Fréttir

Tölublað

Fréttir - 02.10.1915, Blaðsíða 1

Fréttir - 02.10.1915, Blaðsíða 1
Hádegis-útgáfa. Yerd: 3 aurar i. tt>i. Ite.ylijiivíl£, laugardaginn 2. október. ÍOIS. Hafa nú nýlega feng-ið talsvert af Vefnaöarvörum sem eru seldar með hinu alþekta lága verði hjá J. B. & Co. ÉÉ Fréttir. Tilgangurinn með útgáfu þessa blaðs, er að bæta — með því — upp skilvísum kaupendum »Ing- ólfs« það sem fallið hefir úr af blöðum þetta árið, og fá þeir blaðið ókeypis. Annars verður það ekki borið föstum kaupendum, heldur selt í lausasölu á 3 aura. Meðan verið er að gefa út hina ákveðnu blaðatölu (20) handa kaupendum »Ingólfs«, kemur blaðið út á hádegi hvern dag. (Sjá annars augl. á 3. síðu). Geymið blöðin. Þegar komin eru út 20 blöð, verður gefin bók (50 au. virði) þeim sem öll eiga þá og geta sýnt á afgreiðslunni eftir nánari tilkynningu síðar. V eðurskeyti. Veðrlð í gær: Loftv. j £5 |Vindm.| <e 0 E Vestm.eyjar 756,4 ASA 9 Alsk. 7,0 Reykjavík. . 754,9 SA 7 Alsk. 7,7 ísafjörður. . 758,0 0 Léttsk. 4,2 Akureyri . . 739,o NV 5 Alsk. -M,o Grímsstaðir. 723,2 S 3 Heiði 1,5 Seyðisfj. . . 761,6 O Heiði 1,6 Þórshöfn . . 763,2 O Skýjað M Veðrið í morgnn: Loftv. j •3 |Vindm.j| C 0 •J 3 Vestm.eyjar 752.6 A 7 Heiði 5-6 Reykjavík. . 752,1 A 3 Alsk. 8,5 ísafjörður. . 754,0 O Heiði 7,3 Akureyri . . 753.0 S 2 Skýjað 9-° Grímsstaðir. 721,5 S 3 Skýjað 4,5 Seyðisfj. . . 758.8 O Skýiað 4,6 Pórshöfn . . 763,0 SSA 2 Alsk. 6,0 Með því að bera saman veðrið báða dagana má nokkuð ráða um veðrið á- fram. Dagfurinn. Póstáætinn í dag: Flóra fer til Austfjarða og Noregs. Ingólfur fer til Garðs og á að koma í kveld aftur. Póstvagn kemur frá Ægissíðu. Hvað líður póstskipnnnmi Gullfoss kom i morgun og fer á morgun. Goðafoss kom til Leith 28. sept. Pollux er hér, fer ekki í dag. Flóra fór frá ísafirði í gær, á eftir margar hafnir hingað. Sterling á Hafnarleið frá Leirwik. ísland komið til Leith fyrir nokkru á leið hingað. Botnia var á Siglufirði í gær. Ceres er á útleið. Vesta á að fara frá Kaupmanna- höfn í dag, hingað. Simskeyti. Kaupmannahöfn í dag. Frakkar og Englendiningar hafa nnnið mikinn signr á vest- nrstöðvnnnm. Tókn að hertangi 121 stóra fallbyssu. Holllendingar mótmæla kröft- nglega ferðnra Zeppiiíns-loft- skipa ylir landið. Akureyri í dag. Góðviðri er þessa dagana, en næturfrost við og við. Fiskveiði er nú úti á Eyjafirði. Fæst hvorki þorskur eða síld. En úti á Sigluílrði er enn nokkur færa- fiskur. Síidveiðin varð í ár 350 [þúsund tunnur er saltaðar voru niður, en auk þess 150 tunnur til bræðsluverk- smiðjanna. Verð á síld er hér 60 krónur tunnan og þar yfir, en síldarmjölstunnan (100 kg.) kostar 20 kr. Slátrað við Eyjafjörð. Kaupfélag Eyfirðinga hefir slátrað í haust á Akureyri 18000 fjár. Kaupfélag Svalbarðseyrar hefir slátrað i haust 5000. Kaupfélag Höfðhverfinga hefir slátrað 1 Grenivík 2500. Kaupfélag Svarfdœla hefir slátrað í haust 3000 fjár. Alls slátra þá kaupfélögin við Eyjafjörð 28Va þúsundi. Auk þess slátra kaupmenn allmiklu. Verð á kjÖti er hér 90—92 au. kg. mör kr. 1,00 og gærur kr. 1,20 kg. Fyrirspnrn: Verða vörur þær sem komafrá Veslurheimi með »Botnía« seldar almenningi, eins og landsjóðs- vörurnar i fyrra haust? Svar: Verða ekki seldar, en geymdar sem landsforði. Höfuðstaðurinn. Pinglesin afsöl 30. September: 1. Jón Jensson selur 14. júní þ. á. Hannesi Hafstein 1155 fer- álna lóð frá lóð hússins nr. 27 við Þingholtsstræti. 2. H.f. P. J. Thorsteinsson & Co. í Likv. selur 25. þ. m. Boga Brynjólfssyni hálfa húseignina nr. 10 við Grettisgötu. 3. Jón Magnússon bæjarfógeti sel- ur 23. þ. m. A. Obenhaupt 31J0 ferálna lóð við Þingholts- stræti. 4. Ingimundur Ögmundsson selur 28. þ. m. Guðlaugi Ingimunds- syni og Guðríði Pálsdóttur húseignina nr. 50 við Túngötu. „Fréttir". Blaðið byrjar óundirbúið og er því að vona að því fari fremur fram en aftur. Ekki verður sókst eftir að fylla það með auglýsingum, heldur að hafa mikið af læsilegu efni, svo öllum þyki það eigulegt. Vanti einhvern skilvísan kaup- anda Ingólfs blaðið (sem fyrir getur komið í upphafi) er hann vinsam- lega beðinn að tilkynna það á af- greiðslunni. Prestvígsla fer fram á morgun. Verða þar vígðir Stefán Björnsson fyrr rit- stjóri Lögbergs og kand. Sigurður Sigurðsson frá Flatey í Hornafirði. Stefán er utanþjóðkirkjuprestur í Fáskrúðsfirði og hefir söfouðurinn nú óskað að hann taki vígslu. Sig- urður verður aðstoðarprestur séra Bjarna Einarssonar í Þykkvabæjar- klaustri. Séra Jóhann iýsir vígslunni en Stefán stígur í stólinn. Húsviltar urðu margar fjölskyldur í bæn- um í gær, og má heita að til stór- vandræða horfi. Borgarstjóri hefir útvegað þeim skýli fyrir muni sína í byggingum sem bærinn á og börn- um hefir verið komið fyrir til bráðabyrgða í ýmsum húsum. Eitt- hvað af fullorðnu fólki hefir orðið að liggja úti undir berum himni. Dýr fátækraflutningur. Nýlega var kona hér í bænum flutt fátækraflutningi austur í sveitir 'á bifreið og kostaði 60 krónur. Auðvitað er þetta ekki gert að gamni sínu. Tveir læknar höfðu úrskurðað að konan yrði heilsu sinnar vegna að hafa fljóta ferð og góða. (Framh. á 3. síðu).

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.