Brautin - 12.09.1940, Blaðsíða 1

Brautin - 12.09.1940, Blaðsíða 1
Útgef.: Alþýðuflokkurinn í Vestmannaey jum. AUTIN Vestmannaeyjum, fimmtud. 12. sept. 1940. 1. tbl. Síldarmjðlsverðið. Atvinnumálaráðherra Ólafur Thors hefir nýlega tilkynnt, að verð til bænda á síldairmjöSi sbuli vera 25,00 hver 100 kíló fritt á bryggju á Siglu- firði. ! fyrra var verðið 28,00 hver 100 kíló. Lækkunin er því sem næst 10»/o þrátt fyrir það að fóðturmjöl innflutt erlendis frá hafi hækkað um allt að 100% og jafnvel meira í einstökum tilfeil- nm. Verðlagiö á síldarmjölinu rétt- lætir ráðherrann með því, að vafa- samt sé að hærra verð fáist fyr- ir það síldarmjöl, sem nú er ó- selt á erlendum markaði. Pessi kenning er í sjálfu sér alveg laukrétt, en hvers vegna hefir henni ekki verið beitt áður t. d. við verðlagninjgu á kjöti? Hið lága verð á síldarmjöli til bænda er ennfremur rökstutt með því að árið í ár sé með afburðum erfitt fyrir bændur vegna óþurka og annars. Látum þetta gott heita og tökum þetta sem fullgilda ásíæðu til þess, að sjómenn láti bændur fá afurðir sínar við vægu verði, en lítum aðeins uim leið eitt ár aftur í tímann. Árið 19.39 var mjög lélegt fyrir sjómanna- og verkamannastéít landsins. Síld- arafli var tregur, verðlag á fiski lágt. Fyrir bændur var árið 1939 Inngangsorð. Vítaverð framkoma atvinnu- málaráðherra í garð sjó- manna og útgerðarmanna. aftur á móti eitthvert hið bezta. Verðlag á afurðum þeirra vel- flestum mjög hátt. Hvaða verð var nú ákveðið t. d. á saltkjöti innanlands á þessu herrans ári 1939, þegar bændur voru sólar- megin en verkamenn og sjómenn í skugganum. Var saltkjötið selt við sama verði innanlands og fókkst fyrir þaö á norska mark- aðinum? Nei, saltkjötið kostaði 100% meira innanlands en fékkst íyrif það í Noregi. Þannig er nú framkvæmdin í afurðasölunni innanlanös. Hver er nú orsökin tii hins hróplega rang- !æíis,.sern kemur fram í afskipt- um ríkisvaldsins af þessum mál- um? Hver er ástæðan til þess, að meðferðin á sjómönnum og verkamönnum samanborið við bændur er líkust því, sem okkur er sagt að farið sé með þjóð- ernisminnihiuta í suimum lönd- um? Ástæðan er engin önnur er hið bandyitlausa kjördæmaskipu- lag, sem kemur fram í hinu taum- lausa dekri við bændurna á kostnað sjómanna >og verkamanna Mál þessi hafa stundum verið til umræðu að undanförnu og þá iðulega kveðið við úr her- 1 búðum sjálfstæðismanna, og þetta væri Alþýðuflokknum að kenna, hann hjálpaði Framsókn til að kúga sjávarsíðuna. Nú verða þessi rök ekki lengur notuð. Sjálfstæðismaðurinn Ólafur Thors er atvinnumálaráðherra, undir hann heyra síldarverksmiðj- urnar og hann hefir ákveðið þessa óheyrilegu lækkun á mjöf- verðinu. En meðal annara orða, hver er ástæðan tii, að verðið er frítt á bryggju á Siglufirði. Á að skilja þetta þannig, að Kveld- úlfur og Alliance, svo að tveir séu nefndir, eigi ekki að afhemda hiutfallslega sinn hluta á þessu verði, Eiga þeir að fá að sel ja allt sitt mjöl á erlendum markaði fyr- ir trúlega hærra verð? Mjölið sem selt er til Englands gefuir 40,00 fyrir hver 100 kíló frítt á bryggju. Nú mun svo standa á að salt- kjöt verður ekki útflutningsvara í ár, vegna þess að norski mark- aðurinn er lokaður, og annars- staðar mun ekki fást viiðunandi verð. Verður nú saltkjötið lækk- að líkt og síldarmjölsverðið? Fær fólkið mölinni saitkjötmeð lækkuðu veröí í ár eða hvað? Setuliðið. Brezka setuliðið hér á landi telur nú nokkra tugi þúsunda. Víða um landið hafa sbapast mikil vandræði í sambandi við þetta mannmarga lið. Slikt er ekki að undra þegar vitað er að sumstaðar í þorpum og bæjum er Bretar nú orðnir fleiri en í- búamir. Hér í Eyjum munu vera nálægt 40 setuliðsmenn. Verður ekki annað sagt en að menn þessir hafi komið fremur prúðmannlega fram og hitt er víst aö það, sem út á þá hefir mátt setja verður oftast rakið til aðstoðar eða uppörfunar karla og kvenna, sem virðast skorta nokkuð á að vita hvað virðingu þeirra er samborið. « Mjög er kvartað yfir því, að hinir brezku hermenn haldi sig hjá stúlkum í brauðsölubúðum og séu þar á stundum það fjöl- mennir að trauðla komist bæjar- búar inn til brauðkaupia. Verður að gera þá kröfu til bakaranna að þeir sjái um að stöður þess- hverfi og víst er um það að mörg húsmóðirin snýr þar frá sem hún þarf að troðast í gegn- um hermannaþröng. Hér í bæ niunu finnast konur sem gengið hafa á mála hjá setuliðinu. Vi& þessu er sennilega ekkert að gera. Vændiskoniur hafa allá tíð ve rið ti'i, en varast skyldu ungar stúlk- ur að gefa tilefni til að þær yrðu settar á bekk með vændis- konum. Blað það, sem hér kemur í fyrsta sinn fyrir almenningssjón- ir, mtin koma út framvegis öðru hverju, eftir þvi sem ástæður leyfa. Blaðið fylgir stefnu A!- þýðuflokksins í landsmálum og mun telja það höfuðviðfangsefni sitt að túika stefnu >og málefni þess flokks, jafnframt því sem blaðið vill vona, að það megi verða hverju góðu málefni að liði. Sérstaldega vonast b'aðið til, með aðsloð góðra samborgara, að geta stuð’að að velferðamálum byggðariagsins og mun á hverj- um tíma verða opið rúm í b'að- inu fyrir greinar um málefni Vestmeyja og skiptir það engu hvort höfundurinn er Alþý&u- flokksmaiur eða eigi, einungis að málefnið sé þess eðlis, að það að dómi ritstjóra eigi erindi tii almennings. Stöðugt geisar stríðið á hafinu, enda þótt ekki hafi orustur á sjó orðið jafnskæðar og landbardagar, enn sem komið er í þessari styrj- öld. Þótt brezki flotinn hafi orðið fyrir ýmsum þungum áföllum, er hann enn tví- mælalaust öflug- asti flotinn. Hér á myndinni sést brezká herskipið H.M.S. Hood, en myndin er tekin af þilfari H.M.S. Repulse. Þau eru bæði með mestu herskipum Breta.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.