Kirkjublaðið - 08.05.1943, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 08.05.1943, Blaðsíða 1
1. árg. Laugardaginn, 8. maí. 1. tbl. AVARP TIL ISLEMDINGA Kirkjuhlaðið, sem í dag hefur göngu sina, helgar sig, eins og nafnið bendir til, fyrst og fremst þjónusfu íslenzkrar kristni og kirkju. Það kveður sér hljóðs í þeirri sannfœringu, að þess sé nú þörf fremur en nokkru sinni áður á íslandi, að rödd krist- innar kirkju heyrist, og að þjóðin Ijái þeim boðskap athygli, sem mestur, beztur og fegurstur hefur fluttur verið í þessum heimi, þeim boðskap, er heilög kirkja flytur þjóðunum. Öllum hugsandi mönnum í þessu landi kemur saman um, að íslenzka þjóðin sé i hœtfu stödd. Breytingar á högum henn- ar, á aðsföðu hennar fil annarra þjóða og í hennar eigin þjóðlífi, hafa á skammri stund orðið svo stórfelldar og örar, að þess er naumast að vœnta, að þjóðin hafi enn áttað sig. Vér eigum ekki aðeins við ytri hœttur að stríða í þessum óð- fluga straumi breytinganna. Vér eigum engu að siður við innri hœttur að etja. Það er hœtta ó að þjóðinni verði glapin sýn, er svo margt nýstárlegf gerist og margt ber fyrir augu, sem vér aldrei áður höfum litið. Það er hœfta á siðferðilegu, menningarlegu og fjárhagslegu hruni, ef vér erum ekki á verði og gœfum ekki að oss í tíma. Það getur orðið hœffa á, að þjóðernistilfinning vor sljóvgist, og að vér í þeim skilningi glötum ýmsu af því, sem vér eigum dýrmœtasf og helgast. Kirkjublaðið vill af öllum mœtti vinna gegn því, að svo fari. Það vill halda merki íslenzks þjóðernis og íslenzkrar menningar sem hœzt á lofti. Það vil! eiga þátt í að vekja og glœða ást þjóðarinnar til landsins, og minna stöðugt á, að vér eigum eitt allra bezta og fegursta land- ið í þessum heimi. En blaðið vill þó umfram allt vinna að andlegum þroska og göfgi íslendinga, sfyðja að hollu og heilbrigðu uppeldi og sannri menntun œskulýðsins og vinna að því, að uppeldið mót- ist og leiðist fyrst og fremst af kristilegum anda og áhrifum eilifrar trúar. Með það í huga mun blaðið gera sitt til að benda á það í bókmenntum þjóðarinnar, er sfutt gefur að þvi marki, en hins vegar vara við því, sem það telur hafa áhrif í þá áft, að brjóta niður kristna trú og kristna siðu i landi voru. Á þessum miklu alvörutímum, þegar jafnvel meir en oftast áður hefur borið á óheillafylgju íslands, sundurlyndinu, vill Kirkju- blaðið af alhug vinna að einingu þjóðarinnar — einingu og brœðralagi í landinu — í fullvissu um, að brœðralagið sé eitt aðal skilyrði þess, að þjóðin geti í nútið og framtið lifað sjálf- stœðu og fögru lifi. Kirkjan veit, að mörg og mikilvœg verkefni eru framundan, verkefni, sem vinna þarf i kœrleika og með fórnarlund. Þjóð- félagsleg vandamál munu rísa hvert af öðru, ef til vill erfið- ari en nokkru sinni fyrr. Hagfrœðilegar og stœrðfrœðilegar á- œtlanir og ytri skipulagning og reglur um framkvœmdir og fram- tíðarlíf, hversu góðar sem eru, munu aldrei einar nœgja til þess að skapa nýjan og betri heim hér á jörðu. Til þess þarf umfram allf að breyta mannshuganum og kenna honum betur en hingað til hefur tekizt, að fileinka sér þá frú og breyta samkvœmt þeim lífsreglum og eilífu sannindum, sem orð og heilög fyrirmynd Jesú Krists birtir mannkyninu. Kirkjublaðið leggur upp í fyrstu för sína með einlœgum sumaróskum til allra íslendinga, heitum óskum um það, að vorið og sumarið megi vera í vœndum í þjóðlífi voru, og að þjóðin mœtti með hverri stund, sem líður, verða sannkristnari þjóð. Þá mun henni takast að varðveita fjöregg sift — siðferði siff — varð- veifa þjóðarsálina og vaxa, svo að hér verði gróandi þjóðlíf — frjálsrar, sterkrar, einhuga þjóðar, sem gengur fil góðs „göt- una fram eftir veg“.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.