Víðir


Víðir - 17.11.1928, Blaðsíða 1

Víðir - 17.11.1928, Blaðsíða 1
I. árg 1. tbí. . nrn»rWf>W>“MOTr;P:*^tJ''- Vestmannaeyjiirn, 17. nóvember 1928 þctta heimsfræga vörumerki sannar yður ágæti vörunfiar. 3S3T His SVÍasier's Vcice Grammófónar og Grammófónplötur ávait í mikiu úrvali. Karl Lárusson Þlngvöftum.-SFmi 144." Bl.AÐ þetta, er nú birtist a!- menningi, hefur göngu sína í þeirri góðu trú, að lesendur iáti sjer þnð vel líka, kaupi það og efli. - Öll byrjun er erflð — og þá ekki síst blaðaútgáfa á byrjunar- stigi bjer í Vestmannaeyjum. — Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt og sannað, að í þessum efnum, eigi síður en á öðrum sviðum, giidir gamli málsháttur- inn: það skal vel vanda, sem lengi á að standa. Mununi vjer því gera alt, sem í voru valdi stendur, til þess að blaðið verði sein hest úr garði gert, eftir því sem efni og ástæð- ur leyfa. BlaÖið Víðir mun því kapp- kosta, að flytja lesendum sínum sem fylstar og áreiðanlegastar frjettir, jafnt innlendar sem er- lendar. það mun fylgjast sem best meö öllum bæjar- og þjóð- fjelagsmálum og afla sjer aðstoð- ar ritfærra manna, kunna mál- efnunum, sem gefið geta lesend- um — hver á sínu sviði — sem heilstcyptastar hugmyndir um at- riði þau, er um ræðir. Blaðið verður sent viðsvegar um land, í þeirri von, að það eignist þar vini, sem styrki það í viðleitninni, til þess að verða sem víðlesnast. Væri Víði þökk í því, ef ein- hverjir af lesendum hans í öðr- um landshlutum vildu senda honum frjettir eða frpeðandi grein- ar til birtingar. Á þann hátt gæti blaðið, að einhverju leyti ijett nokkuð á ein- angrun þeirri, sem enn hvílir á Vestmannaeyjum. — Javí að þóít mÍKið hafi batnað lijer i þessum efnum á síðustu árum, vantar mikið á, tU þess að vel sje. Oss er það ljóst, að ýmsir mætir menn, úr öðrum fjarlægum landshlutum, hafi ekki getað fylgsc eins vel, og þeir vildu, tneð mörg- um framfararmálum hjer, sökum þess að ekkert víölesið blað hefur verið gefið hjer út og önnur blöð hafa gert ótrúlcga lítið að því að flytja frjettir hjeð- an, úr öðrutn fólksflesta bæ lands- ins. Væri vel, ef blaðið Víðir gæti úr þessu bætt. Ósk hlaðs:ns er, að geta orð- ið sem traustastur tengiliður í verslunar og viðskiftum Eyja- skeggja við aðra landsh'uta og styrkja Vestmannacyinga eft- ir niætti í öllum velferðar málum þeirra. Rönígengeislar. Vísindin þekkja þrjár tegund- ir geisla, sem allir hafa styttri öldulengd en hinir sýnilegu ljós- geislar og allir eru notaðir til lækninga. Næstir hinum sýnilegu geislum er flokkur útfjólubláu geislanna, sem íslendingurinn Niels R. Finsen tók í þjónustu læknisfræðinnar árið 1897, þá er flokkur Röntgengeislanna, sem þýski prófessorinn W. C. Rönt- gen fann 1893 og neðst í röð- inni að öldulengd eru radium- geislarnir, sem Curie-hjónin í París fundu 1895. Merkilegasta þessara geisla má telja Röntgen- gsislana, sem hægt er að sjá með gegnum líkama manns. Jaeir eru mest notaðir til þess að rann- saka sjúkdóma, en einnig til lækn- inga beinlínis. Ef Röntgengelslar eru látnir falla á ljósmyndaplötu gegnum einhvern líkamshluta, þá kemur mynd á plötuna og sjest þá daufur skuggi þar sem hold hefur orðið fyrir, en dekkri þar senV bein hefur orðið á vegi þeirra. Má því á plötunni sjá af- stöðu beinanna og jafnvel gerð. Á sama hátt má sjá breytingar t lungum t. d. við berkla, og með sjerstökum aðferðum má oft fá mikilsverðar upplýsingar um ýms önnur innri líffæri. Til dæmis um það, hve Rönt- gengeislar eru mikið notaðir á nýtísku sjúkrahúsum, má geta þess, að á spítala þeim, sem jeg vann við í New York, Beekman Street Hospital, var það föst regla, að taka þrjár Röntgen- myndir