Fréttir

Tölublað

Fréttir - 10.12.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 10.12.1918, Blaðsíða 1
DAGBLAÐ Ótrúleg’t. Nú verður mönnum eigi tíð- ræddara um annað en þá undra- fregn, að hið brezka heimsveldi hafi nú að fengnum sigri neitað að selja Reykjavík kol nema því að eins, að hún ræki ágætan starfs- mann úr vistinni og viki Borken- hagen frá. Menn láta segja sér þetta þrisvar áður en þeir trúa. Bretar hafa gert vopnahlé við Þjóðverja, er barist hafa móti þeim. En þá er ótrúlegt að þeir vilji heyja ófrið við þýzka einstaklinga í hlutlaus- um löndum, svo ótrúlegt að því verður eigi trúað að óreyndu. — Sumir segja að krafan sé fram komin af því, að Borkenhagen var einskonar milligöngumaður til þess, að fá þýzkan mann til að gera bænum greiða. En svo stóð á, að sá maður var sá eini í víðri ver- öld, sem gat gert oss þenna greiða, og hins vegar græddi hann ekkert á því, svo að ekki gat það orðið til þess, að skaða Breta i hernaði þeirra. Slíka ástæðu gæti brezka veldið eigi borið fyrir sig. Þó er næslum því enn þá ótrú- legra, að bæjarstjórn hafi farið eftir þessu og sagt manninum upp. Því að hvað á hún að gera með kol, ef enginn maður er til að veita gasstöðínni forstöðu? Ef á annað borð þarf að loka gasstöðinni, þá er þó nær að gera það sakir kola- leysis, en af hinni ástæðunni. En ótrúlegast af öllu er að borgar- stjórnin hefur eigi snúið sér til landsstjórnarinnar i þessu máli, því að nærri má geta, að henni hefði veitt létt að leiðrétta þetta. Og engin ástæða er til að ímynda sér, að brezki ræðismaðurinn hér mundi neita um sína hjálp til þessa. — Því að honum hlýtur að vera kunnugt um, hversu gersamlega ástæðulaus þessi krafa er og hon- um hlýtur að vera í lófa lagið að skýra málið svo fyrir yfirboðurum sinum, að þeir skifji, hversu á- stæðulaus krafan er og að slíkur aðgangur er eigi vegsauki fyrir slíkt heimsveldi, sem hér á hlut að máli. Trúlegast væri, að ræðis- maðurinn gerði þetta ótilkvaddur, því að sennilega er það eigi áhættu- laust fyrir hann að láta hjá líða að afstýra þessu eða reyna til þess að minsta kosti. Þessi endir málsins væri sönnu hæst, en nú sjáum vér, hverju fram vindur. Bg sá þig-----. Eg sá þig ekki um sumarstund, er sólgeislar titrandi kystu grund, — eg sá þig er húmið huldi lönd um hljóða tunglskinsnótt, og draumverur leiddu hægt við hönd að heiman sofandi drótt. Bros þitt var töfrandi — blítt og — kalt, það birta vildi’ ekkert — en sagði þó alt. Þitt hár var sem gimsteina blikandi band, er blærinn feykti því til. Eg sá að þú áttir þér álfaland í augnanna rökkurhyl. Mig langaði til að leika mér þar, mitt ljós-siglda fley þar að ströndinni bar. Ei var þar brim, og mitt hjarta hló við hrannanna strengjaslátt. Eg las þar blómin í laufgum skóg og lék mér kátt og dátt. Eg lék mér glaður um sævar svið, en sigldi í land eftir stutta bið. Svo var það að Ægir ygldi brún svo ógnar napur og blár. Pá dró eg seglið í dimmu við hún, dapur í skapi og fár. Eg sigli enn þá um dimma dröfn, í dögun eg vona a§ ná í höfn, er kveðja brosandi blómin nótt og benda’ í sólarátt. Pví ávalt er brim eða undur hljótt, en altaf er leikið — grátt. Guðmundur G. Hagalín. Jarðarför sonar okkar Karls Gunnars Ágústs fer fram frá Dómkirkjunni fímtudaginn 12. þ. m. og hefst með húskveðju kl. II f. h. á heimili okkar Laufásveg 3. I*óra Ólafsdóttir Magnús Gunnarsson. Nýtt skip. Lengi hefur það staðið oss ís- lendingum all-mjög fyrir þrifum, að vér höfum eigi átt skip í för- um. En nú er svo komið, að vér eigum eigi að eins gufuskip, er flytja farþega og vörur, heldur og stór seglskip. Eiga þeir menn að hljóta hinar beztu þakkir, er gerast frum- kvöðlar að því, að íslendingar taki í sínar hendur alla vöruflutninga til landsins og frá því til annara landa. í gær bauð P. J. Thorsteinsson blaðamönnum út í hið nýja skip fiskiveiðafélagsins »Haukur«. Heitir skipið Phonix og er smíðað í Svend- borg. Var keypt til þess efni árið 1913, en tekið til smiða sama árið og ófriðurinn hófst. Er því alt efni til skipsins vandaðra en ella mundi. Skipið getur flutt 600 smálestir í góðu veðri að sumri til. Það er alt smíðað úr stáli og hið vand- aðasta, Það er fjórsiglt og hefur 160 hesta Dieselvél. Er sú vél ólík að gerð öðrum vélum, er hér hafa notaðar verið. Hún er kraftmikil og brennir hráolíu. Skipið fer 8 mílur í góðu veðri með þessari vél. Á þessu má sjá og stærð skipslns, hve mjög vélin er kraft- mikil, borin saman við aðrar vélar. Enda er jafnvel ætlun manna, að hún muni að miklu leyti koma í stað gufuvélanna. Rúm manna á skipinu er hið bezta, hinn vand- aðasti frágangur á öllu og auð- sýnilega Iagt kapp á að gera alt svo þægilegt, sem unt er eftir ástæðum. Á skipinu eru 10 menn. Skipstjórí og vélstjóri eru danskir. Var fengin undanþága fyrir þær sakir, hve lítil völ er hér manna, sem kunna að fara með slik skip og alls ekki völ á manni, er með vélina kynni að fara. En Thorsteinsson hefur þegar sett mann á skipið er læra skal að fara með vél þess. Skipið keypti »Haukur« í vor. Hafði það þá eigi verið áður í förum. Tóku Bretar það í sína þjónustu, og þess vegna hefur það eigi komið liing- að fyr. Það kom með kolafarm frá Englandi. Var það 5 daga á leiðinni. Nú hygst Thorsteinsson senda það með fisk til Englands. Óskum vér eigendum skipsins allra heilla og kunnum þeim þakkir fyrir veitta skemtun.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.