tillögum um lausn þessara mála. Greinar- gerð nefndarinnar fer hér á eftir og er inngangur henn- ar lítillega styttur: Hinn 29. júlí þ. á. skipaði dómsmálaráðuneytið þriggja manna nefnd, „til þess að rann- saka siðferðileg vandamál, sem upp hafa komið í sambandi við sambúð hins erlenda setuliðs og landsmanna í því skyni, að tilraun verði gerð til þess að finna einhverja lausn þeirra.“ Nefndin tók þegar til starfa og lagði til grundvallar fyrir niðurstöðum sínum rannsóknir lögreglunnar í Reykjavik, bæði hinnar almennu og rannsóknar- lögreglunnar. Hefir lögreglan nú skrásett nöfn yfir 500 kvenna, sem hún telur, að hafi mjög náin afskipti af setulið- inu. Konur þessar eru á aldrinum 12—61 árs og skiptast þannig eftir aldri: 12 ára 2 32 ára 3 13 — 14 33 —5 14 —r 25 34 —3 stöfun kemst ekki í fram- kvæmd, nema ríkisstjórnin taki sameiginlega ákvörðun um hana, er það augljóst, að einn ráðherra getur hindrað hana, því að ef hann er andvígur henni, getur ákvörðunin ekki orðið sameiginleg. Þetta gildir þó enn frekar, ef framkvæmd þessarar ráðstöf- unar heyrir undir þennan sama ráðherra. Hinir ráðherrarnir hafa ekkert vald til að þvinga hann til að gera það, sem hann ekki vill, og geta heldur ekki gripið inn á starfssvið hans. Eftir slíka játningu ætti Mbl. ekki að staglast lengur á því, að einstakir ráðherrar geti ekki hindrað framkvæmdir í dýrtíð- armálinu. Þær heimildir, sem ríkis- stjórninni eru veittar í dýrtíð- arlögum, skiptast þannig á milli ráðuneytanna: Viðskiptamálaráðuneytið: Eft- irlit með verði erlendra vara. Þetta hefir þegar verið fram- kvæmt. Féfiagsmálaráðuneytið: Eft- irlit með húsaleigu. Þetta hefir einnig verið framkvæmt. Samgöngumálaráðuneytið: Lækkun flutningsgjalda. Hefir ekki verið framkvæmt. Fjármálaráðuneytið: Lækkun tolla á kornvörum og sykri, útflutningsgjald, 10% tekju- og eignarskattsviðauki, framlag úr ríkissjóði. Ekkert af þessu hefir verið framkvæmt, nema innheimta tekju- og eignar- skattsviðaukans. Ennfremur er svo ríkisstjórn- inni heimilt að nota það fé, sem fæst til dýrtíðarráðstafana, til að lækka útsöluverð innlendra eða útlendra vara. Slíkar ráð- stafanir myndu sennilega heyra undir viðskiptamála- og land- búnaðarráðuneytin. En slíkar ráðstafanir koma vitanlega ekki til greina fyrr en einhvers fjár hefir verið aflað. Þess vegna verður ekkert gert í þeim efnum fyrr en fjármálaráðherra hefir útvegað féð. Mbl. spyr, vegna hvers ráð- herrar Framsóknarflokksins hafi ekki lækkað útsöluverð landbún- aðarvaranna. Það er af því, að fj ármálaráðherra hefir enn ekki notað heimildir dýrtíðarlaganna um fjáröflun, svo að enn er ekk- ert fé handbært til slíkrar ráð- stöfunar. Eins og bezt má sjá af fram- angreindu, er það algerlega á á- byrgð Sjálfstæðisflokksins, að enn hefir ekkert verið gert í dýr tiðarmálinu. Það þýðir ekki fyrir blöð flokksins að reyna að leyna því. Þeir menn, sem láta gróðahyggju augnabliksins ráða meiru en afkomu þjóðfélagsins í framtíðinni, munu finna það síðar, að þjóðin þykist eiga þeim litlar þakkir að gjalda. Þ. Þ. 15 — 32 35 — 5 16 — 37 36 — 3 17 — 42 37 — 4 18 — 30 38 — 6 19 — 24 39 — 5 20 — 37 40 — 3 21 árs 19 41 árs 6 22 ára 24 42 ára 4 23 — 22 43 — 1 24 — 11 45 — 3 25 — 14 46 — 2 26 — 11 48 — 2 27 — 10 49 — 2 28 — 9 50 — 1 29 — 9 53 — 1 30 — 16 61 árs 1 31 árs 8 Alls eru 1 hér taldar 456 P* O P 1 ur. Um aldur afgangsins er ekki vitað nákvæmlega. Af þeim meira en 150 konum, sem lögreglan telur á mjög lágu