af öllum beinbrotum, sem á spítalann komu, en þau voru mörg á dag. Fyrst var tekin mynd til þess að sjá, hvernig brotið væri, önnur þegar um það hafði verið búið, og sú þriðja eftir viku, til þess að sjá, hvort það hefði haggast. það er, jafnvel f.yrir ólæknisfróða, auðvelt að skilja, hvílíkur munur það er fyrir lækni, að geta skoðað brot þannig, í staö þess að nota ein- göngu fingurgómana til að þukla með. Kvenfjelagið Líkn hefur árum saman safnað fje í Spítalasjóð sinn, og gaf úr honum 20 þús- und krónur til innanstokksmuna í nýja spítalann hjerna. Nú hefur það í hyggju að auka svo þenna sjóð, að hann geti gefið spítal- anum Röntgentæki. Til þess þarf 6 — 10 þúsund krónur, eftir því, hve vönduð tæki verða keypt. 1. desember næstkoinandi ætlar kvenfjelagið að heita á alla góða Eyjaskeggja að styrkja sjóðinn, svo hann verði sem fyrst fær um að koma þessu þarfafyrirtæki í framkvætnd. Verður þá haldin skemtun til ágóða fyrir það. Jiann dag hef jeg einnig lofað kvenfjelaginu að halda fyrirlesttir um þessa merkiiegu geisla og það gagn, sem má hafa af þeim, og verður hann nánar auglýstur síðar. Allur ágóði af þeini fyrir- lestri rennur til styrktar þessu þarfa málefni. Jeg mun sýna þar nokkurar Röntgentnyndir til þess að fólk fái hugmynd um, hvernig þær líta út. Gefst þá almenningi kostur á að kynnast þar einni dásamlegustu uppgötvun vísind- anna og um leið að stuðia að því, að hún geti orðið að gagni fyrir þenna bæ. P. V. G. Kolka. Hetjuverðlaun Carnegies hefur Jón Vigfússon, Holti, hlotið fyrir afreksverk sitt í vetur, er hann kleif Ofanleitis- hamar. Lögreglulið öæjarius. Síðastliðinn vetur samþykti bæjarstjórn Vestmannaeyja, að fella út af fjárhagsáætlun bæjar- ins fjárupphæð þá, sem að und- anförnu hafði verið áætluð til greiðslu fyrir starf aukanætur- varðar. — Hinsvegar veitti bæjar- stjórnin 600 kr., er verja skyldi til aðstoðar næturvarðar, er lög- reglustjóra þætti þurfa. Mun þetta hafa átt að vera sparnaðarráðsíöfun frá hendi bæjarstjórnar, sem virðist hafa álitið, að Vestmannaeyjakaupstað- ur væri ekki fær um að launa það lögreglulið, sem verið hafði. En telja má, að þessi ráðstöf- un bæjarstjórnar hafi verið mjög mishepnuð, því að brátt kom í Ijós, að þessar 600 kr. gengu fljótt til þurðar. Mun nú svo málum koniið, að þessi liður fjár- hagsáætlunarinnar er kominn langt fram úr áætlun, og munar rninstu, að hann jafnist á við laun þau, er aukanæturvörður hafði. þetta bendir til þess, að lög- reglustjóri hafi álitið þörfina á aukinni lögreglu meiri en bæjar- fulltrúarnir, enda mun það hafa verið vilji hans, að lögregluliðið yrði fremur eflt en rýrt. J^annig er nú háttað högum vorum í þessum efnum, að vjer höfum einn næturvörð og annan dagvörð. — Jafnvel þótt báðir þessir menn hefðu óskiftan á- huga á störfum sínum og væru ekki öðrum önnum hlaðnir eins og dagvörðurinn, sem annars er mjög samviskusamur maður, þá virðist lögregluliðið óeðlilega illa skipað, ef tekið er tillit til fólks- fjölda bæjarins. Engin ástæða virðist til þess að áiíta íbúa Vestmannaeyja öðr- um það frómari, að ekki geti út af borið, og nllra sist er hingað hefur hópast, um vertímann, fólk úr öllum landsfjórðungum. Reynslan sýnir þetta líka. — Margir kvarta undan hnupli og skemdum á eignúm sínum og hjer hefur verið framinn þjófn- aður á mjög ósvtfinn hátt, of'tar en einu sinni. Mörgum mun í fersku minni þjófnaður sá, er framinn var t fyrra, er kindunum var stolið úr girðingu í miðjum bænum, skornar þar niður og bornar í burtu, á meðan gætslumaður brá sjer í burtu. Eða peningastuldurinn úr ís- húsinu nú nýlega, er framinn

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.