siðferðisstigi, eru: 12—15 ára incl. 13 16—17 — — 18 18—20 — — 30 Á vegum þessara kvenna eru, svo að vitað er, 255 börn, en full ástæða er að ætla, að tala þeirra sé allmiklu hærri. Mæður eru 129. Af þessum tölum verð- ur ljóst, hvílíkur fjöldi barna elst upp við óhæf kjör, og þarf engum getum að því að leiða, hverskonar þegnar þau munu reynast. Af konum þessum eru nokkr- ar algerlega heimilislausar. Það sem hlýtur að vekja lang mesta athygli við lestur þess- arar skýrslu, er hinn mikli fjöldi stúlkubarna. Hæztur er aldurs- flokkurinn 15—17 ára, og stúlkubörn frá 12—14 ára eru fleiri en konur frá 24—26 ára. Nú verður það auðvitað ekki fullyrt, að af þessum tölum megi draga þær beinu ályktanir, að hlutföllin milli aldursflokka séu þessi í heild sinni, þótt svona háar tölur bendi óneitanlega í þá átt. Að áliti lögreglustjór- ans í Reykjavík eru þessar 500 konur aðeins lítill hluti þeirra kvenna, sem líkt mun ástatt um. Telur hann, að lögregl- an hafi ekki haft tækifæri til þess af safna heimildum um meira en á að gizka 20% allra reykvískra kvenna, sem' umgangast setuliðið meira og minna. En þótt ekkert verði um þetta fullyrt, getur hver sem er sannfært sig um, að fjöldinn muni verá gífurlegur. Til dæm- is eru öll gistihús bæjarins, þar sem dans fer fram, yfirfull af setuliðsmönnum og íslenzku kvenfólki, og mun því þannig farið, að minnsta kosti um helgar, að íslenzkir karlmenn fá þar naumast aðgang (sbr. meðal annars ummæli Morg- unblaðsins um Hótel Borg). Af tölum þeim, sem fram koma í þessari skýrslu, verður auðvitað ekki ljóst á hvaða sið- ferðisstigi þær konur eru, sem umgangast setuliðið að stað- aldri. Það má ganga að því vísu, að í mörgum tilfellum telji stúlkurnar sig trúlofaðar setu- liðsmönnum og hafi aðeins af- skipti af einum. Þó að í því fel- ist í flestum tilfellum lítið ör- yggi fyrir framtíð stúlknanna, geta slík sambönd verið jafn skiljanleg og átt jafn mikinn rétt á sér og samskonar sam- bönd íslenzkra kvenna og ís- lenzkra karla. Þá kemur hinsvegar skýrt í ljós, bæði af yfirheyrslum rann- sóknarlögreglu og frásögnum almennrar lögreglu af því, sem hún verður sjónarvottur að á eftirlitsferðum, að fjöldi kvenna lifir á furðulega lágu siðferðis- stigi. Skulu hér tilfærðir (að fengnu leyfi dómsmálaráðu- neytisins) útdráttur úr tveim- ur skýrslum rannsóknarlögregl- unnar. Orðalagi er vikið við, nöfnum hallið leyndum og all- mikið fellt úr frásögninni. I. Útdráttur úr skýrslu rann- sóknarlögreglunnar í Reykja- vík, þar sem mætta er 15 ára stúlka. Mætta segir, að fundum sín- um og fyrsta hermannsins, sem mök hafði við hana, hafi borið saman á þann hátt, að er hún var á leið heim til sín kl. 22, hitti hún hermann, er tók hana tali, og fór með henni upp í herbergi það, er hún bjó í. Kveðst hún hafa látið að vilja hermannsins, er vildi greiða henni 30 krónur, en hún sagð- ist ekki hafa viljað taka við peningum, ekki fundizt það þess vert. Eftir þetta var mætta alt- af öðru hvoru með enskum her- mönnum og leyfði þeim að hafa mök við sig, síðast í gærkvöldi á gistihúsinu X.......Mætta hefir aldrei tekið peninga af af þeim hermönnum, sem hún hefir haft mök við, en veit um tvær stúlkur, sem hún þekkir, og oft eru á X og tekið hafa við peningum......Mætta segir, að hér um kvöldið hafi hún verið með stúlkunni Y. og tveimur hermönnum á X. Fór hún út úr herberginu, en leit inn aft- ur, og var þá Y. klæðlaus og annar hermaðurinn hálf klæð- laus ,en hinn lá í öðru rúminu klæddur...... (Síðar). Þegar mætta hafði verið með her- Norðuríör ríkísstjórahjónanna Hinn 16. þessa mánaðar fóru ríkisstjórahjónin í heimsókn til Akureyrar. Pétur Eggerz, rík- isstjóraritari, skýrði tíðinda- manni blaðsins frá norðurför- inni á þessa leið: — Ríkisstjóri og frú hans komu til Akureyrar kl. 6 eftir hádegi sunnudaginn 17. ágúst. Var haldið að Menntaskólan- um, en þar bjuggu ríkisstjóra- hjónin á meðan þau dvöldu á Akureyri. Á mánudaginn milli kl. 11— 12, fór ríkisstjóri í opinbera hejmsókn til bæjarfógeta, bæjarstjóra og vígslubiskups og var ritari hans í för með hon- um. En síðar um daginn, milli kl. 3 og 5, veitti ríkisstjóri helztu opinberum starfsmönn- um bæjarins og sýslunefnd Eyj af j arðarsýslu móttöku í Menntaskólanum. Á þriðjudaginn tók ríkisstjóri á móti blaðamönnum og frétta- ritara útvarpsins á Akureyri og hélt ræðu við það tækifæri. Klukkan fimm var haldið að Laugalandsskóla í boði sýslu- nefndar Eyjafjarðarsýslu. Þar afhenti skólastýran, Dagbjört Jónsdóttir, ríkisstjórafrúnni fagran blómvönd. Frá Lauga- landsskóla var haldið að Klauf. En þar hefir Kaupfélag Eyfirð- inga tilraunastöð. Var stöðin skoðuð og síðan haldið til Akur- eyrar. Á miðvikudaginn fóru ríkis- stjórahjónin að Laxárfossum í boði bæjarstjórnar Akureyrar. Var dvalið um hríð við fossana og mannvirkin skoðuð. Á heim- leiðinni var stanzað um stund í Vaglaskógi, en síðan haldið til Akureyrar. Áður en ríkisstjóri lagði af stað til Reykjavíkur á fimmtu- dagsmorgun, skoðaði hann mj ólkurvinnslustöð Kauþfélags Eyfirðinga, en Jakob Frímanns- son kaupfélagsstjóri sýndi stöðina. Fyrirhugað var að skoðaðar yrðu verksmiðjur S. í. S. og K. E. A., en til þess vannzt ekki tími. Ríkisstjórahjónin héldu til Reykjavíkur á fimmtu- daginn og fylgdi móttökunefnd Akureyrarbæjar þeim að Þverá í Öxnadal. Þar afhenti bæjar- stjórafrúin ríkisstjórafrúnni blómvönd að skilnaði. Ferðin til Reykjavíkur gekk greiðlega. Lengst af ferðarinn- ar var sólarlaust og fremur kalt, nema daginn, sem farið var að Laxárfossum, en þá var sól- skin og hið dásamlegasta veður. manninum, kom Y. inn til hennar og spurði, hvað hún hefði fengið fyrir, en mætta (Framli. á 4. síðu) Jóhannes Helgason: Landbúnaðurínn í Bretlandi Mr. Lloyd George sagði í þingræðu í byrjun ársins 1940: „Þegar Ameríku er sleppt voru úrslit síðustu styrjaldar ákveð- in af matvælaskorti. — Þýzka- land hrundi,. vegna fæðuskorts. Vér lifðum af aðallega fyrir tilverknað matvælaframleiðslu- áætlunarinnar, sem breytti 3.250.000 ekrum*) graslendis í ræktað land. — ,Hver einasti landskiki ætti að skrásetjast og ganga í her vorn. Vér segj- umst vera að berjast fyrir frelsi. Og það gerum vér og því á hver einasta reka moldar að vera hervædd í baráttunni“. í þessum ummælum er tvinnaður saman tvöfaldur sannleikur. í fyrsta lagi reynzla síðustu styrjaldar, að því er snertir þýðingu matvæla í ó- friði og í öðru lagi er þar að finna stefnuna, sem byggðar eru á athafnir brezku stjórn- arvaldanna og þjóðarinnar til aukningar matvælaframleiðsl- unnar í landinu. í langvinnri styrjöld eru vopn og matvæli óaðskiljanlegir hlutir— ef annaðhvort vantar, missir hitt gildi. Hin mikla pílagrímsferð í skaut náttúr- unnar í Bretlandi getur haft samskonar áhrif í þessu stríði og hinu síðasta. *) Ekra er = 0,405 ha. Bretland flutti inn í stríðs- byrjun um % hluta matvæla, sem neytt var í landinu, 80% af mjölvöru (flour), 90% af feitmeti, yfir 50% af kjöti, 98% af lauk o. s. frv. Ennfremur flutti það inn geysimikið af fóðurvörum eða um helming neyzlunnar. En af því er ljóst, hve mikið innlend landbúnað- arframleiðsla var háð innflutt- um fóðurvörum. Af þessu má og draga þá ályktun, að ef Þjóð- verjar næðu valdi yfir hafinu, sem nú er mest barizt um, myndu^þeir geta svelt Breta til uppgjáfar, með því að stöðva matvælaflutningana til lands- ins. Þótt Þjóðverjar hafi ekki náð yfirráðum á hafinu, hafa þeir höggvið stórt skarð í kaup- skipaflota Breta, eða sökkt um 4.6 milj. smálesta fram til 30. júní s. 1. — Þetta er þó ekki meiri missir en sem Bretum hefir til þessa bætzt með skipa- stóli hlutlausra þjóða og banda- manna. Sú hætta vofir þó yfir, að Þjóðverjar haldi áfram að valda tjóni, sem Bretar geta ekki bætt sér upp með skipum annars staðar frá. Fram til þessa hefir dregið mjög úr innflutningi matvæla og fóðurvara til Bretlands. Meginástæðan er ekki minni farkostur en fyrir stríð, heldur hitt, að nú verður stór hluti þeirra skipa, sem áður fluttu matvæli, að flytja vopn. Enn- fremur dregur hið seinvirka fyrirkomulag skipalestanna úr flutningaafköstum hvers skips. Innflutningur sumra vara hefir alveg stöðvazt, eins og t. d. ávaxta. Af ávaxtaneyzlu landsins eru um 15% fram- leidd í landinu sjálfu. Innflutn- ingur lauks hefir einnig stöðv- azt. Áður voru framleidd 2% af neyzlunni í landinu, en framleiðslan hefir nú aukizt í 25%. — Það er talið, að kjöt- neyzlan í landinu sé nú aðeins 25% af því, sem hún er á frið- artímum. Fóðúrvöruiskorturinn hefir gert nokkuð vart við sig. Á fyrstu sex mánuðum stríðsins fækkaði, af fóðurskorti, svínum um 50 þús., kindum um 500 þús. og alifuglum um 1 milj. Tii þess að komast hjá mat- vælaskorti og vega upp á móti minnkandi innflutningi, varð að auka matvælaframleiðsluna í landinu sjálfu. í því sambandi beindust augu allra að aukinni ræktun og aukinni landbúnað- arstarfsemi. landbúnaðarins ekki glæsilegt. Hann hafði stöðugt dregizt meir og meir saman síðan styrjöld- inni 1914—18 lauk. Þrátt fyrir 31/4 millj. ekru ræktunarátakið í því stríði, var ræktað land í byrjun þessa stríðs 2% millj. ekrum minna en 1914. Þannig hafa um 100 þús. ekrur lands farið úr ræktun að meðaltali á ári. Auk þess telur Lloyd George að milljónir ekra hafi tapað frjómagni af vanhirðu. í júlí 1940 hafði landbúnaður- inn misst vinnuafl, sem svaraði um 300 þús. manns, síðan frá síðasta stríði, og auk þess 70 þús. frá sept. 1939. Hins vegar var minni vélavinna áður. T. d. voru sárafáar dráttarvélar til 1914, en í júní 1939 voru þær taldar 53 þús, Á þessu tímabili höfðu bændurnir gleymt hvernig átti að plægja (segir L.G.), því að þeir fengu mest af fóðurvöru utanlands frá. í stríðsbyrjun var talið að um 370 þús. bændur væru í Bret- landi og um 600 þús. landbún- aðarverkamenn. Það er ekki stór hluti 45 miljóna þjóðar. Fram til 1931 var landbúnað- arinn að mestu rekinn án íhlut- unar stjórnarvaldanna. En í þrengingum kreppunnar, sem þá gekk yfir, byrjaði brezka stjórn- in að veita honum verulegan stuðning með fjárframlögum. T. d. kostaði sykurrófuræktin og nautgriparæktin ríkissjóðinn 10 millj. sterlingspunda á ári fyrir stríðið. Aðgerðir brezku stjórnarinnar í matvælamálunum hafa grund- vallazt á skoðun L. G., að hægt Þegar stríðið hófst, var ástand * Enskar stúlkur viö heyvinnu. Margar borgarstúlkur vinna nú sveitavinnu og hafa reynzt furðu vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.